Lögberg - 16.08.1917, Blaðsíða 6
b
LÖGKBEJEÍG, FIMx UUÆLiHn n 16. ÁGÚST 1917
Heilbrigði.
Framh.
Menn hafa áður ekki verið á einu
máli um þaS, hv'ert loftslag væri brjóst
veikum heppilegast. Sumir hafa
haldið fram fjallalofti, aðrir sjávar-
lofti, sumir heitu, aðrir köldu lofts-
lagi o. s. frv. Nú munu flestir á því
að sjaldan sé ástæða að breyta um
loftslag. Fyrir íslenzka sjúklinga er
íslenzka loftslagið eflaust heilnæmast.
Það er það loftslagið, sem vér erum
vanir við og oss er eðlilegast. Hér
eru engin snögg umskifti hita og kulda
sem vföa erlendis og veturinn er mild-
ur hér sunnanlands, að vísu stundum
stormasamur við og við, og skyldu
menn venjulega halda kyrru fyrir
þegar hvassviðri er svo mikið að
gangur verður örðugur eða þreyt-
andi. Annars er nokkur viridur ekki
óþægilegur eða óhollur, heldur þvert
á móti — hann hreinsar loftið og
herðir og styrkir líkamann. Sífeld
úrkoma er hvimleið, en á hinn bóginn
er úrkoma v'ið og við holl. Hún bind-
ur rykið og hreinsar loftið, og mjög
þurt loft þola margir sjúklingar illa.
Þoka þykir óholl. Það sem hér er
helzt að, eins og víða um Norðurlönd,
er það að sólskinið er hér einatt af
skornum skamti, en aftur á móti
sleppum vér við hinn sterka og óþægi-
lega sumarhita, sem samfara er sól-
skininu í suðrænum löndum. Yfir-
leitt held eg að segja megi að lofts-
lagið á íslandi sé gott fyrir brjóst-
veikt fólk.
Maturinn.
Hér að frarnan var mannslíkarr>'
anum líkt við logandi ljós eða eld.
Það mætti ef til vill enn þá fremur
líkja honum við gufuvélina, því auk
hita frarhleiðist í mannslikamanum
afl. og orka. Einnig veitir maturinn
efnin til vaxtar og viðhalds líkaman-
um.
Með því að maturinn kemur ekki
líkamanum að notum nema hann
brenni, þ. e. samlagi sig súrefninu í
blóðinu, þá má mæla notagildi hans
eftir þvi hitamagni sem hann fram-
leiðir. Þetta hitamagn er /mælt í
hitaeiningum ('kalóríum), og er ein
hitaeining það hitamagn sem þarf til
þess að hita einn líter af vatni eitt
stig á Celsius.
Nú vita menn að öll sú fæða sem
meltist, gefur öldungis jafn margar
hitaeiningar í líkamanum, eins og ef
henni er brent utan likamans. Það
er því hægt að meta næringargildi
matvælanna á þennftn hátt.
Matarþörf líkamans eða hitamagns-
þörf e'r tiltölulega föstu Iögmáli bund-
in, en fer mjög eftir þeirri vinnu, sem
maðurinn ynnir af hendi. Ef fullorð-
inn heilbrig'ður maður á að halda
þyngd sinni óbreyttri, þarf hann a dag
fyrir hvert kílógramm af líkams-
þyngd sinni:
Hitaeiningar
Við fullkomið hreyfingarleysi
í rúminu .............. 24—30
Við venjulega1 rúmlegu...... 30—34
Á fótum, en vinnulauá....... 34—40
Við meðal vinnu ............ 40—45
Við mikla erviðisvinnu......45—60
Af þessu sést að maðurinn þart
helmingi meiri mat við stritvinnu,
heldur en hreyfingarlaus í rúminu.
Ef iðjulaus maður etur eins mikio
og starfandi maður, þá safnast nær-
ingarforði fvrir í líkamanum. Hann
þyngist og fitnar.
Af þessum tölum er hægt að reikna
út, að maður sem er 70 kílógrömro
að þyngd þarf á dag við meðal vinnu
2800 til 3150 hitaeiningar.
Það er enginn efi á því, að heil-
brigðum mönnum er venjulega óholt
að eta meir en þessu nemur. Sultui
og ofát er jafn skaðlegt. En um
berklaveika sjúklinga er nokkuð öðru
máli að gegna. Sjúkdómurinn er
stundum kallaður tæring, þ. e. megr'-
unarsýki, og ber hann einatt nafn með
rentu. Valda eiturverkanir gerlann?.
megruninni og við það verður mót-
stöðuafl líkamans minna. Það þarf
því að koma sjúklingunurtj í góð hold
Styrkjast þá frumlurnar, blóðkornum
fjölgar og varnarefm aukast. Að
ala sjúklingana hæfilega er því eitt
af undirstöðuatriðunum^ í meðferð
berklaveikinnar, enda sýnir reynslan,
að þeir sem lifa við skort v'erða frem-
ur berklaveikinni að bráð, en hinir
sem hafa nóg viðurværi.
Það er þó ekki alt undir því komið
að fæðan sé mikil. Hitt er eigi siður
nauðsynlegt að hún sé holl og rétti-
lega samansett. Eins og kunnugt er
þá eru í mpjnum þessi næringarefni •
eggjahvíta, feiti og kolvetni, og auk
þess vatn, steinefni og hragðefm.
Eggjahvita er sérstaklega í kjöti, fiski
og eggjum en minna í kornmat, jarð-
eplum og grænmeti. Aftur á móti er
kolvetni (mjölvi og sykur) aðallega i
jurtafæðu.
Það stendur alls ekki á sama, hvern-
ig hlutfallið er á milli þessara þriggja
höfuðefna: eggjahvítu, feiti og kol-
vetnis. Að vísu getur feiti og kol-
vetni skiftst nokkuð á. Ef lítið er
af öðru þessara efna, má bæta það
upp með hinu. Nokkpð öðru máli er
að gegna um eggjahvituna. Hún er
nauðsynleg til lífsins viðurhalds. Eftir
rannsóknum síðustu ára, má varla
vera minna af henni en 50 grömm á
dag til jafnaðar fyrir fullorðinr
mann og líklegast bezt að hún sé um
80 grömm á dag. Of mikið af eggja-
hvltu er hins vegar skaðlegt — þreyt-
ir um of líffærin og úrgangsefni henn-
ar ekki sem hollust fyrir líkamann.
Hollast er að mest sé af kolvetni.
þetta þykir haganlegast samsettur
dagskamtur: eggjahvíta 80 grömm,
fita 100 grtn. og kolvetni 450 grm.
Þetta samsvarar 328—930—1845=.-
3103 hitaeiningum. (1 grain af eggia-
livitu gcfur 4,1 hitaeiningar, 1 grm.
af feiti 9,3 og 1 grm. af kolvetni 4,lý
Þetta er þvi nægilegt meðalmanni
við meðalvinnu.
Áður voru 118 gröm af eggjahvítu
talin mátulegur skamtur á dag (Voit),
en nákvæmar rannsóknir síðari ára
hafa leitt það í 1/ós að þessi skamtur
er óþarflega hár. Nefna má í.því
sambandi rannsóknir ameríska líf-
eðlisfræðingsins Chittcnden. Hann
hafði athugað 27 menn í samfleytta
6—9 mánuði. Hann lét þá vinna margs
konar vinnu, einnig erfiðisvinnu, og
fengu þeir nákVæmlega afvegna mat-
arskamta daglega.' Hann komst nú
að þeirri niðurstöðu að mennirnir
þurftu ekki helminginn af þeirri eggja
hvítu, sem áður var talin mátuleg, og
heilsa þeirra og líðan varð betri er,
áður og vinnuþolið, andlegt og líkam-
Iegt, meira við þennan litla eggja-
hvítuskamt, en áður við venjulega
fæðu. Aðrir hafa komist að líkri nið-
urstöðu, t. d. danski læknirinn Hind-
hede.
mjög eftirtektarvert er það, hve
ungbörn þurfa litla eggjahvítu. Menn
skyldu þó ætla, að þáu þyrftu tiltölu-
lega meira af henni en fullorðnir,
þegar þess er gætt að þau vaxa og
þroskast svo mjög. Þau tvöfalda
þyngd sína á fyrstu 5—6 mán. En
reynslan er sú, að í móðurmjólkinni er
eggjahvítan að eins 7,4 pct. af öllum
næringarefnum (reiknað í hitaeining-
um), en hjá fullorðnum, sem lifa við
venjulega blandaða fæðu, er eggja-
hvitan h. u. b. 20 pct. Þetta bendir
einnig á að eggjahvítuneytsla manna
sé venjulega of mikil.
Hvað sem þessu líður, þá er það
v'ist, að feiti og kolvetni brenna betur
í líkamanum. Ef menn vilja fita sig,
eiga menn að Ieggja mesta áherzlu á
þessi efni. Þótt engin ástæða sé til
að lifa á tómri jurtafæðu, þá eiga
menn að > hafa það hugfast, að of
mikið kjöt- og fiskát er óholt.
Eins og áður er sagt, þá eru ýms
steinefni eða sölt i fæðunni. Þau eru
nauðsynleg manninum. Það mætti
meira að segja komast svo að orði,
að þaU séu naðsynlegustu efnin í
fæðunni, að vatni einu undanskildu,
því líkaminn þolir skemur steinefna-
hungur en eggjahvítu-, feiti og kol
vetnishungur. Ef dýri er gefin hrein
eggjahvíta,feiti og kolvetni ásamt
vatni en engin steinefni, þá deyr dýr
ið fyr en ef það sveltur algerlega
Vatnsleysið þolir dýrið þó verst.
Sennilega er nóg af þessum stein-
efnum í venjulegri blandaðri fæðu,
Það er t. d. mjög lítið af þeim í
fínu hveiti. Þau eru næst hisminu
og eru því skilin frá. í heilu hveiti,
eins og það kemur af jörðinni, er
2,12 pct. af steinefnum, en í fínasta
hveiti er ekki nema 0,38 pct. Það er
ekki ólíklegt, að þeir heilsufræðingar
hafi rétt að mæla, er.halda því fram,
að hollasta hveitibrauðið. sé úr gróf-
asta mjölinu eins og t. d. “Grahams-
brauð,” og fínasta og dýrast hveitið
sé verst til manneldis. Húsmæður og
bakarar vilja hafa hveitið sem fínast,
því þá sé það drýgra og gefi stærri
brauð, en næringargildi brauðsins fei
ekki eftir loftinu sem i því er. 1
rúgbrauði er nægilega mikið af þess-
um steinefnum, og eru þau eftir því
hollari en finu hveitibrauðin. Auð-
vitað verður að tyggja grófu brauðin
vel, en það er fremur kostur en löstur.
Því vandlegar sem tuggið er, þvi
meira framleiðist af munnvatni, sem
er svo afarnauðsynlegt fyrir melting-
una. Eins styrkjast tennurnar við
brúkunina. Siðan við íslendingar
hættum við harðfiskinn og flatbrauð,
en tókum að éta þess meira af bakara
kökum og sætabrauði, hafa tannsjúk-
dómar farið mjög í vöxt. Annars er
fáum trúandi til að tyggja harðfisk
og flatbrauð eins vel og þarf, en illa
iuggin er þessi fæða mjög þungmelt.
Að vísu getur fínt brauð og yfirleilt
mjúkur og fíngerður matur v'erið
nauðsynlegur við ýmsa meltingar-
kvilla og eins ef tennur eru ónýtar,
og er þá öðru máli að gegna.
Eftir þessar almennu athugasend-
ir vík eg aftur að því, sem frá var
horfið, hvernig berklaveikur maður
sjúk'ingur á að ala sig.
Eg gat um áðan, að aðaláherzluna
eigi að ^leggja á feitina og kolvetnið.
Bezt er að byrja daginn með vænum
skamti af hafragraut eða brauðsúpu
og helzt einnig með brauði og smjöri.
Hafragrautur og yfirleitt. grjónam?t-
ur á að vera sem þykkastur, þá er
hann fyrirferðarminni og saðsamari.
í miðdegisverðinum á kjötið eða fisk-
urinn ekki að vera höfuðmaturinn,
heldur spónamaturinn, brauðið og
kartöflurnar. Ef kjöt- eða fiskréttur
er á borði um morgun eða kveld, eiga
menn að eta lítið af honum, en þvi
meira af brauði og smjöri. Feitt kjö
er miklu næringarmeira en magurt.
Smjör, smjörlíki, plöntufeiti, flot og
tólg er jafnsaðsamt, en smjörið þykir
venjulegast Ijúffengast. Jarðefli e^u
saðsöm og holl fæða.*) Aðrir venju-
legir garðávexúr eða garðjurtir cru
að sönnu frernur næringarlitlar, en
ei íkarhollar, m.eðal annar • af þvi, að
þær innihalda nægð af hollum stein-
efnum. ' Mjólk er góð til fitunar,
cnda inniheldur hún öl! þau efni, sem
líkaminn þarf, en niikil mjólkur-
drykkja er venjulega ekki heppileg —
þenur um of út maga og veldur stund-
um harðlifi. Varla er gott að drekka
meira en einn líter á dag ef n.’g er af
öðrum mat. Rjómi er enn hetri til
fitunar. Nýtt skyr er ho!: og saðsamt
en gamalt eldsúrt skvr Varla holt.
Egg eru sað^amur matu.r, en ef etið
er r.okkuð af ráði af kjöti eða íiski,
þá < ru þau óþ >rf enda óholt að auka
t -.-gjahvítu-ne.'* i!*i um skör fra.n.
Oft er berkl ivcikur sjúklingur lyst-
ar’Fill og á ilt með að fitna. Stund-
um getur lys'a ’ey.’ð orðiö svo mikið
að sjúklingurinn hefir öbr't á öllnm
u a'. Þá ge:u- verið gott að hafa
matinn fjölbreyttan og eitthvað krydd-
aðan, en oft verðr reynslan sú, að
einfaldur og óbreyttur matur verður
síst leiðigjarn. Sjúklingurinn verður
oft og einatt að neyða ofan í sig
matnum og skoða hann sem lyf, sem
verði að taka, og sýnir reynslan, að
viljaþrek sjúklingsins hefir oft góð-
an árangur. Sérstök lystalyf reynast
venjulega fánýt.> Oft er hvild, jafn-
vel rúmlega bezti vegurinn til að
þyngjast. _
Framlh
Frá Kristnesi.
Heiðraði ritstjóri.
Viltu gjöra svo vel og ljá mér rúm
fyrir fáar línur, það er ekki oft sem
þú ert beðinn um það; héðan úr
Vatnaþygð. Það er ekki oft ið
maður sjái fréttagrein héðan frá
Kristnesi, eg man ekki eftir því fyrir
langa tíð. Við áttum einu sinni mann
hér við Vesturgluggann, en hann cr
víst farinn frá honum nú, því ekkert
heyrist til hans; hann. hefir máske
flúið þegar maðurinn settist við
Austurgluggann hjá Heimskringlu.
Eg ætla þá að taka sætið hans bara
ofurlitla stund og reyna til að !áta
mér hugkv.vmast eitthvað til að scgja.
Það er þá fyrst að nú er búið að
halda stóran íslendingadag 2. ágúst
í Wynyard og var vandað mjög tii
úndirbúnings «og sem sýnishorn þess
má benda á að einn ræðumaður var
fenginn alla leið frá Minneota, herr>
G. B. Björnsson og annar frá Dakota
og sá þriðji var á staðnum. Eg s ín
rita þetta var því miður ekki við-
staddur hátíðahaldið og get þv'i ekk>
sagt mikið um það, en þeir sem þar
voru láta vel yfir því, sérstaklega
voru menn hrifnir af ræðunum. Mr.
G. Björnsson bar svo hátt og snjalt
fram ræðu Ísína að mér fanst eg hevra
óminn af framburði hans heim til mín,
en það er aðeins lítið yfir 30 milui>.
—Öllum hafði þeim sagst mjög vel.
Næst vil eg minnast á annað liátið-
arhald, sem fór fram skamt frá
Kristnesi í síðastliðnum mánuði. Það
var í smáum stíl. Það var samsæti
sem nokkrir bygðarbúar gengust fyr-
ir. Samsætið var haldið Sigurði
Stefánssyni og Jósefinu konu hans.
Þau eru vel virt og hafa búið hér
lengi og búa fyrirmyndarbúi. Þau
eiga nýbygt hús mjög vandað að öllu
leyti. Það var seinni part sunnudags
sem heimsóknin var hafin; auðvitað
voru allir búnir að hlýða á messu
fyrst, sem þangað sóttu, og voru ö-
kvíðnir að það gæti ekki verið helgi-
brot að skemta sér og öðrum a''
kv'eldinu til, enda skemtu menn sér
þar ágætlega með öllu móti (ekki
dans). Þar urðu allir ræðumenn sern
höfðu málið; það kom yfir menn em-
hver innblástur, þeir urðu að halda
ræður.. Eg legg ekki út í að nafn-
greina ræðumenn, eg veit ekki hvort
þeir kæra sig um það, svo eg sleppi
því, en samt levfi eg mér að nefna
einn, hann reiðist ekki þó eg gjöri
það, hann er svo vanur við að sjá
nafnið sitt á prenti, það var vinur
minn og okkar allra, W. H. Paulson
þingmaður okkar. Hann hélt langa
ræðu og snjalla, eins og hann er van-
ur aðgjöra þegar hann flytur mál
sín, hvort heldur það er á skemtisam-
komum eða pólitískum fundum. Það
er mér ofvaxið að tilfæra hér umtals-
efni hans, það var um svo margt. Það
var eitt sem hann tók fram, að bann
hefði pekt konuna sem unga stúlku
heima og hefði hann altaf borið v:n-
arþel til hennar síðan. Hann beindi
miklum parti ræðu sinnar til kven-
þjóðarinnar og máttu þærs víst vera
ánægðar með lofið sem þær fengu,
enda fékk hann óspart lófaklapp þeg-
ar liann settist niður.
‘_em heiðursgjöf v'ar heiðurshión-
nnum afhent vönduð klukka. sem
gestirnir gáfu. Að endingu hélt hús-
ráðandinn tölu og þakkaði fyrir þá
velvild og það hlýa hugarþel, sem
þeim hjónum væri sýnt með þessari
heimsókn, og að það væri meira virði
til þeirra en stórar gjafir. Var svo
samsætinu slitið með mestu vinsemd.
Nú fer eg að segja það, sem aðrir
vanalega byrja á, þegar þeir skrifa
fréttir.
Tíðin hefir verið mjög góð hér all-
an síðastliðinn mánuð, hitar og þurk-
ar. Þar af leiðandi hefir ölþr farið
vel fram; mun þó naumast verða hér
meðal uppskera, er það þvi að kenna
i vað vorið var þurt og kalt. He ,-
sk: pur er byrjaður, en grasspretta
naumast í meðallagi. Ekki mun
haustuppskera byrja hér fyr en seint
í þessum rnánuði og það þarf að viðra
vel til þess a'ð það verði alment.
Heilsufar manna gott, sálarástand
allgott, oftar messað en að undan-
förnu og er það sökum þess að hér í
bygðinni dvelur nú um þrigga mán-
aða tíma H. Jónsson guðfræðingur.
Yfir höfuð gengur alt v'el.
Nú fer eg að þoka mér frá Vestur-
i
Larsen’s Rheumatism Sanitorium
449 Main St. Phone: ^^4574.
Arkansan hvera aðferð er höfð við liðagigt, bakgigt og
húðs j úkdómum.
Gigt orsakast af þvagsjúkdómum í blóðinu; þig losnið
við það á þennan hátt.
Fimm ára reynsla við Arkansas hverina.
Hér eru taldir fáeinir af hinum mörgu sjúklingum, sem
geta sagt ykkur um lækninguna, sem þeir fengu í Larsen’s
gigtarhælinu.
Mrs. J. L. Knight, Ph. G. 399.
Mrs. A. H. Hoskings, 712 Portage Ave.
Mr. A. Corbett, Shipman Court, Suite 15.
Mr. W. H. Steadman, C.N.R. Weightmaster, Fort Rouge
Mr. A. W. Amott, Transcona.
Auglýsið í Lögbergi það sem selja þarf.
XT ^ • •• 1 • iV* timbur, fjalviður af öllum
Nyjar vorubirgðir tegundun!, geirettur og ala-
konar aðrir strikaðir tiglar, hurðir og gluggar til vetrarins.
Komið og sjáið vörur vorar. Vér erumætíð glaðir
að sýna þó ekkert sé keypt.
The Empire Sash & Door Co.
---------------- Límlted — ..
HENRY AVE. EAST - WINNIFEG
GÓÐAR VÖRUR!
SANNGJARNT VERÐ!
Areiðanlegir verkamenn
Petta er það sem hvern mann og konu
varðar mestu á þessum tímum. Heim-
sœkið verkstœði vort og þér sannfærist
um alt þetta. Nýjustu snið, lægsta vérð
í bœnum. Velsniðin föt sem ætíð fara vel
H. SCHWARTZ & CO.
The Popular Tailors 563 Portagre Ave.
Phone Sh. 5574
glugganum. Eg er orðinn stirður aö
sitja þar á hörðum bekk. ÞaÍ5 er
mýkra sætið vi'ð Austurgluggann.
Með vinsemd.
7. S.
Brezkir fulltrúar.
^ _________
Þing mikið ætla jafnaðarmenn að
halda innan skamms f Stokkhólmi í
Svíþjóð, til þess að tala um frið og
friðarskilmála og fleira.
Verkamenn á F.nglandi hafa sam-
þykt með einni miljón og fjörutíu og
sex þúsund (1,046,000) atkvæða á
móti 550,000, eða tveimur þriðju, a*
senda þangað fulltrúa. Sagt er að
áhrif frá Rússlandi hafi haft tals-
vert afl við þessa ákvörðun.
Fréttinni fylgir það að sjómenn
muni hindra för fulltrúanna. Fund-
urinn sem ákvað að senda fulltrúana
var afar heitur og lenti þeim mest
saman Rammsey McDonald og Will
Thorne.
• SöIiSKIN
'Og bréfin sem fylgja frá Sólskinsbömunum,
eru mörg dæmalaust skemtileg—þau eru mörg svo
falleg.
Sólskin þakkar öllum bömunum sínum fyrir
það, hversu dugleg þau em að safna í sjóðinn og
það birtir nöfnin og gjafirnar jafnótt og þær
koma.
Bréf frá Sólskinsbörnum
North Vancouver, 31. júlí 1917.
Heiðraði ritstjóri.
Eg sgndi þér þessar fáu linur og er orsökin sú að eg
fékk Lögberg i gærkveldi og sá greinina í Sólskininu pm
að mynda Sólskinsbarna sjóð. Eg á dóttur sjö ára gamla
og þegar hún heyrði það, þá segir hún: “Mamma, lof-
aðu mér að vera fyrst að senda peninga í sjóðinn. Eg á
15 cent; lof mér að senda þau.” Eg álít rangt að drepa
niður nokkrar góðar tilfinningar, sem vakna í barnshjart-
anu, fremur álít eg skylt að glæða þær og styrkja. Eg
er þér sannarlega þakklát fyrir Sólskinið; það gleður
ekki einungis börnin að lesa það, heldur og hverja rétt-
hugsandi manneskju. Dóttir min sendir dollar í sjóðinn,
nafn hennar er Kristjana Þóra Jónasson.
Með virðingu og vinsemd.
H. Jónasson.
Baldur, Man. 6. ágúst 1917.
Heiðraði ritstjóri Sólskins.
Með línum þessum sendi eg peningaávísan að upp-
hæð $2.10 og nöfn gefenda til Gamalmennaheimilisins
Betel, ásamt með beztu óskum til blessaðs gamla fólksins.
Eg óska og vona að sem flest börn styrki þetta góða
málefni, þá verðum við sannkölluð Sólskinsbörn.
Með virðingu.
Lára W. Isberg, 10 ára 8. ágúst.
Cypress River, Man. 4. ágúst 1917.
Kceri ritstjóri Sólskins.
Af því okkur langar til að gleðja gömlu Sólskins-
börnin, látum við hér ipeð póstávísun fyrir einum dollar;
50 centum frá hvorum okkar. Með beztu óskum til all'ra
gömlu Sólskinsbarnanna. Við vonum að eiga eftir að
lesa marga skemtilega sögu í sólskini. ,
Með virðing og vinsemd erum við
Roy Ruth,
Laurence Ruth.
Leslie, Sask. 28. júlí 1917.
Kæri ritstjóri Sólskins.
Mér þykir gaman að gefa i Sólskinssjóðinn, sem þú
kallar. Eg vona að það gangi vel aö safna í hann. Mig
langar til að senda 25 cent, að gamni mínu, því mér þykir
vænt um gamla fólkið, og svo senda þrjú systkini min
sömu upphæð.
Með beztu óskum til allra Sólskinsbarnanna.
Kristín Bjóla.
Kæri ritstjóri Sólskins.
Eg þakka þér innilega fyrir Sólskin. Eg Ies Sólskin
þegar við fáum Lögberg. Við kaupum það ekki, en,
fáum það lánað hjá nágranna okkar. Eg les Sólskin fyrir'
systur mína, sem er 8 ára. Hún getur lesið það ef
hún vill. Okkur langar að gefa í Sólskinssjóðinn.
Með kærri kveðju.
Jóseph A. Helgason, 11 ára
Gimli P. O. Box 680
Vidir P. O. júlí 29. 1917
Kæri herra ritstjóri Sólskins.
Mér þykir gaman að ,SóIskini og vil vera sólskins
barn. Það fyrsta sem eg geri þegar blaðið kemur, er að
lesa Sólskin. Mér þykir mjög gaman að sögum um dýr
og fugla. Eg er nú farin að ganga á skóla og þykir mcr
gaman að læra. Eg hefi fundið mörg hreiður með ungum
í og altaf hlaupið heim til mömmu til að fá korn og hafra-
mjöl til að gefa litlu aumingjunum, þá koma þeir með
opinn munninn til að taka á móti því, sem eg hefi til að
gefa þeim. Eg legg hér innan í $1 í þann sjóð til Sól-
skins barnanna á Gamalmenna heimilinu á Gimli, með
þeirri ósk að fleiri lítil sólskins börn geri það sama
Með beztu óskum til ritstjóra Sólskins og allra sólskins
barna.
Jóhanna Franklin Johnson, 7 ára
Kandahar, Sask. 4. ágúst 1917.
Kæri ritstjóri Sólskins.
Systir mín og eg sendum 25 cent hvor í Sólskins-
sjóð gamla fólksins. Við höfum mikla ánægju af að lesa
Sólskin og söfnum því saman. Amma ökkar 82 ára
gömul hefir gaman af að lesa það líka.
Með þakklæti fyrir Sólskin.
Guðný og Guðrún S'. Johnson
Geysir P. O. 6. ágúst 1917
Góði ritstjóri Sólskins.
Innilega þökk fyrir Sólskins blaðið, sem þú varst
svo góður að útbúa fyrir okkur börnin. Eg og elzta syst-
ir mín lesum það báðar, og eigum við að fá sinn árgang-
inn hvor.af því og ætlum við að láta binda það í bækur
og eiga. Af því eg er svo ung enn þá að eg get ekki
sent Sólskini neina sögu, þá ætla eg að senda vers, s^m
afi minn kendi mér.
Hvar þú finnur fátækan á förnum vegi
gerðu honum gott, en grætt hann eigi
Guð mun launa á efsta degi. ^
Með beztu óskum til þín og allra Sólskinssystkinanna.
Arnbjörg B. Gíslason, 7 ára
tðliSKIN
*
Beckville, Man, 30. júlí 1917.
Kæri ritstjóri Sólskins. ,
Við skildum þegar við lásum Sólskin að það væruð
þér sem hafið umsjón með sjóð þeim sem þér talið um
að mynda og þér nefnið Sólskinssjóð. , Leggjum við þrír
bræður 50 cent hver innan í þetta bréf, sem tillag í Sói-
skinssjóðinn. Við þökkum allir fyrir Sólskin að undan-
förnu. — Vinsamlegast.
Gísli A. Thordarson, 15 ára
Ólafur Thordarson, 14 ára
Snorri Thordarson, 11 ára
Íslandsvísur
Landið góða, latidið kæra,
langtum betra en nokkur veit;
þér ber ætíð fyrst að færa
feginsóð og trygjða heit.
Hjálpi drottinn lýð að læra
líf, sem hæfir frjálsri sveit.
Framtök, hófsemd, heill og æra
hefji og göfgi hvern þinn reit.
ung að v'ökva lífsins blóm,
því skal og sem oftast lyfta
æskusterkum gleðiróm.
Gleðin á hvert unglings hjarta,
óspilt sál er henni gædd,
og hún býr í öllu fögru,
ásamt hinu sterka fædd.
Eins hún kvikar inst í brjósti
ungrar meyjar, létt og hýr,
eins og blikar bezt í veigum
bjarminn sólar, hreinn og skýr.
Eins og vorblær ljúft í lundi,
léttar raddir vakið fær,
þannig og í ungu hjarta
ótal strengi gleðin slær.
Eins og vorblær ísa þýðir
unz hann kyssir mjúka jörð;
þannig einnig æskugleðin
elliböndin þýðir hörð.
Hannes Hafstein.
Lifi minning liðins tima;
langtum meir þó tímans starf;
lifi og blessist lífsins glíma,
leifi framtíð göfgan arf.
Hverfi ofdrambs I heimsku vima,
hefjist magn til alls, sem þarf.
Lifi og blessist lífsins glíma,
lifi og blessist göfugt starf.
Landið blíða, landið striða,
landið hrauns og straumafalls,
landið elds og hrímgra hlíða,
hjörtum kært til fjalls og dals.
1 þér kraftar bundnir bíða,
barna þinna, fljóðs og hals.
Hvert þitt býli um bygðir víða
blessi drottinn, faðir alls.
Hannes Hafstein.
1 ungmenna gildi
Heill sé oss, því hjá oss gista
himinbornar systur tvær,
allar sorgir af oss kyssa,
ceska og gleði heita þær.
Gleðin hvetur ætíð æsku
ÓNOTAÐUR FOSS.
Alla daga Dynjandi
drynur ramma slaginn.
Gull í hömrum hrynjandi
hverfur, alt í sæinn.
Sólskins-sjóðurinn
„Margt smátt gerir eitt stórt.
Áður auglýst..........................
Hildir S. H. Peterson, Vidi...........
Hólmfríður Magnússon, Vidi............
Rannveig A. Bjarnason, Vidi...........
Kristjana Þóra Jónasson, N. Vancouver
Gísli A. Thordarson, Beckville........
Ólafur Thordarson, Beckville..........
Snorri Thordarson, BeckviIIe.......... .
Kristín Margrét Fjeldsted, Lundar ....
1
$88.10
$ .25
.25
.50
1.00
.50
.50
.50
.25