Lögberg - 11.04.1918, Blaðsíða 2

Lögberg - 11.04.1918, Blaðsíða 2
s LÖGBERG, FIMTUDAGINN 11. APRfL Í918 * Hugleiðingar og tillögur til örygðar út af heimsstríðinu. Fyrirlestur fluttur af séra ófeigi Vigfússyni, presti í Fellsmúla. Alstaðar um allan þenna heim, fyllir nú heimsstríðið flestra manna hugi margvíslegum hug- leiðingum og flestra hjörtu óum- ræðilegum tilfinningum, og vita- skuld, þó helzt þeirra mörgu þjóða og ótal manna, sem hafa sætt og búa nú undir sárustu og þyngstu álögum og afleiðingum þessarar ódæma styrjaldar. Og til vor berast margar fregnir um ýmsar ráðagerðir og ráðstafanir flestra þjóða til að bjarga sér, sem bezt, bæði nú, mitt í hörm- ungum og nauðum stríðsins, og því næst, þegar því lýkur, sem flestir eru nú farnir mjög að biðja og vona að verða megi bráðum. petta sýnir manndóm, ráðdeild og fyrirhyggju þessara þjóða, og að þeir hafa þó enn þrótt og þrek og líka rétt og möguleika til að lifa og rétta við aftur. pað mun líka verða talið eðli- legt, manndómlegt og lífvænlegt að einnig við hér hugsum eitt- hvað og finnum til, ráðgerum og reynum eitthvað að framkvæma, til varúðar og varnar oss, meðan þessi ósköp standa, og til við- halds oss og viðréttingar, þegar þeim linnir, og allur heimurinn verður eftir sig, á erfitt upp- dráttar og hlýtur að verða nokk- uð lengi að ná sér. pað fyrsta, sem vér, í sam- bandi við þenna ófrið, munum hugsa og finna til, er það, að hingað til höfum vér verið í ró og næði, óáreittir og óttalausir, fyrir utan þenna heljar hildar- leik, og mikið fremur yfirleitt grætt efnalega á honum en tap- að; að þúsundanna dauði og nauðir, harmar og efnahrun, hafa orðið oss að brauði og auði, stundlegri velgengni og upp- byggingu. 0g þá komumst vér. varla heldur hjá því, að ef vér annars erum menn, sem finna og kunna að meta, hvað að þeim snýr, að hugleiða, finna til og bera saman, hversu óumræðilega mikið betra vér höfum átt og eigum enn, heldur en flestar aðr- þjóðir í heiminum nú, einkum þó styrjaldarlandaþjóðirnar mörgu En hvernig verður þetta borið saman? Munurinn er svo ósegj- anlega margur og mikill. Vér skulum hugsa oss, að vér hefð- um verið miklu nær styrjöldinni, og helzt lent í henni sjálfir. pá væri nú smáborgirnar okkar bók- staflega hrundar og löndin vor auð, niðurtroðin og sundurtætt, ef vér hefðum reynt að verja oss nokkuð eða hindra óvinina, þá væri líka mörg bændabýlip vor þekku brotin, bæld og brend, konur og meyjar svívirtar, og fjöldinn allur á vergangi við von- arvöl, þeirra sem stórbændur og stóreignamenn kallast meðal vor. pá væru fénaðarhjarðir vorar hernumdar, brytjaðar niður og uppetnar af hungruðum óvinum, og einnig flest önnur matvæli vor, fatnaður, og eigulegir mun- ir í fórum vorum, væru frá oss tekin, og flestu væri þá ruplað og rænt eftir því, sem þörf eða girnd óvinaliðsins krefðist; og margur væri þá meðal vor myrt- ur og lemstraður. Svo skyldum vér hafa haft herskyldu. pá væru synir vorir frumvaxta ým ist fallnir, örkömlaðir eða her- teknir; þá væri víðast önnur hvor, og sumstaðar hver einasta kona ekkja, og annaðhvort eða hvert einasta barn föðurlaust, unnustur unnustum sviftar, vin- ur vini, og langflestir væru þó munaðarlausir og ósjálfbjarga, húsviltir, naktir, kaldir, hungr- aðir- horaðir, sóttnæmir og ólíf- vænir og yrðu þá annaðhvort að deyja í ýtrustu eymd og volæði, eða þá að lifa sultarlífi á neyðar- brauði óvinanáðar, ellegar á að- sendri björg af skomum skamti frá fjarlægum erlendum vinum og velgerðamönnum. Ofan á þetta alt og innan um það mundi bætast sífeldur dauðans ótti og kvíði um nýjar og nýjar skelf- ingar og hræðilegar tiltektir frá óvinahendi. Og svo allur sökn- uður og harmur allra eftir alla ástvinina mistu, heiftar- og hefndarhyggjan brennandi, og þó vanmáttur og ráðaleysi^il alls nema beyja sig undir okið, eða láta annaðhvort taka af sér lífið, eða lúta valdi og vilja hins sterk- ara. • Einmitt svona er nú ástatt svo víða; og jafnvel sumstaðar fyrir utan ófriðarlöndin sjálf, lifir fjöldi fólks við mestu þreng- ingar út af þessu stríði, og víð- ast hvar er nú næsta erfitt vegna skorts á mörgu og dýrtíðar beint af stríðs völdum. pað er löngum tiltekið öreiga- lífið í stórborgum heimsins, og fyrirkomulagið. sé skamt á veg komið, ranglætisfult, kærleiks- laust, óguðlegt, ókristilegt, að láta slíkt eymda- og óbótalíf eiga sér stað. En nú hafa vald- hafar og stjórnendur þessa heims sökt sökt mörgum og heil- um og f jölmennum þjóðum niður í samskonar eða jafnvel ,enn meira eymdarlíf með þessari styrjöld. — Og því sárara og ó- bærilegra hlýtur þetta líf að vera þessum þjóðum, sem þær flestar ^ru betur mentaðar, og frá barn- dómi vanar betra lífi, heldur en öreigalífinu í stórborgunum. — Hvergi og aldrei fremur og bet- ur en hér og nú hefir það því sést og sannast, hve óskaplega menn og mannfélög eru enn langt frá hugsjón sinni og ákvörðun, sem þó er nú víðast hvar viðurkend, alténd annað veifið og í orði kveðnu. En þetta $r útúrdúr, og skal þagna um þafi. En svona er nú ástandið í hern aðarlöndunum öllum, og rammílt og bágt og bölvað miklu víðar, beínt vegna hernaðarins. Og hugsum oss. — Ó hversu bágt ættum vér þá — engin orð fá því lýst. En nú er enn ekki um neitt slíkt að ræða hjá oss, held ur alt þvert á móti, eins og áður er sagt. Vér höfum verið og er- um enn fyrir utan öll þessi ókjör, og næstum ósnortnir af illum afleiðingum þeirra. Og þegar vér nú eða endranær erum að kvíða og kvarta yfir eða út af hinu og öðru, t. d. nú út af vetr- arharðindunum, þó nægileg hey séu, eða sykurdýrleik og sætinda skorti í vændum, eða vöntun eins og annars smávegis, sem væri ýmist sælgæti eða gaman að hafa, hafandi þó enn nóg að borða, drekka og klæðast í, og yfir höfuð nægtir allra sannra lífsnauðsynja, hvílík óumræði legt smáræði og hégómi er þá þetta á móts við það, sem svo margar miljónir bræðra og systra vorra verða nú að líða og vera án ; hvílík ósvinna og mink un fyxúr oss, sem eigum nægar sannar nauðsynjar, að kvarta og kvíða vöntun þess, er öllum get- ur vegnað ágætlega, þótt án þess væru, þegar svo hræðilega marg- ir, nær og fjær, eiga og hafa ekki allra bráðustu og brýnustu nauðsynjar sínar, auk heldur annað. Og hversu ósegjanlega ánægðir mættum vér nú vera hér, þó sitt hvað sé að, hver við sitt, og þakklátir fyrir það, að enn hefir hernaðaróheillunum verið stýrt frá oss en ekki að oss, og heldur ekki neinir aðrir við- burðir borið oss neina sérlega eymd og neyð að höndum. Hvers munum vér þá eiga að njóta fram yfir svo marga aðra? “Ætlið þér að þessir Galilear haf i verið syndugri en allir aðrir, þó þeir hafi orðir fyrir þessu? Nei, segi eg yður”, sagði Jesú.—Ætli vér eigum að halda, að allir þeir, sem fyrir ósköpum hafa orðið eða verða, hafi verið eða séu syndugri en vér aðrir, sem hjá þeim sluppu eða sleppa? Nei, sjálfsagt ekki. En vér megum og eigum að skoða það, sem þakkarverða líkn og náð, að vér komumst hjá böli og kvöl; er það aumkunar og sárrar vorkun ar vert, er aðrir eiga bágt og þjást, engu sekari en vér, og margir líklega syndminni. — En margir munu nú hugsa og segja, að nú höfum vér vel notið fjarlægðar landsins vors frá ó- friðarstöðvunum og minnast þá orða Bjarna, er hann kveður til landsips: pú nafnkunna landið, er lífið oss veittir landið, er aldregi skemdir þín böm, hvert þinnar fjarktöðu hingað til neyttir, hún sé þér framvegis ódugnaðs vöm. réttilega til þess vitnað og á það bent, sem vott og sönnun þess, örðugt viðskiftalíf, hve mennimir og mannfélags- lengi eftir stríðslok. Og satt er það, að fjarstæða lands vors á nú mikinn þátt í því að vér höfum verið og emm fyr- ir utan mesta og verst ófriðar- bölið. — En það er fleira, sem hjálpar og frelsað hefir, og sem hvorki er legu lands vors, né þjóð vorri, né nokkrum manni að þakka. pað er rás viðburðanna, sem þetta er aðallega að þakka. En nú verðum vér, því miður, að hugsa oss, að styrjöldin haldi áfram, og að þá harðni enn meira á allstaðar, og þá einnig eðlilega eitthvað hér hjá oss, enda þótt smáræði verði hjá því, sem víð- ast annarsstaðar. — Og þó að stríðið hætti bráðum, sem vér skulum óska og vona, þá ber oss að hugsa og telja víst, að mörg og mikil þröng, sárasta fátækt og getuleysi verður víðast hvar eftir styrjöldina, framleiðsla flest verður minni og aðdrættir engir. Einstakir menn og heil- ar þjóðir, sem táp og lífsþróttur er í, með skynsemd og fyrir- hyggju, munu þá leggja hart á sig, spara og synja sér um flest eða alt, sem vel má án vera. Fyrir því mun dýrtíð haldast og ef til vill En haldi nú styrjöldin áfram, þá hlýtur enn meira á að harðna. Fyrir löngu máttum vér búast við siglingabanni og flutninga- teppu að og frá landinu, og þar með algerðum þrotum á ýmsum lífsnauðsynjum, og geysilegri dýrtíð. — En fyrir þessu hefir stjórn hlutanna og rás viðburð- anna varðveitt oss að mesu leyti til þessa, líklegast í þeim gæzku- ríka tilgangi, að vér skyldum fá tíma og tækifæri til fyrirhyggju og undirbúnings undir verri daga, sem koma kynnu. Og við þessu skyldu nú allir búast; því víst er þess því frem- ur að vænta, sem lengur stendur ófriðurinn og meir kreppir al- staðar að; og þá eru menn illa komnir, ef þeir áður hafa ekkert hugsað og gert til að geta þolað vondu dagana. En verði oss hlíft við þessum vondu dögum, þá sakar sízt skynsamleg og skyldug fyrirhyggja og lítils- háttar áreynsla og framkvæmd til vamar og bjargar. — Og svo er og um það að hugsa og á að líta, að hér geta komið slæmir dagar af öðrum orsökum en ó- friðarástæðum, hér, á þessu vetr- arharðindanna og náttúruvið- burðanna landi — jarðskjálft- anna og eldgosanna. Og jafnvel fjarstaða lands vors, sem nú og einatt endranær,’ hefir hjálpað og varið gegn ýmsu illu, og því fengið lof og þökk, þessi fjarstaða hefir stundum áður og getur oft enn orðið að miklu meini. En vér óskum og vonum, að til þess komi ekki. En hvað er þá hér við að hugsa og gera? Er nokkuð hægt að gera, hægt að breyta nokkru til öryggis og varnar lífi voru og góðri líðan, hvað sem upp kann að koma? Já, vér getum og eigum að hugsa og gera eins og flestar aðrar þjóðir gera nú, flestar að vísu nauðugai', þær, sem styrj aldarneyðin sjálf liggur á, en sumar líka viljugar af forsjá og fyrirhyggju. En hvað er þá það? pað er það, að taka upp einfaldara og kostnaðarminna líf en áður, spara eða synja sér sjálfkrafa um margt, sem án má vera, og jafnframt hagnýta sér á sem drýgstan, ódýrastan og hollast- an hátt það, sem ekki má án vera. En hvað gætum vér þá gert eða munum vér geta gert nokkuð svipað ? Daglegan mat og drykk og klæðnað verðum vér þó allir að hafa, svo að oss líði vel; og marg- ir munu ekki hafa meira af þess- nauðsynjum en svo, að sízt mega þær minni vera. Reyndar segja nú margir læknar, að fjöldi fólks missi heilsu og deyi fyrir sitt enda dægur af óhófi í mat og drykk og skaðræðisfullum tískuklæðn aði — náttúrlega á góðu dögun- um helzt. En yfirleitt held eg, að erfiðisfólk megi ekki minni eða lakari mat og föt hafa, en það alment hefir hér. “Enginn fer það svangur — og fullir kunna flest i*áð”, segja góð og gömul máltæki. Enginn má, né á að erfiða svangur, ef annað er mögulegt, enda verður þá líka lakara og minna unnið; en hæfi- lega saddur maður getur unnið vel og mikið, og á að gera það; og honum verður líka sízt orku og ráðafátt. Og líkt er að segja um klæðnaðinn. Enginn getur vérið né má vera án hlýrra og góðra klæða út í vetrarkuldanum okkar og ekki heldur setja inn í húskuldanum. Eg er því viss um, að ekkert af þessu má vera öllu minna né akara en það er, fyrir allan al- menning vor á meðal. pað skyldi þó helzt vera, að ýmislegt mætti betur hagnýta eða meðhöndla og undirbúa til neyzlu og nota. En það er annað, sem missast má, eða að m. k. minka mikið: Margt eða flest glingur og prjál, og mörg eða flest munaðai*vara, sem samtals kostar offjár, og eyðir langsamlega um of eigum manna frá því, sem nauðsynlegt er og nytsamlegt, og það víða svo, að fyrir það vantar bæði föt og fóður, og þar með ánægju og góða líðan. Hér á meðal tel eg alt tóbak — um áfengi ætti ekki að vera að tala — og nú vildi eg, að eg hefði þrek og þol til að fleygja frá mér þessum dýra ó- þarfa (tóbakinu), sem étur mat bæði frá mér og mínum. pví næst mætti kanske nefna kaffið, sem minka mætti að miklum mun, að m. k. þar sem nokkur mjólk er til, súkkulaði sjálfsagt og alt þetta dót, sem einu nafni heitir hinu Ijóta og leiðinlega nafni: “Bakkeise” á “móðins”- máli nú. — Og svo mest eða alt sætindasullið, sem hér með fylg- ir; en þar í er auðvitað sykurinrt. Margir telja reyndar, að sykur sé holl og nauðsynleg vara, eink- um fyrir börn, og með kaffi, sem sé ómissanlegt mjólkurleys- ingjum, og getur það vel verið nokkuð satt. En þó svo sé, þá er það samt víst, að mikið má minka sykkurát. — Og ekki hugsa eg að fornmenn hér hafi alist upp við sykur og sætindi, og sagðir eru þeir þó verið hafa hraustir á líkama og sál. Ann- ars munu menn hafa nægilegt sykurefni í nauðsynjavörunni: matnum. Öll þessi munaðarefni eru því engin lífsnauðsyn og geta tæpast verið holl, þótt gómsæt séu; og hvert með öðru kosta þau stórfé í vanal. árferði, auk heldur nú, er þau eru uppsett miklu meira en nokkuð annað, og sum jafnvel að þrotum komin allstaðar.—Nátturlega eru þessi efni misjafnlega keypt og brúk- uð, en allir eyða miklu ; og marg- ar og miklar bráðar nauðsynjar mætti kaupa alstaðar, og víða væri minni skortur fæðis og klæða, ef verði þessarar sæt- og sælgætisvöru væri áð mestu eða öllu varið til nauðsynjaöflunar eða tryggingar. pegar um þetta er hugsað, nú, eins og tímar og horfur og líkur líta út núna, þá verður, finst mér, varla annað lagt til, og varla á annað fallist, af skynsömu og sanngjörnu fólki velviljuðu sjálfu sér og öðrum, en að alt eða flest þetta ónauð- synlega, sem v^l má oftast og víðast án vera, sé sem mest tak- markað, minkað eða afnumið, og verði þess varið til þess, að standast betur núverandi og komandi dýrtíð, og svo geta staðið í skilum við alla, með góðri afkomu og góðri heilsu- samlegri líðan. En þetta getur alls ekki tekist, nema með al- mennu samþykki og samtökum, fyrst og fremst hjóna, foreldra og barna, húsbænda og hjúa á heimili hverju, og síðan allra heimilanna í heilum sveitum. Enginn einn maður og ekkert eitt heimili mun hafa þrótt eða sjálfstæði til slíkra hluta, þótt skynsemi og vilji sé til. — pví svo rikt í oss öllum er þetta, að vilja sýnast og vera sem aðrir; og svo óttinn við tiltektarsemi, last og spott, þótt ranglátt sé, fyrir grútarhátt, nísku ó. s. frv. Meðan nokkur ögn af munað- arvöru er nokkursstaðar í sömu bygð nokkuð höfð til viðhafnar, eða til að halda betur fólki í vist, þá verða allir að basla og bögl- ast við það sama, enda þótt þeir fyrir það geti síður fætt og klætt sig og aðra, og staðið í skilum við fólk sitt og aðra. pað ætti — ef annars þessar sætindavör- ur flytjast og fást með kleyfu verði — að taka upp gamla sið- inn, að hafa þær ekki um hönd, nema þá á stórhátíðum og tylli- dögum. pá yrðu þær aftur það, sem þær voru; sannarlegt sæl- gæti — og tilhlakkanleg hátíðar- brigði, í stað þess, að nú eru þær orðnar svo algengar og altíðar, að þær eru ekkert sælgæti leng- ur — heldur leiðindasull til ó- hreysti og óhollustu. En hvað yrði þá um alla gest- risnina gömlu og góðu, sem við höfum verið orðlagðir fyrir og stoltir af? pví er fljót svarað: pegar vér komum hér til annara, fullir og feitir og einskis þurf- andi, þá bjóðum vér glaðir hver öðrum inn upp á alúðar samtal og vinsamleg atlot öll, og í við- bót, ef hægt er, bolla af kaffi með svo litlum sykurmola. Nú, en komi einhver til vor svangur og þyrstur eða einhvers þurfandi þá gæfum við honum glaðir að eta og drekka o.s.frv., og um það erum vér því þá færari, sem vér costum minna til óþarfans. Og vér munum verða fult eins góðir vinir, já, meiri og betri vinir, þar sem vér þá vitum og finnum, að vér bæði viljum og gerum hver öðrum það beata. Munu nú allir, konur og karl- ar, ungir og gamlir, einlæglega vilja líta á þetta og fúslega reyna samtök um það? Eg hef nú gert mitt til, og bið alla vel að virða, eins og það er meint. óska svo öllum árs og friðar. —Heimilisblaðið. ar og taka hunda svo hundruð- um skiftir, og svo útbúnar að þægilegt sé að verja þá þar. pær eru vanalega á bak við brjóst- fylkingu hersins, og unlir eins og búið er að kenna þeim það verk, sem þeir eiga að gjöra, eru þeir sendir á stríðvöilim til þess þar að gjöra skyldu sína. Eins og flest annað, hefir verkefni hundanna breyzt við þetta stríð. pað er nú miklu víð- tækara og yfirgrips meira held- ur en það hefir nokkru sinni áð- ur verið. Á undan þessu striði var það að eins tvent, sem hund- ar voru notaðir til í orustum, ajð leita uppi særða menn og bera til þeirra björgunartæki, og til þess að hjálpa varðmanna- flokknum að koma auga á fjand- mennina, því til þess reyndust þeir ágætir sökum þefvísi sinnar og undir eins og þeir urðu varir við þá gjörðu þeir varðmönnun- um aðvart á líkan hátt og þá veiðihundur bendir veiðimanni. Belgíumenn höfðu bætt þriðju skyldunni við, þeirri að nota þá til þess að draga maskínubyssur. í þessu stríði er hundar notað- ir, að meiru og minna leiti til þess, sem nefnt hefir verið hér að framan, og við hefir verið bætt miklu meira. En það er sérstaklega tvent, sem bætt hef- ir verið við skylduverk hund- anna, sem er afar-þýðingar mik- ið. Hið fyrra af þessum ætlun- arverkum hundanna er nefnt Liaison (samband) og eru þeir nefndir sambands hundar, hið síðara varðhundar. Verkefni þessara sambandshunda er að bera skéyti frá bardagasvæðinu sjálfu, til foringjanna, sem eru á bak við brjóstfylkingarnar, og ef það verkefni þýðingarmest og hættulegast. Eitt af þeim allra erfiðustu viðfangsefnum í orustum, er það að geta haldið uppi skeytasam bandi á milli brjóstfylkinganna, stórskotaliðsins, og yfirforingj anna, sem þar eru á bak við. Hin óskaplega skothríð óvinanna til þess að hamla slíkum sambönd- um, gjörir skiljanlegt hve afar hættulegt og erfitt þetta hlýtur að vera; það er svo erfitt að nauðsynin ein knýr menn til þess að reyna það. Aðferð sú, sem notuð hefir verið til þessa, er talþráður, sem annaðhvort er lagður niður Hnndar í stríðinu. Eftir H. Wood. Svo er mikið starf það, er hundar gjöra í stríðinu á Frakk- landi, og svo er eftirsóknin eftir þeim orðin mikil, að þeir eru orðnir lítt fáanlegir, þrátt fyrir það, að það eru margir einstakl- ingar og félög á Frakklandi, sem leggja það fyrir sig að ala upp hunda til brúkunar í stríð- inu, og þrátt fyrir það að hver einasti flækings hundur er send- ur til herstöðvanna, samt er þurð in tilfinnanleg. Hver einasti hund ur til hvers svo sem hann hefir áður verið brúkaður, af hvaða kyni, sem hann er eða hvaða lit- ur sem áhonum er, er notaður. Eina skilyrðið er, að þeir hafi meðal hundsvit, svo að hægt sé að kenna þeim hið ákveðna verk, sem þeir eru látnir gjöra í sam- bandi við herinn. Hundakví eða hundakofar eru nú eins sjálfsagðir, og ómiss- andi Franska hemum, eins og eldaskálar, bifreiðar eða vopna- búr, þessar hundakvíar eru stór- jörðinni, eða þá ofan jarðar, sem lagður er jafnóðum og orustu- svæðið breytist, telegraf, loftför og nú siðast hafa pjóðverjar tekið upp það ráð, að láta skeyti þessi í skothylki, og skjóta þeim svo yfir svæði það, sem skothríð óvinanna leikur mest um, og til yfirmannanna þar á bak við. En engin af þessum tilraunum hefir gefist eins vel, eða betur, en hundamir hafa reynst Frökk- um. Hundar í þúsundatali eru til, sem virðast hafa hæfileika til þessa starfa, og þegar þessi hæfileiki þeirra er skerptur, með æfing í þessa átt, þá er það mjög sjaldgæft, ef að það hefir nokk- urntíma komið fyrir, að þeir hafi ekki skilað erindi sínu, nema því að eins að þeir hafi verið drepnir en það hafa þeir verið í hundr- aða vísu, og þegar það er tekiö til greina, að hver einasti hund- ur, sem á þann hátt fellur, er líf- gjafi manns, sem án þeirra hefði orðið að senda undir byssukjafta óvinanna, þá sést bezt hverja þýðingu að þeir hafa, og áð þeir hafa ekki til einskis drepnir verið. Margir þeir hundar, sem ekki eru vel fallnir til þess að vera boðberar, verða góðir varðhund- ar. En hæfileiki varðhundanna er ekki eins auðfundinn, eins og hinna, því þeir verða að vinna sitt aðal-verk á nóttunni, margir þeirra, þótt að þeir sýni ágætis varðhundahæfileika á daginn, eru með öllu ómögulegir á nótt- unni, þeir verða þó óróir og margir hræddir. En þeir, sem ná fullkomnunartakmarki, sem nætur varðhundar, fylgja hús- bændum sínum í skotgrafimar, þegar þeir leggja byssur sínar á bakka skotgrafanna, þá legst j-akkinn hjá byssuhlaupinu, og þaðan hafa þeir vakandi auga á hverri hreyfingu fjandmann- anna og undir eins og þeir verða varir við þá nálgast, eða jafnvel hreifa sig, gjöra þeir húsbænd- unl sínum aðvart á mjög hljóð- legan hátt, um það að þeir skuli vera varir um sig. En þrátt fyrir það, þótt verk- efnum hunda, í sambandi við stríð, hafi þannig fjölgað, eru þeir enn notaðir við að leita uppi særða menn, þar sem þeir liggja í valnum, og færa þeim sáralyf, umbúðir, vatn og fleira. Einn sem er orðinn gamall í hettunni, og er í þessum bardaga, heitir “Dick”, hann vann heiðursmerk- ið Croix de Guerre í orustunni við Verdun, þar sem húsbóndi hans féll, og hann var særður hættulega, hefir verið all-lengi á sjúkrahúsi, en er orðinn fulí hress og kominn á vígvöllinn aft- ur, en er nú með rauðakross sveit Bandaríkjanna. Annar hundur, sem vann heið- urs medalíuna Croix de Guerre fyrir sína ágætu frammistöðu, særðist svo mjög að hann varð með öllu óvígur, en þegar hann gat ekki lengur tekið þátt í bar- daganum, var honum veitt það embætti við hundasjúkrahúsið í Neuilly að taka á móti óstýri- látqm félögum sínum, er ný- komnir eru að heiman, og tuska þá til, unz þeir læra að haga sér eins og góðum og þægum hund um sæmir, og einnig í því em- bætti sínu gengur hann vel fram Ef að skyldunám hefir sömu áhrif á hunda og haldið er fram að það hafi á menn, þá er ekki ólíklegt að á Frakklandi verði vitrari hundar eftir stríðið, held ur en í nokkuru öðru landi heimi. gefendur viljugir að leiðrétta þess háttar misfellur. Churchbridge, Sask. . M. Hinriksson. Um Hallgrímskirkju í Saurbœ. ,Það skal vel vanda, sem lengi á að standa”. Eins og hvert annað spakmæli eða menningar tillaga, vill það oft verða fyrir áföllum; líkt í rit- starfi, sem öðrtim verklegum framkvæmdum. pað heyrist oft á samtali, að sumt, sem skýrt er frá í bókum og blöðum, sé á ann- an veg, en það er tilgreint, sem þó ekki verður vart 'við að sé leið- rétt af þeim, sem betur vita. Orsakir að það dregst úr hömlu eru sjálfsagt margar. Meðal þeirra má víst telja þessar: bú- ist við að aðrir verði til þess, fyrir sumum annir, óframfæmi að láta sjást nokkuð eftir sig á prenti, og þá ekki síst pénnaleti. pess vegna eiga þeir, sem hóg- værlega og greinilega leiðrétta missagnir beztu þökk skilið. Hvað viðvíkur samtíningi í “Landnámssögu ágripið” hér vestra, geta þar orðið orsakir til missagna, sem þurfi leiðrétting- ar við. Sérstaklega um staða- nöfn og hreppaskil. Sá sem safnar minningar atriðunum, er varla kunnugur öllum pörtum landsins, og verður þess vegna að byggja á frá sögu hlutaðeig- anda. Nú flytjast sumir af þeim burt af fæðingarstað sínum á bamsaldri, og stíga þar ekki fæti framar. Svo var fyrir þeim, sem tilheyrir það, sem sett er niður á bls. 104 í síðasta almanaki O. S. Th. og hr. porgils Ásmunds- son mintist á, að Efra Apavatn er í Grímsnesi, en ekki í Laugar- dal, eins og þar er skýrt frá. Hitt atriðið, að hann kannast ekki við Nethamra í Ölvesi, er að eins ókunnugleiki. Sá bær er nærri ölvesá, skamt frá Arnar- bæli, og eftir því, sem eg hefi heyrt minst á, hefir þar verið á- búð til skamms tíma. Stundum á ,sér stað, að villur slæðast inn af misganingi við stílsetningu, sem geta orðið meinlegar. Ein þeirra er á áður nefndri bls. 5. línu, þar sem sett! er: “hey að sækja” fyrir heim að sækja. En vanalega eru út- Á síðustu prestastefnu var samþykt að fela prestum lands- ins að leita samskota í sóknum þeirra til iþess að reisa veglega kirkju í Saurbæ til minningar hinu ágæta sálmaskáldi, sem öll- um er svo hjartkær. Vegna hinna erfiðu kringum- stæðna og miklu dýrtíðar, sem nú yfirstendur, hafa þeir, er haft hafa forgöngu þessa máls ekki getað átt við, að svo stöddu að senda út almennar samskota- áskoranir í þessu skyni, en hins vegar hafa þó ýmsir prestar nú í haust, í sambandi við minningu siðbótarinnar og síðar, t. d. við húsvitjanir, leitað samskota og safnað töluverðu fé, sem lagt verður á vöxtu vntanl. undir um- sjón biskups, þar til þess verður þörf. pess skal getið, að sóknarbú- ár Saurbæjar hafa skriflega lof- að að leggja til hinnar fyrirhug- uðu kirkju kr. 5,000.00 og eru þeir þó ekki nema rúmlega 200 manns. Verður því ekki sagt annað en það sé myndarlega boð- ið, enda munu þeir einnig hafa mest not hússins. Búast má við þó samskot gengu greiðlega, að kirkjan yrði ekki bygð á næstu árum, meðan ófriðurinn geysar og mesta dýrtíðin stendur yfir, enda væri það ekki ráðlegt. Einstöku hafa sagt, að minn- ingarkirkja Hallgríms væri ekki vel sett í Saurbæ, sem væri nokk- uð afskektur bær, en slíkt er sprottið af ókupnugleik. Saur- bær liggúr nærri þjóðveginum úr Reykjavík og norður í land; þangað hafa ýmsir útlendir ferðamenn komið, og bærinn hefir verið og er enn gististaður margra ferðamanna. Reykvík- ingar hafa og stundum brugðið sér þangað sjóveg skemtiferð, í eitt skifti 400 manns; er það iy« tíma ferð með g/s “íngólfi”. Óskandi væri að sem flestir góðir menn, er línur þessar lesa, vildu minnast okkar kæra sálma- skálds og leggja ofurlítinn skerf til þessarar fyrirhuguðu kirkju; ekki undir því komið að gefa mikið eða til þess ætlast, heldur að samskotin gætu orðið sem al- mennust; kornið fyllir mælirinn. Sérstaklega er hinn í höndfar- andi föstutími, þá er vér, svo margir, ýmist lesum eða syngj- um passíusálmana, vel til þess fallinn, að minnast hins ógleym- anlega höfundar þeirra. Kirkja í Saurbæ væri fagur minnisvarði hinnar miklu trúarhetju og mikla spekings, og jafnframt landinu til stórsóma í augum út- lendra sem innlendra. Vonandi verður prestum ljúft .verk að gangast fyrir þessum samskotum í sóknum iþeirra. — Blessun fýlgi starfi þeirra. —Bjarmi. E. Th.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.