Lögberg - 16.08.1917, Blaðsíða 5

Lögberg - 16.08.1917, Blaðsíða 5
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 16. ÁGÚST 1917 6 Canada. Fimmtíu ára — aðeins þroskað bam, enn ert þó mitt í lífs og dauðastríði. Sigldur í víking sonaskarinn fríði — blikar 1 fjarska blóðugt vígahjarn. Unglingur margur ör og íramtaksgjarn eldraunir stóðst með karlmannslund og prýði. Við þrautir styrkist þjóðarmagnsins sál, og því var birtan jafnvel aldrei meiri. Og trygðir sverja einatt fleiri og fleiri, er flýja hvorki elda, reyk né stál. pví verja nú þín vé og tungumál vígdjarfir sveinar fjaðrahvössum geiri! Um skóginn þýtur þíður morgunblær frá þroskans ami, himinslindum tærri. Með fyrirheitum fullkomnari’ og stærri í framtíðinni hvert þitt blómstur grær. J?á verður hver þinn dagur dýrðarskær — drotningarmyndin þúsund sinnum hærri! Einar P. Jónsson. Vísur þessar voru gerðar fyrir Islendingadagsnefnd- ina á Gitnli, voru póstaöar af mér meö nægilegum fyrir- vara, en hafa eigi komið til skila enn aö því er eg frekast veit. B. P. J■ ur Sveinsson læknir, Þorvaröur Þor- varösson póstmeistari. Þéssir menn tóku þátt í rykinu, kerlingareldinum, og pönnublossum mannsins viö austur gluggann; þess- ir menn skrifuöu áskorun og hana alveg ótvíræöa til íslenzku þjóöarinn- ar, og birtist hún í “ísafold” 30. maí 1917. Vilji náunginn strjúka rykiö af rúöum sínum getur hann séö þá alla, sé hann ekki meö öllu blindur. Þessir menn segja þar aö gæzla bannlaganna hafi verið meö öllu ó- viöunandi. Þeir skora á þjóö sína aö láta ekki iíðast neina tilslökun eöa undanhald, en lýsi áherzlu á aö herða eftirlit meö bannlögunum o. s. frv'. “Lögberg hefir áöur birt ítarlega grein eftir séra Tryggva Þórhallsson háskólakennara og Einar hjörleifsson Kvaran um bannmálið og Eimskipa- félagiö, og á sama tima sem séra Har- aldur Níelsson háskólastjóri bannar aö stofna andbanningafélag innan skólans og kallar það ósiöferöisfélag — já, á sama tima greiðir austur gluggamaöurinn, sem bæöi er prestur og Goodtemplari atkvæöi á móti vín- banni í sjálfu goodtemplarahúsinu í Winnipeg. Tit frekari áréttingar birtast hér stuttir kaflar ,um máliö úr blööum aö heiman, annar úr “Austra” frá 15. april 1916 og hinn úr “Nirði,” blaöi séra Guðmundar Guömundssonar frá Gufudal: Kaflarnir eru þannig: “Þaö sem knýr mig til að skrifa þessar línur, er þaö sorglega og óþol- andi háttarlag, sem á sér staö í hvert sinn er íslenzku skipin koma á hafnir hér austanlands, sem sé vínsala bryt- anna. Raunar er hér aðallega átt við skipig Goðafoss, því Gullfoss kemur hér mikið sjaldnar. Eg vil ekki draga neitt úr þeim lagabrotum er bæöi eg og fleiri vitum aö eru framin í hvert sinn er Goðafoss kemur hér á hafnir, en þar er fljótt frá skýrt, aö tæplega er skipið búið að festa landfestar fyr en fult er á skipsfjöl af sníkjugestum, sem flestir eru í hinum sömu erinda- gjöröum, að fá sér hressingu, sem kallað er, og mér leikur grunur á að fæstjr fari erindisleysu til brytans. Þetta er þeim mun meiri skapraun sem þessi skip eru, að óhætt er að fullyrða, óskabörn þjóöarinnar og eign meiri hluta hennar og því óþol- andi aö þau fái á sig það óorð er þau hljóta að fá ef haldið verður áfram þeim liætti sem nú er upptekinn. Eins og eg gat um hér aö framan, væri æskilegt að yfirvöldin vildu gæta þess betur að aðflutningsbannlögin væru betur haldin um borö á skipun- um okkar, en þaö er ekki nægilegt eingöngu, heldur verður stjórn Eim- skipafélagsins að skerast hér í leik- inn, því það er hrein og bein skylda hennar gagnvart þjóðinni, að gæta þess stranglega aö hafa ekki þá menn í þjónustu sinni, er gera sig seka lagabrotum. Félag þetta er tilorðið fyrir góðar undirtektir þjóðarinnar og hún á heimtingu á að skipin fái ekki að óþörfu slíkt orð á sig sem d. “Mjölnir” gamli hafði, og ekki sist á hún heimtingu á því aö þaö geti fremur valdið gleöitilfinningu góöra og nýtra manna aö eiga von á komuu skipanna, í stað þess að vekja gremju þeirra yfir því, að þau skuli meö komu sinni setja alt á ringulreið valda því aö ístöðulausir vínhneigðir menn verði sér til minkunar með öl- æði og lagayfirtroðslum, sem á sum um stöðum eigi ósjaldan leiðir til upp- þota og óskunda. Eg minnist hér ekkert á framkomu skipa Sameinaðafélagsins eins og hún hefir verið, því nú hefir þaö félag tekið svo strangt í strenginn, aö það hefir hótað burtrekstri hverjum sinna starfsmanna, æöri sem lægri, er gerðu sig seka í lagabrotum, og sá hmn sinti á | á ekki afturkomu auðiö í 1) 'ónustu íéjagsins. Slikt hið sama ætti stjórn Eimskipafélagsins okkar aö gera, og ekki láta sitja við hótunina eina, heldur framkvæma hana. Lagarfoss var annars öllum kær- kominn, heimtur úr tröllahöndum og aö skynbærra manna dómi, álitlegt skip til vöruflutninga. Ymislegt bendir á, aö hann ætli sér ekki að verða bræðra betrungur, með vínsull og bannlagabrot. Er raunalegt til þess að vita, ef öll skip okkar leggjast í óreglu, og for- smá landslögin. Mun þeim og stjórnendum þeirra, v'eröa þaö álika drjúgt til giftu og einstökum mönnum, enda hefir félag- ið þegar fengið þá aðvörun, sem því ætti að nægja. Sumir hafa kallað skipin fjöregg landsins. Þetta má víst til sannsvegar færa, en þau geta víðar brotnað en á Straumnesi. Vilji stjórn Eimskipafélagsins okk- ar ekki halda skipum sínum fyrir ut an sker lagabrota og skeitingarleysis, er henni ekki fyrir þeim trúandi. Hún getur það ef viljan ekki vantar Því verður hún sinn eigin dómari.” Þegar þetta alt liggnr fyrir hendi ásamt ótal mörgu fleira. Þegar svona margir og mætir menn á ættjörðu vorri hafa látið til sín taka og austur glugga maöurinn sér svo ekki nema aö eins tvo, þá er ekki um nema tvent að ræöa: annaðhvort er svo mikið ryk á rúðunum hans að hann sér dauflega út um hana eöa hann eíur aö eins tvo menn af öllum þessum hóp þess virði að þeir séu nefndir eða teknir til greina. Frá Gimli. “Til liöinna tíöa hverfur helzt minn hugur enn svo gjarna, á munarhimni mínum dv'elst svo mörg og fögur stjarna”. Þetta erindi eftir Runeberg, eöa eitthvað því um líkt, munw þeir hafa verið að raula “allir þrír”, hver í sínu Iagi, fyrir munni sér, þegar þeir um morguninn, sem þeir ætluöu til Winnipeg, settust framan á rúmstokk- inn í nærbuxunum á meöan þeir voru að komast i sokkana. Hugurinn var allur til gömlu stöövanna, þegar sólin skein svo blítt og fagurt til in- dælu hvildarstundanna þegar þraut- irnar voru yíirunnar. Til austurs stóö hugurinn, til Winnipeg, til Gimli, þar sem gamla barniö Betel átti nú heima; gaman aö sjá það kynjabarn. Þó Gimli væri gamal! kunningi þeirra allra þriggja var þó gamla barnið nýtt þar fyrir þeim. Þeir komu svo sem ekki einir. Með þeim var maður i 40 dollara sokkum, og það var nú karl, sem að kunni að vísa þeim leiðina, minna mátti nú , gagn gera. Winnipegmenn senda ekki neina liöleskinga með gömlum vinum sínum og heiðursgestum. Þarna hefðu þeir getað setið í mjúku flöelssæti alla leið hingað að Gimli áhyggjulaus- meö hendur í skauti og látið hug- ann dreymandi hvarfla “til liðinna tiða”. Herra Arinbjörn Bardal á 40 dollara sokkum haföi passað upp á alt, og að engin skammarstryk hefðu farið fram á lestinni, er ollað gæti tjóni eöa vangá. — Þessir “þrír”, sem hér er átt við, eru þeir bræður: Mr. A. Frederickson frá Vancouver, Mr. Olgeir Frederickson og Mr. F. S. Frederickson, báðir frá Glenboro. Þessir þrír menn voru engir konung- ar né prinzar, og ekki heldur Stephan G. Stephansson, né lýðum kunn skáld. En hvar sem þeir komu, og hvar sem þeir heilsuöu mættu þeim alstaðar, — ekki einasta kunnugleg andlit, heldur uppljómuð af gleði og velvild, því svo margir þektu þá, — líklega ekki af neinu misjöfnu eftir andlitunum að dæma, sem ávalt geta sagt manni mikið. Því andlitum manna má likja við bók sem maður sér titilinn á, þó ekki sjái maður beinlínis innihaldið. Jæja, svo eg haldi mér við efnið að minnast á þessa herramenn, þá komu þeir hingað aö Gimli meö lestinni sem kemur kl. 4 á hverjum degi, en fóru aftur til baka meö sviflestinni kl. 7 að kveldinu. Aðeins höfðu þeir 3 stund- ir til að tefja. Og þegar þeir v'oru aö kveöja gömlu stöðvarnar og kunn- ingjana datt þeim í hug vísan eftir P. J-: “Að hryggjast og gleðjast hér um fáa daga, aö heilsast og kveðjast, — þaö er lífsins saga”. Grasspretta er hér alstaðar mjög litil, og sömuleiðis mjög lítill fiskiafli hér við ströndina. Tíðin hvikul og öfugstreymi sýnist vera í svo mörgu. Sumir segja: “Ekki er þetta Þýzka- landskeisara aö kenna”. En þeir, sem eru biblíufastari segja: “Jú”, og að eitt sinn hafi verið sagt: “Bölvuð sé jöröin fyrir þína skuld”. Aumingja Vilhjálmur Friðriksson! Ut er illur að vera. Kartöflu- og kálgarðar eru aftur góðu meðallagi og sama er aö segja um akra. — Sem stendur er hér tíð- arfarið gott, og engin ástæöa til aö vera niðurlútur eöa mögla. En nægjusemin á oft svo bágt með að segja við guö: “Nú er nóg komið”. Gimli 11. ágúst 1917. /. Briem. legri þátttöku í stríðinu, og í þvi að framkvæma þá stefnu er samþykt hefir verið af þessu þingi.” Hannes Hafstein LjóSmæli. Traust á Lauríer. Öll Vesturfylkin treysta honum. Á þingi frjálslyndra manna í Winni peg fyrir öll fjögur Vestur fylkin var samþykt sv'o að segja í einu hljóði eftirfarandi ályktun. “Að þetta þing lýsi yfir aödáur. sinni á lífi og starfi þess manns, sem fremstur er allra Canada manna, Sir Wilfrid Laurier, og á hinni einlægu tilraun hans í þá átt að framkvæma skyldu sina eins og hann sér bezt henta Canada til heilla, að því er snertir þátttöku vora í þessum ver- aldar ófriði. Vér látum í ljósi þá von að hans alviðurkendu hæfileikar; hans langa reynsla og hans óviðjafnanlega stjórn- vizka megi verða að liði til þess, að endursameina þjóðina í Canada á þessum hættulegu tímum í gifursam- ('Frh.J. Hannes Hafstein var lengi fram eftir bardagaskáld og sólskinsskáld. Hann vildi berjast með hnúum og hnefum gegn allri deyfð og ölluni drunga; öllum draugum afturhalds og dofinskapar. Hann vildi blása hvössum anda á þokuna og dala læöuna hvar sem hann sá hana og senda bjrata geisla gegn um ský og skugga, til þess aö láta birta yfir sálarlífi þjóðar sinnar. Hann dýrkar alt bjart, alt hátt, og þess vegna verður sólin honum hug- ljúft yrkisefni. Hann sér og hugsar um áhrif hennar á alt og hann finn- ur yl hennar streyma um sál sina sem ímynd einhvers æðra, og vekja sig til lífs og starfs. “Blessuð sólin elskar alt, alt með kossi vekur; hauöriö þýtt og hjarnið kalt hennar ástum tekur.” íslenzk tunga á fáar vísur sem fleiri kunna en þessa; hún er svo að segja á vörum hvers manns og hverr- ar konu—og verður ávalt. Á yngri árum sínum yrkir Hannes hvert kvæöið öðru fegra og stór- kostlegra um þessi efni—um hitanr. og ljósið og lífið. Honum er illa við dauöann; illa viö logn og mollu, illS viö aðgeröarleysi, hálfmók og hált- velgju. Þess vegna segir hann: “Eg elska þig stormur sem geysar um grund” Og þess vegna segir hann: “Eg vildi það yröi nú ærlegt regn og íslenzkur stormur á Kaldadal” og þess vegna segir hann: “Eg fyrir mitt leyti játa þaö glaður að eg er niðurskurðarmaður”. Allar þessar setningar, allir þes$ir vísupartar hafa orðið aö máltæki hjá þjóð vorri, rétt eins og spakmæli Grettis Ásmundssonar og þjóðin er sterkari, hraustari og Jjrekmeiri ein- mitt fyrir þau. Já, Hannesi þótti lengi vel gaman af því aö berjast, að eiga í sífeldu striði; og hann haföi þaö fram yfir marga aðra aö hann haföi þá stað- föstu trú á sigri, sem horuim var al- ger vissa. En þeir munu lika fáir, sem lifaö hafa það á ættjörðu vorri að sjá þær vonir rætast eins fullkom- lega sem þeir börðust fyrir og þær hugsjónir sem þeir sáu og Hannes Hafstein. Spámanns augu hans flugu á vængjum hugsjónanna árið 1900 og á fluginu kvakar hinn bjarti svanur þessi ódauölegu spámannsorð, sem þegar hafa að miklu uppfylst, þótt þá tryðu fáir aö þau væru annað en skáldagrillur: “Sé eg í anda knör og vagna knúöa, krafti, sem Vanst úr fossa þinna skrúöa, stritandi .vélar, starfsmenn glaöa og prúöa, stjórnfrjálsa þjóð meö verzlun eigin búða.” Niðurl. næst. Kostnaður við skrásetninguna. Skrásetning Bordenstjórnarinnar var til umræðu í þinginu 23. Júlí. Graham spurði forsætisráöherrann hvað skrásetning sú heföi kostað sem hún lét fram fara í vetur. Svarið var þannig. 1. Prentun á skrásetningaskjölum og auglýsingum upp til 1. júlí $134,081.35. 2. Kaup skrásetningastjóra til 1. júlí $19,131.71; ferðakostnaður þeirra $3,254, 68; Skrifstofuþjónalaun í sambandi við skrásetninguna $6,687; leiga $1,514,90; bráðabyrgðar hjálp $777,60. Alls $31,365,89. Heldri manna fundur. 10. þ. m. var haldinn fundur i Ottawa; voru þar þessir mættir: Ríkisstjórinn í Canada; Sir Robert Borden forsætisráðherraj Sir Wilfrid Laurier leiðtogi frjálslynda flokksins, Sir George Foster, George P. Graham fyrverandi járnbrautaráðherra, Sir Lomer Gouin forsætisráðherra i Quebec, Shanghnessy lávaröur, Sir Clifford Sifton og Mathier erkibiskup frá Regina. Flestir þessara manna eru fulltrúar þjóðarinnar aö einhverju leyti og því ekkert óeölilegt að þeir mætist til skrafs og ráðagerða; en til hvers Sifton var þar eða til hvers hann var kallaður á fundinn vita menn ekki og skilja ekki. pýðingarmikið spor. Manitobastjórnin hefir haft í und- irbúningi mikilsverðar breytingar að undanförnu viðvíkjandi geðveiku og brjáluðu fólki og andlega ófullkomnu. Þannig á aö breyta til að alt vitskert fólk veröi í Brandon og er ákveðið að stækka þar stofnunina til mikilla muna. í Selkirk aftur á móti á að setja upp aðra stofnun; það er hæli fyrir andlega veiklað og ófullkomið fólk. Thos. H. Johnson ráðherra opin- berra verka hefir aðallega gengist fyrir því aö þetta yröi gert; hefir hann yfir höfuð fengist mest viö öll siöbóta og mannúðarmál fylkisins síö- an þessi stjórn kom til valda. Sagt er að um 1000 andlegir aum- ingjar séu í fylkinu. Walker. Hóta. að myrða Borden. Borden Stjórnarformaöur í Canada hefir nýlega fengið mörg bréf þar sem honum er hótað því að hann verði drepinn ef hann láti fram- fylgja herskyldulögunum. Einn seg- ist skulu berja hann í hel; annar höggva af honum hausinn og sá þriðji skjóta hann. Sterkur vöröur er haldinn um Borden hvar sem hann er og hvert sem hann fer. Flest af þessum bréf- um eru nafnlaus. Ekki er talið lík- legt aö þessu fvlgi nein alvara, en þó þykir erfitt aö segja hvaö fyrir kunni að koma því hitinn er afskaplegur þar eystra. “Intolerance” heitir Ieikur, sem sýndur er á Walker um það leyti eftir David W . Griffith’s. Leikurinn þykir svo fullkominn að húsfyllir er þar dagsdaglega. Tvisv- ar fer leikurinn fram á hverjum degi kl. 2,30 og kl. 8,30. Næsta mánudag verður kraftaverka maöurinn Cunning á Walker með nýjan leik. “The most remarkable show I have ever seen” segja menn þegar þeir sjá þann leik. Það er andasýninga leikur, svo magnaður að ekkert jafnast á viö hann. Síðdegis sýning fer fram á mið- vikudag, föstudag og laugardag í næstu viku. Á föstudaginn verður sýningin að eins fyrir kvennfólk og er ungum stúlkum innan 16 ára leyfð- ur aðgangur. Óeirðir og manndauði. Afarmiklar óeirðir og manndauði urðu í Lissabon í Portugal 11. júlí. Byrjaði þaö út úr verkfalli, þar sem menn heimtuöu hærra kaup. fréttir um þetta eru mjög óljósar, en j>að er sannfrétt aö 85 manns voru drepnir og 1,500 voru settir í fangelsi. yfWílMl CANAMt FHtesr THEAIW ALLA ÞESSA VIKU Tvisvar á dag, kl. 2.30 og 8.30 D. W. Griffith’s Mesta undur þessarar aldar INTOLERANCE ALLA NÆSTU VIKU Eftirmiödagsleikir Miðvikudag og laugardag Töfrar og missýningar CUNNING ? Maðurinn sem veit og hans U ndrafélag Spyrjiö Cunning—Hann veit Verð—Eftirmiðdag 25c og 50c. Að kveldinu 25c, 50c og 75c. Húðir, Ull og . . . . LDDSKINN Ef þú feskar eftir fljótri afgre.Sslu og htesta yerÖi fyrirull og loðskinu, skrifið Frank Massin, Brandon, Man. Skrifið eftir verði og áritanaspjöldum. IðLIKIN Laufey Lára Fjeldsted, Lundar................... Eggert Vigfús fjeldsted, Lundar................. Jóhann Axel Fjeldsted, Lundar................... Carolina Thomasson, Wild Oak.................... Óskar Thomasson, Wild Oak........................ Hjörtur Thomasson, Wild Oak..................... Guðmundur Thomasson, Wild Oak................... Mr. og Mrs. Sigurður Thomasson, Wild Oak .. .. Bára Sædal, Baldur.............................. Brimrún Sædal, Baldur........................... Emil S. Beck, Beckville .. ..................... Sigríöur S. Beck, Beckv'ille................. .. Roy Ruth, Cypress River......................... Laurence Ruth, Cypress River.............. .. Kristin Bjóla, Leslie..................... .. .. Valdimar Bjóla, Leslie.......................... Valgeröur Bjóla, Leslie................... .. .. Jóhannes Bjóla, Leslie.......................... Josef Arnberg Helgason, Gimli................... Aðalbjörg Sigrún Helgason, Gimli................ Guðmundur Elenor Helgason, Gimli ............... Arnbjörg Jónsdóttir, Gimli...................... Hannes Johnson, Selkirk......................... Guðjón Aðalbjörn Árnason, Woodside.............. Lára Johnson, 781 Beverley St................... Florence Johnson, 781 Beverley St............... Victor Johnson, 781 Beverley St................. 'Olga Johnson, 781 Beverley St................... Wilfrid Swanson, 629 Maryland St.......... .. Jewel Swanson, 629 Maryland St.................. Raymond Swanson, 629 Maryland St.1.............. Baby Swanson, 629 Maryland St................ .. Johann Franklin Johnson, Vidi..............!. .. Sesselja Sigurðson, Silver Bay.................. Hallur Sigurðson, Silver Bay.................... Margrét Sigurðson, Silver Bay................... Sólveig Sigurðson, Silver Bay................... Sigurveig Sigurðson, Silver Bay................. Ágúst Sigurðson, Silver Bay .. .. .............. Jóna Sigurðson, Silver Bay...................... Sigriður Guðlaug Eggertson, Siglunes............ Guðbjörg Kristín Eggertson, Siglunes............ Davíö Sigurgeir Eggertson, Siglunes............. Jörundur Björn Eggertson, Siglunes.............. Magnús Alfred Magnússon, Winnipegosis........... Kristín M. J. Magnússon, Winnipegosis........... Sveinn Leo Magnússon, Winnipegosis.............. Felix Magnússon, Winnipegosis................... Friðfinnur S. Magnússon, Winnipegosis........... Ásta Schaldemose, Winnipegosis .. .............. Jóhann Schaldemose, Winnipegosis ... f.......... Beverley Schaldemose, Winnipegosis.............. Kristín Schaldemose, Winnipegosis............... Clifford Schaldemose, Winnipegosis.............. Óskar Finnsson, Winnipegosis................. .. Sigríður Finnsson, Winnipegosis................. Margrét Finnsson, Winnipegosis.................. Sigrún Emma Sölvason, Westbourne................ Óra Dagmar Ruth Sölvason, Westbourne............ .25 .15 .10 .25 .25 .25 2.00 .50 .50 .50 .50 1.50 1.50 .25 .25 CéO .25 .25 .25 .25 1.00 1.00 .25 .25 .25 .25 .25 .25 .25 .25 1.00 .25 .25 2.-. .2o .25 .25 .25 .25 .25 .25 .25 .25 .25 .25 .25 .25 .25 .25 .25 .25 .25 .25 .25 2.50 2.50 Valdimar Fisher Einarsson, 691 Victor St. ........ Jón Sólvin Einarsson, St. Louis, Man.............. Andreá Margrét Einarson, 691 Victor St. \ .. .. Elenora Valentine Wily, 691 Victor St......... .. Leon Ingvar Marino Wily, 691 Toronto St........... Unur Olson, 534 McGee St.......................... Emely Oddleifsson, Acadia Apts.................... Edward Oddleifsson, Acadia Ápts .................. Axel Oddleifsson, Acadia Apts...................... Þórdís S. E. Josephson, Minneota ................. ísfold S. Josephson, Minneota..................... Helga Josephson, Minneota......................... Joseph A. Josephson, Minneota..................... Leifur Josephson, Minneota........................ Ragna Björnson, 942 Garfield Ave.................. Lilly Björnsson, 942 Garfield Ave.................. Fjóla Björnsson, 942 Garfield Ave................. Lissie Björnsson, 942 Garfield Ave................ B. Bartlette, 504 Agnes St................... .. ..' Helgi, Franklín, Ágúst og Magnús Eliasson, Árnes Ragnhildur Gíslason, Geysi........................ Arnbjörg Bergþóra Gíslason, Geysi................. Jóseph Björgvin Gíslason, Geysi................... Gíslína Elenore Gíslason, Geysi..........•........ Anna Fjóla Gíslason, Geysi......................... Sigríður J. Sigurðsson, Geysi..................... Vigdís J. Sigurösson, Geysi....................... Guöný S. Johnson, Kandahar........................ Guörún S. Johnson, Kandahar........................ Anna Eyford, Siglunes.............. .............. Jörundur Eyford, Siglunes......................... Stefania Eyford, Siglunes .. .... .............. .. Jónasína Eyford, Siglunes ........................ Olga Jórhildur Eyford, Siglunes................... Málmfríður S. Jóhannesson, 957 Ingersoll St....... Svanhvít G. Jóhannesson, 957 Ingersoll St......... Ólafur, Þorstina og Guölaug Ólafsson, Antler Sask. Kristín Herborg Benediktsson, Mozart, Sask......... Mabel Sigríður Reykdal, Árborg.................... Safnað af Láru W. Isberg, Baldur, Man.: A. B. Isberg .. ................................'.. L. W. Isberg ...................................... S. K. Isberg ..................................... M. O. Isberg....................................... H. G. Isberg....................................... J. G. Isberg....................................... E. G. Isberg...................................... Kalli Kristjánson.................................. Beyiiece og Lloyd Playfair......................... Anna Olson........................................ Guðrún Thorbergson................................. Alla Jonasson...................................... Þóra Oliver........................................ Beatrice Anderson.................................. Victor Reykdal.................................... Friðrik Reykdal .. ................................ Runa Johnson....................................... .25 .25 .25 .25 .25 .25 .20 20 .20 .25 .10 .10 .10 .10 .10 .10 .ÍG .10 .15 .50 .10 .10 .10 .10 .10 .10 .10 .25 .25 .25 .25 .25 .25 .25 .25 .25 1X0 .25 1.00 N $. 10 .10 .10 .05 .05 .05 .05 .25 .25 .10 .10 .25 .10 .25 .10 .10 .10 Samtals .. .. .. .. ..........$129.30 SOLSKIN Barnablað Lögbergs. H. ÁR. WINNIPEG, MAN. 16. ÁGÚST 1917 NR. 45* Elizabet Hrefna porsteinson, sem vann silfurmedalíu fyrir að lesa bezt upp. Kapplestur og verðlaun. pað var glatt á hjalla á Gimli 22. júní í sumar. Bömin í stúkunni höfðu æft sig og undirbúið til þess að lesa upp kvæði eða annað og átti það bam- ið, sem bezt stæði sig að fá að verðlaunum heið- urspening úr islfri. Dómararnir í málinu voru Miss Olson kenslu- kona, Miss Olive Johnson og séra Carl J. Olson. pessi böm keptu um verðlaunin. 1. porbjöm porsteinsson; hann las upp “The Orphan Boy” (munaðarlausi drengurinn). 2. Inga Arason las: “The Colors of the flag” (litir fánans). 3. Mabel Bristow, las: “Tme Victory” (sann- ur sigur). 4. Elizabet Hrefna porsteinson, las: “Yes, I am guilty” (já, eg er sekur). 5. Ingibjörg Gíslason las: “Byahas story”. Eftir nákvæma yfirvegun komust dómaramir að þeirri niðurstöðu að Elizabet Hrefna porstein- son hefði leyst hlutverk sitt bezt af hendi, og hlaut hún því verðlaunin. Myndin sem hér birtist er af þessari stúlku, hún er 13 ára gömul og er dótt r þeirra Hjálms porsteinsona r og Sigríðar konu hans á Gimli. önnur samkepni var haldin á Gimli undir um sjón barnastúkunnar nýlega. par fór alt fram á íslenzku; voru þa’* einnig gefin verðlaun. pað vom “Kvistir” í skrautbandi. Bömin sem keptu um þessi verðlaun voru. 1. Alma Tergesen; hún las “Draumur litlu stúlkunnar”. 2. Olive Chiswell las: “Bamið við dymar á veitingakránni”. 3. Margrét Pétursson las: “Illuga drápu”. Margrét vann verðlaunin. Dómaramir voru: Stephan Thorson lögregludómari, Dr. Sveinn E. Bjömsson og Olafia Johnson yfirkenslukona skól- ans. Bamastúkan á Gimli er einhver líflegasta stúka sem til er í þessu fylki; hún hefir fleiri meðlimi en nokkur önnur stúka hefir nokkra sinni haft fyrir utan Winnipeg stúkumar, og hún hefir sýnt meiri áhuga en annarsstaðar þekkist hér hjá oss. Sólskinssjóðurinn. pegar ritstjóri Sólskins stakk upp á að safna í þennan sjóð, datt honum ekki í hug að því yrði tekið eins vel og nú hefir reynst. Hann hélt að ef vel gengi safnaðist ef til vill um $100 á ári; en nú eru aðeins liðnar þrjár vikur síðan þetta var byrj- að og em komnir yfir $100. Sólskinsbömin hafa tekið þessari hugmynd svo vel að þau keppast hvert við annað að senda cent handa gömlu bömunum. Aldrei kemur pósturinn til Lögbergs án þess að hann flytji mörg bréf frá Sólskinsbömunum og peninga í öllum. Sunnan frá Bandaríkjum, vestan frá hafi, vest- an frá Klettafjöllum, alstaðar að streyma centin í Sólskinssjóðinn.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.