Lögberg - 25.10.1917, Blaðsíða 4
4
LÖGBERG, FIMTUDAGINN
25. OKTÓBER 1917
Söíberg
Gefið út Kvern Fimtudag af The Col-
umbia Press, Ltd.,Cor. William Ave. &
Sherbrook Str., Winnipeg, Man.
TALSIMI: CARRY 2156
SIG. JUL. JÓHANNESSON, Editor
I. J. VOPNI, Business Manuuer
Utanáskrift til blaðsins:
TI(E COLUMBIA PRESS, Ltd., Box 3172, Winnipeg. H|an.
Utanáskrift ritstjórans:
EDITOR LOCBERC, Box 3172 Winnipeg, R(an.
VERÐ BLAÐSINS: »2.00 um árið.
Góð bending.
Vinur “Lögbergs” hefir skrifað oss og gefið
oss ýmsar góðar og velþegnar bendingar viðvíkj-
andi blaðinu “Sólskin”. Hann er á því eins og
flestir aðrir að Sólskin sé nýtt spor í þá áttina að
leggja grundvöllinn að þjóðrækni og ættjarðarást
og halda við tungu vorri.
Bréfritarinn er hámentaður maður og góður
rithöfundur og eru því ber.dingar hans alls ekki út
í bláinn. pað er sama að hugsa sér að halda við
íslenzku þjóðerni hér í landi án þess að byrja á
bömunum og það væri að hugsa sér að halda við
kirkjulegum félagsskap án sunnudagaskóla eða
bindindisfélagi án bamadeildar.
íslendingar hafa vanrækt það hér vestra að
hi^sa um æskulýðinn þegar þeir byrjuðu þjóðem-
isstarfsemi sína, og þess vegna er nú heill hópur
ungra manna og kvenna kominn út úr íslenzku
þjóðemi, og verður það mjög erfitt verk að leiða
þá inn í það aftur, svo að nokkru haldi komi.
Við erum að reyna að kenna íslenzka tungu
hér vestra, bæði í kirkjum og í Goodtemplara fé-
laginu, en þeir sem fyrir því standa eru í stökustu
vandræðum vegna bókaskorts. Enginn hefir hér
tekið sér fram með að semja og gefa út íslenzkar
bamabækur, sem hentugar væru fyrir vestur-
íslenzk böm við kenslu í tungu vorri og til þess
að vekja lestrarfýsn unglinganna á móðurmáli
voru.
Hieima á íslandi var sama máli að gegna þang-
að til “Æskan” var stofnuð árið 1897. pangað til
hafði það aldrei þekst og bklega engum komið til
hugar að gefa út bama- eða unglinga-blað á fslandi
petta hepnaðist svo vel að síðan hafa þar stöð-
ugt verið gefin út tvö unglinga-blöð og nú upp á
síðkastið þrjú, öll fjöllesin og öll mikið keypt.
Eftir það var fyrst farið að hugsa um að gefa
út bækur við barna hæfi á íslandi og er nú komið
allmikið safn slíkra bóka; em þær flestar vandað-
ar og vel til þeirra valið og hefir þar verið fylt
skarð í bókmentum íslendinga, sem lengi hafði
staðið autt.
En hér hjá oss er skarðið autt enn þá, nema
að því litla leyti sem Sólskin hefir komið til sög-
unnar.
Sá sem bendingamar skrifar og um var getið
finnur það að Sólskini að það flytji of lítið af
stuttum, barnasögum, sem ritaðar séu.á “bama-
máli”. petta er réttmæt aðfinsla eða bending, og
skal hún rækilega tekin til athugunar með þakk-
læti til bréfritarans. Sjálfur sendi hann Sólskini
stutta sögu um leið og hann gaf bendinguna.
En að því er snertir bækur fyrir böm og
unglinga mætti ætla að það sama gæti dugað oss
hér sem þeir hafa heima. En það er ekki rétt.
Eins og fyr hefir verið bent á í Lögbergi verða
bamabækur að vera sniðnar eftir þjóðlífi, stað-
háttum og fleiru og hvorttveggja er mjög ólíkt
hér því sem það er á íslandi. pess vegna verða
bamabækur, sem fyrirtaksvel reynast heima ófull-
komnar hér og bamabækur frá oss, sem hér væm
hentugar myndu alls ekki nægja heima.
Til þess að bæta úr þessu verður bráðlega
byrjað að gefa út bamabækulr á íslenzku hér
vestra, hafa ýmsir góðir menn heitið þar sam-
tökum og samvinnu, og er það þannig trygt að
fyrirtækið geti hepnast-
Byrjað verður á reglulegu unglinga bókasafni
handa eldri bömum og yngri; verður það kölluð
“Sólskins útgáfan” og gefið út í litlum heftum í
bandi. Sérstaklega verður reynt að vanda til þessa
f.vrirtækis og það eitt valíð sem bæði leiði bömin
og unglingana til lestrarfýsnar á móðurmáli voru
og verði til þess að byggja upp siðferði þeirra.
Myndir verða í bókunum, bæði margar og vandað-
ar, því fátt er það sem fremur laðar böm til lest-
urs og gerir þeim bækumar skemtilegri en fallegar
myndir.
pegar þetta fyrirtæki kemst á laggimar, rr
þess vænst að stigið hafi verið það spor máli vom
og þjóðemi til veradar sem síðar hljóti að si'na
ávöxt.
Traust.
Að vera sá maður, sem traust verði borið tii
er það sem flestir keppast eftir og mikils er vert.
Til eru þeir menn, sem ekki vilja vamm sitt
vita í viðskiftum; alt sem þeir lofa þannig stend-
ur eins og stafur á bók og allir geta reitt sig á þá.
petta er stór kostur. En sá er gallinn á að
sumir þeirra manna, sem strangheiðarlegastir
em í þeim efnum, eru einmitt menn sem ekki er
hægt að treysta í öðm, sem ef til vill er enn þá
meira virði.
AUir þeir sem eitthvað kveður að hljóta að
taka einhvem þátt í opinbemm málum; bæði
stjómmálum og félagsmálum og það að geta þar
treyst mönnum er meira virði en margur sýnist
gera sér grein fyrir. Sá sem ekki á til í eigu sinni
neitt það mál er hann virkilega fylgir af einlægri
sannfæringu og er reiðubúinn að berjast fyrir á
móti hvaða ofurefli sem er að ræða, hann verð-
skuldar ekki traust að því leyti. ,
i þessu landi úir og grúir af mönnum, sem
taldir eru trúverðugir, en ekki má fremur reiða
sig á en sinustrá, þegar um það er að ræða að
steyta hnefann framan í stóra menn og halda máli
sínu til streytu. Hér í landi er ógrynni manna
sem telja það heillavænlegt að hlusta og horfa út
undan sér á það sem aðrir segja og hafast að, án
þess að vera sjálfir ákveðnir; án þess að láta skoð-
un sína í ljósi.
pessir menn vega það og vigta í huga sér
hvort hagkvæmara verði að fylgja þessum flokkn-
um eða hinum, þessum leiðtoganum eða hinum,
þessu málinu eða hinu," þessari stefnunni eða hinni,
án þess að spyrja samvizku sína hvað sé rangt og
hvað sé rétt. pessir menn verðskulda ekki traust
hversu reiðilegir sem þeir kunna að vera í við-
skiftum og hversu sléttir sem þeir eru í daglegri
framkomu við aðra menn.
Til eru þeir einnig, og það margir, sem láta
ávalt þannig að báðir partar eða báðar hliðar telja
þá sín megin; þeir vilja ekki vera eins og hinir að
taka engan þátt í málum; þeir halda að það sé
ómensku merki; en þeir vilja við engan óvingast
og þeir vilja vera reiðubúnir til þess að geta sagt
það hvorum flokknum sem ofan á verður að þeir
hafi æfinlega fylgt honum og verið á móti hinum.
pessir menn fara svo langt sumir að þeir gera
gys að hvomm flokknum fyrir sig þegar þeir tala
við fylgjendur hans og hafa því hálft traust beggja
en grunsemd beggja.
pessir menn eru fyrirlitlegir heyglar, sem
enginn á að virða og enginn má treysta. peir eiga
að iitilokast úr öllum trúnaðarfélagsskap allra ein-
lægra og ærlegra manna.
Sá einn verðskuldar traust sem hefir myndað
sér fasta skoðun, tekið sér ákveðna stefnu og fylg-
ir henni fram hvar sem er, hvenær sem er og við
hvern sem er.
Aldrei hefir verið meiri þörf á að brýna fyirr
mönnum einlægni, kjark og djörfung en einmitt
nú. pessir tímar eru til þess að reyna trúverðug-
leik manna; fúnu stauramir bresta og lyppast nið-
ur í hrúgu, hinir standast sveigjuna, höggin og
barsmíðamar bg úr þeim verður bygð sú framtíð-
arhöll, sem glæsilegust hefir þekst í þessu landi.
pessir tímar eru til þess hentugir að velja
bygginga-timbur í þjóðskála Canadaríkis; fausk-
arnir verða brendir eða þeim kastað í hauga fyrir-
litningarinnar; þar verða þeir mosavaxnir um
aldur og æfi og þeirra ekki minst framar.
ófúnu viðimir verða skildir frá og úr þeim
bygt; í þeim skóla á Canada þjóðin frámvegis að
vaxa og blómgast. '
Og þeir sem ótrúir em málefnum og hugsjón-
um geta heldur ekki verið trúir mönnum. — peir
eiga það ekki til, sá eiginleiki er ekki í eðli þeirra
að vera nokkrum eða nokkm trúir.
Vér þekkjum menn, sem þykjast vera vinir
vorir og allra vorra mála; eru já bræður vorir og
mæla stórum orðum þegar um það er að ræða að
berjast og láta ekki hlut sinn. En þegar þeir hafa
snúið við oss bakinu og eru staddir hjá andstæð-
ingum vorum hafa þeir skift um skoðun, skift um
hugsun, skift um stefnu. pá tala þeir sömu orðin
við hina, sem þeir töluðu við oss; þá bannfæra
þeir málefni vor — og jafnvel oss sjálfa — eins
og þeir höfðu bannfært hina hliðina þegar þeir
voru með oss.
peim er skoðun og sannfæring eins og hver
önnur flík, sem hægt sé að smeygja sér í og fara
úr þegar á þarf að halda. peir fara í þær flíkur
réttar eða öfugar eftir því sem á stendur og hent-
ugt þykir í þann svipinn.
pessir menn — þótt þeir þykist vinir vorir —
njóta ekki og verðskulda ekki traust vort né ann-
ara. .peir eru líkir flaðrandi hundi, sem sleikir
jafnt hendur allra, dinglar jaft rófunni framan í
alla; vill gelta að öllum ef þeir eru nógu langt í
burtu til þess að heyra það ekki og gelta fyrir alla
sem hann er hjá og hann heldur að sé þægð í því.
pessum mönnum þykir ekki vænt um neitt
málefni; þeir hanga í félagi þessa máls eða hins
rétt fyrir 'siðasakir eða af hagsmunalegum ástæð-
um en þeir elska ekkert mál; þá tekur það ekki
sárt þó þeim málum sé hallmælt, sem þeir þykjast
vilja styðja og þeir taka jafnvel undir þegar ein-
hverjir sem þeir vilja koma sér í mjúkinn hjá gera
gys að málum þeim er þeir þykjast unna. Sama
er með þá sem þeir telja vini sína.
Vér þekkjum aðra menn sem eru í raun og
vem andstæðingar vorir; menn sem fara ekki í
neinar felur með það að þeir hafi aðra skoðun en
vér; menn sem geta horft djarft og óhikað framan
í oss og sagt oss að þeir séu á algerlega annari
skoðun og að þeir álíti að vor skoðun sé röng og
jafnvel skaðleg. peir vinna á móti oss og mál-
efnum vorum af alefli; þeir gera það bæði leynt og
ljóst og fela ekki skoðanir sínar. peir beita jafn-
vel öllum brögðum sem lög leyfa og ef til vill
hnsfarétti gegn oss til þess að koma fram sínum
málum, en þeir gera það opinberlega og djarflega.
Vér virðum þessa menn; þeir verðskulda
traust vort og þeir em venjulega menn sem hafa
skapað sér skoðun og fylgja henni fram hvað sem
það kostar; hver sem á móti mælir og hvemig sem
á stendur.
peir eiga málefni sem eru þeim heilög og þeir
eru reiðubúnir að verja og leggja mikið í sölumar
fyrir. peim þykir vænt um málefni sín ekki síður
en vini sína. pá kennir til í orðsins réttu merk-
ingu ef rangindum eða háði er beitt gegn málum
þeirra. peir hvessa mótmæii sín og brýna rödd-
ina ef lítið er gert úr vinum þeirra. peir em fs-
Iendingar; þeir “hata þegar þeir hata og halda
trygð fram í deyð”.
fslendingar eiga heila hópa af þessum mönn-
um; bæði þeim fyr töldu og hinum síðari. Hvor-
um flokknum heyrir þú til?
Árni Eggertsson.
Á öðmm stað í blaðinu birtist bréf frá Árna
Eggertssyni, fulltrúa stjórnarinnar á íslandi hér
í Vesturheimi. Bréfið skýrir sig sjálft eins langt
og það nær.
Margir fslendingar hér hafa borið miklar
, áhyggjur út af því að lokað mundi verða öllum
sundum fyrir flutningum til ættjarðar vorrar og
óttast vistaskort þar og ef til vill alvarlegt
harðæri.
öllum þessum mönnum hlýtur það að vera
sérstakt gleðiefni hversu vel íslenzka fulltrúanum
hefir tekist að leysa «tarf sitt af hendi og ráða
hinar vandasömu gátur.
Lögberg hefir frá því fyrsta látið sér ant um
þetta mál og stungið upp á ýmsú því viðvíkjandi,
er það oss því sannarleg ánægja í hversu gott horf
það hefir komist.
Ámi Eggertsson er frábærlega duglegur mað-
ur og þurfti aldrei að ganga að þyí gruflandi að
hann mundi fá því öllu til vegar komið, sem nokk-
ur einn maður gæti af hendi leyst, enda er það
komið á daginn.
íslendingar verða, eftir þessu að dæma, ekki
í neinum vistavandræðum hér eftir, að minsta
kosti ekki nema því að eins oð Norðurlönd dragist
inn í ófriðinn, sem vonandi er að verði aldrei, þótt
ýmislegt geti orðið til þess, því miður.
íslendingar heima voru sannarlega hepnir og
hygnir í vali fulltrúa síns. Hefðu þeir haft ein-
hvem að heiman einungis, þá er mjög líklegt að
honum hefðu gengið samningamir miður; og
liggia þar til margar orsakir. Fyrst og fremst
hefði hann ekki verið eins kunnugur öllum hög-
um og háttum hér og Eggertsson er og þar af
leiðandi getað orðið fyrir því óhappi að velja ein-
hverjar ófærar leiðir í fyrstu, sem tafið hefðu
fyrir framkvæmdum.
í öðru Iagi var það heppilegt að hafa mann
sem tllheyrði þeirri þjóð og því landi sem er í
stríði bandamanna megin, og nú með Bandaríkj-
unum. Gat hann bent á það hversu mikill hluti
íslenzku þjóðarinnar tæki þátt í stríðinu og sýnt
fram á hversu ósanngjamt það væri ef bræður
þeirra heima væru sveltir.
petta hefði ekki verið eins greinilega tekið til
greina af manni að heiman, hversu vel sem hann
hefði flutt mál sitt og hversu mikill áhrifamaður
sem hann kynni að vera að öðm leyti.
Vér samgleðjumst bræðrum vorum heima,
yfir þessum samningum og vér samgleðjumst
landa vorum Áma Eggertssyni yfir þeim dugnaði
sem hann hefir sýnt og þeim árangri sem verk
hans hefir haft.
THE DOMINION BANK
SIR EDMUND B. OsLER, M.P,
President
W. D. MATTHEWS.
Vice-President
Hagsýni hjálpar til að vinna stríðið
Byrjið sparisjóðs reikning og bætið við hann reglulega
Notre l)ame Branch—\Y. M. HAMIIjTON, Managcr.
Sclkirk Branch—F. J. MANNING, Manager.
NORTHERN CROWN BANK
Höfuðstóil löggiltur $6,000,000 Höfuðstóll greiddur $1,431,200
Varasjóðu........ $ 848,554
(ormaður ...................... • Capt. WM. ROBINSON
Vlce-President - JAS. H. ASHDOWN
Sir D. C. CAMERON, K.C.M.G. W. R. BAWI.F
E. F. HUTCHINGS, A. McTAVTSH CAMPBELL, JOHN STOVEL
Allskonar bankastörf afgreldd. Vér byrjum relknlnga vlð elnstakllnga
eða félög og sanngjarnir skilmálar veittlr. Avlsanlr seldar tll hvaða
staðar sem er á tslandl. Sérstakur gaumur gefinn sparlrlóðslnnlögum,
sem byrja má með 1 dollar. Rentur lagðar vlð á hverjum 6 mánuðum.
T* E. THORSTEIN9SON, Ráðsmaður
Co William Ave. og Skerbrooke St., - Winnipeg, Man.
r?éSl rééVíf 4S1
\irf#\ir?svirré'ii^éirMrwM
Næstu kosningar.
Bæjarstjórnarkosningar fara bráðlega fram í
Winnipeg. par verða eins og vant er kosnir yfir-
ráðsmenn, bæjarstjómarmenn og skólaráðsmenn.
íslendingar hafa tvo menn í bæjarstjóm;
annar þeirra, J. J. Vopni, verður áfram annað ár
án kosninga, en hinn, Ámi Eggertsson, sækir að
líkindum ekki um endurkosningu vegna stöðu
þeirrar sem hann skipar og verður að gefa sig all-
an við.
Hvort íslendingar hugsa sér að koma að nokkr-
um manni í þetta skifti vitum vér ekki, þótt oss
findist það vel til falli<5 að þeir ættu mann sem full-
trúa fyrir þann hluta bæjarins, þar sem þeir eru
fjölmennastir; þeim væri auðvelt að koma þar að
manni ef þeir væru samhuga og samtaka. Samt
sem áður er það ekki bráðnauðsynlegt, og hitt vel
viðunandi að eiga einn úr vorum flokki í senn.
Hitt er annað mál að fslendingar ættu að hafa
eitthvað að segja um það hvernig mentamálum
bæjarins er stjórnað. íslendingar munu aldrei
hafa átt hér mann í skólaráði og er það einkenni-
legt, eins miklir mentamenn og þeir þó eru.
Oss finst sem þeir ættu nú að taka rögg á sig;
útnefna eiohvem færan og samvizkusaman mann
í skólaráðsstöðu og fylkja sér einhuga sem einn
maður; með því móti er þeim gefið að kjósa hann.
íslendingar eru orðir svo samþýddir hérlendu
fólki að ekkert er unnið á móti þeim við þess kon-
ar tækifæri á þjóðemisgrundvelli; eða mjög lítið.
Vill nú ekki einhver mentamaður gefa sig
fram til skólaráðsútnefningar í haust ? Tíminn
er nægur enn, þótt ekki megi lengi dragast héð-
an af.
Mentamál þessa bæjar snferta íslendinga sann-
arlega ekki síður en aðra og þau eru ekki að öllu
leyli í góðu lagi; vér vitum til þess.
par er þörf á ýmsum breytingum, sem dug-
legur maður gæti komið til vegar ef hann legði sig
fram.
• Stjórnmálin.
Stjómmálin í Canada eru nú sem stendur sá
grautur sem ekki á sinn líka. Vér höfum stjóm
sem ræður málum landsins til lykta, en hefir ekki
verið kosin af fólkinu og er því auðvitað ekki full-
t' úastjóm.
Bordenstjórnin hefir aðhafst allar bugsanleg-
ar syndir; um það kemur, flestum saman, bæði
frjálslyndum mönnum, verkamönnum, óháðum
mönnum og sanngjörnum afturhafdsmönnum.
Bordenstjórnin var búin að fá vitneskju um
að henni væri þýðingarlaust að koma fram fyrir
íólkið í gömlu fötunum. Hún varð að dubba sig
upp og þvo eða öllu heldur að bera duft á sig til
þess að hylja óhreinleikann, því þvottur dugði ekki.
Hún sá það að þetta mundi ekki nægja, og
þe3S vegna tók hún til örþrifaráða. Hún þurfti á
fé að halda meira en hún hafði komist yfir til þess
að kaupa........... Hún kom því fram með
C. N. R. samninginn fræga; þar voru um
$60,000,000, og það má gera mikið með sextíu mil-
jónum dala í þessari dýrtíð.
En til þess að ekki yrði mjög mikill hávaði á
mcðan verið var að þræla þessu í gegn um þingið/
voru borir fram önnur mál samtímis, sem auð-
vitað blutu að verða til sundrungar og yfirgefa
hitt. Hefði C.N.R. málið komið fyrir þing í því
formi sem það kom, á venjulegum tímum, þá hefðu
i. < rg öfl risið upp þjóðinni tii vamar; en stjómin
treysti því að þessir neyðartímar væru hentugir
til þess að taka þjóðina þrælatökum.
Samt hélt stjómin að þetta mundi ekki nægja,
þess vegna samdi hún hermannaatkvæðalögin
sem eru einhver ósanngjömustu lög, sem upp að
þeim tíma höfðu þekst, þar sem stjómin getur
svo að segja farið með atkvæði hermannanna eins
og henni sýnist.
SÓNHÆTTIR
XVI. Ofurhefndin.
í kepni’ og hrifsing landa, fjörs og fjár
hin framtakssama’ en blinda vélaöld
síns metnað loksins hlaut in grimmu gjöld.
— Sjálf græðgin hræðist flóð, er mynda tár.
Hver eirpeningur dregur jafnvel dár
að dauðastunum þínum mannleg völd,
frá skothylkja og skrúístykkjanna fjöld,
sem skifta verzlun fyrir blóðug sár. —
Hvert hugvits kvint, er harmleiks vaxtað pund.
Hver himins geisli snýst í vítisbál.
Hér sérðu Iaunin samkepninni frá!
Hver gullpeningur gildir nýja und.
Hver gelðibikar fulla eiturskál,
sem drekkast verður samþjóð! Súpum á!
p. p. p.
,,Lexíurnar“ okkar líka.
Eftlr Jcaxi Dwlght Franklin.
pað lítur á mig, litla bamið mitt,
sem “lexíumar” sínar enn ei kann,
í ráðaleysi réttir spjaldið sitt
og reikningsdæmum engar lausnir fann:
“Hvað þetta dæmi’ er þungt! ó, pabbHninn,
vilt þú ei hjálpa mér víð reikninginn ?”
Og þannig kem eg, góði Guð, til þín,
því gátur lífsins þungar reynast mér,
og erfið líka eru dæmin mín
og ónóg svörin — styrk eg bið frá þér.
Sem barn eg “spjaldið” fæ þér, faðir minn,
í fullu trausti að lagir reikninginn.
Sig. Júl. Jóhannesson.
En jafnvel þetta var hún
hrædd um að ekki mundi nægja,
og þá tók hún upp aðferð Diasar
gaimla í Mexico, sem samdi sér-
stök lög fyrir hverjar kosning-
ar, til þess að halda sér við^ völd-
in. pá voru samin hin svivirði-
legustu lög sem þessi veröld hef-.
ir þekt, kosningalögin svoköll-
uðu. pau hafa verið skýrð hér
áður.
Og enn var stjómin hrædd,
hélt að jafnvel þessi kverkatök
mundu ekki nægja til þess að
kyrkja þjóöarviljann, var því
farið á bak við þjóðina þarinig
að nokkrir menn voru fengnir
til þess að yfirgefa frjálslynda
flokkinn og ganga undir merki
Bordens með því móti að þeir
,fengju feita stöðu. Og menn
fundust hér og þar, sem þessa
beitu gleyptu.
Síðan kemur Bordenstjómin
fram fyrir fólkið og biður að
kjósa sig eftir að hún hefir
neytt allra þessara bragða. Hún
kallar sig nú samsteypustjóm,
en er ekkert annað en Borden-
stjóm með nokkrum utanaðkom-
andi mönnum.
Frjálslyndu mennirnir eru þar
svo fáir að þeir gætu engu til
leiðar komið. þó hægt væri að
treysta þeim til góðs vilja.
Og á sama tíma sem Borden
er að villa þannig sjónir með
samsteypu, fyllir hann efri deild-
ina með eintómu afturhaldsrusli
af versta tagi, til þess að vera
viss um að ef einhver framfara
spor verði stigin í neðri deildinni
þá verði þau fylt af afturhalds-
snjó þegar upp í þá efri kemur.
Samsteypu-fundur.
Samsteypuflokkurinn liaf'ði boðað
til fundar hér í bænum á mánudag-
inn og var sá fundur fjölsóttur mjög.
Sir August Nanton stýrði honum og
flutti ræðu i fundarbyrjun.
Þá töluðu þeir hver á eftir öðrum:
Crerar formaður kornkaupafélagsins,
sem á að verða akuryrkjumálaráð-
herra, ef samsteypustjórnn verður
kosin, Meighen dómsmálastjóri ■ og
Calder, sem á að verða innflutnings-
ráðhferra samsteypustjórnarinnar.
Crerar hefir varið æfi sinni til þess
hingað til aö herjast fyrir afnámi^
tolla á korni og akuryrkjuverkfæruto,
en nú segist hann hafa gengið í
Bordenstjórnin.i án þess að gera það
að skilyrðum að nokkur toMlækkun
færi fram. ____________
Meighen sagöi að á móti þremur
sem fallið heíðu frá Canada í stríð-
inu upp á síðkastið. hefði Borden-
stjórnin aðeins getað sent einn mann.
Hún ætlaði nú að setia á' herskyldu
og væri sjálfsagt að fylgja henni.
Calder sagði að sjálfsagt væri að
gleyma — ef ekki öllum, þá að minsta
kosti flestum misgerðum Borden-
stjórnarinnar; Borden væri einlægur
maður sefn mætti treysta.
í byrjun fundarins hafði verið út-
býtt þúsundun: af háðriti um sam-
steypustjórnina og voru menn að lesa
það á meðan ræðurnar stóðu yfir.
70,000 málssóknir.
Það hefir komið til orða að allir
borgarar Canada, sem ekkert hafa
brotið gegn lögum landsms, en samt
verið sviftir borgararétti, nöfði skaða
bótamál á mó Bcrdenstjórninni fyrir
samningsrof.
f! ■ .
STúgöéi
_crushep^
COFFef
«73 ■
Red Rose
I Coffee
Hafið
þér
bragðað
MULIÐ
taífi
Ef svo er þá hafið þér ekki orðið
var við neina beiskju, það kemur
til af því að hinar jöfnu, muldu
kaffibaunir Red Rose kaffisins eru
alveg lausar við hismi og ryk. pér
fáið bragið af bezta, óblandaða
kaffi aðeins. Red Rose kaffi er
svo gott í sinni röð að það þarf ekki
að setja egg í það til að hrei%sa það
pað er eins einfalt að búa það til og
vRed Rose te og kemur tært úr kaffi
könnunni með þeimeinstaka ilm,
sem leggur um alt herbergið og
fyllir yður hjartanlegri löngun að
drekka það. — pað er