Lögberg


Lögberg - 28.03.1918, Qupperneq 4

Lögberg - 28.03.1918, Qupperneq 4
a LÖGBERG, FIMTUDAGINN 28. MARZ 1918 Söðberg Gefið út hvern Fimtudag af Th* C«l- umbia Press, Ltd.,|Cor. William Ave. & Sherbrook Str., Winnipeg, Man. TALSIMI: (JAUKY 416 og 417 Jón J. Bíldfell, Editor J. J. Vopni, Business Manager (Jtanáakrih til blaðsins: THE 80LUMBIA PRE*». ktd., Box 3172, Winnipog, Utanáskrift ritstjórans: EOITOR LOCBERC, Box 3172 Winnipog, M«n. Skæðasta vopnið. Mörg eru þau hræðileg vopnin, sem pjóðverj- ar brúka í þessu stríði, og mikill er máttur þeirra. Hinn margmenni, samhenti og þaulæfði Prúss- neski her er ægilegur, en hann er ekki óyfirstíg- anlegur. Falibyssumar, sem spú eldi.og eitri inn á lönd bandamanna eru geigvænlegar, en það má yfir- vinna þær með öðrum jafn góðum eða betrb_ Loftförin sem í skugga næturinnar stelast að vamarlausum bæjum og myrða kvenfólk og böm eru voðaleg, en það má þó verjast þeim þegar til þeirra sézt. Kafbátarnir, þar sem þeir liggja í hafinu, eins og gráðug illhveli bíðandi eftir bráð sinni, em sjálfsagt eitthvert hið andstyggilegasta morðtól, sem hægt er að hugsa sér; en þeir em ekki óvið- ráðanlegir. Ekkert af þessu sem nú er talið, hefir pjóðverjum reynst sigursælasta vopnið í þessu stríði.* pjóðverjum var það ljóst, að þótt liðsafli þeirra væri mikill og her útbúnaður þeirra öflug- ur, þá gat aflið sem á móti þeim yrði og er, orðið ekki einasta eins sterkt, heldur sterkara, en þeirra eigið, og vonin um það að sigra mótstöðumenn sína á vígvellinum því ekki óskeikul. Og því gripu þeir til þess vopns, sem skæðast hefir reynst og hættulegast er nú, en það eru útsendarar pjóð- verja — úlfar í sauðargærum, — sem sendir hafa verið í tugum þúsunda út um allan heim. Menn sem í gerfi kaupmannsins tala um ekk- ert nema dýrtíð, og með því vekja óánægju og óhug. Menn sem í gerfi farandsala tala um ekkert nema hvað stríðið sé þreytandi, og hvað mikið þeir þrái frið. Menn sem í gerfi fjármálamannsins tala um ekkert annað en það, hvað þjóðskuldin sé orðin mikil, og að ef þetta stríð haldi lengur áfram, þá hljóti skattamir að verða svo þungir að menn rísi ekki undir þeim. Menn sem í gerfi verkamannsins halda því sí og æ á lofti , að pjóðverjar séu þrótt meiri og lík- legri til sigurs heldur en sambandsmenn. pessir menn eru skæðasta vopnið í þjónustu pjóðverja — þessir menn og þeirra áhrif hafa eyðilagt hinn rússneska her, sundrað þjóðarvilj- anum, og lagt hina rússnesku þjóð sundurflakandi í sárum undir hæl harðstjórans. peir voru nærri því búnir að eyðileggja her- inn ítalska, og hefðu sjálfsagt gjört það, ef ekki hefði verið tekið duglega í taumana, og þá líka um leið og herinn, hina itölsku þjóð. Á Frakklandi hafa þessir menn, og þeirra áhrif komið ótrúlega nærri valdsmönnum þjóðar- innar, eftir sögn manna að dæma. Á Englandi, en sérstaklega þó á írlandi, hafa þeir gengið ljósum logum. í Bandaríkjunum hafa þeir jafnvel þrengt sér inn í herbúðimar og til Canada hafa þeir komið, og í Ganada em þeir þann dag í dag, flytjandi sitt friðarmál, dreifandi hugs- unum og dragandi úr viljaþreki þeirra manna, er þeir fá til þess að hlusta á boðskap sinn. Hvort þeir menn, sem á þennan hátt þjóna lund sinni í þessu landi, eru aðkomnir eða innfædd- ir og svo innblásnir af þýzkum keisara-anda eða hvorttveggja, vitum vér ekki, en vér vitum að þeir eru hér, og einnig á meðal Vestur-fslendinga, þó sorglegt sé. Nú rétt nýlega lásum vér í blaði, sem gefið er út hér í bænum, grein, þar sem verið er að tala um nýlátinn vin vom og komist svo að orði: “Hall- dór var svio ferlega fjarlægur stríðshug öllum, að fyr hefði hann hrakningum sætt, en hann léti senda sig til vígvallar”. pó að þetta sé ekki að eins illa sagt um hinn látna, heldur og líka ósatt, þá hefðum vér ekki séð ástæðu til þess að minnast á það, ef höfundurinn hefði ekki bætt þessu við: “pað er of fátt af þess háttar börnum á vorri tíð; of margt af kýttum tröllakrökkum”. Hér er gjört tvent í einu, brýnt fyrir mönn- um af vorum þjóðflokki að þola heldur hrakning, heldur en að berjast fyrir mannréttindum og frelsi þessarar þjóðar, og þeir sem fara eða farið hafa, eru svívirtir. Og svo flytur blað, sem rétt í sömu andránni er að flagga með þjóðhollustu sína, þetta út um alt land, til mæðranna sem fæddu hermenn vora, ólu þá upp og gáfu þá svo þegar þjóð þessi var í dauðans hættu, að sjálfsögðu með tára- blöndnum trega, en af dýrðlegri fómfýsi og skyldu rækni, sem er óviðjafnanlega fögur. Ef að annað eins, og hér að framan er bent á; er ekki hámark svívirðingarinnar, ekki síst eins og nú er ástatt fyrir þjóð vorri, þá er víst erfitt að átta sig á því, hvar það muni vera. Bækur og heimili. pað eru til nýtízku heimili, þótt ótrúlegt kunni að þykja, er tæplega hafa eina einustu bók innan veggja sinna. pað em líka til heimili, og þau eigi all-fá, þar sem hugþreyta og andlegur óstyrkur virðist hafa náð yfirtökunum. Á milli þessara tveggja ómótmælanlegu atriða, liggja fleiri leyniþræðir, en nokkum dreymir um. Bóklaust heimili fer á mis við svo og svo mik- inn skerf, af andlegum læknislyfum, er á sama tíma mundu hafa stuðlað hlutfallslega jafnmikið, að líkamlegri vellíðan og hreysti. Menning nútímans krefst af sérhverjum ein- staklingi þjóðfélagsins, konu sem karli, meiri manndóms og voldugra hugarþreks, en nokkru sinni fyr. Hin stórkostlegu iðnaðarfyrirtæki nútímans, leggja hverjum borgara á herðar, hundrað sinnum meira strit, og þúsund sinnum víðtækari ábyrgð, en nokkurt einasta mannsbam rendi grun í, fyrir tiltölulega fáum árum. Alt þetta, að því þó viðbættu, sem mest reynir á þol fólksins — stríðinu sjálfu, veldur því að margur missir móðinn, sökum vanrækslu við sál sína; ver t. d. kveldstundunum til þess að drepa tímann, í stað þess að nota þær til lesturs nyt- samra bóka, og brynja sig með því gegn erfiðinu, sem morgundeginum er ávalt samfara. Hvíldartíminn er nauðsynlegur; en hver ein- asta mínúta verður eitmð hefndargjöf, sé henni illa varið. Og eigi er unt að verja ver augnabliki, en með því, að brjóta heilann um það, hvemig skuli að því farið, að drepa næstu mínútuna! — Eigi ber það ósjaldan við, jafnvel um þessar mundir — á sjálfum stríðstímunum, að sjá má menn og konur hraða höndum við kveldverðinn til þess að geta komist á leikhúsin í tæka tíð; — minna hirt um þótt heimilisstörfin, sem ættu að ganga fyrir öllu, sitji á hakanum eða bíði morguns Nokkuð mætti þó afsaka þessa háttsemi, ef fólk þetta sækti samkomur, sem haft gætu ment- andi og fegrandi áhrif á hugarfarið, svo sem leiki eftir beztu höfunda og fagran söng. En því miður á.hið gagnstæða sér oftast stað. — Leikirnir fjöl- sóttustu, em oft skrípalæti og það ærið ófögur, á kvikmyndatjaldinu, og söngurinn ámátlegt “holta- þokuvæl”, sem hvorttveggja hnígur að því, að draga úr sannri dómgreind fólksins, í stað þess að styrkja hana. Múndi ekki oftast nokkru hlýrra og heilnæm- ara við arineld heimilisins? Hinn hugsandi maður, metur heimilissæluna mest allra jarðneskra gæða, en sá er lítt hugsar, setur kvikmyndahúsið skör ofar. Hugsandi maðurinn ver kveldstundunum heima hjá fjölskyldu sinni, og les góðar bækur, eða dvelur þá í fámennum hópi gáfaðra og skemtilegra vina. Stefnuleysingrinn hugsar upp öll möguleg ráð, til þess að koma klukkutímanum, sem fram undan er, fyrir kattari^ef! öll störf, sem manninum, er trúað fyrir í líf- inu, eru vandasöm. pess vegna er það líka vanda- samt að lesa. — pað er stór vandi að velja bækur. Sá, sem les góðar bækur, þroskar andann, víkkar sjóndeildarhringinn, og nemur þá einu, sönnu heimspeki, er að haldi kemur í baráttu tilverunn- ar, sem enginn getur umflúið. Við lestur góðra skáldsagna, fagurra kvæða, sögu lista og vísinda, brynjast þin fróðleiks þyrsta sál gegn hinum margvíslegu örðugleikum, sem morgundagurinn hefir í för með sér. Heimili bókelskra manna, varpa frá sér hlýj- um, skínandi geislum út í samfélags lífið. f góðum bókum geymast göfugustu hugsanir,' göfugasta upplýsingarstarf mannsandans — arf- urinn bezti frá kynslóð til kynslóðar. Blindur er bóklaus maður,, segir íálenzka mál- tækið gamla og góða. Vér íslendingar höfum til allrar hamingju verið lestrar og bókaþjóð, og til viðhalds þjóðemi voru hér í álfu, þurfum vér að lesa og lesa góðar bækur; lesa fyrst og fremst alt það bezta, sem vér getum fengið á móðurmáli voru, án fordóma, og þar næst beztu ritsmíðar fáanlegar, eftir öndveg- is höfunda hinna Norðurlanda þjóðanna. — Og hvað sem vér lesum, á hvaða tungu sem er, ríður á að velja góðar bækur, og kenna æskulýðnum að meta glögglega, hvert gildi góðar bækur hafa, fyrir heimilishamingju einstaklinganna. Enn um Davis félagið. í síðasta tölublaði, mintumst vér lítillega á hneyxlismál eitt illkynjað mjög, er uppvíst varð um Davis kjötsölufélagið hér í Winnipeg-borg, sem sé það, er félagið lét sér sæma að kasta í sorpið 8,000 pundum af fuglakjöti, sem hafði verið látið rotna í geymsluklefunum, í stað þess að selja það með sanngjömu verði. Enginn vafi leikur á því, að hér er um glæp- samlegt athæfi að ræða, sem hlýtur að hefna sín fyr eða síðar. ^byrjun nóvembermánaðar síðastl., þegar Mr. O’Connor, hafði lokið rannsókn sinni á starfs- rækslu félagsins á árinu sem leið, sannaðist það beinlínis, að Davis & Co. hafði grætt, segi og skrifa, 90 af hundraði á svínakjötsverlzun sinni; haldið í vöruhúsum sínum, eggjum, smjöri og kjöti um óeðlilega langan tíma, til þess svo síðar að geta selt vörur þessar við ránsverði. Ýms helztu blöðin, ensku, mótmæltu, harðlega aðförum þessum; “Free Press” komst þannig að orði, að 90% af íbúum þessa lands mundu standa að baki Dominion stjómarinnar, og líta til hennar þakkaraugum, ef hún skildist eigi fyr við mál þetta, en hið sanna væri að fullu leitt í Ijós, og þeim hegnt er sekir væru. Og “Winnipeg Tele- gram” var jafnvel enn harðorðara, og heimtaði að forseta félagsins, Sir Joseph Flavelle, er á sama tíma gegndi hárri ábyrgðarstöðu, sem forstjóri hinnar konunglegu brezku innkaupanefndar, yrði tafarlaust vikið úr embætti. Hvorugt af þessu var gert, eins og almenningi er sjálfsagt full- kunnugt. Nú er lokið rannsókn svokallaðri, í fugla- kjötshneyxlinu, en skýrslan þó ekki orðin heyr- in kunn'. Fólkið bíður með óþreyju eftir réttlátum dómi, — að hinir seku verði ekki látnir sleppa í þetta sinn. Vér bíðum og sjáum hvað setur! Sir Joseph Flavelle, miljónamæringur, forseti Davis & Co. og öflugur hluthafi, flutti ræðu í “The Canadian Club” hér í borginni 11. febrúar 1915, um Stríðið og fjármálin. Ræða hans er prentuð í “Annual Report” sama ár, og er því sízt að neita að vel er og fagurlega víða að orði komist, því maðurinn hefir silkitungu. Niðurlags orð ræðunnar eru þannig: “Fyrir mörgum öldum síðan, var Sá í heim- inn borinn, er það göfuga hlutverk hafði með höndum, að kenna oss skyldumar við náungann; Sá, er fómaði eigin lífi fyrir meðbræður sína. Maður einn lýsir hans heilögu köllun, í bréfi til vinar síns á þessa leið: ‘Hann gerðist fátækur vor vegna, þótt hann ríkur væri, til þess að vér auðguðumst af hans fátækt’.” Ekki vantar einlægnina! Á sama tíma og Mr. Flavelle flytur þessa fögru ræðu, er hann hluthafi og forseti, eins herfi- legasta okurfélags, sem þekst hefir í landi þessu, sem hefir einskis látið ófreistað í því, að græða á stríðinu, og nú síðast gengið svo langt, að kasta björginni frá munni fátæklinganna í sorphauginn! Sendinefnd Serba í Senati Bandaríkjanna. Vara-forseti Bandaríkjanna Thomas R. Mars- chall gjörði hana kunnuga á þessa leið: “Senator- ar! hugsun mín, ótamin eins og hún er, getur ekki annað en gripið hina angurblíðu fegurð þessarar stundar. Hér eruð þér, málsvarar þjóðar, sem er frjáls, sökum þess að forfeður yðar heyrðu og hlýddu hinum sáru, alvöruþrungnu aðvömnar orð- um Henry Patriks frá Virginiu. Hér eruð þér, málsvarar þjóðar, sem wm nálega sex hundmð ára skeið í grimmu stríði við Austurríkismenn og Tyrki, hafa skrifað í blóði sona sinna á hverja ein- ustu fjallshlíð og í hverj^ einustu laut á Balkan- skaganum hinar ódauðlegú, og eldi þmngnu frels- ishugsjónir Henry Patreks. Hér emð þið báðir, hver um sig verðugir málsvarar síns fólks, sem réttið hver öðrum höndina í dimmu næturinnar, með þá heitstrenging í hjarta, og á vörum, að á komandi degi, vígi þér sjálfa yður; og yðar, nú eins og æfinlega í þjónustu frelsis eða til dauða. Dr. Vesnitch, sem orð hafði fyrir nefndinni komst meðal annars svo að orði: “Hinu meigin við hafið, fullir óþreygju, og eftvæntingar, höfum vér heyrt yfirlýsing talsmanns hins nýja tíma, hins viðurkenda leiðtoga þess hreinasta, og frjáls- asta lýðveldis fyrirkomulags, sem sagan hefir þekt, og það hefir verið oss ánægja, að vita að þessi öldunga deild hefir verið algjörlega sammála hinum virðulega eftirmanni Washingtons og Lin colns. Forseti yðar sagði í ræðu sinni, ‘vér trúum á frið, en vér trúum líka á réttvísi, réttlæti og frelsi’ Engir eru sannfærðari en vér, um það, að varan- legt frelsi getur aldrei átt sér stað, án réttvísi rétt- lætis og frelsis. Með gullnum stöfum munu allir frelsis elskandi menn vilja rita á hjarta sér lífs- skoðun forsetans, og yðar, að það sé réttur mann- anna að segja til þess sjálfir, hverjum þeir vilja þjóna, um að þeir eigi fullan rétt á pólitisku frelsi, og að þeirra sé valdið, um jafnrétti þjóða, sem er sama og að segja, að engin þjóð eigi rétt á því að úndiroka aðra, eða þröngva kosti hennar á nokk- um hátt, hvort heldur að hún er rík eða fátæk, voldug eða veik, stór eða smá. Enginn friðun get • ur verið varanlegur, né heldur ætti að vera varan- legur, sem ekki viðurkennir þann sannleika að stjómir þiggja alt sitt vald frá fólki því, er þær ráða yfir og að enginn sá réttur sé til, sem leyfi að selja einstaklinga, eða þjóðir einveldishafa einum eftir anan, eins og búfé. Dr. Vesnitöh við gröf Washington’s: “Serbar unna lýðfrelsi, og það hefir nú valdið oss rauna. Einveldishöfðingjamir, sem umkringja oss, hafa velt sér yfir land vort, og krossfest þjóð vora — Ekki einasta Serba, heldur og allan hinn Jugo-Slavneska ættbálk. Vér höfum tileink- að oss hinar stjórnfræðilegu og siðfræðilegu kenn- ingar Washingtons. Frelsissól vor rís á ný. Hinir hugprúðu Argonauts undir forustu hershöfðingja Persnys í Evrópu munu höggva síðustu fjötra vora Jerúsalem og Vernon heilsast í dag. Við þennan hvílustað hafa staðið málsvarar nálega sex hundr- uð miljón manna, og margir em enn ókomnir. Joffre marskálkur hefir hneigt höfuð sitt í lotn- ingu við þessa gröf. Vér gjörum það og í nafni þjóðar vorrar, sundurflakandi í sárum, og í nafni hins sundraða, en óyfirunna Serbneska hers, í fullri von um bjartari og betri framtíð. f Boston: “f meira en fimtán hundruð ár, höfum vér skilið eftir blóð vort í hverju spori í viðureign vorri við Tyrkji, og hermenn vorir hafa jafnvel varið fjandmönnunum leið til Vienna. Ár eftir ár hafa ár lands vors verið litaðar blóði sona þjóðar vorr- ar og að síðustu, í byrjun nítjándu aldarinnar, tókst oss að reka fjandmennina af höndum vorum, og frelsa nokkum part af landi voru undan yfir- ráðum þeirra. Til vemdunar lýðfrelsi vom höfum vér varið öllum okkar kröftum, og í þarfir þess . hefir blóð hinna Serbnesku hermanna runnið á vígvöllunum. En með hjálp Austurríkismanna og Tyrkja hafa Prússar ráðist á land vort, eyði- lagt heimili vor, vanhelgað kirkjur vorar, rænt lestrasali vora, drepið böm vor, svívirt konur vor- vorar og systur og jafnvel ömmur vorar. peir peir hafa deytt líkama fólks vors, en hjarta hinn- ar Serbnesku þjóðar er ósnert, sál hennar haf þeir ekki getað grandað. Frá byrjun þessa sorgarleiks hafa Miðveldin þrásamlega reynt til þess að kaupa oss til þess að semja sérstakan frið. Vér höfum aldrei getað skilið það tungumál, því oss hefir aldrei dulist, að slíkur friður hlyti að verða oss þrældóms ok. Vér höfum aldrei getað sætt oss við þeirra aðferðir, því saga vor í fimtán hundruð ár, hefir aldrei þekt svik, við þá, sem oss vom heilir og oss treystu. THE DOMINION BANK SIR EDMUND B. OSLER, President. W. D. MATTHEWS, Vice-Presldent. | Hagsýni hjálpar til að vinna stríðið. j Byrjið sparisjóðs reikning og bætið við hann reglulega Notre l)amc Brancli—W. M. HAMII/I’ON, Manager. Selkirk BranclJ—P. J. MANNING, Manager. | is9j;\s9j:;vvyj ;v.va';vva' Aft/j 'Ag/j ewh NORTHERN CROWN BANK Höfuðstóll löggiltur $6,000.000 Höfuðstóll greiddur $1,431,200 Varasjóðu......$ 920,202 President.....................Capt. WM. ROBINSON Vice-President - - JOHN STOVED Sir D. C. CAMERON, K.C.M.G. W. R. BAWDF E. F. HUTCIIINGS, A. McTAVISH CAMPBELL, GEO. FISHER AUskonar bankastörf afgreldd. Vér byrjum relknlnga vlð elnsrtakllnga eða félög og sanngjarnlr skilmálar veittlr. Avlsanlr seldar til hvaða staðar sem er & lslandl. Sérstakur gaumur geflnn sparlrJóSslnnlögum, sem byrja m& meö 1 doll&r. Rentur lagCar viC & hverjum 6 m&nutSum. T* E. THORSTEINSSON, Ráðsmaður Co William Ave. og Sherbrooke St„ Winnipeg, Man. Or verzlunarskýrslu Islands. Árleg neyzla af munaðarvörum 1881—1914. Brenniv. önnur Innflutningur: Kaffi Sykur Tóbak öl Vínandi vínf. \ lOOkg. lOOkg. lOOkg. 1001. 1001. 100 1. 1881—1885 meðaltal 3884 5483 838 1149 3287 »43 1886—1890 2818 5845 815 942 2449 423 1891 1895 3127 8155 880 1503 3097 557 1896—1900 3880 11311 926 1814 3130 626 1901 1905 5000 16312 995 2666 2560 571 1906—1910 5236 20019 914 3523 2156 482 1911 . . 5134 22294 932 8088 7037 2313 1912 . . 4585 21563 880 749 123 6 1913 . . 5288 25152 933 832 58 14 1914 . . 4998 25571 906 1256 111 S3 Neyzla á mann : kg. kg. kg. lítrar lítrar lítrar 1881—1885 meðaltal 5,4 7,6 1,2 1,6 4,6 1,3 1886—1890 4,0 8,2 1,1 1,3 3,4 0,6 1891 1895 4,3 11,2 1,2 2,1 4,3 0,8 1896 1900 5,1 14,9 1,3 2,4 4,1 0,8 1901 1905 6,3 20,5 1,3 3,3 3,2 0,7 1906—1910 6,3 24,0 1,1 4,2 2,6 0,6 1911 . .. 6,0 26,0 1,1 9,4 8,2 2,7 1912 . .. 5,3 25,0 1,0 0,9 0,1 0,0 1913 ... 6,1 28,9 1,1 1,0 0,1 0,0 1914 ... 5,7 29,0 1,0 1,4 0,1 0.0 Eins og sjá má af skýrslu þessari, hefir aðflutningur á sykri aukist ákaflega mikið síðustu árin. Neyzlan á mann hefir nær fer- faldast. Aukin sykureyðsla þykir gott tákn um bætt viðurværi «g aukna velinegun. Sykurneyzlan er 1914 komin upp í 29 kg. á raánr Er það tiltölulega mikið, samanborið við önnur lönd. Árið 1914 var sykurneyzlan í Svíþjóð 23 kg. á mann, og í Noregi 22 kg. á mann og þaðan af minni í flestum löndum Norðurálfunnar, nema Danmörk og Bretlandi. par var hún miklu meiri, 41 og 43 kg. á mann. f Bandaríkjunum var hún 40 kg. á mann og á Nýja Sjá- landi jafnvel 47 kg. á mann. Kaffineyzla var að aukast um aldamótin og fram til 1910. Síðan hefir hún heldur minkað. Mun hún þó vera meiri hér en víðast hvar annarstaðar. Á Norðurlöndum er hún heldur miimi. en á Hollandi töluvert meiri, 8,5 kg. enda er það eitthvert mesta kaffidrykkjuland álfunnar. < Tóbaksneyzla hefir nær staðið í stað síðustu árin. Hún er lík hér og í Frakklandi, Noregi og Bretlandi. Innflutningur á öli hefir aukist ákaflega mikið 1914. Áfengis- innflutningur er næstum hverfandi síðan 1911, þar sem að eius er flutt inn fyrir milligöngu stjómarinnar messuvín og vín og vín- andi til lækninga (mengaður vínandi er ekki talin með í þessari skýrslu). En neyzla þess áfengis er flutt var inn 1911, dreifist auðvitað á næstu árin á eftir. Vínandi er talin með brennivíni. þannig að tvöfölduð er lítratalan áður en henni er bætt við, því að brennivin er i^lið hafa hálfan styrkleika á móti vínanda. Innfluttar matvörur. Árið 1914 fluttust inn mátvörur fyrir nær 4% milj. króm. Er það um 700 þús. krónum meira heldur en árið áður. Mestöii hækkunin stafar frá komvörunum og orsakast bæði af auknum innflutningi, en þó langt um meira af verðhækkun. Aðflutninghr á komvörum hefir numið: Ár 1000 kg. 1000 kr. á mann kg. kr. 1910 9968 1836 118 21.06 1911 10112 1837 118 21.47 1912 10138 2091 117 24.18 1913 12365 2399 142 27.47 1914 13694 3027 155 34.34 Af öðmm matvælum var flutt inn 1914: Fiskmeti ........ 21 þús. ko<. fvrir 20 þús kr. Kjöt og feiti..... 607 — — — 521 — — Kex, brauð o. fl. .. 425 — — — 243 — — Garðávextir og aldin 1800 — — — 336 — — Sago og krydd .... 57 — — — 52 — — Edik og salt...... 17 — lítra — 18 — — Af garðávöxtum var mestur hlutinn auðvitað kartöflur. Af þeim fluttust inn 1,481,900 kg. og fyrir þær guldu landsmenn 122,395 kr. — Hefir neyzla þeirrar vöru aukist ákaflega mikið síð- ustu árin. Árið áður vom t. d. fluttar inn kartöflur fyrir 74 þús. kr. Aðrar innfluttar vörur. Af vefnaðarvöru, fatnaði o. fl. fluttist inn árið 1914 fyrir nær 21/2 miljón króna. Er það heldur meira en árið áður. par af fellur á vefnað, tvinna og gam 1288 þúsund krónur, á fatnað 1033 þús. kr. og á sápu, sóda, línstyrkju og litunarefni 163 þús. kr. Af ljósmeti og eldsneyti (kolum, kókai, steinolíu og benzíni) var flutt inn fyrir rúmar 31/2 miljón króna og er það svipað og næstu árin á undan. Á undanfömum ámm hefir aukist mikið inn- flutningur á steinolíu og kolum vegna fjölgunar vélabáta og gufu- skipa. Árið 1901—1906 voru að meðaltali flutt inn 29.800 smáL af kolum, en 1914 nam innflutningurinn 112 þús. smál. Af steinoHu var flutt inn árið 1903—05 að meðaltali 1400 smál., en 1914 um 3800 smál. Af byggingarefnum var flutt inn fyrir 1.2 milj. króna. Er það aðallega trjáviður, steinlím og þákjám. Til sjávarútveg? fluttust inn vörur fyrir 2A miljón króna auk steinolíu og kola. Til landbúnaðar hafa fluzt inn vörur fyrir rúmlega 260 þús. kr., en þar með er ekki talin koravara, sem höfð er til skepnufóðurs, né salt, sem notað er til hey- og kjöt-söltunar. Mest munar om innflutning á gaddavír. Hefir hann aukist stórkostlega síðar. bændur fóru að sjá nauðsyn þess, að girða lönd sín og engjar. Árið 1910 fluttust inn 75 þús. kg. af gaddavír fyrir 17 þús. krónur, en 1914 fluttust inn 355 þús. kg. fyrir 85 þús. kr. Árið 1914 hafa verið taldar innfluttar 394 skilvindur og er það minna en 1913 (517) og 1912 (445). Árin 1904 og 1905 var innflutningurinn

x

Lögberg

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.