Lögberg - 18.04.1918, Blaðsíða 3

Lögberg - 18.04.1918, Blaðsíða 3
LÖGBERG, FIMTUDAGINJN 18. APRfL 1918 3 Dœtur Oakburns lávarðar. Eftir MRS. HENRY WOOD. ANNAR KAFLI. Létt högg á herðarnar kom Friðrik til að líta við. par stóð lafði Jana Chesney. Hann lyfti upp hattinum sínum, og hún gat ekki varist því að dáðst að hreinskilninni, sem skein á blóðrauða andlitinu hans, og hinum djarfa sannleik í stóru, gráu augunum. “Hr. Grey, vitið þér að eg hefi heyrt hvert orð sem þér sögðuð við Carlton ? pér trúið eflaust ekki þessari ásökun yðar? Hún hlýtur að hafa lii'nað í ofsa reiðinni?” “Lafði Jana — eg bið forláts — mér þykir leitt að þér heyrðuð þetta — eg vona að þér álítið mig ekki færan um að koma með slíka ásökun án þess að eg trúi henni. Eg trúi henni; eg hefi alt af trúað henni síðan þetta kveld. Eg hefi engar ástæður, eða það sem menn kalla orsök til að trúa þessu”, bætti hann við fljótlega. “pað er að eins innra hugboð. Eg er viss um, að hr. Carlton veit meira um þetta, en hann vill segja. Eg held að hann hafi látið manninn múta sér”. “Munið þér að — þó að okkur komi illa sam- an, og mér geti ekki geðjast að honum — hann er mágur minn”. “Já, mér þykir mjög leitt að þér skulið hafa heyrt það, sem fram hefir farið”, endurtók hann. “pér viljið máske vera svo góðar, lafði Jana, að láta það vera eins og þér hafið ekki heyrt það ?” “pað vil eg”, sagði lafði Jana, “og leyfið mér sem endurgjald að mæla með því, að þér látið ekki slíkar tilfinningar oftar í ljósi. Mín skoðun er, að þér hafið algerlega ranga ímyndun, og að hleypidómur gegn hr. Carlton hafi leitt yður út á þessa villu. pað er ómögulegt að hugsa sér ann- að. Sumir menn — eg veit ékki hvort Carlton er einn af þeim — mundu kalla yður fyrir réttvísina til að sanna orð yðar, eða hegna yður, ef þér getið það ekki. Verið þér varkárari á ókomna tím- anum”. “Eg þakka yður”, svaraði hann, um leið og góðmannlegt bros lék um varir hans aftur, “þetta er þá ákveðið, lafði Jana. Eg var voðalega reiður, því get eg ekki neitað, og eg sagði meira heldur en eg hefði átt að gera. Eg þakka yður”. Og um leið og hann lét á pig hattinn sinn, því hann hafði staðið berhöfðaðiir meðan þau töluðu saman, þaut Friðrik Grey af stað og fleygði brotna prikinu frá sér þegar hann tók sprettinn. Lafði Jana stóð kyr og horfði á eftir honum. “Göfugt eðlisfar, það er eg viss um”, tautaði hún, “þrátt fyrir hin ósanngjörnu orð hans. Mér þætti gaman að vita hvort Carlton muni láta hegna honum fyrir þau. Eg skyldi gera það, ef jafn ranglát ásökun væri borin á mig. Drengir eru þó drengir, hvað sem maður gerir við þá”. XIV. KAPÍTULI. Gamall óvinur kemur aftur. t Stephen Grey gat ekki barist við forlögin, sem virtust vinna á móti honum, hann yfirgaf því heimili sitt, sem hann hafði átt um mörg ár og fór til London. John Grey fann hentugan félags- bróðir í hr. Charles Lycett, bróður aðstoðarprests- ins við St. Marcus kirkjuna, sem líka var að leita sér að atvinnu. Friðrik Grey var kyr hjá móður- bróður sínum í South Wennock, til að halda áfram með að nema læknisfræði. ■« # Ráðleggingar John Greys til bróður síns voru: Komdu þér vel fyrir, hvar sem þú sezt að, hvort sem það verður í London eða annarstaðar. Brúk- aðu peninga til þess, og sennilegt er að þú fáir þá aftur með vöxtum, en ef þú byrjar með ofmikilli sparsemi á ol^rara hátt, hefir þú tíu sinnum minni ástæðu til þess að komast áfram. Stephen fór að ráðum hans, og kringumstæðurnar voru hagfeldar. Um sama leyti og hann flutti til Lóndon, dó skyndi- lega læknir í Savile Row. Stephen tók að sér stöðu hans, fékk húsið leigt fyrir sanngjarnt verð, og atvinnan streymdi til hans fyrirhafnarlaust fyrir hann. Svo tók hann doktorsnafnbót, og fáum mánuðum eftir að hann yfirgaf South Wennock, hafði hann miklu meiri tekjur en hann og bróðir hans höfðu haft að samanlögðu áður. Næstum því ár var liðið síðan lafði Jana kom aftur til South Wennock, og septembermánuður var byrjaður. Liðna árið höfðu ekki margir við- burðir átt sér stað. Lafði Laura hafði alið barn, sem dó litlu eftir fæðinguna, og hún var aftur far- in að taka þátt í skemtunum íélagslífsins. Atvinna Carltons var mikil; því alt af komu nýar fjölskyldur og settust að í nýju húsunum, sem bygð vorú í South Wennock, og hann varð neyddur til að fá sér aðstoðarlæknir. Milli hans Friðriks Grey höfðu engin illindi átt sér stað. Hann hafði af klókindum sínum ekkert tillit tekið til hinna hættulegu ásakana drengsins, jafn sví- virðilegar og þær voru, og eftir þetta höfðu þeir gengið hvor fram hjá öðrum á götunum án þess að tala saman. óvild Friðriks til Carltons, var spaugað að á heimili Johns. Enginn á heimilinu — nema móðir hans, og hún var nú farin — vissi neitt um uppruna hennar, og fólkið í South Wennock áleit þessa óvild eiga rót sína að rekja til undirferlis Carltons gegn Stephen Grey. Pannig leið næstum ár. í stóra skrautlega herberginu, sem Jana Ches- ney hafði valið handa föður sínum, þegar seinna húsið, Sjpm þau leigðu í Portland Place var búið út að húsmunum, lá Elisa, greifainna af Oakbum; vagga með litlu barni stóð við hlið þess. pað er gamalt máltæki, sem segir: “Á eftir giftingu fylgir greftrun”; en hitt á sér oftar stað, að á eftir brúðkaupi fylgir barnsfæðing. Samt sem áður fylgir greftrun all oft á eftir, og það átti ekki að ða langur tími nú, þangað til jarðarför átti fram að fara frá þessu heimiil. pað höfðu verið jafnfáir viðburðir til að ein- kenna árið á heimili jarlsins af Oakburn, ei'ns og South Wennock. Lafði Oakburn hafði verið hon- um góð kona; hún hafði borið jafn mikla um- hyggju fyrir þægindum hans, eins og Jana hefði getað gert. Hún stjórnaði heimilinu ágætlega, og var skynsöm og góð stjúpa fyrir Lucy, sem hafði lært að elska hana. En öll hennar nákvæmna umhyggja hafði ekki getað verndað hann fyrir hinum gamla óvin hans — gigtinni. Hann lá í einu herberginu uppi mjög þjáður, og var í nokkurri hættu. Að eins tvo daga hafði litli maðurinn í vögg- unni, við hliðina á rúmi greifainnunnar, séð ljós sólarinnar; hann var hinn ungi erfingi að Oak- burn. Lucy Chesney sat rétt hjá þeim og talaði við stjúpu sína, um leið og hún við og við snerti á litla rauða andlitinu. “pað er mjög vingjarnlegt af þér, mamma, að leyfa mér að koma inn. Hvað á hann að heita?” pær voru að tala um barns skímina, eins og les- andinn skilur. “Auðvitað Francis, Lucy”. “En eg hefi heyrt pabba segja, að erfinginn til Oakbum skyldi heita John. pað hafa verið — ó, í marga mannsaldra, John, jarl af Oak- burn”. “Pabbi skal ákveða um það, góða mín”. “Við getum ekki spurt hann um það í dag; hann er svo miklu lakari. Hann —” “Miklu lakari?” endurtók greifainnan með hræðslulegum róm, en gæzlukonan, sem sat í sama herberginu lyfti fingrinum með aðvarandi hreyf- ingu. Lucy roðnaði af iðrun; hún vissi að hún hafði sagt meira, en hún átti að gera. “Gæzlukona, þér sögðuð mér að jarlinn væri betri þenna morgun”. Konan stóð upp. “Lafði, það var ekki mikill munur; en hafi nokkur munur verið, þá var hann til bata”, svaraði hún, um leið og hún reyndi að tala eðlilega. “Lávarðurinn líður af stingverkj- um, og það er máské af því að Lucy kallar hann lakari, en gigtinni fylga ávalt stingverkir”. “Lucy segðu mér sannleikann. Eg veit að hann er lakari, og að eg er leynd því. Er hann lakari ?” Lucy stóð niðurlút og vissi ekki til hvers hún átti að grípa, ásakandi sjálfa sig fyrir óvarkámi sína. Augu hræðslunnar sjá vel, og lafði Oakbum sá vandræði hennar. / “Barn”, sagði hún gripin af geðshræringu, “manstu eftir deginum fyrir þrem mánuðum síð- an, þegar hesturinn fleygð föður þínum af baki sínu í lystigarðinum, og menn sendu ógreinilega fregn hingað, svo að við vissum ekki hvort hann hafði meiðst eða ekki, hvort hann var lifandi eða dauður? Manstu eftir þeirri stundu? peirri voðalegu æsing? að við báðar þráðum að fá að vita hið versta, heldur en að vera duldar þess ?” “Ó, mamma”, greip Lucy fram í og hélt hönd- unum fyrir augun, eins og hún væri að byrgja fyrir einhverja óvelkomna sýn, “talaðu ekki um þetta. Eg þoli ekki að hugsa um það; ó, hefði pabbi ekki komið heim að eins lítið meiddur. pað var æsing!” “Lucy, góða bam, þú heldur mér í sömu æs- ingunni nú”, sagði greifainnan. “Eg þoli hana ekki; eg get þolað að heyra sannleikann, en æsing- in finst mér óþolandi”. • Lucy hélt sig skilja rétt hvað hentugast væri; alt annað var betra en æsingin nú, þegar hræðsla var vakin. “Eg skal segja þér alt sem eg veit, mamma. Pabbi er lakari; en eg held að hann sé ekki svo miklu lakari að það þurfi að vekja kvíða. Eg veit að hann hefir oft þjáðst eins mikið og núna, áður — áður” — Lucy vissi ekki hvernig hún átti að enda setninguna — “áður en þú komst hingað”. “Lucy, ef föður þínum skyldi versna, og hætta yrði á ferðum, þá lætur þú mig vita það. Gættu þess, að eg treysti þér. Nei” — því Lucy vildi losa hendi sína úr hennar — “þú mátt ekki fara fyr en þú hefir lofað mér þessu”. “Eg lofa því, mamma”, sagði Lucy hreinskiln- isiega. Og lafðin varð rólegri. Nú varð gæzlukonan að áforma eitthvað og finna upp einhver ráð til að koma í veg fyrir þetta loforð, hún fór að finna ungfrú Snow. pví ungfrú Snow var enn íTiúsinu sem kennari Lucy. Lávarð- ur Oakburn hafði ekki leyft konu sinni að taka að sér alla byrðina með uppeldi Lucy, og þess vegna var ungfrú Snow kyr, en greifainnan hafði aðal- umsjónina. “Lafði Lucy má ekki fá að vita að jarlinn sé í nokkurri hættu, ungfrú”, tautaði gæzlukonan. “Hún kemur og segir stjúpu sinni frá öllu, og það má ekki. Já, það væri ekki hyggilegt að kvelja hana núna”, sagði hún greinilega. “Er jarlinn í hættu?” spurði ungfrú Snow fljótlega. “Hann kvelst voðalega, ef það er hætta”, svaraði hún. Eg er ekki gömul hjúkrunarkona\ hefi að eins verið það einn mánuð; en hafi eg nokkru sinni þekt gigt í maganum, þá hefir hann hana”. “Hvað þá, af því leiðir áreiðanlega dauðánn”, sagði ungfrú Snow óttaslegin. “ó, nei, það gerir það nú ekki, ekki alt af. Hið versta merki er, segja menn, að bráðlyndi hans er horfið”. “Hver segir það?” “pjónamir. Svarti þjónninn gerir ekki ann- að en gráta og snökta. Hann óskar þess af alhuga að húsbóndi sinn fari að sneypa sig eins og hann var vanur. En gerir máské svo vel að halda þessu leyndu fyrir lafði Lucy. Eg skal tala við vinnu- fólkið”. Ungfrú Snow kinkaði kolli samþykkjandi, og hjúkrunar stúlkan aðvaraði hitt fólkið í húsinu, og fór svo aftur til herbergis lafði Oakburns. Dagurinn var liðinn, kvöldið nálgaðist, og á- sigkomulag jarlsins var mjög efasamt. Voðalegar kvalir píndu hann alla nóttina, og án þykku veggj'- anna og þykka loftsins hefði lafði Oakburn hlotið að heyra stunur hans. Undir morguninn varð hann rólegri og kvala- minni; samt sem áður gengu þrír læknar inn til hans. peir tveir, sem litið höfðu eftir honum áð- ur, höfðu gert boð eftir hinum þriðja. “Skipið sekkur”, sagði jarlinn við þá. “Engin viðgerð við botnplankana dugar; þeir eru f únir og þola hana ekki”. Jarlinn sagði satt, og læknamir vissu það; en þeir vildu ekki viðurkenna með orðum, að hann lægi fyrir dauðanum. Jarlinn sagði þeim á sinn ruddalega hátt — ruddalegur enn þá —hve lævís- ir þeir væru. “pað er ykkar starf að ganga um og táldraga fólk”, sagði hann, “og segja því, að það geti stund- að sjómensku enn þá, þótt þið vitið ofur vel, að áður en klukkan slær átta í næsta skifti, verður það farið niður á við og heim. pað er máské rétta aðferðin til að stýra fram hjá sumum sjúklingum, ístöðulausum konum og bömum; en það er ekki sú rétta aðferð við mig, og þið reiknið rangt, vitið þið það”. Rödd jarlsins varð veikluleg. peir gáfu hon- um hressandi dropa í glasi og þurkuðu enni hans. “Eg er gamall sjómaður, herrar mínir”, sagði hann, “og eg hefi hvað eftir annað háttað í rúmið mitt á beztu stundum æfi minnar, vitandi vel að það var að eins einn planki á milli mín og eilífðar- innar. Haldið þið þá að eg hafi ekki lært að horfa í augu dauðans, fyrst þið eruð hræddir við að til- kynna mér hann núna, þegar hann nálgast? Ef eg hefði ekki lokið við reikning minn við skapara minn fyrri, þá yrði lítill tími til þess núna. Eg hefi verið æsingagjarn og ekki haldið taum á tungu minni. En hinn mikli kaptein-lautena^it veit, að þessi vesalings skipverji hefir vanist því við hið harða sjómannalíf. Hann lítur á hugsan- irnar, og hann er miskunsamur og umburðarlynd- urmeð eitt eða tvö óvarkár orð, Pompey”. pjónninn kom og fleygði sér niður við hliðina á rúminu; öll framkoma hans benti á ást og bitra sorg. “Pompey, segðu þeim, þó eg hafði stundum komið þér til að skjálfa með rödd minni, hvort eg hafi verið slæmur húsbóndi. Hvers konar hús- bóndi hefi eg verið?” t Vesalings Pompey; grátekkinn ætlaði nærri því að kæfa hann, meðan h&nn knéféll og þakti hendi jarlsins með tárum og kossum. “Enginn betri húsbóndi! Enginn betrijhús- bóndi til! Pompey vill feginn deyja með honum”. “pið viljið halda því leyndu fyrir mér, herrar mínir, að ferð mín er að enda. Við sjómennimir höfum frelsara alveg eins og þið. Hann valdi fiskana handa vinum sínum; haldið þið þá, að hann vilji senda vesalings sjómann til baka, sem kemur til hans með hattinn í hendinni og leggur syndir sínar fyrir fætur hans? Nei! Hann vill stýra bátnum okkar á milli síðustu skerjanna og standa á landi til að taka á móti okkur, eins og hann einu sinni tók á móti sínum eigin fiskimönn- um, hann hafði kolaeld tilbúinn handa þeim ásamt fiski og brauði. Og það var eftir að hann hafði þjáðst. Verið aldrei hér eftir tregir til að segja þreyttum sjómanni, að hann sé að nálgast höfn- ina. Á eg að lifa þenna dag allan?” Lengur en það héldu þeir. “Einhver ykkar gerir svo vel að símrita dótt- um minni; kona mín getur að líkindum ekki kom- ið til mín”. Læknirinn, sem annaðist um lafði Oakbum, var í herberginu, og sagði að það væri ómögulegt. Hún mætti heldur ekki fá að vita neitt um % hættuna, bætti hann við; fyrstu dagana yrði að halda henni leyndri fyrir henni, annars gæti hann ekki ábyrgst afleiðingarnar. Ekki mætti heldur lafði Lucy fá að vita um hana, því þá mundi hún færa greifainnunni fregnina. Jarlinn hlustaði á þetta og kinkaði kolli. “pað er gott”, sagði hann. Og svo sagði hann fyr- ir hvað símrita skyldi Jönu. pegar læknarnir gengu út, mættu þeir Lucy. Hún sat á loftskörinni og beið þeirra mjög kvíð- andi. Að þriðji læknirinn hafði verið kallaður, kom mikilli geðshræringu af sþað í húsinu, og Lucy vissi ekki hverju hún átti að trúa. Hún gekk til þess læknis, sem stundaði líka lafði Oak- burn, og sem hún þekti bezt, og spurði hann. En James læknir gætti sín vel; hann sagði Lucy að verkimir hefðu yfirgefið föður hennar, og að hún mætti fara inn til hans og vera hjá honum dálitla stund. , Lucy varð mjög glöð og gekk inn. Jarlinn klappaði höfði hennar og kysti hana; um leið og hann sagði henni að hún skyldi færa mömmu og litla sjómannsefninu koss og segja, að ferð sín væri að nálgast gæfuríkan enda, en mundi þá um leið hvað læknamir hefðu sagt, að það yrði að dylja ásigkomulag sitt fyrir konu sinni, annars kynni líf hennar að verða í hættu statt, og hann varð hræddur um að hann hefði sagt of mikið. Hann lét Lucy fara um leið og hann sagði henni, að hún mætti vera róleg allan daginn. Lucy þaut ti! herbergis greifainnunnar og mætti reiðu hjúkr- unarstúlkunni í dyrunum, sem leit út fyrir að hún væri tilbúin í bardaga. “pað er ómögulegt að þér getið komið inn, lafði”. Lucy sagði frá erindi sínu, og þegar hjúkmn- arstúlkan varð þess vör, að hún kom að eins með góðar fregnir, og til að tala um litla sjómanns- efnið; lét hún hana fara inn. pegar James læknir kom til að vita greifa- innunnar fyrri hluta dags, eins og hann var vanur, voru svör hans við spumingum hennar full af huggandi orðum, í því skyni eingöngu að eyða kvíða hennar og gera hana glaðari. pau gáfu ekk- ert í skyn um það, að jarlinn væri við dyr dauðans; lafði Oakbum skildi þau þvert á móti á þá leið, að maður mætti vænta að honum batnaði. XV. KAPfTULI. Eg fer burt með straumnum. Lafði Jana Chesney sat við morgunverðar- borðið í húsi sínu í South Wennock, þegar ríðandi maður í einkennisbúningi símritunarþjónanna í Great Wennock, nálgaðist girðingarhliðið. Jana sá hann skila símritinu og hjarta hennar fór að slá afarhart. Hugsanir hennar þutu hingað og þangað og staðnæmdust loks hjá Clarice. pegar Judith kom inn, sá hún að varir hennar voru náfölar. —------------------- 1 Areiðanlegustu Eldspíturnar í heimi og um leið þaer ódýrustu eru EDDY’S “SILENT 506” AREIÐANLEGAR af því að þær eru svo búnar til að eldspítan slokknar strax og slökt er á henni. ÓDÝRA'íTAR af því þœr eru betri og fullkomnari en aðrar eldspítur á markaðinum. Stríðstíma sparnaður og eigin samvizka þín mælir með því að þú kaupir EDDYS ELDSPÍTUR lOÐSKINN Biendiir, Veíðimennn og Verslunarmenn IjOÐSKINN A. & E. PIERCE & CO. (Mest-j sklnnaltaupmenn í Canada) 213 PACIFIC AVENCE...................WINNIPEG, MAN. Hsesta verð borgað fyrlr Gærur Hnðir, Seneca rætur. SENOII) OSS SKINNAVÖRC VÐAR. LÁTID OSS SUTA SKINNIN YDAR Skinnin eru vandlega sútuð og verkuð VÉR erum þaulvanir sfltarar. ÁHöED vor skara fram úr allra annara. VERK vort er unnið af æfðum mönnum. VÉR höfum einn hinn bezta sútara 1 Canada. VÉR sútum húSir og skinn, með hári og án hárs, gerum þau mjflk, slétt og lyktarlaus, og búum til úr þeim hvað sem menn vilja. VÉR spörum ySur peninga. VÉR sútum eigi leCur I aktýgi. VÉR borgum hæsta verC fyrir húCir, gærur, ull og mör. SKRIFIÐ OSS BEINA LiEIÐ EFTIR VERÐSKRÁ. W. BOURKE & CO. nomTnTon Rank 505 Pacific Ave., Brandon Nýjar bœkur. pulur, eftir Theodóru Thor- oddsen. Að blaðsiðu tali er bók þessi ekki stór; en ýmsum stærri bók- unum tekur hún þó fram. Ofvaxið er það mér og sjálf- sagt fleirum, að gera nokkrar á- ætlanir um það, hve mörg skammdegiskveldin íslenzkar þulur hafa stytt, fólki á öllum aldri, á hinum einmanalegu heiða og afdalabýlum þjóðar vorrar, en víst er um það, að mörg hafa þau verið. — pað sem skýrast og bezt hefir einkennt íslenzkan þulukveðskap er hið undur-fagra form, lotning- arblærinn og tón-klökkvin í rím- inu. pulurnar hafa ávalt snortið viðkvæman streng í lundarfari fslendingsins — opnað dular- heima þjóðtrúarinnar, og leitt fram á sjónarsviðið fríða, karl- mannlega huldusveina og blá- klædd, töfrandi, álfafljóð. pulu kveðskapurinn hefir að mestu legið í þagnargildi um all- langt tímabil; en nú eru skáld- konur vorar — huldukonurnar, Hulda hin þingeyzka og frú Theodora Thóroddsen, að vekja hann af dvala. Frú Thoroddsen er framúr- skarandi listnæm kona, með sí- opin augu fyrir því, sem fagurt er í litum, ljóði og söng; á ljóða- gerð er hún frábærlega smekk- vís, enda er hún ekkert barn í lögum á því sviði, — hún er skáld, það bera þulumar hennar með sér. Er hann ekki laglegur, kafl- inn sá arna? “Gekk eg upp í Álfahvamm um aftan skeið, huldusveinninn ungi eftir mér beið. pið skuluð ekki sjá hann, því síður fá hánn. Eg á hann ein, ég á ein minn álfasvein. Hann á brynju og bitra skálm, bláan skjöld og gyltan hjálm, hann er knár og karlmannlegur, kvikur á fæti, minn sveinninn mæti, herðabreiður og hermannlegur, höndin hvít og smá, augun djörf og himinblá dökkri undir brá. Allar fríðar álfameyjar í hann vildu ná. En þótt þær heilli og hjúfri hann þær aldrei fá, því hann vill bara menska mey, mér því skýrði hann frá, þegar eg fann hann fyrsta sinn hjá fossinum háa og berginu bláa”. petta nægir til þess að sýna að vel er kveðið; en þó er hann eigi lakari þátturinn sá, er hér fer á eftir: “Nú er runninn röðulinn rökkvar milli hlíða. “Svanurinn syngur víða”. Viðsjált er í Álfahvammi um aftanskeið að bíða. Heit og mjúk er höndin þín hjartakollan mín. Við skulum stíga dansinn þar til dagur skín. Glatt var með álfum, gekk ég með honum sjálfum, margt ber til um miðja nótt hjá mánanum hálfum. Hamarinn stóð í hálfa gátt, huldumeyjar léku dátt, heyrði eg fagran hörpuslátt, höllin lék á þræði, heilla huldu kvæði. pegar lítið lifði af nátt labbaði eg mig heim en “eg get ekki sofið fyrir söngvunum þeim”. Herra Guðmundur Thorsteins son listamálari, systursonur frú Thoroddsen hefir aukið á fegurð bókarinnar með myndum, og er framsíða kápunnar, sérlega falleg. Bókin kostar 70 cent, og fæst hjá Friðrik Kristjánssyni, 589 Alverstone St., Winnipeg. Herra Halldór Hermannsson, bókavörður við Comell háskól- ann, hefir fyrir skömmu sent oss bók eina, mjög fallega úr garði gerða, sem heitir Catalogue of Runic Literature. — Bók þessi er vönduð skrá yfir allar rúna- fræðilegar bókmentir, er mynda sérstaika deild í Willard Fiske- bókasafninu, sem Halldór veitir forstöðu. í formála bókarinnar, næsta fróðlegqm, lýsir höf. all skil- merkilega uppruna og sögu rún- anna, og hvernig þær voru not- aðar í fyrstu svo sem til áritun- ar á vopn og ýmsa aðra kjörgripi Snemma á öldum var það al- siða í Noregi, að.höggva rúnir á steina, er reistir voru til minning ar um látna menn, og síðar út- breiddist sú venja um Svíþjóð, og var einnig þó nokkuð almenn á meðal Engil-saxneska þjóð- flokksins. Hinar elztu rúnateg- undir gefa ótvírætt til kynna, að á þeirra tímum, hafi sama tunga töluð verið um öll Norðurlönd. Bókin er sérlega vönduð að öllum frágangi, eins og við má búast af slíkum vísindamanni, sem Halldór Hermannsson er. Og kunnum vér honum alúðar- þakkir fyrir sendinguna. Wm. H. McPherson, Uppboðshaldari Og Virðingamaður . . Selur vlC uppboC I.andbúnaSar&höld, allskonar verzlunarvörur, húsbúnaC og fleira. 264 Smith St. - Tals. M. 1781.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.