Lögberg - 13.09.1917, Blaðsíða 4
4
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 13. SEPTEMBER 1917
Pðberg Gefið út hvern Fimtudag af The Col- umbia Preis, Ltd.,]Cor. William Ave. & Sherbrook Str., Winnipeg, Man. TALSIMI: CARRY 2156 SIG. JUL. JÓIIANNESSON, Editor J. J. VOPNI, Business Manager Utanáskrift til blaðsins: THE COLUMBI^ PRESS, Ltd., Box 3172, Winnipeg. W|at\. Utanáskrift ritstjórans: EDIT0R L0CBERC, Box 3172 Winnipeg, ^an. VERÐ BLAÐSINS: $2.00 um árið. ‘*0*>27
Sorgarmyndir úr daglega lífinu
“Pað skeði í fyrra, það skeði í ár,
það skeður líklega að ári.”—J. ó.
Vér vorum staddir í leikhúsi Guðmundar
Christie á hominu á Ellice og Sherbrooke á fimtu-
dagskveldið var. par fór fram myndaleikur sem
nefnist “Tortured heart.”
Efnið í leiknum er bæði almengt og eftirtekt-
arvert, og tekið úr daglega lífinu, jafnt hjá öllum
þjóðum. Efnið er sem hér segir:
Fullorðinn prestur hefir mist ástmey sína
þegar hann var ungur, aldrei felt hug til annarar
konu síðar, en lifað andlegum samvistum með
henni. Hann trúir því að hún lifi í öðrum heimi
og honum finst hún vera nálæg sér; einkum þegar
hann nálgast guð í bænum sínum.
Sýningin byrjar á því að prestur þessi er 9
sýndur þar sem hann talar við guð sinn um unn-
ustu sína og kemst svo nálægt henni í hugsuninni
að honum finst, sem hann sjái hana. Er svipur-
inn sýndur, en hverfur þegar presturinn ávarpar
hann.
öðrum þræði sést út á víðavang. Eru þrum-
ur og eldingar og hið ægilegasta veður sem hugs-
ast getur. En úti í skógi og fimindum hrekst
kona, sem sjáanlega er í svo djúpri angist að engin
orð geta lýst.
Presturinn fer út úr húsinu, en finnur við
dymar lifandi barn. Hann tekur það og skoðar;
þykist hann þess sannfærður að móðirinn sé dáin
og viknar við. Bréfmiði er í fötum barsins og á
hann ritað nokkur orð til prestsins; er það frá
konu sem segist vera móðir þess; segist hún verða
liðið lík þegar hann elsi þessar línur og biður hann
fyrir bamið sitt.
Presturinn kemst við af þessari raunverulegu
sorgarsögu; pykir sjálfsagt að þetta sé sending
til sín frá guði; hann sé til þess valinn og til þess
skyldugur að ala upp þetta bam og ásetur sér að
gera það.
Allskonar slúðursögur berast um bæinn í
sambandi við þetta og málugar konur í skrautleg-
um búningum em á þönum fram og aftur talandi
um “hneykslið” frá ýmsuih hliðum.
Síðan koma konumar í stór hópum til prests-
ins að sjá bamið og tala um það. Segja þær hon-
um að það taki engu tali að hann ali bamið upp
og krefjast þess að hann láti það á náðir hins
opinbera.
pær halda að nóg sé að kosta prestinn sjálfan
og kirkjuna, þótt ekki sé farið að ala upp óviðkom-
andi króga; og eru þær mjög alvarlegar á svip.
En presturinn heldur fast við sína skoðun;
biður safnaðar konur sínar að minnast orða Krists
þar sem hann segir: “Leyfið bömunum að koma
til mín og bannið þeim það ekki.”
Segir prestur að til þess séu orð Krists kend
og verk hans boðuð að eftir þeim eigi að breyta
og þetta pé sending frá guði til þess að reyna og
prófa hvort hugur fylgi máli hjá sér og söfnuði
sínum.
Ein kona eða stúlka kemur fram og segir að
áhyggjum skuli létt af hinum safnaðarkonum
prestsins að því er kostnaðinn snerti, því hún seg-
ist skulu leggja fram nægilegt fé til þess að fóstra
bamið ef presturinn vilji veita því heimili og upp-
eldi. — pað verður að samningum.
Nú vill presturinn skíra barnið og á það að
fara fram í kirkjunni; en safnaðarfólk hans setur
sig upp á móti því; þykir það vanhelga musteri
guðs að skíra þar bam, sem ekki sé víst hvemig
sé til komið; ef til vill óskilgetið, ef til vill barn
konu sem framið hafi sjálfsmorð. — Nei, slíkan
blett má ekki líða í kirkjunni þeirra.
En presturinn gefur sig ekkert að því hvað
safnaðarfólkið segir; hann er sjálfur mættur í
kirkjunni með bamið í fanginu til skíraar og spyr
hvað eftir annað hvort ekki finnist nein kona eða
neinn maður þar inni, sem fáist til að halda bam-
inu undir skím; en allir þegja og hrista höfuðin
með djúpri fyrirlitningu—og ólundarsvip.
En konan sem bauðst til að leggja til fram-
færslufé barnsins situr úti í krókbekk og er auð-
sjáanlega í djúpum og sárum hugsunum.
Loksins stendur hún upp, gengur inn eftir
kirkjugólfinu og býðst til þess að halda baminu
undir skírn;, en presturinn velur baminu—sem
var stúlka—nafn hinnar dánu unnustu sinnar.
Hann trúði því að guð og hún hefðu sent sér þenn-
an nýfædda engil til gleði og huggunar á ellidög-
unum.
fevo líður og bíður; barnið vex og þroskast og
verður gjafvaxta stúlka; kemst hún í kynni við
óhlutvandan mann, sem lék mesta prúðmenni, en
var í raun réttri skálkur og óskírlífismaður. Hann
nær ástum hennar og þau heita hvort öðru eigin-
orði; en áður var hún heitin ungum manni og ær-
legum.
Presturinn og konan sem kostaði uppeldi henn-
ar feldu sig ekki við þennan fyrirhugaða ráðahag
fyrir stúlkuna, sem var sama sem dóttir þeirra
beggja, þótt þau væm hvorki hjón né skyld að
neinu leyti. Út af þessu skapast áhyggjur og
óánægja. En þorparinn fær þessa ungu stúlku til
þess að strjúka með sér og sendir hún prestinum
fáeinar línur þar sem hún segir honum að þau
séu gift.
Sorg prestsins og konunnar sem ól hana upp
verður óútmálanleg.
þorparinn sem tældi þessa saklausu ungu
stólku fer svo illa með hana að lífið verður henni
óbærilegt. Hann segir henni að sér hafi aldrei
þótt vænt um hana; hryndir henni og ber hana og
kvelur á allan hátt.
Loksins kemur þar að stúlkan skrifar fóstur-
föður sínum og segir honum hvemig komið er;
mælist hún til þess að fá að koma heim aftur, því
ekkert nema örvænting og dauði bíði sín þar sem
hún sé.
En þorparinn hafði stolið bréfi sem fóstra
konu hans átti, þar sem hann komst að leyndar-
máli er hann hótaði að koma upp ef hún léti hann
ekki hafa stóra peningaupphæð.
Hún tekur það ráð að sega prestinum þetta
leyndarmál og taka afleiðingunum, hverjar sem
þær verði. Og leyndarmálið var þetta.
Hún hafði heitið eiginorði manni sem hún unni
hugástum þegar hún var ung stúlka. Fólk henn-
ar setti sig eindregið upp á móti því. pau giftust
leynilega; en það komst upp og bróðir hennar
drepur mann hennar í einvígi.
Hún hafði verið þunguð þegar maður hennar
var veginn, og þegar hún varð léttari var hún rek-
in úr foreldrahúsum með harðri hendi með nýfætt.
barnið í fanginu og kastað út á klakann.
Sálarstrið hennar var meira en orð geti lýst
Hún hafði heyrt um mannkosti þessa sannkristna
prests, og tók það ráð að fara með bamið sitt
þangað heim og láta það við dymar hjá honum.
Hún var því móðir stúlkunnar og sál hennar
því eðlilega hnýtt enn þá nánar við hana vegna
kringumstæðanna en venjulega gerist, eins og
skiljanlegt er.
Sýningin endar þannig að stúlkan kemur heim
aftur og er tekið við henni tveim höndum af móð-
ur hennar, prestinum og gamla unnustanum, sem
altaf hafði þráð hana.
Af þessum myndaleik er margt að læra, og
hann endurtekur sig svo að segja árlega hingað
og þangað; að minsta kosti sum atriði hans.
pekkjum vér ekki í voru íslenzka þjóðlífi ótal
dæmi þess að troðið hefir verið á hjörtum og t'l-
finningum ástvina, eins og þessi leikur sýnir?
þekkjum vér ekki konur sem lifað hafa við sorg
og svartnætti alla daga fyrir þá grimd, sem þeim
hefir verið sýnd í heimahúsum í sambandi við
þeirra helgustu tilfinningar ?
pekkjum vér ekki foreldra sem myrt hafa
bömin sín á þann hátt eða eitrað alla framtíð
þeirra? pekkjum vér ekki böm sem kastað hefir
verið út á klakann eins og hér ræðir um, þótt þau
hafi ekki verið svo gæfusöm að lenda í líknarhönd-
um sannkristins prests? pekkjum vér ekki fólk
sem lifir hvem dag í dýrðlegum fagnaði; þykist
fylgia kenningum kærleikans, en vill ekki saurga
sjálft sig með því að taka þátt í aðalstörfum krist-
indómsins—kærleiksverkunum, þar sem þeirra er
mest þörf.
pekkjum vér ekki marga, sem fúsari eru að
kasta steinum án sanngjarnra rannsókna, en
meistarinn var forðum? pekkjum vér ekki þá,
sem virðast hafa gleymt því að trúin verður ekk;
af öðru sýnd og sönnuð en af verkunum?
pekkjum vér ekki hins vegar gálausa og sál-
arlausa menn, senr leika sér að tilfinningum ungra
og saklausra stúlkna, eins og hverju öðru glysi,
sem til þess sé að skemta sér að án tillits til allra
afleiðinga fyrir framtíð þeirra?
Jú, vér þekkjum þetta alt í vom íslenzka þjóð-
lífi, bæði vestan hafs og austan; og þessi mynda-
leikur ætti að geta opnað augu margra foreldra;
margra svokallaðra kristinna manna; margra
hugsunarlítilla stúlkna, og ekki sízt margra gjálíf-
ismanna.
Stórhneyksli.
pau gerast svo mörg og svo stór hneykslin í
Canadaþinginu nú upp á síðkastið að þau hverfa
hvert fyrir öðru.
Eitt er það sem þar er að gerast nú, sem nóg
væri til að fylla allar framsíður stóru blaðanna
með rauðu, stóru letri og alla ritstjómardálka
með stórorðum mótmælum, ef ekki væri svo margt
annað um þessar mundir, sem dregur athygli fólks
frá þessu höfuðhneyksji.
pað er lýðum ljóst að C.N.R. félagið hefir
verið einhver sú versta og þyngsta byrði fjár-
hagslega, sem canadiska þjóðin hefir orðið að rog-
ast með undanfarin ár.
Tveir menn—MacKenzie og Mann— hafa náð
á vald sitt löggjöfum þjóðarinnar og fulltrýum
hennar til þess að opna fyrir sér fjárhirzlu ríkis-
ins með svo löngum og naglhvössum fingrum að
fádæmum sætir.
Fimtán miljónir, fjörtutíu og fimm miljónir,
tuttugu og þrjár miljónir dala og svo framvegis
eru þær upphæðir sem i þessa hít hefir verið kast-
að núna rétt nýlega, fyrir utan alla þá tugi mil-
jóna, sem áður voru komnar.
Nú er þjóðin komin í skuld sem nemur hálfri
annari biljón ($1,500,000,000) eða $214.00 á hvem
mann, konu og barn í öilu ríkinu, og er búist við
að hún aukist um $500,000,000 áður en stríðinu
er lokið.
f viðbót við alt þetta kemur það svo eins og
þruma úr heiðskíru lofti að stjómin í Ottawa,
sem í raun og sannleika er löngu dauð, ber upp
frumvarp þess efnis að þjóðin skuli á þessum
hörmungatímum taka á bak sér aukabyrði er nemi
ekki minna en sex hundruð og fimtíu miljónum
dollara ($650,000,000;.
pessar tvær blóðsur,ur, MacKenzie og Mann
hafa þannig stjómina í hendi sér að hún ber fram
lagafrumvarp um þaó að þjóðin taki jámbrautir
þeirra eftir að þeir hafa eytt ógrynni fjár frá
þjóðinni og eru gjaldþrota.
Ekki ætlast þessi dauða stjóm til þess að
þjóðin fái brautimar fyrir það sem hún hefir
lagt fram, þótt það sé ljóst að hún jafnvel tapaði
stórfé á þann hátt; heldur á að borga þessum
tveimur mönnum og öðrum auðugum hluthöfum
tugi miljóna úr vasa iolksins fyrir ekki neitt.
Nefnd manna skipuð af stjóminni sjálfri hefir
rannsakað málið og gefið þá skýrslu að þessir
menn eigi ekki eitt einasta cent í brautinni og
þvert ofan í þann dóm á að dæma þjóðina til þess
að borga þeim tugi miljóna.
Og þetta flýtir stjórnin sér að gera rétt áður
en hún fellur ofan í þá djúpu og dimmu gröf fyrir-
litningar, sem hún hefir grafið sjálfri sér.
Og ekki nóg með það, heldur grípur hún til
þeirrar harðstjórnarráða, sem æfinlega hafa ver-
ið kölluð þrælatök að banna þeim að tala er á móti
vilja mæla.
Stjómin lýsir því yfir að andstæðingar hennar
í þinginu verði að þegja til þess að hægt sé að
koma þessu í gegn og hún notar hnefarétt at-
^kvæðamagnsins til þess að samþykkja afnám mál-
frelsis á meðan hún vinnur ódáðaverkið.
peir sem í nefndinni voru og dæmdu það að
McKenzie og Mann ættu ekki eitt einasta cent í
brautunum eða því sem þeim tilheyrði, heita
Drayton og Ackworth; dæmdu þeir það að þjóðin
hefði þegar borgað fult verð og það hátt fyrir
hvern þumlung í brautinni.
petta vissi Bordenstjómin árið 1915 þegar
McKenzie og Mann báðu um $45,000,000 í viðbót,
og fengu það með því að veðsetja brautina. Var
því þá heitið statt og stöðugt að ef þessi uphæð
væri ekki borguð á réttum tíma eða rentur af
henni, þá skyldu brautirnar falla í hendur þjóð-
arinnar.
Nú gátu þessir menn ekki borgað, eða þóttust
ekki geta það, og þá svíkur stjórnin það loforð að
þjóðin fái veðið.
Nú er ekki þar með búið, heldur á að selja
þjóðinni í viðbót við það að hún tapi hinu, sex
hundruð þúsund (600,000) hluti í félaginu, sem
auðmenn í Toronto hafa keypt í Lodnon fyrir
40% óg á fólkið í Canada að borga fyrir þá 100%.
Nákvæmlega hefir það verið reiknað út að fé-
lagið skuldi um $15,000,000 meira en það er virði
og sést því hvernig verið er að fara með þjóðina.
petta mál er svo ljótt, svo stór svívirðilegt að
það mundi taka allan huga þjóðarinnar ef ekki
stæði á eins og nú gerir. Hér er verið að fremja
á henni það versta gjörræði sem sagan þekkir.
Á deyjanda degi — nei, löngu eftir reglulegt
andlát er þessi stjórn að taka saman höndum við
fjárglæframenn ríkisins til þess að vinna það verk
er óhreinast er flestra verka — jafnvél flestra
hennar verka, þótt þau séu mörg ekki hrein.
Herskyldulögin og kosningalögin telja menn
að séu aðeins fram komin til þess að vekja svo
mikinn hávaða að ekki verði tekið eftir þessu
höfuðhneyksli.
Sifton hefir látið mikið til sín taka í sambandi
við þetta mál og er það engin launung að hann
muni verða nokkrum miljónum auðugri ef leik-
urinn takist, eins og líkur eru til að verði.
Yfir höfuð bendir alt á það að stjómin sjái
daga sína talda og hafi því tekið sama ráð og
ræningjar eða aðrir óbótamenn gera, þegar þeir
eru umkringdir. peir grípa þá til alls hins versta
og ófyrirleitnasta; svífast einskis.
Margar ræningjasögur eru til sem frá því
► segja að slíkir menn virðast hafa orðið vitstola
og skotið á alt og alla sem þeir náðu til.
pannig er það með þessa stjórn. Hún veit að
ef sanngimi ræður eru hennar dagar taldir. Hún
veit að ef henni er hrundið af stóli þá komast upp
um hana svo ljót verk að Roblins hreiðrið hefir
verið svo að segja hreint samanborið við það;
hún hugsar sér því að lögleiða sjálfa sig inn í em-
bættið aftur með því að leyfa þeim einum atkvæði
er hún hyggur munu verða sín megin, en brjóta
lög á þeim borgurum landsins, sem hún óttast að
hafi opin augun fyrir svívirðingum hennar.
Af þessum ástæður er það einnig að stjómin
flýtir sér með þetta jámbrautarhneyksli fyrir
kosningarnar.
Ræða Dr. Neelys er þess ljós vottur að svo
lítur út sem Sifton hafi ætlað að reyna að fá
Laurier til þess að vinna þetta óþokkaverk, en mis-
tekist og þá snúið sér til Bordens.
Ef svo er sem út lítur fyrir og margar líkur
benda til að þetta sé aðaláhugamál þeirra og hítt
annað haft til blekkingar, þá er það ekki að-
al atriðið fyrir þeim að vinna stríðið, heldur hitt
að vinna kosningamar.
Snörurnar voru kænlega lagðar fyrir frjáls-
lynda menn; þeim var talin trú um að alt sam-
steypuhjalið væri af einskærri þjóðrækni; öll
flokkaskifting ætti að leggjast niður. Sumir
þeirra glæptust á þessu; voru of auðtrúa, en sem
betur fer eru nú augu þeirra farin að opnast.
y Brögðin voru þau að fá frjálslynda menn i
stjórnina án samþykkis fólksins, því það sáu þeir
stjórnarsinnar að fólkinu yrðu aldrei viltar sjónir
nægilega. Svo átti að koma fram öllum skálka-
pörum í nafni beggja ílokkanna, þar sem ekki var
hægt að koma með aðfinningar ef hvorirtveggja
væru jafn sekir.
En Laurier bjargaði þjóðinni; bjargaði land-
inu; bjargaði heiðri flokks síns og sínu eigin nafni
og orðstýr.
Og svo verða kosningar óhjákvæmilegar. En
ekki er að reiða sig á það að fólkið verði blindað,
þess vegna verður að binda það; taka af því at-
kvæðin nógu mörgu, þeim er bezt finna til þræla-
takanna, til þess að stjórnin sama sem kjósi sig
sjálf.
En það er skammgóður vermir að hella heitu
vatni í skó sinn. pessi svívirðilega stjóm, sem
jafn miklu gjörræði hefir beitt má trúa því að
þegar hún er komin í gegn um hinar svokölluðu
kosningar og þannig búin að kjósa sjálfa sig, ef
henni tekst það, þá kólnar henni á fótum ekki
síður en manninum sem helti heitu vatni í skóinn
sinn og fór út í frost.
pessi stjóm á þá þau vissu forlög fyrir sér að
frjósa í hel á eyðimörku haturs og fyrirlitningar
frá þeirri þjóð er hún átti að vemda og verja, en
kúgaði með alls konar þrælatökum.
... ................................
SÓNHÆTTIR
(Sonnets).
---------------------------- .
XI. Jafnrétti.
Hún vakti heiminn kenningin um Krist
Hinn innra frið, þótt ytra fjötmm læst,
hver aðþrengd mannsál hlaut. pað veldi glæst
var bróðurelskan. Samúð fremst og fyrst.
Hinn minsti hlaut sem mesti, sömu vist.
Og þótt sá draumur hafi ei heimi ræzt
á hundrað nítján árum — orðið stærst
á eilífð sjálfa’ að framtíð, inst og yzt.
Og sjá! f ógnum elds, sem brennir lönd,
býr dauði ’ins krýnda og auðga ægivalds,
í bylting márgra ára’ er elta frið.
pá ytra jafnt sem innra losna bönd.
Hver þjóðeign rís úr ránsklóm afturhalds.
Sú jafnaðsstjóm býr Jesú opið hlið.
P- P. P.
THE DOMINION BANK
SIR EDMUND B. OsLER, M.P,
President
W. D. MATTHEWS,
Vice-President
Hagsýni hjálpar til að vinna stríðið
Byrjið sparisjóðs reikning og bætið við hann reglulega
Notre Dame Branch—W. M. HAMIDTON, Manager.
Selkirk Branch—M. 8. BURGER, Manaj(er.
1
■
NORTHERN CROWN BANK
HöfuSstóll löggiltur $6,000,000 HöfuÖstólI gr«iddur $1,431,200
Varasjóðu......$ 848,554
formaöur - -- -- -- -- Capt. WM. ROBINSON
Vlce-Presiilent - JAS. H. ASIIIÍOWN
Slr D. C. CAMERON, K.C.M.G. W. R. BAWI.F
E. F. HUTOHINGS, A. McTAVISII CAMPBEIiD, JOHN STOVIEIí
Allskonar bankastörf afgreidd. Vér byrjum reikninga vl8 einstakllnga
e8a félög og sanngjarnir skilmálar veittir. Ávlsanlr seldar til hva8a
staSar sem er á Islandl. Sérstakur gaumur gefinn sparisjóSsinnlögum,
sem byrja má me8 1 dollar. Rentur lagSar viB á hverjum 6 mánutum.
T- E. THORSTEINSSON, Ráðsmaður
Co William Ave. og Sherbrooke St., - Winnipeg, Man.
Frank Oliver.
Frank Oliver talar máli (ólksins
“A8 svifta -nenn atkvæSisrctti sem
komiö hafa til Canada í fullu trausti
til þess aS flýja herskyldu í sínu eig-
in landi”, sagSi Frank Oliver, “menn
sem tekiS var hér báSum höndum og
þeir eggjaSir á aS koma, er óafsak-
anlegt og óbrezkt. ÞaS er háborin
svívirSing aS taka kosningarétt af
canadiskum borgurum án nokkurra
afsakana og án þess aS hægt sé að
benda á aS þeir hafi í hinu minsta
brotiS borgararétt sinn. Slíkar aS-
farir eru hnefahögg í andlit allrar
samvinnu og samþýSanleiks hinna
ýmsu þjóSbrota hér í landi framvegis
og á þvj ber stjórnin ábyrgS sem af
þessu kann aS leiSa.
Stjórnin er aS brjóta samninga við
þessa menn, góSa borgara landsins
bessir menn hafa ekki aShafst neitt
rangt; meiri hluti þeirra kom hingaS
til Canada sökum þess aS ]ieir voru
á móti þýzkum herlögum. Þeim vat
sagt aS ef þeir vildu koma og byggja
upp landiS, þá hlytu þeir öll borgará-
réttindi í fylsta máta. Þeir hafa upp-
fylt skyldur sínar, en nú ætlar stjórn-
in aS taka af þeim atkvæSi af því aö
hún er hrædd um aS þeir muni greiSa
þau meS liberal flokknum.
ÞaS er í fylsta máta gjörræSis fult
aS svifta Galiciumenn atkvæSisrétti
í Canada. Þótt þessir menn séu fra
landi sem nú heyrir til Austurríki,
þá eru þeir meS Rússum í stríSinu
og hafa aldrei veriS meS MiSríkjun-
um”.
Þegar hér var komiS ræSu Olivers,
tók R. B. Bennett fram í og spurSi
hvort þaS væri ekki satt aS sumir
Galiciumenn í vesturlandinu værn
frændur sumra herforingja í liSi
Austurríkis.
“Hvernig ætfi aS nota þaS sem á-
stæSu fyrir því aS taka atkvæSi af
þessum ‘ mönnum?” sagSi Oliver.
“HvaS getum vér þá sagt mn kon-
ungsættina á Englandi? Þegar stríS-
iS hyrjaSi b’.iSust Galiciumenh til
þess aS safna herdeild og fara í stríS-
iS. BoSi þeirra var neitaS; en samt
hafa margir fariS í stríSiS.
Clifford Sifton í klemmu
Andlegri sprengikúlu kastaSi Dr.
D. B. Neely á fundi sem haldinn var
í Chatham í Ontario á mánudaginn.
Dr. Neely er þingmaSur fyrir Ham-
boldt-kjördæmi í Saskatchewan og
flutti tilkomumestu ræSuna á þingi
frjálslynjlra manna í Winnipeg í
sumar: “Eg geri hér yfirlýsingu,”
sagSi Dr. Neely, “sem þjóSin hefir
ekki heyrt fyr. Eg vdl þetta tækifæri
til þess aS gera þessa yfirlýsingu
vegna þess aS eg vil ekki skáka i
verndarskjóli þingsins þegar eg ber
fram þetta mál. Eg skýri ySur frá
því aS síSan fyrstu vikuna í júní hef-
ir Sir Clifford Sifton fariS alveg i
gegn um sjálfan sig aS því er her-
skyldumáliS snertir.
Einu sinni snemma í júni mætti eg
Sifton úti á götu í Ottawa og hann
baö mig aS koma inn á skrifstofu
sína vegná þess aS hann heföi heyrt
aS nokkrir frjálslyndir menn ætluSu
aS veröa á móti leiötoga sínunt í her-
skyldjmálinu. Hann talaöi viö mig
Dr. D. B. Neely.
í hálfa aSra klukkustund og réði mér
sterklega frá því aS gera þetta. ÞaS
síSasta sem hann lagöi ríkt á viö mig
aö gcra var aö fara til piltanna og
fá þá til þess aö hætta viö aö greiöa
atkvæði á móti Laurier.
“Læknir!” sagöi hann. “Dreng-
irnir mínir eru í skotgröfunum; þeir
hafa fariö austur á hervellina eins
og aörir, en trúöu mér til ]>ess aö
þótt vér þurfum á liSi aS halda þar
austur frá þá er þetta lagafrumvarp
Bordens þaö versta sem komiS gæti
I fyrir þetta land nú sem stendur. Vér
höfum í síSastliSinn fimtán ár veriS
aS byggja upp $ameinaöa og sam-
vinnandi þjóS í Canada. Þessi Iög
eySil)?ggja þaö alt. ÞaS þyrfti alt
liS sem vér höfum í Canada nú til
þess aS eins aS framfylgja herskyldu
í Quebec. Ef þaö er verulegur árang-
ur sem óskaö er eftir þá fást fleiri
menn í herinn frá Quebec undir stjórn
Sir W'Ifred Lauriers, en mögulegt er
aö fá meS Borden sem leiStoga.
Borden hefir vakiS óánægu hjá
Quebec búum og þeir treysta honum
ekki”.
“Eg biö yöur ekki aö trúa oröum
mínum sannanalaust, eg er ekki einn
til sagna; aörir geta boriö þar vitni
aö eg segi satt. Eg skal nefna tvo
menn, og þekkiö þér aö minsta kosti
annan þeirra. Þeir eru William
Charllon þingmaöur fyrin Norfolk og