Lögberg - 12.07.1917, Blaðsíða 6

Lögberg - 12.07.1917, Blaðsíða 6
6 LÖGKBERG, FIMx UL>aijíin 12. JÚLÍ 1917 98 Lagasafn Alþýðu áður fyrír framvíusn; eða ef svo hafi verið, þá hafi hinn nýi handhafi enga vitneskju um það. 3. Að hann hafi gerst handhafi þess í fullu trausti og fyrir fult verðgildi og að hann hafi ekki vitað um neitt þegar hann tók við því, sem rýrt geti eignargildi þess er hann fékk það hjá. Hver sem fengið hefir verðbréf eða orðið hand- hafi að á þenna hátt getur innheimt það með hversu miklum svikum sem það kann að hafa ver- ið fengið í byrjun, nema því að eins að á það sé sett: “gefið fyrir einkaréttarleysi” eða að því hafi verið afsalað. Eftir að slíkt verðbréf hefir þannig farið í gegn um hendur handhafa í fullum rétti, þá hef- ir það engin áhrif síðar þótt upp komist að slíkt verðbréf hafi verið í upphafi fengið með svikum; jafnvel þó sá er síðar fær það viti ura slík svik eða lögbrot. í þessu tilfelli er þannig tekið til orða að mað- ur geti gefið hærri tilkallsrétt en hann sjálfur hefir. / Samt sem áður getur enginn orðið handhafi í fullum rétti að sviknu skjali eða ólöglegu með þeirri afsökun að hann hafi ekki vitað um það, ef annaðhvort er eitthvað það í sambandi við af- salið sem mann með fullu viti hlýtur að gruna, eða ef einhver hefir aðvarað tilvonandi handhafa um að ekki væri alt iheð feldu. Til dæmis er manni boðið til sölu verðbréf með óeðlilegum afslætti; slíkt er talin nóg ástæða fyrir þann er boðið fær Lagasafn Alþýðu 99 til þess að vera var um sig og gruna eitthvað ó- hreint, og ef hann kaupir þetta skjal án frekari leitar eftir upplýsingum t. d. með 25% afslætti, þá gæti hann ekki löglega haldið því fram að hann væri löglegur, saklaus handhafi veðs er hann hefði greitt fult verðgildi fyrir; yrðu því slík kaup undir flestum kringumstæðum talin ógild. 127. Viðurkenningarskjal með ákveðnum borgunartíma. Slíkt skjal er ekki bindandi fyr en búið er að viðurkenna það af þeim er borga á. Enginn er skyldur að borga slíka kröfu hafi hann ekki viðurkent hana. En hafi hann ritað nafn sitt undir á skjalið, þá er það nægiíeg viðurkenn- ing þó ekkert annað fylgi. Venjulega eru slík skjöl þó þannig útbúin að á endanum á þeim vinstra megin er orðið “viðurkent” og þar skrifar sá nafn sitt undir sem borga á, ásamt dagsetningu og því hvenær borga skuli. Til dæmis þannig: “Viðurkent 24. júlí 1917. Borganlegt við Northem Crown bankann hér. Ámi porsteinsson.” Sé orðið “viðurkent” aðeins sett á bak skjals- ins og nafn borganda ritað undir, er það einhig talið gilt. Viðurkenningaskjal sem ákveðið er að borg- ast skuli “við framvísun eða á vissum tíma eftir framvísan” eða “þegar krafist sé”, en er samt ekki borgað þegar því er framvísað, ætti að Larsen’s Rheumatism Sanitorium 449 Main St. Phone: M. 4574. Arkansan hvera aðferð er höfð við liðagigt, bakgigt og húðsjúkdómum. , > Gigt orsakast af þvagsjúkdómum í blóðinu; þig losnið við það á þennan hátt. Fimm ára reynsla við Arkansas hverina. Hér eru taldir fáeinir af hinum mörgu sjúklingum, sem geta sagt ykkur um lækninguna, sem þeir fengu í Larsen’s gigtarhælinu. Mrs. J. L. Knight, Ph. G. 399. Mrs. A. H. Hoskings, 712 Portage Ave. Mr. A. Corbett, Shipman Court, Suite 15. .. > Mr. W. H. Steadman, C.N.R. Weightmaster, Fort Rouge Mr. A. W. Amott, Transcona. Auglýsið í Lögbergi það sem selja þarf. •• 1 • timbur, fialviður af öllum Nyjar Yorubirgðir tegundum, geirettu, og au- konar aðrir strikaðir tiglar, hurðir og gluggar til vetrarins. Komið og sjáið vörur vorar. Vér erumætíð glaðir að sýna þó ekkert sé keypt. The Empáre Sash & Door Co. ------------------- Limitsd----------------- HENRY AVE. EAST - WINNIPEG Iskyggilegt útlit. Nýlega hefir v'erig^ skipaSur af Canadastjórninni maður sem W. J. Hanna heitir til þess aö komast eftir vistarforöa í landinu; sjá um að ekki sé neinu eitt til óþarfa og að fram- leitt sé eins mikiö og mögulegt sé. Pessi maöur flutti ræðu á fimtu- daginn á fundi canadiskra blaöa- kvena i Toronto og lýsti því þar hvernig bandamenn eru staddir með vistir og hversu miklar líkur eru til að Canada geti hlauþið undir bagga í því atriöi. Ekki- voru nema rúmar tvær. vikur þá frá því hann tók við þessari stööu, en þó lofaði hatin aö birta t blööunum jafnótt þaö sem hann vissi réttast í þessu máli. Hann segir aö Bretland sé nú í dauðans vandræÖ- um með vistir eða verði bráðlega, ei ekki sé vel í tauma tekið og ef fólkið hér vissi hversu neyðin er mikil og þörfin brýn þá mundu allir kraftar lagðir fram til framleiðslu og sparn- aðar. Segist hann hafa þá skoðun að fólkið eigi að vita hver alvara sé á ferð áður en það sé orðið of seint. “Ef fólkið er ekki látiðt vita sannleik- ann,” sagði hann, “og ef svo skyldu þær verða afeiðingarnar að Bretar yrðtt matarlausir og hermenn vorir yrðu að gefast upp með ósigri, vegna þess að Canada hefði ekki sent þeim vistir, hverjum væri þá um að kenna ? Þetta er einmitt það sem hættast er við, og með þessu er alls ekki ofmikið sagt. Látum sannleikann vera sagð- an og þá stendur ekki á fólkinu að leggja sitt fram. í Rússlandi er*uppskerubrestur og það er mesta hveitiræktarland í heimi; .Rúminía og Búlgaría eru utan markaðssvæðis þess er Bretland nær til, eða bandalönd þess. Þegar þess er enn fremur gætt að miljónir manna frá löndum bandaþjóðanna eru á víg- vellinum og aðrar miljónir í her- gagnaverkstæðum; og þegar þess er gætt að þessar sömu þjóðir þurfa á venjulegum tírnum að kaupa og flytja inn frá Canada og Bandaríkjunum bæði korn, kjöt og fleira, en nú eru þessar tvær aðalvörur af skornum skamti í Canada og Bandaríkjunum, þá lítur ekki glæsilega út. Hv'eiti sem þarf yfir árið til bandamanna og hlutlausra landa er 1,105,000,000 mæla; framleiðslan í Evrópu á sama tíma er áætluð 645,000,000 mælar, verður því að flytja það sem ávantar eða 460,000,000 mæla frá Canada og Bandaríkjunum. Til þess að geta þetta þyrfti Cán- ada og Bandaríkin í ár að framleiða 460,000,000 mæla fram yfir það sem þau þurfa sjálf; en nú er ekki gert ráð fyrir að framleitt verði meira en 300,000,000 mælar fram yfir heima- notkun, vantar þá til 160,000,000 mæla. Væri hægt að flytja hveiti frá Ástralíu eða Indlandi til Englands, þá væri enginn hætta, en fjarlægðin gerir það erfitt. Auk þess er afar- miklu sökt af vistum á leiðinni héðan áður en þær komast til Englands og er það alt fyrir utan þessa 160,000,000 mæla.” Heilmikið sagði hann að mætti bæta úr þessu ef almenningur lærði að spara, eyðslusemi hér væri ótrúleg og óafsakanleg. fÞýtt úr Tribune 7. júlíj. Frá Islandi. Þessa vísu orti Jón Sæmundsson þegar Lagarfoss kom úr fyrstu ferð sinni: Ljúft bar aldan Lagarfoss, landið kalda fékk þar hnoss, Veri ’hann faldinn friðarkross, fái ’hann haldið lí fi í oss. Ferdinand Grímsson, sonur Gríms Ólafssonar í Reykjavík, fórst á norska skipinu “Frisk” sem skotið var í kaf í marzmánuði. Blaðið Dagsbrún segir að hæsta tré á fslandi sé i Þórðarstaðaskógi i Fnjóskadal hafi þeir verið 18 á’nir. Sama blað segir að skógfræðingaf á- líti að skógur hafi verið 25—35 álna hár á íslandi í fornöld og mundi geta orðið það enn, ef sauðfé væri ekki látið bíta hann í uppvextinum. Ritgerð í blaðinu Dafgsbrún heldur því fram að nota megi hv'era hita og lauga til garðræktar og virðist það bæði skvnsantleg og ntikilsverð tillaga. Nýlega er komið út rit um matjurta rækt eftir Einar Helgason garðyrkju- fræðing. Ritið er gefið út af búnað- arfélaginú og talið mjög merkilegt. / Talað er um að Reykjavíkur bær aétli að taka upp 15 þúsund smálestir af mó til þess að bæta úr eldiviðar- skortinum. Reykjavíkur bær hefir samþykt að kaupa 40,000 pund af hveiti og 40,000 pund af hrísgrjónum handa bænum. “Stiklur” heitir smásögusafn ný- komið út eftir Sigurð Heiðdal kenn ara. Reyki í Mosfellssveit hefir Páil Magnússon frá Vallanesi keypt ný- lega fyrir 36,000 kr. Páll er útskrif- aður af Mentaskólanum í Reykjavík, en ætlar sjálfur að búa á jörðinni. Norska stjórnin hefir kejrpt hús Matthíasar Einarssonar læknis við Hverfisgötu fyrir 51,000 kr., verður þar framvegis bústaður norska ræðis- mannsins. Síra Sigurður Sivertsen hefir hlot- ið veitingu fyrir háskólakennaraem- bætti því er séra Jón Helgason skip- aði áður en hann varð biskup. Guðmundi Eggertz bróðir Sigurð- ar hefir verið veitt sýslumannsem- bættið í Árnes sýslu. Til strandferða hefir stjórnin á íslandi leigt “Botníu” af sameinaða gufuskipafélaginu. Ný vígðir eru heima þessir guð- fræðingar: Jakob Einarsson aðstoð- arprestur að Hofi í Vopnafirði, Eirík- ur Albertsson aðstoðarprestur að Hestþingum í Borgarfirði, Sigurjón Jónsson prestur að Barði í Fljótumog Þorsteinn Kristjánsson prestur , að Mjóafirði. - Séra Sigurjón Jónsson er' ! \ 25 ára afmæli Foam Lake bygðar íslenzkt þrek í aldar fjórðung "" auðn og mörkum lands breytti hér í blómgar sveitir, bygði sali ranns. Vatna- skóga- akra- engja- ástbygð landnemans! Margur einn á þér að þakka það: hann komst til manns. Aladíns var undra-höllin einni bygð á nótt. íslenzkt þol þó eigi reynist öndum jafnt að þrótt: nornir hafa nægtahornið nýbyggjendum sótt — vættir yfir vaxtarárum vakað trygt en hljótt. pað eru okkar eigin dísir — andi lampans sá, sem í nýju námi landa norðurhveli frá knýr í hérlend hversdagsstörfin hærri von og þrá — býr til höll úr bænum þínum — blómskrúð hrjóstum á. íslenzk sál og arinn-funi eldra fólksins hér, öndvegisins eru súlur, æska, handa þér! Langt þig ekki, tungutakið tamið, áfram ber, heldur göfgi hugsananna, héraðsljós sem er. Nafni göfugs, norræns anda nýja helgum bygð. fsland vestra örmum vefji óbilandi trygð. Byggjum landið, brúum hafið bræðra og systra dygð. Verði ætíð eyjan forna eigin verkum skygð.. Unga bygð í árdagsljóma arfinn bezta geym: hjartans mál og helga dóma handa börnum þeim, sögu þína og sæmd er róma seinna álfum tveim. Frjálsir hljómar frama og sóma frá þér ómi heim. porsteinn p. JJorsteinsson. bróðir E. P. Jónssonar og þeirra bræðra hér i bæ. Þjóðverjar hafa sökt islenzka skip- inu A. H. Friis, eign Johnson og Kaaber, á leið til Færeyja. Otilokan ókvœntra manna. Eins og áður hefir verið frá sagt : Lögbergi var nýlega útnefnd stjórn fyrir háskólann i Manitoba. Þessi há- skólastjórn hélt fund fvrra miðviku- dag og var þar borinn upp tillaga þess efnis, að engum ókvæntum manní? sem orðinn væri 20 ára skyldi leyft að sækja fyrirlestra, ^stunda nám eða taka próf við háskólann, nema þvi a'S eins að hann fyrst kæmi fram með góöar og gildar ástseður fyrir því a‘5 hann hefði ekki farið í herinn. Til- laga þessi var rædd, en úrslitum frest- að til síðari fundar. Samþykt var á fundinum að allir heilbrigðir nemendur skuli skyldaðir til þess að taka þátt í heræfingum. ■ 8ÓL8KIN 8 ó L S K I N 3 en hann var tregur til. Loksins sagði hann þeim alveg eins og var; hann sagði þeim að strákarnir hefðu verið að stríða sér; þeir hefðu viljað veðja að hann gæti ekki fengið að fara til Winnipeg. J7eir hefðu sagt það einhvem veginn svoleiðis að þeir hefðu meint ljótt um hann pabba sinn; hann sagðist hafa veðjað og samt hefði sér oft verið bannað það og nú sæi hann eftir því; en hann hefði ekki getað annað. Og svo sagðist hann aldrei geta leikið sér við strákana oftar og yrði því alt af að vera einn. f “Hvað heldurðu að þú gerðir ef eg lofaði þér að fara með mér til Winnipeg á afmælinu þínu, sem er eftir tvær vikur?” sagði pabbi hans og strauk af honum tárin. “Eg mundi verða ósköp glaður; til Winnipeg! Já, eg mundi verða skelfing glaður; eg mundi fara snemma á fætur á morgun og segja strákunum frá því.” ^ “pá getur þú sagt þeim það,” sagði faðir hans. “Eg þarf einmitt að fara til Winnipeg og eg skal lofa þér með mér. J7ú hefir verið svo duglegur drengur og hjálpað mömmu svo vel að afla í eld- inn og passa kýrnar og sækja vatnið og stóðst þig svo vel í skólanum í vetur að þú átt skilið að fá að fara þetta.” Bjami vissi varla hvað, hann átti að segja; hann tók um hálsinn á pabbá sínum og kýsti hann fast og svo mömmu sinni, þau sögðu honum að fara nú að sofa og svo var samtaið búið. En Bjami gat ekki sofið. Hann að fá að fara til Winnipeg! pað hefði honum aldrei dottið í hug. ósköp yrði gaman að finna hina strákana á morgun! það var verst/ að ekki var farið að birta eða helzt kominn fótafefðartími. Hann að fá að fara til Winnipeg! Loksins sofnaði hann og dreymdi svo mikið að það hefði tekið heilan dag að segja það sem hann mundi af því. En hann vaknaði snemma um morguninn og fór á fætur. Hann flýtti sér að gera verkin sín; þvo diskana og bollana og hnífana, með mömmu sinni, sækja fyrir hana eldivið, ná vatni, gæta að kúnum og fleira. Og svo fór hann að finna hina strákana. “Hvenær hugsarðu þér að leggja af stað til Winnipeg?” spurði Halli háðs- lega; það var auðséð að hann var viss um að Bjami fengi ekki að fara og ætl- aði hann því að stríða honum með þessu. “Eg ætla að fara á afmælinu mínu,” svaraði Bjami drjúgur, hafði báðar héndur í vösum, beit á vörina og stóð fattur. f “Áttu virkilega að fá að fara til Winnipeg,” spurði Jón. Já, já; pabbi minn gerir alt af alt fyrir mig sem eg bið hann; eg hefi sagt þqr það að enginn í veröldinni á eins góðan pabba og eg,” svaraði Bjami. “ó, þú ert þara að skrökva,” sagði Halli. “pað er ómögulegt að þú fáir að fara; eg veit að þú ert bara að narra okkur.” Bjami glotti drýgindalega og sagði að þeir skyldu nú sjá það þegar afmælið hans kæmi. Og svo var komið að afmælinu hans. Hann háttaði snemma kveldið áður; las bænirnar sínar eins og hann var vanur, breiddi upp yfir höfuð og ætlaði að sofna; en hvemig sem hann reyndi gat hann það ekki, fyr en komið var undir morgun, og þá dreymdi hann enn þá meira, en hann hqfði dreymt um nóttina áður en honum hefði verið lof- að að fara. Hann hafði heyrt talað um að í Winni- peg væru stórir menn, ósköp stórir, sem væru lögreglumenn; þeir væru svo sterkir að þeir gætu ráðið við marga menn í einu, og þeir væru þar til þess að líta eftir að enginn gerði neitt ílt. Og svo dreymdi hann um þetta, því hann hafði verið afe hugsa um það áður en hann fór að sofa. Og hann dreymdi að hann sá strákahóp, og þar voru þeir Halli og Nonni og honum þótti þeir vera með stóran og sveran kaðal, esm þeir ætluðu að rekja í sundur og hafa fyrir girðingu í kring um kartöflugarð, sem þeir áttu. En svo þótti honum eitt af stóm pólitíunum í Winnipeg koma og ætla ' að taka af þeim kaðalinn; og honum þótti hann ætla að hlaupa til þeirra og hjálpa þeim, og hann kallaði svo hátt upp úr svefninum: “Eg skal hjálpa ykkur!” að hann vaknaði sjálfur við það. ( En hann sefnaði rétt strax aftur og dreymdi meira. Nú þóttist hann sjá einhvem f jarska stórskorinn mann; og honum fanst það vera Jlýzkalandskeis- ari. Hann sýndist vera alveg úrvinda af einhverju og hélt hendinni um ennið vandræða- lega. Honum fanst í sv^fninum að bandamenn vera búnir að vinna stríðið og það væri búið að reka keisarann frá völdum og hann sæti nú einhvers staðar í út- legð og væri að hugsa um hvað það hefði nú verið vitlaust af sér að hafa farið í þetta stríð. Munur væri nú á því að vera friðsamur stjómari á þýzka- landi og lála alla lúta sér eða hafa gert þessa vit- leysu og vera svo rekinn frá völdum. Og svo dreymdi hann meira. Árni Brynjólfs- son, sem átti heima skamt frá föður hans gekk á skóa í Winnipeg; hann var ekki nema 18 ára og skrifaði Bjarna stundum. Hann sagði honum frá því að hann hefði ósköp hæga daga og skemti sér vel; hann lægi venju- lega í hengihvílu í, forsælu á kveldin þegar hann kæmi heim af skólanum, og læsi þar ýms- ar góðar og skemti legar bækur eða byggi sig undir námið næsta dag. Og nú dreymdi Bjarna þennan pilt. Hann sá hvar hann lá í hengi- hvílu og var að lesa og var ósköp fínn, eins og honum hafði verið sagt að allir væru í Winnipeg. Bjarni hafði heyrt talað um að fólkið í Winni- peg léki oft nokkurs konar knattleik á túnum eða grasflötum, og að það notaði nokkurs konar spýt- ur með bopnum enda, til þess að hitta með knett- ina. Hann vissi hvemig þessi leikur var, því skólakennarinn hans var frá Winnipeg og hafði lýst því fyrir honum, en hann hafði aldrei séð það. Nú dreymdi hann um þetta; hefir víst verið að hugsa um það áður en hann sofnaði. Hann dreymdi gamlan mann, ósköp góðlegan og glað- íegan; hann var með fult af þessum knöttym og þessum bognu spýtum og henti knöttunum ut frá sér, til þess að börnin, sem nálægt voru gætu tek- ið þá; þótti honum þessi maður ferðast um til þess að gefa krökkum þessi leikföng, hann ætlaði að hlaupa til í svefninum og ná nokkrum af þeim, en í því vaknaði hann. , Og hann hafði heyrt talað um það að í Rauð- ánni, sem rynni í gegn um Winnipeg, sé fiskur, og að fólkið í Winnipeg þyrfti ekki annað en að fara með stóla niður á árbakkann, setjast þar og veiða fisk. Hann hafði oft hugsað um hvað þetta væri dæmalaust þægilegt. Og svo dreymdi hann að hann væri kominn til Winnipeg og væri stadd- ur við ána og sæi ósköp feitan manrt sitja þar á stóli og vera að fiska, og honum sýndist hann sjá á höfuðið á einum fiski, sem hann var að draga

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.