Lögberg - 13.09.1917, Blaðsíða 3

Lögberg - 13.09.1917, Blaðsíða 3
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 13. SEPTEMBER 1917 3 Dœtur Oakburns > lávarðar. Eftir MRS. HENRY WOOD. Fyrsti kafli. “Með allri virðingu fyrir dómgreind yðar, hr. líkskoðari”, sagði einn kviðdómarinn, “finst mér að sá grunur, að eitrinu hafi verið blandað í drykk- inn í húsi ekkjunnar Gould, verði að engu við þá staðreynd, að lyktin af því fanst um leið og því var skilað þangað — eins og hr. Carlton hefir eiðfest”. “Satt, mjög satt”, sagði líkskoðarinn hugs- andi. “þetta málefni er hulið mörgum óskiljan- legum leyndardómum. Komið þér, hr. Grey. Vor- uð þér viðstaddur þegar bróðursonur yðar þurkaði kóngulóarvefinn og rykið af krukkunni með blá- sýrunni í?” sagði líkskoðarinn, þegar hr. Grey hafði svarið eiðinn. “Já, eg var þar”, svaraði hr. Grey. “Bróðir minn Stephen tók krukkuna ofan af hillunni þar sem hún stóð, en varð að nota lausastiga til að geta náð henni, og á krukkunni var mikið af ryki og kóngulóarvef; kóngulóarvefurinn var ofinn yfir tappann, áreiðanleg sönnun þessr^ð krukkan hafði ekki verið opnuð um langan tíma”. “Var þetta eftir að konan var dáin?” “pað var rétt á eftir, þegar við komum heim eftiFað hafa séð líkið. Bróðir minn sagði, að það væri sönnun eða mundi vera sönnun — eg man ekki nákvæmlega orð hans — þess, að hann hefði ekki notað blásýruna, og meðan hann og eg vorum að spjalla saman, tók Friðrik, auðvitað án þess að vita að hann gerði ógagn, litla léreftsrýju og þurk- aði rykið og kóngulóarvefinn af henni. Eg sá það of seint til að koma í veg fyrir að hann gerði það. Eg skýrði fyrir honum hvað hann hefði gert, og að það gæti ollað föður hans ógæfu, svo hann varð utan við sig af iðrun; en óhappið var unnið og varð ekki endurbætt.” “Höfðuð þið enga aðra blásýru í húsinu ykkar en þessa?” “Nei, alls enga”. Líkskoðarinn sneri sér að kviðdómendunum. “Ef þessi skýring hr. John Greys er rétt — og hún staðfestir skýringu bróðursonar hans — verðum við að viðurkenna, að hr. Stephen hefir ekki getað blandað blásýru í lyfið við tilbúning þess. Samkvæmt minni skoðun hefir hann ekki getað það”. Kviðdómendumir samþyktu þetta. “pað gat hann áreiðanlega ekki”, sögðu þeir, “ef vitnisburð- urinn er sannur”. “Nú, jæja, herrar mínir, við þekkjum John Grey sem áreiðanlegan mann og góðan mann, o,g hann hefir eiðsvarið vitnisburð sinn frammi fyrir guði”. Líkskoðarinn var naumast búinn að segja þetta, þegar undarlegur hávaði heyrðist úti — há- vaði sem stafaði af mannmörgum hóp er stefndi að Rauða ljósinu. Hvað er þetta? Hvað getur það verið? Líkskoðarinn og kviðdómendurnir, frest- uðu yfirheyrslunni um stund, þangað til þessi truflun væri afstaðin. En í stað þess að hætta færðist hávaðinn ns&r og nær, og a$ síðustu ruddist hálftryllingslegt fólk inn í salinn; og allir reyndu í einu að tilkynna ný- ungina. pað var einn eða annar vitnisburður kominn í ljós. Allur hópurinn sem inni var, stóð upp, jafn- vel líkskoðarinn og kviðdómendurnir líka — svo hægt veitir þessum virðulegu embættismönnum að láta æsinguna hafa áhrif á sig. Hvað var nú á seiði? ímyndanir eru ekki lengi að verða til, og kviðdómendurnir létu draumóra sína leika lausum hala. Sumir þeirra komust að þeirri niðurstöðu að vikadrengurinn Dick hefði orðið fyrir árásum og látið kaupa sig til að leyfa að blanda eitri í lyfið; en flestir álitu að kroppurinn og fæturnir ásamt höndunum, sem tilheyrðu undarlega og dularfulla andlitihu, hefðu fundist og ættu nú að koma fram fyrir líkskoðarann og kviðdómendurna. / XIII. KAPÍTULI. Rifna bréfið. Allur yfirheyrslusalurinn — líkingalega sagt — var á fótum — líkskoðarinn, kviðdómendurnir, áheyrendurnir, allur hópurinn — þegar, þessi mannfjöldi streymdi inn með ákafa í svip sínum. Hvaða fréttir kom hann með? Hvaða vitnisburð- ur var nú í vændum ? Enginn þýðingar mikill að líkindum. pað var að eins partur af bréfi, sem vesalings konan hafði stungið í vasann á kjólnum sem hún var í á föstudaginn, þegar hún kom til South WTennock, og var ný fundinn, á hann voru skrif- aðar nokkrar línur og stór blekklessa niðan undir. pað var undarlegt að þessi kjóll, sem alt af hafði hangið við svefnherbergis dyrnar, hafði ekki vakið eftirtekt lögreglumannsins né Carltons; hvorugur þeirra hafði skoðað hann. Likskoðarinn strauk brotin úr þessu samankreista bréfi, las það hátt til leiðbeiningar fyrir þá eiðsvörnu, og fékk þeim það svo til yfirlits. pað hljóðaði þannig: “13 Palace Street, South Wennock, föstudagskvöld hinn 10. marz 1848. Kæri maður minn! — pú verður víst hissa að heyra um ferð mína og að eg heilu og höldnu er komin til South Wennock. Eg veit að þú verður reiður, en eg gat ekki ráðið við það; við skulum meta kríngumstæðurnar þegar við tölum saman. Eg hefi spurt fólkið um læknana hér, og það ráð- lagði mér sérstaklega að fá annanhvorn Greys- bræðranna; en eg sagði því að eg kysi heldur að fá hr. Carlton. Hvað segir þú um það? Eg verð að biðja hánn að koma og líta eftir mér í kvöld; þvi almenningsvagninn, sem ók með mig hingað frá stöðinni. hefir hrist mig voðalega, og mér líð- ur alls ekki —” pannig endaði bréfið. Annað var þar ekki, nema þessi stóra blekklessa. Hvort hún varð skyndilega að hætta, eða að óhappið með blekkless- una hefir komið henni til að byrjá á nýju bréfi, gat enginn sagt, og líklegt að menn fengi aldrei að vita það. En með öllum æsingunum, hávaðanum og eft- irvæntingunum sem þessi pappírssnepill orsakaði, gaf hann engar upplýsingar um hver hún var, né heldur um hinn vonda leyndardóm, hvernig dauða hennar bar að höndum. pegar líkskoðaranum var fengið bréfið aftur, sat hann stundarkorn þegj- andi og reyndi ósjálfrátt að slétta hrukkurnar í bréfinu með fingrum sínum, meðan hann hugsaði um þetta málefni. “Segið hr. Carlton að koma hingað”, sagði hann alt í einu. Carlton fanst úti í veitingahúsgarðinum, þar sem hann stóð og talaði við nokkra af hinum mörgu slæpingum, sem viðburðimir höfðu safnað saman. Sökum ofanígjafarinnar, sem líkskoðarinn hafði gefið honum, af því að hann hafði áður farið burtu, ásetti hann sér að láta ekki aðra yfirsjón af sama tagi eiga sér stað, vera heldur svo nálægt að menn gætu kallað til hans. “Aftur!” hrópaði hann, þegar þjóninn kom til hans. “Eg vona að þeir eiðsvömu fái nóg af mér á endanum”. “pað er eitthvað nýtt komið í ljós, hr. pér hafið þó hlotið að heyra hávaðann sem átti sér stað, þegar múgurinn kom upp götuna með ný- ungina”. “Eitthvað nýtt”, endurtók læknirinn með ákafa. “Hvað er það? Líklega ekki um andlitið?” bætti hann við allhræddur með hvíslandi róm. “Eg veit ekki með vissu hvað það er, hr. Hópurinn tróðst svo hratt inn í salinn að eg gat ekki heyrt það. “Hr. Calrton, viljið þér gera svo vel og líta á þetta”, sagði líkskoðarinn, um leið og hann rétti honum hálfskrifaða bréfið, þegar hann kom inn. “Getið þér sagt mér hvort það er rithönd hinn<ir framliðnu ?” Carlton tók við bréfinu, leyt á’það og gekk með það að afviicnum glugga um leið og hann kleip fast utan um það. par stóð hann og sneri baki að mannfjöldanum á meðan hann las það. Hann las það tvisvar sinnum, sneri því svo við og leit á hina nliðina; sneri því svo við aftur og las það í þrið.ia skifti. Loksins gel$ hann aftur að borðinu, þar sem líkskoðarinn og kviðdómendurnir sátu' þeir höfðu með æstri eftirvæntingu horft á allar hreyf- ingar hans. • “Hvernig á eg að geta sagt það, hr. líkskoð- ari? Hvernig get eg vitað hvort það er hennar rithönd eða ekki?” “pér fenguð bréf frá henni. Getið þér ekki munað hvernig rithönd hennar leit út ?” 'Carlton þagði eitt augnablik, hristi svo höfuið hægt. “Eg veitti rithöndinni enga verulega efir- tekt. Ef við hefðum bæði bréfin hér, gætum við máske borið þau saman. pað er satt”, bætti hann við, “eg má kanske minnast á það hér, að þegar eg kom heim eftir fyrri yfirheyrsluna, leitaði eg að þessu bréfi, en gat hvergi fundið það. pað er eng- um efa undirorpið, að eg hefi kastað því í eldinn þegar eg var búinn að lesa það”. Hreinn sannleikur. Undir eins og Carlton kom heim eftir fyrstu yfirheyrsluna, hafði hann farið að leita að bréfinu. pað kveld sem hann fékk bréfið, var hann sannfærður um að hafa fleygt því í eldinn ásamt öðrum bréfum og bréfaumslögum sem láu á borðinu, og brent þau öll saman; og ávalt síðan hafði þetta verið sannfæring hans; samt sem áður rannsakaði hann alt nákvæmlega þegar hann kom heim eftir fyrstu yfirheyrsluna. öll bréf úr sliðrinu, sem hékk við hliðina á ofninum, tók hann ofan; dróg út allar skúffur uppi og niðri; leitaði í öllum vösum fata sinna og allstaðar þar, sem hugsanlegt var að bréfið gæti dulist, en alt saman árangurslaust. Carton var því alveg viss um að bréfið væri eyðilagt. “pér getið þá ekki með vissu sagt okkur neitt um þessa rithönd, hr. Carlton?” spurði líkskoð- arinn. “Ekki með vissu”, svaraði vitnið. “Mér virð- ist þessi rithönd ekki ólík hinni, að svo miklu leyti að eg man, sem alls ekki er greinilegt. Allar stúlk- ur skrifa eins, nú um stundir”. “Fáar stúlkur skrifa eins góða rithönd og þessa”, sagði líkskoðarinn, um leið og hann benti á rifna blaðþð. “Eruð þér nærsýnn, hr. Carlton, fyrst þér tókuð bréfið að glugganum ?” Carlton leit í augu líkskoðarans með dálitlum þrjózkusvip í sínum. “Nei, eg er ekki nærsýnn. En regnið orsakar dimmu hér í stofunni og auk þess líður undir kvöldið. Eg hélt líka að þetta væri áríðandi skjal, sem gæfi upplýsingar um þetta dularfulla efni; sökum hinnar miklu eftirtektar sem það olli”. “Já”, svaraði einn af kviðdómendunum, “við vorum allir gabbaðir”. Fleiri vitni voru ekki til að yfirheyra, svo eWki varð meira gert af því tagi. Líkskoðarinn lagði fram og skýrði frá allri yfirheyrslunni mál- inu viðkomandi fyrir kviðdómendunum, og skipaði öllum að fara út á meðan þeir ýæru að íhuga það. Á meðal fjöldans, sem hlýddi skipaninni og fór út, var Judith Ford. Judith fór þangað til að hlusta á yfirheyrsluna, að sumu leyti til að seðja áína eigin fyrirgefanlegu forvitni — hina miklu hluttekningu hennar í þessu málefni mætti auð- vitað kalla betra nafni — að sumu leyti til að vera til staðar ef hún þyrfti að mæta sem vitni, þar eð hún var ein þeirra sem stundaði hana á meðan hún var veik og lifandi. Hún var nú samt ekki beðin að bera vitnis- burð. Fjarvera hennar frá húsinu um það leyti, sem konan tók lyfið og dó, orsakaði að vitnisburð- ur hennar, frá lagalegu sjónarmiði, virtist óþarfur, og nafn hennar var einusinni ekki nefnt fyrir rétt- inum. Hún hafði fundið sér pláss í kyrlátum en þægilegum krók, og þar var hún ótrufluð og veitti yfirheyrslunni nákvæma athygli. Hún sneri ekki augum sínum eitt einasta augnablik frá vitnunum; hún athugaði hegðan þeirra og hlustaði á vitnis- burðinn. Judith gat ekki gleymt því sem hún hafði fregnað um þenna voðalega dauða; hún gat ekki skilið kringumstæðumar sem fyfedu honum. , Mannfjöldinn stóð í hópum með fimm, tíu eða tuttugu persónum í hverjum, bæði heldri menn og lítils virtir, eftir að vera reknir út úr yfirheyrslu- sanum; allir töluðu með ákafa miklum og biðu óþolinmóðir. Stephen Grey, bróðir hans, Brook- lyn, Carlton og fáeinir aðrir, stóðu óþolinmóðir út af fyrir sig og kvíðandi, sem væntanlegt var, fyrir því, hvemig dómsúrskurðurinn yrði, hvort hann mundi falla á Stephen Grey sem manndrápara. Á meðan þessu fór fram, hafði Judih farið inn til frú Fitch. Hún sat í beztu veitingastof- unni sinni — að minsta kosti þegar hún fékk frið og við augnabliks hvíld til að setjast —; en frú Fitch mundi ekki eftir mörgum jafn annríkum dögum á æfi sinni og þessum, hún sat og prjónaði þegar Judith í svarta sorgarbúningnum sinum kom í ljós í dyrunum, og hún þaut á fætur hálf hrædd. “Ert það þú, Judith? Er alt búið? Hvernig , féll dómurinn ?” “pað er ekki búið”, svaraði Judith. “Við urð- um að fara út á meðan þeir íhuguðu málið. Eg held þeir geti ekki”, bætti hún við í mjög sorg- mæddum róm, “dæmt hr. Stephen Grey sekan”. “pað held eg ekki að þeir ættu að gera eftir að hafa fengið söhnun um kóngulóarvefinn”, svar- aði greiðasölukonan. “En það er samt sem áður undarlegt hvernig eitrið gat komist í lyfið. Og heyrðu, Judith, hvaða saga er það um andlitið í stigaganginum ?” “Já, eg veit það ekki með vissu, frú. Carlton segir að hann haldi nú, að það hafi verið ímyndun sín”. “Mér finst það nú all undarlegt. Og svo mikið veit eg, að hefði vesalings unga konan verið mér hugkvæm, þá hefði eg reynt að komast eftir því. Pú eft ekki frísk, Judith”. “Eg get ekki sagt annað, en að þetta hefir íallið mér mjög sárt og ollað mér vandræða”, sagði Judith, “og að hugsa og gremja sig yfir hlutunum bætir ekki útlit manna. Mér hefir líka um tíma verið afarilt í andlitinu — nú er það samt betra — og bæði af því og þessari sorg, hefi eg ekki neytt neins nærandi matar í nokkra daga”. “Eg skal gefa þér fáeina dropa af kirsiberja- brennivíni —” “Nei þökk fyrir, frú^ eg gæti ekki rent því niður”, sagði Judith með meiri ákafa heldur en vænta mátti eftir þetta góða tilboð. “Eg get hvorki borðað eða drukkið í dag”. “ó, rugl, Judith, þú gerir þig veika með þessu. petta er voðalegur viðburður, því verður ekki neit- að; en hún nú samt ókunn okkur, og það er engin ástæða til, að hún reki okkur frá hinum reglu- bundnu máltíðum”. Judith svaraði þessu ekki. “Eg vildi svo feg- in geta fengið vist núna”, sagði hún; “eg mundi ekki hugsa eins mikið um alt þetta, ef eg hefði eitthvað að gera; auk þessa vil eg síður vera góð- mensku frú Jenkinson til byrðar svona lengi. pér hafið líklega ekki af tilviljun heyrt getið um neitt pláss, frú Fitch?” “Eg heyrði í gær að það þyrfti að fá vinnu- konu, fólkið, sem er nýkomið í húsið á Bakkanum. Stofustúlkan þeirra á að skifta um pláss”. “Hvaða nýtt fólk?” “Nýja fólkð, sem er komið hingað langt að. Hað heitir það nú aftur? — Chesneys, er það ekki? Jú, Chesneys. Eg á við Cedar Lodge. pað er ef til vill pláss sem væri hentugt fyrir þig. Nú kem eg! Nú kem eg!” hrópaði frú Fitch, sem svar upp á sífeld köll. “Já, það er máske hentugt pláss fyrir mig”, tautaði Judith við sjálfa sig. “pað lítur út fyrir að vera vandað fólk. Eg held eg verði að fara þangað og vita hvort það vill taka mig”. Nú heyrði Judith alt í einu hávaða og skark- ala fyrir utan húsið, og flýtti sér út til að vita hver orsök þess var. Gátu hinir eiðsvörnu verið búnir að kveða upp dóminn. Já, það var tilfellið, dym- ar að yfirheyrslusalnum voru opnar, og mann- grúinn hraðaði sér þangað. Fáeinar mínútur liðu og dómurinn var lesinn upp. Fregnin um hann þaut eins og elding um allan bæinn, þar sem menn biðu hans allæstir. “Við álítum að hin framliðna, sem bar hjóna- bandsnafnið Crane, að því er mögule'gt virðist að komast að, en skímarnafnið höfum við enn ekki fengið að vita, hafi dáið af^því að neita blásýru í sefandi drykk; en af hverjum henni var blandað í drykkinn, eða hvort það var gert af vangá eða ásettu ráði, höfum við ekki getað fundið nægar sannanir fyrir”. Stephen Grey var því sýkn saka. Vinir hans þyrftust utan um hann og þrýstu hendi hans hlý- lega og innilega. En ungi Friðrik, stundum fölur stundum rjóður af geðshræringu, hraðaði sér heim í rigningunni og bleytunni, til þess að loka sig inni í svefnherbergi sínu, þar sem hann gæti verið einn um geðshræringu sína og enginn sæi hana, um Ieið og hann ætlaði að þakka guði fyrir frelsun föður síns. XIV. KAPÍTULI. Heimili Chesneys kapteins. Jafn slæmt og veðrið hafði verið allan daginn, sífeld rigning og stórviðri, lét þó sólin sjá sig skömmu áður en hún hvarf undir sjóndeildar- hringinn, rétt eins og hún af eintómri meðaumkun vildi gleðja hinn hverfandi dag með ljósi og hlýju. Geislar hennar féllu á ská á vingjarnlega hvíta húsið á Bakkanum, þar sem Chesney kap- teinn bjó; þeir smeygðu sér á milli trjánna og léku sér á gólfdúknum í dagstofunni. Stóri, franski glugginn, sem náði alla leið niður að gólfi, yar svo bjartur og hreinlegur í birtu hinna vel- komnu geisla, og ein þeirra sem var inni í her- berginu, sneri sér að þeim með ánægðan svip, svip, sem bar vott um von og eftirvænting. r \ MÁ VERA að þér hafi aklrei komið til hugar að það að kaupa eldspýtur væri verk sem útheimti varúð og þekk- ingu í þeim efnum. En svo er nú samt. pað er áríðandi að þú kaupir engar aðrar eldspýtut en EDDYS JEFNAFRÆÐISLEGA SJÁLFSLÖKKVANDI “HLJóÐLAUSAR 500” Eddyspýturnar, sem engin glóð er eftir af. Eddy er sá eini, sem býr þessar eldspýtur til í Canada og hefir hverri einustu eldspýtu verið difið ofan í efnafræðisblöndu, sem alveg tryggir það að ekki lifi í viðnum eftir að slökt er. Gáið að orðunum “Efnafræðislega sjálfslökkvandi, hljóðlausar 500” á eldspýtnastokknum. Whaleys blóðbyggjandi lyf Voriö er komiö; um þaö leyti er altaf áríöandi a‘ð vernda og styrkja Iíkamann svo hann geti staðið gegn sjúkdómum. PaS veröur bezt gert með því aS byggja upp blóöið. Whaleys blóSbyggjandi meSal gerir þaö. Whaleys lyfjabúð Hornl Sargent Ave. og Agnes St. Gernm við Húsbúnað pólerum, gerum upp að nýju; sláum utan um hann ef sendur burtu. Gam- all húsbúnaður keyptur. J. LALONDE, 108 Marion St. Phone Main 4786 NORW00D * Meiri þörf fyrir Hraðritara og Bókhaldara pað er alt of lítið af vel færu skrifstofufólki hér í Winnipeg. — peir sem hafa útskrifast frá The Success Business College eru ætíð látnir setja fyrir. — Suc- cess er sá stærsti og áreið- anlegasti; hann æfir fleira námsfólk en allir aðrir skól- ar af því tagi til samans, hefir tíu útibú og kennir yfir 5,000 stúdentum ár- lega, hefir aðeins vel færa og kurteisa kennara. Kom- ið hvenær sem er. Skrifið eftir upplýsingum- SUCCISS BUSINESS COLLEGE LIMITED WINNIPEG, MAN. i Friðarþing í Stokkhólmi. Eins og frá hefir veriS skýrt höfSu jafnaSarmetin ásett sér aS halda al- þjóSa friSarþing í Stokkhólmi í Svi- þjóS. Englcndingar, Bandaríkjamenn og Fiakkar hafa bannaö mönnum frá sér aS fara þangaS, þrátt fyrir eindregnar kröfur margra verka- manna, en fulltrúar eru þar mættir frá Þýzkalandi, Austurríki, Finn- landi, Rússlandi, Hollanli, 'Noregi, Rúminíu og SvíþjóS. Tilgangur fundarins er -á aS ræða um þaS hvernig hægt se á sann- gjarnan hátt aS enda þe-ta voSastríS og komg á friöi, sem aúir sanngjarnir menn megi viö una og fa trygging fyrir framtiðai' friSi. V- óeirðir í Edmonton. Verkamanhafélögin í Edmonton hafa lýst svo megnri óánægju yfir þeirri óstjórn sem hér á sér staS aS til vandræSa horfir, þar sem þei. hóta aS gera allsherjar verkfall, sem þegjandi mótmæli gegn Íinefarétti þeirn, sem þa uþykjast vera beitt. Stór sigur. Klukkan 11 f. h. 8. þ. m. gengu i gildi í Bandaríkjunum lög, sem banna aö nokkurt áfengi til drykkjar sé búiS til úr korni. en haldiS veröur áfram að búa til meðul og áfengi til iðnaðar. 100,000,000 mælum af korni hefir ár- lega verið eytt í áfengi og þótt sumt af því hafi íarið til iönaöar og lyfja þá er hitt miklu meira, sem til drvkkj-T ar hefir farið. Þetta er stór sigur fyrir bindindismenn og alveg í sam- ræmi við þaS sem Good teriiplarar og aðrir bannmenn hér í Canada hafa fariö fram á viS stjórnina, en hún marg neitað. Uppskera í Manitoba. ^ÁætlaS er aö hveitiuppskera í Manítoba í ár muni verða 48,507,154 mælar. Samkvæmt þvi veröi sem á hveitiö er sett verður ])að $97,017,308 virði, því álitið er aö meöalverö á öllu hveiti muni verða $2.00 mælirinn. Níutíu og sjö miljónir dala fyrir hveiti i fylkinu á einu hausti, er álit- leg upphæS. ÁriS 1915 var hveiti uppskeran i Manítoba 96,425,000 mæl- ar eöa helmingi meiri en i ár. þá var alt hveiti í Manítoba selt fyrir $57,855,000 eða meðalverð um 86 cent fyrir mælirinn. ÁriS 1916- var uppskeran mjög lítil og léleg, rúmir 10 mælar af ekrunni aS meðaltali; JOSIE & McLEOD Gera við vatns og hitavélar í húsum. Fljót afgreiðsla. 151 Notre Dame Tals. G. 4321 TAROLEMA lœknar ECZEMA Gylliniæð, geitur, útbrot, hring- orm, kláða ög aðra húðsjúkdóma Laeknar hösuðskóf og varnai’ hár- fallii. 50c. hjá öllum lyfsölum. CLARK CHEMICAL CO., 309 Somerset Block, Wínnipeg Silki-afklippur til að búa til úr duluteppr. Vér höfum ágætt úrval af stórum pjötlum meðalls- konar litum Stór pakki fyrir 25c 5 pakkar fyrir $1.00 Embroidery silki af ýmsum tegundum og ýmsum litum 1 unzu pakki aðeins 25c Peoples Specialties Co. P.O. Box 1836 jWinnipejj, Man. — Williams & Loe Reiðhjól og bifhjóla stykki og á- höld. Allskonar viSgeröir. BifreiSar skoðaðar og endurnýjaS- ar fyrir sanngjarnt verö. Barna- vagnar og hjólhringar á reiðum höndum. 764 Sherbreoke St. | Homi Hntpe Dame Wm. H. McPherson, Uppboðshaldari og Virðingamaður . . Selur viðuppboð Landhúcaðaráhöld, a.s- konsr verzlunarvörur, húsbúnað og fleira. 264 Smith St. Tals. M.1T81 ATHUGIÐ! Smáauglýsingar I blaðtð verða alls ekkl teknar framvegis nema Því aðeins að borgun fylgi. Verð er 35 cent fyrir hverrf* þumlung dálkslengdar í hvert skifti. Engtn auglýsing tekln fyrir minna en 35 cents í hvert skifti sem hún birtist. Bréfum með kmáauglýsingum, sem borgun fylgir ekki verður alls ekkl sint. Andlátsfregnir eru birtar án end- urgjalds undlr eins og þær berast blaðinu, en æfiminnlngar og erfi- ljóð verða ails ekki birt nema borg- un fylgi með, sem svarar 15 oent- um fyrir livem þumhmg dáiks- Iengdar. Brown & McNab Selja I heildsölu og smásölu myndir myndaramma Skrifið eftir verði á stækkuðum myndum 14x20 176 Carlton St. Tals. tyain 1367 t— 1 " GIGTVEIKI Heimalæknlng veitt af þeim sem hlaut hnna. Vorið 1893 varö eg veikur af vöSvagigt og bólgugigt. Eg kvald- ist eins og allir sem þessa veiki hafa I 2 til 3 ár. Eg reyndi lyf eftir lyf og lækni eftir lækni, en batnaði aldrei nema rétt 1 bráðina. Loks fékk eg lyf sem læknaði mig alveg og eg hefi aldrei orSið veikur aftur. Eg hefi gefið þetta fyf mörg- um sem kvöldust voðalega; jafnvel þeim sem lágu rúmfastir af gigt og það hefir aldrei brugSist aS lækna. Kg vil láta alla sem þjást af þessari voða veikl — gtgtinni, reyna þetta ágæta lyf. SendiS ekki eitt einasta cent; sendiS að eins nafn og áritun og mun eg þá senda lyfiS ókeypis til reynslu. Eftir aS þér hafiS reynt þaS og þaS hefir lækn- aS ySur af gigtinni þá getiS þér sent verSIS, sem er $1.00 en muniS eftir þvl aS eg vil ekki aS þér sendiS peningana nema þvi aS eins aS þér séuS viljugir aS gera þaS. Er þaS ekki sanngjarnt? HvaS á aS þýða aS þjást lengur þegar ySur er boSin Ilkominn lækning ókeypis? DragiS ekki aS skrifa; geriS þaS dag. MARK H. JACKSON, No. 458D Gurney Bldg., Syracuse, N. Y. - þá var meSalverS $1,75 og verS alls hveitis í Manítoba $53,294,777.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.