Lögberg - 12.07.1917, Blaðsíða 5

Lögberg - 12.07.1917, Blaðsíða 5
LÖG'BERG, FIMTUDAGINN 12. JúLf 1917 b N Brúðhjóna minni. Til Pálma Lárussonar að Gimli og konu hans 27. júní 1917. Hvað er fegurst hnoss í þessum heim ? hvað er gleði mest í ungri sál? pað er veröld helguð hjörtum tveim er hafa fundið kærleiks dular mál. Veröld engum þrauta þyrnum stráð, það er veröld júnídagsins heið, kærleiksveröld, sumar, sólarbráð sorgarblíð á hjónabandsins leið. Enginn sendir, Kristíana kær, kveðjutóna inn í huglönd þín; vér vitum það að enginn úfinn sær ólgu lífs þér hefir glapið sýn. Vér þekkjum hann, og það er ósk vor heit að þessi stund sé stigið gæfuspor að framtíð ykkar sé í vorri sveit, að sumar ykkar verði gleði vor. En ef skúrir skyggja ykkar leið þá skóhljóð tímans berst að lífsins strönd, þá skíni jafnan júnísólin heið á júní brúðar sælu heimalönd. Og þá mun verða sólríkt sólarlag, hve sælt mun þá að líta farna braut. Vér brúðhjónunum drekkum skál í dag. Ver, drottinn, þeirra skjól í lífsins þraut. S. E. Björnsson. GuSbrandur Magnússon ritstjóri, Gu8m. GuSmundsson skáld, Hannes HafliSason formaður fiskiveiðafélags íslands, Indriði Einarsson skrifstofu- stjóri, Jón Jónsson sagnfræóingur, og háskólakennari, Jörundur Brynjólfs- son alþingismaður, Lúðvík Kaaber ræðismaður, Jakob Möller ritstjóri, Ólafur Rósinkranz leikfimiskennari Sigurður P. Sivertsen háskólakenanri. Sveinn Björnsson lögmaöur, Vilhelm Knudsen, Þórður Bjarnason kaupm., ÞorvartSur Þorvarðsson prentsmiöju- stjóri, Þóröur Sveinsson geöveikra læknir. Af þessu sést þaö aö ekki eru það lökustu menn þjóðarinnar, sem banna vilja áfengiseitriö. | Glaðar stundir | £♦+♦+♦+♦+♦+♦+♦+♦+♦+♦+♦+♦+♦ Það var glatt á hjalla á Skuldar- fundi 4. júli. Samjiykt haföi verið að þar skyidi flutt ræða er við tæki- færið ættj og var bróöir séra B. B. Jónsson fengin til þess að gera það. Ræða hans var bæði sköruleg og lærdómsrik fyrir oss. Bar hann sam an í vissum atriðum Bandarikin og Canada; en tók aðallega tvö atriði, og bæði mikils verð. Það var “útlend- inga”-málið og embættismenn ríkis- ins. “Útlendings”-staglið hér kvaðst hann telja óhafandi; hér væru í raun ■réttri annaðhvort allir útlendingar eða engir. Brezkir menn þættust hér einir vera innlendir en teldu alla aðra vera út- lendinga. Þetta væri villa sem vér hinir svoköllttðu útlendingar ætturn að mótmæla; ekki nöldra um það vor á meðal á fundum og mannamótum, heldur ættum við aö mótmæla því hátt og heyranlega, sjálfstætt og sjáanlega i ræðum og riti á ensku máli. Hann kvað þetta útlendingatal vera oss sjálfum að kenna; vér tækjum því þegjandi og hljóðalaust, án þess að segja vér mótmælum allir og taka verulegan þátt í stjórn og þjóðmálum þessa lands. Þetta kvað hann vera á annan hátt i Bandaríkjunum; þar þektist hvork: gyðingar né grískir, þar væri landið allra jafnt, ]>ar væru allir borgarar landsins og engir útlendingar til. Fyrir þessu kvað hann góðar og gildar ástæður og aðallega væru þær tvær; önnur sú að landið eða þjóðin væri eldri og hefðu því hin ýmsu þjóðbrot haft lengri tíma til þess að samþýðast, en með því hyrfi útlend- ingstalið. Hitt atriðið væri stjórnar- fyrirkomulagið. Þar væri enginn er- lend stjórn, engin völd utan landa mæranna, sem hefði áhrif að neinn leyti. Landinu væri þar í öllum skiln ingi stjórnað af þjóðinni í landinu og það heyrði því ekki til neinni annari þjóð í neinum skilningi, það byði því opinn faðminn öllum innflytjendum hvaðan sem þeir kæmu án nokkurs mismunar i lögum landsins eða lund þjóðarinnar. Þá talaði hann um hitt atriöið — embættismennina hér og embættis- mennina þar. Kvað hann sér finnast allmikið djúp staðfest þar á milli Hér væri svo litið á sem stjórnin væri herra og jafnvel eigandi fólksins; hér ætti fólkið að fara eftir boðum stjórn- innar án þess að hún væri spurð ti! ráða, þar væri fólkið yfir stjórninni og stjórnin þjónn hennar. Þegar ein- hver kæmi hér inn á stjórnarskrif- ^stofu, væri iiann eins og auðmjúkur þjónn. Suður frá væru það embætt- ismennirnir sem væru þjónarnir; þeir vissu það að ef þeir ekki sýndu kurt- eisi og kæmu vel fram þá yrði þeir beðnir að gera svo vel og fara út við næstu kosningar. Þetta kvað hanr. aðallega stafa af því að þar væru all- ir kosnir, hér væri fjöldi embættis- manna ríkisins útnefndir af stjórninn". eða réttara sagt af flokkunum. Þetta þyrfti að breytast. Ræðan var mjög lærdómsrík og i- hugunarverð. Séra Runólfur Marteinsson fyrver- atidi Stórtemplar flutti ræðu í sam- bandi við hálfrar aldar afmæli Can- ada; var hún mjög fróðleg og skýrði mörg atriði i sögu landsins sem vér allir ættum að kunna og vita. Caróliin Dalman las upp stúkublað- ið “Stjarnan” sem hún hefir verið ritstjóri að í 15 ár. Hefir það blað of; fært mönnum glaðar stundir II. Nýlega var haldin gleðistund heima hjá þeim Thorwardson hjónum að Victor stræti hér í bænum. Geng- ust þær Mrs. A. Eggertsson og Mrs. J. Thorwardson fyrir því að fagna Miss Bellu Thordarson, skömmu áð- ur en hún giftist. Þetta er algengt meðal enskra en sjaldgæft hjá tslend- ingum. Var þangað boðið fjörutíu kvenna, eldri og yngri. Litil stúlka sem Þorbjörg heitir, dóttir þeirra Thorwardson hjóna kom inn þegar minst varði og hafði með- ferðis fullan vagn af gjöfum til Miss Thordarson: var vagninn klæddur hvítu líni en barnsskór ofan á. Miss Thordarson fletti blæjunni af vagn- inum og þakkaði gjafirnar; fór stðan með vagninn fram fyrir hvern manti er inni var og sýndi öllum. Að þessu loknu fóru fram rausnar- legar veitingar, en þar á eftir alls konar skemtanir, svo sem söngur og hl j óð færasláttu r. Allir gestirnir árnuðu Miss Thord- arson heilla og vissi hún í hvaða til- efni það var, þótt enginn segði neitt i þá átt. Hún var að kveðja stúlkur og heilsa konum. Fyrsta júlí sainkoma. priðjudaginn 3. júll hðldu Big Foint menn “Fyrsta júlí samkomu" I sam- komuhúsinu Herðibreið, Wild Oak, Man. Big Point Bygðarmenn hafa á. hverju ári, slðan 1913, að þvl ári með- töldu, haldið skemtisamkomu um 1. júlí og: kalla þá samkomu “Fyrsta júll samkomu”. Allar hafa samkomur þessar veriS haldnar að samkomuhús- inu Herðibreið. Samkoma sú, er hér um rseðir, 3. júll 1917, hafði all-langa dagskrá — Program—, sem hér segir: 1. Forseti samkomunnat, Böðvar Jönsson, setti samkomuna. með stuttri en gagnorðrí ræðu. 2. Magnús Pétursson mintist með lofsarnlegum orSum Tómasar Jónssonar, Thordarsonar, ungs og efni- legs manns úr þessari bygð, sem féli á Frakklandi 27. mal s. 1. 3. Minm Canada. ræða: Mrs. Lena Thorleifson. 4. Minni Islands, ræða: Magnús Pét- ursson. 5. Minni Big Point bygSar. 100 Lagasafn Alþýðu vera dagsett, til þess að hægt sé að s.já hvenær því var framvísað og ákveða g.jalddaga þess. En viðurkenninga skjal, sem ákveðið er að borg- ist aðeins á vissum tíma eftir framvísan, þarf ekki að vera dagsett, samkvæmt lögum, en þó er æfinlega betra að gera það. pegar slíkt skjal hefir verið viðurkent eða undirritað er sagt að það hafi verið “heiðrað”, en þegar viðurkenningu hefir verið neitað, er sagt að það hafi verið “fyrirlitið”. Loforð um það að viðurkenna slíkt skjal er ekki nóg til þess að vemda banka eða handhafa skjalsins, ef til réttar kæmi. Sá er viðurkennir skjal getur tekið viðurkenn- inguna aftur hvenær sem er, ef hann gerir það áður en hann afhendir það, eða áður en hann hef- ir tilkynt að hann hafi viðurkent það; en eftir það getur hann það ekki. pegar slíkt skjal er “fyrirlitið”, með því að viðurkenna það ekki, þá getur sá er skjalið hefir tafarlaust snúið sér að þeim er hann fékk skjalið hjá. Samt er ekki hægt að höfða mál gegn þeim er slíkt skjal hefir afhent fyr en hann hefir fengið að vita að skjalið var “fyrirlitið”. 128. Lögákvcðinh tími til viðurkenningar. Sá sem ætlast er til að viðurkenni skjal af þessu tagi hefir samkvæmt lögum tveggja daga frest til umhugsunar um það, hvort hann vilji viður- kenr.a skjalið eða ekki og er þá ekki hægt að stefna fyr en sá tími er útrunninn. En sé ekki Lagasafn Alþýðu 97 125. Afsal verðbréfa sem í gjalddaga eru fall- in. Sá sem verður eigandi afsalanlegra verðbréfa, sem í gjalddaga eru fallin (eða óafsalanlegra verð- bréfa áður en þau fala í g.jalddaga, eða verðbréfa sem á eru orðin, “gefið fyrir einkaleyfisrétt”, verður að taka við þeim með þeim skilyrðum að alt sé uppfylt og dregið frá verði þeirra sem á móti þeim var er þau féllu eða falla í djalddaga, og eng- inn getur upp frá því gert hærri kröfu þó hann eignist slík verðbréf en þær sem gera mátti á g.jalddaga veðbréfsins. petta þýðir það að sá er borga á slík veðbréf getur komið með hvaða mót- kröfu sem er og geti hann sannað þær verður handhafi verðbréfanna að borga. Verðbréf sem tiltekið er að borgast skuli við framvísun er talið vera fallið í gjalddaga þegar það sézt að það hefir gengið manna á milli ósanngiarnlega langan tíma. Handveð sem lofað er að borga þegar krafist sé er ætlast til að sé stöðug trygging, þess vegna er aldrei hægt að segja að það sé fallið í gjalddaga og missi gildi sitt hversu langt sem líða kann frá því það var gefið. 126. Handhafi í fullum rétti er sá kallaður, sem tók við afsalanlegu verðbréfi undir þeim kringumstæðum, sem hér segir: 1. Að skjalið sé fullkomið og reglulegt að því er séð verði. 2. Að hann hafi fengið það í hendur áður en það féll í gjalddaga, og að því hafi ekki verið neitað um viðurkenningu eða verið neitað að borga það ræða: Halldór Danlelsson. 6. Minní Vestur-lslendinRa, ræ'Sa: Séra Carl J. Olson. 7. Minni kvenna, ræða. Steini Olson. 8. Minni Bretaveldis, ræða': Séra 'Carl J. Olson. 9. Söngær, fyrii ræSurnar, milli þeirra og eftir þær. Ágúst Eyjólfsson stýrSi söngnum. 10. VerSlaunahlaup barna og unglinga. 11. Fótboltaieikur. 12 Dans. Fróðleg skýrsla en Ijót. Nokkrir menn í þinginu í Ottawa kröfðust þess á fimtudaginn var að stjórnin gerði grein fyrir hvernig á þvt stæði að 420,000 hefðu gengið i herinn, en samkvæmt skýrslum stjórn- arinnar séu ekki í hernum nema um 344,000. Þessu svaraði Borden, Sam Hughes og Kemp liðsöfnunarstjór: eins og hér segir: 33,877 hafa verið látnir fara sem óhæfir til hernaðar ]>ótt læknar hefðu, áður skoðað þá og talið þá hrausta; 5,345 látnir fara vegna þess að ekki þótti liklegt að þeir yrðu gagnlegir hermenn ; 13,081 hafa strokið; 2,086 voru of ungir og voru ]>ví Iátnir fara; 1,248 hafa kcypt sig í burtu; 2.571 hafir verið'slept af því að ekki þótti heppilegt að liafa þá 1 hernum; 4,200 hafa fengið stöðu í her annarsstaðar; 1.127 hafa vcrið' lótnir fara samkvamt scrstakri beiðni; 572 hafa dáið í Canada; 1,725 liafa innritast óreglulega og farið þess vegna; 2,091 hafa vérið strykaðir út fyrir hitt og þetta; en 10.910 cru týitdir hér í Canada og ekki hœgt að vita hvað nm þá hefir orðið, aul: þeirra 13,081 scm strokið hafa. SORGIR KAUPIÐ fjöl-lestnasta og atoersta ís- lenzka blaðið L0GBERG i. 29. júní vildi til sorglegt slys ná- lægt Svold t N. D. eftir því sem sagt er í bréfi frá Mountain til Lögbergs. Elzti sonuf þeirra hjóna Jóns bónda Hannessonar og konu hans var að draga hurtu áburð. Vildi það þá til að tveggja ára gamall bróðir hans sem var með honum hafði dottið og orðið þannig undir vagninum að hjólin fóru }rfir hann miöjan og mörðu ltann afar mikið. Þrátt fyrir bráða læknishjálp dó pilturinn um kl. 11 um kveldiö eftir miklar þjáningar. í sambandi við ]>etta slys var það sérlega sorg- legt að móðir barnsins var ekki heima hafði hún nýlega farið burtu til að heimsækja vini og kunningja i Maní- toba. Má nærri geta hvernig heint- koman hefir verið að hafa skilið við litla drenginn sinn frískan og fjörug- an en sjá hann aftur sem liðið lík. II. Á laugardaginn v'ildi til það slys i Winnipeg að 7 ára gamall piltur, sem Francis Wright hét kastaðist úr sveiflu hjá “Central" skólanum og beið bana af eftir nokkurn tíma. Pilturinn átti þeima að 542 Banna- tyne Ave. BÆNDUR SPARID PENINGA Með því að kaupa hreina olíu frá t>eim sem búa hana til. Eftirfylgjandi verð gefur yöur hugmynd um hvað þér hvað þér getið sparað á beztu olíu og vagna áburði. Steam Cylinder Olía, gallónan................ BSc Gasvéla Olía ** r>Oc Rauð Harverster Olía ** 50c Áburður (Cup Grease) í 25 punda fötum....... 83.00 Vagna áburður I 25 punda fötum .............81.75 R. PHILLIPS, Olíu-umboðsmaður 567 Portaqe Ave. WINNIPEQ, MANITOBA r " .... , Ull • • • • Ef þú 6skar eftir fljótri afgre.ðslu og hæsta verði fyrirull og loðskinu, skrifið Frank Massin, Brandon, Man. Skrifið eftir verÖi og áritanaspjöldum. Nýir kaupendur fá sögur í kaupbcti. I lALRK IN upp úr ánni. Stóllinn sem hann sat á var fjarska skrítinn, og ýmislegt kring um hann; en þetta þótti honum ekkert undarlegt, því í draumi finst manni alt eðlilegt. Ait í einu mundi hann eftir því í svefninum að hann hafði einu sinni týnt skónum sínum. Hann var sendur til næsta bæjar til þess að sækja póstinn; það var um haust; en tjörn var á milli bæjanna og hún var nýlögð; ísinn var ósköp veik- ur og mamma hans sagði honum að fara ekki yfir tjörnina, þó það væri styttra, heldur krækja inn fyrir hana. En þegar hann kom til baka for hann beina leið og það brakaði í tjörninni alla leiðina og svellið svignaði undir honum í hverju spori, og loksins fór hann niður úr því með annan fót- inn og misti skóinn, en komst þó til lands. Nú dreymdi hann um alt þetta, en hann sá í drauminum hvar maður stóð rétt við vökina, ósköp skrítinn maður, og hafði náð skónum hans upp úr tjörninni með einhverri snúru á langri stöng. petta var alt öðruvísi skór en hans, miklu stærri og miklu fallegri. pað hefir náttúrlega verið svoleiðis í drauminum, af því hann var að hugsa um Winnipeg, þar sem hann hélt að alt væri svo stórt; en hann vissi það samt í svefnin- um að þetta var skórinn hans. Og enn þá dreymdi Bjarna. Hann hafði oft heyrt talað um stað í Winnipeg, sem kallaður er “lindraland”. Honum hafði verið sagt að þar væri sýnt ósköp margt og fallegt þar væri leikið og sungið, og Halli hafði einu sinni sagt honum frá að þar kæmu stundum fram kol svartir menn og syngju, og Halli kunni vísur, sem hann sagðist hafa heyrt þá syngja. Nú var það að Bjama dreymdi að hann væri staddur á “Undralandi” og sæi þessa svörtu menn og heyrði þá syngja. peir héldu allir á blaði með nótum á og göptu ósköp mikið og sungu hátt. Og þetta var söngurinn sem hann dreymdi að svörtu mennimir syngju: Af löngun horfir hugur í heiðan geim, pví alt er sól og sumar í suðurheim. Já, alt. er sól og sumar um suðurlönd; þar bærast léttar bámr við blómga strönd. Par bærast léttar bárur með blíðum söng, þar finst ei tár né tregi né tíðin löng. Af löngun horfir hugur í heiðan geim, á sólskinsvængjum svífur til suðurs — heim. Og Bjama þótti sem hann tæki undir með svörtu mönnunum og færi að syngja líka og við það vaknaði hann, en þá var kominn morgun og pabbi hans kominn á fætur. peir lögðu af stað til Winnipeg rétt fyrir hádegið. ÚR “ÍSLANDSVÍSUM”. Landið góða, landið kæra, langt um betra en nokkur veit, þér ber ætíð fyrst að færa feginsóð og trygða heit. Hjálpi Drottinn lýð að læra líf, sem hæfir frjálsri sveit. Framtök, hófsemd, heill og æra hefji og göfgi hvem þinn reit. SÓLSKIN Barnablað Lögbergs. II. ÁR. WINNIPEG, MAN. 12 JÚLf 1917 NR. 40 Bjami fer til Winnipeg Bjami litti var 10 ára. Hann átti heima úti í sveit og hafði aldrei komið til Winnipeg eða í neina stóra borg. Hann hafði séð myndir í bókum af hinu og öðru í borgum og hann hélt hálf um hálft að það væri bara búið til; það gæti varla verið svona. Pabbi Bjama litla hafði stundum farið til Wirmipeg, samt var það ekki oft. Einu sinni var Bjami að leika sér með Jóni og Halla, sem voru nágrannar hans og þeir voru að stríða hver öðmm “pú hefir aldrei komið til Winnipeg.” sagði Halli við Bjarna, “Við Nonni höfum komið þangað og átt þar heima. Eg skal veðja að hann pabbi þinn lofar þér aldrei að fara þangað!” “Eg er viss um að hann lofaði mér það ef eg vildi,” svaraði Bjarni. Hann vildi ekki láta tala illa um hann pabba sinn og honum fanst eins og Halli væri að tala illa um hann með því að segja að hann vildi ekki lofa honum til Winnipeg. Auðvitað hafði honum aldrei dottið í hug að biðja hann að lofa sér að fara þangað, og honum fanst með sjálfum sér að þó hann nefndi það þá mundi hann ekki fá það. En hann vildi ekki viðurkenna það fyrir hinum strákunum, því hann hélt að það væri eitthvað ljótt við það um hann pabba sinn. Að minsta kosti mundu þeir hafa talað þannig um það og hann hafði alt af haldið því fram að pabbi sinn væri bezti pabbi sem nokkur maður ætti eða hefði nokkurn tíma átt eða gæti átt. Auðvitað hefðu hinir strákarnir haldið því fram líka um sína pabba, en honum fanst nú ekkert vera að marka það. Hans pabbi var beztur og það var ómögulegt að fleiri en einn gæti verið beztur; það hafði kenn- arinn sagt honum i skólanum; og kennarinn sagði alt af satt. Viltu veð.ja við mig,” sagði Halli, “að hann pabbi þinn lofi þér til Winnipeg ef þú biður hann?” * Bjami hugsaði sig um; hverju ætti hann að svara? Hann vissi að hann fengi ekki að fara til Winnipeg, en honum fanst skömm að því að þora ekki að veðja og hann mátti ekki láta Halla geta sagt neitt lójtt um hann pabba sinn. Og svo datt honum ráð í hug: “Eg ætla að veðja við hann,” hugsaði Bjami, “en svo ætla eg aldrei að koma að leika mér við hann oftar til þess að hann geti ekki strítt mér á því að eg hafi tapað og að pabbi minn hafi ekki viljað lofa mér að fara til Winnipeg.” Já, eg skal veðja við þig 10 centum,” sagði Bjarni. “Jæja, eg geng að því,” svaraði Halli og svo fengu þeir Jón sín 10 centin hvor; hann átti að geyma þau og fá þau öll þeim, sem ynni veðmálið. Og svo kom Bjami heim um kveldið og var daufari en hann átti að sér: “Hvað gengur að þér drengur minn ?” sagði mamma hans. “ó, ekki — so — so sem ekki neitt,” svaraði Bjami og lá við að skæla. En svo harkaði hann af sér og lét ekki á neinu bera. Hann Háttaði um kveldið eins og hann var vanur; mamma hans og pabbi breiddu ofan á hann, kystu hann og buðu honum góða nótt. pau gerðu það á hverju kveldi. “Lestu nú bænimar þínar og farðu að sofa Bjarni minn,” sagði móðir hans. “Já, eg skal gera það mamma mín,” svaraði Bjarni, og hann gerði það, því hann sveikst aldrei um að gera það sem hann lofaði mömmu sinni eða neinum öðrum; svo var hann orðinn svo vanur að lesa bænimar sínar á kveldin, að hann gleymdi því aldrei þó hann væri syfjaður. Núna var engin hætta á að hann gleymdi því; hann var ekkert syfjaður og fanst helzt eins og hann mundi ekki geta sofnað alla nóttina. Eftir nokkum tíma vaknaði pabbi hans; hann hafði verið að plægja; var þreyttur og sofnaði fljótt; en hann vaknaði við eitthvað; hálf reis upp í rúminu og hlustaði: “Ertu að gráta, Bjami minn,v sagði hann. Hvað gengur að þér? Er þér ilt?” “Nei, — nei, — mér er ekkert ílt,” svaraði Bjarni. Og svo vaknaði mamma hans líka; þau kveiktu ljós á kerti og sáu að Bjami hafði verið að gráta, þau báðu hann að segja sér af hverju það væri;

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.