Lögberg - 10.05.1917, Síða 1
SPIERS-PARNELL BAKING CO.
ábyrgjast yður
fulla vigt, beztu vörur fyr-
ir lœgsta verÖ sem verið
getur. REYNIÐ Þ A!
TALSÍMI: Garry 2346 - WINNIPEG
06-59 Pearl St. - Tals. Garry 3885
Forseti, R. J. BARKER
Ráðsmaður, S. D. BROWN
30. ARGANGUR
WINNIPEG, MANITOBA, FtMTUDAGINN 10. MAl 1917
NUMER 18
GRIKKJA-KONUNGUR
REKINN FRÁ VÖLDUM?
Vér heimtum þjóðstjórn! Niður með
konunginn! hrópa 40,000 manns í
borginni Salonika.
Fréttir frá Saloniki á þriöjudag-
inn segja frá því aS afarfjölmennur
fundur var þá haldinn í Saloniki á
Grikklandi, þar sem borgarstjórinn
var forseti. Var því þar lýst yfir aö
Grikkir heimtuöú að konungur legöi
niður völd og þjóðstjórn tæki við.
“Vér krefjumst þess að konungur sé
rekinn, og að vér fáum þjóðstjórn!
Lengi lifi líðfrelsið! lengi lifi
Venezeola!” Þetta hrópaði fólkið
sífellu. Hvort þetta er fyrirboði
stjórnarbyltingar, er erfitt að segja,
en ekki er ólíklegt að svo v'erÖi.
pýzk friðarfélög.
Fjögur friðarfélög á Þýzkalandi
hafa sent kröfur til stjómarinnar um
það að semja frið við Rússa með
þeim skilyrðum er hér segir:,
1. Að Þýzkaland skili aftur öllum
löndum, sem það hefir tekið frá
Rússlandi, gegn því loforði að rétti
Þjóðverja í Rússlandi sé borgið.
2. Að Þjóðverjar lýsi því yfir
opinberlega hvaða friðarkosti þeir
bjóði öðrum óvinum sínum.
3. Samningar um alheimsfrið með
sambandi þjóðanna og takmörkun á
herbúnaði.
4. Innbyrðis endurskipun þjóðfé-
lagsfyrirkomulagsins á Þýzkalandi,
samkvæmt vilja, þörfum og kröfum
þjóðarinnar.
Vínbann í Hull.
Atkvæði voru greidd um vínbann s
bænum Hull í Quebec 3. maí og var
það samjþykt með 1,181 meirihluta at-
kvæða. Með banninu greiddu 2487,
en á mótí því 1306. Þetta er talinn
nsikill sigur fyrir bindindismenn og
benda til þess að ekki líði langt
þangað til þar verði algert bann, eins
og i vesturfylkjunum.
12,000 Canadamenn falla.
Fyrstu fréttir af orustunni við
Vimy sögðu að Canadamenn hefðu
mist þar 12,000. Síðari fréttir báru
það til baka og kváðu mannfallið
ekki hafa verið nema 5,000—6,000.
Nú eru þó kornnar skýrslur, sem sýna,
að rúmar 12,000 hafa fallið frá
Canada.
Skrásetning 21. maí.
Manitobastjórnin hefir ákveðið að
byrja skrásetning kjósenda í fylkinu
21. maí, og er búist við að það standi
yfir í nálægt mánaðartima. Allar
konur, giftar sem ógiftar, sem orðnar
eru 21 árs að aldri og nógu lengi hafa
átt heima hér, hafa rétt til skrásetn-
ingar. Er það í fyrsta skifti, sem
kvenfólk hefir i þessu efni notið
hér jafnréttis við menn.
Miklar hveitibyrgðir.
Stjórnarskýrslurnar bera það með
sér að 31. marz 1917 voru 126,000,-
000 mælar af hveiti í landinu,
en 197,000,000 i fyrra og 79,-
000,000 1915. Af höfrum v'ar til á
>.ma tíma 184,000,000 mæla; af bvggi
15,000,000 mæla og af hörkorni (flax I
5,662,(FÍ0 mælar. Öll hveitiuppsker-
an 1916 i Canada nam 220,367,000;
þar af voru 85% markaðsvara, en
15% ekki. Svo mikið af óseljanlegu
hveiti hefir aldrei verið hér síðan
1909. Er þetta afarmikill skaði.
o
Mrs. John Hample.
er ein þeirra kvenna, sem mikið læt-
ur til sín taka í opinberUm málum og
uiikið traust er borið til. Hún var
kosin í skólaráð bæjarins í fyrra og
endurkosin í ár. Nú hefir Mani-
tobastjórnin útnefnt hana í gerðar-
dóm þann, sem á að dæma í síma-
verkfallsmálinu.
ókyrð á Rússlandi.
Rússar hafa svo að segja ekkert
aðhafst í stríðinu um langan tíma.
Bandamenn vildu fá fullvissu
fyrir því að þeir ætluðu sér að halda
áfrani, en ekki semja frið vi'ð Þjóð-
verja, eins og flogið hefir fyrir.
Nýja stjórnin á Rússlandi skrifaði
því bandamönnum bréf og lýsti þvi
vfir að Rússar yrðu með þeint í stríð-
inu til hins síðasta.
Þetta kváðu sumir bændur á
Rússlandi og hermenn vera gjörræði;
stjórnin hefði ekkert vald og enga
heimild til neinna slíkra yfirlýsinga,
nema með því að ráðgast fyrst v'ið
fólkið, en það hefir hún ekki gert.
Af þessu varð allmikið upphlaup;
mest kvað að því í Pétursborg og
fóru menn þar um götur í stórfylkl
ingum með flöggum og fánum, þar
sem á var ritað: “Niður með stjórn-
ir.a!”
Allmörg skemdarverk voru unnin
og þar á meðal það að Kashtalinsk
hershöfðingi var drepinn.
Loksins tókst þó að sefa upphlaup-
ið, og er komin á spekt að miklu leyti.
Annars eru fréttir svo óljósar frá
Rússlandi að lítið er hægt að segja
þaðan ákveðið. Eitt er víst og það
er það, að landið logar enn þá alt í
ófriðareldi, eins og eðlilegt er, eftir
svo miklar byltingar.
Skipi sökt — margir drukna.
Þjóðverjar söktu flutninga skipi
fyrir Englendingum 15. apríl, sem
“Arcadian” hét. Á skipinu voru
ínörg hundruð manns og er álitið að
279 hafi farist, að minsta kosti. —
Þetta fréttist ekki fyr en 3. maí.
Gerðardómur.
Talsimafólkið og Manitobastjórnin
komu sér saman um að leggja ágrein-
ingsefni það, sem verkfallinu olli, i
gerðardóm. Hefir stjórnin tilnefnt í
þann dóm J. H. G. Russell og Mrs.
John Hample, en frá hinni hliðinni
eru nefnd Miss Grace Furneos og
John Milne. Oddamaður ókosinn.
Felt að afnema dauðadóma.
Robert Bickerdike frá Montreal
bar upp tillögu í þinginu í Ottawa 3.
maí um afnám dauðadóma, en hún
var feld með 27 atkvæðum gegn 17.
Fjörugur fundnr.
var haldinn í Goodtemplarahúsinu 8.
þ.m. Hluthafar Eimskipafélagsins
höfðu verið boðnir þangað og auk
þeirra sóttu fundinn margir aðrir.
Húsið var troðfult. J. J. Vopni var
kosinn forseti óg E. P. Jónsson rit-
ari. Eindregið lýstu flestir því yfir
að þeir vildu útiloka áfengissölu af
skipum Eimskipafélagsins.
Gullfoss á leið vestur.
Skeyti kont á sunnudaginn til Árna
Eggertssonar fulltrúa Eimskipafélags-
ins um það að Gullfoss væri farinn
af stað vestur. Hann keniur þvi til
New Ýork um 17.maí. Eggertsson bið-
ur þess getið að hann sendi skeyti öll-
uin sem ætla með skipinu undir eins
og hann fær tilkynningu um að það
sé kontið til New York, en ráðlegg-
ur mönnum að konta ekki hingað
fyrri nema jteir þurfi. Tíminn verð-
ur nregur fyrir hvern að leggja af
stað vestur eftir að skipiö er komið,
með jtví að Jtað stendur talsvert v'ið
í New York. Eggertsson leggur af
stað frá Winnipeg 21. maí.
Stephan G. Stephansson
kom til bæjarins á miðvikudaginn á
leið sinni til Islands.
Frá Gimli.
Eg veit nú ekki vel á hv'erju eg á
að byrja, segja stúlkurnar að pilt-
arnir segi með vandfæðasvip við
sjálfa íig, um leið og jieir líta i spegil
þegar j.eir eru að fara af stað til að
biöja sér konu. En eg veil vci livern-
ig á að Lyrja þessi litlu grchi. — Kg
byrja svom :
Heklur þykir okkur hér á Gimli að
seinka ko:nu konungsdótturinnar Sum-
arl'liðu, tii að brenna álagaham
siallsystur sinnar Sumarfegurðar, og
leysa hana algjörlega úr læðingi.
Hún verður víst ekki mjög slóðalega
búin, ekki í lakasta kjólnum sinum,
j^egar hún sýnir sig á sjónarsviðinu.
Menn eru smátt og smátt að horfa
upp á himinhvolfið og segja svona:
“Henni seinkar, blessaðri sumarblíð-
unni”. En eg horfi stundum út á
klakabundið vatnið til þess að vita
hvort eg sé enga fallega hönd strá
vfir ]>að sólargeislum til að leysa i
sundur klakann, þurka ntóðuna af
speglinum. En of lítið hefir v'erið
enn um sólargeislana til að geta j>að.
Eri til að bæta j)að upp fyrir okkur
gamla fólkið hér á “Heimilinu”, hafa
blessaðar konurnar hér á Gimli, með
ljúfu samþykki blessaðra mannanna
sinni, verið að bæta vorkuldann og
sólskinsleysið upp, með því að búa til
andleg hlýindi og glaðar stundir á
þann hátt að koma hingað ai og til
með Ijómandi gott kaffi og tilheyrandi
góðgæti til að gefa ollum. — Og ekki
nóg með það, heldur halda konurnar
einnig samkomur, til glaðnings og
styrktar stofnuninni. Og eina slíka-
samkomu héldu þær 2. mai og átti
ágóðinn að ganga til Gamalmenna-
heimilisins. Eg ætlaði að fara þang-
að til að sjá og heyra, ]>ví nóg er
fróðleiksfýsnin, sem sumt fólk er oft
svo harðort um: að kalla forvitni.
En fyrst varð eg að fara til hins
nafnfræga Clondyke rakara, Mr.
Árna Thordarsonar, og láta hann
raka mig. — En þegar eg fór þaðan
aftur, sá eg hylla undir prestinn, ef-
laust í sömu erindum og eg, ]>ví hann
var svo sem sjálfsagður á samkorn-
una. Á leiðinni heim datt mér í hug
að nú hefði eg þann varning með-
ferðis, sem beztur J>ætti af öllu, í
heiminumi, —• eg meina, sem karlmenn-
irnir halda að kvenfólki Jiyki beztur,
skeggkossinn. En þrjóskar og skrítn-
ar mega j>ær j>á vera, J>ví aldrei hafa
j>ær viljað þiggja þann v'arning Jekki
einu sinni gefinsj hjá mér.
Samkoman var myndarleg og mjög
vel sótt; menn á öllum aldri, ungir
og gamlir, með allskonar hugsanir og
ýmiskonár smekk. Forseti samkom-
unnar var Mrs. Kristjana B. Thord-
arson og hélt'hún stutta, en vel orð-
aða og myndarlega ræðu. Sagði hún
að sér væri ljúft að tala fyrir þessari
samkomu, ]>ar sem gamla fólkið og
velferð “Heimilisins” ætti hlut að
máli. Og úr J>ví að Gimli bær hefði
orðið fyrir því hlutfalli að “Heimil-
ið” hefði orðið þar ("hér á GimliJ,
jiá væri fallegt og ákjósanlegt fyrir
Gimli menn að sýna [>ví allan j>ann
hlýleik og greiða, serh hægt væri og
æskilegt að slik samkoma væri haldin
hér í tilefni af Heimilinu” ekki
sjaldnar en einu sinni á ári. Gjörðu
allir góðan róm að máli hennar og
lýsti svipur þeirra ánægju, sem engan
tón létu í té.
Prógram ('gjöröalistiJ var }>annig:
Séra Carl Olson með ræðu.
Miss Elin Johnson, 9 ára gömul,
með einsöng.
Miss Margrét Pétursdóttir, 14 ára
gömul, með upplestur.
Mrs. S. Valgarðsson með einsöng.
Miss Florence Polson með upp-
lestur.
Sjö stúlkur með smáleik -blóma-
dansj.
Miss Karen Péturson með einsöng.
Dr. Sv'. Björnsson og Karen Pét-
ursson með einsöng.
Hljómlist og dans, til að enda með
samveruna.
Alt á gjörðalistanum (prógraminuJ
var ágætlega af hendi leyst. Og ekki
sízt var j>að gaman að koma inn um
dymar á kaffisalnum, finna kaffilvkt-
ina, sem lagði á móti manni, sjá glað-
legu andlitin, þar inni og reiðubúnar
hendur til að gefa manni sæti.
Sér Carl Olson hélt skemtilega og
fræðandi og stutta ræðu um frelsið,
— eg verð að taka það fram að hann
hélt stutta ræðu, því ]>að er einn að-
alkostur hjá ræðumönnum að hafa
ræður sínar kjarnorðar, ]>rungnar að
efni og stuttar, — eins og ]>að er stór
ókostur hjá hverjum ræðumanni, eink-
um á samkomum, þar sem margt er
annað á gjörðalista, að rilla langt,
hafa langar tölur. Séra Olson tók
j>að fram að efnið, sem hann ætlaði
að tala um væri mjög yfirgripsmikið,
og j>að sagði hatin í sannleilja satt,
— því ]>að var “frelsið”, sem hann
var að tala um; og var hann að sýna
frani á það, hversu dýrmætt frelsið
v'æri, og hversu mikið hefði verið
barist um ]>að í heiminum, til að ná
þvi aftur, ]>egar það hefði glatast, —
einhver stolið j>vi, eða rænt því, ann-
að hvort af heilum þjóðutn eða j)á
einstaklingum. Engan jarðneskan
lilut er hægt að finna dýrmætari held-
ur en frelsið. — Frelsið, frelsið!
Þennan glóandi gimstein og dýru
perlu ]>ekkir enginn til hlýtar, sem
ekki er lokaður innan fjögra veggja
eða inni í fjötrum, sem hann getur
ekki sloppið frá. — Heilsan er lík-
lega ]>að dýrmætasta, sem hverjum
nianni finst í fljótu bragði að hann
eiga til í eigu sinni, og það er engutn
láandi. En eitt er það, sem mundi
gjöra manninn enn þá sælli og J>akk-
látari en hann vanalega ér, ef hann
hugsaði meira um það. Það er
frelsið, sem hann nýtur daglega í svo
ríkum niæli. Eg veit að heilsan er
óumræðilega mikils virði, en ætti
rnaður að kjósa um að liggja veikur,
með frjálsræði til að hafa nálægt sér
og aðstoðandi víni sína, — eða vera
heilbrigður og hafa ekki frelsi til að
nióta annara aðstoðar. “Frelsið”
hugsar maður og talar sjaldan of
mikið unt; fátt er það, sem er jafn
vandfarið með. Birta Ijóssins er un-
an og indæli fyrir barnið, en kunni
barnið ekki að fara með ljósið og
misbrúki ]>að, fer illa. —
Svo eg snúi huganum aftur að
samkomtmni, }>á hepnaðist hún í alla
staði mjög vel, og voru hlutaðeig-
gndur, konur þær. sem stofnuðu til
hennar, ntjög ánægðar með peninga-
hliðina og þakka fólkinu vel fyrir
rausnarlega og skemtilega heimsókn
á samkomustaðinn.
Gimli, 3. maí 1917.
J. Briem.
KIRKJUÞING.
Samkvæmt því, sem auglýst hefir verið í “Sameining-
unni”, verður kirkjuþingið í ár haldið í Minneota. pað byrj-
ar fimtudaginn 14. júní. Lagt verður af stað frá Winnipeg
með Great Northem járnbrautinni kl. 5 síðdegi^ 12. júní.
Fargjald frá Winnipeg er um 12 doll. Sérstakur svefnvagn
flytur kirkjuþingsmenn alla leið til Marshall og þurfa þeir,
sem taka sér fari í þeim vagni aldrei að skifta um lest á leið-
inni. Aukaborgun fyrir þau hlunnindi er $2—$2.50. peir sem
vildu tryggja sér rúm í þeim vagni ættu að gera aðvart um
það nokkru fyrirfram—helzt sem fyrst. í því efni má snúa
sér til J. J. Vopna. Búist er við að marga fýsi að fara þessa
skemtilegu ferð.
Bœjarfréttir.
Munið eftir útsölunni í kirkju
Fyrsta lúterska safnaðar ]>riðjudag-
inn 15. þ. m. Salan byrjar kl. 3 e. h.
og heldur áfram til kl. 11. — Þar
verða margir munir og merkilegir
með sanngjörnu verði; auk þess kaffi
og heimatilbúin sætindi fcandyj.
Fikkert hefir verið sparað til þess að
útsalan verði sem myndarlegust. —
Munið eftir að koma snemma, þv'i
salan stendur yfir aðeins cinn dag.
Ferðaminningar j>ær, sem birst
liafa í Lögbergi og nú eru á enda, eru
eftir liinn alkunna fræðimann Þor-
leif Jackson í Selkirk.
Utan á bréf, sem sendast eiga með
Gullfossi á að skrifa þannig: “S.'S.
Gullfoss via New York, Sailing may
25”.
Föstudaginn 2. marz síðastliðinn
andaðist að heimili sonar síns í Kee-
watin ekkjan Friðrika María Málm-
quist, eftir langvarandi heilsuleysi.—
Jarðarför hennar fór fram 4. marz.
Kvenfélag Tjaldbúðarsafnaðar hef-
ir ákveðið að halda útsölu fBasaarj
25. og 26. maí í kirkjunni. \áerða þar
margir vandaðir munir og eigulegir.
Frá 1. janúar til 1. maí 1917 hafa
63,600 manns sent beiðni til New
Ýork Life ábyrgðarfélagsins imi
$159,000,000 af lífsábyrgðum. Þetta
er talsvert meira en nokkru sinni áð-
ur á fjórum mánuðum síðastliðin 72
ár. ,
Mrs. Sam Samson flögreglumannsj
var skorin upp á“ almenna sjúkrahús-
inu 28. apríl af Dr. Brandsvni.
Henni liður eftir vonum, er á góðum
batavegi.
Mrs. J. Thordarson frá Argyle
kom hingað fyrra þriðjudag og dvel-
tir hjá dóttur sinni.
Særður er Fred Josephson, sem
fór með 222. deildinni. Hvort það er
mikið eða Htið, vitum vér ekki.
Jakob Guðnason, sem fór me,ð 222.
herdeildinni, er sagður særður í bakið
Hann er frá Baldur í Argyle.
Munið eftir að koma og hlusta á
John Tait í Goodtemplarahúsinu 16.
j>. m. Hann er óefað bezti íslenzki
lesleikari, sem vér eigum hér vestra.
Á meðal þeirra, sem sæmdir liafa
verið heiðursmerki fyrir frábæra
framgöngu í striðinu er S. Loftson,
,sem er i Frakklandi; hann átti heima
að 227 McGee str. Áritan hans er
Pte S. Loftson, 4th Canip, llth Sec.,
B.E.F., France, P.P-.C.A.A.
Djáknanefnd Skjaldborgarsafnaðar
er að undirbúa til skemtisamkomu,
sem haldin verður mánudaginn 21.
maí. Aðal skemtunin verður söngur
og hljóðfærasláttur og myndasýning.
Frekar auglýst í næsta blaði.
Fallinn er í stríöinu Jón Benja-
mínsson, sonur Benjamíns bónda
Jón?sonar og Jóhönnu Björnsdóttur
konu hans að Lundar. Hann fór
með 108. deildinni. Benjamín var
bróðursonur E. P. Jónssonar og ]>eirra
systkyna. Nánar síðar.
Sá sem vita kynni um heimilisfang
Guðmundar Filippussonar frá Gufu-
nesi gjöri svo vel að láta ritstjóra
Lögbergs vita um }>að.
Guðbjörn Guðmundsson frá Vest-
fold kom til bæjarins á ]>riðjudaginn.
Harin kv'að sáning alment byrjaða
j>ar ytra og jörð sæmilega undir sán-
ingu búna.
Gætið þess að kaupa sem fyrst leyfi
fyrir hjólhesta yðar; ]>að fæst á skrif-
stofu þæjarins, sem er í Olafsons
Block, j>eir sem ekki hafa keypt leyfi
íyrir 1. júní mega búast við sektum.
Jóns Sigurðssonar félagið hefir
meðtekið $4.00 gjöf frá frú Láru
Rjarnason, sem það ]>akkar fyrir.
Adam Þorgrimsson frá Nesi, sem
lesið hefir guðfræði í vetur og verð-
»ir i þjónustu kirkjufélagsins í sum-
ar, kom hingað í gær, vestan frá hafi.
Þorlákur Einarson frá Hólum í
Vatnabygð, kom til bæjarins í gær-
morgun; er á leið alfarinn heim til
fslands með Gullfossi.
Kristinn Ingvar Víglundur Jóns-
son, tuttugu ára gantall, sonur jóns
iárnsmiðs Jónssonar og konu hans
Guðnýjar Finnsdóttur, lézt að heim-
ili foreldra sinna í Geysisbvgð í Nýja
fslandi ]>. 1. maí s. I. Banamein
brjósttæring. Var þessi ungi maður
qð mörgu leyti vel gefinn og var
einkabarn foreldra sinna og ellistoð
]>eirra. Er missirinn ' því ærið til-
finnanlegitr og sár fvrir foreldrana.
Jarðsunginn að viðstöddum stórum
liópi vina og nágranna, ]>. 5. þ. m., af
séra Jóhanni Bjarnasyni.
í fregninni um lát Gísla bónda
Arnasonar á Víðirhóili f Framnes-
bygð, stóð sú missögn, að hann hefði
haldið heyrn eftir að hann tapaði
málfæri i veikindunum, sem hann
varð fvrir fyrir nokkrum árum. En
hann tapaði þá bæði heyrn og mál-
færi. Er þetta hér með leiðrétt sam-
kvæmt tilmælum aðstandenda.
Skitli Guðmundur J. Skúlason og
Brynhildur Guðrún Sigríður Bryn-
jólfsson voru gefin saman í hjóna-
band af séra Jóhanni Bjarnasyni þ.
28. april s.I. Hjónavígslan fór fram
i Fögruhlið í Geysibygð, heimili for-
cklra brúðgumans, Jóns bónda Skúla-
sotiar og Guðrúnar Jónsdóttur. Brúð-
urin er dóttir Halldórs sál. Brynjólfs-
sonar, sem bjó á Birkinesi í grend við
Gimli, og konu hans Hólmfríðar
Eggertsdóttur frá Helguhvammi á
Vatnsnesi í Húnavatnssýslu.
Hjáhnar Bergmann lögmaður fór
nýlega austur til Ottawa til þess að
flytja mál fyrir hæsta rétti. Berg-
mann er nú talinn einn hinna allra
snjöllustu lögmanna þessa fylkis og
]>ó viðar sé leitað; því máli þykir
l>orgið, sem í hans hendur kemst, sé
því á annað borð viðbjargandi.
Stúkan Skukl er að undirbúa sam-
komu, sem hún ætlar að halda 16. þ.
m. fnæsta miðvikudagj kl. 8 e. h. í
Goodtemplarahúsinu. Friðrik Sveins-
son sýnir og skýrir þar margar ágæt-
ar íslenzkar myndir og margt fleira
verður þar til skemtunar og fróðleiks.
Ágóðanum verður varið til þess að
styrkja fátækan barnamann, sem legið
hefir veikur sv'o að segja í allan
vetur. — Eitt af Skemttfnuttn, sem
marga menn fýsir að heyra er fram-
sögn. Sá sem hana hefir er John
Yait og þarf ekki annað en nefna
nafn ðans í því sambandi til þess að
fólkið viti að þar er á góðu von.
Benedikt Hjálmson kom til bæjar-
ins utan frá Otto fyrra þriðjudag;
hefir hann dvalið þar ytra um tíma,
en býst nú við að verða í bænum
fyrst ttm sinn.
Ólafur Freemann frá Dolly Bay
pósthúsbygð var hér á ferð fyrra
þriðjudag og fór heim aftur á föstu-
daginn.
__________ I
HallgrímurBrandsson frá Dog
Creek kom til bæjarins fyrra þriðju-
dag og býst við að dvelja hér um
tíma.
Oddur G. ísfeld frá Riverton var
á ferð í bænum fyrra mánudag að
finna vini og kunningja og fór hann
aftur á miðvikudaginn. Hann sagði
þá frétt að Capt. Baldvin Anderson
væri fluttur með alt sitt til Gimli.
Baldvin á 80 ekrur af landi þar skamt
frá bænurn, en hefir átt heima í
Mikley að undanförnu.
Jón Jónasson, sent Dr. Brandson
skar upp nýlega ffrá ElfrosJ og lengi
lá hættulega veikur, er nú kominn á
ról og orðinn furðanlega frískur.
Símon Simonarson frá Argyle kom
hingað til bæjarins á þriðjudaginn
og dvelur hér um tíma. Hann hefir
verið í vetur hjá Guðmundi syni
sínunt.
Thor Sigurðson landi vor frá Glen-
boro er nýlega fallinn t stríðinu.
Skeyti kom á þriðjudaginn um það
að Joseph Höskuldtir Þorsteinson
Thompson frá Mathers i Manitoba
hefði týnst í striðinu 9. april. Hann
fór með 100 herdeildinni, en var
fluttur í 78. deildina. Thoitipson er
systursonur ]>eirra Ásmundar og
Gunnlaugs Jóhannssonar hér í bæn-
um.
Lögberg er sérlega ]>akk1átt Jóns
Sigurðssonar félaginu fyrjr þær upp-
lýsingar, sem það hefir látið í té við-
víkjandi íslenzku hermönnunum. Fyr-
ir aðstoð þess gátum vér birt nöfn og
heimilisfang allra fslendinga, sem fóru
með 223. deildinni og fyrir aðstoð
þess gátum vér nú birt nöfln og áritan
svo að segja allra fslendinga, sem í
hernum eru. Þetta’ eru miklar leið-
beiningar fvrir þá, sem vita vilja um
piltana.
Skeyti kont til foreldra Ólafs
Bardals í gær. Það segir að hann
hafi grafist tvHsvar i skothrið og sé
alvarlega taugabilaður af áhrifmn
skothríðarinnar, en þó á batavegi.
Fallinn er í stríðinu Sigurður
Gíslason, vér vitum ekki með vissu
hver hann er, en hann fór með 108.
deildinni.
Walker.
Hversu rnikið vitum vér um Alaska
og Yukon héraðið ? Tæplega neitt
nema að þau sé eins og snjór. Hefði
Dr. Leonard S. Sugden ekki komið
þaðan með hreyfimyndir, þá hefðum
vér enga eftirtekt veitt frásögn hans.
En að þeim myndum dást allir. —
Myndirnar verða sýndar og sögurnar
sagðar af Dr. Sugden á Walker leik-
húsinu næstu viku. Hann lýsir
Alaska með snjóum og ísum, viltum
blóm og allri þess fegurð. Dr. Sugden
hefir farið yfir 4,000 mílur frá heim-
skautalöndunum til Seattle.
Dr. Sugden verðttr á Walker i
heila viku kvelds og síðdegis og
byrjar á mánudaginn.
Bræður, sem fóru með 223. herdeild
Hclgi O. Anderson. Tliordur O. Andcrson.
Foreldrar þeirra eru þau Ólafur Árnason og Sólrún kona hans Árna-
dóttir í Gey’sibygð í Nýja íslandi. Thordur er fæddur 31. ágúst 1891, en
Helgi 30. apríl 1895. Þeir gengu í 223. herdeildina í Winnipeg 6. apríl 1916
og fóru með henni áleiðis til Englands 23, apríl 1917. Þeir eru báðir efni-
legir piltar og vel gefnir.
Islendingadagsfundur
var haldinn í efri sal Goodteniplara
hússins 4. maí 1917. Forseti nefnd-
arinnar Dr. B. J. Brandson stýrði
fundinum. Skrifari J. J. Swanson
las fundargerð frá siðasta fundi, sem
haldinn var 16. apríl 1916 og var
hann samþyktur. Ásmundur P. Jó-
hannson gjaldkeri las upp fjármála-
skýrslu nefndarinnar yfir árið og var
henni útbýtt prentaðri nieðal fundar-
manna. Skýrslan var samþykt. Tekj-
ur höfðu verið yfir $1200.00 og hafði
sjóðurinn aukist lítið eitt; er hann
nú $304.00.
Forseti skýrði frá því að fyrir
fundinum lægi að ákveða hvort halda
skyldi fslendingadag í sumar eða
ekki; hefðu sumir hreyft því t fyrra
að eins heppilegt væri að hafa ekki
neina hátíð og mundu líkar raddir
koma fram i ár ekki síður, þar sem
svo margt væri farið burtu ungra
manna sem helzt tæku þátt í þeim
iþróttum er á hátíðinni tíðkuðust.
Ásm. P. Jóhannson hélt þá all-
langa ræðu; ntælti eindregið með há-
tíðahaldi og taldi það vanvirðu ef
nokkurt ár yrði látið úr falla. Þetta
hátíðahald v'æri einn hlekkurinn í
þejrri keðju sem ætti að halda við
íslenzku þjóðerni og hann ekki sá
veikasti og kvaðst hann mundu fylgja
því af alefli að hátíðin yrði haldin
nú sem endranær. Kostnað hátíðar-
haldsins mætti minka; þótt eitthvað
legðist ]>ar niður af hérlendum í-
þróttum sent tiðkast hefðu að undan-
förnu kvaðst hann ekki harma; vér
ættum í stimar að hafa hátíðina enn
þá þjóðlegri og íslenzkari en hún
hefði verið áður. Var hað síðan
samþykt i einti hljóþi að fslendinga-
dagur skyldi haldinn í sumar 2. ág.
Síðan voru kosnir sex nýir menn
í nefndina í stað þeirra sex sem úr
gengu og hlutu þessir kosningu:
Hjáhnar Bergmann
Hannes Pétursson
Árni Anderson
Friðrik Sveinsson
Arngrimur Johnson
Thortlur Johnson
f nefntlinni frá fyrra ári eru þessir:
Hr. B. J. Brandson
J. J. Swanson
Th. Borgfjörð
Paul Bardal fyngrij
Halldór Metúsalemson
Sigurður Björnson og
ritstjórar beggja blaðanna
Yfirskoðunarmenn voru kosnir:
Ásm. P. Jóhannson og Bjarni Finn-
son.
Séra Rögnvaldur Pétursson lagði
til að ]>riggja manna nefnd væri kos-
in til þess að reyna að safna saman
ollum ársfundargerðttm frá því há-
tiðin fyrst hófst. Kvað hann, það
bæði geta orðið fróðlegt safn og að
ýmsu leyti skemtilegt ef það væri
prentað. Hjáhnar Gíslason studdi til
löguna. var hún samþykt í einu hljóði
°g þessir kosnir í nefndina:
Ólafur S. Thorgeirsson
B. L. Baldwinson og
Séra Rögnvaldur Pétursson.
Um fjörutíu manns sóttu fundinn,
konur og karlar.
Bitar.
Sumarið loksins komið; sagt er
að ]>að hafi verið herfangi austur á
Þýzkalandi og ekki sloppið fyr en
þetta.
Sú kringlótta lætur mikið yfir
stefnuskrá conservativa í Saskatchew-
an síðast, en telttr stefnuskrá liberala
lítilsvirði. — Skýring á því birtist í
næsta blaði.
'Skuggsjá” er illa við bitana. —
Þeir standa í sumum.
Svo Friðrik Guömundsson hefir
fengið kaffi hjá Guðrúnu Goodman !
En vill hann ekki segja ástæðuna
fyrir því að hann slepti henni úr
landnámssögu sinni ?
“Ralph Connar” er í New York að
kenna forseta Bandaríkjanna að
stjórna. Wilson er ekki á flæðiskeri
staddur þegar hann hefir þá sinn til
hvorrar handar Sam Hughes og
Ralph Connor. — Og svo séra
Hindlev.
"Eg er ekki að segja ykkur acJ
fara, drcngir", sagði Bradbttry, þeg-
ar hann var að safna liði. “Eg er að
biðja vkkur að koma”. Og svo komtt
þeir og tniðu honuni fyrir ltfi sínu,
en hann fór með þá austur á leið til
vigvallarins og skfldi ]>á þar eftir og
kom sjálfur aftur.
Miðhúsa-Magnús segir frá því í
Heimskringlu að ritstjóri Lögbergs
hafi kallað sambandsstjórnina lygna,
óráðvanda og ónýta. — En hann
gleymdi aö geta þess hvort þetta
væri sannleikur um stjórnina eða
ekki — segir það kannske seinna.
Séra Jón Helgason biskup á ísland'
var vígður í Heimskringlu síðast.
Nú verður ekki Kringlu gömlu I
fyrst kerlingin—sem nærri lá'við ' 1
—nú fengið hefir bæði brauð oí
en bezt af öllu, “Fífuvetlingan-
/. E. T'
i
j