Lögberg - 25.10.1917, Blaðsíða 2
2
LOGBERG, FIMTUDAGINN 25. OKTÓBER 1917
Kafli úr bókinni
„Frá Skotlandi“
eftir Jón H. borbergsson.
Þetta er 230 bls. bók með mörgum
vönduðum myndum. Gefin út at
Fjallkonu-útgáfunni.
Ritstj.
Næst vil rninnast ögn á heimili þa'ð
i Skotlandi, þar sem eg dvnldi lengsi,
Eleaton.
Þar er Kynbótabú fyrir sauðfé og
nautfé. Fénaður búsins er tim 300
ær, um 70 nautgripir og 6 hestar.
Hrútar og naut. sem seljast eiga til
kynbóta, eru alin mjög á kraftfóðri.
Hrútarnir eru kliptir í janúar og þá
hafðir í húsi alllendgi, en seldir i sept-
ember veturgamlir. Naut eru seld í
febrúar. Á búinu er ráðsmaður, John
Mitchell að nafni, og 5 vinnumenn.
Tveir vinnumennirnir vinna stöðugt
að heita má með tvo hesta hvor að
plægingu o. fl., einn er stöðugt við
nautpeninginn, einn við sauðfé. og
ráðsmaðurinn er í verki með þeim
báðum; fimti maðurinn er svo við
ýms störf.
A'llir ganga þessir menn sameigin-
lega að heyvinnu og að því að grisja
næpurnar o. fl.
Eigandi búsms er rikur maður,
James Marshall að nafni. Hann býr
í stóru og skrautlegu húsi í skógar-
rjóðri, sem er umkringt af risavöxn-
um furutrjám og grenitrjám. f rjóðr-
inu er dálítil silungatjörn. Stór og
skrutlegur garður er kringum húsið,
þar sem ræktaðar eru ótal jurtir. Þar
vaxa meðal annars ýmsir ávextir og
sttmir hafðir j glerhúsum. Úr þeim
garði fást seint í júní nýjar kartöflur
er sáð hefir verið í marz. Garðurinn
liggur 7—8 hundruð fet yfir sjávar-
mál. Tveir menn vinna stöðugt í
garðinum, og þriðji vinnumaðurinn
er þarna til að hirða um bifreið hús-
bóndans og stýra henni á ferðum. Sá
maður fæst og við að veiða á stöng
og fara með húsbóndanum á fugla-
veiðar. Fjörða manninn hefir hús-
bóndinn í þjónustu sinni; það er svo-
nefndur skógarvörður. Hann hirðir
veiðihundana, gætir skógarins. sem
verið er að rækta, upprætir grófgerða
burkna, sem vaxa úti um’ hagann og
vilja kæfa annan gróður, og fæst
auk þess við að drepa kanínur, héra
og moldvörpur og vera með á fugla-
veiðum. Kanínur gera miklar skemd-
ir á graslendi, þvá að þær eru sístarf-
andi að því að búa til holur; hérar
gera litinn skaða. eru styggir og halda
sig fjarri mannabýlum.
Bóndinn er kvæntur, en barnlaus.
Þau hafa 4 vinnukonur til innanbæj-
arstarfa. Engar vinnukonur eru við
• útivinnu, enda er það sjaldgæft í
Skotlandi. Ráðsmaðurinn er kvæntur
og flestir vinnumennirnir og búa í
sérstökum húsum. Þeir vinnumenn-
irnir sem ókvæntir eru fæða sig sjálfir
og er oft sóðalegt um að litast hjá
þeim.— Kaup vinnumanna er um 18
krónur fyrir hverja viku ársins og auk
l'ess ókeypis húsna-ði ijós, hiti. kar-
töflur og mj dk Máltíðum er þanaig
fvrir komið, að vinnumenn borða
morgunverð klukkan 9% á morgnana,
og byrja vinnu kl. 7, borða svo mið-
dagsverð kl. 11 og hvíla sig til kl.
12yí, vinna svo til kl. G og fá þá kveld-
matinn, en vinnutíminn er 9y2 tími.
Ráðsmaðurinn hefir 4 máltíðir; ekki
v'eit eg hvað húsbóndinn borðar oft.
íbúðarhús Skota eru alstaðar góð,
rúmgóð herbergi og ekki sparað loft
eða vatn. Sjaldan sofa fleiri en einn
í rúmi. nema þá börn; þó eru rúmin
þar réttum helmingi breiðari en hér.
Óvíða er eldstó eða ofn, heldur arinn.
1 Skotlandi er það venja, að borða
þar sem eldað er, og vatnið er leitt
inn. Húsbændur og hjú borða ekki
avalt saman.
Matrinn er oft á þá leið, að á
morgnana er hafragrautur og rnjólk
og svo te, brauð, smjör eða smjörlíki,
ostur og syktirleðja eða saft. og svo
oft ertthvað heitt með, annaðhvort
soðið egg, eða steikt egg og flesk, eða
pa steikt síld. Síldin er verkuð þann-
ig að hún er flött, ofurlítið söltuð og
reykt og svo steikt í feiti til máltíða
Þannig er hún ágæt. Bændurnir
kaupa hana svona verkaða úr borg-
unum. Miðdegisverður er oft þannig,
að fyrst er súpa, sem oft er úr nvju
kjötsoði og garðávöxtum; með henni
borða menn hveitibrauðssneið. Þá
kemur kjöt og kartöflur eða fiskur og
kartoflur, og síðast einhver ljúf-
fengur grautur með sykri og- rjóma
út á. Oftar er kjöt en fiskur,
Kveldverðurinn er líkur morgun-
verðinum. Sumstaðar mun nú vera
heldur lakara fæði en hér er lýst
Húsbændurnir hafa vanalega fjórar
máltíðir. drekka te kl. 3 og þá með
þvi brauð — oft kryddað— og hun
ang og annað sælgæti. Stöku menn
hafa 6 máltiðir, fyrst kl. 7 á morgn-
ana, svo kl. 9, kl. 12, kl. 3, kl. 6. og
kl. 9 á kveldin. Þegar borðaður er
miðdagsverður, skamtar konan súp-
una og svo grautinn, en húsbóndinn
sker af kjötinu og gefur öllum við
borðið. en kartöflur eta menn eftir
vild.
Ekki þykir það viðeigandi að borða
mjög mikið af kjöti, þvi að það ei
dýr fæða. Bkki er það siður að salta
kjöt til heimilanna, svo að nokkru
nemi; bændur selja alt sláturfé sitt
á haustin og kaupa svo nýtt kjöt
smátt og smátt, því alt af er slátrað
í borgunum árið um kring. Á heimil-
unum fellur víða töluvert til af kjóti,
mest af kanínuin, og svo af hérum og
hjörtum.
Brauð er bæði búið til heima og
keypt að. Þar er t. d. búið til nokk-
urskonar flatbrauð úr grófu hafra
mjöli, ba-kað á pönnu, og er betra að
hafa eitthvað við því. Annars mest
af brauðinu úr sigtuðu rúgmjöli og
hv’eiti.
Sveitafólkið klæðir sig töluvert
svipað og hér. einkum karlmennirnir
Bændur ganga betur til fara en vinnu-
menn. Skór eru þar oft mjög ending-
argóðir. Þeir eru fyrst með mjög
þykkum sólum, og svo vel járnaðir
neðan, að þeir endast oft með jafnri
brúkun 2—3 ár. Þannig skór kosta
oft um 18 krónur. Skór, sem ekki
kosta nema 9 kr., endast oft árið.
Það eru einkum verkamenn, sem nota
þessa skó, og einnig eru verkmanna
buxur úr molskinni, er eigi kosta
nema 10 krónur. en endast með jafnri
brúkun 2—3 ár.
í Kelta-búníngnum sjást að eins
stöku menn á samkomum.
Eg kann ógerla að lýsa búningi
kvenfólksins, en hann er svipaður og
kvennbúningur í öðrum löndum.
Sama er um hárbúnaðinn; þó sjást
stúlkur þar oft hversdagslega með
Vipnuhjú ráðast til hálfs árs í senn
Koma þá bændur, sem vantar fólk,
og fólk, sem vill fá sér vist, saman
ákveðna daga í maí og aftur í nóv-
ember, til þdss að semja um vistir.
Ein þannig löguð samkoma er stund
um fyrir marga hreppa. Kaup með
alhjúa, auk fæðis og þjónustu. er oft
handa karlmanni 550 krónur, en
handa kvenmanni 440 kr. Margir
vinnumenn eru fremur illa að sér og
léttúðugir, eins og gerist og gengur.
Eg set hér til gamans sögu af v’innu
manni, er eg kyntist þar, þótt hún
sé ekki beint falleg. Eg dvaldi emu
sinni 5 mánuði hjá bónda einum. Af
ónefndum ástæðum fór vinnumaður
burtu frá bónda þessum í janúar, svo
að hann varð að auglýsa eftir öðrum.
Eftir viku kom svo nýr maður. Bóndi
lét hann vinna hjá sér í viku til að
reyna hann, og af því að hann reynd-
ist vel> réð bóndi hann til vistar hja
sér. Þetta var unglingsmaður, létt
lyndur og greiðugur, en hugsunarlít-
ill. Að mánuði liðnum biður hann
svo bónda um leyfi að bregða sér að
heiman til að sækja dót sitt, og kveðst
mundu koma næsta dag. En svo liðu
tveir dagar, að hann kom ekki.
Bregður þá bóndi sér í næsta kaup-
tún, þangað sem pilturinn fór, til
þess að grenslast eftir honum. Bónd-
anum brá heldur en ekki í brún. er
hann komst á snoðir um það, að
vinnumaðurinn hafði í leyfisleysi
tekið út i reikning hans, og var svo
allur horfinn. Til þessa hafði
vinnumaðurinn orðið að falsa nafn
bóndans. En upphæðin var ekki mjög
há, og lítið yfir það, sem hann átti
inni hjá bóndanum. Daginn eftir að
bóndi kom heim, var það um morg-
uninn, er eg var að reka nautgripina
á haga og fór með þá gegn um háan
og þéttan skóg. sem var rétt við bæ-
inn, að kallað var á mig innan úr
skóginuni, en þó hlóðlega. Eg gekk
á hljóðið og hitti þar vinnumanninn.
Eg hefi aldrei séð jafn mikla breyt-
ingu á manni á jafnskömmum tíma.
Hann var orðinn ^iáfölur, var auð-
sjáanlega svefnlaus, og eg sá að hann
hafði grátið. Hann bað mig svo
þarna að fara til húsbóndans og biðja
hann um fyrirgefningu fyrir sig og
óska eftir sættum. Eg þekti vel hús-
bónda okkar, sem var mesti harð-
stjöri, og vissi að þaðan var engrar
miskunnar að vænta. Tjáði eg vinnu-
manni þetta og það með. að búið
væri að auglýsa eftir honum, sem
sakamanni, í blöðunum. Ráðlangi eg
honum að reyna að hafa sig undan
og bæta ráð sitt. Sagði eg honum að
bíða meðan eg færi heim og reyndi að
útvega honum nesti til ferðarinnar.
Fór eg nú ti! húsmóðurinnar, systur
bóndans, sem var öldruð kona og
brjóstgóð. Sagði eg henni, hvar
komið var, og að nú yrði hún að
hjálpa upp á sakirnar og láta mig
hafa nesti handa piltinum. svo að
hann gæti komist leiðar sinnar. Hún
tók því vel. Rétt á eftir kom lög-
reglumaður á bæinn til að rannsaka
þetta mál.
Eg set þessa sögu hér, ef lesendur
skyldu hafa gaman af henni en ekki
til þess að gefa rétta hugmynd um
skozka vinnumenn. Þeir eru auðvit-
að flestir sæmilega heiðarlegir menn,
sem hugsa um að eignast eitthvað og
verða að mönnum.
Bændur gefa þvi góðar gætur, að
vel sé unnið á meðan að er verið, og
að vinnandi hafi ávalt fullkomið verk
fyrir hendi. En ekki er ætlast til að
unnið sé úti í mikilli rigningu. Það
er vanalegt, að sjá menn halda vel
áfram vinnu. T. d. þegar verið er að
plægja. sjást hestar og maður aldrei
standa við í vinnutímanum, en plóg-
maður gætir þess, að taka ekki of mik
ið fyrir plóginn og að ofþreyta ekki
hestana. Fjármönnum er ætlað að
gæta 500 fjár yfr árið. Þeir lifa oft
rólegu lifi. Bústaðir þeirra eru stund
um hátt upp í fjöllum innan um sauð-
fjárhagann, og svo þurfa þeir ekki
að hafa áhyggjur af öðru — fyrir ut-
an konu og börn — en kindunum sem
oft þarf fremur lítið að fást við. Auk
þessa hafa þeir oftast garð og gras-
blett til að annast um. Þeir hafa oft-
ast eina kú. Stundum hafa þessir fiski
menn fleira fé að hirða, og oft hafa
þeir mjög gott kaup. Þessir menn
una sér oft betur við klið fuglanna
og jarm kindanna þar uppi í fjöllun-
uro, heldur en þeir sem velta sér í
makindum og glaumi stórborgalifsins.
Aðal-samkomur fólksins eru vi
kirkjur og bænahús. Kirkjuræknln er
mikil, og þykir ósæmilegt að vanrækja
kirkju sína eða misbrúka sunnudaginn
Ekki þykir þá sæmandi að fara
heimboð eð^ fara neitt annað en til
kirkju. Menn forðast þá mjög að
vinna, nema sem allra minst. og t. d
eldar kvennfólkið oft á Iaugardögum
til sunnudagsins, til þess að geta þá
haft næði. Kyrðin, sem hvílir yfir
öllu á sunnudögum, veitir svo mikla
hvíld, og manni finnast þeir allir helgi-
dagar. Jóladagana er þar lítið hahið
upp á, og þá unnið sem aðra daga.
Á veturna etu haldnar danssamkom-
ur, en ekki eru þær tíðar. Þá eru
mest dansaðir þjóðdansar. sem eru
einkennilegir og fallegir, og er leikið
4 skozka pípuhljóðfærið. Það setur
það og hlær mikið við dansinn. Oft
eru menn á Kelta-búningi á þessutr
samkomum. Veitingar hafa menn
einnig við dansinn. Þegar ísalög eru
á vetrum, koma bændur saman til að
skemta sér við leik nokkurn, sem að
eins getur farið fram á sléttum is.
Eg þekki ekki þennan Ieik svo, að
eg geti lýst honum, en hann er í því
innifalinn, að eftir ísnum er rent
steinum. er eiga að ná vissu marki.
Oft sópa menn snjóföl af ísblettum,
til þess að geta iðkað þennan leik.
Auk þessa þykir mönnum hin mesta
skemtun að fara á fuglaveiðar og
hjartaveiðar. Einnig að veiða á stöng
Hefi eg oft undrast að sjá. hvað
sumir eru eirnir við það, þótt sama
sem ekkert fáist. 1 góðu veðri skemt
ir unga fólkið sér úti á kveldin eftir
v'innu, og er þá oft margt af þvt úti
á vegunum, bæði gangandi og ríðandi
á hjólhestum. Heimboð hefir fólkið
hvað með öðru. Þó eru þau ekki mjög
tið. Stundum koma konumar af
næstu bæjunum með prjónana sína
og skrafa við kunningjakonur sinar
með mestu ánægju, rétt eins og hér
heima. Oftast að eins þánnig, að sé
verið að fara með mat eða te, þegar
gestur kemur. er honum boðið að vera
með. Annars eru Skotar yfirleitt
værukærir heima, og gestagangur á
bæjum er mjög lítill. Ekki er það
heldur síður, að menn fái lánaða gripi
eða hluti hverjir hjá öðrum, og ekki
peninga heldur. Þá hefir fóikið
skemtun af að bregða sér við og við
í kauptúnin og borgirnar.
Helztu félög meðai bænda í sveit-
um eru búnaðarfélög og skotfélög.
Aðalstarfsemi búnaðarfélaganna er
að koma á einni sýningu á ári. Þykja
það hinar nytsömustu og skemtileg-
ustu samkomur. Á þær verður nán-
ar minst síðar. Skotfélögin eru til
þess að æfa skotfimi. A skotsam-
komunum eru stundum veitt Verðlaun.
Þá eru og stundum hafðar veitingar
og sungnir hersöngvar og ættjarðar-
söngvar.
Á hverjum degi kemur póstur heim
á bæina. Hafa menn þar, eins og
víðar gaman af að lesa blöðin. Sveita
fólkið á ekki erfitt með verzlunina,
því að víðast hagar svo til, að tvisvar
og þrisvar í viku koma menn með
vagna heim á bæina, og hafa þeir með-
ferðis alls konar nauðsynjar. og eru
þeir sendir af verzlunum. Þar kaup-
ir fólkið fyrir peninga út í hönd ým-
iskonar mat, brauð, smjörlíki, ost,
reykta síld, nýtt kjöt o. fl. Stundum
koma menn til að-bjóða annan varn-
ing. Aðrar vörur geta bændur einnig
látið færa sér heim, t. d. kol og olíu.
Það er töluvert einkenniiegt hjá
Skotum, hversu hundurinn er hafður
þar í miklum hávegum. enda eru
skozkir fjárhundar orðlagðir um allan
heim fyrir það, hvað þeir eru vitrir
og vænir. En það eru þeir af því,
að svo vel hefir verið sint um þá í
langan tíma. Oft þykir fjármönnum
svo vænt um hundana sína, að þeir
þola ekki öðrum að tala hastarlega
til þeirra. Til er það enn, að fjár-
maður iætur hund sinn draga sig að
landi, svo að þannig éta þeir báðir
af sama diskinum. Vanalegast eru
hundunum ætluð sérstök hús. Eru ’jæir
þar ýmist Iokaðir inni eða bundnir,
og húsið haft opið á meðan v'erið er
að venja j>á. Þess er ávalt vel gætt,
að láta hundinn læra strax að hlýða
og gera ekki nema það. sem honum
er sagt. Aldrei eru fiárhundar látnir
fara með fólki til kirkju eða á aðrar
samkomur, þar sem ekki á að nota þá.
Ávalt er talað við hundana og þeim
sagt fyrir á þann hátt, en ekki sig.ið.
\ldrei sést fjármaður þar hlaupa vifi
kindur, heldur Iætur hann hund-
inn hafa fyrir því og gengur sjálfur
hægðpm sínum. Hann getur látið
hundinn sækja kindur langar leiðir,
reka þær hart eða hægt, eftir þvi sem
honum er sagt, stöðva fjárhópinn, ná
kind og halda henni fastri. skilia
kind úr öðru fé, standa í réttardyrum
og ýmislegt fleira. A hlaupunum
venja þeir hundana á að standa við,
með þvi að biístra á hann; hafa fjár-
menn einkennilegt lag á þvi að blístra
hátt. Bregða þeir upp í sig tveimr.
fingrum á meðan. Margir hafa sér
til skemtunar hunda, senr ekki em
notandi við fé.
Kettir eiga ekki eins miklum vin-
sældum að fagna yfirleitt. Þeir hata
sumstaðar illa aðbúð, og eru daufi-
hræddir við menn.
’Það þótti mér einkennilegt á Skot-
landi, hversu þar var margt af inn-
lendum förumönnum. Þeir halda sig
sinni var eg staddur á bæ, seint um
kveld. Það var í dynjandi regni. Þá
komu þar flækinghjú og báðu hús-
bóndann að skjóta yfir sig skjólshúsi
um nóttina. Bóndinn fór með þau
inn í v'agnhús sitt, leyfði þeim að
liggja þar i kerrukassa og fleygði
hálmi yfir þau. Fyrir þetta voru
þessir bjálfar mjög þakklátir.
Sveitafólkið er yfirleitrt mjög J>ægi-
legt. Það er blátt áfram og hroka-
laust í viðmóti. I tali er það öfgalítið
og notar lítið af óþarfa orðum, t. d.
blótsy.rðum. 1 ölíum viðskiftum er
það hreint og beint, heldur vel loforð
sín og er stundvíst. Vanalega eru
menn mjög þurrir á manninn fyrst
og seinteknir. en við viðkenningu oft
skrafhreyfnir og glaðir, og vinfastir
eru þeir; glaðværðin hjá fólkinu virt-
ist mér vera fremur létt, hávaðalitil
og þægileg. Vín er töluvert haft um
hönd, en ósæmilegt þykir að neyta
svo mikils af því, að menn verði ölv-
aðir svo að nokkru nemi. Barneignir
i lausaleik, og einkum framhjátökur,
þykja hinar örgustu svív’irðingar.
Eg hefi séð það í nýrri kensiubók
hér, að Skotar þeir sem búa á hálend
inu. séu hjátrúarfullir. En þess hefi
eg aldrei orðið var, og er viss um að
það er ekki. Nokkuð af gömlu verka-
fólki er að visu mjög illa að sér, t. d.
spurði einn karl mig að þvi, hvort eg
hefði farið með járnbraut frá Noregi
til Skotlands — j>á leið kom eg fyrst
til Skotlands.
Eg spurði eitt sinn Skota á hálend-
inu, Simon Ferguson á Corb, að því
hversu mikið hann mundi græða á ári.
Set eg hér á eftir það er hann sagði
mér um tiikostnað og arð af búinu.
Bærinn stóð 11 hundruð fet yfir sjá-
varmáli, og hafði bóndi fremur lítið
land ræktað. AIls var land jarðarinn
ar 1450 ekrur eða um 1088 engjadag-
sláttur.
Tilkostnaður búsins yfir árið var
á J>essa leið:
Leiga af jörðinni........kr. 4500,00
Vinnum. kaup 'hans og fæði — 900.00
Vinnukona kaup hennar og
fæði...................— 680,00
Bvaup til daglaunamanna . . — 180.00
Opinber gjöld............— 130.00
Viðhald á dauðum munum — 240,00
Fóður á 90 lömbum á 8 kr. — 720,00
Samtals kr. 7350,00
En tekjurnar voru aftur á þessa
leið:
UH af 500 fjár, 1120 kg. á
kr. 1,40................kr. 1568.00
Fyrir Iömb seld að hausti — 7200.00
Fyrir gamlar ær seldar að
hausti..................— 2100,00
Fyrir 12 nautgripi ('geldnj — 3488.00
Samtals kr. 14356.00
Þarna verða þá tekjurnar rétt um
7000 kr. meiri en útgjöldin. Af þeim
peningum varð svo bóndinn að fæða
og klæða sjálfan sig, konu og 2 börn.
Auk þess fæða og gjalda bróður sín-
um, er vann að búinu líka. Að því
öllu frádregnu áleit hann sig hafa um
4000 kr. Af því kvaðst hann þurfa
töluv'ert í vasapeninga og ýmsan til-
kostnað.
Við sjáum það, að leigan er há af
jþrðinni. En bóndinn þolir það, af
því að arður búsins er í svo háu verði
Áður var leigan enn þá hærri. Kjör
leiguliða hafa farið batnandi, einkum
á síðari áratugum. leigan af jörðunum
hefir heldur lækkað i verði.
Það er engir.n efi á því, að bóndi
sem býr svipað því sem hér er lýst,
getur grætt og lifað góðu lífi.
Sögukorn
Fanginn
eða
“Svona er hún veröld og fœja".
McAIlister hafði verið myrtur uni
nóttina. Lögreglan umkringdi hús
hans snemma að morgni, daginn eftir.
Aistaðar var svipast eftir morðingj-
anum, fjær og nær í bænum; en það
kom fyrir ekki. Engar menjar hans
návisstar sáust eða heyrðust.
I húsinu höfðu búið að eins fjórar
manneskjur: þau hjónin og þjónn og
j>erna. Þjónninn gat engar upplýs-
ingar gefið nema það að hann hafði
fundið húsbónda sinn þarna í her-
berginu dauðan og þegar hann svo
hafði kallað á þernuna og spurt eftir
húsmóðurinni þá hafði J>að komið í
Ijös að hún væri horfin.
Lögreglan var í stökustu vandræð-
einkum í borgunum, en flækjast l)ó um.
út um alt land, einkum á sumrin. Oft
eru þetta hjónaleysi. karl og kerling,
sem flakka saman. Er það þé oftar,
að kerlingin er sítalandi og hin spært-
asta, en karlinn þögull og niðurdreg-
inn. Stundum eru flökkukarlarnir
einir síns liðs, en sjaldan kerlingar.
Það vill. til, að menn á bezta aldri
eru flækingar, og stundum flakka
heilar fjölskyldur. Þetta er fólk, sem
leiðst hefir út í J>etta fyrir ofdrykkju
og vesalmensku. Lýður þessi biður á
liæjunum að gefa sér mat, klæðnað
eða peninga. og sumir syngja eða leika
á hljóðpípu, er þeir koma heim að
bæjunum, og reyna á þann hátt að fá
fólk til að gefa sér. Er það hreinasta
furða, hvað J>eir geta sungið vel og
leikið á hljóðfæri. Margir miskuna
sig yfir þessa bjálfa og víkja vel afi
þeim. Aðrir fleygja í þá eins og
Iiunda eða gefa þeim ekkert. Einu
sinni man eg eftir þvi, að eg kom
heim með húsbónda mínum frá kind-
um. Voru þá komin flökkuhjú, og
var húsmóðirin að gefa J>eim. Þegar
húsbóndinn sá það, v'arð hann fok-
vondur, skipaði hjúum þessum í burtu
og bannaði að gefa ]>eim. Flækings-
kerling svaraði hlonum ófeimin og
sagði honum að síðustu. að }>ótt hann
hefði nú allsnægtir, þá gæti farið svo
að honum liði ekki vel í öðru lifi.
öðru sinni var það, að þessi sami
maður rak út karlræfil, er í hríðar-
veðri seint um kveld hafði skriðið inn
ávalt mikið fjör í fólkið, enda hóar í hlöðu og lagst þar í hálmbing. Einu
'Þiá bar alt í einu mann að dyrunum
sem bað um inngöngu. Dyravörður-
inn spurði hvað hann vildi. Hann
kvaðst mudu geta gefið upplýsingar
í morðmálinu. Honum var því fljót-
lega leyfð innganga.
Aðkomumaður var fremur fátæk-
lega búinn; en hár og þrekinn og
hraustur að sjá. Foringi lögreglunn
ar v’ék sér að honum og spurði hvaða
upplýsingar hann gæti gefið í þessu
voða tiifelli.
Eg myrti McAllister svaraði komu-
maður, og nafn mitt er James Allen.
Alla setti hljóða. Hér var J>á mað-
urinn kominn og hafði gengið vilj-
ugur i hendur lögreglunni. Þettt
þótti mönnum merkilegt og ræddu
menn um það fram og aftur hverntg
þessu gæti verið varið; en Allen sagði
ekki orð meira, heldur rétti fram
hendurnar fyrir handjárnln og var
honum fljótlega fylgt i fangaklefa.
Hlutaðeigandi Iögmaður hins opin-
bera tók að sér að sækja málið á
hendur Allen; en vegna þess að málið
virtist æði einkennilegt hlutuðust eln-
hverjir til um að fá lögmann til varn-
ar fanganum, ef ské kynni að vörn
fyndist í málinu, þótt ólíklegt væri.
Lögmaður sá er tók að sér að
verja íangan, var kunnugur maður,
en hafði, þótt ungur væri, orð á sér
fyrir skarpleik og kænsku. Þessi
ungi lögmaður heimsótti Allen í fanga
klefanum og sat hjá honum dögum
oftar.
Svo kom að réttarhaldinu og voru
þar öll sæti skipuð. Mönnum lék
hugur á að vita hvernig J>etta færi.
Vitnaleiðslan var sama sem engtn.
Enginn vissi neitt nema það sem fang-
inn hafði sagt. að hann væri morð-
inginn.
Lögmaður hins opinbera hélt snjalla
ræðu og sýndi fram á að málið væri
svo Ijóst að engum mundi detta í hug
að efa að fanginn væri sá seki og
verðskuldaði æfilangt fangelsi, sér-
staklega þegar tekið væri tiilit til J>ess
að McAlister hefði verið af háum
stigum og velmetinn af öllum þeim
sem stæðu hátt í mannfélagsstiganurp.
Hann endaði mál sitt með því að lýsa
yfir að hann áliti fangann verðan
hegningar eða að minsta kosti ættu
slíkir menn skilið æfilangt fangelsi.
Góður rómur var gerður að ræðu
lögmannsins og voru víst tlestir við-
staddir því samdóma að slikra manna
sem fangans biði æfilangt fangelsi.
Dómnefnd hafði verið sett í málinti
og voru sumir þeirra matina staðnir
á fætur í því skyni að ákv'eða dóminri
þegar lögmaðurinn ungi gaf bendingu
um að sig langaði til að segja nokkut
orð. Því var vikið til dómarans hvort
J>að mundi þýða nokícuð og h >ort slíkt
væri leyfilegt, þar sem við slíkan
mann væri að eiga sem fangann.
Dómarinn gaf þann úrskurð að sann-
gjarnt væri að leyfa verjanda að tala
í málinu.
Verjandi stóð þá upp og kvað fang-
an hafa merkilega sögu að segja, og
mæltist til að hans hátign hlustaði
þolinmóður á söguna, jafnvel þó hún
kynni að eynast nokkuð löng.
Dómarinn gaf jáyrði sitt og byrj-
aði þá fanginn á sögu sinni, sem
fylgir:
“Það var í smábæ í rikinu Ohio að
eg og McAllister áttum heima, þegar
við vorum um tvítugsaldur.
“Við vorum mestu mátar og mátt-
tim varla hvor af öðrum sjá. Við
unnum báðir v'ið sama bankan. Hann
var bókhaldari en eg höndlaði og af-
greiddi peninga.
“En lukkphj'ólið snýst á ýrnsa vegu
Það vildi svo til að okkur þótti báð
uni vænt um sömu stúlkuna.
“Stúlkan skildi hvað um var að vera
og reyndi með öllu rnóti að koma svo
fram við báða, lengi vel. að hvorug
um }>ætti miður. En slikt gat ekki
borið sig til lengdar. Það var eg,
sem var svo heppinn að ná ást hennar
og unnumst við hugástum.
“McAllister sá hvað verða vildi og
v'arð afbrýðissemin fljótlega ofan á
hans megin; en ekki tókst honum að
spilla unnustu minni við mig. Hún
reyndist ósveigjanleg og hætti hann
því fljótlega J>eim tilraunum sínum
en hefir víst hugsað sér að fara aðra
ieið, sem síðar kom fram.
“Svo kom hin hátíðlega stund þegar
stúlkan, sem McAlIister virtist elska
varð konan mín. Hann stóð næstur
mér við þetta hamingjuspor, sem eg
var að taka og virtist óska mér til
lukku sem vinur. En slíkt hefir hlot-
ið að vera uppgerð ein; þvi ekki voru
liðnar nema fáar vikur frá brúðkaupi
mínu þegar eg var kallaður fyrir rétt
og sakaður um að hafa stolið afar-
miklu fé úr bankanum. Það var auð-
vitað McAllister sem hafði kært mig
fyrir .yfirmönnum bankans.
“Eg bað mér vægðar og sagði sem
satt v'ar að kæran væri röng og hlvti
einhver annar að vera valdur að pen-
ingahvarfinu. Konan mín kom með
grátstaf í kverkunum og bað hlutað-
eigandi vfirmenn að biða við að
minsta kosti og rannsaka málið; en
slíikt var ekki tekið til greina. Það
var varla von. því tölurnar i bókunum
sýndust vitna á móti mér og svo spar-
aði óvinur minn ekki heldur að blása
að kolunum.
“Eg var slitinn vægöarlaust úr
faðmi konu minnar, settur í járn og
hrynt út úr réttarsalnum.
“Óvinur minn glotti illmannlega.
Nú fór alt eins og hann óskaði.
“Klæddur hinum alræmda einkenn-
isbúningi, innan járngrinda dvaldi eg
hnýpinn svo mörgum mánuðum skifti
og frétti ekkert úr mannheimi.
“En svo Var það einn dag að íanga
vörðurinn rétti mér miða. Eg þekti
þar hönd konu minnar. Það voru
gle'fiifréttir sem hún sendi ,mér; því
bæði vonuðum við að bráðum mundi
eg verða frjáis maður, þar sem sak-
leysið var á mína hlið. Við höfðum
eignast fallegan dreng.
“Svo beið enn langur tími þar til
einn dag þegar eg var að barma mér
ýfir óláni mínu og telja raunatölur
ininar, að mér var sagt að kasta hin-
um alræmda einkennisbúningi og
klæðast sem frjáls borgari
“Eg var þá frjáls maður? Hverju
sætti }>að? Yfirmenn bankans komu
til mín hver eftir annan þar sem eg
stóð sem steini lostinn frammi fyrir
J>eiin og báðu mig fyrirgefningar.
Alt var nú komið upp. McAllister
hafði strokið og haft á burt með sér
konuna mina undir því yfirskyni að
eg myndi aldrei verða frjáls maður
framar.
“Þá var loksiiw farið að rannsaka
málið alvarlega og kom J>að þá upp
að óvinur minn v'ar þjófurinn; en
enginn vissi hvað af honum var orðið.
“Eg var frjáls, en til hvers var að
lifa ? Alt sem eg unni var mér horfið
“Eg gerðist fiskimaður og hugsaði
ekki um annað en draga fram lífið á
9em einfaldastan hátt og forðast sem
mest aðra menn. Hið svokallaða
æðra félagslíf hataði eg. Bftir þvi
sem ofar kom í mannfélagsstiganum
virtist mér alt versna. Eftir því sem
ofar dróg virtust menn og konur líkj-
ast æ meir og meir úlfum í sauðar-
gærum. Eg vildi ekkert hafa saman
við slíkt fólk að sælda og hélt mig
löngum að kofa mínum.
“Það var eitt ikveld, í rökkrinu, að
eg sat úti og reykti pípu mína. Þá
brá fyrir kvennmanni mjög skyndi-
lega niðri við sjóinn. Hún hvarf svo
skyndilega að eg varð hræddur um að
hún hefði dottið í sjóinn. Eg hljóp
}>ví þangað sem henni haffii brugðið
KAUPMANNAHAFNAR
Vér ábyTgj-
umst það að
vera algjörlega
hreint, og það
bezta tóbak í
heimi.
Ljúffengt og
endingar gott,
af því það er
búið til úr safa
miklu en mildu
íi tóbakslaufi.
MUNNTOBAK
fyrir og sá eg þá að hún hafði í raun
og veru fallið í sjóinn og var henni
að skjóta upp í fyrsta sinn þegar
eg kom að. Eg fleygði mér undir
eins út í brimsogið og kom konunni
fljótlega til lands. Hárið hafði fallið
um höfuðið svo að andlitið var að
miklu Ieyti hulið; en þegar eg greiddi
hárið frá augum og enni, sá eg að
hér var andlit sem eg þekti vel.
“Konan lifnaði fljótlega við. Hún
leit upp. Við þektum hvort annað.
Þetta var konan mín, sem eg hafði
ekki séð i 25 ár.
“Hún sagði mér sögu sína, sem var
alt annað en glæsileg. í stuttu máli
var hún svona:
“Frá því fyrsia hafði McAllister
verið vondur við drenginn okkar. Þar
hefir víst komið fram hatrið v'ið mig.
Svo þegar drengurinn var sjö ára
gamall hafði hann strokið að heiman
og skrifað< mömmu sinni dálitinn
bréfmiða, þess efnis að hann gæti ekki
lengur verið með drukkna manninum
vonda. Síðan hafði hún aldrei séð
drenginn.
“Alt af hafði óvini miínum græðst
peningar; en slarkið og drykkjuskap-
urinn jókst æ því meiir.
“Hann endaði með því að fylla
húsið eitt kveld með fólki, körlum og
konurn, sem kalla mátti “villidýr” í
mannsmynd. Þessir gæðingar og góð-
kvendi höfðu ýmislegt í frammi sem
sem konu mína hrylti við og tók hún
sér þá J>að húsfreyju vald að reka
gestina á dyr.
“Þá var McAllister nóg boðið og
meira en það. Hann hafði oft mis-
þyrmt þessari svokölluðu konu sinni,
en í ]>etta skifti rak hann hana alveg
út og gerði henni ]>að skiljanlegt að
hún ætti ekki afturkvæmt.
“í t rvæntingaræðinu hafði svo þessi
raunamædda kona kastað sér í sjóinn
til }>ess þannig að gera enda á þessu
vesæla lífi.
“Eg hafði nú heyrt nóg og eg hafði
hugmynd um hvar þetta hús Mc-
Allister myndi vera. Eg sór þess
dýran eið að hefna alls J>e?s ranglætis
sem eg hafði orðið fyrir fra hend:
óvinar míns og að láta ekki slíka
hefnd dragast. Eg sleit mig því úi
faðmi konu minnar og hljóp á stað.
“Eg fann húsið og komst inn flj'ót-
lega og hitti húsbóndan án þess nokk-
ur annar yrði mín var.
“Eg sýndi óvin mínum, sem þekti
mig fljótlega, fram á hvað eg heffii
liðið, sem afleiðing framkomu hans
gagnvart mér og mínum. Eg ,bað
hann að minnast }>ess að við heíðum
einu sinni verið vinir. Eg sýndi
honum fram á hvað óheyrilegt væri
fyrir hann að koma svona fram við
konuna sem hann hefði einu sinni
virzt elska. Orð mín höfðu engin
áhrif á hann. Hann hló og gerði
gaman að fortölum mínum.
“Eg gat ekki tára bundist. Þetta
var fornvinur minn svona “forhertur”
Eg sneri mér undan og tók báðum
höndum um andlitið, svo eg sá ekki
um augnablik hvað óv’inur minn hafð-
ist að.
“Hann notaði tækifærið og tók
höndum um háls mér. Það hefði víst
orðið mitt síðasta ef ekki hefði kent
aflsmunar. Eg veit í raun og veru
ekki hvað gerðist um næstu augnablik
en }>egar eg kastaði honum frá mér á
gólfið bjóst eg við að hann væri dauð-
ur. Eg slökti ljósið í herberginu og
gekk niður til sjávar, þar beið konan
mín enn á hnjánum eins og eg hafði
skilið við hana. Þar endar svo mín
saga. Bkki er því að neita að eg varð
banamaður McAllisters óvinar míns”.
Þá bað lögmaðurinn ungi sér hljóðs
og hélt stutta en áhrifa mikla ræðu
og féll hún í góðan jarðveg því
margir viðstaddir voru klökkir eftir
að hafa hlustað á sögu fangans.
Hann endaði mál sitt J>annig: “í
mannúðarinnar nafni bið eg hina hátt-
virtu dómnefd og hans hátign dómar-
ann að vægja þessum ólánsama hras-
aða manni”.
Dómnefndin gekk þá afsíðis til þess
að útkljá málið og kom að vörmu
spori aftur og bergmálaði þá orðið
“frjáls” um allan réttarsalinn.
Þ.á stóð hinn ungi lögmaður upp
gekk til fangans, tók um hendur hon-
um og ávarpaði dómarann Jæssum
orðum:
“Eg þakka yður innilega, herra
dómari, fyrir þann dóm er þér hafið
hér uppkveðið í mannúðarinnar nafni
en eg þakka vður sérstaklega fyrir að
hafa náðað þennan mann, því hann
er faðir minn. Eg er litli drengurinn
sem hljóp á burt frá drukna mannin-
um vonda.
Lauslega þýtt af J. E.
Dráttur er mjög óheppilegur.
Ottawa i október. “Dráttur er
tíma þjófur”. Þetta á sér einkum
sitað þegar um einstaklingsskytdu er
að ræða í sambandi við það sem nú
heyrir til herskyldulögunum og fram-
fylging þeirra.
Það er satt bezt að segja að ákvæði
laganna eins og þeim er nú fram-
fylgt eru slík að dráttur er tímaþjóf-
ur og getur stolið góðu tækifæri, með
því að ekki verður veittur nema tak-
mankaður tími til umsókna um urtfd-
anþágu til herskyldu nefndanna. Þeir
sem undanþágu ætla að fá eru ámintir
um að taka til ]>eirra ráða sem dóm-
greind þeirra segir J>eim að séu hag-
kvæmust og gera það eins fljótt og
þeim er unt Sem fyrst ættu menn
annað hvort að gefa sig fram til her-
þjónustu eða biðja um undanþágu,
frá herskyldunni. Þetta ætti að gera
tafarlaust eftir að yfirlýsing hefir
verið gefin út, sem heimtar fram
fyrsta flokk. Reglur þær sem gerðar
hafa verið til }>ess að framfylgja
löguntim vinna miklu betur ef allir
hlutaðeigendur koma fram tafarlaust.
í þessu tilliti er flýtir þjóðræknis-
skylda, jafnframt því sem hann er
einstaklingum sjálfum einnig í hag i
mesta máta. B-10.
Fylgja Laurier.
Stórkostlegt stjórnmála þing hélt
frjálslyndi flokkurinn í Ottawa á
föstudaginn. Ivaurier var þar stadd-
ur sjálfur og fjöldi af leiðandi mönn-
ím úr flokki hans, bæði þeirra sem
tlt af höfðu fylgt honttm og hinna
<m á möti honum höfðu snúist vegna
herskyldumálsins, t. d. Graham fyr-
verandi ráðherra. Laurier kom fram
]>ar eins og alstaðar annarsstaðar,
eindregið með þjóðræði og frjálslyndi
“Eins og eg áleit og álít að fólkið
ætti að fara eftir eigin samfæringu
í herskyldumálinu”, sagði hann, “eins
álít eg að hverjum einurn sé ekki ein-
ungis frjálst heldur sjálfsagt að fara
eftir rödd samvizku sinnar í því hvort
hann fylgir minni stefnu eða ekki.
eins og eg er sannfærður um það að
eg hefi gert rétt og breytt samvizku-
samléga eins tel eg víst að andstæð-
ingar mínir í frjálslvnda flokknum
hafi hlýtt röddum eigin samvizku ]>ótt
hún talaði á annan hátt til þeirra en
til mín”. Margt fleira mælti Laurier
fagurlega á }>essu ]>ingi, enda var það
samþykt í einu hljóði að fylgja hon-
um v'ið næstu kosningar á móti sam-
steypustjórninni. Grahan kvaðst vera
með sannri þjóðfulltrúastjórn, en
}>essi stjórn sem nú þœttisrt: ráða land-
inu verðskuldaði ekki slíkt nafn; húu
væri að ens tveggja flokka stjórn }>ar
sem ójafnt væri skift og einstakir
menn hefðu tekið sér vald heillar
þjóðar án samþykkis flokks eða kjós-
enda. Hann er því sameinaður Laur-
ier stefnunni aftur og mun verða
meðal Iiðsmanna hans við kosning-
arnar þrátt fyrir það .þótt hann líti
ekki alt sömu augum og Laurier.
Bandnríkin.
Á sunnudaginn var kom upp eldur
í Brooklyn, New York og eyði'lagði
kornhlöðu með 700,000 mælum af
hveiti. Er talið áreiðanlegt að eld-
urinn hafi verið kveiktur af manna-
völdum. Er skaðinn metinn á $1200000
Eldur hefir kojnið upp 56 sinnum í
New York nýlega, og alt af af manna
völdum eftir því sem álitið er.
Auglýsing birtist í öllum helztu
blöðum Bandaríkjanna á mánudaginn
um það að ailir canadiskir borgarar
sem herskyldulögin nái til og heima
eigi nú í Bandaríkjunum skuli koma
heim tafarlaust, eða ekki síðar en 10.
nóvember.
Hver dagur er Purity-
Flour-Dagur matreiöslukon-
unnar, sem ánœgð er aö-
eins með bezta brauð ogy
kökur,
PURITV
FCOUR
"MORE
BREAD
AND
BETTER
BREAD"
144