Lögberg - 12.07.1917, Blaðsíða 1

Lögberg - 12.07.1917, Blaðsíða 1
SPIERS-PARNELL BAKING CO. ábyrgjast yður fulla vigt, beztu vörur fyr- ir lœgsta verð sem verið getur. REYNIÐ ÞÁ! TALSÍMI: Garry 2346 - WINNIPEG 30. ARGANGUR WINNIPEG, MANITOBA, FIMTUDAGINN 12 JULI 1917 NÚMER 27 Herskyldumálið á þingi. Um það voru greidd atkvæði 6. þ. m. Fyrst var borin upp tillaga Bar- rettes, sem vildi láta fresta málinu í sex mánuði og var hún feld með 165 atkvæ'ðum gegn 9. Þá kom tillaga Sir VVilfrid i.aurier um það að hjóð- inni leyfðist að segja til þess með at- kv’æðum hvort hún vildi lögleiða her- skyldu eða halda áfram sjálfboðaliðs aðferðinni i stríðinu. Sú tillaga var einnig feld; greiddu 111 atkvæði a móti henni en 62 með, og var því meiri hlutinn 49. Þá kom frarn þing- niaður sem A.B. Copp heitir og lagði það til að herskyl.dufrumvarpinu yrði ekki haldið lengra áfram fyr en búið væri að auka styrk þann er fjölskvld ur hermanna fengju, til þess að ekki væru menn teknir nauöugir og sendir í striðið án þess að vel væri séð um fjölskyldur þeirra. Þessi tillaga féll einnig með 115 atkvæðum gegn 55. Loksins fór fram atkvæðagreiðsla um aðaltillöguna sem er þess efnis að allir menn i landinu milli 20 og 45 ára séu hermenn og herskvldir. Þessi tillaga var auðvitað samþvkt; voru með lienni 118 atkvæði en á móti 55 var þá rneiri hlutinn 63. Umræðurnar stóðu yfir alla nótt- ina og voru atkvæðin greidd rétt um sólaruppkomu. Aldrei í mörg ár hafa verið eins margir á þingi við nokkurl mál; þingmenn sem legiö hafa í rúm- inu v’eikir um langan tíma og verið alla vega hindraðir. Bradburv, sem var á sjúkrahúsi í Michigan fór á þing til þess að greiða atkvæði með her- skyldunni og móti tillögu Lauriers, en Gilbault þingmaður frá Bellemaire sem hefir verið svo að segja rúm- fástur í síðastliðin þrjú ár kom inn í þingsalinn akandi sér á sjúkrastóh til þess að styðja Laurier að málum og greiða atkvæði á móti herskvldu frumvarpinu. Bennett frá Calgary hefir legið eftir uppskurð, en hanti fór á fætur og kom á þing til þess að fvlgja fram herskyldumálinu. Leið- togar beggja flokkanna eða starfs- menn ]>eirra höfðu séð um að ná í alla sem hægt var að fá til þess að greiða atkvæði. Ahorfendapallarnir voru troðfulh.r alla nóttina, og var ]>ar fjöldi kvenn- fólks; sýnir þetta hvílíkur áhugi hefir fylgt málinu jafnt utan þings sem innan. Alls voru 173 á þingi ýalls eru þing- sætin 221j, þar af voru 71 framsókn- armenn en 102 afturhaldsmenn. Mcð tillögu Lauriers greiddu atkvæði 52 framsóknarmenn og 10 afturhalds- menn, en móti henni 92 afturhalds- menn og 19 framsóknarmenn. Með herskyldu tillögunni greiddu atkvæði 92 afturhaldsmenn og 2ti framsókn- armenn, en á móti henni 45 framsókn- armenn og 10 afturhaldsmenn. Umræður um málið höfðu verið bæði langar og heitar; Stundum tekið svo djúpt i árina að þingforseti v’arð að láta ræðumenn friðmælast eða taka ókurteis orð aftur. Nýir flokkar. Sá tími er í nánd þegar flokkarnir skiftast á nýjum málefnum, Þar sem. annar þeirra heldur með föstu sam- bandi við England, en hinn heimtar fullveldi fyrir Canada". Þannig fór- ust L A. David þingmanni orð á fundi sem andstæðingar herskyldunn- ar héldu í Motreal 4. júlí. Hann lýsti yfir að frjálslyndi flokkurinn mundi krefjast algers sjálfstæðis fvrir Can- ada, og það iafnvel þrátt fyrir það að hann gæti tapað fylgi nokkurra manna i sambandi við herskyldiimál-1 ið. Þeir sem með mestri ánægju mundu fallast á sjálfstjórnarstefnuna yrðu frjálslyndir menn i Quebec og ýmsir til og frá í öðrum fylkjum. Hættan i því aö samjjykkja her- skyldulögin, segir David að sé ekki i þvi að menn verði samkvæmt því send ir út úr landinu, heldur hitt að með þeirn sé þvi komið á hér að herskylda sé viðurkend eða liðin og það megi ekki eiga sér stað sökum seinni tímans Annar maður, sem Oscar Gladan heitir talaði einnig; kærði hann Bor- denstjórnina um . það að hún hefði tvívegis s\ikið þjóðina, hann kærði Borden urn það að hann hefði farið með ósannindi ]>egar hann hefði sagt að Englendingar hefðti beðið unt hjálp til flotans, og sömuleiöis hefði hann gleymt að halda það loforð sem hann hefði gefið, að láta fólkið greiða atkvæði tim það mál, ef það yrði ekki samþykt í þinginu. fÞýtt úr Free Press 5. júlíý. Afturhaldsþing. Fulltrúaþing afturhaldsflokksins var haldið hét i bænum nýlega. Þar var ]>að meðal annars samþykt að biðja sambandsstjórnina að fram- lengja kjörtímabilið ef mögtilegt væri án ]>ess að til kosninga kærni; en verði því ekki viðkomið þá að svifta alla borgara landsins atkvæðisrétti sem eigi kyn sitt að rekja til einhverrur þeirrar þjóðar sem sé í stríðinu gegn bandamönnum. Aftur á móti óska þeir eftir að atkvæði séu veitt konum jafnt sem mönnum nema þeim kon- urn er séu af þessu sama þjóðerni. Stórkostlegt flokksþing Ymsir leiðtogar framsóknarflokks- ins voru staddir í Ottawa frá Vestur- Canada þegar atkvæði voru greidd um herskyldufrumvarpið 6. þ. m. Voru þeir þar á meðal A. B. Hudson dóms- málastjóri í Manítoba,Sipton forsæt- isráðherra i Alberta, Colder járn- brautarráðherra i Saskatchewan og fleiri. Héldu ]>eir ])ing i Ottawa með ýmsum leiðtogum flokksins þar eystra og var þar ákveðið að halda sameig- inlegt fulltrúa þing 7. og 8. ágúst hér í Winnipeg fyrir öll vestur fvlkin f jögur; Manítoba, Saskatchewan, Allærta og Bretish Columbia. A þessu þingi verða allir framsóknar rnenn úr Ottawa þinginu í báðum deildum; allir þingmenn allra fyllcj- anna fjögra, allir þeir sem um ]>ing- mensku sóttu siðast hér vestra und- ir merkjum framsóknarflokksins og töpuðu, fjórir fulltrúar fvrir hvert kjördæmi fylkjanna karlar og konur og fulltrúar frá öllum siðbóta- og framsóknafélögum Vesturlandsins. Á þessu þingi verða rædd öll þau helztu mál sem þjóðina varða; sér- staklega fjármál og stjórnmál; flokk- urinn gerir sér glögga grein fyrir ]>vi hv’ersu óhöndulega stjórn landsins hefir farist með flest það er upp hef- ir komið í sambandi við striðið og verða á þessu þingi bornar ttpp marg- ar og mikils verðar tillögur til l)óta og breytinga. Þess má vænta að kosningar fari fram í haust, þar sem engin stjórn er í landinu og óhugs- andi að leyft verði þeim óhæfumönn- um sent nú setja við völd að halda á- fram ]>angað til kjölurinn er allur brotinn úr stjórnmálafleytu landsins á skerjum gjæpa og glappaskota. Ilía farið. f Bandaríkjunum er nefnd, sem skipuð var ]>egar forsetinn sagði Þýzkalandi stríð á hendur. Sú nefnd heitir þjóðverndarnefnd. Lagði hún fram ýmsar tillögur vandlega hugs- aðar og ]>ar á meðal þá að til þess að vernda korn frá eyðileggingu og haía það til vista skyldi bannaður allur til- búningur áfengis í landinu. Dr. Gor- gos yfirskurðlæknir í landhernum; Dr. Braustece yfirskurðlæknir í sjó- hernum og Dr. Blue yfirskurðlæknir í heilbrigðisráði alríkisins féllust allir á þetta. Það var borið upp á þinginu og var sjáanlegt að það yröi samþykt svo að segja mótstöðulaust. En Wil- son taldi það ósanngjarnt og vildi leyfa tilbúnings öls og vína eins og frá var sagt í síðasta blaði. Sumir hafa vil jað rengja þessa frétt; ekki trúað því um forsetan, en því miður er hún sönn. Eftir eigin höfði. Tveir synir Gould miljónera liafa nýlega gengið aö eiga fátækar ai- þvðustúlkur, ]>vert á móti öllum regl- um og fyrirmælum. Annar þeirra heitir Kingdon Gould, kvæntist fyrir skömmu ítalskri stúlku sem var á listaiskóla; hann er elztur systkina sinna; og nú alveg nýlega kvæntist George J. Gould stúlku, sem Laura Carter heitir. Þvkir auðkonungum þetta tiltæki strákanna ekki sem bezt viðeigandi, en þeir fara eftir eigin höfði og halda því fram að ástir og rhiljónir séu sitt livað. púsundir hermanna er í ráði að sendir verði hingað til Canada eftir stríðið, eftir því sem .1. Bruce Walker innflytjenda umboðs- maður segir. Þegar stríðið er úti segir hann að fjöldi særðra og heim- kominna hermatma v’erði reiðutónir að taka atvinnu úti á landi og muni þeir koma hingað. Sex mánaða skýrsla. Bærinn hefir gefið út skýrslu vfir bá sex mánuði setn af ertt þessu ári; þar er þetta meðal annars: Fæðingar.......2,952 Hjónabönd..... .1,158 Dauðsföll......1,062 A sama tíma í fyrra: Fæðingar.......3,174 H jónabönd..... .1,306 ■Datuðsföll....1,242 Steypiregn og hagl. 4. júli kom steypiregn í Grenfall i Saskatchewan og ]>ar í grend, fyltust þar kjallarar og miklar skentdir urðtt. Á eftir regninu dundi yfir heljar hagl og gerði miklar skemdir. Segja menn að þetta sé mesta ltagl og regn sem þar hafi komið í 35 áy fslenzk stúlka trúlofuð Kínverja fsafold segir þá frétt 9. júní að Oddný Erlendsdóttir, Björnssonar-frá Breiðabólstööum á Álftanesi sé trú- lofuð kínverskum kennara sem Sun Yah Sen heitir, syni hins nafnkunna kínverska stjórnmálamanns, setn nú býr í Shanghai. Loftbáta árásir á England. 7. þ. tn. réðust 20 loftskip á I.und- únaborg og fleygðu sprengikúlum ó- tal mörgum og varð það 134 nianns að bana en 234 slösuðust. Alls hafa 677 manns mist Itfið af völdum loft- bátanna og 1,311 limlests. Fjórðvngsaldar afmœlið Eins og skýrt var frá í síðasta blaði héldu Foam Lake búar hátíð mikla í tilefni af því að þá voru liðin 25 ár frá því að fyrstu íslendingar komu þangaö og tóku sér bólfestu 27. júttí. Fór hátíðin fratn að Bræðra borg, sem er samkvæmishús þeirra austurbygöarbúa. Margt varð til þess að draga úr aðsókninni. Kosningar fóru fram í fylkinu daginn áður og voru sumir eftir sig eftir þá baráttu andlega og Itkamlega. Þó var það verra að vegir voru svo að segja gjör ófærir og fólki úr mörgum pört ■ um bygðarinnar með öllu ómögulegt að sækja hátiðina. Þrátt fyrir ]>etta voru þar þó á fimta hundrað manns. Jón Janusson sveitaskrifari stýrði hátíðinni og fórst honum það myndar- lega úr hendi. Hafði verið til vand- að bæði að því er snerti andlegt fæði og veraldlegt. Fyrst ávarpaði for- seti samkomuna með nokkrum orðutn sem vel vortt valin og bað gesti vel - komna. Fjórar ræður voru fluttar: Séra Rögnvaldttr Péttirsson talaði um ís- lenzk landnátn og birtist sú ræða í þessu blaði. Ritstjóri Lögbergs flutti ræðu fyrir minni bygðarinnar og kvæði fyrir rninni hinna framliðnu landnenia. W. H. Paulson ]>ingmað- ur mælti fyrir minrii kvenna og Jón Veum flutti ræðu um endurminning ar frá fyrri dögum þar í bygðinni. Forseti hátíðarinnar las upp kvæði eftir Þ. Þ. Þorsteinsson fyrir minní bygðarinnar og birtist það hér í blað- inu í dag. Björgvin Guðmundsson ungur bóndi þar í bygðinni hafði æft íslenzka söngva er hann stýrði, með nokkrttm mönnum og fór það ágæt- lega. Söng þessi flokkur öðru hvortt allan daginn og gaf það hátíðinn; mikinn og íslenzkan blæ; þvt vel var sungið og vel valið. Tvær sýningar voru hafðar á hátiðinni sent vel áttu við og höfðu eigi alllítil áhrif á fólk, önnur var sú að allra fyrstu landnem- arnir konur og karlar voru látnir ganga upp á ræðupallinn og staðnæm ast þar frannni fvrir áhorfendum. nefndi forseti þau öll með nöfnutv. og var þeini fagnað með lófaklappi, sent ómaði eins og orðlaust ntál er allir skildu með djúpum öldunt margra endurminninga. Tlitt sem sýnt var ]>ar voru tvenn hjón — fvrstu börn sem fæðst höfðu í bygöinni og fylgdu því bygðarafmælinu. Var þá einnig klappaö dátt. Gönilu landnemarnir sögðu ekki eitt einasta órð — að eíns staðnæmdust augnablik frammi fyrir fólkinu, er. svo nntn þó flestum hafa fundist setr. það augnablik hafi verið hátíðlegast við þetta tækifæri og eftir því tók sá er þetta skrifar að ])á var brugðið klútum fyrir augu allvíða í hópnum. Þessi samkonta mun lengi verða : minnum bygðarbúa og ef hin unga kynslóð lokar lx)k sinni að enduðtt starfi nteð eins mörgum blöðum af- reksverka og sú sem nú er að ganga til moldar þá á bygðin bjarta framtíð fyrir hendi og þá v’erður glatt á hjalla í Bræðraborg þegar ]tar verður safn ast sanian eftir önnur 25 skref. Ráðherramir lausir. Loksins eru þeir lattsir allir ráð- herrarnir gömlu. Roblin eða lögmenn hans komu fram með vottorð tveggja lækna frá Chicago og eins í Winnipeg um það að heilsa hatts væri á sve völtuni fótum að honum væri hættn búin ef tnálið væri tekið fvrir. Stjóriiin ktafðist þess þá að mál Howdens og Coldwells væri rattnsak- að, en dómarinn neitaði því af ])eirr: ástæðu að þeir hefðtt verið í samsær: nteð Roblin og væri honum slept yrði að sleppa hinttm líka. Þetta finst oss éinkennilegur úrskurður, en ekki tjáir að deila við dómarann og svo erutr. vér ekki löglærðir, en eitt er víst og það er það aö fleirum en oss finst úrskurðurinn einkennilegur; og ann- að er víst og þaö er það að þetta e*- til þess að gefa pólitiskum skálkitm undir fótinn með ])að að óhult sé aö gera hvað setn þeim sýnist, dóntar arnir séu svo miskunsamir í þessari paradís j)ólitiskra skálka. Annars fints oss það einkennilegt að dómarar séu yfir stjórn landsins. Herskyldumálið hafði áhrif. Aðalmálgagn afturhaldsflokksins t Saskatchewan er "The Dailv News” i Moose Jaw. t því blaði er ritstjórn- argrein 4. jttli, sem heldttr ]>vi frani að i 15—17 kjördæmum hafi her- skyldumálið ráðið úrslitum. Ekki ein- ungis "útlendingarnir" heldur einnig brezkfæddir kjósendur hafi greitt at- kvæði á móti afturhaldsþingmanns- efnum vegna ]>ess að þeir hafi verið settir í hugunt fólksins i sambatid við Borden og herskylduna. Loftbátar og Bandaríkin. Svo er sagt að Bandarikin ætli sér að leggja mesta áherzht á loftbáta- srníðar til stríðsnota. Er talið lík- legt að þeir mttni smíða mörg þúsund skipaflota og fara svo með sprettgi- kúlur yfir herstöðvar Þjóðverja og vinna stríðið á þann hátt. ! i s i l I I I I « i i i í i i I j\ i i í \ i i i l i i í I l i i i I i Í i Fimtíu ára aímœli Canada 1. júlí 1917. III. Og þjóðar andinn lítur liðna daga og lesið getur eins og skráða bók, þar flettist sundur fimmtíu ára saga hins frjálsa manns, er land af guði tók. Og það er eins og segi drottinn sjálfur, - því sálin heyrir stundum þögul orð — “ó, komið hingað! — allar heimsins álfur hór eiga saman skuldlaust nægta borð. Hér gef eg engum einkarétt á neinu, hér allir hafi sömu völd og ráð; í þessu landi fólki hjarta hreinu er himnaríkisvist í lengd og bráð. Qg hér skal hvorki deilt um trú né tungu, en takið saman höndum, börnin góö, og þá mun gæfan lýsa leið þeim ungu og landið skapa sína eigin þjóð. Én verið .jafnan heil í hug og orðum þ^ hingað eitthvað flytji, er villa kýs, og minnist þess hvað freistaranum forðum með falsi tókst í sjálfri paradís.” I IV. Og lamað af féleysi, fjötrum og sorg var fólkið um gjörvalía jörð; og hungrið við dyrnar með hremmandi klær og hélt þar um bæina vörð. þá “Canada” heyrðist, ið hljómfagra nafn ins hafvíða, alfrjálsa lands, er bygt hafði drottinn og biessað og vígt sem bústað hins fátæka manns. pó sárt sé að kveðja sitt ættland og alt, já, alt sem er huganum næst er sjálfsagt að breyta, ef blessun og lán með breytingu niðjunum fæst.------- Og faðirinn brosandi’ á gnoðina gekk, en guð veit hvað stundin var sár; í fanginu móðirin baraið sitt bar á bátinn, og huldi sín tár. (Frh.) í i t I { i e ! 6 ! I i l I l i i i i ! I i I i I i ! ! i i i ! ! ! f l i l I i í i i i i I i i ! ! i i i I ! i i i i í Einar Jónsson kominn til New York. Gullfoss koni í fyrradag til Nevv ö'ot k. Með honum voru 23 farþegai, ]>ar á nteðal bessir; Einar Jónsson myndhöggvati og kona hans, Mrs. Guðtún Jónasson, prófessor Haraldur Nielsson, ungfrú Tómasson og Óskar Jóhannsson, bróðursonur ritstjóra Lögbergs. Skeyti um þetta barst oss fra Trvggva Joakimssyni þegar blaöið er albúið til prentunar. Bæjarfréttir. Smjörgerðarhúsið "Norðurstjarn- an’’ ab Árborg hefir sent 1,000 pund af smjöri til "Farmers Produce Ex- change” fyrir 34 cent pundið, lofast félagið til að selja það á 35 cent pund- ið. Þeir sem hærra verð borga fyrir smjör ættu að nota sér þetta. Þarf ekki annað en síma til M. 4860 og til- greina að smiörið sé frá Árborg, selí með Jvessu skilyrði. Séra H. J. Leo prédikar næsta sunnudag 15. þ. m. að Lundar kl. 12 á hádegi og að Otto kl. 3 e. h. Þórður Jónsson frá Minnetones kom hingað á laugardaginn og var á leið til Riverton að heimsækja bróð- urdóttur sína Halldóru Böðvarsdóttur. býst hann við að verða í ferðinni tvær vikur. Hann sagði útlit ágætt ttm -hv’erfis Dauphin, Neepawa og á þeim stöðum. María Hertnann hjúkrunarkona frá Dauphin fóru austur til New York ; vikunni setn leið og ætlar að dvelja þar sex vikna tíma að stundá’ nánt viö Columbia háskólann; er hún að fttll- numa sig í sérstakri grein hjúkrunar- fræðinnar. Magnús Hjörleifsson frá Winnipeg Beach kom til bæjarins á mánudag inn að vitja ttm son sinn setn liggur á sjúkrahúsinu eftir uppskurð. I’iltin- inum liður vel. Dr. Jóhann Pálsson frá Árborg og Jón bróðir ltans voru á ferð í bænutn síðastliðinn mánudag. ‘Tðjulausar konur” er sjónleikur tekinn úr sögu eftir Oppeuheim; verður hann sýndttr á Macs leikhús inu þessa viku. Leikurinn var sýnd- ur á einu hinna stærstu leikhúsa hé1- i bænum nýlega. Hann sýttir heimib ríka fólksins og hv’ernig konttr eyðp tinia síntini í iðjttleysi og allsnægtum en eru þó ekki allar ánægðar. Aö minsta kosti var Annie Wall ])aö ekki hún yfirgefur heimili sitt og fer að starfa að mannfélagsumbótum. I.ika er sýnt heimili hins fátæka verka manns með stóra fjölskyldu, sent verður að sjá ttnga og fagra dóttur sína kjósa hinn breiða veg sökunt þess að hin lágu vinnulaun heimilis- föðursins gátu ekki veitt henni ])að, sem æskan þurfti. Sent flestir ættu að sjá þenna leik; hann er með þv: allra bezta sent hér hefir verið svnt um langan tíma. ‘‘Wynyard Advance” frá 5. júli seg- ii ])á frétt að hagl hafi gerl þar all mikinn skaða 27. júní, sérstaklega fyrir suðaustan Wynyard. Segir blaðið að bændur þar hafi tapað 2597—80% af uppskeruhorfum. A- .itið er þó að tjónið verði minna og akrarnir nái sér talsvert aftur. Sigurður Skarðdal og sonur ltans frá Baldur komtt á bifreið til bæjar- ins fyrra mánudag. Gísli Jóhannsson frá Víði, senr dvalið hefir í Minneapolis síðastliðin tvö ár og unnið þar fyrir Fordfélag- ið, er nýkotninn þaðan að sunnan og hefir innritast í 6. herdeildina. JSkóg- armannaliðið ). Útfltttningsbann. Svo er sagt á mánudaginn í Banda- rikja blöðttm að ]>aðan verði innan fárra daga bannaðttr allur útflutning- ur á svo að segja öllum vörum til allra landa í tvo mánuði til þess fyrst og fremst aö koinast eftir hversn mikið sé til af 1. .íin i landinu og í öðru lagi til |>ess að fá fulla visstt og nákvæma um það hversu tnikið bandaþjóðirnar og hlutlausar þjóðir þurfi. Ef uppskera verður svo rýr að ekki sé afgangur af því, sem heima fyrir ])arf, þá heldttr auðvit- að bannið áfratn að því er vistir snertir, eða að minsta kosti verður þá útflutningur mjög takmarkaður. Nýir neðansjávarbátar. Bandarikjamaður, seni Simon Lake heitir kveðst ætla að smíða neðansjá- varbáta, eitis stóra og flutningsskip til þess að flvtja á vistir og menn ti! herstöðvanna. kveðst hann með því móti santa sem ónýta áhrif þýzkt: neðansj ávarbátanna. Segist ekki vera dauður. Maður sem G. H. Schoof heitir og er í hernutn var sagður dauður nýlega Blaðið Tribune kom með þá frétt að hann hefði verið liflátinn á Englandi setn þýzkur ujósnari. 4. júlí fékk blaðiö bréf frá honum og kvaðst hann ekki vita til þess aö fréttin sé sönn. Hann er i fvrirlestra- ferð um Bandaríkin og vinnur ein- dregið fyrir málstað bandanianna. Þær eru áreiðanlegar blaðafréttirnar stundum ! Nýir neðansjávarbátar. Skeyti frá Kaupmannahöfn skýrir frá ])ví 4. júlí að Þjóðverjar séu að stníða nýja niðansj ávarbáta miklu stærri en þá sent fyr hafa þekst. Þeir ertt 5,000 þúsund smálestir að stærð. 425 feta langir og v’élarnar hafa 18,000 hestaófl; geta þeir farið 26 vikttr sjávar á klukkustundinni ofan sjávar en 16 vikur tieðatt sjávar. Þeir hafa 30 skotpipur, geta skotið 90 skoturn og farið með 150 tundurdufl. Sagt er að þessir bátar geti farið aúa leið til Japan án þess að endurfvlla olíuhylki sín. 35,000 \anheilir hermenn. Hér i Canada eru nú 8,000 herinenn komnir heim úr stríðinu særðir og fatlaðir. Bonnycastle, sem er nvkotn- inn aftur segir að 27,000 fatlaðra her- manna bíði skipa til þess að geta kont- ist heiin; ertt það því alls 35,000 manns nú þegar. Slysum fjölgar. Sanikvæmt skýrslu bæjarins fjölgar hér slysum stöðugt. Aldrei hefir ]iað komið fyrir áður í sögu Winnipeg að 19 slys hafi orðið á dag að meðaltali. en það hefir verið siðan júlimánuður byrjaði. Flest slvs verða af bifhjól- ttm. en þar næst af strætisvögnum (helzt börn). Þriðja slysaorsök í röðinni eru vélar í vinnustofum, þar næst druknanir, þá brttnar. Kominn aftur. Bonnvcastle foringi 200. herdeild- arinnar er kominn aftur; hann fór til Englands með pilta sína og skildt þá þar eftir eins og Bradbury og ðarir herforingjar héðan: er slíkr einkennileg aðferð og ómannleg. Engin berskvlda í Ástralíu. Búist var við að Hughes forsætis- ráðherra i Ástralíu léti ganga til at- kvæða aftttr. I fvrra var herskvldan feld eins og menn muna. Var það einkennilegt að öll blöð landsins, allar kirkjur og flestir leiðandi menn t landinu voru eindregið með herskyldu var því búist við að herskyldan yrði samþykt; en þegar til kom og fólkið kastaði atkvæðum sínurn var málið felt með meira en 60,000 atkvæðum í meiri hluta. Hughes hefir lýst þcí yfir að hann ]yurfi að fá 7,000 menn í herinn á mánuði. Upphlaup og manndráp. Upphlaup mikið varð í bæuum Aust ■ ur St. Louis í Illinois í Bandarikjun- uni i vikunni sem leið. Hvítir menn reiddust því að svertingjar voru flutt - ir ]>angað frá Suðurrikjunum til þess að vinna og réðust þeir á svertingj- ana með alls konar ósæntilegum að- ferðttm. Af þesstt leiddi það að etnn svertingi skaut hvítan mann, en það varð aftur til þess að þeir hvítu lögðu eld í bæinn og brendu upp hús og lif- andi fólk. Brunnu þar á svipstundu $3.000,000 virði af eignurn, þrjátiu og sjö menn mistu lífið og httndrað menn skaðbrendust, en þústtndir urðu húsviltir. Kalla varð á herlið til þess að sefa uppreistina og gekk það mjög seint. Ekki liefir sést að ]>eir haft verið teknir fastir sem í bænum kveiktu og má það einkennilegt heita. Lögregluþjónn myrtur. Arthur Dencon lögregluþjónn I Calgary fanst dauðttr á bakstræti 3. júlt. Hafði hann verið tnyrtur þar. Nágrannar lieyrðu skotið. en enginn veit hvernig á morðinu hefir staðið né hver það ltafi framið. Ávítar Wilson. Yirgil G. ilinshaw formaður vin- bannsflokksins t Bandaríkjttmtm gaf út yfirlýsingu 3 júlí. þar sem hann fer hörðum orðum um Wilson forseta fyrir það að hann krafðist ])ess at bannmönnum að þeir tefðu ekki fyrir vistalögunum með því að heimta al- gert vínbann: “Vér hefðum eflattsl fengið al]>jóða vínbann innan þrjátíu daga,” sagði ITinshaw, “ef það vajri ekki fyrir hindrun Woodrow Wilson, sem kom til bjargar brennivinsmönn- um á elleftu stttndu.” Fyrirgefning. Austurríkiskeisari hefir gefið út þá skipun að fyrirgefið skuli öljurn þeim tnönnutn í ríkinu seni sekir hafi orðið um landráð eða uppreistar- verk. Ertt það hundruð þúsunda. Gullfoss fer frá New York áleiðis heim aftur næstkomandi laugardag. I Kristján Backniann og Daniel bróð ir hatis komu frá Argyle á laugarbag- inn, þar seni þeir hafa verið í kynnis- ferð í nokkra daga. Þeir fórtt heitn til sín, til Lundar, á mánudaginn. Þeir bræður báðu Lögherg að bera Argvle- búum beztu kveðju fyrir höfðinglegar viðtökur og kváðust þeir vera bjart sýnni og glaðari menn eftir ferðina. Þessir uemendur hafa tekið próf : fiðluspili við Toronto hljómleikaskól- ann og hefir Thorsteinn Johnston kent þeini 'öllum: Eiríkur Thorlak son ('Primarv) með lofi. Fjóla P Johnson (Junior) með lofi, Robert Beath kennarapróf með lofi. Það er eftirtektarvert að einn þessara nem- etida, Robert Beath, er blindur, ma það teljast kraftaverki næst að kenna blindum nianni fiðluspil svo rækilega að hann standjst kennarapróf við þenna skóla og fái lofsamlega einkunr Johnston trutn vera fyrsti hljómfræð iskennari íslenzkur, sem kent hefir mönnum er ])að próf hafa tekið. Ro bert þessi, er sonur Dr. Beath setn ntargir Islendingar þekkja. Annars er það söntutn fvrir því hversu góðttr kennari Johnston er að nemendur hans skuli taka )>róf með jafngóðun. vitnisburði ög þeir gera. Þau hjón Magnús Johnson að 624 Beverlev stræti hér i bænum og kona hans urðu fyrir þeirri sorg að missa dóttur sítta Jóninu Helgu 22 ára gamla 5. þ. m. eftir fjögra niánaða sjúkdóm. Hin látna var vel gefin og gáfttð stúlka og því mikil eftirsjá að henni. Hún var jörðuð frá Fyrsti: lútersku kirkjunni á laugardaginn Séra Runólfttr Marteinsson flutti hús- kveðju en séra B. B. Jónsson héh ræðtt í kirkjunni. Foreldrar hinnar látnu bfðja Lögberg að flvtja hjart ans þakklæti ölluni þeim mörgtt er samhrygð og hluttekningu sýndtt við þetta tækifæri, bæði með blómagjöf- tnn, nærvertt sinni og fleiru. Þetta fráfall er enn ]>á sorglegra vegna þess að systir hennar lézt í fyrra. einnig mjóg efttileg stúlka, eiga því foreldr arnir um djúp og viðkvæm sár af binda. Séra H. J. I.eo var á fefð i bænutr á ntánudaginn áleiðis út að Lundar. ]>ar setn hann prédikar næsta sunmt- dag. Geirfinnur kaupmaður Pétursson frá .Narrows var á ferð i Iwenum á riiánudaginn ; verzlunarerindtim. Kristján Pálsson frá Gimli kon; hingað til bæjarins á mánudaginn. Séra Carl J. Olson kom á mántt daglnn utan frá Langruth og Glad stone: hafði hann verið þar úti í rúma v’iku, prédikað og fermt ttnglinga að Wild Oak og ísafold. Snæbjörn kaupmaður F.inarsson frá Lttndar var á ferð í bænum á mánu- daginn í verzlunarerindum. Jónas Jónasson frá Selkirk og A. P. Jóhannsson fórtt suður til Norðttr Dakota á bifreið á þriðjudaginn ao heintsækja vini og kttnningja. Hallur Þorvarðsson (frá Iæikskál- urn), sem heima á i Bifröstsveit var á ferð í bænttm á vnánudaginn að leita sér lækninga. B. J. Austfjörð kaupmaður frá Hensil, N.D. kom að sunnan í gær á bifreið, ásanit þrem börnttm sínuni. Hann ætlar að ferðast hér um bygðir. fer ti! Gimli og víðar sér til hress- ingar og skemtunar. Mr. Austfjörð rekur verzlun á Hensil af miklunt dugnaði. Dr. Björnsson og kona hans erti ný- kominn sttnnan frá Dakota, þar sem þau hafa verið ttm tima að heimsækja vini og frændfólk. Munið eftir því að á tslendinga daginn 2. ágúst fer fram aflraun á kaðli milli Winnipeg manna og utan- bæjar manna. Jón Hördal frá Clarkleigh kotit hingað í bæinn nýlega og dvelur hcr enn. Kolbeinn Hinriksson og Engilráð K. L. Johnson, bæði til heimilis i Fort Rouge voru gefin saman í hjónaband 3. júlí af séra B. B. Jónssyni að heim- ili hans 659 William Ave. Miss Lára Sigurjónsson hefir af- hent Th. E. Thorsteinssyni $12,00 t Rattðakrosssjóðinn, sem er ágóði aí samkotmt er I.owlandskólinn hélt í þvi skyni. BITAR Samkvæmt síðustu fréttum af ís- landi er í vændum nýr kynflokkttr t heiminn — íslenzkir Kínverjar. Stjórnin í Ottawa ltefir týnt 10.910 (tíu þúsund niu hundruð og tíuj her- tnönnum fyrir utan 13,081 sem strok- ið hafa. —i Einu sinni struku fjórar kindur frá smala á tslandi og |>rjár týndust og hann var rekinn fvrir vik- ið; er ekki ástæða til að reka Ottawa- smalana ? í Litla Rússlandi hefir keisarinn þann sið að láta lesa yfir handrit blaðstjóra, áður en þau eru prentuð. Læknisvottorð fékk Roblin um það að sér gæti orðið ilt ef þjófnaðar- tnálinu væri haldið áfram — en suður til Chicago varð að sækja ]>að vottorð "relegram" segir á mánudaginn : ritstjórnargrein að það hafi enga þýð- ingu fyrir framsóknarmenn á flokks- þinginu 7. og 8. ágúst að Vera nteð herskyldu, nema þeir verði líka mtð Borden og öllum afturhaldsflokknum. Af því Roblin gat orðið ílt ef þjófn aðurinn yrði rannsakaður og af því Coldwell og Howden voru i samsawi nieð honum þá varð að sleppa þeim öllirm! Eftir því sem eitthvert mál er al- varlegra, eftir því er sjálfsagðara að fólkið fái að greiða atkvæði um ]>að segir Tribttne 1915. Þetta mál er svo alvarlegt að þjóðinni er ekki trúand: fyrir því segir Tribune 1917, Ef þú stelur og það kenist upp þá segðu að þén geti orðið ílt ef því s4 hreyft — en mundu ]>að að þetta ráð dugar ekki nenta þú stelir miklu og telzt í sæmsæri við ræningjaflokk.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.