Lögberg - 20.09.1917, Side 3

Lögberg - 20.09.1917, Side 3
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 20. SEPTEMBER 1917 3 Dœtur Oakburns lávarðar. Eftir MRS. HENRY WOOD. Fyrsti kafli. Elzta dóttirin, Jane Chasney, sat við borðið. Hún leit út fyrir að vera hér um bil þrítug, hafði mjög kyrlátt og kvenlegt útlit, löng augnahár, blá augu og ljóst hár. Fyrir framan hana lágu nokkur skjöl er líktust reikningum, og á milli þeirra lá opin reikningsbók. Svipur hennar var fereytulegur og kvíðandi, er sýndist bera vitni um að líf hennar hefði ekki verið án sorga og mótlætis. Laura Chesney sat við píanóið og snerti nót- urnar með æfðri hendi, en mjúklega, eins og hún vildi lækka tónana; brúnu, fallegu augun hennar geisluðu, og óvanalega fögru andlitsdrættimir voru skírir. Hún var á að gizka tuttugu og þriggja ára, en var unglegri að útliti; hún var af meðal hæð. grönn, beinvaxin og yndisleg, og Laura var aldrei, með sitt áhrifamikla, unglega útlit, álitin að hafa náð þeim aldri sem hún þó í raun og veru hafði náð. Hún var ein af þeim hégómagjörnustu stúlkum í heiminum, þó enginn yrði þess var. Ungar stúlk- ur eru vanalega hégómagjamar, fallegar stúlkur mjög hégómagjarnar; en það er sjaldgæft að hug- ur kvenmanns hafi jafn risavaxinn hégóma eins og bjó í Lauru Chesney. pað hafði verið hin eina tilhneiging hennar — sú mikla tilhneiging, sem hafði bælt niður önnur frækom, hvort sem þau voru góð eða vond; með þessu er ekki sagt að hégómagirni hafi venð hinn eini galli hennar; nei, síður en svo, hún hafði aðra minna andhverfa, hún var óráðþægin, þrjózk og óeirin. Á seinni tímum hafði önnur tilhneiging náð valdi yfir henni; fýsn, er virtist breyta öllu eðli hennar, og sem sigraði sjálfa hégómagirnina — ást á hr. Carlton. pað eru hennar augu, sem sneru sér að bjarta sólskininu; það er hugur hennar sem hvislar að hann muni áreiðanlega koma. Hún var klædd fallegum, gljáandi silkikjól með opnar erm- ar, og verðmiklir kniplingar vöfðust um hvítu handleggina hennar, sem voru skreyttir gullarm- böndum. Jana var í fjólulitum merinóskjól, sem var dálítið farin að blikna; með hvítt hálslín og mjótt, hvítt úlnliðalín á lokuðu ermunum, sem var hið eina skraut er prýddi hann. önnur þeirra leit út eins og hún ætti heima í konungshöllu; hin í skrautlausa fatnaðinum sínum með blíðu fram- komuna, átti bezt við kyrlátt heimilislíf. Rétt hjá glugganum stóð á sömu stundu litla stúlkan Lucy, sem söng undir hljóðfæratónana og dansaði. Kjóllinn hennar var af sama efni og Jönu, fjólulitu merínó, en talsvert meira fölnaður; ræmumar á hvítu brókunum hennar gægðust nið- ur undan stutta pilsinu. Hún var yndislegt barn, ellefu ára gömul, mjög f jörug með dökk, geislandi augu eins og Laura; en þau voru miklu mildari og blíðari en hennar og það var eins mikil rósemi í allri framkomu hennar og hegðan, og einkendi hina elztu systur hennar. í herberginu uppi yfir þeim var hinn eftir- launaði sjóliðsforingi óvanalega æstur og tryltur, eins og alt af var tilfellið, þegar honum fór að batna eftir fótagigtar kviðumar. Hann var á þeim tímum miklu hávaðagjamari og óþolinmóð- ari, heldur en þegar veikin er á hæðsta stigi. Efni f jölskyldunnar voru mjög lítil. Kapteinninn hafði ekkert nema eftirlaun sín — og hvað er það til að lifa af ? pau voru sokkin niður í skuldir, sem hafði gert þeim lífið mjög beiskt um langan tíma. Og satt að segja, hvernig gátu þessir vesalings, tak- mörkuðu, fátæku herrar, sem oft höfðu stóra fjöl- skyldu, varist skuldum? Chesney kapteinn var, eins og alment er sagt, sokkinn í skuldir upp fyrir eyrun. Hann hafði yfirgefið nágrenni Plymouths af þeirri einu ástæðu, að skuldheimtumenn gengu svo hart eftir eign sinni, að hann gat ekki þolað það. f South Wennock vorj sömu kröfurnar að kreppa að honum; verzlunarmennn’nir voru eftir- gangssamir. pað var Jana sem alt af mætti lvröfunum. Enginn faðir hefir máske verið elskaður jafn inni- lega og með jafn mikilli trygð og skyldurækni, eins og Chesney kapteinn var elskaður at Jönu dóttur sinni. Til þess að frelsa hann frá kvíða, hefði hún fúslega fómað tilveru sinni ef það hefði verið að nokkuru gagni; til þess að frelsa hann frá einn- t ar mínútu kvölum, hefði hún gengið gegnunj eld — og þetta er ekki sagt um of — Jana var fús til að fóraa lífinu fyrir föður sinn. Hinar daglegu píslir og hegningar, sem eru óaðskiljanlegar frá skuldalífi, höfðu hvorki fallið á hann né hinar syst- urnar, en að eins á Jönu. Kvíðann, vandræðin og óþægindin, sem áttu sér stað á hverri stundu dags- ins, afsakanir við skuldheimtumenn, hugsunin um það, hvemig hún gæti fengið tfu shillingana þeirra til að endast þeim eins lengi og tuttugu shillings hjá öðrum. Kvíðinn fyrir nútímanum, kveljandi ótti fyrir ókomna tímanum og hvernig alt mundi enda — alt þetta bar Jana með þolinmæði og um- burðarlyndi, en það lamaði samt þrek hennar. Hún sat nú og var að rannsaka reikninga síð- ustu vikunnar og leggja þá saman, hún studdi hönd undir kinn, þjökuð af áhyggjum. Jana var alls ekki fim við reikning; það er kvenfólk sjaldn- ast; það er ekki vanið við það, og hún varð að leggja saman oftar en einu sinni. pað var ekki vinnan, sem þreytti hana og kom svitanum út á enni hennar; það var hin voðalega sýn af aðal- upphæðinni og meðvitumin um, að slíkir reikn- ingar kynnu að verða lagðir fram fyrir margar vikur og óborgaðir eins og þessir. Hún ýtti þeim frá sér með blíðri hreyfingu — það var blíða i öll- um hreyfingum Jönu — hallaði sér aftur á bak á stólnum og stundi. “Lucy, mér þætti vænt um að þú vildir hætta að dansa þannig, bamið mitt. pað truflar mig.” i-átla stúlkan leit upo halflús°a. “Eg geri engan hávaða, Jana”. “En hreyfingamar, þegar þú sveiflar þér í hring, orsaka að mér versnar í höfðinu”. “Hefir þú höfuðverk, Jana?” “Já, að minsta kosti er eg svo rugluð í höfðinú að það orsakar næstum því verki”. Laura sneri sér við með blossandi augum. “pú kvelur og þjáir huga þinn með þessum við- bjóðslegu reikningum, Jana! Mig furðar að þú skidir vera að skifta þér af þeim! Væri það eg, léti eg þá eiga sig sjálfa án þess að skifta mér af þeim”. “Láta þá eiga sig”, endurtók Jana í hryggum róm. “ó, Laura!” “Hvaða gagn gerir þú með því að brjóta heil- ann um þá og nöldra yfir þeim? Hvaða gagn er að því?” “Einhver verður að hugsa um þá og nöldra yfir þeim, Laura. Ef eg gerði það ekki, þá yrði pabbi að gera það”. “Nú jæja, hann er betur fær um að eiga við slíkt mótlæti heldur en þú. Og það er hans eigin óforsjálni sem hefir komið okkur í þennan bobba. Hefði hann ekki verið jafn eyðslusamur framan af æfi sinni, þá hefði hann haft meira til að lifa af nú, en eingöngu eftirlaunin —” “Peý, þey, Laura!” greip Jana fram í skipandi andi og hörkulega. “Hvernig getur þér til hugar- komið að kenna mínum kæra föður um þetta?” Laura varð nokkuð löng í framan, af því þessi ávítun gerði hana að hálfu leyti auðmjúka og að hálfu leyti þrjózka. Af þeim systrum öllum gramdist Lauru mest hið margvíslega mótlæti sem fátæktin olli þeim. “Mér þykir eins vænt um pabba og þér, Jana”, sagði hún svo í afsakandi róm. “Eg er ekki búir. til úr bjálka og steini, og eg get ekki varist því að finna mismuninn á kjörum okkar og annara ungra stúlkna í sömu lífsstöðu. Hjá okkur er endalaus spamaður og vandræði; hjá þeim er endalaust sólskin og blómaskraut”. “pað er ein beinagrind í hverjum afkima, Laura; enginn getur dæmt um annara sorgir”, svaraði Jana rólega. “pað líf, sem okkur virðist endalaust sólskin og blómaskraut — eins og þú kemst að orði — getur haft sitt innra myrkur eins og okkar. Mundu eftir ítalska málshættinum: ‘Non v’e rosa senza spina”. (pað eru engar rósir til án þyrna). “pú gengur fram hjá málefninu”, svaraði Laura. “Hver önnur ung stúlka — þegar eg segi ung stúlka á eg við ógiftar stúlkur, sem enn eru verndaðar á heimili föður síns gegn áhyggjum heimsins — verður að mæta jafn mörgum ónotum og kvíða eins og þú ?” “pær eru eflaust margar, sem verða að gera það”, svaraði Jana; “að því er mér viðvíkur, þá álít eg það ríkulegt endurgjald, ef eg get forðað mínum kæra föður frá ónotunum og kvíðanum”. petta var hreinn sannleikur; alt sem Jana hugsaði um; það var takmark lífs hennar — var að forða föður sínum frá öllum óþægindum. pegar hún lá vakandi hinar löngu nætur, kvíðandi því hverjar afleiðingar skuldimar gætu haft fyrir Chesney kaptein, lagði hún hendina á hið heita enni sitt og óskaði þess, að lögum Englands yrði breytt þannig, að láta mætti dóttur í fangelsi í stað föður. Laura fór aftur að tala. “Og hverjir aðrir verða að lifa eins og við, lokaðar inni í þessu húsi eins og einsetumenn? Við þorum engan að heimsækja og engum að veita móttöku, til þess að hin vikulegu útgjöld vaxi ekki um tvo shillings. pað er þó regluleg skömm”. “pey, þey, Laura! Ef við förum að kvarta þá versnar það enn þá meira. petta er okkar hlut- skifti, og það verðum við að bera með þolinmæði”. Laura Chesney virtist ekki upplögð til að bera það með þolinmæði á þessu augnabliki. Hún sló fast og með ákafa miklum á nótumar og hélt áfram að leika þannig á hljóðfærið fáeinar mínút- ur, eins og hún með því ætlaði ao sefa reiði sína. Litla stúlkan hallaði sér að glugganum og stóð þar þegjandi og hlustaði á systur sínar meðan blíðu brúnu augun hennar litu á þær á víxl. Alt í einu heyrðist hljómur uppi, eins og þungum staf væri barið á gólfið. “Nú, Laura, það er af því að þú leikur svo hart og hátt á hljóðfærið”, sagði unga stúlkan. “í dag þegar eg var að æfa mig, gleymdi eg sjálfri mér og tók fótinn af hljóðhimilnum, og þá barði pabbi eins fast á gólfið og hann ætlaði að berja gat í það”. Laura Chesney stóð upp, lokaði hljóðfærinu ekki alveg eins hægt og hún hefði getað, og gekk að glugganum. Meðan hún stóð þar og horfði út, breiddi hin hnígandi sól gyltan blæ á mjúka, dökka hárið hennar. Nú var aftur barið á loftið uppi allhart. Jana þaut á fætur. “pað er ekki píanóoð; pabba vant- ar eitthvað”. pegar hún ætlaði að flýta sér út úr herberg- inu, heyrði hún kallað í háum og skipandi róm; “Laura! Laura!” Jana gekk inn aftur. “pað ert þú, Laura. • Flýttu þér upp”. Laura Chesnev flýtti sér að hlýða, og um leið og hún fór greip hún svartan kvenmöttul, sem lá þar á stól, og fleygði honum yfir hvítu axlimar sínar. Hann huldi verðmikla silkiklæðnaðinn og gullarmböndin, sem gljáðu á úlnliðum hennar. Lusy Chesney stóð eitt augnablik hugsandi, þegar systir hennar var farin ut. Viðburðimir komu henni í vandræði. “Jana, hvers vegna fer Laura í stóra og svarta möttulinn áður en hún fer upp til pabba? pað er líklega til að hylja kjólinn sinn. En fyrst hún heldur að pabbi reiðist sér yfir því, að hún er í bezta kjólnum sínum og með gullarmböndin henn- ar mömmu á hverju kveldi, því er hún þá með þetta?” Allerfið spuming að svara — að svara ungum huga, sem lét hið vonda eða góða hafa áhrif á sig. “Laura hefir ánægju af að skreyta sig, Lucy. Hún heldur kanske að pabba geðjist ekki að því”. “Pabba geðjist ekki að því”, svaraði barnið. “Eg held að hann skeyti ekkert um það, þó við yrðum að vera í þessum merínókjólum — alt af til næsta vetrar”. Jana stundi. “Nýir kjólar eru dýrir, Lucy og þú veizt —” “Já, eg veit það vel, Jana”, sagði litla stúlkan þegar Jana þagði. “En, Jana, af hverju ætla Laura klæðist bezta kjólnum sínum. Hún hefir aldrei verið vön að gera það áður fyr”. pessi spuming hafði Jönu líka dottið í hug. Oftar en einu sinni þessa síðustu daga, þegar Laura hafði skreytt sig á kveldin, furðaði Jana sig á þessu. Enginn grunur um orsökina — hina ógæfusömu orsök, sem innan skamms átti að olla þeim sorgar — var enn þá vaknaður hjá Jönu Chesney. “Og svo er nú enn þá eitt, sem mig langaði til að spyrja þig um, Jana. Við hvað áttir þú með því, þegar þú sagðir, að það væri ein beinagrind í hverjum afkima?” Komdu hingað, Lucy”. Hún rétti hendi sína í áttina til hennar, og litla stúlkan kom og settist á skemilinn við fætur Jönu. Jana hélt hendi henn- ar í sinni og Lucy sat og horfði rólega í blíða and- litið hennar systur sinnar. “Ef mamma hefði lifað. Lucy, myndir þú ef til vill ekki hafa þurft að spyrja um þetta; því hún hefði leiðbeint þér og kent betur en eg hefi gert-----” “Nei, Jana”, greip bamið fram í fyrir henni og stóru augun fyltust tárum, “þú ert eflaust eins góð við mig og mamma hc'fði getað verið, og þú segir mér vel til”. “Meðan við lifum, kæra Lucy mín, verðum við ávalt fyrir mótlæti, meiri eða minni sorgum —” “Verðum við öll fyrir sorgum, Jana, allir sem í þessum heimi lifa?” “Já, sorgir hitta okkur öll, góða mín; það er guðs vilji. Eg held að enginn sé alveg laus við þær. Við vitum hvaða áhyggjur á okkur hvíla; en við getum ekki séð hvaða áhyggur aðrir hafa — við getum ekki séð að þeir hafi neinar, og eg get naumast trúað því að þeir hafi nokkrar. Við sjáum að þeir eiga þægileg og velmegandi heimili, já, jafnvel auð og alls nægtir, og þeir eru, að svo miklu leyti við vitum eða getum séð, heilbrigðir og þrekgóðir og ánægðir. Og þó skeður það oft að þetta fólk, sem við höfum ástæðu til að öfunda fyrir gæfu þess, hefir eina eða aðra leynda sorg, og hana svo mikla. að hún leggur það í gröfina íyrir tímann, og þessi sorg eins og stækkar við það að henni er haldið leyndri fyrir öðrum. Slíkar sorgir köllum við beinagrindur í afkymum, af því þær eru duldar fyrir öðrum, og engan grunar um þær. Skilur þú þetta nú, Lucy?” “ó, já, nú skil eg það, Jana. En hversvegna eiga allir að hafa sorgir?” “Eg sagði þér rétt núna, að það væri vilji guðs. Stundum leiðum við þær yfir okkur sjálf, með okkar eigin hegðun; en eg vil ekki tala um það við þig núna. pú ert ung með gleði í huga, Lucy, og þú getur enn ekki skilið hvers vegna sorgin er nauðsynleg. Ilún kemur til að snúa huga okkar frá þessum heimi, þar sem við að eins dveljum stutta stund, í samanburði við eilífðina”. “ó, Jana, við lifum til að verða gamlir menn og konur”. Jana Chesney brosti. Hugarangur og hinir beisku ávextir þess — beiskir að þola þá, hversu sætir sem þeir geta orðið að lokum — hafði snemma orðið hennar hlutskifti og gert hana hygna. “peir sem lengst lifa á meðal okkar, lifa að eins stutta stund, Lucy; því þú veizt að við verð- um að tala um tímann í líkingum. Sjötíu ár héroa; mannsæfi eftir mannsæfi, og eftir það uppihalds- laust. Nú jæja, góða mín, áhyggjur, sorg og von- brigði koma til þess, að snúa huga vorum frá þess- um heimi, og kenna okkur að þrá hinn næsta heim — að þrá að komast þangað og búa okkur undir hann. Guð leyfir sorginni að heimsækja okkur, og elfkert kemur frá honum, nema það sem okkur er til góðs”. “Hvers vegna dylur fólk sorgir sínar?” “pað er eðli okkar að dylja stórar sorgir og ánægjur; báðar tilfinningamar eru of heilagar til þess, að samvistamenn okkar megi sjá þær og athuga; þær eru geymdar hjá guði. En kæra, Lucy mín, þú ert enn þá of ung til að skilja þetta”. “Nú skal eg alt af reyna að uppgötva beina- grindina, Jana. pegar eg sé fólk, sem er sorg- þrungið á svip, þá skal eg hugsa: ó, þú hefir beinagrind í afkimanum þínum!” “Sorgin er oft til staðar þar sem ómögulegt er að sjá hana”, sagði ungfrú Chesney. “Eg man eftir því að eg hitti eitt sinn konu — það var áður en við komum til South Wennock — sem sýndist hafa alt sem útheimtist til þess, að gera lífið gæfu- ríkt, og hún var glöð og fjömg í framkomu. Einn daginn, þegar eg var orðin henni vel kunnug, sagði eg við hana, að væri nokkur manneskja til, sem væri laus við mótlæti, þá væri það hún. Eg gleymi aldrei svarinu sem eg fékk, eða sorgþyngslunum sem hvíldu yfir andliti hennar, þegar hún gaf mér það. ‘Fáir af þeim sem lifa, hafa mætt eins miklu mótlæti, kvíða og sorg eins og eg; armæðan hefir ráðist á mig frá öllum hliðum, og án aðstoðar guðs hefði eg ekki þolað það. pér megið ekki dæma eftir útlitinu, ungfrú Chesney’. Svarið eyddi ímyndan minni, Lucy, og tár komu ósjálfrátt út í augum mínum af því að sjá tárin, sem alvarar og endurminningamar framleiddu hjá henni”. “Hvaða sorgum hafði hún orðið fyrir?” “pað sagði hún mér ekki, en að orð hennar og hrygð voru sönn, var eg alveg sannfærð um. Hún virtist auðug af heimsins gæðum; hún átti mann og böm, bræður og systur — með fáum orð- um sagt, alt sem mönnum sýnist að geti gert lífið ár ægjulegt. Beinagrindin er oft til staðar þar sem menn grunar sízt, Lucy”. “Setjum svo, að þetta kæmi einhvem tíma fyrir mig, Jana. Myndi eg þá ekki deyja?” “Nei, góða”, sagði Jana Chesney brosandi; alvara tiltu stúlkunnar var svo einkennileg. “Mót- læti kemur ekki til að hlaupa burt með manneskj- urnar á þann hátt; það kemur heldur til að kenna þeim hvemig þær eigi að lifa. Eg skal nefna einn málshátt, sem þú verður að geyma og muna: ‘Mótlæti’ — Mótlæti er að eins annað nafn á áhyggjum og sorgum, hverrar tegundar sem þær MÁ VERA að þér hafi aklrei komið til hugar að það að kaupa eldspýtur væri verk sem útheimti varúð og þekk- ingu í þeim efnum. En svo er nú samt. pað er áríðandi að þú kaupir engar aðrar eldspýtur en EDDYS EFNAFRÆÐISLEGA SJÁLFSLÖKKVANDI “HLJÓÐLAUSAR 500” Eddyspýturnar, sem engin glóð er eftir af. Eddy er sá eini, sem býr þessar eldspýtur til í Canada og hefir hverri einustu eldspýtu verið difið ofan í efnafræðisblöndu, sem alveg tryggir það að ekki lifi í viðnum eftir að slökt er. Gáið að orðunum “Efnafræðislega sjálfslökkvandi, hljóðlausar 500” á eldspýtnastokknum. Whaleys blóðbyggjandi lyf Vorif er komið; um þaS leyti er altaf áríðandi að vernda og styrkja líkamann svo hann geti staðið gegn sjúkdómum. Það verður bezt gert með því að byggja upp blóðið. Whaleys blóðbyggjandi meðal gerir það. Whaleys lyfjabúð Hornl Sarífont A ve. og Agnos S*. Gernm við Húsbúnað pólerum, gerum upp að nýju; sláum utan um hann ef sendur burtu. Gam- all húsbúnaður keyptur. J. LALOMDE, 108 Maríon St. PHone Main 4788 N0RW00D Meiri þörf fyrir Hraðrítara og Bókhaldara pað er alt of lítið af vel færu skrifstofufólki hér í Winnipeg. — peir sem hara útskrifast frá The Success Business College em ætíð látnir setja fyrir. — Suc- cess er sá stærsti og áreið- anlegasti; hann æfir fleira námsfólk en allir aðrir skól- ar af því tagi til samans.. hefir tíu útibú og kennir yfir 5,000 stúdentum ár- lega, hefir aðeins vel færa og kurteisa kennara. Kom- ið hvenær sem er. Skrifið eftir upplýsingum- SUCCESS BUSINESS COLLEGE ■* ILIMITED tfi WINNIPEG, MAN. JOSIE & McLEOD Gera við vatns ogbitavélar í Kúsum. Fljót afgreiðsla. 353 Notre Dame Tals. G. 4921 TAROLEMA lœknar ECZEMA Gylliniæð, geitur, útbrot, hring- orm, kláða ög aðra húðsjúkdóma Læknar hösuðskóf og varnar hár- fallii. 50c. hjá öilum lyfsölum. CLARK CHEMICAL CO., 309 Somerset Block, Winnípes Silki-afklippur til að búa til úr duluteppr. Vér höfum ágaett úrval af stórum pjötlum meðalls- konár litum Stór pakki fyrir 25c 5 pakkar fyrir $1.00 Embroidery silki af ýmsum tcgundum og ýmsum litum 1 unzu pakki aðeins 25c Peoples Specialties Co. P.0. Box 1836 Winnipeg, Man. Williams & Lee Reiðhjól og bifhjóla stykki og á- höld. Allskonar viðgerðir. ' Bifreiðar skoðaðar og endurnýjað- ar fyrir sanngjarnt verð. Barna- vagnar og hjólhringar á reiðum höndum. 764 Sherbrooke St. Horni Natre Dame Wm. H. McPherson Bannlögin reynast vel. . .Vínbann hefir nú verir i gildi i Toronto í eitt ár; bannlögin hafa reynst þar ágætlega vel, eftir þvi sem H. J. Grasset yfirlögreglustjóri segir. Hér fylgja ummæli hans: “Búðirnar gera meiri verzlun cg fá betur borgað en áður; áflog og ósið- ferði hefir svo að segja horfið i sam- anburði við það, sem áður var. Menn sem áður v'oru í höndum lögreglunn- ar svo að segja vikulega, vinna nú og stunda störf sín og líður vel, og yfir höfuð er líðan fólks alment betri. Eftir því sem erfiðára er fyrir menn að ná í áfengi, eftir því drekka þeir minna og starfa meira; éftir því sem þeir starfa meira líður þeim betur fjárhagslega; og eftir því sem fjár- hagur alþýðunnar er betri eftir því eru færri sekir um lagabrot og glæpi, því slíkt leiðir oft af fátækt og basli. Drykkjuspapur hefir minkað um 60%, en þó hefir komið ínn fyrir sektir $100,000 yfir árið. 215 manns hafa brotið lögin með sölu, og þar af hafa 200 borgað sektir. Fyrir drykkjuskap hafa menn borgað $43,000 í sektir. Lögin hafa verið mesta blessun fyr- ir þenna bæ.” Konur mótmæla. Heldri konur hér í bænum, sem að- Uppboðshaldari og Virðingamaður . . Selur viS uppboð Landbúr aðaráböld. a.s- konar verzlunarvörur, búsbúnað og fleira. 264 Smith St. Ta.ls.M1 781 ATHUGIÐ! Smáausrlýsingar í blaðlð verða alls ekki teknar framvegla nema því aðeins að Irorgitn 1 fyigi. Verð or 35 eent fyrlr Iivern þumlung dálkslengdar í hvert sklfti. Kngin aoglýsing tekln fyrir minna en 25 cents í hvert skifti sem hún birtigt. llréfum með sniáauglýsingunt, scni borgun fyigir ekkl verður alls ekkl sint. Andlátsfregnir ern birtar án end- urgjalds undir eins og þaer berast blaðinn, en æfimlnningar og erfi- ljóð verða alls ekkl birt ncma borg- un fylgi með, sem svarar 15 cent- um fyuir livern þuinlung dálks- iengdar. Brown & McNab Selja í heildsölu og smásölu myndir myndaramma. Skrifið eftir verði á stækkuðum myndtfm 14x20 175 Carlton St. Tals. Ntain 1357 allega hafa staðið fyrir þjóðræknis og hermálum hér í bæ og margar eru embættiskonur í jafnréttis- og fræðslu- félagi kvenna, samþyktu fordæming- aryfirlýsingu á hinum nýju kosninga- lögum. Þar voru þessar konur, með- al annara : Mrs. Luther Holling, Mrs. McDonald, Mrs. Wood, Mrs. Aikins, Mrs. Harrison, Mrs. Ogilvie, Mrs. Moorecrofh, Mrs. Munroe og Mrs. Polley. Þetta sýnir að enska kvenn- fólkið kann ekki að virða sanngirni stjórnarinnar!! Pólversar mótmæla. Pólverjar í Canada hafa sent mót- mæli til stjórnarinnar í Ottawa gegn nýju kosningarólögunum. Segjast þeir ávalt hafa verið andstæðir prúss- neskum hervöldum og eindregið vera með bandamönnum; sé þetta því níð- ingsverk og gjörræði. Ný stofnun. Öll fylkin i Canada hafa myndað nýjan flokk eða félag sem hefir það eitt fyrir markmið að koma á algerðu áfengisbanni í ölln ríkinu. í þessu félagi eru fylkisritarar allra siðbóta- félaganna í fylkjunum og aðalstöðvar þess i Ottawa. GIGTVEIKI Hcimalækning veitt af þeim sem hlaut hana. Vorið 1893 varð eg veikur af vöðvapigt og bðlguglgt. Eg kvald- ist eins og allir, sem þessa veikl hafa I 2 til 3 ár. Eg reyndi lyf eftir lyf og lækni eftir lækni, en batnaði aldrei nema rétt I bráðina. Loks fékk eg lyf sem læknaði mig alveg og eg hefi aldrei órðið veikur aftur. Eg hefi gefið þetta lyf mörg- um sem kvöldust voðalega: jafnvel þeim sem ISgu rúmfastir af gigt og það htefir aldrei brugðist að lækna. Eg vil láta alla sem þj&st af þessari voða veiki — glgtinnt, reyna þetta ágæta lyf. Sendið ekki eitt einasta cent; sendið að elns nafn og áritun og mun eg þá senda lyfið ðkeypis til reynslu. Eftir að þér hafið reynt það og það hefir lækn- að yður af gigtinpi þá getið þér sent verðið, sem er $1.00 en munið eftir þvi að eg vil ekki að þér sendið peningana nema þvt að eins að þér séuð viljugir að gera það. Er Það ekki sanngjarnt? Hvað á að þýða að þjást lengur þegár yður er boðin llkominn læknlng ðkeypis? Dragið ekki að skrifa; gerið það dag. MARK II. .TACKSON. No. 458D Gurney Bldg., • Syracuse, N. V. ‘

x

Lögberg

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.