Lögberg - 16.08.1917, Blaðsíða 3
LÖÍtBEEG. FIMTUDAGINN 16. ÁGÚST 1917
3
Dœtur Oakburns
lávarðar.
Eftir MRS. HENRY WOOD.
Fyrsti kafli.
“Sam Heath, vitið þér að það eru fimm mín-
útur yfir hálfu stundina yðar?”
Sam Heath, ökumaðurinn, hraðaði sér inn
garðinn eins fljótt og fætur hans gátu borið hann.
pað var búið að láta nýja hesta fyrir vagninn, og
farþegarnir biðu eftir að mega stíga upp í hann.
penna morgun hafði Sam Heath, í stað þess
að hugsa um morgunverð sinn, gleypt í sig frá-
sagnirnar um þenna mikla viðburð og hugsaði
ekki um annað.
Nú var nýr maður kominn í hóp þvaðurbræðr-
anna. það var sá sem nýlega var nefndur, hr.
Ficher, ármaður, eða ráðsmaður stórjarðar og
landmælingamaður, maður um þrítugsaldur með
viðfeldið útlit, lipur í framkomu og glaðlegur á
svip. pegar menn íhuga það, sem nýlega var sagt
um þekkingu hans á þessu margrædda málefni,
þá er engin furða þó honum væri tekið með
virktum.
“Hér er Ficher! Hvemig líður yður Ficher?
Heyrið þér Ficher, er það satt að kampavínið yðar
hafi verið of sterkt fyrir Stephen Grey í gær-
kveldi, svo honum tókst ekki að þekkja blásýru
frá furulauks-sírópi ?”
“pað er rétt! Haldið þið áfi’am! Allir sam-
an, fljótt nú.” svaraði Ficher háðslega. “Stephen
Grey hefir meira vit en svo, að hann drekki kampa-
vín, sem er of sterkt lyrir hann, hvort heldur eg
á það eða aðrir. Nú skal eg segja ykkur krlngum-
stæðumar. pað var afmælisdagur konu minnar
og —”
“Við heyrðum nefndan brúðkaupsdag”, kallaði
ein rödd.
“Var það svo, þá hafið þið heyrt rangt. pað
var fæðingardagur hennar, og eg ætlaði að fara
að taka tappann úr kampavínsflösku, þegar Ste-
phen Grey gekk fram Öjá, og eg kallaði til hans
og bað hann að drekka skál konu minnar, hann
kom inn. Kona mín drakk tvö glös, eg held
Stephen hafi drukkið tvö glös, og eg drakk það
sem eftir var. Stephen Grey var í öllu tilliti jafn
algáður, þegar hann fór út úr mínu húsi og þegar
hann kom inn í það. Eg fór með honum og sá
hann búa til þetta ógæfusama lyf ?”.
“pér getið þá borið vitni um það, að hann
blandaði ekki blásýru í það?”
“Nei, það get eg ekki”, svaraði Ficher. “J?ó
að sagt yrði að lyfið hafi verið að eins blásýra og
ekkert annað, get eg ekki borið á móti því. Eg
sá hann blanda saman tveimur eða þremur lögum,
en hvort það var eitur eða ekki, gat eg ekki séð.
Hvernig átti eg að þekkja mismuninn á flöskum
hans. Og þó eg hefði þekt hann, gaf eg því engan
gaum; því eg stóð, spaugaoi og hló í sífellu. í
morgun, þegar eg kom þar, sýndi hr. Whittaker
mér plássið þar sem blásýran var geymd, og eg
get svarið það, að engin flaska sem stóð eins hátt
uppi var tekin niður af hr. Stephen. Svo mikið
get eg sagt”.
“Af öllum undarlegum, óskiljanlegum viðburð-
um, virðist þessi vera sá undarlegasti. Ef
lyfið----”
“Gætið ykkar. vagninn kemur”.
Hópurinn varð að dreifa sér bæði til hægri og
vinstri. Sam Heath, sem sat keipréttur og rogg-
inn í ökumannssætinu, ók hratt út úr garðinum
til þess að ná aftur týnda tímanum; f jórir fallegu
hestamir hans hlupu á undan honum, og vagninn
var fullur af farþegum, bæði inni og úti. Hópur-
inn skildist að, og dreifði sér í minni hópa, og sum-
ir til þess að sameinast öðrum.
Skoðanir manna voru algert á móti Stephen
Grey, það er að segja flestra af fjöldanum. Ekki
persónulega á móti honum, en móti öllum mögu-
leikum til þess, að lyfið hefði verið svo óheppilega
blandað af öðrum höndum en hans. Árangurslaust
reyndu fáeinir menn að verja hann á þann hátt,
að hvemig sem eitrið hefði komið í lyfið, þá væri
það ekki Stephen að kenna; árangurslaust endur-
tók Friðrik sonur hans yfirlýsingu sína, að hann
hefði séð drykkinn búinn til og að það hefði verið
nákvæmlega rétt gert; það sem þeir sögðu var
gagnslaust; því almenningur var búinn að fella
sinn dóm.
“Láttu þá eiga sig, láttu þá sjálfráða”, sagði
Stephen við son sinn. “Sannleikurinn kemur ein-
hvemtíma í ljós, það veit eg, og þá verða þeir
sannfærðir”.
“Já — en á meðan ?” hugsaði Friðrik sorgbit.
inn. Já, hvað gat ekki komið fyrir föður hans á
meðan? Skyldi hann verða kærður fyrir mann-
dráp, látinn í fangelsi, dæmdur og hegnt.
X. KAPÍTULI.
Judith utan við sig.
Enginn varð fyrir jafn voðalegum áhrifum yfir
dauða frú Crane og Judith Ford. pað var vana-
lega háttað snemma hjá frú Jenkinson, og þar
voru allir komnir í rúmið þegar ógæfan skeði,
jafnvel vinnukonan Margaret, sem venjulega hátt-
aði seinast, vissi ekkert um þetta fyr en um morg-
uninn. Hún truflaði ekki Judith með því að segja
henni það. Kveldið áður hefði frú Jenkinson sagc
Judith mjög alúðlega, að hún mætti liggja eins
lengi í rúminu og hún vildi næsta morgun, til þess
að verða af með andlitskvalimar, ef hún gæti það.
Judith, sem í raun réttri var mjög þreytt og þráði
hvíld, svaf lengi, og klukkn var rúmlega níu þegar
hún kom ofan í eldhúsið. Margaret var nýbúin að
hafa morgunverð.
“Hvernig líður þér í andlitinu, Judith?” spurði
hún um leið og hún bjó til heitt te handa systur
sinni. “pað lítur betur út núna; bólgan hefir
minkað”.
“Mér líður miklu b^tur”, svaraði Judith. “Mar-
garet, eg ætlaði ekki að iiggja eins lengi og eg
gerði; þú hefðir átt að vekja mig. pök-k fyrir, en
gerðu þér ekkert ómak; eg held eg geti ekki borð-
að neitt núna; máske eg borði eina sneið af smurðu
brauði seinna”.
Margaret bjó teið til þegjandi. Hún var að
hugsa um hvemig hún gæti bezt og haganlegast
sagt systur sinni frá þessum sorglega viðburði;
hún var sannfærð um að hve vægilega sem hún
segði henni það, myndi það verða afarsárt fyrir
hana að heyra það. pegar hún var að hella teinu
í bollann, hringdi húsmóðir hennar, svo hún varð
að fara til hennar; hún varð næstum því glöð yfir
þeim fresti sem þetta veitti henni.
“Hvernig ætli frú Crane líði í dag?” sagði
Judith, þegar hún kom aftur. “Hefir þú heyrt
nokkuð um hana?”
“Eg — er hrædd um að henni líði ekki vel í
dag”, sagði Margaret. “Borðaðu dálítið, Judith
— þú munt þurfa þess”.
“Ekki vel”, endurtók Judith, án þess að gefa
hvötinni um að borða nokkum gaum. “Hefir hún
fengið hitaveiki?”
“Nei, það er ekki hitaveiki. Menn segja —
menn segja — að hún hafi fengið rangt lyf”, sagði
Margaret, sem áleit sig hafa borið sig hyggilega að
“Rangt lyf”, endurtók Judith og var vandræða-
leg á svip.
“pað er eitthveð sem eg ekki skil. En það —
menn segja að áhrifin af því muni deyða hana”.
Judith svelgdi teið í sig, stóð upp og þaut að
dyrunum. Margaret greip í hana þegar hún
fór út.
“Farðu ekki, Judith. pú getur ekkert gagn
gert. Vertu kyr héma”.
“Eg verð að fara, Margaret. pessar tvær kon-
ur eru einskis virði; að minsta kosti er ekkjan lít-
ils virði, og á hina getur maður ekki ávalt reitt
sig. Ef hún er í hættu, vesalings unga konan, þá
sér þú mig ekki aftur fyr en hún er laus við hana.
Nú, Margaret, þú hefir enga heimild til að hindra
mig”.
Margaret tókst að loka dyrunum og snúa bak-
inu að þeim. “Seztu á þenna stól, Judith, meðan
eg segi þér frá nokkru. pað er gagnslaust að þú
farir þangað. Skilur þú mig nú ? Eða þarf eg að
tala greinilegar?”
Judith, sem fann sig sigraða af þessum sterka
vilja, sem var svo alvarlegur, settist á stólinn sem
henni var bent á og beið eftir skýringu. Hún gat
alls ekki skilið hvað systir hennar meinti, og starði
fast á hana.
“pað er búið, Judith; það var búið í gærkveldi
kl. tíu. Hún er dáin”.
Judith hélt áfram að stara fram undan sér.
Hún talaði ekki; hún hefir máske ekki skilið þýð-
ingu orðanna rétt.
“Hr. Stephen Grey sendi svefndrykk þangað,
sem átti að gefa henni allra seinast”, sagði Mar-
garet. “Við tilbúning drykksins varð honum á sú
vangá að eitra hann. Undir eins og hún var búin
að drekka hann dó hún”.
Judith varð náfö!, en starði jafn hörkulega og
aður. Alt í einu breyttist hún; starandi augun
urðu skynsöm, óvissan breyttist í ótta. Hún hljóð-
aði lágt og huldi augun með höndum sínum.
“Sko, þetta er nú einmitt það, sem eg bjóst við
— þú tekur þetta svo voðalega nærri þér”, sagði
Margaret ásakandi. “petta er í sjálfu sér hræði-
legt, og eg er hrygg vegna vesalings ungu konunn-
ar; en hún var þó ókunnug okkur”.
Judith var farin að skjálfa. Svo tók hún hend-
urnar frá augunum og leit á systur sína.
“Hr. Stephen sendi eitrið, segir þú”.
“Fólk segir það. Mér finst það raunar undar-
legt. En dauði hennar, vesalings manneskjunnar,
sýnist vera áreiðanleg sönnun þess”.
“pá hefir hann aldrei sent það”, hrópaði Judith
með skörungskap miklum. “ó, Margrét, það er
voðalegt. Nær dó hún ?”
“Eg held að það hafi verið hér um bil tíu eða
fimtán mínútum fyrir kl. tíu í gærkveldi. . Hr.
Carlton var þar nokkru fyr um kveldið, lítur út
fyrir; hann var þar þegar lyfið kom, og fann strax
eiturlyktina úr flöskunni. Hann fór til Greys til
að spyrja Stephen hvort lyfið væri rétt tilbúið; en
liún hafði neytt þess áður en hann kom áftur.
Harði, stirði svipurinn kom aftur í ljós á and-
liti Judiths. Hún sýndist ekki skilja frásögn
þessa og horfði stöðugt á Margréti.
“Fyrst Carlton fann eiturlyktina, því bannaði
hann þá ekki að gefa herini lyfið ?” sagði hún litlu
síðar.
“Eg get ekki munað með vissu hvort hann
gerði það; en eg held að frú Gould hafi sagt, að
hann bannaði það. pað var hjá henni, sem eg fékk
að vita um þetta; þegar eg kom á fætur í morgun,
kom hún undir eins hingað inn. Hún var utan við
sig af örvilnan, vesalings konan og gamla Pepper-
fly sömuleiðis; en eins og eg sagði henni, þarf
hvorug þeirra að vera hrædd. pær hafa enga
vangá gert”.
Judith stóð upp af stólnum, þar sem hún hafði
setið róleg meðan Margaret sagði söguna. “Eg
verð að fara inn og fá nánari skýringar, Margaret”,
sagði hún í ákveðnum rómi, eins og hún væri hrædd
um að mæta aftur hindrun.
“Já, nú máttu fara”, svaraði Margaret; “eg
vildi að eins segja þér þetta fyrst”.
Frú Gould og hjúkrunarkonan Pepperfly héldu
vörð yfir stóareldinum, meðan þær töluðu svo á-
kaft að þær roðnuðu, og hugguðu sig með áfengis-
drykkjum til að styrkja taugar sínar.
Judith sá þær, þegar hún gekk yfir garðinn.
Hún gekk í gegnum litla ganginn og opnaði eld-
húsdyrnar.
pær sátu báðar og sneru bakinu að glugganum,
alt of mikið hugsandi um sig sjálfar, til þess að
sjá eða heyra til hennar, svo að koma hennar
gerði þær skelkaðar. pegar hræðslan var afstað-
in, urðu þær afarmælskar um það, sem fram hefði
farið kveldið áður; Judith stóð og hallaði sér að
strokborðinu undir glugganum, hlustaði á þær með
nákvæmni og festi öll smáatriði í minni sínu.
“pað er sama sem næstum ómögulegt, að hr.
Stephen Grey hafi blandað eitri í lyfið”, var það
fyrsta sem hún sagði. “Eg fyrir mitt leyti trúi
pví aldrei”.
Herbergið uppi var í vörzlum lögreglunnar; en
Judith var leyft að koma inn. par lá vesalings
unga konan föl og kyr, og Judith fór að gráta þeg-
ar hún leyt á hana.
pegar hún fór ofan, var það rétt svo að hún
slapp við að mæta Carlton. Hann kom í húsið og
talaði við rögregluþjóninn. Hann læknirinn, hafði
tekið að sér að hjálpa lögreglunni til að komast
eftir hver þessi ókunna kona var, að svo miklu
Jeyti að hann gat, og hann kvaðst hafa. skrifað til
nokkra vina í London, til að vita hvort þeir vissu
nokkuð um hana. Hann virtist vera býsna harð-
ur við frú Pepperfly og sýndist jafnvel efast um
að hún hefði verið algáð, þegar viðburðurinn átti
sér stað.
“Mér finst það mjög undarlegt frú Pepperfly
að konan skyldi ekki segja yður að eg hefði bann-
að henni að taka lyfið”, sagði hann. “Eg get
naumast haldið annað en að hún hafi sagt yður
það. Og samt gáfuð þér henni það”.
“Eg get með hendina á biblíunni svarið það,
að hún hefir ekki með einu orði neitað að taka
lyfið”, svaraði frú Pepperfly, sem ekki vissi hvort
hún átti að reiðast eða gráta yfir ásakaninni.
“pvert á móti. Hún vildi fá það, vesalings mann-
eskjan; undir eins og hún var búin að neyta grauts-
ins, hefði hún drukkið það, ef eg hefði látið hana
fá það.
Carlton horfði fast á konuna með gráu, hvössu
augunum sínum.
“Eruð þér vissar um að þér munið allar kring-
umstæður greinilega, frú Pepperfly?”
Frú Pepperfly skildi bendinguna og varð æst
af reiði. “Eg man eftir þeim eins vel og þér, hr.
minn. Og er guði þakklát fyrir að eg hefi ekkert
að ásaka mig fyrir þetta kveld. pó það ætti að
endurtakast aftur í kveld, þá vildi eg, óafvitandi
um afleiðingarnar, gefa henni lyfið og álíta það
skyldu mína, eins og eg gerði þegar eg gaf henni
það”.
“Nú, jæja, mér finst það mjög undarlegt að
hún skyldi taka það”, sagði Carlton.
Fyrri hluta dagsins mætti Judith Friðrik Grey,
þegar hún gekk upp götuna.
“Nú, Judith”, sagði drengurinn gremjulega.
“Hvað heldur þú um þetta?”
“Eg veit ekki hvernig eg á að skoða það, hr.”,
svaraði hún. “Eg hefi aldrei á æfi minni orðið
vör við neitt líkt”.
“Judith, þér þekkið pabba. Haldið þér að það
sé innan mögulegleikans takmarka-r—takið þér
eftir, mögulegleikans takmarka — að hann hafi
blandað blásýru í sefandi drykk af hirðuleysi?”
sagði hann æstur.
“Hr. Friðrik, eg trúi því ekki að hann hafi
blandað henni í”.
“En sjáið þér nú. Eg var til staðar þegar lyfið
var búið til. Eg sá hverja ögn sem faðir minn lét
í það, eg sá hverja hreyfingu, og eg lýsi því yfir
að lyfið var rétt búið til. Eg var þar af tilviljun
og studdi olnboga mína á borðið af eintómri leti.
pá kom pabbi inn með Ficher, og sagði mér að fara
og lesa yfir latínuna mína; en eg var ekkj_fljótur
að hlýða og hikaði við að fara. Nú er ég glaður
yfir því, af því eg get nú lýst því yfir að lyfið var
nákvæmlega rétt búið til, og þó, þegar það kemur
til frú Crane, er það sagt að eitur sé í því; hun
drekkur það og deyr. Hver getur skýrt frá þessu
eða gert grein fyrir því ?”
Judith svarabi ekki. Hörkulegi, stirði svipur-
inn, sem bar vott um óvanaleg vandræði, kom aft-
ur í ljós á andliti hennar.
“Og bæjarbúar kenna pabba um þetta óhapp.
Fólkið segir — ó, eg vil ekki endurtaka fyrir yður
alt sem það segir. En, Judith, það eru enn þá fá-
einir sem ekki álíta hann sekan”.
“Eg er ein af þeim”, svaraði hún.
“Já, Judith. Eg —”
Drengurinn þagnaði. Svo laut hann áfram og
hvíslaði í eyra hennar. Hún blóðroðnaði þegar
hún heyrði hvað hann sagði, og hún lyfti höndun-
um upp eins og til vamar, og reyndi að stöðva
hann.
“Pey> þey, hr. Grey. pér verðið að þegja, hr.”
“Judith, eg er fús til að segja það hátt”.
“Eg vildi heldur að þér segðuð það hátt, en að
þér hvíslið því að eins að mér, hr.”
Nú varð þögn. Friðrik Grey kerti hnakkann
eins og hann var vanur, þegar honum gramdist
eitthvað, og svipur hans var óttalaus og ákveðinn,
svo Judith varð hrædd um að hann ætlaði að segja
þetta hátt, og flýtti sér því að breyta umtals-
efninu.
“pað er líklegt að réttvísin láti yfirheyrslu
fara fram, hr. ?”
“Yfirheyrslu, já, það megum við vera viss um.
Hafi nokkru sinni þurft yfirheyrslu í nokkru mál-
efni, þá þarf þess núna í þessu. Ef dómurinn fell-
ur á föður minn, þá er það mér að kenna”. Hann
lýsti nú fyrir henni hvemig hann hefði þurkað
rykið og kóngulóarvefinn af krukkunni. “pað
versta er, til að minnast á smærri atvik”, sagði
hann enn fremur, “að enginn veit hvað vina henn-
ar á að leita, eða hvort hún átti nokkra. Faðir
minn segir að þú hafir borið brf á pósthúsið fyrir
hana”.
“pað gerði eg líka, en lögreglan hefir nýlega
spurt mig um það”, svaraði Judith, “en eg tók
ekki eftir heimilisfanginu, nema að það var Lon-
don. pað var til frú Smith, sem kom hingað og
sótti bamið”.
“peir ættu nú að reyna að finna þessa konu.
Carlton segir, að hún verði að finnast, ef það er
mögulegt, því hjá henni er hugsanlegt að maður
geti fengið að vita hver frú Crane var, og hann
hefir lýst henni fyrir lögreglunni; hann sá hana
á sunnudagskveldið á Great Wennock stöðinni. Og
nú verð eg að hlaupa, Jndith, annars fæ eg að heyra
að eg sé slæpingur”.
Drengurinn hljóp sína leið; Judith stóð og
horfði á eftir honum hugsandi, og andlit hennar
fékk aftur þenna hurkulega vandræðasvip.
MÁ VERA að þér hafi aldrei komið til hugar að það
að kaupa eldspýtur væri verk sem útheimti varúð og þekk-
ingu í þeim efnum. En svo er nú samt.
pað er áríðandi að þú kaupir engar aðrar eldspýtur en
EDDYS
EFNAFRÆÐISLEGA SJÁLFSLÖKKVANDI
“HLJÓÐLAUSAR 500”
Eddyspýturnar, sem engin glóð er eftir af. Eddy er
sá eini, sem býr þessar eldspýtur til í Canada og hefir
hverri einustu eldspýtu verið difið ofan í efnafræðisblöndu,
sem alveg tryggir það að ekki lifi í viðnum eftir að slökt er.
Gáið að orðunum “Efnafræðislega sjálfslökkvandi,
hljóðlausar 500” á eldspýtnastokknum.
r-
Whaleys blóðbyggjandi
lyf
Voriö er komiö; um þaö leyti er
altaf áríöandi að vernda og styrkja
líkamann svo hann geti staðið gegn
sjúkdómum. Það verður bezt gert
með því að byggja upp blóðið.
Whaleys blóðbyggjandi meðal gerir
það.
Whaleys lyfjabúð
Horni Sargent Ave. og Agnes St.
Gernm við Húsbúnað
pólerum, gerum upp að nýju; sláum
utan um hann ef sendur burtu. Gam-
all húsbúnaður keyptur.
J. LÁLONDE, 108 Marion St.
Phone Maln 4786 N0RW00D
Art Craft Studios
Montgomery Bldg. 215] PortageAv
i gamla Queens Hotel
G. F. PENNY, Artist
Skrifstofu talsfmi ..Main 2065
Heimilis talsími .. Garry 2821
Innvortis bað.
Eina örugga aðferðin til þess að
lækna magasjúkdóma og innýflaveiki.
Til þess að sannfærast um að þessi
staðhæfing sé rétt, þarf ekki annað
en skrifa Harry Mitchell D. P., 466
Portage Ave. í Winnipeg. Hann er
eini umboðsmaðurinn, sem getur sagt
yður alt um “J. B. L. Cascade”. Hann
gefur yður sérstakar upplýsingar og
ráðleggingar, sem ^era yður það
mögulegt að lækna alla læ]<nanlega
sjúkdóma. Biðjið um ókeypis bók
eftir Charles A. Tyrrell M.D., sem
heitir “Hvers vegna nútíðarmaðurinn
er ekki nema 50% að dugnaði. —
Bókin kostar ekkert.
Meiri þörf fyrir
Hraðritara og Bókhaldara
pað er alt of lítið af vel
færu skrifstofufólki hér í
Winnipeg. — peir sem hat'a
útskrifast frá The Success
Business College eru ætíð
látnir setja fyrir. — Suc-
cess er sá stærstj og áreið-
anlegasti; hann æfir fleira
námsfólk en allir aðrir skól-
ar af því tagi til samans,
hefir tíu útibú og kennir
yfir 5,000 stúdentum ár-
lega, hefir aðeins vel færa
og kurteisa kennara. Kom-
ið hvenær sem er. Skrifið
eftir upplýsingum-
SUCCESS BUSINESS CULLEGE
LIMITED
WINNIPEG, MAN.
Rex Cleaners
LITA, HREINSAog
PRESSA FÖT
Búa til ný föt. gera við föt
Fet prc,8uð meðan þér
standið við...............SGc.
Karla og kvenna fatnaður
hreinsaður fyrir....... $1.50
Einnig viðgcrðir á loðakinnsfötum
332] Notre Dame Ave.
Tals. G. 67 Wlnnipes;
Vér ábyrgjumst ekki föt sem ei
er vitjað innan 30 daga
JOSIE & McLEOD
Gera við vatns og hitavélar
í húsum. Fljót afgreiðsla.
353 Notre Oame Tals. G. 4921
TAROLEMA lœknar EGZEMA
Gylliniæð, geitur, útbrot, hring-
orm. kláðaögaðra húðsjúkdóma
Læknar hösuðskóf og varnar hár-
fallii. 50c. hjá öllum lyfsölum.
GLARK CHEMICAL GO.,
309 Somerset Block, Winnipeg
Silki-afklippur
til búa til úr duluteppi. Vér höfum
ágætt úrval af stórum pjötlum meðalls-
konar litum
Stór pakki fyrir 25c
5 pakkar fyrir $1.00
Embroidery silki
af ýmsum tegundum og ýmsum litum
1 unzu pakki aðeins 25c
Peoples Specialties Co.
P.O. Box 1836 Winnipeg, Man.
-
Williams & Loe
Reiðhjól og bifhjóla stykki og_á-
höld. Allskonar viðgerðir.
Bifreiðar skoðaðar og endurnýjað-
ar fyrir sanngjarnt verð. Barna-
vagnar og hjólhringar á reiðum
> höndum.
764 Sherbrooke St. HOPnÍ lotP0 Bame
Wm. H. McPherson,
Uppboðshaldari og
Virðingamaður . .
Selur við uppboð Landbúnaðarábölil. a.a-
konar verzlunarvörur, búsbúnað og fleira.
264 Smith St, Tal*. M. 1 781
Nafnbótasala,
Nýlega kom upp einkennilegt mál
i þinginu á Englandi. Jarlinn af
Selborne bar það fram að menn
keyptu nafnbætur hópum sanian fyrir
stórfé, sem þeir legðu í kosningasjóði
Krafðist hann þ5vs að euglýsa skyldi
ástæðuna fyrir hverri nafnbót sem
veitt væri óg skyldi stjórnin fullvissa
sig um það áður en nafnbæturnar
væru veittar að til þess væri góð og
gild ástæða og ekkert borgað fyrir,
Þetta kom upp í lávarðadeildinni 8.
þessa mánaðar.
Curzon lávarður leiðtogi stjórnar-
innar kvað þetta vera óhappamál;
það yrði til þess að fæla auðmenn frá
því að leggja fraftn fé til góðra mála,
því þeir liéldu /ð svo yrði litið á að
þeir v'æru með því að fullnægja hé-
gómagirnd.
Beresford og Charnwood lávarðar
lögðu til að auglýst væri alt sem í
kosningasjóði færi af þessu fé; en
Beresford lávarðtir sagði um leið að
mest af nafnbótafénu færi ekki þang-
að, heldur í vasa þeirra manna, sem
hefðu nafnbæturnar til sölu. Hann
bætti því v'ið að þetta stríð yrði frægt
fyrir það hversu margir fengju nafn-
bætur og heiðursviðurkeninngu, sem
sxður en ekki ættu þær skilið.
16 ríki 16. ágúst.
Fulltrúaþing frá 16 ríkjum í
Bandaríkjunum fer fram t Chicago
16. þ. m. til þess að ræða um það
hv'ernig bezt og mest verði lækkað
verð á kolum í vetur.
Þeir eru ekki að þess konar óþarfa
hér í Canada.
Lœknir
yðar
segir yður að Iyfseðlar
yðar séu áreiðanlegar
fyltir hjá oss en annar-
staðar.
Tvisvar er farið yfir
hvern einasta lyfseðil
og lyfið er sett upp af
prófgengnum lyfjafræð-
ingi sem treyste má á-
valt og æfinlega.
Vér vitum að þér
kunnið að meta þossa
afgreiðslu og vér óskum
eftir tækifæri að sanna
yður þetta.
The
Sargent Pha
224 Sargent Ave. SIx
á-j
iimiw^-.^