Lögberg - 29.08.1917, Blaðsíða 3

Lögberg - 29.08.1917, Blaðsíða 3
LÖGBERG, MIÐVIKUDAGINN 29. ÁGÚST 1917 3 ÚÍ Dœtur Oakburns lávarðar. Eftir MRS. HENRY WOOD. Fyrsti kafli. Líkskoðarinn greip fram í. “Hafið þér þetta bréf, svo við getum séð það ?” Vitnið hafði ekki bréfið, og það sem var mjög undarlegt, hann vissi ekki hvað orðið hafði af því. pegar hann æltaði að fara til frú Crane þetta sunnudagskveld, hafði hann litið eftir því, eins og lesarinn máske man, en gat ekki fundið það; þess vegna komst hann að þeirri niðurstöðu, að hann hefði fleygt því í eldinn ásamt hinum bréf- unum. “Eg held sannarlega að eg hafi ekki geymt það”, svaraði hann. “pað er ekki siður minn að geyma bréf af því tagi, og þó að eg sé ekki alveg viss um að eg hafi gert það, efast eg ekki um að eg kastaði því bréfi í eldinn, undir eins og eg var búinn að lesa það; eg hefi seinna leitað að því, en hefi ekki getað fundið það. í því bréfi var ekkert, sem gat gefið neina upplýsingu um þessa tilviljun; þar voru að eins fimm eða sex línur, sem voru bón til mín að koma og líta eftir sér”. “Bar undirskriftin alt nafn hennar?” “Alt nafn hennar?” endurtók Carlton, eins og hann skildi ekki spurninguna til hlítar. “Við höfum ekki getað fengið að vita skírnar- nafn hennar; þetta bréf hefði máske getað leið- beint okkur í því tilliti. Éða máske það hafi verið skrifað af öðrum en henni sjálfri”. “ó, já auðvitað; eg skildi ekki strax hvað þér áttuð við”, svaraði Carlton, “það var skrifað af öðrum. ‘Frú Crane leyfir sér þann heiður, að snúa sér til hr. Carltons o. s. frv.’ pannig var að orði komist. Eg skildi það þannig, að hún byggist ekki við að verða veik, fyr en í fyrsta lagi í næstkom- andi maímánuði”. Fenguð þér nokkra upplýsingu um hver hún var, meðan þér töluðuð við hana þetta kveld ?” “Alls enga. pað var framorðið, og eg áleit óhyggilegt að trufla hana með forvitnum spurn- ingum; það sem við töluðum um, var aðallega um heilbrigðis ásigkomulag hennar. Mér þótti leitt að eg hafði verið f jarverandi, og sagði að mér þætti vænt um að henni batnaði svo vel undir eftirliti og aðstoð Stephen Greys. Hún bað um hjálp mína, fyrst eg væri kominn aftur, og eg held að hún hafi sagt, að nokkrir vina sinna hafi bent sér á mig, áður en hún kom til South Wennock”. “Vitið þér hverjir þeir voru?” “Um það hefi eg enga hugmynd. Hún leit út fyrir að vera syfjuð og talaði lágt; eg heyrði ekki nákvæmlega hvað hún sagði. Mér kom til hugar að spyrja hana um það, þegar hún væri orðin hressari og hæfari til að tala. Enginn af líunn- ingjum mínum eða vinum, ber nafnið Crane — enginn að svo miklu leyti að eg man”. “Byrjuðuð þér að stunda hana frá þessu augnabliki ?” “Nei, það gerði eg raunar ekki. J?að átti eg ekki að gera, fyr en hún var afhent mér af hr. Stephen Grey á þann hátt, sem staða okkar krefst Daginn eftir, á mánudaginn, mætti eg hr. Stephen Grey í High Street, og bað hann að gera mér þann greiða að halda áfram að stunda hana þangað til um kveldið eða næsta morgun. Eg hafði svo mikið að gera með mína sjúklinga eftir hina stuttu fjar- veru, að eg gat ekki fengið tíma til að finna hann fyr en hjá frú Crane. Svo kom okkur saman um, að eg skyldi vera þar kl. sjö um kveldið, ef eg gæti en ef þess væri ekki kostur þá kl. tíu fyrir hádegi næsta dag”. “Komuð þér þangjað kl. sjö?” “Nei, eg gat það ekki. Eg fór þangað; en það var stundu eftir að Stephen var farinn. Frú Crane virtist líða vel, nema að hún var nokkuð æst; hún var í mjög góðu skapi, og eg sagði honni, að á morgun kl. tíu tæki eg við umsjón hennar. pað leit svo út sem hún héldi að eg hefði getað það þenna dag, en eg skýrði henní frá hvernig eg hefði verið ónáðaður af sjúklingum mínum, og aldrei fengið frið allan daginn. Eg spurði hana hvorfhún væri ekki ánægð með Stephen Grey, og hún svaraði því, að hún væri í alla staði ánægð með hann og sagði, að hann hefði verið mjög góð- ur við sig”. “Spurðuð þér hana í þetta skifti hver hefð’ mælt með yður við hana?” “Nei, hún leit út fyrir að vera eirðarlaus og dálítið æst; þess vegna gerði eg henni alls enga^ spumlngar aðrar en þær, er snertu heilbrigðis ásigkomulag hennar”. ‘ Kom l.yfið á meðan að þér voruð þar?” “Já, meðan eg var að tala vjð frú Crane, heyrði eg dyrabjöllunni hringt. og einhver kom upp stigann og gekk inn í dagstofuna. Eg bélt að það væri máske Stephen Grey, og fór inn til þess að gá að því, en það var hjúkrunarkonan. Hun hélt á lítilli flösku í hendi sinni og sagði að það væri sefandi drykkur frá hr. Stephen Grev, og þegar eg leit á seðilinn, sem línidur var á flösk- una, sá eg að það var eins og hún sagöi”. ‘Tókuð þér eftir því, að hann hefði nokkra sévs+aka lykt?” “Já. á sa'í.a augnabliki og eg tók viö flösk- unni, og áður en eg var búinn að taka tappann úr, fann eg þessa sterku lykt; eg hélt fyrst að það væri mandelolía; en eg varð þess brátt var að það var blásýra”. “pað var blásýrulykt af drykknum?” “Mjög sterk. Hjúkrunarkonan kvaðst eKki geta fundið neina lykt eins og nú stæði á fyrir sér, sem eg naumast gat trúað. Mig furðaðai að hr. Grey skyldi gefa henni blásýru, sérstaklega í sef- andi drykk f, en mér var óviðkomandi að skifta mér af aðferð hans, og rétti hjúkrunarkonunni flösk- una aftur”. “Gátuð þér ekki skilið að það væri nóg til að drepa hana ?” Hr. Carlton glenti augun upp og brosti beiskj alega. “Spurningin er óþörf, hr. Hefði eg getað gizkað á það, þá he+’ði eg séð b<-t ir um aö hún hefði aldrei fengið lyfið. Ofurlit'.a ögn af blásýru er stundum nauð&ynlegt að gefa veikum, og eg gat ekki vitað hvaða einkenni höfðu komið í ljós hjá hinni veiku þenna dag. pegar eg kom aftur inn til frú Crane, þar sem eg dvaldi fáeinar mín- útur áður en eg fór, gat eg ekki slept þessari lykt; úr huga mínum. Mér datt í hug að hér hefði máske misgrip átt sér stað við tilbúning lyfsins; því við vitum auðvitað að slíkt hefir átt sér stað, og það alloft, einkum þegar óæfðum nemendum er trúað fyrir tilbúning lyfjanna. Mér kom í hug að biðja frú Crane að taka ekki lyfið, og það gerði eg. Eg —” “Sögðuð þér henni að þér væruð hræddur um að eitur væri í því?” Vitnið brosti aftur. “Afsakið mig, hr. lík- skoðari, þér þekkið ekki hvernig menn verða að haga sér gagnvart sjúklingum, annars hefðuð þér ekki komið með þessa spurningu. Hefði eg sagt veiku konunni að lyfið hennar væri að líkindum blandað eitri af vangá, hefði eg að líkindum gert hana afarhrædda, en hræðslan er mjög hættuleg fyrir konur í hennar ásigkomulagi. Eg sagði henni að mér líkaði ekki til fulls lyfið, sem Stephen Grey hefði sent henni, og að eg ætlaði að finna hann og tala um það við hann; en eg sagði henni að taka það ekki, nema því að eins að hún heyrði frá öðrum hvorum okkar, að hún mætti taka það”. “Hvemig skiljið þér það þá, að hún tók það samt sem áður?” “Eg skil það ekki. Orð mín voru eins ákveðin og þau gátu verið. Eg verð að álíta að hún hafi gleymt því, sem eg sagði henni”. “Vöruðuð þér líka frú Pepperfly .við því, að gefa henni það ?” “ÍNÍei. Eg áleit aðvörun mína til frú Crane nægilega, og eg sá frú Pepperfly hvergi, þegar eg fór úr húsinu”. “Haldið þér ekki, hr. Carlton, að það hefði verið áreiðanlegra að taka þetta grunsama lyf og stinga því í vasa yðar áður en þér fóruð?” spurði einn af kviðdómendunum. “Ef við gætum séð fyrir fram hvað ske mundi þá myndum við í mörgum tilfellum breyta öðru- vísi”, svaraði vitnið, sem virtist dálítið gramur yfir því að menn efuðust um hyggindi hans, og sem máske einnig var gramur yfir því, að menn skyldu hafa ástæðu til þess. “pegar eitthvert ó- happ vill til, segjum við oft: ‘Hefði eg vitað þetta, þá hefði eg gert svona eða svona til þess að koma í veg fyrir það’. pér megið vera fullviss um það, hr., að hefði eg vitað að nægilegt eitur var í lyfinu til að deyða hana, eða hún vildi ekki taka tillit til beiðni minnar og ætlaði sér að drekka lyfið, þá skyldi eg hafa tekið það með mér. Eg hefi alt af iðrast þess síðan óhappið skeði. En hvaða gagn er að því að sjá eftir þessu? pað kallar hana ekki aftur til lífsins”. “Haldið þér áfram hr.”, sagði líkskoðarinn. “Eg gekk inn til bræðranna Greys. Áform mitt var að tala við hr. Stephen, segja honum frá lyktinni af lyfinu og spyrja hann, hvort það væri rétt blandað. Eg gat ekki fengið að tala við hr. Stephen, aðstoðarmaðurinn sagði að hann væri úti Eg hugsaði með mér hvað eg ætti nú að gera, og ásetti mér að fara heim og búa til annan sefandi drykk og fara með hann til konunnar, eg var lengur að því en eg hafði ætlað; því eg varð að heimsækja annan sjúkling fyrst”. “pér hafið þá álitið sefandi drykk nauðsyn- legan fyrir hana?” “Hr. Stephen hefði álitið hann nauðsynlegan, og við læknar erum ófúsir til að efast uin að starfsbræður okkar líti ekki rétt á meðferð sjúkl- inga. En eg hélt að það væri hyggilegt að gefa henni sefandi drykk, því hun hafði hitaveiki og var æst. Eg kom gangandi með nýja lyfið í vasa mínum, þegar eg mætti húsmóður hennar, sem kom hálfrugluð af hræðslu hlaupandi á móti mér með þá fregn að frú Crane væri dáin”. “Voruð þér sá fyrsti, sem komuð til hennar eftir að hún var dáin?” “Eg var sá fyrsti að hjúkrunarkonunni und- anskilinni, en eg var ekki búin að vera mínútu í herberginu, þegar hinn velæruverði séra Lycett kom inn á eftir mér. Við fundum hana stein- dauða”. “Og hver var orsökin eftir yðar skoðun ?” “Að hún hefði neytt blásýru. Á því var eng- inn efi; manni getur ekki skjátlað með lyktina, sem gufaði út úr munni hennar”. “Lítið þér á þessa flösku, hr. Carlton”, sagði líkskoðarinn, “er hún nokkuð lík þeirri sem ó- gæfudrykkurinn var í?” “Hún er að útliti eins og sú. Utanáskriftin og rithöndin eru lík. ó, já”, bætti hann við þegar hann tók tappann úr henni; “það er sama flaskan. Lyktin er enn þá í henni”. “Tókuð þér eftir hvar síðasta vitnið, frú Pepperfly, lét flöskuna, sem lyfið var í, þegar þér höfðuð fengið henni hana aftur? Eg á við, þegar henni var fyrst skilað í húsið”. “Eg veit ekki hvar hún lét hana, eg tók ekki eftir því”. “Snertuð þér ekki flöskuna aftur, áður en þér yfirgáfuð húsið?” Hr. Carlton sneri sér við all byrstur að áheyr- endunum í afturhluta salsins. “Hver kallaði á mig?” spurði hann. Áheyrendumir spjölluðu allmikið saman síð- ustu mínúturnar, og höfðu nefnt nafn Carltons í sambandi við annara; en enginn vildi viðurkenna að hafa kallað í hann. “Eg bið yður fyrirgefningar, hr. líkskoðari”, sagði hann um leið og hann sneri sér aftur við til að bera vitni; “mér heyrðist áreiðanlega einhver kalla á mig, og það, hver sem það hefir gert, er hegningarvert í tilliti til tímans og staðarins; það ' sýnir óvirðingu gegn lögunum. pér spurðuð hvort eg hefði snert flöskuna aftur, áður en eg yfirgaf húsið, eftir að eg hefði fengið frú Pepperfly hana aftur, og eg svara, að eg hvorki snerti hana né vissi hvar hún var”. “Ef yfirheyrzlan verður trufluð af áheyrend- unum, skal eg skipa að reka þá út úr salnum”, sagði líkskoðarinn og sneri sér þangað sem hávað- inn hafði heyrst. “peir sem vilja tala geta farið út”. Líkskoðarinn leit yfir athugasemdir sínar, sem skrifaðar voru; hann var að líkum kominn að enda yfirheyrslunnar yfir hr. Carlton. “Áður en þér farið, verð eg enn að leggja fyr- ir yður fáeinar spumingar”, sagði hann um leið og hann leit upp. “Hafið þér nokkurn lykil að þessari gátu -t- nokkum grun um hvemig eitrið gat komist í lyfið?” Hr. Carlton þagði. Hann var að hugsa um hvort hann ætti að minnast á andlitið, sem hann hafði séð í stigaganginum einni stundu áður en konan dó — hið undarlega, voðalega andlit í tunglsljósinu? Víst er það, að þetta undarlega andlit hafði fest sig í minni Carltons, betur en honum var geðfelt og þægilegt, blfeði nú og seinna. Efaðist hann um, að hann ætti að geta þess nú sem slíks, er ekkert hefði að gera þar í húsinu, og gæti staðið í sambandi við þessa óskiljanlegu gátu? Eða kveið hann fyrir því hlægilega, sem myndi festa sig við hann ef hann viðurkendi þenna hjátrúar ótta. “‘pér svarið ekki”, sagði líkskoðarinn, en í salnum var dauðaþögn. Hr. Carlton andvarpaði hugsun hans tók aðra stefnu, sem ekki stóð í sambandi við.andlitið “Eg get ekki sagt að eg gruni neinn”, sagði hann loksins. “Eg get heldur ekki hugsað mér, hvernig eitrið hefir getað komist í meðalið á annan hátt en við tilblining þess, sökum þess að lyktin af því fanst, þegar það kom til frú Crane”. Aftur varð dauðaþögn, sem líkskoðarinn rauf. “pað er gott, þetta er held eg alt. sem eg þarf að spyrja yður um, hr, Carlton, og eg er viss um” bætti hann við, “að kvjðdómendurair eru yður þakklátir fyrir, hve fúslega og hreinskilnislega þér hafið borið vitni”. Carlton hneigði sig fyrir líkskoðaranum, og ætlaði að fara út; en skrifarinn, sem virtist hafa athugasemdir til minnis fyrir framan sig, sem hann við og við leit á, hvíslaði einhverju að lík- skoðaranum. ^ “Ó, já, það er satt”, sagði hinn síðamefndi. “Eitt augnablik enn þá, hr. Carlton. Mættuð þér ekki á sunnudagskveldið í Great Wennock kven- persónu, frú Smith að nafni, sem sótti bam ó- gæfusömu konnunnar?” “Eg sá persónu í biðsalnum á brautarstöð- inni; hún var með oíurlítið bafn. pað er mjög lítill efi á því, að það hafi verið þetta umtalaða barn”. “pér töluðuð við hana. Gaf hún yður nokkra upplýsingu um hver konan var?’ “Nei, eg vissi ekki hvað við hafði borið og áleit að einhver í South Wennock ætti barnið. Eg sagði henni að bamið væri alt of lítið og veikburða til að þola ferðalag, en hún svaraði að nauðsyn bryti lög eða eitthvað líkt því. Eg talaði að eins eina mínútu eða tvær við hana og aðallega um al- mennings vagninn, sem hún sagði að hefði hrist sig voðalega sökum hins ónærgætna hraða, sem vagninum var ekið með yfir hinn óslétta veg. petta er alt”. “Gætuð þér þekt hana aftur, ef þér sæjuð hana?” “pað getur skeð, en eg er ekki viss um það. Eg sá ekki andlit hennar glögt, vegna myrkurs”. “Sagði hún hvert hún ætlaði?” “Nei, það sagði hún ekki”. “petta er þá alt, hr. Carlton”. XII. KAPÍTULL Carlton er kallaður inn aftur. pegar Carlton var farinn út, talaði líkskoð- arinn og kviðdómendumir saman um stund, og afleiðingin var, að Betsy Pepperfly var látin koma inn aftur. “Nú, frú Pepperfly”, sagði líkskoðarinn, “haf- ið þér í huga að endurtaka fyrir mér, að hin veika kona hafi ekki komið með neinar mótbárur gegn því að taka lyfið?” “Hún kom ekki með neinar mótbárur, hr. minn góður. ef hún hefði komið með þær, hvers- vegna hefði hún þá átt að taka það? Hún var sjálfráð. pvert á móti; í staðinn fyrir að koma með mótbárur, krafðist hún að fá það, undir eins og hún var búin með haframélsgrautinn; en eg sagði henni að hún mætti ekki neyta þess strax á eftir grautnum”. Hr. Carlton segir, að hann hafi bannað henni að taka lyfið. Og þér segið mér með eiðvinning að hún hafi tekið það mótspyrnulaust ?” “Eg segi yður það, hr. dómari, fús til að sverja eið með hendina á biblíunni, og eg get svarið tutt- ugu eiða ef þér viljið. En þér, hr. minn, og hinir eiðsvömu kviðdómarar megið trúa mér; hvers vegna þóknast yður ekki að spyrja ekkjuna Gould? Frá kl. níu eða nokkru fyr, þegar frú Crane fékk grautinn, var ekkjan alt af í herberginu, og hún getur sagt frá öllu sem skeði eins nákvæmlega og eg. pið munuð nú naumast samt fá mikið út úr henni”, bætti frú Pepperfly við; “því hún grætur og skelfur af kvíða í stofunni við hliðina á þessari; hún er hrædd við að kallað verði á sig til að koma hingað inn. pví sjáið þið, mínir háttvirtu herrar, hún álítur að það sé það sama og að vera kærð, og hún segir, að hún hafi aldrei á æfi sinni verið dregin fram fyrir dómara né kviðdómendur, og að hún hafi aldrei komið að glæpamanna véböndum síðan hún fæddist”. Að þessari upplýsingu gefinbi dróg Betsy Pepperfly sig í hlé, og hin skjálfandi frú Gould var leidd inn, á höfði sínu hafði hún stóra hattinn og á herðunum skozka sjalið, sem hún hafði léð Judith fyrir fáum dögum. Að reyna að sannfæra ekkjuna um að hún væri ekki lögsótt, var alveg á- rangurs laust; hugsanir hennar, sem snerust að- allega um dómstóla og sérstaklega um réttvísina, voru í miklum glundroða. Hún hafði sterkt ilm- salt með sér, og einhver hafði stungið glasi með ediki í hendi hennar, sem hún hafði vætt vasaklút r------------------------------------------------------- MÁ VERA að þér hafi aklrei komið til hugar að það að kaupa eldspýtur væri verk sem útheimti varúð og þekk- ingu í þeim efnum. En svo er nú samt. pað er áríðandi að þú kaupir engar aðrar eldspýtur en EDDYS EFNAFRÆÐISLEGA SJÁLFSLÖKKVANDI “HLJÓÐLAUSAR 500” Eddyspýturnar, sem engin glóð er eftir af. Eddy er sá eini, sem býr þessar eldspýtur til í Canada og hefir hverri einustu eldspýtu verið difið ofan í efnafræðisblöndu, sem alveg tryggir það að ekki lifi í viðnum eftir að slökt er. Gáið að orðunum “Efnafræðislega sjálfslökkvandi, hljóðlausar 500” á eldspýtnastokknum. —r Whaleys blóðbyggjandi lyf Vorif er komið; um það leyti er altaf áríðandi að vernda og styrkja likamann svo hann geti staðið gegn sjúkdómum. Það verður bezt gert með því að byggja upp blóðið. Whaleys blóðbyggjandi meðal gerif það. Whaleys lyfjabúð Horni Sargent Ave. og Agnes St. JOblfc & McLEOD Gera við vatns og hitavélar í húsum. Fljót afgreiftsla. 353 Notre Dame Tals. G. 4921 TAROLEMA lœknar ECZEMA Gylliniæð, geitur, útbrot, hring- orm. kláða ög aðra húðsjúkdóma L*knar hösuðskóf og varnar hár- fallii 50c. hjá öllum lyfsölum. CLARK CHEMICAL CO., 309 Somerset Block, Wlnmpeg Gernm við Húsbúnað pólerum, gerum upp að nýju; sláum | utan um hann ef sendur burtu. Gam- all húsbúnaður keyptur. J. LALO>DE, 108 Marion St. Phoqe Main 4786 NORWO^O Silki-afklippur Art Craft Studios Montgomery Bldg. 215] PortageAv í gamla Queens Hot«l G. í1. PENNY, Artist Skrifstofu talsími Main 2065 Heimilis talsimi Garry 2821 til að búa til úr duluteppi. Vér höfum ágætt úrval af stórum pjötlum meðalla- konar litum Stór pakki fyrir 25c 5 pakkar fyrir $1.00 Embroidery silki af ýmsum tegundum og ýmaum litum 1 unzu pakki aðeins 25c Peoples Specialties Co. P.0. Box 1836 Winnipeg, Man. Innvortis bað. Eina örugga aðferðin til þeSs að lækna magasjúkdóma og innýflaveiki. Til þess að sannfæ ast um að þessi staðhæfing sé rétt, þarf ekki annað en skrifa Harry Mitchell D. P., 466 Portage Ave. í Winnipeg. Hann er eini umboðsm.aðurinn, sem getur sagt yður alt um “J. B. L. Cascade”. Hann gefur yður sérstakar upplýsingar og ráðleggingar, sem gera yður það mögulegt að lækna alla læknanlega sjúkdóma. Biðjið um ókeypis bók eftir Charles A. Tyrrell M.D., sem heitir “Hvers vegna nútíðarmaðurinn er ekki nema 50% að dugnaði. — Bókin (kostar ekkert. Williams & Loe Reiðhjól og bifhjóla stykki og á- höld. Allskonar viðgerðir. Bifreiðar skoðaðar og endurnýjað- ar fyrir sanngjarnt verð. Barna- vagnar og hjólhringar á reiðum höndum. 764 Sherbrooke St. Horni Notre Dame Meiri þörf fyrir Hraðritara og Bókhaldara pað er alt of lítið af vel færu skrifstofufólki hér í Winnipeg. — peir sem hafa útskrifast frá The Success Business College eru ætíð látnir setja fyrir. — Suc- cess er sá stærsti og áreið- anlegasti; hann æfir fleira námsfólk en allir aðrir skól- ar af því tagi til samans hefir tíu útibú og kennir yfir 5,000 stúdentum ár- lega, Iiefir aðeins-'vel færa og kurteisa kennara. Kom- ið hvenær sem er. Skrifið eftir upplýsingum- SUCCESS BUSINESS CULLEGE LIMITED WINNIPEG, MAN. Wm. H. McPherson, Uppboðshaldari og / Virðingamaður . . Selur við uppboð Lar dfcúr aíaiéf öld. a.s- konar verzlunarvörur, I úsbúnað o* fleira. 264 Smith St, Tctls. M. 1 781 ATHUGIÐ! Smáanglýstngar í blaðlð verða alls ekki teknar framvegis nema því aðeins að borgun fyigi. Verð er 35 cent fyrir hvern þumlung I tlálkslengtlar i hvert skifti. Kngin auglýsing tekin fyrir minna en 25 cents í hvert skifti sem hún birtlst. Bréfum með smáaugiýsingiim. sem borgun fylgir ekki verður alls ekkl slnL Andlátsfregnir eru birtar án end- iirgjakis undir eins og þier herast blaðlnu, en æfimlnningar og erfl- ljóð verða alls ekki birt nema borg- j nn fyigi með, sem svarar 15 eent- um fyrir hvern þumlung dálks- 1 lengdar. i The Sarpt Pharmacy, 724 Sargent Ave. prykkir og fullkomnar myndir sem viðvaningar taka. Myndimar til eftir 24 klukkutíma og gera alla ánægða. Komið með myndimar úr vélinni yðar og þeir sjá um að gera það sem þarf. Umboðsmenn fyrir Eastman myndavélar og áhöld THE SARGENT PHARMACY, 724 Sargent Ave. Sími: Sherbr. 4630

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.