Lögberg - 18.04.1918, Blaðsíða 1
SPIERS-PARNELL BAKING CO.
ábyrgjast yður
fulla vigt, beztu vörur fyr-
ir lœgsta verð sem verið
getur. R E Y N IÐ Þ A!
TALSÍMI: Garry 2346 - WINNIPEG
öQ&ef q.
Þetta pláss er til sölu
Talsímið
Garrv 416 eða 417*
31. ARGANGUR
WINNIPEG, MANITOBA, FIMTUDAGINN 18. APRÍL 1918
NÖMER 16
Stríðsfréttir.
Pte. Magnús Magnússon.
Pte. Magnús Magnússon er
sonur Magnúsar Kristjánssonar
og Guðrúnar Mikaelsdóttur, sem
síðast bjuggu á Hrafnarhólmi í
Kaldrananeshrepp í Strandar-
sýslu á íslandi. Hann kom til
landsins 7. nóv. 1913 og innrit-
aðist í 90. herdeildina tveimur
árum síðar, án þess að vera
canadiskur borgati eða brezkur
þegn. Hann fór frá Canada í
maí 1916 og var seinna um sum-
arið kominn í skotgrafirnar.
Hann særðist af sprengikúlu í
októbermánuði 1917 og lá nokkra
mánuði á sjúkrahúsi á Englandi.
Hann4 er nú orðinn heill heilsu
og býst við að fara aftur í skot-
grafirnar innan skamms.
Hann hefir nýlega verið sæmd-
ur heiðurs medalíu fyrir frábært
hugrekki (Distinguished Conduct
Medal), sem gengur næst
Victoria Cross. Fylgdi þessari
medalíu $100 peninga gjöf.
Magnús er myndar maður og
sanpkallaður íslendingur, og
vafalaust mun hann verða þjóð-
flokki sínum til enn meiri sæmd-
ar í framtíðinni. Að minsta
kosti mun hann ávalt reynast
sannur maður og dugandi dreng-
ur.
C. J. O.
Friðbjörn Steinsson
á Akureyri látinn.
Mrs. Guðný Magn-ússon að I.eslie,
Sask. fékik nýskeS þá sorgarfregn,
uieö hraðskeyti frá Aikureyri, að þar
hafi látist þann 10. þ. m. faðir lienn-
ar, Friðbjörn bóksali Steiuson. Hann
varð 80 ára gamall þann 5. þ. m. —
Mrs. Magnússon hafði sent föður
sínum heillaóskaskeyti 4 áttugasta
aftnælisdegi hans. Viðurkenning
þess skeytis flutti andlátsfregnina.
Fyrsti kvenfrelsispostuli.
Hinn fyrsti kvenfrelsispostuli
var karlmaður. — Erasmus frá
Rotterdam, nafnfrægur hollenzk-
ur fræðimaður og guðfræðingur,
sem uppi var á 16. öldinni, og
hélt fram fullum réttindum
kvenna.
“Konur eru flón”, sagði maður
nokkur við hann.
“Flónslega mælt”, svaraði
Erasmus með hægð.
“Lætur þú þér detta í hug að
kvenfólk láti eér koma saman
um nokkuð?” spurði annar mað-
ur hann.
“Geta karlmenn látið sér koma
^aman um nokkuð?” spurði
Erasmus.
Undarlegt er það, hversu sjald-
an sézt mynd af Erasmusi í rit-
um kvenfrelsis vina. — Braut-
^yðjendumir gleymast stundum
otrúlega fljótt.
FALLINN.
Blöðin segja Gunnar Richard-
son fallinn. Hann var sonur
Richards Torfasonar bankabókara
í Reykjavík og konu hans og kom
hingað til landsins skömniu áður
en stríðið byrjaði, tiil þess að leita
hér gæfunnar. Og nú liefir hann
Iátið lífið fyrir landið — fyrir
niannréttindi og frelsi — og getur
engmn gert meira. Dvöl hans var
stutt, verkið mikið og fagurt og
tninning Gunnars Riohardssonar
aeyr aldrei.
pað heldur áfram með allri
þeirri grimd, sem pjóverjar
eiga yfir að ráða. Eftir að fyrsta
áhlaupið var gjört fyrir rúmum
þrem vikum síðan, og að sam-
bandsherinn lét undan síga, varð
dálítið hlé, bæði vegna votviðra,
og eins sökum þess að pjóðverj-
ar þurftu að kanna lið sitt og ná
til sín stórskotabyssum sínúm.
Síðan hefir mátt heita að orust-
an hafi haldist uppihaldslaust
nótt og dag. Aðal-áhlaup pjóð-
verja, eftir uppihaldið, var gjort
á lið Portúgalsmanna, en her
þeirra var í fylkingum banda-
manna rétt suður af bænum
Armentieres. Atlaga þessi var
mjög á sama hátt og sú hin fyrri.
Fylkingar pjóðverja komu hver
á eftir annari, og þó að þær
hryndi niður fyrir skotum Portú-
galsmanna, voru aðrar nýjar alt
af komnar í skörðin,þannig héldu
þeir áfram þar til Portugals-
menn urðu að láta undan síga,
og fara fimm mílur til baka
áður en þeim bættist liðsauki,
og á föstudagskveldið í síðustu
viku .voru þjóðverjar búnir að
þrýsta sambandsmönnum all-
mikið til baka á milli Messines
Wytschacte hæðanna að norðan
og Givenchy, en oddurinn á fylk-
ingararmi pj óðverj a náði þá til
Merville.
Á laugardaginn var gáf yfir-
herforingi Sir Douglas Haig út
eftirfarandi skipun: “Fyrir
þremur vikum síðan, hófu fjand-
menn vorir hið grimma áhlaup
sitt á 50 mílna löngu svæði.
Fyrirætlanir þeirra voru að
kljúfa fylkingar vorar, og ryðja
sér braut til hafnstaðanna og þar
á eftir að eyðileggja sjóflotann
brezka.
þótt þeir hafi gjört sitt hið
ítrasta með öllum sínum morð-
vélum og 1,272,000 mönnum,
hefir þeim enn sem komið er,
orðið fremur lítið ágengt, að því
takmarki sínu.
petta eigum við að þakka
fórnfýsi og hreysti hermanna
vorra. Eg á engin orð til þess
að þakka eins og vera ber, hina
aðdáanlegu framkomu yðar allra
undir kringumstæðum eins erfið-
um, og þér hafið orðið að ganga
í gegnum.
Margir yðar eru nú þreyttir
— til þeirra vildi eg segja — út-
hald og þrautsegja vinnur þetta
stríð. Franski herinn er á leið-
inni oss til aðstoðar, — vér verð-
um nú að láta skríða til skara.
Vér verðum að halda hverju
einasta vígi, sem vér nú höfum,
— þótt það kosti oss vorn síðast
mann. Frekara undanhald má
ekki eiga sér stað.
Með óbifanlegt traust á hinum
rétta málstað vorum og án þess
að hopa um eitt fet, — verðum
vér að be^jast til enda. Frið-
helgi heimila ykkar, og frelsi
mannkynsins er í yðar höndum
— undir yður er það komið
hvernig hin örlagaþrungna stund
sem er runnin upp rætist.
Síðan hafa brezku hermenn-
irnir staðið með bakið upp við
steinvegg, en brjóstið á móti
byssukjöftum pjóðverja, og hafa
hvergi látið þokast, nema lítil-
lega á einum stað, þar sem pjóð-
verjar hafa unnið á rúm þúsund
fet og tekið bæinn Bailleful.
BANDARIKIN
Nýlega samþykti Bandaríkja
þingið að veita $50,000,000 til
þess að byggja heimili handa
verkafólki, sem vinnur að vopna-
gjörð, eða skipabyggingum fyrir
stjómina, áður hafði stjórnin
veitt um $60,000,000 í sama
augnamiði, þannig hefir hún lát-
ið að byggja hús upp á meira en
$100,000,000 handa verkafólki
sínu.
Mr. Theodor Roosewelt í ræðu
sem hann hélt nýlega á þingi
Republicana í ríkin Main, skor-
aði á Bandaríkjastjórnina að
safna tafarlaust her, sem að
ekki væri minni en 5,000,000
vaskra og vel æfðra manna, og
gjöra all^r ráðstafanir til þess
að halda stríðinu áfram í þrjú
ár.
Standard Oil félagíð hefir til-
kynt öllum verkamöhnum sín-
um að kaupgjald verði fært upp
um 10%, nema kaup múrara og
yökumanna, þeirra kaup verður
að eins fært upp um 5^,. Véla-
meisturum félagsins verður hér
eftir gefin kostur á að vinna
fimtíu og sex klukkustundir á
viku, þar sem þeir áður að eins
unnu fjörutíu og átta. Einnig
hefir verið ákveðið af félaginu
að gefa öllu sínu verkafólki lífs-
ábyrgðar skírteini, sem félagið
ætlar að borga fyrir.
Massachusetts senatið hefir
samþykt Ríkis-grundvallalaga-
breytinguna í sambandi við vín-
bannið með 27 atkvæðum á móti
12, áður hafði þingið samþykt
hana með 145 atkv. móti 81.
Algert vínbann í Indianaríkinu
gekk í gildi 13. þ. m.
Hermálaritari Bandaríkjanna,
Baker, er rétt nýkomin heim frá
vestur vígstöðvunum. Eins og
nærri má geta var- hann um-
kringdur af blaðamönnum er
hann steig af skipsfjöl. En það
eina sem þeir fengu út úr honum
var: “pessi ferð mín hefir vak-
ið aðdáun mína og traust á her
sambandsmanna, það sem eg
hefi heyrt og séð, er virði margra
ferða yfir hafið”. Væntanlega
kemur nákvæm skýrsla um ferð
hans eftir að hann kemur til
Washington.
Yfirdómaraembættið í Manitoba.
Við fráfall yfirdómara Howells
losnaði yfirdómaraembættið í
Manitoba. Sjálfsagt verða þeir
margir löglærðu mennirnir, sem
renna hýru auga til þess em-
bættis, heyrt höfum vér nefnda
þá: Cameron dómara, senator
McMeans, lögfræðing W. H.
Qrueman og E. L. Taylor, sem
margir íslendingar þekkja síðan
hann var þingmaður fyrir Gimli-
kjördæmið, til sællar minningar.
Hestavísur.
Mörg hafa verið yrkisefnin
hjá íslendingum, og eigi er það
furðulegt þótt hestamir yrðu
eitt af þeim; hafa og mörg al-
þýðuskáldin og sum þjóðskáldinj
líka, ekki sjaldan tekið sanna
beztu spretti sína á því sviði.
Nægir þar að benda á “Skúla-
skeið” Gríms Thomsens, þótt eitt
íslenzka skáldið segði í fyrra
sumar að kvæði það væri “stirt
og illa orkt”. En hann um það.
Bólu-Hjálmar orkti “Glæsis-
erfi.” Mun það hvergi *prentað.
par er þessi vísa og nokkuð
Hjálmarsleg:
Vatnið auða vaxið mátt
veg sér hrauð í gegnum,
skúmið sauð á brjósum blátt,
boði gnauð við skinnið gljátt.
En Glæsi penna átti Jón
bóndi á Framnesi í Skagafirði.
Glæsir var rauðskjóttur; allra
hest^ mestur og sterkastur.
Skeiðhestur svo mikill að í sjálf-
um Skagafirði var það að ágæt-
um haft. Fjörharður var hann
svo, að Jón bóndi lét hlaða þann
hluta túngarðsins, sem næstur
var heimreiðinni, svo háan að
langt um var ófært hverri
skepnu yfir að fara. Stöðvaði
Jón hestinn á garð^num þegar
hann kom einhversstaðar að á
honum og æsingur var í Glæsi.
pað er í frásögur fært, að eitt
sinn hafi Jón riðið Glæsi, næst-
um einhesta, “millum mjalta”
frá Kalmannstungu að Mælifelli
í Skagafirði. Má vera að saga
sú sé ýkt nokkuð, því margur
mintist Glæsis, svo sem Hjálmar
kveður í fyrstu vísu “Glæsis-
erfis”:
Fáka ræsir fjörugur
foldu snæs er prýddi,
var hann Glæsir víðfrægur
við það æsist kveðlingur.
Margt er það gott, sem Páll
ólafsson kvað um gæðinga sína.
pegar hann sér menn þeysa um
“gljána”, þar sem Brúnn hans
hafði bezt á kostunum farið,
harmar hann Brún og segir: “Á
bezta skeiði féll hann frá, fjórt-
án vetra að aldri,” og ekki eru
hestar hinna slíkir, sem Brúnn
var:
pegar Brúnn minn teygði tá
og tauma, eins og þvengi;
þessir köldu klettar þá
kváðu á aðra strengi.
í rímu einni, sem hann yrkir
um hryssu nokkra, segir hann:
Mylur svellin krafta kná
klaka- gellur -flísin,
hvellir smellir heyrast, þá
hófar skella á ísinn.
Fleirum en Páli er gleði, gæð-
ing að teyja á ís. Jón Ásgeirs-
son frá pingeyrum segir:
Heyra brak og bresti má
broddur klakan smýgur,
hófa- vakur -haukur, þá
hrannarþakið flýgur.
Einhver hagyrðingurinn segir
og:
Frerabungum fengu brjál,
fætur varðir stáli,
svellin sprungu hörð og hál
hamrar sungu dvergamál.
Konu nokkurri Húnvetnskri,
er eignuð þessi vísa:
pegar hann skellur skeiðið á
skarðar velli gróna;
klýfur svellin sundur, blá,
svo að fellin tóna.
Næsta vísa er eftir Vatnsenda
Rósu:
Sundur springur sviðrismær,
söðla- slyngum -rakka nær,
undir syngur álfabær,.
eldglæringum víða slær.
Séra ólafur þorvaldsson, sá er
mestur þótti og beztur hesta-
maður á íslandi, um sína daga,
kvað um einn gæðing sinn.
Rauður hnellinn skeifum skellir,
sköllin endurtaka fjöllin;
þeytir grjóti, þungu, af fótum,
þétta fer hann, nettur, spretti.
Beygir fola flesta að þoli,
föri æstur, jóa stærstur.
Sá mun herkinn halda á klerki,
heykjulaust við reiðarleiki.
Margir kunna eftirfarandi
vísu:
Moldin flúði úr móunum
Möndulsbúðir skulfu,
járnið gnúði í götunum
grjótið spúði eldingum'.
Gæti vísa þessi vel verið í
“Glæsiserfi”. Bragarhátturinn
sami og orðfæri ekki ólíkt
Hjálmari.
Prestur nokkur kvað:
Fallega á spretti flennir enn,
fætur búna stáli.
JKunnugir rétt mig kenna menn
á kaffibrúna Njáli.
Var Njáll sá nafnfrægur reið-
hestur og gengu um hann kynja-
sögur ýmsar.
f
Séra Fríðrik J. Bergmann
látinn.
pau sorgartíðindi gerðust hér á meðal vor Vestur-
íslendinga á síðastliðinn fimtudag, að séra Friðrik J. Berg-
mann andaðist á sviplegan hátt, á leið frá heimili sínu að
Spence stræti, til dóttur sinnar, Mrs. Gordon Paulson, en
þar var kona hans stödd. — Hann veiktist snögglega, er hann
var nýkominn í straetisvagninn á Portage Avenue, og hneig
máttvana niður er vestur á Sherbrooke kom; var hann bor-
inn inn í lyfjabúðina á hominu á Portage og Sherbrooke St.
og tafarlaust sent eftir lækni, en látinn var hann áður en
læknirinn kom. —
Við fráfall séra Friðriks J. Bergmanns, sveipar þung
sorgarblika þjóðlífshiminn vor Vestur-íslendinga og allrar
hinnar íslenzku þjóðar. Hann var mikilmenni — einn af
fjölhæfustu mönnum samtíðarinnar. —
Jarðarförin fer fram í dag (fimtudag) og hefst með
húskveðju kl. 2 að heimilinu, 259 Spence Street, en athöfnin
í Tjaldbúðarkirkjunni byrjar kl. 3.
Séra Páll Sigurðsson að Garðar N. D. jarðsyngur.
Æfiatriða séra Friðriks verður nánar minst í blaði voru
við fyrstu hentugleika.
“Lögberg” hefir verið beðið að geta um það, að aðstand-
endurnir, æskja þess að eigi verði gefin blóm við sorgar-
athöfnina.
mjög huga ykkar, sem haldið
fast í 2. ágúst, en hún gæti má-
ské orðið til þess að sýna ykkur
að það er ekki að ástæðulausu
að bæði eg og fjöldi fólks sækir
ekki íslendingadaginn í Winni-
peg.
J. K. Jónasson.
Or bænum.
MeSlimir Jóns SigurSssonar félags-
ins eru mintir á saumasamkomu, sem
verSur í fimtudagskveldiö (\ kveld)
hjá Mrs. S. Brynjólfsson, 508 Camd-
Place, kl. 8 e. h.
Hver er sjálfum sér nœstur.
Mér datt þetta gamla máltæki
í hug, þegar eg las um íslend-
ingadagsfundinn ykkar Winni-
peg manna. par sé eg að komið
hefir fram uppástunga um að
breyta til með daginn og halda
hátíðina 17. júní, en fékk litlar
undirtektir.
pað er auðséð að þið góðu
herrar eruð ekki neitt að kæra
ykkúr þó að okkur bændagörm-
unum sé að mestu hrundið frá
þátttöku íslendingadagsins með
þessu fyrjrkomulagi. pið vitið
þó undurvel, að einmitt um það
leyti árs eru miklir annríkisdag-
ar bænda, peir eru þá í óða önn
við heyskapinn, sem þolir enga
bið, að minsta kosti í ár eru all-
ar líkur til að 2. ágúst verði of
dýrmætur bændum til þess að
leika sér. Júní er aftur tími,
sem menn eiga helzt heiman-
gengt, þó alt af sé nóg að gera.
Eg hefi oft heyrt menn segja,
mig langar til að fara til Winni-
peg á íslendingadaginn, en eg
má ómögulega missa svo langan
tíma núna, 3—4 daga,- það kost-
ar mig að minsta kosti alt of
mikið. Og þetta er alveg satt,
það kostar alt of mikið að eyða
3—4 dögum af bezta bjargræðis-
tíma ársins, til þess að sjá og
heyra til ykkar. Eg er sann-
f^erður um að það er bæði fróð-
legt og skemtilegt, en eg býst
ekki við að það borgi sig 2. ágúst.
Eg veit að þið berið gildi dags-
ins aðallega fyrir brjósti; en
rétt eins og 17. júní sé ekki
merkisdagur okkar íslendinga
líka.
pað hefir verið vani ykkar að
mælast til að sem flestir sæktu
hátíðina, utan af landsbygðinni,
og er það í sjálfu sér eðlilegt,
því bæði er tilgangi dagsins bezt
náð með fjöldanum, og svo er
vel kunnugt að bændur og
bændasynir eru engir eftirbátar
í aflraunum og íþróttum, en til-
fellið er að fjöldinn af þeim met-
ur meira að bjarga sér heima
og svo vita þeir sem er, að bæjar
fólkið þarf alls með, sem bónd-
inn hefir afgangs af framleiðsl-
únni, en framleiðslu tíminn er,
eins og enskurinn segir (in fuli
swing) einmitt 2. ágúst.
Eg býst nú ekki við að þessi
litla athugasemd rnín breyti
Hjálparnefnd 223, herdeildarinnar
þakkar fyrir 5 pör af sokkum frá Mrs.
Jón Skanderberg, Gross River, Man.
Mr. Árni Eggertsson, umbohsmaö-
ur stjórnarinnar á íslandi, kom til
bæjarins frá New York í v’ikunni sem
leið, og dvelur hér eitthvaS. Hann
sagði aS frekara útflutningsleyfi á
vörum frá Bandaríkjunum fengist
ekki, fyr en útgert væri um samninga
á ullarkaup.um á milli Breta og ís-
lendinga.
KvenfélagiS “Djörfung” í River-
ton, ætlar aö halda Skemtisamkomu
þar í bænum, á sumardaginn fyrsta
(25. þ. m.) kl. 9 að kveldi. — Efnis-
skráin verSur ^fjölbreytt mjög, og
dans á eftir fyrir alla, sem gaman
hafa af því, aö fara í snúning. —
Ágóöinn af samkomunni gengur til
Jóns Bjarnasonar skólans. — ÞaS
þarf því ekki aS draga í efa, aö hús-
fyllir muni verða. Skólinn er þörf
og fögur stofnun, sem Islendingar
alment ættu aö stySja.
Nýlega kom til bæjarins Mrs.
Signý SigUrðsson frá Húsavík. Hún
er kona 76 ára aS aldri, er búin aS
vera blind í 14 ár, og er það langur
tími aS sitja I myrkrinu. t>ó bar hún
þennan mótlætis kross sinn meS hug-
prýSi; en hún þráSi aS fá aS sjá
dagsljósið. MeS veikri von kom hún
til bæjarins og var skorin upp af Dr.
Jóni Stefánssyni, og mikil var gleði
gömlu konunnar þegar umbúSirnar
voru teknar frá augunum og hún sá
dagsbirtuna og þá, sem inni voru í
herberginu. Hiún getur nú lesiS full-
um fetum og notiS sjónarinnar þaS
sem eftir er.
sem galmi Bach var lengi organ-
leikari við. Er það að vonum að
pjóðverjar hleypi ekki amlóða
neinum í hans sæti. Straube
var kvaddur í herþjónustu síðla
sumars og nú er seinast fréttist
var hann á hljómleikaferðum um
pýzkaland, Austurríki og Norð-
urlönd ( Danmörk og Svíþjóð).
Allan þann tíma gegndi Páll
störfum hans við kirkjuna, bæði
við venjulegar guðsþjónustur og
eins við svo nefnda Motettu-
hljómleika, sem þar fara fram á
hverjum laugardegi, — eitt sinn
t. d. með Gewandhaus-hljóðfæra-
sveitinni, sem er orðin heims-
fræg,frá þeim tímum er Mendel-
sohn stjómaði henni.
Að Páii eru falin slík störf,
sýnir ljóslega hvert álit kennari
hans og aðrir hafa á (honum og
hve kunnátta hans er furðulega
mikil orðin nú þegar. Virðist
alt benda til þess að Páll eigi
glæsilega framtíð í vændum og
má okkur löndum hans vera það
gleðiefni. ,
í Leipzig eru þeir og Jón por-
leifsson og Sigurður pórðarson
og iðka piano-Ieik og fiðlu-leik
sérstaklega. Vitum vér ekki bet-
ur en að þeim gangi vel námið,
þó að þeir séu skemra á veg
komnir.
—ísafold.
Vel þektur Winnipeg
íslendingur fallinn
Sigurbjörn ó. G. Helgason
Sigurbjörn Olafur Gunnlaugur
Helgason var fæddur á Bæjar-
stæði í Norður-Múlasýslu á ís-
landi 22. ágúst 1866, sonur hjón-
anna Helga Einarssonar og
Kristjönu Olgeirsdóttur er þar
ojuggu. Sigurbjöm fluttist til
Ameríku ásámt foreldrum sín-
um árið 1884.
1891 giftist hann Oddnýu
Sveinsdóttir frá porbemstöðum
Lángadal í Húnavatnssýslu á
álandi, sem lifir mann sinn og
oýr hér í Winnipeg. Hann inn-
ritaðist í herinn 8. des. 1915 og
’ó^ með 101. herdeildinni til
' Snglands um mánaðarmótin j úní
og júlí 1916. Á Englandi var
hann þangað til í nóvember 1917
er hann fór til Frakklands og var
?ar settur í 58. herdeildina og
með henni var hann þar til hann
féll 30. marz síðastl.
Vilhjálmur Stefánsson veikur.
Sú frétt er alveg nýkomin, að
landi vor Vilhjálmur Stefánsson
liggi hættulega veikur' í tauga-
veiki norður við Herschel Island.
Heimsókn.
Mrs. Henrietta Magnússon frá
Nes P. O. Man. kom til bæjarins
í vikunni og var hún á ferð vest-
ur til Elfros, Sask. til sonar síns
Marteins F. Sveinssonar kaupm.
Mrs. Magnússon hefir verið lengi
til heimilis að Nes P. O. og nú
við burtför sína úr þeirri bygð,
þakkar hún öllum nágrönnum og
kunningjum fyrir góða viðkynn-
ingu, og alt vel gjört í sinn garð
og nú síðast þakkar hún bygðar-
mönnum inilega fyrir heimsókn
er þeir gjörðu henni áður en hún
fór og gjöfina, sem þeir afhentu
henni. Hún óskar að velgengni
og guðs blessun verði hlutskifti
þeirra allra.
Páll ísleifsson
Hann stundar nám í pýzkalandi,
svo sem fleiri landar vorir. Höf-
uðkennari hans er Karl Straube,
sem talin er meðal allra beztu
organleikara, þeirra sem nú eru
uppi. Hann er organleikari við
Thomas kirkjuna í Leipzig, þá
Að kveldi 3. apríl s.l. gjörðu
fslendingar í Swan River heið-
urshjónunum Mr. og Mrs. Hall-
dór Egilsson, sem búsett eru þar
í sveit, óvænta heimsókn. Ekki
var hún samt óvingjöm, en ekki
var þó frítt við að í fyrstu
virtist það dálítið ófriðsamlegt
þegar húsdyrunum var hrundið
upp, og inn ruddist fjöldi mapns
hús Mr. Egilssonar. En Mr.
August Vopni, sem orð hafði fyr-
ir gestunum beiddi alla heima
menn að vera með öllu óhrædda,
því gestum væri ekkert ílt í hug,
þeir væru að eins komnir til þess
að votta heiðurshjónunum, Mr.
og Mrs. Halldór Egilson, þökk
frá íslendingum í Swan River
bygð, fyrir félagslyndi, dugnað
og hjálpsemi, sem þau hjón hefðu
sýnt í hvívetná. Nú væru kveld-
skuggarnir famir að lengjast —
degi tekið að halla — og' þau
ættu nú að fara að njóta hvíldar
frá hinu daglega starfi sínu,
frekar en þau hefðu gjört, og
sagðist hafa hér meðferðis tvo
kostulega þægindastóla, sinn
handa hvoru, sem þau ættu að
hvíla sig í við og við, og sem
hann sagðist afhenda þeim
nafni bygðarmanna.
Mr. Egilsson þakkaði gestun-
um í nafni konu sinnar og sín
eigin, fyrir þá velvild og sæmc
er þeim hjónum væri sýnd með
þessari heimsókn, með stuttri
en snjallri ræðu.
Síðan skemtu menn sér við
ræðuhöld og samtal fram eftir
nóttu.
Frá Islandi.
H. Hafstein bankastjóri kom
\eim með “Sterling” og frk.
Jórunn dóttir hans. Hann er all-
iress, en verulegan bata hefir
hann ekki fengið.
Læknafélag fslands heitir fé-
ag, sem stofnað var í byrjun
?essa árs og allir íslenzkir lækn-
ar hafa gengið í, eða munu bráð-
ega ganga í.
Sýslumannsembættið í Mýra-
og Bargarfjarðarsýslu er veitt
Guðm. Bjömssyni sýslumanni
Barðstrendinga.
Mjólkurfræði, 1. hefti, eftir
Gísla Guðmundsson gerlafræð-
ing, er nýkomið á bókamarkað-
inn. í innganginum er sögð saga
smjörgerðarinnar hér á landi í
aðaldráttum, og því haldið fram,
að henni hafi mjög hnignað,
er farið var að salta smjörið.
Eftir aldamótin síðustu fór
smjörgerðin aftur að vaxa, er
rjómabúin voru stofnuð, en aft-
ur er dregið mikið úr henni síð-
ustu árin. Hvetur höf. bændur
eindregið til þess að gefast ekki
upp við smjörgerðina, og vill láta
reyna að stofna samlags-sel, til
þess að kleift verði að ‘færa frá’,
þrátt fyrir fólksékluna. — Bók-
in er hin fróðlegasta um alla
meðferð mjólkur og prýðisvel
skrifuð og ætti að “komast inn á
hvert einasta heimili.”
Jóhann skáld Sigurjónsáon
hefir hlotið skáldastyrk úr sjóði
þeim, er Otto Benson rithöf. og
lyfsali stofnaði fyrir nokkrum
árum og gerði þau ákvæði um,
að veitt skyldi úr árlega á afmæli
Georgs Brandes (þ. 4. febr.). En
meðan Brandes lifði, skyldi hann
ráða hver hlyti. Er það nú
Brandes, sem valið hefir Jóhanni
þessa sæmd. Styrkfúlgan er
1000 kr.
Haraldur Sigurðsson frá Kall-
aðarnesi er orðinn yfirkennari í
píanóleik við hljómleikaskóla í
Erfurt.
—fsafold.