Lögberg - 13.09.1917, Side 7

Lögberg - 13.09.1917, Side 7
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 13. SEPTEMBER 1917 7 Ný kosningalög. Á föstudaginn bar stjórnin í Ottawa upp lagafrumvarp sem gjörbreytxr kosningalögum landsins og eiga þær ixreytingar aö gilda aö eins fyrir þess ar kosningar. ASalatriðin í þessum nýju lögum eru þau, sem hér segir: 1. Atkvæði eru tekin af öllum mönnum sem ætt sína eiga að rekja til Þjóðverja eða Austurríkrsmanna, þó þeir hafi haft borgara bréf og reynst góðir og gildir borgarar í sih- astliðinn 15 ár. 2. Atkvæði eru tekin af öllum þeim scm tala aðalleg^ þýzku af hvaða þjóðflokki sem þeif eru. 3. Atkvæði eru tekin af öllum ’þeim sem samvizku sinnar vegna eða trúarbragða vegna geta ekki farið í striðið, hversu lengi sem þeir hafa verið hér borgarar og þótt þeir séu fæddir hér í landi. 4. I vesturfylkunum þar sem kon- ur þafa fengið atkvæði tekur sam- bandsstjórnin atkvæði af öllum kon- um, nema þeim sem hún tsérstaklega veitir það aftur með öðrum ákvæðum Jxessara laga. 5. Allir sem sannir hafa orðið að því að hrjóta gegn herlögum tapa atkvæði sínu. 6. Allir “Menonitar” og “Doukho- bors” tapa atkvæði sínu. 7. Konum, systrum og dætrum þeirra sem i stríðinu eru v'erða veitt atkvæði, en engum öðrum konum. Þessi ranglátu lög falla ekki í frjóan jarðveg meðal hinna sann- gjörnu brezku manna í Vestur- Canada, sem trúa á jafnrétti. Þessi lög sannfæra þá um það liversu gjör- samlega óhæf núverandi stjórn er til þess að standa fyrir málurn þjóðar- innar. Það er skönun og svívirðing frá hvaða sjónarndði sem er að brjóta lög á saklausum borgurúm landsins og svifta þá atkvæði.” (rýtt úr Free Pressj. Ummœli um kosningalögin. Hér birtast ummæli nokkurra nafn- kunnra manna og blaða um hin fyrir- huguðu kosningalög. R. R. Rigg þingmaður og verka- mannaforingi lýsti lögunum á þenn- an hátt: “Þau eru gjörræði; þatt eru verri en pokkuð sem vér þekkjum á Prússlandi. Ef stjórnin heldur áfram eins og hún nú hagar sér, verður hnefaréttar- og einveldisstjórn rót- fest hér í landi. Með þessum lögum er horfin vor á meðal síðasta líking eða skuggi af þjóðstjórnarfyrir- komulaginu. Þetta hlýtur að valda uppreist og borgarstríði fyr eða síðar.” Eirikur Sumarliðason\ er á öðru máli: “Þetta eru réttlát lög,” segir hann, “Þeir mega til með að gera þe'tta; þeir verða ekki kosnir annars og þá er alt í veði sem þeir hafa gert. Undir sérstökum kringumstæðum verður að taka til sérstakra ráða.” T. A. Stevenson skrifari verka- mannaráðsins t Toronto segir: “Stjórnin er að reyna að lögleiða sjálfa sig til vaida aftur ; það er ltvorki meira né ntinna. Hún er að reyna að lögleiða það tneð sérstökum lögum en ekki atkvæðum fólksins, að hún sjálf, en enginn önnur stjórn skuli vera við vóld. Þetta eru þau lög, sem fjarst fara þjóðstjórnar hug- tnynd alls þess, sem vér þekkjum. Þessir hátt hérrar hugsa sér að taka nú atkvæði af þeim sem þeir kalla útlendinga; somu mönnunum sem þessir pólitísku skálkar hafa látið skrásetja áður en þeir áttu löglega atkvæði til þess að nota þau atkvæði við kosningar. Af þessum sönnt mönnum ætla þeir nú að taka atkvæði þegar þeir hafa fengið þau með réttu.” J. G. Gillis segir: “Ágæt lög! fyr- irtak! réttlát í fylsta máta! Svona þarf að taka í taumana!” 1 J. H. McVety verkamannaleiðtogi í Vancouver segir: “Stjórnin hefir með þessurn lögum fyrirgert síðasta tilkalli sem hún hafði getað átt til jtess að heita stjórn fólksins i nokkru atriði. Aldrei hefir nokkur stjórn unnið annað eins gjörræði, svo vér vitum til.” “Toronto GÍobe” segir: “Þessi kosningalög eru ekkert annað en flokksbrögð af versta tagi. Reynt er að draga úr sársauka þeint sem það hefir í för með að útlendingar eru sviftir rétti sínum með því að undan skilja þá herskyldu; en lögiit eru röng eigi að síður t eðli stnu og það sem liggur til grundvallar fyrir þeim. Þau koma í bága vrð heiður þjóðarinnar og kasta skugga á hana; þau eru til vanvirðu brezktim stjórnarráðstöfun- um og brezkri sanngirni. Þegar mönn- um af erlendum þjóðflokkum var veitt borgarabréf voru þ'eim einnig veitt borgararéttindi heil og óskert sem engin réttlát lög geta tekið fr,á þeim meðan þeir sjálfir persónulega hafa ekki verið fundnir sekir um neitt brot er slíka hegningu hafði í för með sér. Lögin eru til þess ætluð að svifta rétti hina mörgu borgara í Vesturlandinu, sem eru af þýzkttm eða austurrískum uppruna. Þetta fólk kom hingað samkvæmt auglýs- ingum, tilboðum og beiðni með þeim ákveðnu loforðum og órjúfanlegu samningum að það yrði jafningjar vorir að öllu leyti að þvi er réttindi snerti. Þetta fólk hefir aukið miljón- um dala við auðæfi þjóðar vorrar og bygt upp land vort og ræktað það. Þessi lög hljóta að verða til jjess að leysa upp þau vináttu og samvinnu- bönd, sem hér hafa skapast á milii hinna vmsu þjóðbrota. ;Vér höfum varib tugum ára til þess að sameina hér alla í eina þjóð; þetta verk er nteð þessum lögunt gjörsamlega eyði- lagt. Útlendingarnir munu minnast þess með gremjtt í heifan ntannsald- ur að þeir voru saklausir beittir þeint hnefarétti að taka af þeim atkvæðí og rjúfa við þá samninga.” Hertnannafélagið í Winnipeg sínt- aði Arthur Meighen dómsmálastjóra, sem samdi lögin, og vottaði honum ánægju sína yfir þessu. Vcrkamannaráðið í Toronto kall- aði santan fund þegar kosningalögin voru birt í blöðunum; var stjórnin þar fordæmd fyrir þetta tiltæki: “Þetta eru að eins lög til þess að afla atkvæða með flokki sinum,” sögðtt þeir. “Stjórnin er blátt áfrant að reyna að lögleiða sjálfa sig inn í völdin aftur.” Samþykt var á fundin- um að senda Borden fordremingar- yfirlýsingu, og að þetta verkamanna- ráð sé eindregið á móti þessum fyrir- huguðu kosningalögum, eins og þau hafi birst í bloðunum, með því að þau séu auðsjáanlega einungis flokksbragð til þess að ltalda sér við völd, livort sfem þjóðin vilji eða ekki. Sé no stjórnin að svifta þá sömu menn rétt- um atkvæðis heimildum, sem sami flokkttr hafi sjálfur reynt að koma á kjörskrá áður en þeir v'oru at- kvæðisbærir, í þvi skyni að nota at- kvæði þeirra nteð brögðum — eftir því sem hægt er að skilja lögin eru þau til þess gerð að taka atkvæðis- rétt af þessu sama fólki.” Þannig er yfirlýsing verkamannaráðsins í Toronto; en í Vancouver samjtykkti verkamannaráðið að skora á Borden að veita ölltim konum atkvæði með sömu skilyrðum og mönnum og for- dæmdi þá aðferð að gera upp á tnilli borgara landsins etns og gert væri í þessum lögurn. Kvennfélag t Montreal liélt fund til þess að ræða þessi lög; fordæmdi félagið lögin og samþykti að senda stjórninni yfirlýsing, þar sem krafist væri fullkomins réttar fyrir allar kon- ur með sama skilvrði og ntenn hefðu. Furtdurinn var afar fjölmennur og fordæmingin í einu hljóði. Blaðið “Edmonton Bullitin” segir: “Lögin virðast vera bein yfirlýsing um það að stjórnin og ráðherrarnir hafi tapað tiltrú kiósenda þjóðarinn- ar og kvennfólksins, þess vegna stinga þeir upp á því að taka atkVæði af sumttm, er það hafa og neita að veita kontint atkvæði. Það virðist varða minstu hvort fólkið sé þessum lögum samþykt eða því þyki þau santígjörn: ekki heldur virðist þvi gaumttr gefinn hvort þetta sé satn- rýmanlegt þeim almennu mannrétt- indum, setn menn vorir berjast fyrir austur á Frakklandi; fyrir þeint mannréttindum höfum vér veðsett afkomendttr vora eða komandi kyn- sloðir þessa lands og ætti því sízt við að vér sjálfir brytum þau sömtt réttindi.” Blaðið “Saskatoon Phænix" segir: “Það er auðsætt. að stjórnin hefir tekið til þeirra ráða til þess að reyna að vinna næstu kosningar, sem lengra fara í hlutdrægni en nokkurt annað spor, sem vér munum eftir. Canad- iska þjóðin hefir sannarlega ekkert út á það að setja að konum, mæðt'- um, dætrttm og systrum hermannanna sé veitt atkvæði; en hitt að hinunt starfsömu konum, sem lagt hafa stg fram við nauðsynjaverk í Rauðakross- félögum, þjóðræknisfélögum, félögum “Dætra Bretaveldis” o. fl. skuli synj- að um sama rétt, það hlýtur að sæta fordæmingu allra sannra borgara, og rétthugsandi ntanna og kvenna.” Blaðið “Morning Albertan” segir: “Þessi lög eru hin svívirðilegustit og ranglátustu sem nokkru sinni hafa verið borin upp á canadiska þinginu. Þau eru ill í eðli stnit og svívirðileg t einstökum atriðum. Þatt hafa ekkert markmið annað en það að veita þeirn framhaldsvöld sent við stjónina eru. Þau brjóta______Jteilaga samninga og skyldur við holla og trúa borgara landsins og þjóðarinnar Þau skifta brezk bornunt konuni í tvo flokka. Þau gera atkvæðaseðlana að verðlaunamiðum í stað þess að þeir ertt ímynd réttar, sem enginn hetir heimild að taka né veita á þann hátt sent hér er farið fram á. Alvarleg- asta atriði laganna er þessi hlurdræga nfeðferð ög skifting borgaranna. Ef þetta nær fram að ganga nú, þá et ekkert þvi til fyrirstöðu að stjórnln viö aðrar kosningar taki atkvæði af öðrum borgurum landsins og tabi svo loksins atkvæði af öllum, sem grunaðir séu um að verða á móti stjórninni. Þetta athæfi er ekki fram- ið af fulltrúum fólksins, heldur er það einveldis og oíbeldisráð, sem deyjandi stjórn grínur til í dauða- tej’gjunum.” Blaðið “Toronto Star” segir: “Lög- in eru bæði heimskuleg og ranglát og sýna algjörðan skort á stjórnvizku. Þau svívirða að óverðugu menn og hegna þeirn, sem aldrei hafa aðhafst neitt er ámæli varði, menn sem vér buðum hingað og túlkuðum hingað til Canada til þess að njóta með oss vors frjálsa stjórnarfyrirkomulags. Yer eggjuðum þá að koma til þessa þjóð- stjórnar lands og svo þegar þeir eru komnir þá útilokum vér þá frá þessu frjálsa fyrirkomulagi; neitum þeini um þáttöku í þvt setn vér lokkuðum þá hingað með; tökutn af þeim með ofbeldi það sem þeir höfðu unnið fyrir og meðtekið og farið vel með. Vér fordæmum keisarann fyrir það að brjóta samninga við Belgíumenn og svo rjúfum vér sjálfir samninga af sömu tegund. Vér fordæmum prússneska harðstjórn, en látum kosn- ingar fara fram eftir prússneskutn reglum.” R. B. Graham lögmaður Manitoba stjórnarinnar sagði: “Að v'eita eng- um konum atkvæði nema venzlakon- um hermanna er eitthvert versta pólitíska fordæmi sem afturhalds- flokkurinn getué sett. Það er blátt áfram að ákveða sjálfir atkvæðin sér í hag. Þeir eru ekki þjóðræknari en það að þeir nota sér þjóðræknistil- finning annara til þess að styrkja sinn eiginn flokk. Jafnvel það að taka atkvæði af nokkrum útlending- um sem ætt sína eiga að rekja ti! óvina þjóða er óþjóðlegt og ófrjáls- legt, en getttr verið afsakánlegt á stríðstíma; en lntt að flokka þannig atkvæðisrétt kvenna að þær séu úti- lokaðar, sem líklegar erujll þess að verða á móti er óafsakanlegt.” Blaðið “Halifax Cronicle” flytur þessi orð ttm kosningalögin nýju: “Hafi nokkuð vantað til þess-að full- komna þá flokkshlutdrægni og óhlut- v'endni af ásettu ráði sem hefir verið aðaleinkenni og markmið Bordén stjórnarinnar þá hefir sú silkihúfa nú verið sett upp, þar sem um er að ræða hin nýju kosningalög Meighens. Aldrei hefir jafn viðbjóðslegur van- skapningur í lagalíki verið uppfund- inn til þess að hrifsa atkvæði annars vegar en hindra þau hins vegar til bjargar stjórnar, sem mist hefir alt traust. Nei,'aldrei ltefir slíkur van- skapningur verið borinn fram sem frumvarp óg því síður samþyktur sem lög í canadiska þinginu. Frumvarpið er gagnstætt og fjandsatnlegt grund- vallar stefnur og anda sannarlegrar þjóðstjórnar. Það er stórt spor aftur á bak til þrælslegasta afturhalds. Frumvarpið er í eðli sínu prússneskt en ekki brezkt.” Or bygðum íslendinga Siglunesi 4. sept. 1917. Það rifjaðist upp fyrir mér að eg skulda Lögbergi þetta bréf, eru það eftirstöðvar gamalla viðskifta. Ætla því að senda jjví fáeinar línur. Hér var kökl tíð og þurr alt vorið, frant í júlt. Engi og akrar spruttu því mjög seint. í j'úli komu hér nokkrar rigningar, sem mikið gagn gerðit jarðargróðri og svo komu ofsahitar síðari partinn af júlí. Gras- spretta er hér allvíðast fremur léleg, og margur í vandræðum að fá nóg hey handa gripum sínum. Akrar munu vera í meðallagi, og er byrjað sumstaðar að slá þá. Mjög erfitt er að fá hér verkamenn og kaup liátt, og meiri vandræði verða urn það er fiskiveiði byrjar i haust, því hér þarf ætíð aðfenginn vinnukraft til þess að stunda fiskiveiðar. Frentur hefir verið kvillasamt Itér í sumar. Barnaveiki kom hér á tveimur heim- ilum, dó úr henni stúlkubarn, dóttir Gunnars Hólms, Hayland P.O., efni- legt barn, og bróöir hennar, maður á tvitugsaldri varð |uinglega veikttr. Mánudagintt 20. ágúst lézt hér i byrgðinni, einn af landnemum þess- arar bygðar, Jón Arnfinnsson (T)og Creek P.O.) Þorleifssonar bónda á Hrjót í Hjaltastaðaþinghá. Bana- mein ltans var krabbamein i maga. Hann fluttist vestur voriö 1903 frá Hliðarhúsum t Jökulsárhlíð, ásamt börnunt sínum. Jón var starfsmaður í bezta lagi. hjálpsamur og greiðvik- inn, fór tnanna bezt nteð skepnur, bæði hér og hefma, ekki var hann ríktir maður, en altaf fremur veit- andi en þurfandi. Hann var geðstór og bermáll. En þrátt fyrir það naut hann vinsældar, þeirra er kyntust honttnt þvi hjartað var gott og hönd- in hjálpfús. Hann var grafinn i grafreit á heimtli hans 24. ágúst. Guðfræðisnemi Adam Þorgrimsson jarðsöng hann að viðstöddum nálægt 60 mayins, sem vildu sýna honum virðingu sina og þakklæti fyrir vel ttnnið clagsverk. — Um félagslifið er ekki margt að segja. Hér hefir myndast söngfélag, undir stjórn Jóns Friðfinnssonar tón- skálds, sem hefir verið hér um tíma tvo tindanfarna vetur að kenna söng og hljóðfæraslátt. Áður en Jón fór hélt hann songsamkomu með nemend- um sinum að Hayland Hall. Stúlk- ttrnar í söngflokknum lögðu til ókeyp- is veitingar og arðurinn af þeim og inngangsevrir f$40.00) var gefinn “gömlu bö-nunum” á Betel á Girnli. Samkoman fór vel frant og þótti góð skemtun. A 50 ára afmæli Canada 2. júlí var fjölmenn sarhkoma á Hay- land Hall. Skemtu allir sér þar vel; voru ræðuhöld og söngur, undir stjórn Jóns Friðfinnssonar andlegu skemtanirr.ar. Svo voru knattleikar, stökk, ræðuhöld, glímur og fleiri 1- þróttir sýndar. Var þar gestur for- rnaðttr Grettisfélagsins frá Lundar, Páll Reykdal, og átti góðan þátt í HVAÐ »em þér kynnuð að kaupa af húsbúnaði, þá er hægt að semja við okkur, hvort helalur fyrir PENINGA ÚT I HÖND eða að LÁNI. Vér höfum ALT sem til húsbúnaðar þarf. Komið og skoðið 0VER-LAND H0USE FURNISHING Co. Ltd. 580 Main St., horni Alexander Ave. lOc TOUCH-O 25c Áburður tll þess að fægja málm, er t könnum; ágætt á málmblending, kopar, nlkkel; bæði drýgra og áreiS- anlegra en annaS. Wlnnipeg Silvcr Plate Co., T.td. 136 Rupert St.', Winnipeg. NORWOOD’S Tá-nagia Me ð al Iæknar fljótt og vel NAGLIR SEM VAXA í H0LDIÐ Þegar meðalið er brúkað þá ver það bólgu og sárs- aukinn hverfur algerlega ÞAÐ MEÐAL BREGST ALDREI Tll sölu hjá lyfsölum eða sent með pósti fyrir $1 .00 A. CAROTHERS, 164 (Joseberr> 8t.,St.James Búið tíl í Winnipeg Tals. M. 1738 Skrifstofutími: Heimasími Sh. 3037 9 f. h. til 6 e.h CHARLES KREGER FÓTA-SERFRÆÐINGUR (Eftirm.Lennox) Tafarlaus lækning á hornum, keppum og innvaxandi nöglum. Hraðnudd og fleira. Suite 2 Stobart Bl. 290 Portage Ave., Winrjipeg Sendið Lögberg til íslenzkra hermanna stjórna því. Óskaði hann eftir sam- vinnu niantta hér og á Lundar til að glæða áhuga fyrir leikfimi og líkams- æfinguni. Var að því gjör góður róntur. Talsíma er verið aö leggja frá Mulvi Hill til Dog Creek. Á þar aö verða "Paying Station”. Fyrir þvt hefir staðið Jón bóndi Hávarðsson, Hayland P. O. og eftirlitsmaður frá fylkisstjórninni, sem hefir með hönd- ttnt-að leggia vírana. Er sagt að þvi verki muni lokið um þesasr mund.it. Af þessu ívrirtæki ertt mikil þægindt og hagsmuna von fvrir sveitina, og eruni vér þakklátir þinginanni vorum Skúla Sigfússyni fyrir dugnað hans að koma máli þessu í framkvæmd. — Eg hefi veitt því eftirtekt að nöfn þeirra er farið hafa t herinn hér úr sveitunum íslenzku, hafa ýmist verið skökk, ýmist vantalin. Ætla eg því að telja hér eftir þvi er eg veit bezt. 1. Gunnlaugur Hávarðsson, Sigltt- nes P. O.; kominn aftur, misti ltægri hönd. unum á Frakklandi. 2. Jón A. Johnson, Dog Creek P. O.; ættaður frá Lundar P.O., hefir numið hér land; er nú í skotgröfun um á Frakkiandi. 3. Matthías A. Johnson, Siglunes P. O.; ættaður frá Lundar P. O., hefir tekið hér land; er nú í skrotgröfun- um á Frakklandi. 4. Methúsalem J. Mathews, Siglu- nes P.O., er á Englandi við heræf- ingar. 5. Jón G. Johnson, Dog Creek P. O. , er á Englandi við heræfingar. 6. Egill J. Jónasson, Dog Creek^ Et við heræfingar í Winnipeg. 7. Laurence Fowler fgiftur ís- lenzkri komt hér í hygðinnij er á Englandi ? 8. Benedikt B. Plelgakon, Hayland P. O.; er við heræíingar á Engalndi. 9. Jón J. Johnsson, Hayland P. O., er t skotgröfunum á Frakklandi. 10. Stefán G. Hólm, Hayland P. O., erst skotgröfunum á Frakklandi, Auk þess hafa farið nokkrir kyn blendingar frá Dag Creek, en hver nöfn þeirra efu veit eg ekki. Utn hinar sveitirnar Darwin og Silver Bay, veit eg ekki giögt hverjir farið hafa, en veit þeir eru nokkrir. Svo man eg ekki fleira í fréttum að segja. — Vill ekki Lögb. lofa okkur að vita hvort hægt er að senda bréf til ís- lands ? Vænt þótti okkur um að bæði ís- lenzku blöðin komu nú tveggja daga gömul síðastl. laugardag. Þau hafa urn langan tíma ekki komið fyr en þau hafa verið vikugömul, og sum- tsaðar l/2 viku gömul, á 6 pósthús hér nyrðra. Mátti það ei seinna vera að þessu væri kipt í lag, því fjölda mörgum kaupendum hér þótti orðið svo mikið fyrnskubragð að fréttun- urn er þau fluttu, eftir þenna tima að þeir ráðgerðu að hætta að kaupa þau. Jón Jóitsson, frá Sleðbrjót. The Seymour House John Baird, Eigandi Heitt og kalt vaín í öllum herbergjum Fæði $2 og $2,.l50 á dag. Americ- an Plan. Tals. G. 2242. Winnipeg -FLUTTIR til 151 Bannatyne Ave Horni Rörie Str. f stærri og betri verkstofur Tals. Main 3480 KanalyElectricCo Motor Repair Specialist G I GTVEI K I Professors D Motturas Liniment er hið eina á- byggilega lyf við allskonar gigtveiki í baki, liðum og taugum, það er hið eina meðal sem aldrei bregst. Reynið það undireins og þér mnuð sannfærast. Flaskan kostar $1.00 og 15 cent f burðargjald. Einkasalar fyrir alla Canada MOTTURAS LINIMENT Co. P.O. Box 1 424 Winnipeg Dept. 9 Dr. R. L. HUR5T, Member of Royal Coll. of Surgeons, Eng„ útskrifaSur af Royal College of Physicians, London. SérfræClngur 1 brjóst- tauga- og kven-sjúkdómum. —Skrifst. 305 Kennedy Bldg, Portage Ave. (& mótt Eaton’s). Tals. M. 814. Helmili M. 2696. Tlmi til vitStals: kl. 2—5 og 7—8 e.h. Dr. B. J. BRANDSON Office: Cor. Sherbroeke & William Tblkphonk garrv 3BO Officb^Tímar: 2—3 Heimili: 776 VictorSt. Tblrphone garrv 381 Winnipeg, Man. Dagtals. St.J. 474. Næturt. St.J.: 866. Kalli sint & nótt og degi. DII. B. GERZABEK. M.R.C.S. frá Englandi, L.R.C.P. frá London, M.R.C.P. og M.R.C.S. frá Manitoba. Fyrverandi aBstoSarlæknlr við hospital I Vtnarborg, Prag, og Berlin og fleiri hospitöl. Skrifstofa I eigin hospltali, 415—417 Pritchard 4ve„ Winnipeg, Man. Skrifstofutími frá 9—12 f. h.; 3_6 og 7—9 e. h. Dr. B. Gerzabeks eigið hosin'tal 415—417 Pritchard Ave. Stundun og lækning valdra sjúk- linga, sem þjást af brjóstveiki, hjart- veiki, magasjúkdómum, innýfiaveiki, | kvensjúkdómum, karlmannasjúkdóm- um, taugaveiklun. Vér leggjum sérstaka áherzlu á að selja meðöl eftir forskriftum lækna. Htn beztu lyf, sem hægt er að fá, eru notuð eingöngu. pegar þér komlð með forskriftina til vor, megið þér vera viss um að fá rétt það sem læknirinn tekur til. COLCLETJGH & CO. Notre Danie Ave. og Slierbrooke St. Phones Garry 2690 og 2691 Glftingaleyfisbréf seld. »r. O. BJORN8ON Office: Cor, Sherbrooke & William TELEPDONEtQARRV 3Jl* Office-tímar: 2—3 HKIMILI: 784 Victor St.aet fELEPMONKl GARRY TÖ3 Winnipeg, Man. Dr- J. Stefánsson 401 Boyd Buildirtg C0R. P0RTIVCE AVE. íc EDM0JIT0(l ST. Stundar eingöngu augna, eyina. nef og kverka sjúkdóma. — Er aS hitta frákl. 10 —-12 f. h. ag 2-5 e.h,— Talsími: Main 3088. Heimili 105 Olivia St. Talsími: Garry 2815. Heilbrigði. Drepsóttir. (Alþýðufyrirlestur haldinn á Akur- eyrt veturinn 1917). Eftir Steingríni Matthíasson. I. Dauði og djöfull. I’egar eg var að byrja læknisnám í Kaupmannahöfn, þurfti eg, eins og aðrir læknanentar, að útvega mér mannabein. Ekki til að fremja ncitia galdra, lteldur til að nota þau við námið i beinafræði. En stundum gat verið örðugt að ná í bein. því nem- endur voru margir og eftirspurn ntikil. Þá vildi svö til, að verið var að grafa fyrir húsgrunni úti á Aust- urbrú, og komu menn þá niður á hrúgur á mannabeinum. Þar lágu beinagrindur í kös, hver ofan á ann- ari; og þarna fengum við lækna- stúdentar mannabein eftir vild og meira en það. fVið tildruðum þessum beinum upp á borð og hillur hjá okkur, með- fram af fordild, til að sýna, að við værum læknar og ekkert myrkfælnir vtsindamenn, og alls ekki prestlingar! — Eg skal annars láta þess getið, að hvorki varð 6g né aðrir félagar mín- ir varir við draugagang, eða að fram- liðnir væru að heimsækja kjúkur sín- ar, sbr. “Fáðu mér beinið mitt Gunna!”) En hvernig stóð á þessari beina- grindamergð? Jú — það voru leifar framliðinna, sem höfðu dáið úr pest- inni eða svartadauða. Þá var ekki tínii til að smíða utan um fólkið, heldur fóru likvagnar unt bæinn á degi hverjum, til að safna likunum þvi að lileypa fjöri í “sportið” og sarnan, og var þeim svo steypt ofan i stóra santeiginlega gryfju utan við borgina. Hugsið ykkur drepsótt eins og svartadauða, — drepsótt, sem á stutt- um tíma eyðir fullum tveim þriðjung- um landsmanna. Stundum kom það fyrir, að sumir bæir og sveitir eydd- ust algerlega af fólki. Eða ltingað og þangað heyrðist barnsgrátur, er alt fullorðna fólkið var dáið. 1 Aðalvík dóu allir sveitungarnir, nema einn piltur, Ögmundur löðttrkólfur, og ein stúlka, Helga beinrófa, segir i annálum. Og var ekki undarlegt, að þau giftust á eftir. En mest bar þó á mannfellinum í stórum þéttbýl- um borgum, þar varð hvert húsið mannlaust á fætur öðru. Prestarnir dóu, læknarnir dóuj líkmennirnir dÓtt. T>að varð ekki sungit5 yfir líkunum, sjúklingar fengu enga hirðingu og ntenn urðu í vandræðunt nteð öll lík- in, sem rotnuðu og úlnuðu, svo loft- ið spiltist af ódaun. Og fólk reyndi að flýja undan ósköpunttm, en tók með sér sóttnæmið og sýktist á leið- inni og sýkti aðra út frá sér. Lækn- arnir gátu ekkert gagn gert, og marg- ir þeirra flýðu eins og aðrir. — Kamfóra í pung um hálsinn, sem annars átti að fæla ntarga sjúkdóma, dugðt ekkert, og heldur ekki kross- ntark né Maríusöngvar og bæúa- gjörðir gátu engtt áorkað. Pestin kom eftir sent áður og feþli jafnt unga sem garnla. Þá féll mörgum allttr ketill í eld, og þá köstuðu marg- ir trúnni og álitu guð ýmist vera orð- inn vanmáttugan, eða að djöfullirtn sjálfur væri tekinn við stjórninni. Við, sem núna lifum hér á landi, höfum i rauninrti átt við svo got: að búa alla okkar æfi, jafnvel gamlir menn. að trúin á höfund 'þess illa i heitninum er farin að dofna hjá okk- ur. “Nú er hún gantla Grýla dauð”, segja börnin, og eg held, að fæstir hugsi sér nokkurn persónulegan diöf- ul lengur. En það var sú tíð, að sú trú var drotnandi, að til væri djöfull og hann illur; og einkum fékk sú trú æt'ð byr undir vængi, þegar gengu drepsóttir, eldgos og önnur óáran. Og þið getið reitt ykkur á, að sú trú kemur víða upp núna úti í útlöndum, þar sem styrjöldin geysar og vekur upp svo marga drauga, sem áttu að heita kveðnir niður. Hver stjórnar drepsóttum, -styrj- öldum og illu? “Guð”, segja kristn- ir menn, og segja, að hann noti hið illa sem refsingarvönd á syndttga menn. En Persar sögðu, að guð ('Ahttramazda) hefði aðeins skapað hið góða og léti aðeins gott af sér leiða. Djöfullinn ('Ahríman) væri hfnsvegar höfundur hins illa. Og svo et að sjá, sem skáldið Byron hafi verið Persatrúar, þegar hann orti Manfreð. fÞar lætur Byron refsinornirnar og illa anda loftsins færa Ahríman þetta kröftuða kvæði. sem sýnir, hvi- líkt vald hann ætlaði djöfsa: fFranth.) Dr. M. B. Halldorson 401 Boyd Building; Cor. Portage Ave. og Edmonton St. Stundar eingöngu berklasýki og aðra lungnasjúkdóma. Er að finna á skrifstofunni kl. 11 —12 f.m. Og kl. 2—4 e.m. Skrifstofu tals. M. 3088. Heimili: 46 Alloway Ave. J||ARKET JJPTEL VH5 sölutorgið og City Hall $1.00 til $1.50 á dag Eigandt: P. O’CONNELL. J. G. SNÆDAL, JANNLŒKNIR 614 Someraet Block Cor. Portage Ave. og Donald Streot Tals. mam 5302. THE IDEAL Ladies & Gentlemens SH0E DRESSING PARL0R á móti Winnipeg leikhúsinu 332 Notre Dame. Tals. Garry 35 JOSEPH TAYLOft, LÖGTAKSMAÐUR Heimilis-Tals.: St. John 1844 Skrifstofu-Tals.: Main 7978 Tekur lögtaki bæði húsaleiguskuldir, veðskuldir, vixlaskuldir, Afgreiðir alt sem að lögum lýtur. Room 1 Corbett Blk. — 615 Maln St. Talsímið Main 5331 HOPPS & Co. BAIUFFS Tökum Iögtaki, innheimtum skuldir og tilkynnum stefnur. Room 10 Thomson Bl., 499 Main TH0S. H. JOHNSON og HJÁLMAR A. BERGMAN, fslenzkir lógfræBÍBgar. Skr-ífstofa:— Room 8ii McArthur Building, Portage Avenue Ab.tun: p. O. Box 1650. Telefónar: 4503 og 4304. Winnipeg Gísli Goodman TINSMIÐUR VERK6TCEBI : Korni Toronto og Notra Dame Q. rry°29B8 •sarry 2088 Ossrry 889 > J. J. Swanson & Co. Verzla með fasteignir. Sjá um lmp á húsum. Annast lán ekUábyrgthr o. fk H4nu] 0« A. S. Bardal 843 Sherbrooke St. Selur líkkistur og annast um útfarir. Allur útbúnaður sá bezti. Ennfrem- ur selur hann alskonar minnisvarða og legsteina. Heimilis Tala. . Qarry 2151 Skri-fstofu Tala. - Garry 300, 375 Giftinga og rT7“ Jarðarfara- meÖ litlum fyrirvara Birch blómsali 616 Portage Ave. Tals. 720 ST. JOHN 2 RING 3 Electric French Cleaners Föt þur-hreinsuð fyrir $1.25 því þá borga $2.00 ? Föt pressuð fycir 35c. 484 Portage Ave. Tals. S. 2975 Canadian Art Gallary 585 MAIN ST. WINNIPEG Sérstök kjörkaup á niyndasta'kkun Hver sem lætur taka af sér mynd hjá oss, fær^sérstaka mynd gefins. Sá er lætur stækka mynd fær gefins myndir af sjálfum sér. Margra ára íslenzk viðskifti. Vér ábyrgjumst verkið. Komið fyrst til okkar. cAnada aht gai.lery. N. Donner, per M. Malitoski. Fred Hilson ITppboðsltaldari og virðingantaður Húsbúnaður seldur, gripir, Jarðir, fast- eignir og margt fleira. Hefir 100,000 feta. gðlf pláss. Uppboðssölur vorar á miðvikudögum og laugardögum eru orðnar vinsælar. — Granite Galleries, milli Hargrave, Donald og Ell'ice Str. Talsímar: G. 455, 2434, 2889 Lightfoot Transfer Co. Húsbúnaður og Piano ^ flutt af mönnum sem vanir eru því verki. Tals. Garry 5071 544 Elgia Ave. Art Craft Studios Montgomery Bldg. 2\5'2 PortageAv í gamla Queens Hot«I ‘ G. F. PENNY, Artíat Skrifstofu talsimi ..Main 2065 Xeimilis talsími .. Garry 2821 Heilsusamleg sending Ef Jdú þjáist af lystarleysi, eða af meltingin er slæm, ef þú hefir harðlífi, vindspenning höfuðverk, súran maga, upp- þembu eftir máltíðir, ef svefn- inn er óreglulegur, ef þ»ú ert taugaveikur eða þunglyndur, eða hefir tapað öllum áhuga, þtá taktu Triners American El- ixir of Bitter Wine. Þetta áreið- anlega lyf, búið til úr beiskum jurtum, hreinsar magann. gef- ur matarlyst, bjálpar meltingar færunum, styrkir taugarnar og byfiféh þig upp. Verð $1.50 í lyfjabúðum. —v Ef þú átt vanda fyrir gigt og e f þú held- ur ekkert geti hjálpað þér, þ>á reyndu Triners Liniment, það er sterkt meðal og lítið af því fer langt að lækna. Einnig er það gott við tognun, stirðum liðamótum, bólgu o. fl, það meðal mun gera skyldu sína. Verð 70c. í lyfjabúðum eða með pósti. Jos. Triner, Mfg Chemist 1333-39 S. Ashland Ave., Chicago, 111.

x

Lögberg

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.