Lögberg - 11.04.1918, Blaðsíða 1

Lögberg - 11.04.1918, Blaðsíða 1
SPIERS-PARNELL BAKING CO. • ábyrgjast yður fulla vigt, beztu vörur fyr- ir lœgsta verð sem verið getur. REYNIÐ ÞA! TALSÍMI: Garry 2346 - WINNIPEG Þetta pláss er til sölu Talsímið Garrv 416 eða 41T Bandaríkin. Senator Poindexter frá Wash- ington ber frarn frumvarp í Sen- atinu, sem’eftirfarandi er partur úr: Hver sá, sem með orðum eða í verki gjörir sig sekan í því að veita pjóverjum að málum í þessu stríði, eða með orðum eða gjörðum reynir til þess að draga úr framkvæmdum þessarar þjóð- ar í því, skal sæta 20 ára fang- elsi og $10,000 fé sektum. petta $2.20 í Chicago, sumir halda að Wilson-menn synji þessum lög- um staðfestingar. Leikkonan Maggie Mitchell er ný dáin í New York, 82 ára gömul. Aðgæzluleysi olli stór tjóni i Jersey borg, þegar verkamað- ur einn henti frá sér enda af vindling í vörugeymsluhúsi Bandaríkja stjórnarinnar þar í borg, kviknaði í því, og það frumvarp hefir hlotið, einróma! brann til kaldra kola. Skaðinn stuðmng þingnefndarmnar, seml— i..-_ ^ .»•. um slík frumvörp fjalla. Fréttir frá Washington segja Lodge senator frá Massachu- setts hefir farið þungum .orðum að Leo J. Trachtenberg, Austur-1 um það> gem hann nefnir ófyrir- rikismaður, sem í oktobei var,gefanlegan sióðaskap hermála- yikið ur stjornarstöðu sökum;nefndar Bandaríkjanna með til- þess hve mikið hann helt taum i búning á fluffvélum. Hann seg- p.ioðverja i striðinu, hefir nu | ir> að j staðinn fyrir að hafa komiðserinn a nefnd þa, er hef- 12(000 flugvélar tilbúnar 1. iúlí ir með höndum þyðingar a skjöl- 191g verði þær að eins 37> sem um af ensku og a tungumal fullgerðar verði. þeirra þjóða er Bandaríkin hafa einhver viðskifti við. Verkefni Dr. Karl Muck, formaður Frachtenberg var að þýða á Symphony orchestra (hljóðfæra- pólsku. pegar uppvíst varð hver flokksins) frá Boston, hefir verið þessi maður var, var málið tekið tekinn fastur fyrir brot á þegn- af stjórninni til yfirvegunar; sú hollustu. rannsókn stendur nú yfir. 1 , ! Sera Clarence H. Waldom fra Hefshöfðingi Persing hefir- Burlington, hefir verið dæmdur ráðið frá því að láta Bandaríkja í 15 ára fangelsi fyrir mótstöðu hermenn, sem í stríðinu eru, taka, sína gegn herskyldu, og sínar ó- þátt í kosningum, sem fram kunna að fara í Bandaríkjunum á meðan stríðið stendur yfir, segir að ekki sé auðfundin nein aðferð til þess að taka atkvæði þeirra manna, sem í stríðinu eru svo vel fari. f senati Bandaríkjanna hefir það verið samþykt með 49 at- kvæðum á móti 18, að verð á beztu tegund hveitis í Banda- ríkjunum fyrir árið 1918 skuli vera $2.50 fyrir hvern mælir. Áður hafði Wilson forseti ákveð- ið að hveitiverðið skyldi vera þegnhollu friðarprédikanir. ísland. Eftirfylgjandi greinarkorn, stendur í Björgvinjar kveldblað- inu, 24. jan síðastl.: “Samgöngur við ísland hafa verið harla slitróttar í vetur, af völdum kafbáta hemaðarins, meira en tveir mánuðir hafa lið- ið, án þess að nokkurt skip gengi á milli landanna, en nú er nýkom- ið gufuskip frá íslandi og með þvi komu nokkrir farþegjar og Stefán Jónsson sem féll á Frakklandi 4. marz s. k, var elzti sonur Tryggva Jónas- sonar og konu hans Margrétar Kristjánsdóttur, sem um mörg ár hafa átt heima í Selkirk. Tryggvi er pingeyjingur, en Margrét er Skagfirsk. j Stefán sál. var fæddur á Hró- piundarstöðum á Árskósströnd i Eyjafirði. Hann var 28 ára að aldri og kom til þessa lands með toreldrum sínum, þá þriggja ára settust þau að í Argyle-bygð °g áttu þar heima um tíma. Handverk Stefáns sál. var að setja gufuhitun í hús (Steam- fitting) átti hann heima í Winni- Pog um nokkur ár, þar sem hann laerði þessa atvinnu. Einnig vann hann hjá W. S. & L. W. Ry. (Conductor) og var hann í þjón- usstu þess félags þegar hann mnritaðist í herinn. í Selkirk var hann í bandinu í 108. her- deildinni og um tíma á Englandi. Stefán var tvígiftur, fyrri kona hans, sem hann giftist 1913, var Ingólfína Magnúsdótt- ir, Jónssonar, Eiríkssonar frá Lundi í Nýja íslandi. Kona Magnúsar var Ingibjörg Jóns- dóttir Sanders ,nú í Kandahar, ( Sask. pessa konu misti Stefán eftir fjögra mápaða sambúð. Seinni konu sinni giftist hann 1915, hún heitir Frances Irene, einkadóttir Mr. og Mrs. Allen Steven^ í Selkirk. Eina dóttir átti hann með þeirri konu og var hún fyrir stuttu fædd, þegar hann lagði á stað á orustuvöllinn Hann fór héðan 12.' sept. 1916 með 108 herdeildinni, sem kend var við Selkirk, en Col. Bradbury stýrði. Á Englandi var hann færður í 43. deilina, Cameron Highlanders, sem þá var á för- um til Frakklands. í skotgraf- irnar fór hann 4. marz ^917 og féll 4. marz 1918. Stefán sál. var velkyntur. Hann tók mikinn þátt í öllum skemtunum, enda mesti gleði- maður, hann var hneigður fyrir söng og hafði mestu unun af að vera þar með. Honum tókst að safna í kringum sig morgum vinum, sem nú hryggjast við' fráfall hans. Nánustu ættingjar hans eru: foreldrar hans ogitveir bræður, Ólafur og Jónas, og ein systir, Mrs. R. J. Lyons, (maður henn- ar er nú á Frakklandi) og svo ekkjan og litla dóttirin, sem nú syrgja elskaðan eiginmann og föður. þó nokkuð af fréttum. Á meðal farþegjanna voru fimm sænskir námafræðingar, sem unnið hafa að rannsókn kolanámanna á íslandi og haft umsjón með vinnu í námunum 1 Patreksfjarðar-hlíðum. Námur þessar liggja utarlega með firð- inum, og er aðsigling þangað hvergi nærri góð. Dansk- íslenzkt hlutafélag á námurnar. Búið er að grafa um 50 metra inn í fjallið, og batna kolin æ því meir, er inn- ar dregur. Alls hafa unnin verið í vetur úr náinum þessum 600 smálestir, er seldar hafa verið á 100 krónur, hver um sig. Veturinn á íslandi hefir verið með lang harðasta móti. Jafn- vel í byrj un september mánaðar, hlóð niður fannkyngi og frostið steig upp í 25 gráður. Storma- samt hefir verið með afbrigðum og ísalög næsta mikil. Slys hafa orðið alltíð á sjónum, farist f jöldi smábáta og stærri fiskiskipa, þar á meðal all-mörg norsk, bæði gufuskip og seglskip. ísland mun vera fult eins vel byrgt með vistir, og nokkuð hinna Norðurlanda ríkjanna, ef ekki betur. Lögákveðin úthlut- un matvæla á íslandi mun ekki eiga sér stað; en aftur á móti er feikilega þröngt í búi, að því er snertir steinolíu og kol. — Samgöngur ísldndinga við um- heiminn hafa verið mjög tak- markaðar, nema helzt við Banda- ríkin, þar sem þeir nú gera svo að segja alla verzlun sína.” Úr bréfi frá Reykjavík. í janúar-lokin. Nú er alveg nýkominn mjög mikill póstur frá Englandi, um 350 póstpokar. pað mun mest- ur póstur, sem hingað hefir kom- ið í einu — og flutti enskt skip (vopnað kaupfar) hann. Nú er alt annað en álitlegt að byrja búskap. Verður sjálfsagt alt mjög dýrt, sem til þess þarf fyrst um sinn, þótt raunar sé erf- itt að spá um ókomna hluti. Er raunar margt á hverfandi hveli nú. Getur hér á voru landi vald- ið mikið um, veturinn er nú stendur yfir. Hann er regluleg- ur fimbulvetur. Má heita að harðindi hafi verið síðan í 1. réttum. Og í des. var víða hag- laust með öllu af áfrerum. En um jólin gerði þýðu um land alt og kom jörð upp. Aftur voru þá illviðri svo hennar varð ekki full not. Og strax eftir nýárið gerði frosthörkur miklar; meiri en en þekst hafa hér á landi, a. m. k. síðan 1881—82. Brunagadd- ur dag eftir dag, 25 gr. á C. mest hér. En á Grímsstöðum 36 gr. Um 30 í Borgarfirðinum. Mikil frost! Nú síðustu dagana miklu vægara hér syðra, lítið frost, en nyðra frost og^hörkur ætíð. Haf- ís er fyrir öllu Norðurl. og eitt- hvað talsvert á Vestur- og Aust- fjörðum einnig. ísbirnir hafa gengið á land og verið skotnir, einir 6—8. Eg kom hingað til Reykjavík- ur snemma í þ. m. og hefi því haft það gott í kuldunum. En kuldalegt hefir víða verið. Kulda- legt í mörgum afdala kotbænum. Og einnig hér víða í höfuðborg- inni. Svo örðugt að fá kol og þau dýr, 50 kr. skp. Og myrkt einnig. Gasið í ólagi. Engin götuljós og ekkert gas í búðum, veitingahúsum né opinberum samkomuhúsym. pað er því hálf myrkt hér. — Eg kom til i Hafnaf jarðar í gærkv. og var þar munur að sjá. öll hús uppljómuð af rafmagni. Eg fór með pilti til Hafnarfjarðar og Bessastaða. Gengum yfir Skerjafjörð innan við Skildinganes. Við gistum á Bessastöðum að Jóni porb. Hann býr þar og mun gera það vel. En enga kindina á hann enn. Jörðin kostaði yfir 50 þús. og varð hann að borga frá í fyrra vor til nýárs um 8 þús. kr. í vexti, afborganir og til reksturs bús- ins. En jörðin og búið stóð vel fyrir því. Samt hafði hann að eins 9 kýr í sumar og 6 í vetur. En mjólkin er í verði núna (48 aur. pott. hér) og alt sem jarð- irnar gefa af sér hér umhverfis. Taða er nú a. m .k. seld á 15 aura pd. o. s. frv. — Jón bóndi er góð- ur heim að sækja og veit þó hver hann er. pað er kostur, en getur farið lengr0- Eg segi það ekki um Jón. — Lítið er nú orðið eft- ir af fornri frægð eða ófrægð Bessastaða. Tómar stofur og tóm kirkja. Tómleiki yfir staðn- um, sem minnir á að einhvern- tíma hafi þar ríkt meira líf. — Nú búa að eins 4 menn í hinu stóra skólahúsi. \Stjórnmálunum ætla eg að víkja að “fyrir rest”. Eg er að verða heilmikill “politíkus”. pó get eg ekkert sagt þér markvert — og veit þó flest sem gerist að tjaldabaki. pú sérð sennilega blöð að heiman. pú veist því deili á “Hvítu hersveitinni”, “þríveldissamb.” Jón porl., Sv. Bj. og Bj. Kr. standa fyrir því. En þessu var aldrei um Álftanes spáð; en svona fór það samt, að þessi þrenning vinnur saman í stjórnm., aðall. undir bæjarstj.k. fyrst, en á svo að verða lands- mála félag. Fél. þeirra heitir “Sjálfstjórn” o&er Magnús dýri form. pað eru jafnaðarm. og “Tímans” menn, sem þeim er meinilla við. Og þeir hafa sam- einað 'þessa gömlu féndur. — “Tíminn” vex að útbreiðslu og áhrifum. Tryggvi er ritstj. og er Tím. all-góður. Tímans flokks, mun gæta mikið við næstu kosn- ingar. Eru margir ötulir menn í hans liði. Vakning- flí Frú Stefanía Guðmundsdóttir á 25 ára leikara-afmæli. 1 1 1 i! i í m Á björtustu stund þeirri’ er árdegið á flaut elfur í gull-ljósastraumum. — Lífið þeim sætasta blundi brá, og blóðrjóð stóð Áróra Röðli hjá, rétt vöknuð af vorsins draumum. Á sumarmorgni með silfurtár — sól byrgir þokan og strauma; hún bylgjast sem ylgja á bökkum ár, því blæviðrið stígur — sem andvarpan sár eftir nætur dulráðnu drauma. Nóttin tálhvílu einungis á þeim æskunnar hálfvökudraumum.-------------------------- pað blakta hjá elfinni blaðkom smá, en blöðin í hjúfrandi daggperlum gljá, sem titrandi tárastraumum. Og elfurin streymir með stiltum nið, en straumþunga jöfnum, í hafið. Blöðunum tárgu hún tekur við, táldraumum nætur og hylliboðs frið, og þá er alt gleymt og grafið. Jón Runólfsson. llllll]l!lllfflilllffi!lllll!llil!MI!l!lllllllllll!l!]IIIIIBIII!!l!l'lÍ5lÍíííillÍl!ÍIÍ!5 “Morgunblaðið” í Reykjavík, flytur eftirfarandi ummæli, hinnar ágætu leikkonu á tuttug- asta og fimta leikara-afmæli hennar: “Eg byrjaði að leika þegar eg var 16 ára, 30. jan. 1893 og síðan hefi eg alls leikið 77 hlutverk. Hafði þá að eins séð leikið: “Hrekkjapör Scapins — í pakk- húsi á Seyðisfirði, “Víkingana á Hálogalandi” hér í Reykjavík og smáleiki í Mentaskólanum. Lék fyrst Hortenza í smáleik, sem “Betzy” hét, lét og sama kveld Kristínu í “Á þriðja sal”. Var leikið í G. T.-húsinu. Betri sæti seld á 65 aura og helmingur allra tekna gekk til G. T.-hússins. — Sama vetur leikið “Frúin sefur”. Lék þar aðalhlutverkið. peir, sem leika enn af þeim sem léku með mér þá eru: Stef- án Runólfsson, sem aðallega stóð fyrir leikunum og Friðfinnur Guðjónsson. Stefán hafði eitt- hvað fengist við leika áður og Friðfinnur leikið smá hlutverk á Akureyri, en lék hér í fyrsta sinn sama kvöld og eg. ólafur Rósinkranz var leið- beinari og á eg honum mikið að þakka og ekki sízt fyrir hve pann lífgjafarmátt á list og snild mikla aherzlu hann lagði a að að létt verður skapið og stundin talað væri skírt. mild Leiktjöld voru ein stofa og j eitt kvðld getur hlýdöggvað búningar fengnir að láni, þari hvarminn sem bezt gekk og fóru þeir sumir j og vliað oss inst inn j barminn. miðlungi vel. Á næstu árum lék eg ýms hlut- Qg þokk fyrlr stundirnar — þar verk. Meðal þeirra “Valbæjar-j var blýtt gæsina , Trínu í stofufangelsi , og þbkk fyrir útsýnið nýtt og vítt sem eg mun hafa leikið yfir 60, með sólina á vorheiði því sjálf hafði eg enga vissu fyr- ir að geta það, en Bjarni sagði: “Eg er viss um það”. Hvort það hafi verið rétí ber mér ekki að dæma um. En eg er Bjarna innilega þakklát fyrir Mögdu og með tilliti til þessa hefi eg valið að leika Mögdu þenna dag. önnnur stærri hlutverk, sem eg hefi leikið: Jóhanna í “Æfintýri á göngu- för”, Emma í “Drengurinn minn”, Nóra í “Esmeralda”, Ida í “Ungu hjónin”, frú Tjælde í “Gjaldþrotið”, Nóra í “Brúðu- heimilið”, Gervaise í “Gildran”, Margariete Gautier í “Kamelíu- frúin”, Áslaug í “Nýársnóttin”, frú Stackmann í “pjóðníðingur- inn”, Ásta í Dal í “Skugga- sveinn”, Ljót í “Bóndinn á Hrauni”, Toinette í “ímyndunar- veikin”, Ulrikka í “Kinnarhvols- systur”, Elisabet Munk í “Álf- hól”, Clara Volkhardt í “Um háttatíma”, Guðný í “Lénharði fógeta”, Steinunn í “Galdra Loftur”, Guðrún í “Syndir ann- ara”, frú Tomkins í “ókunni maðurinn”, Hekla í “Konungs- glíman”. Um kristnihald eftir 1850. smnum; í síðasta sinn á Akur-I eyri, sama dag og eg frétti lát Kristjáns porgrímssonar, og varð mér þá að orði: “Nú, eg leik þá Trínu í síðasta sinn í kvöld”. Minnisstæðast er mér þegar eg lék “Hjartslátt Emilíu” í fyrsta sinn. Ákveðið var að leika hann eftir viku. Vegna notkun- ar hússins, var að eins hægt að æfa einn dag á leiksviðinu. peg- ar að því kom, var eg ein á leik- sviðinu, því það er eintal, og all- ir leikendumir stóðu fyrir neðan j og horfðu á mig og toguðu með| augunum hverja setningu út úr mér. Eg hafði verið, var, og er enn, að nokkri* leyti svo feimin, að mér hefir verið lítt mögulegt1 að leika á æfingum og í þetta; sinn var mér það með öllu ó- mögulegt. Og í stað þess að æfa leikinn hvað eftir annað þetta kvöld, komst eg einu sinni í gegn um hann — tók svo steinþegj- andi sjalið mitt, fór heim, hátt- aði og breiddi upp yfir höfuð og fanst þá að öll þessi augu veita mér eftirför. Næsta dag lék eg “Hjartsláttinn” fyrir troðfullu húsi með sönnum hjartslætti, e(i óvíst tel eg að eg hafi leikið hann öðru sinni betur. — En þetta vildi eg ekki láta segja mér að gera nú. v Annars hefir það verið undan- tekningarlaust, að eg hafi liðið af feimni og kvíða fyrir hverju hlutverki, þangað til eg er kom- in inn og búin að segja fyrstu setninguna, þá hefi eg í flestum tilfellum ekki vitað af neinum óviðkomandi í kringum mig. Fyrsta alvarlega hlutverkið var Magda 1902. pað var Bjarni Jónsson frá Vogi, sem fékk migi til að byrja á því vanda verki. I Mér hefir oft dottið í hug: En J að maðurinn skyldi þora þetta, i og ljós yfir landnámi synu þínu. porsteinn Erlingsson skáld, orti vísur þessar kveld eitt, er hann hafði verið á leikhúsinu og séð leik frú Stefaníu, sendi hann henni erindin, en eigi voru þau birt á prenti fyr en frú Guðrún ekkja porsteins, leyfði “ísafold” að koma með þau í dagsljósið á þessum tuttugu og fimm ára heiðursdegi frúarinnar. pér talið um að eg vildi senda yður endurminningar frá æsku- árum um kristnihaldið. Endur- minningar á eg talsverðar, alt frá 1850 að minsta kosti og þang- að til eg fór í skóla, en þær ná að eins til fárra safnaða í Fljótsdal, Fellum og Völlum. Kirkjurækn- in margfalt meiri en nú, á hverj- um færum helgum degi messað; voru það viss heimili, sem aldrei létu sig vanta, þau helzt, sem voru nálægt kirkjustaðnum, ella hefði án efa sjaldnar verið pré- dikað. Undantekningarlítið voru allir fermdir, einu sinni til altaris á ári, frá nokkrum heimilum tvisvar, haust og vor. Ytri trú- rækni var áreiðanlega meiri en nú, en siðferði manna yfirleitt miklu verra. Ofdrykkjan og dýrkun Bakkusar spilti ávöxtum trúarinnar. Fólkið var þá yfirleitt marg- falt óupplýstara en nú í öllum fræðigreinum, nema barnalær- dóminum og sjálfri biblíunni, sem margir lásu rækilega, og var slíkur lestur skoðaður sem sálu- hjálparatriði út af fyrir sig, líkt og tíðar kirkjugöngur og altaris- göngur. “Synd og náð” hvort- tveggja viðurkent, og svo syndg- uðu menn “í krafti upp á náð- ina” með drykkjuskap og laus- læti. Sem sagt; ofdrykkjunni var þá um flest ílt að kenna. út- reiðar og slark á helgum dögum, eilíft ráp út og inn undir sjálfri guðsþjónustunni, einkum karl- mannanna til að “snapsa sig” undir kirkjuveggnum, ennfrem- ur illur munnsöfnuður, blót og formælingar, deilur og rysking- ar og klám. Margir voru kallaðir, “fáir út- valdir”, já að eins sárfáir. Sem betur fór voru til einstöku menn, sem sköruðu fram úr í trú og siðgæðum og voru yfir höfuð á- gætis menn; en þeirra gætti alt of lítið innan um f jöldann. V A TIL Frú Stefaníu Guðmundsdóttir * LEIKKONU Fagnandi heilsa þér hollvinir góðir, hyllir og dáir þig Reykjavík öll, vakandi þjóðlistar vordís og móðir, viljinn þig flytur á gullstóli’ í höll. — Höll, er í sóldraumum hugsjón vor eygir, hvorfþakta, gullroðna, samboðna þér, höll, er skal reist, þegar fauskarnir feigir: fulltrúar volæðis, bæra’ ekki’ á sér. pröngt er og fábreytt hér sýninga-sviðið, samir ei framtíðar-draumanna borg, þar sem þú fyrir oss fram hefir liðið fögur sem drotning í gleði og sorg. — Látið oss hlægja og látið oss gráta, látið oss finna til breyzkleika mánns, látið oss sígildi listanna játa, ljósengla birt oss við svifléttan dans. pökk fyrir snildina’ í svipbrigðum, svörum, sumaryl hlýjan um vetrarkvöld byrst, þökk fyrir bráðleiftrin, brosin á vörum, brennandi áhuga’ á torgætri list! Hugurinn byggir sér skrautsali skýja, skapraun þótt valdi, hve kóngslund er hálf. Ó, að vér lifðum að leikhúsið nýja listinni’ og þjóðinni vígðir þú sjálf! Guðm. Guðmundsson. A Ræður prestanna voru mest þur trúarmælgi, sem hin óupp- lýsta alþýða að vísu, virti nokk- urs, en skildi lítið í. Bamaupp- fræðing prestanna skildist mér ganga meira út á það að vekja trúartilfinningar, en glæða skiln- inginn. óskaplegt táraflóð hjá bömunum undir fermingunni, en þau tár þornuðu fljótt. Eins var við altarisgönguna, þá þótti jafnvel eiga við að menn sæjust gráta. pá var og flestra siður að neyta lítils matar á undan altarisgöngum. Bænrækni var miklu meiri þá en nú, en að eins utan að lærðar bænir, sem menn þuldu. Flestir voru þá lesandi eins og nú, en lestrarlagið hjá flestum hefði hneyxlað nú á tímum; allsháttar tilgjörð, seimur og tafs, einkum þegar guðs orð var lesið. Aftur var miklu áheyrilegra, er menn lásu sögur eða einhvern verald- legan fróðleik. Eg tek það upp aftur: Drykkju skapurinn og þár næst fáfræðin og svo ilt eftirdæmi hinna eldri, spiltu mjög góðum ávöxtum af hinum tíðu kirkjuferðum og alt- arisgöngum. Lestur auk barna- lærdóms var hið eina sem kent var. Landafræði, náttúrusaga, mannkynssaga vissi almenning- ur varla hvað var. Auðvitað voru hér fáeinar heiðarlegar undantekningar. Eg gæti sagt margfalt meira um þetta efni. En þessi uppryfj- un er mér að sumu leyti ógeð- feld; gallarnir voru vissulega margir á kirkju og trúarlífi gamla fólkins. Tímamir og ald- arhátturinn þá og nú á öilum sviðum lífsins, það er alt svo ó- líkt, að mér virðist næsta erfitt ef ekki ómögulegt, að gjöra þar á nokkum samanburð svo í lagi sé. ' pað er orðin hrein gjörbreyt- ing á skoðunum manna og hátt- um, kenningum o. s. frv., frá þvi sem áður var. Að menn neiti nú sannleika hins opinberaða orðs, er ekki svo alment. Flestir kann- ast við að menn hafi þar leynd- ardóm fyrir sér og ganga því ekki í beint berhögg við trúar- brögðin, en efinn á því, hvað sé sannleikur (innri efablendnin) er þvt meiri. Sitt kennir hver, og talar vel fyrir máli sínu, og svo veit fólkið ekki, hverju á að trúa. petta var gamla fólkið, kynslóðin sem lifði í ungdæmi mínu, laust við; þar átti engin efablendni sér stað; hitt mátti heldur segja, að trúin væri dauð, dauð án verkanna, köld játning með vörunum, sem oft varð að beinni hræsni og skinhelgi. Nýja guðfræðin, hvað sem um hana er að segja að öðm leyti, hefir áreiðanlega ruglað trúar- meðvitund almennings og sann- leiks sannfæringu; þarf sjálf- sagt langt að bíða eftir fastri niðurstöðu eða óbifanlegri fót- festu um það, hver hafi réttast að mæla eða hvað sé sannleikur. Athvarf flestra, þegar á hólm- inn kemur, þykist eg þó sann- færður um, að sé hið ei'lífa hellu bjarg, Jesús Kristur, og lengi mega þeir vera að, þangað til þeim tekst að slíta alt samband sálnanna á tímum neyðar og þrengingar við mannkynsfrels- arann, og það er mín von, að lengi muni lifa í kolunum trúar- sæðið, sem beztu sálmaskáldin okkar hafa sáð í hjörtun. Ung- lingurinn lærir nú yfirleitt miklu fleiri sálma en áður átti sér stað, og “Qvo est imbuta recens serva- bit odorem testa diu”. (“Smekk- ur sá sem kemst í ker, keiminn lengi eftir ber”. Guttormur Vigfússon. —Bjarmi. Mrs. Sigríður D. Jónasson. pótt æfisól þín sigi skjótt að svölum vér þú áttir frægð, þú ásta nauzt, þú elskaðir. Vor skaði var hve skjótt þú hlýddir skapadóm — en sæl þú varst að sjá þín aldrei sölna blóm. í margra brjósti máluð verður myndin þín. Farðu vel frá firnum lífsins. fi*ænka mín. R. .1. Davidson.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.