Lögberg - 24.05.1917, Blaðsíða 4

Lögberg - 24.05.1917, Blaðsíða 4
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 24. MAí 1917 '£ o q b e i g Gefið út hvern Fimtudag af The Col- umbia Pre$s, Ltd.,Cor. William Ave. & Sherbrook Str., Winnijjeg, Man. TALSIMI: CARRY 2156 SIG. JUL. JÓHANNESSON, Editor J. J. VOPNI, Business Manager Lltanáskrift til blaðsins: THE COLUV(BIA PRESS, Ltd., Box 3172. Winnipeg, MaR- Utanáskrift ritstjórans: EDITOR LOCBERC, Box 3172 Winnipeg, Ma"- VERÐ BLAÐSINS: $2 00 um árið. Framsókn og afturhald. Frá alda öðli hefir það verið þannig að fram- þrá og framsókn allra þeirra afla í heiminum, sem ekki hafa verið ánægðir með fornan þrældóm, hef- ir átt við ramman reip að draga. Fyrst og fremst hefir það verið þannig frá ómunatíð að hnefarétturinn, afturhaldið og auð- valdið hefir haft í hendi sinni lög og fangelsí til þess að ógna með þeim er svo djarfir gerðust að andmæla nokkurri óhæfu eða yfirgangi. “Löginn og hnefinn” er það sem harðstjórnar- og afturhaldsblöðin hafa jafnan veifað og flaggað með. “Ef þú ekki þegir við öllu” segja þau við al- þýðuna og talsmenn hennar, “þá höfum vér lögin, sem banna málfrelsi og ritfrelsi og opna þér fang- elsisdyrnar! pér er betra að hafa þig í skefjum. Eða ef ekki er hægt að koma því sem sagt hefir verið undir lögin, þá má þó að minsta kosti hóta “hnefanum” ef ekki er þagað við allri kúgun. En vilji nú svo til að einhver sé sá gapi að hlýða ekki hnefarétti Herkúlesar né lagarétti Nerós, þá er þó altaf eitt ráðið eftir, og það er að reyna að telja fólkinu trú um að það séu æsingar að segja nokkuð á móti heilagri stjóminni og blöðum hennar; það séu æsingar að skýra frá því þegar hundruð miljóna sé stolið úr ríkisfjárhirzl- unni; það séu æsingar að segja fólkinu að það eigi sjálft einhvem rétt til þess að hafa hönd í bagga með eigin stjórn í eigin landi. Og æsingar er voðalegt orð. Sókrates var kærður fyrir æsingar; Galilei var kærður fyrir æsingar; Lloyd George núverandi forsætisráðherra Breta varð að flýja í dularklæðum sökum þess að hann var kærður um æsingar; Jón Sigurðsson var hrakyrktur á mannamótum fyrir æsingar. Krist- ur var kærður og líflátinn fyrir æsingar; Tolstoj var kærður fyrir æsingar. Já, þegar þess er gætt hverjir aðallega hafa verið nefndir æsingamenn á sínum tíma, þá er það býsna prúður hópur. En Heródes og Pílatus em enn þá lifandi til þess að verða vinir við dómsborðið þegar um það er að ræða að halda fólkinu blindu fyrir hinum afskaplegu stjórnarfarsglæpum, sem nú em að gerast; og í vináttu sinni koma þeir sér saman um það að öruggasta ráðið muni að reyna að telja fólkinu sjálfu trú um að þeir, sem séu að reka nefið inn í gerðir stjómarinnar séu æsingamenn. Lesið mannkynssöguna, íslendingar! Takið vel eftir því hverjir það em, sem hafa verið kall- aðir æsingamenn og veitið því jafnframt athygli hverjir það hafa verið, sem beitt hafa “lögunum” og “hnefaréttinum” við æsingamennina. Lögbergi hefir borist saga eins æsingamanns- ins í heiminum, það er Leo Tolstoj, og birtist hún 1 næsta blaði. par skýrist þetta mál vel. Á þá sögu viljum vér benda séra Friðriki Bergmann og hinum ritstjóra Heimskringlu. Smáblöð. pegar Heimskringla flutti skammir um blaðið “Literary Digest” í hitteð fyrra, sagði hún að það væri smáblað. prátt fyrir það þó það sé vikublað sex sinnum eins stórt og Heimskringla. Nú segir ritstjóri Heimskringlu eða sá sem skrifar fyrir hann að “Jack Cannuch” sé “smá- blað”, þótt það einnig sé miklu stærra en Heims- kringla sjálf. Að Jack Cannuck sé ómerkilegt blað, það er satt; þó það sé skárra en afturhaldbslöðin í Winni- peg “Saturday Post” og “Telegram”. Ritstjórinn er reiður yfir því að vér vildum ekki láta það viðgangast átölulaust að enskt blað og útbreitt flutti æruleysis skammir um íslend- inga. Honum finst sjálfsagt að taka því með þökkum — líklega viðurkenan það heilagan sann- leika. Hvað mundu forfeður vorir hafa sagt gegn slíkri kenningu? Vér minnumst þess aldrei að þeir létu flytja um sig níð, án þess að senda það heim aftur í einhverri mynd. Lögberg er íslenzkt blað — hefir aldrei flutt brósgreinar um ísl. fyrir það að skammast sín fyrir þjóðerni sitt, eins og heimskringla hefir gert. Lögberg hefir ávalt gert sér það að reglu að láta fslendinga vita hvað um þá er sagt — gott eða ilt, og mun halda því fram þrátt fyrir “lög” og hnefa” Heimsk. pá minnist Heimsk. á “Dagskrá” sál. og telur henni það til ógildis að hún hafi verið lítil. Já, hún var lítil. En lestu stefnu hennar, ólafur Tryggvason og lestu stefnu hinna íslenzku blaðanan á sama tíma. pá voru þau bæði á móti kvenréttindum, á móti vínbanni, beinni löggjöf o. s. frv. En litla Dag- skrá þorði að halda öllu þessu fram, þrátt fyrir “hnefann og lögin”. Og hvað skeði; stóru blöðin hafa snúist og tekið upp stefnu Dagskrár litlu. pau fylgja nú því sem þau fordæmdu þá og kölluðu æsingar. Svona breytast tímarnir. Og Stephan G., sem ekki orti án þess að af því væri kálfa lykt og kúa, þegar hann var þó búinn að yrkja sín beztu og mestu kvæði, var talinn svo mikill æsingamaður 1902 að haft var í heitingum að setja hann í fangelsi; en um sama leyti var því lýst yfir af sumum mönnum að ljóð hans og hann sjálfur væri í flestu lítill. En hvað skeður? Alveg eins ag stóru blöðin hafa tekið upp stefnu litlu Dagskrár sál. þannig vildu nú þeir sem svívirtu Stephan og smánuðu sjálfir geta hafið sig feti hærra en þeir standa í raun og veru á því að hlaða undir sig vináttu Stephans. Já, tímarnir breytast og mennirnir með. Kosningarnar í Saskatchewan. ii. í síðasta blaði var sýnt fram á þá fátæma fávizku, sem lýsti sér í Heimskringlu í sambandi við stefnuskrá afturhaldsflokksins í Saskat- chewan. par var sýnt fram á það að þær ákvarðanir, sem atkvæðamestar voru í stefnuskrá þeirra, eru ekkert annað en yfirlýsing um að þeir ætli að gera það, sem framsóknarflokkurinn hefir þegar gert. Framsóknarflokkurinn hefir þegar sett á vín- bann og afturhaldsmenn lýsa því yfir að þeir vilji það líka. Framsóknarmenn hafa komið á kven- réttindum og afturhaldsmenn segjast vera með þeim. En það er fleira, sem afturhaldsmenn hafa tekið eftir hinum. peir eru þeim sammála í her- manna málinu, sammála í vegabóta málinu, sam- dóma í talsíma málinu; yfir höfuð hafa aftur- haldsmenn í stefnuskrá sinni fallist á svo að segja alt, sem framsóknarmenn höfðu áður samþykt á þingi sínu og fylkinu heyrði til eingöngu. Stefnuskrá og framkvæmdir framsóknar- flokksins fylgdust þannig með þörfum og kröfum tímans og þjóðarinnar og afturhaldsmenn þora ekki annað en stofna til þings og samþykkja bók- staflega stefnuskrá hinna, aðeins með lítilfjör- legri orðabreytingu. petta er sama aðferðin, sem reynd var af aft- urhaldsliðinu í Manitoba 1915, þegar stóra þingið var haldið í Wininpeg, sem er óefað eitthvert einkennilegasta flokksþing í stjórnmálasögu lands- ins. pá var James Aikins, auðkýfinga lögmaður fenginn til þess að safna undir vængi sér hinum dreifðu brotum afturhaldsliðsins í Manitoba og á því þingi var það samþykt að snúa við, ekki ein- ugnis einu blaði í bókinni, heldur svo að segja hverju einasta þeirra spjaldanna á milli. Flokkurinn hafði barist með “lögum og hnef- um”, eins og Heimskringtó komst að orði á móti kvenréttindum. pað mál hafði afturhaldið aldrei talið annað en æsingar. Nú var því blaði snúið við og kvenréttindi samþykt. Flokkurinn hafði talið það æsingamönnum ein- * um samboðið að fylgja vínbanni. Nú var því blaði snúið við og framsóknarstefnan og “æsinga- krafan” skrifuð þar. Svona var haldið áfram í gegn um alla fram- sóknarstefnuna; hún var svo að segja samþykt lið fyrir lið. Og til hvers var þetta gert ? Til þess að reyna að blekkja kjósenduma. Meira að segja svo langt var farið að flokkur- inn skammaðist sín fyrir nafnið og kallaði sig ekki lengur afturhaldsflokkinn, heldur framsóknar- afturhalds- óháða flokkinn. En fólkið var ekki blint; það þekt gamla ræn- ingjan í stolnu fötunum nýju og það rak hann út, þótti hann hafa aðhafst nóg og treysti hvorki iðrun né yfirbót. Nú kemur afturhalds flokkurinn í Saskat- chewan og ætlar sér að leika sama leikinn; skifta um föt og fara í framsóknarbúning. En framsóknargerfi á afturhaldsverum fer eins illa og risaföt á draug eða sauðargæra á úlfi. pjóðin getur aldrei treyst því að fá kröfum sínum framgengt hjá auðvaldi né afturhaldi; hún verður að skerpa svo sína andlegu sjón að hún sjái í gegn um sandskýin, sem upp er þyriað til þess að blinda hana. Hér í landi er stjómmálum einkennilega farið nú sem stendur. pó það sé ilt er það eigi að síður sannleikur að Austur- og Vestur Canada eigá í baráttu hvort gegn öðru. Austur frá er auðvald og einokunar andi — afturhald. Vestra eru bændur og verkamenn í meiri hluta. par er framsóknarandi og umbóta. Austur Canada er eins og þröngsýnn harð- stjóri, sem sér ekki nema eigin hag og vill hafa Heimskringlu lagið — beita “lögvaldi og hnefa- rétti”. Vestur Canada er eins og frjálslyndur og víð- sýnn, ungur maður, sem krefst jafnréttis fyrir alla og alt. petta hlýtur að Ieiða af sér kapp og deilur. pótt Vestur Canada búinn mæti því að hann sé kallaður æsingamaður þegar hann krefst frelsis í verzlun og öðru, þá gefur hann sig ekkert að því. Hann fer sínu fram ; holar og molar stein aftur- haldsins með orðum og ritum og kröfum, þangað til hann fær sínu framgengt. Og svo þegar skoðuð er afstaða stjómmála- flokkanna, þá sést það glögt að afturhaldið hefir fylkt sér með stefnu Austur Canada, en fram- sóknin með Vesturlandinu. pað er verzlunarfrelsi, sem Vesturlandið heimtar; verzlunareinokun, sem Austur Canada krefst. pað er líka verzlunarfrelsi, sem fram- sóknarmenn heimta, en sektir við því að verzla með eigin afurðir, sem afturhaldið fylgir. Og það er ekki af tilviljun að þessu er þannig varið. pað er ekki af tilviljun að afturhaldsflokk- urinn er þrællyndur og stendur í vegi allra fram- fara. Nafnið sjálft bendir á það að svo hlýtur að vera. Einkenni hverrar skepnu fyrir sig mótast alt- af í huga manns þegar nafn hennar er nefnt; uglan minnir mann á myrkur; tígrisdýrið á grimd o. s. frv. pað er eins með afturhaldsflokkinn. pað felst í nafninu hver sé stefna hans — Og þess vegna vildi flokkurinn breiða yfir nafnið á þinginu 1915. Nú er ekki einungis baráttan milli Austur og Vestur Canada; afturhaldsins eytsra og framsókn- arinnar vestra, heldur stendur einnig yfir barátta um það hversu miklu fylkin eigi að ráða og hversu mikið sambandsstjórnin taki til sín af þeim völd- um, sem fylkjunum beri að hafa í raun og veru. Um þetta er aðalbaráttan að verða nú. Aftur- haldið vill svifta fylkin sem mestu og draga völdin hendur sambandsstjómarinnar; framsóknarmenn vilja láta fylkin hafa sem mest einstaklingsfrelsi; vilja gefa þeim vald til þess að ráða málum sínum sem mest. Eins og allir vita hafa fylkin ekki umráð yfir landsnytjum, hvert innan sinna takmarka. Saskat- rhewan t. d. ræður ekki yfir timburlöndum, nám- um, fiskiveiðum eða öðrum landsnytjum í Saskat- chewan, heldur verður að fara austur til Ottawa við hvert smáræði í sambandi við öll þessi atriði. Meira að segja löggjöfin er svo ófrjáls að hún bannar fylkjunum umráð jrfir þeirra eigin skóla- löndum. pessu ranglæti vill framsóknarflokkurinn breyta. Hann krefst þess að fylkið fái full umráð á námum og skógum og fiskiveiðum og öðrum landsnytjum innan takmarka fylkisins, og er það svo sanngjamt að enginn getur móti mælt nema miðalda afturhald. Annað mál, sem vandræðum veldur hér í landi, sökum þess hversu lítið vald fylkin hafa er vín- sölubanns málið. Vesturfylkin öll hafa þegar samþykt eins fullkomin bannlög og stjómarskráin leyfir, en sambandslögin, sem nú eru í höndum afturhaldsins neita fylkjunum um þann rétt að banna flutning og tilbúning áfengis. Af þessu leiðir það að bannlögin hér vestra verða að tiltölulega litlu haldi, þar sem harðstjórn- ar og afturhaldshöndin greiðir eitrinu leið í stór- straumum yfir vínbannsfylkin. Framsóknarflokkurinn í Saskatchewan krefst þess að fylkin fái heimild til þess að banna tilbún- ing og flutning áfengis ekki síður en sölu innan fylkjanna. Á móti þessu berst afturhaldið, eins og öllu öðru frelsi. Annað vandamál er hér á dagskrá, sem hlýtur að valda mikilli óánægju. Vesturfylkin hafa samþykt atkvæðisrétt kvenna;, en nú ætlar afturhalds liðið í Canada að neita þeim um rétt til atkvæðisgreiðslu í sam- bandsmálum. Svo langt ganga þeir þar eystra að þeir hafa á orði að semja sérstök lög í þeim eina tilgangi að útiloka konur frá pólitískum áhrifum. petta er atriði, sem framsóknarflokkurinn í Saskatchewan berst á móti. Hann vill fá því framgengt að konum sé veittur réttur í sambands- málum jafnt sem í fylkismálum. pessu berjast hinir á móti af alefli. Frá voru sjónarmiði eru því þau atriði, sem hér greinir, nægilega stórvæg til þess að fylkja mönnum einhuga undir merki framsóknarmanna við næstu kosningar. 1. Framsóknarmenn heimta rétt fylkisins yfir þess eigin landsnytjum, en afturhaldið neitar. 2. Framsóknarmenn krefjast þess að fylkis- búar fái sjálfir að ráða því hvort áfengiseitur er flutt þangað inn eða búið þar til; en afturhaldið neitar. 3. Framsóknarmenn krefjast þess að konum sé veittur réttur í sambandsmálum, en afturhaldið neitar. Um þetta verður barist við kosningamar í næsta mánuði meðal annars. í næsta blaði verður skýrt frá talþráða- og járnbrauta og komhlöðumálum fylkisins. Til þess að skýra betur stefnur flokkanna og framkvæmdir má geta þess hér að á meðan aftur- haldsmenn voru við völd í Canada til 1896 var fylkjunum bannað að ráða sjálfum yfir kjörskrám sínum. pegar framsóknarflokkurinn kom til valda var því breytt og sambandsstjórnin veitti fylkjunum þann rétt. Nú er í ráði að afturhaldio taki þennan rétt frá fylkjunum aftur, aðeins til þess að svifta konur atkvæði. Og segi nokkur að þetta sé sambandsmál, sem ekki megi blanda við fylkismál, þá biðjum vér þann hinn sama að lesa pólitísku söguna í Canada og þá getur hann sann- færst um að sömu mennimir ráða æfinlega fylkis- málum í sama flokki og þeir sem sambandsmál- um ráða. Minnist þess hvemig Haultain sveik kjósendu • sína og alla Saskatchewan-búa 1911, eftir boði aft- urhaldsflokksins i Ottawa. par er spegillinn, þar er sönnunin. Af því afturhaldið situr að völdum í Ottawa er hættulegt að koma afturhaldinu til valda í Saskatchewan, því skylt er skeggið hökunni. Vor. Jörðin vorsins hlýju hrifna Hýr er yfir þér að lifna Geisli af gróðrarsvip. Af þér hafinn Hjama-klafinn Er og losað um þig frosið vetrar-gaddsins grip. Hvemig leið þér annars áður? Innibyrgðri í vetrar dranga, Niðurreirðri af þrengd og þunga, Meðan ekkert gróið getur, Geispa að öllum vonum setur. Varð þér ekki alt að banni ? Eins og þreyttum kvæðamanni Sem að ellin sezt er að, Sviftur hljómum. Huga tómum Tekur í hönd sér bók og blað Ort ei getur Að honum setur Vetur inann að. Stephan G. Stephansson. 8. maí 1917. REGNDAGURINN. Kftir H. W. UnKfellow. Rigning er á qg dimt og dapurt í dag, og stórviðri æst og napurt; samt bergfléttan vefst að veggsins mold, en visnuð laufin drífa á fold, og það er kalt, og dimt og dapurt. Líf mitt er kalt og dimt og dapurt; það dynur stórviðri’ og regn svo napurt; með hjartað á moldum þess umliðna’ eg er, en æskuvonimar deyja frá mér nú hrönnum, og lífið er dimt og dapurt. Haf hljótt, mín sál! pótt sorgir þjaki, því sólin ljómar að skýja baki, og allir menn regndag eiga sinn, og allir menn skilt við harminn þinn, og sjálfsagt stundum sé dimt og dapurt. Jón Runólfsson. Sökum prentvillu, sem var í kvæðinu er það nú prentað aftur. — Ritstj. X++-H"M"f++l,+,lrH*+ +++++++++++++++++++++++++++++++++* X t t + I I +- «{• THE DOMINION BANK SIR EDMUND B. OsLER. M.P. Prcsident W. D. MATTHEWS. Vice-President Hagsýni hjálpar til að vinna stríðið + Byrjið sparisjóðs reikning og bætið við kann reglulega •í- + +■ + +• + •+ + Notro Dame Branch—W. M. HAMXLTON, Mansgw. Selklrk Branch—M. S. BORGER, Mana«er. K+++++-Í-++++++-+-+++++•+-{-++++•++++++++++++++++++>. 4.+ f.+^x +• t + +• + +• + +• + +• + +• + +• NORTHERN CROWN BANK HöfuSitóll löggiltu:- $6,000,000 Varasjóðu. . Höfuðstóll graiddur $1,431,200 . $ 715.600 Vara-formaðnr.................... - Capt. WM. ROBENSON Sir n. C. CAMERON, K.C.VÍ.G. J. H. ASHDOWN, W. R. BAWLF E. F. HUTCHINGS, A. MeTAVISII CAMPBELL, JOHN STOVKIj Allskonar bankastörf afgreldd. Vér byrjum relknlnga vlð einstakltnga eöa félög og sanngjarnir skilmAIar velttir. Avlsanlr seldar tll hvaða staðar sera er á íslandl. Sérstakur gaumur geflnn sparisjóSsinnlögum, sem byrja má meS 1 dollar. Rentur lagSar vlS á hverjum 6 mánuSum. T* E. THORSTEIN3SON, Ráðsmsður Cor. William Ave. og Sherbrooke St., - Winnipeg, Man. +Yií#i-i«si,?é5:r'é'i"r»-vrrtíí:rtj\:r?éí iéiriráirriéi"réftr»l|r'éi'.r?»\ir7éirvéirr78iitairrrtii:r;»- Manitobastjórnin og Alþýðumáladeildin Greinarkafli eftir starfsmann alþýðumáladeildarinnar. ALGENGIR SJÚKDÓMAR f F0LÖLDUM. páS sem hér fer á eftir er tekiS úr flugriti sem heitir “Algengir sjökdóm- ar í folöldum” skrifaS af C. D. Mc- Gilwray, M. D. V. kennara í dýralækn- ingu viS búnaSarháskðlann í Mani- toba. FlugritiS sem er prentaS á ensku talar einnig um fleiri sjúkdóma í folöldum en þá sem hér eru taldir. Eintak af þessu flugriti fæst með þvt aS skrifa “The Publication Branch Manitoba Department of Agriculture Winnipeg.” I>egar folaldið fæSist er í innýfium þess saur, sem "Maconium” heitir. þessi saur veröur að komast burt áður en foldaldið getur haft reglulegar hægSir. Náttúran sér svo um aS þessi saur komist burt úr innýflum þess. Pegar falaldiS fyrst nærist á móðúr- mjóikinni. í henni er efni sem "Col- ostum” nefnist og er leysandi. Ef svo vili til aS þetta leysandi efni í móSur- mjólkinni nægir ekki til þess aS foi- aldið losni við upphaflega saurinn og þaS þannig veikist af hægðarleysi, þá er hætt vlS aS þaS drepist innan skamms eSa aS mirjsta kosti aS ÞaS veikist hættulego. þetta á sér oft staS meS folöld sem fæSast aS vetrinum og snemma að vorinu og sérstaklega þeg- ar hryssan móSir folaldsins hefir ver- iS alin á þurri fæSu og látin vinpa m'ikla erfiSisvinnu, eSa þegar hún hef- ir haft mikiS yfir og mjólkin hefir runniS úr júgrinu. pá getur fyrsta mjólkin orSiS öSruvísi en hún á aS vera — ekki eins leysandi og til þess þess þarf aS folaldlS hafl fljótar og- góSar hægSir. Sjúktlómseinkenni af þessnm ástJ*‘ðum. pegar folaldiS er veikt af þessu, þá má taka eftir því aS einum eSa tveim dögum eftir aS hryssan kastar verður folaldiS dauft og utan við sig: þaS heldur uppi taglinu og rembist en hefir engar hægSir. það sést einn- ig á því aS þvi ltSur illa og hefir iSra- kvalir, en síðar þenst holdið út og bólgn ar. Ef því batnar ekki bráSlega, þá versnar því smám saman; æSin slær fljótt. andardrátturinn verSur tlSur og folaldið getur fengiS yfirliS og ÞaS nístir stöSugt tönnum af þrautum. VTarúð og lækning. Til þess aS koma I veg fyrir þenna sjúkdóm og lækna hann, ef hann ber aS höndum, ætti aS losa í burt hinn harSa saur “Maeoium” ef í hann næst meS fingrunum eða meS vír- lykkju sléttri og hréinni. Eftir það ætti að sprauta inn í endaþarminn hrárri hörollu eSa volgu sápuvatni meS togleBur sprautu. Ef varlega er fariS meS Innsprautingamar má endur taka þær annanhvorn klukkutíma eSa jafnvel á hverjum klukkutíma. petta gerir saurganginn sléttan oghálan og sleipan, getur folaldiS þannig auSveld- ar losnað vlð saurinn en ella. Til þess að flýta fyrir má gefa folaldinu 2—3 únsur af laxerollu; skal láta olíuna renna hægt og varlega upp I folaldiS. Sem varúS og til þess aS þetta komi ekki aftur fyrir, ef hægt er, ætti aS láta hryssuna hafa leysandi fæðu um meðgöngu tínmnn, en ekkert sem vald- ið geti hægSarleysi, þegar um þær hryssur er aS ræSa sem haft hafa yfir og mist mjölk, ætti aS gæta vel að fol- aldinu fyrstu dagana og ef það hefir ekki reglulegar hægðir ætti að gefa því lítinn skamt af laxerollu og sprauta inn í þaS nokkrum únsum af volgu sápuvatni. Nægir þetta all oftast. Alt af ætti einnig að gæta þess að hryssan fái hentuga fæðu, þvt slíkt hefir áhrif á mjólkina og hún aftur á folaldið annaðhvort til þess að gera hægðir þess tregar eSa lausar. pegar þvl hryssan er alin á þurri fæSu; ætti að hætta því og gefa henni hratgraut (bran), eða ef árstími er hentugur aS láta hrj-ssuna vera úti i haga og hafa grænt gras til beitar. Magaveiki í folöldmn. NiSurgangur eSa magaveiki i fol- öldum orsakar oft dauSa þeirra þegar þau eru ung, jafnvel oftar en nokkuð annaö. pau sýkjast oft af þessu fáum dögum eftir áS hryssan kastar, án þess aS hægt sé aS vita um nokkra orsök. MeSal þess sem orsakar þetta er það að of lengi liði á milli þess að foialdiS fái að sjúga. Er það oft þannig þegar hryssum er unnið og folaldiS fær að eins aS sjúga kvelds og morguns og um hádegið. Er þá folaldiS orSiS svangt og sýgur mikiS og mjög ákaft. Onnur ástæSa getur veriS áS folaldið sjúgi hryssuna eftir aS henni hefir veriS unniS til þreytu eða á meSan hún er of heit; eru þá spenarnir fullir af mjólk, sem hefir i sér úrgangsefni líkamans, sem eru mjög óholl. þegar folaldiS er fætt á annari mjólk en móSurmjóIk, þá er því elnnlg hætt við þessu. SömuieiSis getur þaS komið af of miklum leysandi meðul- um eSa fæSu. Mjólk hryssunnar verSur éinnig misjöfn eftir þeirri fæðu, sem hún hefir. Snögg breyting frá einni fæSu- tegund til annarar getur valdiS breyt- ingu á mjólkinni, sem gerir meltingu folaldsins óreglulega. Einnig er vm*sIeKt annaS, sem valdiS getur þessum sjúkdómi, t. d. ef folaldiS verður kalt eSa það biotnar; óheilnæmt hesthús, sérstaklega þar sem gólfið er blautt eða óhreint vegna skorts á rennum. Loksins eru gerlar, sem valdið geta þessari veiki. Getur þá folaldiS drep- ist alt I einu af magaveiki. Sjúkdóms einkenni. þegar folaldið hefir magaveiki getur veikin byrjað meS hægSatregðu, en svo byrjar magaveikin. Fyrst eru hægS- irnar linar og sltmkendar meS megn- um óþef. Saurinn er um alla röfuna og lendarnar og getur skepnan orSiS svo veik aS hægSirnar renni sem vatn. þá tapar folaldið mætti og holið verður afar viðkvæmt. Verði ekkl að gert getur þetta leitt til bana á tveim- ur eða þremur dögum. Lækning og sóttvörn. Til þess aS verjast veikinni þarf aS gæta þess, sem áður hefir verið sagt. þess þarf að gæta aS folaldinu verSi ekki kalt eSa það blautt. Hesthúsið þarf áS hafa þurt og lekalaust og vel breitt undir folaldiS. þegar folaldinu er gefin kúamjólk ætti aS blanda hana meS einum þriSja KIRKJUÞING. Samkvæmt því, sem auglýst hefir verið í “Sameining- unni”, verður kirkjuþingið í ár haldið í Minneota. pað byrj- ar fimtudaginn 14. júní. Lagt verður af stað frá Winnipeg með Great Northem jámbrautinni kl. 5 síðdegis 12. júní. Fargjald frá Winnipeg er um 12 doll. Sérstakur svefnvagn flytur kirkjuþingsmenn alla leið til Marshall og þurfa þeir, sem taka sér fari í þeim vagni aldrei að skifta um lest á leið- inni. Aukaborgun fyrir þau hlunnindi er $2—$2.50. J?eir sem vildu tryggja sér rúm í þeim vagni ættu að gera aðvart um það nokkru fyrirfram—helzt sem fyrst. í því efni má snúa sér til J. J. Vopna. Búist er við að marga fýsi að fara þessa skemtilegu ferð.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.