Lögberg - 28.02.1918, Síða 1
SPIERS-PARNELL BAKING CO.
• ábyrgjast yður
fulla vigt, beztu vörur fyr-
ir lœgsta verð sem verið
getur. REYNIÐ ÞA!
TALSÍMI: Garry 2346 - WINNIPEG
öabnvi3
Þetta pláss er til sölu
Talsímið
Garrv 416 eða 41T
31. ARGANGUR
WINNIPEG, MANITOBA, FIMTUDAGINN 28. FEBRÚAR 1918
NÚMER9
Canada.
Brig. General Ruttan, sá er
verið hefir yfir-herumsjónar-
maður í 10. hersöfnunarsvæðinu
—Manitöba, Saskatohewan og
Alberta, hefir látið af embætti,
en í hans stað skipaður ver-
ið Major-Gen. John Hughes,
bróðir Sir. Sam Hughes fyrver-
andi hermálaráðgjafa Borden-
stjómarinnar, og tekur hann við
stöðunni 15. marz næstkomandi.
Major George H. Welsby fé-
hirðir fyrir 10. hersöfnunarsvæð-
ið, með aðalskrifstofu í Winni-
peg, hefir verið tekinn fastur og
sakaður um fjárdrátt, eigi all-
lítinn; hvarf hann skyndilega 17.
þ. m. úr borginni, en við rann-
sókn á bókhaldi hans kom í ljós
sjóðþurð, er nam eigi minna en
$7,000, að því er “Free Press”
skýrir frá. — Komu vinum Mr.
Welsby þessi tíðindi mjög á ó-
vart, með því að maðurinn kvað
hafa notið mikilla vinsælda og
haft á hendi trúnaðarstörf um
all-langt skeið. Var hans leitað
hér í borginni af lögreglunni, en
alt kom fyrir ekki.
pau urðu þó úrslitin, að Mr.
Welsby, var handsamaður aust-
ur í Ontario, og fluttur rakleitt
hingað til Winnipeg, þar sem
hann skal svara til sakar. Hann
er kvæntur maður og liggur kona
hans fárveik eftir holskurð á
Almenna sjúkrahúsinu hér í
borginni.
Stórkostlegt tjón af völdum
flóðs, hefir orðið á ýmsum stöð-
um í Ontario-fylkinu. Veðrið
hafði verið óvanalega milt, og
síðastliðna mánudagsnótt gerði
rigningu all-mikla, er hafði þær
afleiðingar að sumar ámar
austur þar sprengdu af sér ís og
stífluðu jakamir víða framrás-
ina og olli það flóðinu. Hve
miklu fé tjónið muni nema hefir
enn eigi sannfrést um.
“sléttu-sveinanna”, heldur hop-
uðu þeir á hæl, hið ákjótasta,
misisandi nokkuð manha, og
undu hag sínum illa. Hugðust
þeir og skyldu ná sér niðri á
Canadamönnum áður langt um
liði; sátu þeir af sér ekkert færi,
því undir eins nóttina eftir gerðu
þeir aðra atrennu, og höfðu þá
eitrað gas og annan óþverra, er
þeir hugðu betur duga mundu.
En Canadamenn voru við öllu
búnir og tóku mannlega á móti,
létu þeir fallbyssukúlumar ó-
spart dynja á þýzkurunum, er
sáu eigi annan kost vænni, en að
hörfa undan til virkja sinna,
með hlut sinn óbættan. ' Nótt
þessa var ólátaveður hið mesta,
og áttu Canadamenh að sækja
móti hríðarbyl. Sir Douglas
Haig hefir opinberlega látið í
ljósi þakklæti sitt til hinna Cana-
disku hermanna fyrir frammi-
stöðuna.
Bandaríkin.
Candaherinn sýnir frækilega
frammistöðu enn sem fyr.
Hinn 25. þ. m. gerðu pjóðverj-
ar allharða árás á vígstöðvar
Canadamanna fyrir norðan Lens,
en ekki sóttu þeir gull í greipar
Ríkisskuldabréf upp#á þrjár
biljónir dollars hefir McAdoo til-
jkynt öllum bönkum í landinu að
eigi að gefa út til bráðabyrgðar,
og -hefir beðið; bankana að leggja
að minsta kosli 1% af öllum eign
um þeirra, þetta er gjört til þess
að reyna að koma á jafnvægi á
verksmiðjuiðnað, sem aflaga hef-
ir farið sökum kolaleysis. Bank-
arnir hafa orðið mjög vel við til-
mælum þessum; sagt er að sím-
skeytum rigni að fjármálaráð-
herranum f rá bönkum með. lof-
orðum um drengilegar undir-
tektir.
Verkfall það sem skipasmiðir
gjörðu í New Orleans hefir ver-
ið með samkomulagi beggja máls
aðila til lykta leitt, og mennimir
byrjaðir að vinna.
Skipið “Lucia”, sem var eign
Austurríkismanna, fyrir stríðið,
en nú er eign Bandaríkjamanna
hefir verið útbúið til fóíksflutn-
inga og er sagt að það geti boðið
neðansjávarbátunum byrginn, sé
útbúið svo, að það sé ómögule£t
að sökkva því. 12,000 loftheld
hólf úr jámi eru í skipinu. Yfir-
smiður skipsins heldur því hik-
laust fram, að þótt tundurkúla
komi í það, og jafnvel sprengi
part úr því þá geti hún al-
drei sökt því. Innan skams á
nú að reyna þetta með því að
skjóta á skipið tundurkúlum, og
verður fróðlegt að sjá havð vel
skipið getur varist þeim vogesti.
Maður að nafni Kurt Kind
byggingameistari frá New York
hefir verið tekin-n fastur í San
Francisco, sagður að vera með-
limur í þýzka leynilögregluliðinu
General Pershing, í skeyti til
hermáladeildarinnar, segir að
þeir 10 hermenn, sem hafi tapast
30. nóv. sl. séu fangar hjá pjóð-
verjum, einnig segir hann að fall
ið hafi 4, særst 6 og 3 verið her-
teknir nýlega og einnig að tíu
hafi látist á sóttarsæng.
♦
Fyrrqm forseti Bandaríkjanna
Theodor Rooswelt hefir verið
skorinn upp í annað sinn á Roose-
welt sjúkrahúsinu í New York.
Læknar segja hann nú úr allri
hættu.
Póstmálaráðherra Bandaríkj-
anna hefir tilkynt að í vor verði
byrjað á því að flytja póst á
milli New York, Philadelphiu og
Wasihington í loftförum. Hvert
loftfar á að geta flutt 300 pund
og fara 100 mílur á klukkutíma.
Áætlað er að burðargjald muni
verða um 25 cent undir eina
únsu. '
Skipabyggingarstöð eru Banda-
ríkin að láta gjöra við Dela-
ware ána og átti að kosta $21,-
000,000 þegar húin væri búin
samkvæmt áætlun. 5 af 50 bás-
um, sem áttu að vera eru nú full-
gerðir og kostuðu $27,000,000.
Gullfoss hreppir ofsaveður og laskast
í bréfi frá Garðari Guðmundssyni, sem er símastjóri á
Gullfoss, til Mr. S. W. Melsted hér í borg, sem er föðurbróð-
ir Mr. Guðmundssonar, segir að Gullfoss hafi hrept ofsaveð-
ur í hafi, og á miðvikudaginn 13. febrúar, hafi yfirbyggingin
og borðstokkurinn á stjórnborða brotnað, og einnig hafi hlið
sú, sem borðsalurinn veit út að, svignað inn. öllum á skip-
inu sagði ihann að liði vel. peir voru 13 daga á leiðinni frá
íslandi til Halifax.
pjóðverjar neita Rússum um
vopnahlé.
Opinber tilkynning hefir verið
gefin út í Pétursborg þess efnis,
að pjóðverjar hafi neitað að
veita Rússum vopnahlé, og þeir
haldi áfram yfirgangi sínum og
innrás í landið.
Hefir Lenine-stjórnin skorað
á menn og konur að hefjast
handa til varnar höfuðborginni,
og til vemdar stjórnarbylting-
unni, er Rússar sjálfir svo segja.
Undir eins og Pétursborg verð-
ur talin í hættu, verður stjórnar-
ráðið flutt til Moskva.
Rússland.
Emil Páll.
I
Sigurbjörn Haraldur.
E. P. Wilson og Harry Wilson.
Heimkomu þessara bræðra
hefir ekki verið getið í íslenzku
blöðunum til þessa. En með því
að eg hefi bæði bréflega og
munnlega verið spurð um það,
hvemig þeim líði, þá finst mér
vel viðeigandi, að gefa þeim hin-
ura sömu vinum mínum nokkrar
uPplýsingar viðvíkjandi bræðr-
unum.
Sigurbjörn Haraldur
innritaðist í 78. herdeildina hinn
9- júlí 1915 og fór með deild
Peirri áleiðis til Englands 15. maí
1916. Eftir að til Englands kom,
fór hann að finna til gigtar, er
fór dagversnandi, og litlu eftir
að hann kom tii Frakklands, í
ágústmánuði 1916, varð hann
yfirkomin af veiki þessari, og
fluttur aftur til Englands, þar
sem hann lá á sjúkrahúsi svo
mánuðum skifti. Hann kom
heim^ í marz 1917, og er nú við
all-góða heilsu.
Emil Páll
innritaðist í 61. herdeildina 14.
. júní 1915 og fór til Englands 27.
marz 1916. Eftir að þangað kom
var hann færður yfir í 44. her-
sveitina, og áður en langt um
leið, hafði hann áunnið sér svo
mikið traust yfirmanna sinna,
að nann var hækkaður í tigninni
og gerður að Sergent. Til Frakk-
lands fór hann 9. ágúst og var í
fremstu skotgröfum nærri því
10 mánuði, eða þar til 3 janúar
1917, að hann særðist í orustunni
við Lens, fékk skot gegnum
vinstra handlegginn, og var flutt
ur á sjúkrahús á Englandi; þar
sem hann hlaut góða aðhjúkrun,
og hrestist hann furðu fljótt.
En þá vildi honum það slys til,
að hann meiddist all-mikið í
hægra hnénu, og lá hann rúm-
fastur um hríð af þeim orsökum
Hann kom heim 16. janúar síð-
astliðinn og líður bærilega. Við
heimkomu drengjanna minna,
hefir sannarlega birt mikið yfir
heimili mínu, sem var dapurt í
fjarveru þeirra, og autt og harm
þrungið eftir fráfall föður þeirra
míns hjartkæra eiginmanns Sig-
urðar Erlendsonar, er við urðum
á bak að sjá, eftir langa og
stranga sjúkdómslegu, þann 20.
maí 1917. Hvað við höfum mist
við fráfall hans, geta þeir einir
borið um, sem hafa orðið að sjá
á bak ástríkum og skyldurækn-
um föður og eiginmanni.
Metonia E. Wilson.
pjóðverjar halda áfram að
vaða inn í Rússland af miklu of-
urkappi. í síðustu atrennunni
hafa þeir náð á sitt vald virkja-
borginni Reval og bænum Pskov,
sem liggur um 160 mílur suð-
vestur af Pétursborg. Veittu
Rússar all-sterka mótstöðu um
hríð, en urðu loks ofurliði bomir.
Reval, höfuðborgin í Esthonía
fylkinu, er rammlega víggirt;
liggur hún við finska flóann, 230
mílur fyrir vestan höfuðborg
Rússlands. íbúatala borgarinn-
ar fyrír stríðið var um 100,000,
mestmegnis pjóðv. Var fjörugt
viðskiftalíf í borginni og þaðan
útflutt allmikið af vörum svo
sem byggingarefni, komi, ull,
gærum og tólg; verzlunarum-
setningin mun hafa numið um
þrjátíu miljónum dala á ári.
Keisarahöllin, er Pétur mikli lét
reisa þar, stendur enn þann dag
í dag og ýmislegt annað sögu-
legra bygginga.
Borgin Pskov, er höfuðborg
samnefnds héraðs. par er veg-
leg dómkirkja og nunnuklaustur
all-frægt, eigi hefir borg þessi
verulega verzlunar þýðingu.
Spánn.
’Kosningar til spánska þings-
ins eru nýlega afstaðnar og hafa
gengið hinum frjálslyndari lýð-
veldissinnum í vil, hlutu þeir 93
þingsæti, en íhaldsflokkurinn 86.
Eigi verður af kosningum séð að
svo stöddu, hverir mynda muni
næsta ráðaneyti, með því, að
flokkamir eru tiltölulega jafnir
að fylgi, en þó er búist við því,
,að á laggimar verði sett sam-
steypustjóm.
Spönsku skipi, er Negwi
nefndist, var sökt nýverið af
völdum þýzks neðansjávarbáts.
Skipið var 1,859 smálestir að
stærð, gmíðað í Englandi árið
1894. — Spánverjar hafa sent
mótmæli til pjóðverja yfir að-
fömnum.
pýzki kanzlarinn
Count' von Hertling, svaraði á
mánudaginn var ræðu, er Wilson
forseti Bandaríkjanna flutti 11.
þ. m. Ræða þessi virðist kveða
við dálítið annan tón, en vér
höfum átt að venjast úr þeirri
átt. Hann viðurkennir að aðal-
atriðin fjögur, sem Wilson tekur
fram i ræðu sinni sé sanngjöm.
Segir hann að pjóðverjar muni
þess albúnir að leggja stríðsmál-
in í alþjóða gerðu. uó»t, ef nokk-
ur slíkur gerðardómur sé til.
Sagði hann að ekki mundi spilla,
þó að menn gæfu sig að tillögu
Mr. Walter Runciman um að
málsvarar allra hlutaðeigandi
þjóða kæmu saman og bæru
saman skoðanir sínar.
Enn fremur gat kanzlarinn
þess, að ákveðið væri af mið-
veldunum að veita Courlandi og
Lithuania sjálfstjóm.
En svo veit maður aldrei
hverju er að treysta frá þeirri
hendi.
Tyrkland.
Síðustu fregnir skýra frá því
að Tyrkir hafi tekið borgina
Trebizond, er liggur við Svarta-
hafið, og fylgir það fréttinni, að
á stöðvum þessum hafi Tyrkir
hafið áhlaup þetta, áður en út
var runninn tími sá, er samið
hafði verið um við Rússa. Sagt
er samt að innan skamms muni
teknar upp friðarumleitanir milli
Tyrkia og hins nýstofnaða lýð-
veldis Caucasus-manna.
Noregur.
Verzlunarsamningur er full-
gjör milli Norðmanna og sam-
bandsþjóðanna í stríðinu við
Noreg. Samningstilraunir þess-
ar hafa staðið yfir lengi, og hefir
Dr. Friðþjófur Nansen, sem er
umboðsmaður Noregs, annast
um þá fyrir hönd þjóðar sinnar.
pann 26. janúar síðastl. sendi
stríðs-verzlunamefnd Banda-
ríkjanna uppkast af þessum
samningi til Nansens, og 14. þ.
m. svarar Nansen, og gengur að
öllum skilyrðum, sem Banda-
ríkjamenn fara fram á.
Aðalatriðin eru:
1. Að engar vömr né vöru-
efni, sem í Bandaríkjunum er
keypt gangi til pjóðverja.
2. Að Norðmenn selji ekki
neitt af heimaframleiddri vöru
til miðveldanna, sem þeir geti
bætt upp heima fyrir með vöru-
kaupum í Bandaríkjunum.
3. Að Norðmenn sendi ekki
meir en 28,000 tonn af fiski á
ári til miðveldanna.
4. Að ábyrgjast að engar
vörur, sem Noregur kynni að
selja til hlutlausra landa, lendi
til pýzkalands.
5. Að þar sem Bandaríkja
kol, verkfæri eða efni væri notað
við framleiðslu í Noregi, þá megi
þær vörur, sem á þann hátt eru
framleiddar, með engu móti send-
ast til miðveldanna.
6. Að matarseðlar verði við-
hafðir í Noregi.
7. Að hætta að senda skot-
færi eða herútbúnað til miðveld-
anna.
8. Að láta samherja sitja
fyrir vörukaupum, að svo miklu
leyti sem unt er.
pann 14. þ. m. gekk Nansen
að þessum samningum í öllum
aðalatriðum, að undanteknum 7.
lið. Segir Nansen að Norðmenn
séu upp á pjóðverja komnir með
sumt af nauðsynjavörum sínum,
og gætu þeir þess vegna ekki
gengið inn á að hætta að verzla
við miðveldin. En ef Norðmönn-
um væri hamlað að selja pjóð-
verjum þær vörur, sem þeir
helzt þyrftu við, þá væri úti um
þá verzlun. Var þetta atrjði því
gefið eftir, með þeim skilningi,
að þessi viðskifti Norðmanna og
pjóðverja yrði takmörkuð sem
mest að unt er.
Bandaríkja stjórnin lofaðis4
Rauðakross skip strandar.
Rauðakross skipið Florizel,
strandaði við Race höfðann í
gríðarlegu ofviðri og brotnaði í
spón að morgni hins 24. þ. m.
Og týndu þar lífi eigi færri en
um 100 menn, eftir síðustu frétt-
um að dæma. Skipið var á leið
til Halifax frá Nýfundnalandi
og átti þaðan að halda til New
York. Sex líkum skolaði á land
laust eftir hádegi þann sama dag,
og síðan hafa fundist alls 92 lík.
peir sem af komust, höfðu hald-
ist við á skipsflekunum í 26
klukkustundir, þar til fiskimenn
frá Nýfundnalandi komu þeim
til hjálpar.
Sterkur grunur leikur á því,
að þýzkir njósnrmenn, muni á
einhvem hátt valdir að slysinu.
til þess að láta af hendi við
Noreg, eins árs forða af nauð-
synjavöru, einnig ákvað hún að
laus skyldu látin norsku skipin
Alfred Nobel og Kins, sem að
undanförnu hefir verið haldið
fermdum af matvöru og fóður-
tegundum, sem þau komu með
frá Argentínu, en fengu ekki að
fara áleiðis frá Bandaríkjunum,
þar til samningar þessir, sem
eru til eins árs, voru fullgerðir.
Síðustu fréttir.
Brezku spítalaskipi var sökt
26. þ. m. í Bristol sundinu. Eng-
ir sjúklingar voru á skipinu og
fólki flestu bjargað.
pjóðverjar gerðu tilraun til
að taka landspildu þá við Butte
du Mensel, er Frakkar tóku ný-
lega, en gátu engu áorkað fyrir
Frökkum, sem stöðugt hröktu
þá til baka, þar til þeir hættu.
Ekki eru Bretar aðgjörðalaus-
ir á vestur vígstöðvunum. Stöð-
ug smá áhlaup eiga sér stað, og
máske mörg sömu nóttina, og
all-harðar loft orustur hafa líka
átt sér stað, og hafa Bretar á
þrem vikum eyðilagt 120 loftför
fyrir pjóðverjum, en sjálfir mist
aðeins 28.
70,000 rússneskir hermenn
hafa verið kallaðir frá Moscow,
til þess að reyna að stemma stigu
fyrir pjóðverjum, áður en þeir
ná til Pétursborgar.
Canada Kyrrahafsbrautar fé-
agið hefir ákveðið að gjöra verk,
sambandi við jámbrautarkerfi
sitt hér í landi á þessu ári, sem
nemi $7,000,000.
Munið eftir afmœlissamkomu
---------------Betels----------------
sem haldin verður í kveld (fimtudag), í Fyrstu lútersku
kirkjunni. pó vér höfum í mörg hom að líta — þó hugur
vor sé fastur við hin mörgu og erfiðu umfangsefni. þá er
hann aldrei svo upptekinn, að þar sé ekki rúm til þess að
hugsa um og gleðja þá á meðal vor, sem ellin beygir, og í
skugga haustsins bíða sólarlags.
íslendingar, munið eftir að fjölmenna á afmælissam-
komu Gamalmennaheimilisins. Inngangur ekki seldur, en
samskota leitað. pví sem inn jcemur verður varið til þess
að kaupa afmælisgjöf handa gamla fólkinu á Betel.
Friðrik Josephson
Friðrik Josephsson er fæddur
á Mýdarlóni í Lögmannhlíðar-
sókn í Eyjafjarðarsýslu 24. okt
1895. Foreldrar hans voru Jón
bóndi Jósepsson og kona hans
Guðrún fsleifsdóttir. — priggja
ára gamall misti hann föður sinn
og fluttist þrem árum síðar með
móður sinni vestur um haf, til
Argyle-bygðar og hefir hann
lengst af síðan átt heimili þar,
síðast hjá stjúpföður sínum, Sig
valda B. Gunnlaussyni. — Hann
gekk 8. janúar 1916 í 222. her-
deildina. Með henni fór hann í
nóvember 1916 til Norðurálfunn
ar. Hann særðist 7. apríl 1917
bardaganum við Vimy hæðina
Síðan hefir hann verið til lækn-
inga á Englandi, en býst við að
fara bráðlega aftur á vígvöllinn
Kominn heim.
Dr. O. Stephensen, sem verið
hefir herlæknir á Bretlandi
síðan í febrúar í fyrra, kom til
bæjarins á fimtudaginn í síðustu
viku. Hann fékk heimfararleyfi
sökum gigtar, sem stöðugt á-
gjörðist í hinu rakafulla lofts-
lagi, sem er á Bretlandi. Dr.
Stephensen var lengst af við
herspítalana í Shorncliffe og í
Ramsgate, og annaðist þar sér-
staklega þá, sem limi höfðu mist
í stríðinu, eða þá, sem stirða limi
höfðu sökum sára, er þeir höfðu
fengið. Hann var staddur í
Shorncliffe, er pjóðv. gjörðu
áhlaup með loftförum sínum á
þann stað í maí síðastliðnum, og
hittu sumar sprengikúlumar frá
þeim spítalann, og eins og kunn-
ugt er, varð að mannskaði all-
mikill. pegar atlaga þessi hófst
kl. 5.30 e. h. var doktorinn ásamt
mörgum öðrum starfsbræðrum
sínum við handlaug, því kveld-
,verðar tími var í nánd.
Síðar fór hann til Ramsgate.
par lenti hann einnig í einni af
þessum loft-atlögum pjóðverja,
hún var gjörð um hádegi dags
og var Dr. Stephensen þá úti
staddur og sá loftskip pjóðverja,
fjögur talsins, sem nálega voru
komin yfir sjúkrahúsið. Fjórum
sprengikúlum var kastað niður,
og skemdist byggingin nokkuð,
en mannskaði varð ekki mikil.
Doktorinn segir fóllc á Bret-
landi með einum hug í öllu því,
sem að stríðinu lýtur, meininga-
munur um smámál og misklíð
öll hverfi fyrir því eina stóra og
alvarlega. — Ekki sagði doktor-
inn að enn sem komið væri bæri
neitt á vistaskorti; að vísu væri
alt sparað sem mögulegt væri og
engu á glæ kastað.
Dr. Stephensen verður heima
fyrst um sinn.
Jarðarför Halldórs Eggertssonar
fór fram á föstudaginn, þann 22. þ. m. og var fjölmenn.
Húskveðju á heimilinu hélt séra Fr. J. Bergmann og var
líkið svo flutt í Fyrstu lút. kirkjuna, þar sem séra Bjöm B.
Jónsson flutti ræðu. Við athöfnina þar söng Mr. Halldór
pórólfsson prýðisvel, eins og honum er lagið, meðfylgjandi
kvæði eftir Dr. Sig. Júl. Jóhannesson.
Kveðja frá ekkjunni.
Á ströndinni köldu’ eg kveð þig, vinur minn,
eg kveð þig með tárum;
á hafið eg stari og eygi anda þinn
á eilífðar bárum,
eg sé hvar þú lendir við lífsströnd hinummegin
og ljósið frá sál þinni birtir mér veginn,
unz kem eg til þín, til þín; eg kem til þín.
En eg verð að bíða og brosa gegn um tár
hjá blómunum þínum,
því sviðanum vildi eg verja þeirra sár
í veikleika mínum;
en þegar mig syfjar og höfuð þreytt eg hneigi
og hvíldar eg þarfnast að enduðum degi
þá kem eg til þín, til þín; eg kem til þín.
Frá kirkjunni var farið með líkið út í líkhúsið í Brook-
side grafreitnum, þar sem það verður gejmit til vors.