Lögberg - 29.08.1917, Blaðsíða 4

Lögberg - 29.08.1917, Blaðsíða 4
4 LÖGBERG, MIÐVIKUDAGINN 29. ÁGÚST 1917 Géfið út hvern Fimtudag af The Col- umbia Preis, Ltd.,Cor. William Ave. & Sherbrook Str., Winnipeg, Man. TALSIMI: CARRY 2156 SIG. JUL. JÓHANNESSON, Editor J. J. VOPNI, Business Manaaer Utanáskrift til blaðsins: THE OOLUMBIÁ PRESS, Ltd., Bo* 3172, Winnipeg. H|an- Utanáskrift ritstjórans: EDITOR LOCBERC, Box 3172 Winnipog, Man. VERÐ BLAÐSINS: $2.00 um árið. Hermennirnir okkar. Hverjir eru þeir? Hvað koma þeir oss við? Hermennirnir eru bræður vorir og félagar, feður vorir og synir, vinir vorir og venzlamenn. — Tæplega er til eitt einasta heimili í öllu land- inu sem ekki horfir á autt sæti annaðhvort innan sinna fjögra veggja eða annars staðar, er áður hefir verið skipað manni, sem nú er hermaður. pegar hermannafylkingamar fara eftir göt- unum í Winnipeg bæ, þá standa menn, konur og böm í hverjum dyrum og hverjum glugga til þess að horfa á einhvem vin eða vandamann í fylking- unni; einhvem sér kæran. Og hugsaniraar hljóta þá að vera heitar og hlýjar og margvíslegar; þá er þeim bezt lýst með fjórum línum eftir Longfellow þegar hann skýrir sínar eigin hugsanir þar sem hann stendur á brúnni milli Boston og Cambridge og horfir út og niður í djúpið, þar sem öldumar fæðast og deyja og þrengjast í dauðategjunum á milli stoðanna og stauranna, sem haida uppi brúnni. Hann segir: “Sem þúsund af þjótandi bárum er þrengjast um trjámörkuð hlið, var hafalda hugsana minna, sem hreif mig — eg tárfeldi vjð.” Vinimir sem á hópinn horfa hugsa um stund- ina þegar þessir menn eiga að fara og kveðja í síð- asta skifti, ef til vill til þess að koma aldrei aftur, og ef til vill með lemstraðan líkama o^lamaða sál eftir hraustlega framgöngu og drengilega vöm. Og hugur margra hvarflar lengra burtu — flýgur alla leið til Englands, Frakklands, Belgíu eða hver veit hvert. Lítil stúlka eða lítill drenghnokki kemur auga á föður sinn í fylkingunni, réttir út báðar hendur breiðir út faðminn í einfeldni og sakleysi og kallar “Pabbi!” En heraginn er strangur — verður að vera það. — Faðirinn heyrir ef til vill þetta hugljúfa orð, en hann verður að halda áfram; má ef til vill ekki líta við; en í huga hans og hjarta brennir sig myndin af littlu stúlkunni hans eða litla drengn- um hans enn þá dýpra en fyr. Gömul hjón gráhærð og lotin standa hvort við annars hlið í dyrunum á húsinu þar sem pilt- urinn þeirra fæddist og óx upp; í dyrunum á hús- inu sem geymir allar endurminningamar um hann; í húsinu þar sem litlu íætumir áttu fyrstu sporin. Pau standa þögul í dyrunum og horfa á drenginn sinn í fylkmgunni, þar sem hann gengur við hlið félaga sinna hraustur og hermannlegur. Og þau fylgja honum eftir með augunum eins lengi og ekkert hindrar útsýnið. Og þau heyra fótatakið — bara fótatakið hans eins — lengi, lengi. Hver veit hvað lengi ? Og þau ryfja upp hvort fyrir öðm alt sem þau geta munað um hann, frá því fyrsta að hann lá í vöggu sinni og horfði út í bláinn á þennan undar- lega og óskiljanlega heim, sem hann var fæddur inn í. Og þau minnast allra unaðsstundanna og allra mörgu björtu vonanna sem við hann vom lengdar. Og í öðm húsi horfir eigínkonan út um glugg- ann með barnahópinn við hlið sér, þegar fylking- in fer fram hjá. Hún leitar með augunum í her- manna hópnum þangað til hún sér manninn sinn, föður barnanna sinna. Og hún fylgir honum eftir með heilum huga, miklu lengra en hún getur séð hann. Og svona mætti telja lengi, og þó yrði aldrci fulltalið. Ástbönd og vinátta tengir og bindur hvert einasta heimili í landinu við hermennina; á því leikur enginn efi. En látum vér oss eins ant um hag þeirra og vera ber? Hefir sá hluti málsins ekki verið van- ræktur, sem því tilheyrir að tryggja vellíðan þess- ara manna og búa svo í haginn fyrir þá að þeir hafi að góðu að hverfa þegar þeir koma heim aftur? Stríð og hernaður hefir margar hliðar; það verður að skoðast frá fleiri sjónarmiðum en einu. pað getur orðið skaðlegt að stækka eina hlið þess þannig að allar hinar hverfi sjónum. Flestar mögulegar aðferðir hafa verið til þess hafðar að safna liði; ná sem allra flestum í herinn. petta er gott og blessað, eins langt og það nær. pað er eitt af þeim störfum, sem stríðin heimta. En frá voru sjónarmiði ríður ekki minna á því að senda dugandi menn en marga menn. pað er ekki mannfjöldinn einn saman sem stríðið vinst með. Hér með er það alls ekki gefið í skyn — pví það væri ranglátt — að canadiskir hermenn hafi ekki reynst vel og sýnt hreysti. En það liggur í augum uppi að því að eins geta hraustir menn neytt sín og beitt sér að þá skorti ekkert, sem til þess þ^rf að vistum, vopnum og öllum gögnum. f þessu tilliti hefir margt farið í handaskol- um. Hersöfnunin hefir gengið vel; hundruð þús- unda hugrakkra manna hafa af fúsum vilja og frjálsum huga gefið sig fram og lagt ótrauðir og óskelfdir í hættuna; og þjóðin horfði með rétt- mætu stolti á hinn prúða skara bama sinna. En hversu góður sem ræðarinn er, kemur dugnður hans og hreysti hvergi að notum, sé hann staddur úti á reginhafi á áralausum bát og alls lausum. Sláttumaðurinn, hversu mikið afbragð sem hann er, getur ekki neytt sín, ef hann hefir svikið orf og deygan eða bitlausan ljá. Göngumaðurinn getur ekki sýnt úthald sitt og fráleik ef hann bila skómir svo holdið gengst inn í bein á iljum hans. Hermaðurinn getur ekki sýnt alla þá hreysti, sem hann kann að hafa yfir að ráða, ef honum eru fengin óhæf vopn í hendur eða léleg herklæði. Vér vitum til þess að stjómarfarsleg óöld í landi voru hefir valdið því að hermenn vorir hafa . verið sendir út á vígvöllinn með sviknar og ónýtar byssur, sem brugðust þeim, er mest á reið. Vér vitum til þess að af sömu ástæðum haía þeir orðið að bera svikna skó á fótum sér og heilsu þeirra var þannig stofnað í hinn mesta voða, auk þeirrar hættu sem stríðið skapaði þeim. Vér vitum til þess að af sömu ástæðum hafa þeim verið fengnir í hendur sviknir sjónaukar; og vita allir sem nokkuð þekkja til hvílíkum voða slíkt getur valdið. Vér vitum til þess að hermennimir hafa verið sendir út í lífshættu ferðir með höltum og farlama hestum, ófærum í stríð fyrir elli sakir. Vér vitum til þess að af sömu ástæðum hafa þeir verið fengnir í hendur óhæfum yfirmönnum, og hvað er hægt að hugsa sér alvarlegra en það. Já, vér vitum að með öllu þessu og ótal mörgu fleiru hefir þeim verið stofnað í lífshættu,r sem allsendis voru óþarfar og stríðinu óviðkomandi. En vér vitum fleira en þetta. Vér þekkjum heimkomna menn úr stríðinu, limlesta og heilsu- bilaða; menn sem þegar hafa lagt líf sitt í sölurnar fyrir þjóð og land. pessir menn voru kvaddir með alls konar viðhöfn, fagurgala og fögrum orðum, þegar þeir lögðu af stað í stríðið. peir voru þá kallaðir hetj- ur og hugprúðir menn, áður en þeim hefði gefist tækfæri til þess að sýna hugrekki. Og þeir trúðu því að þetta væri alt af einlægni talað; og það hefir óefað verið það. Svo komu þeir á vígvöllinn; þá fyrst reyndi á hreysti kappans; þá var hann kominn á hólminn. peir stóðu þar augliti til auglitis við andstæðinga sína og þeir mundu traustið sem til þéirra var borið; þeir mundu hetju nöfnin, sem þeim voru gefin og þeir strengdu þess heit að hvorki skýldi land né þjóð né ættingjar né venzlamenn þurfa að bera kinnroða fyrir það, að þeir hefðu hopað eða brugðist því trausti, er þeim var sýnt. peir gengu fram vel og vasklega með þeirri hugsun einni að koma heim sem sigurvegarar eða falla sem drengir. “Koma heim með skjöld- inn eða á honum,” eins og móðirin í fornöld komst að orði við son sinn þegar hann lagði í stríð. Hvort sem þeir beiði líf eða hel, ásettu þeir sér að koma þannig fram að landi þeirra og þjóð mætti fremur verða það til sóma en vanvirðu að þeir hefðu lifað. » En þeir særðust og urðu að gefast upp; þeir voru fluttir heim ósjálfbjarga eða limlestir. Á járnbrautinni mættu þeim að eins fáir vinir; faðir eða móðir, unnusta eða eiginkona, bróðir eða systir. Fögnuður þessara fáu vina var fullkominn og viðtökumar ástsamlegar, en nú var viðhöfninn ekki eins almenn, dýrðin ekki eins útbreidd; nú heyrðust ekki eins mörg lofsorðin. Einmitt nú þegar hermaðurinn hafði sýnt hreysti sína og hugrekki; einmitt nú þegar hann var búinn að fórna sjálfum sér; einmitt nú þegar hann hafði framkvæmt það verulega, sem hon- um var hrósað fyrir að hafa í hyggju; já, einmitt nú var þjóðin hans þögul og landið hans kalt. Dæmi svipuð þessu eru ekki fá bæði hér í bæ og víðar. Að líkindum er þetta að nokkru leyti af hugs- unarleysi; en hverju sem um það er að kenna, þá er þess brýn þörf að hér sé vel og fljótt í tauma tekið. Hermennimir okkar eiga sannarlega heimt- ing á því að þeim sé látið líða vel þegar þeir koma heim úr þeim hörmungum, sem þeir hafa orðið að þola. Vér eigum hér aðallega við hina fötluðu og limlestu menn, sem fjölgar daglega vor á meðal. pegar hraustur og heilbrigður maður á bezta aldri er tekinn frá heimili sínu, þar sem hann hefir verið fyrirvinna og hefir getað átt glæsilega fram- tíð fyrir höndum; þegar hann er tekinn og sendur í aðra heimsálfu til þess að leggja líf og limi, heilsu og vellíðan í hættu, þá má það sannarlega ekki minna vera en að hann eigi vísa þá meðferð þegar heim kemur aftur, ef hann lifir en fatlast, að líf hans þurfi ekki að verða döpur áhyggjunótt eða þung þrautaganga. pað er aðallega stjóm landsins, sem á að sjá um þessa hlið málsins. Stjórnin á að fara þannig að í þessu efni að þessir bræður vorir geti átt eins bærilega daga og unt er, og skyldulið þeirra þurfi ekki að líða auka þrautir vegna þess að fyrirvinnan hafi fatlast í stríði fyrir ríkið, en þetta sama ríki sé svo hugsunarlaust og svo van- þakklátt að það gefi því litlar eða engar gætur. Maðurinn, sem tekinn er frá heimili sinu og sendur í stríðið hvort sem hann fer sem sjálfboði eða undir herskyldulögum, á að geta kvatt konu sína og böm án þess að þurfa að bera áhyggjur fyrir framtíð þeirra. Maðurinn sem leggur fram heilsu sína og krafta, lætur ef til vill limi sína, á að geta kvatt land sitt og þjóð, sem hann fer að berjast fyrir, með fullri vissu um það að vel sé við hann gert. petta hefir stjórnin vanrækt. petta hefir hún svikist um að tryggja honum. Gæðingar stjóraarinnar, sem veitt er atvinna hættulaus og hæg, fá að launum $5 til $50 á dag og sunmir hærra, en hinir, sem sendir eru út í lífshættuna fá ekki nema rúman dal, sem ekki er nú orðinn nema 50 centa virði, samanborið vic það sem var fyrir 4 árum. Enn fremur skal það tekið fram að dreng- lyndir menn, sem til þess em fúsir og færir, ættu að sjá um að ekki þynnist fylkingar canadiskra manna. En svo er önnur hlið á þessu máli. pað sem hér hefir verið bent á, heyrir til hinu opinbera. Stjómin hefir í mörgu tilliti vanrækt skyldur sínar við hermennina; látum oss vona að eitthvað af þeim glapparskotum verði bætt; látum oss vona að pólitíski leiknrinn verði ekki framvegis eins og dimmur og draugslegur skuggi á vegi her- mannanna okkar, bæði hér á landi og á vígvellin- um í Evrópu. Látum oss vona að samvizka þeirra vakni, sem að slíku eru valdir. Látum oss vona að höltu og óhæfu hestamir, sviknu skómir, sviknu sjónaukamir og sviknu byssumar standi vorum pólitísku skálkum svo fyrir hugskotssjón- um að samvizka þeirra fái hvorki frið né ró fyr en þeir hafa bætt ráð sitt. Látum oss vona að stjómin taki svo í taumana hér eftir, þótt hún hafi vanrækt það hingað til, að ekkert verði ógert látið, sem sanngjamt telst til þess að vel og sæmilega sé farið með her- mennina bæði í stríðinu og á eftir. Hin hliðin á málinu snertir oss sjálfa; fólkið sjálft; félög og einstaklingar geta mikið gert her- mönnum til sældarauka. Hermannalífið í skotgröfunum er hörmunga- líf, eins og gefur að skilja. Við því verður ekki gert; hjá því verður ekki komist; það út af fyrir sig er engum að kenna. Vér höfum fengið og séð fnörg bréf frá fyrstu hendi, þar sem hermanna lífinu er lýst og oss rennur til rifja að lesa sum þeirra. Enginn getur lesið sum þeirra án þess að vikna og án þess að óska þess að eitthvað væri hægt að gera til þess að senda ljós og yl inn í skotgrafirnar til þeirra sem þar hýma. ]?egar austur er komið eru flestir staddir fjarri sínum í framandi landi. J?eir einir sem sjálfir hafa reynt eitthvað líkt því, geta getið nærri þeim tómleika sem grípur hugi manna á tómstundunum þegar þannig stendur á. Erfitt er að lýsa þeim fögnuði sem hlýtur að fylgja hverju bréfi og hverju skeyti, sem að heiman berst til þeirra manna. Ef vér gætum fengið sannar og trúar hugar- myndir þeirra þegar þeir eru að opna bréfin og böglana, ef vér gerðum oss öll grein fyrir þeim auknu kröftum, sem drengimir finna til þegar slíkar kveðjur koma að heiman, þá væru bréfin enn fleiri, sem vér skrifum og sendum, þótt þau væntanlega séu mörg. þegar þú lætur bréf í póstkassann til vinar þíns eða vandamanns sem dvelur austur á vígvöll- inum, þá ertu að senda honum sólargeisla frá sá’. þinni. Eftir því sem hann er bjartari og hlýrri, eftir því veitir hann meiri styrk og hefir meiri áhrif. pað að vita og fá sönnun fyrir því að munað sé eftir sér af þeim sem maður ann í fjarlægð, það er sæla sem fátt jafnast við. Hugsið yður eftirvæntingu drengjanna þegar von er á pósti. Hugsið yður sólskin fagnaðarins sem leikur um andlit þeirra þegar bréf eða sending kemur til þeirra að heiman, og hugsið yður ský og skugga vonbrigðanna, sem breiðast yfir ásjónu þeirra og hugarfar þegar þeim finst að vinirnir hafi gleymt þeim. Hversu oft menn lesa bréfin sín þar eystra — sömu bréfin — það veit enginn nema þeir sjálf- ir — ekki einu sinni þeir sjálfir; það er oftar en svo. “Hvert bréf sem þú færð er partur'af sál þess er það skrifar og sendir,” segir fom griskur málsháttur. Sé sá málsháttur nokkvu sinni sannur, þá ov hann það í þessu tilfelli. Sannur maður getur lifað svo að segja heilum samvistum við vin sinn fyrir bréfaskriftir þótt þúsundir mílna séu á milli. peir sem bréfin lesa finna hendumar, sem þau skrifuðu strjúkast sér um enni og vanga. peir heyra hvíslað orðum sem bréfum er ekki trú- andi fyrir, en sem þau flytja samt öðrum ósýnileg en þeim sem þau eru stíluð til. pess má vænta að enginn gleymi því né láti það hjá líða að rita sem oftast ástvinum sínum og vandamönnum í stríðinu. Já, þess ætti að mega vænta, en þó er það hryggilegur sannleikur að sagan á nokkra sorgar- drætti — ef til vill miklu fleiri en nokkur veit um — sem af því hafa leitt að vinir hafa van- rækt þessa sjálfsögðu skyldu. En svo er einn þáttur þessa máls. pótt allir vinir muni eftir því að skrifa þeim, sem þeir eiga kæra á vígvöllunum; þótt engin gleymska né drátt- ur né hirðuleysi eigi sér stað meðal ástvina, þá em til menn í hópi drengjanna—því miður—sem eiga engan sérstakan vin. petta lætur ef til vill einkennilega í eyrum, en það er satt. f landi sem menn eru dagsdaglega að flytja inn í frá öllum löndum heimsins er altaf eitthvað af fólki sem er einmana og á engan að; enga vini. pað eru ef til vill ekki margir íslendingar í þeim sporum, en þeir munu vera til. f stóra ís- lenzka hópnum sem fór austur með 223. herdeild- inni eða 197. eða 108. hafa áreiðanlega verið menn sem hér voru f jarri öllum sinna; áttu enga vini, ekkert heimili, hvergi höfði sínu að að halla. pað eru þessir menn, sem ekki má gleyma, og félögin —eða einstakir menn—sem vita um þá, ættu að gera sitt bezta til þess að þeir finni að ekki séu þeir öllum gleymdir. pað væri illa farið ef þeir menn, sem þannig er ástatt fýrir, féllu í stríði fyrir þjóð vora og land með vísuna skáldsins á vörum sér: “Enginn grætur íslending, i einan sér og dáinn; þegar alt er komið í kring kyssir torfa náinn”. íslendingar, látið ykkur ekki nægja að margir landar fari í stríðið; það er lofsvert að vinna fyrir því máli sem menn hafa trú á, lofsvert að leggja fram líf sitt og limi fyrir það mál sem J?eir eru sannfærðir um að sé þjóð sinni og landi til heilla og það er skylda allra þeirra sem eftir em að gera sitt ítrasta til þess að létta slíkum mönnum sporin. Jóla -sendingar Um jólin hvarflar hugur vor til fjarlægra vina. Um jólin vilja allir gleðja þá, sem þeim eru kærir. Jólin eru hátíð gleðinnar, vináttumerkjanna, kærleikans og gjafanna. pegar vinir vorir eru staddir í fjarlægð þarf að hafa tímann fyrir sér til þess að þau merki sem vér sendum þeim um það að þeir séu ekki gleymd- ir, komist til þeirra í tæka tíð. Aldrei höfum vér átt eins marga vini í fjar- lægð og nú og aldrei í eins mikilli fjarlægð. pað er talsverður tími til jólanna enn; hátt á þriðja mánuð, en sá timi er í nánd sem heimtar það að hugsað sé fyrir sendingum til hinna mörgu fjarlægu vina. Vel hefir verið að því unnið að undanfömu að gleðja piltana í skotgröfunum, á vígvöllunum og hvar annarsstaðar sem þeir kunna að vera eða verða staddir um jólin. ! THE DÖMÍnTÖMBÁTk SIR EDMUND B. OSLER, M.P, W. D. MATTHEWS, Pre8ÍcIent Vice-President Hagsýni hjálpar til að vinna f tríðið Byrjið sparisjóðs reikning og bætið við hann reglulega Notre Dtune Branch—W. M. HAMH/TON, Manager. Selkirk Branch—M. S. BURCKR, Manafvr. ! t NORTHERN CROWN BANK Höfuðatóll löggiltur $6,000,000 HöfuSstólI gr.iadur $ 1.431,200 Varasjóðu.....$ 848,554 (ormaður...............Capt. WM. ROBENSON Vice-President - JAS. H. ASHDOWN Sir D. C. CAMERON, K.C.M.G. W. R. BAWIiF E. F. HCTCHINGS, V. McTAVTSH CAMPBEIjIj, JOHN STOVKl, Allskonar bankastörf afgreidd. Vér byrjum reikninga vlC elnstakilnga eða félög og sanngjarnlr skilmálar veittir. Avisanir seldar tll hvaöa staCar sem er á Islandi. Sérstakur gaumur geflnn sparisjðBsinnlögum, sem byrja má meC 1 dollar. Rentur lagöar viB á hverjum 6 mánuöum. T" C. THORSTEIN9SON, Ráðsmaður Cor. Williaan Ave. og Sherbrooke St„ - Winnipeg. Man. Hjálparfélag 223. herdeildar- innar hefir tekið sér það fyrir hendur að gera alt sem í þess valdi stendur til þess að safna gjöfum og glaðningum handa ölh.im þeim er með þeirri deild xóru. Félagið þarf á allmiklum fram- lögum að halda í þessu skvni og hafa íslenzku og skandinavisku blöðin lofast til að veita mót- töku því er menn kynnu að vilja láta af hendi rakna í þessu skyni. Ákveðið er að hverjum þeim er með deildinni fór verði send- ur lítill kassi með gjöfum fyrir jólin, og ríður á að sendingam- ar komist í tíma. pað að fá þessar sendingar einmitt um jólin eða rétt fyrir þau eykur og margfaldar gildi þeirra. Tilfinningar vor allra eru þannig að það eru ekki ein- ungis gjafimar sjálfar, heldur hitt hvenær þær koma og frá hverjum þær eru. fslendingar! þér sem eitthvað viljið láta af hendi rakna til þess að gleðja piltana, sendið það til Lögbergs og verður því þaðan komið til féhirðis hjálparfélags- ins. Gleymið því ekki að tíminn líður fljótt, munið eftir því að þegar jólin koma þá eykur það yðar eigin gleði og frið að hafa það á meðvitundinni að einhverj- ir—-helzt allir—íslenzku dreng- irnir hafi meðtekið sendingar að heiman. Bréf frá Alberta Þar eð vinur minn! ritstj. Hkr. gat ekki léð eftirfylgjandi línum rúm biS eg háttvirtan ritstjóra Lögbergs að birta Jjær í sínu heiðraða blaði. — Markerville, 26. júlí 19J7. Héðan er fátt að frétta. Tíðin hefir snúið ýmsu að. Vorið fram um næstliðinn mánuð heldur kalt og votviðrasamt, en engin náttúrleg hlý- indi, heldur kalsaveður að jafnaði. sem hnekti gróðurframförum, bæði á grasi og lágu akurleiídi, sem lengi var of vott. Sáningu var víða seint lokið sökum vætunnar; sumir akrar urðu ekki sánir, fyr en um miðjan júní, þá brá til meiri hlýinda og þurka, svo öllu fór vel fram; það sem af er þessum mánuði, hafa v'erið stöðugir þurkar, og suma daga mikl- ir hitar—um 90 stig og yfir. Alt er orðið þurt, og haldist þurkurinn og hitarnir, án þess að regn falli, e,- ökrum á háu landi hætta búin. Gra-. vöxtur er orðinn vel í meðallagi, og akrar uxu vel til skamms tíma. Hey- vinnu byrjuðu þeir fyrstu um miðjan þenna mánuð, en nú munu allir byrj- aðir. Heilsufar og líðan alment er hér í góðu meðallagi. öndvert í þessum mánuði andaðist hér aldurhnigin kona, Ólöf Benedictsdkttir, kona Jóns Nordals, Jóhannessonar, sem hefir búið skamt frá MarkerviIIe síðan um næstliðin aldamót. Hún var ættuð úr Höfðahverfi í Þingeyjarsýslu, fædd 1849. Stofnað er til og undirbúið all- mikið hátíðahald á Markerville 2. ágúst; á líklega að vera þjóðminn- ingardagur að vanda. Séð hefi eg dagskrá og kom mér í hug: “Raustin er Jakobs raust, en hendurnar eru Esau hendur”. Hér i Innisfail kjördæmi féllu kosningar til fylkisþings í Alberta þannig: að gamli þingmaðurinn, sem telur sig afturhaldsmann, féll fyrir manni, sem fylgir framsóknarflokkn- um, herra D. J. Morkeberg, smjör- gjörðarmanni hér á Markerville, hef- ir hann verið hér við það starf nær 20 ár; danskur að ætterni þó fæstum Dönum sé likur í sjón né reynd, dá- vel skynsamur maður, talsvert ment- aður, stiltur og stefnufatsur, er því liklegur til þjóðþrifa, ef ofmetnaður og síngirni villa ei um hann, sem og svo marga aðra, sem fást við stjórn- mál; nálega allir íslendingar hér studdu hann við kosningarnar, konur sem karlar. Afturhaldsmanna hér, gætir lítið á þessu þingi; lítur enda út fyrir, að dagar þess flokks séu taldir hér í Caanda, og væri það ekki að ósekju, því lengi mtin canadiska þjóðin mega gjalda glópsku og gjör- ræðis núverandi stjórnar; þetta mun nú þykja mikið sagt, en hvað var það, að beita gjörræðisvaldi og lofa 500 þús. herliða hér frá Canada ? og jietta gjörði einn maður, án þess að gefa þjóðinni minsta tækifæri til af- skifta þessa m'ög svo þýðingarmikla máls; engu líkara en hann þættist eiga þjóðina með húð og hári. Canada er ungt land og mannfátt, samanborið við þörfina; hér er mik- ið verk að vinna og líka til mikils að vinna; á þessum voða tímum er þörfin brýn, að framleiða sem mest, en það er ljóst, að framleiðslan hvílir á vinnukraftinum. Þjóðinni er sagt, hún er ámint um það, að fram- Ieiða sem allra mest, og gæta fyrir- hyggj u sem mest, og það er gott og nauðsynlegt, en um leið, er rýrður vinnukrafturinn og sendur til vígvall- ar, stór hluti af beztu starfskröftum þjóðarinnar, og ekki nóg með það, heldur verður seinni villan argari hinni fyrri, að lögleiða herskvldu í Canada, til böls og tjóns fyrir alda og óborna. Eins er um öll fjármál í sambandi við stríðið, þau hafa farið i handaskolum. Slíkir eru v'orir stjórnendur. — Enginn heiðvirður maðúr ætti að ljá sig til, að skjóta skildi yfir slíkt athæfi, það er þýð- ingarlaust, skyggnir sem óskygnir sjá ósómann. Mér finst vikublöðin okk- ar í Winnipeg gera ofmikið veður út af þessum stjórnmálum, lesendurnir eru litlu nær, t. d. alt þjarkið og þref- ið um kosningarnar í Saskatchewan. Það voru býsn; það fylki er talið að sé meðal þeirra fylkja, sem lengst eru komin á framfaraveginum og heyrt hefi eg og lesið, að sú stjórn væri vinsæl og þjóðholl, enda sýndust kosn- inga úrslitin sanna það. Heimskr. hefir löngum lagt sig í bleyti fyrir afturhaldsflokkinn, og núverandi rit- stjóri hennar virðist ætla að halda því frarn; en svo er ekkert nema sjálfsagt og drengilegt að halda því fram, sem rétt og ráðvandlega er gjört, þó með velsæmi og kurteisi, en unna um leið, rttótstöðumönnunum sannmælis, fyrir það, sem þeir gjöra vel; fyrir skömmu var það geifið í skyn, um Sir Wilfrid Laurier, að hann væri ekki heill og sannur lands og þjóðar vinur; þetta fanst mér hvorki rétt né drengilegt; það er á margra vitund og sagan v'ottar það, að hann er hinn vitrasti og mesti stjórnmála maður, sem Canada á Og hefir átt, máske síðan Sir McDonald leið. Það er skaði mikill, að rit- stjórarnir okkar, skuli eiga í erjum út af þessum stjórnmálum, báðir eru þeir góðir drengir, að því er eg hygg, en stjórnmálín eru oft svo reifð, að ilt er um þau að deila, án þess það valdi persónulegum kulda og hnipp- ingum, en þá er oft hætt við, að sannleikurinn og sanngirnin fari á hæli. Vinur minrl, O. T. Johnson, hefir nú um sinn stjótnað Hkr.; hefi eg verið að Ieiða athygli að, hvernig starf það færi honum úr hendi. Eng- inn efi er á, að blaðið hefir að ýmsu tekið umbótum, frá því sem áður var. Stýll og orðfæri, er að jafnaði svo, að óþarfi er út á að setja. Fréttir frá styrjöldinni eru vel sagðar, án þess þó, að viðhöfð sé óþarfa mælgi og orðaleikur. íslenzkt þjóðerni og móðurmál okkar hefir hann—ritst.—- í heiðri og mun hlúa að því í fram- tíðinni; hann er þar meðal þeirra sem fremstir standa meðal hinna ungu hér innfæddu tslendinga; má vænta að hann verði einn af þeim, sem standa á verði um íslenzka tungu og þjóðerni. Almennu fréttirnar eru helzt til litlar, mættu vera fleiri, en þá minna um stjórnmál og stríðsmál en stundum hefir verið. Það er Hkr. mikið liapp að séra F. J. Bergmann hefir nú um sinn ritað tölvv’ert fyrir hana, alt skemtilega rit- að og fræðandi. Þá er ritgjörð “Um iselnzk mannanöfn” einkar vel saman, og sýnir hve höfundurinn er vel heima í forn-íslenzum bókmentum; hún er eitt af því allra merkasta, sem Hkr. hefir haft meðferðis, nú lengi. Stjórnmálin spilla fyrir Hkr.; um þau virðist mér og fleirum vera mælt meir en í meðalhófi; stjórnarathafn- irnar eru óhreinni en svo, að neinn ritstjóri ætti að veðsetja virðingu sina með þvi að mæla þeim bót. Það er stórt þjóðarböl í þessu lýðfrjálsa landi að vilji og velferð þjóðarinnar skuli fyrir borð borið af valdhöfun- um, sem sýnast grundvalla stjórnar- störfin á ofmetnaði, síngirni og valda- fýkn. Lítil von, að afleiðingarnar séu happadrjúgar. Mér þykir vænt um bæði blöðin, en óska að þau geti orðið til gagns og sóma Vestur-íslendingum, og það geta þau'Jjví að eins að þau gæti hófs og forðist flokka ofstæki, sem veldur dcilum og eykur úlfúð og kala. Eg þekki ritstj. Hkr. frá því hann var ungur drengur og eg er í engum efa um, að hann er góður drengur í eðli sínu, vona því og óska,

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.