Lögberg - 18.04.1918, Blaðsíða 2

Lögberg - 18.04.1918, Blaðsíða 2
2 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 18. APRÍL 1918 Frá Islandi. 800 ára afmæli ritaldar á ís- Iandi er þetta ár. Á þessu ári eru liðin 800 ár síðan byrjað var að rita bækur á íslandi, svo að menn viti með vissu. pað var 1118. Sumarið 1117 var samþykt á Alþingi, að rita skyldi lögin á bók, og var það gert “at Hafliða Másonar” um \ieturinn. Var þá ritaður “Vígslóði” o. fl., og sam- þyktur á Alþingi sumarið eftir. Bergþór Hrafnsson var þá lög- sögumaður og var þetta fyrsta lögsögn hans. Gissur biskup ísleifson hafði verið sjúkur og ekki komið til þings sumarið 1117, og var þá porlákur Runólfsson til biskups kosinn. Vorið 1118, 28. maí, andaðist Gissur biskup, en por- lákur, sem farið hafði utan til vígslu um sumarið áður, kom þá út um sumarið og tók við bisk- upsdómi í Skálholti. Biskup á Hólum var þá Jón ögmundsson (hinn helgi), vígð- ur þangað 1106, og um þetta leyti rúmlega hálf-sjötugur (f. 1052. — d. 1121). Ari fróði var þetta ár rúmlega fimtugur (f. 1067) og Sæmundur fróði rúm- lega fertugur (42 ára, fæddur 1076) og hafði þá verið hér í landi síðan 1106 að Jón biskup “spandi” hann heim með sér. Miklar eru líkur til að byrjað hafi verið að rita bækur hér á landi áður en farið var að rita lögin, en sannanir eru engar fyr- ir því. Hefir því fræðimönnum komið ‘saman um að telja þetta upphaf ritaldar. Vel ætti við að þessa merkis- viðburðar yrði minst á einhvem viðeigandi hátt á þessu ári. “Vísir” segir frá því, að dreng- ur einn hér í bænum, Halldór Guðjónsson að nafni, til heimilis í Bakkabúð, 13 ára gamall, hafi þrívegis bjargað yngri drengj- um frá druknun, nú síðast.fyrir rúmri viku 9 ára gömlum dreng, sem rann á skautum út í sjóinn hjá Völundarbryggju og hafði druknað þar, ef Halldór hefði ekki kastað sér í sjóinn á eftir honum og bjargað honum í land á sundi. f fyrra hafði hann bjargað dreng, sem steyptist út úr kænu hér á höfninni. — Ann- að eins og þetta ætti að verð- launa. Guðfræðisprófi hafa nýlega lokið 5 guðfræðingar og hlutu þessar einkunnir: Sveinn Sig- urðsson I. eink., 110 st., Tryggvi H. Kvaran I. eink., 108jt st., Sig. Ó. Lárusson II. betri, 97 st., porst. Ástráðsson II. betri, 96^ st., Eiríkur Helgason II. betri, 84| st. Læknaprófi, síðari hluta hafa lokið Gunnlaugur Einarsson með II. betr eink. 128£ st. og ólafur Jónsson með I. eink. 160£ st. Fyrri hluta prófsins hafa ný- íega lokið ungfrú Katrín Thor- oddsen og Kjartan ólafsson með góðri I. Einkunn og Knútur Kristinsson með II. betri einkun. Grískuprófi hafa þessir guð- fræðisnemendur lokið á háskól- anum: Ámi Sigurðsson með ágætiseinkunn (16 st.), Ingimar Jónsson með I. eink. (13 st.), og Sveinn ögmundsson með II. betri einkunn (8 st.). Klukkunni verður, samkv. á- kvörðun stjómarinnar, flýtt um I. klukkutíma. pað var skömmu fyrir jólin að porsteinn Sigurðsson frá Vatns- leysu í Biskupstungum lagði á stað suður til Reykjavíkur. Hann þurfti að fara yfir Tungufljót, en rökkur var yfir þegar hann kom út á fljótið. Hann tekur eftir einhverju dökku fyrir framan sig, sem hann hélt að yæri svört sandeyri og ugði þess vegna ekki að sér. Veit þá ekki fyr en hann gengur út í vök og finnur engan botn. porsteinn kunni dáhtið til sunds og gat komist að vakarbarminum und- an straumnum og náð haldi á skörinni, en straumur bar hann undir ísinn, svo hann gat ekki haft sig upp á skörina. Hrópaði hann þá sem mest hann mátti á hjálp og heyrðust köllin á þrjá næstu bæi, því veður var stilt um kvöldið. Maður sem var við fjárhús ekki langt frá, heyrði köllin og hljóp samstundis á stað staflaus fram á vakarbarminn og greip í hendur porsteins og dróg hann upp úr. — porsteinn er einn með efnilegustu mönnum hér eystra. Vélabáturinn “Njörður” úr Njarðvíkum hefir ekki komið fram eftir stórviðrið fyrir síð- ustu helgi, og er nú talinn frá. Hann var eign Hafnfirðinga, ól. Davíðsson, pór. Egilssonar o. fl. en formaður var Aðalsteinn Magnússon, og með honum á skipinu Guðm. Magnússon frá Stekkjarkoti, Hjörtur Jónsson og Sigurbjörn Magnússon, alt ungir menn, úr Njarðvíkum að sögn, nema Hjörtur. í nýútkomnu 1. og 2. h. af Bún- aðarritinu hefir E. Briem, form. Búnaðarfélagsins, gert saman- burð á því, hve mikið fékst í Reykjavík af kornvörum og nokkum fleiri útlendum vöru- tegundum fyrir kjöt, ull og smjör fyrir stríðið, og hve mikið fæst nú. Útkoman er sú, að mikið minna fæst nú en áður fyrir íslenzku afurðirnar af út- lendu vörunum, nema einni og það er kaffið. Fyrir stríðið feng- ust fyrir kjöttunnuna 366 kg. af rúgmjöli, nú 183 (munur 50 af hundraði), 232 kg. af hafra- mjöli, nú 135(munur 42 af hndr) 224 kg. af hrísgrjónum, nú 98 (munur 56 af hndr.), 317 kg. af hveiti, nú 132 (munur 58 af hndr.), 131 kg. af sykri, nú 81 (munur 38 af hndr.) o. s. frv. Munurinn er álíka, ef ullin er tekin til samanburðar, en nokkru minni, ef borið er saman við smjörið.—pótt kjötið hafi hækk- að í verði um 88 af hndr., og ull- in um 93 af hndr., þá hafa þær vörutegundir samt fallið í verði um liðlega 50 af hundraði sem gjaldeyrir fyrir komvörur. í samanburðinum er þó kjötverðið talið það hæsta, sem verið hefir, þ. e. Rvíkur-kjötverð. Má af þessu sjá, að sveitabændur verða nú fyrir stórtjóni af stríðinu, og að nauðsyn heimtar að verð á landbúnaðarafurðum hækki enn mikið. Barsmíðamennimir, sem í vet- ur léku sér að því að ráðast á fólk hér á götunum, hafa nú ver- ið sektaðir, fjórir, um 500, 400, 200 og 75 kr. Auk þess dæmdir til að greiða þeim, sem þeir á- reittu, 80 kr. skaðabætur. — Nýl. hefir verið tekinn fastur maður, fyrir að hafa brotið upp geymslu- klefa umsjónarmanns áfengis- kaupa, og tekið þaðan vín og selt. Seldi hann líter af spíritus á 16 krónur. ‘ 20. febr. rak um 20 vélabáta á land í Vestmannaeyjum, er slitn- uðu upp þar á höfninni í stór- viðri. Fáir af þeim skemdust þó til mikilla muna, með því að sandur er fyrir, þar sem þeir lentu. Meðal þessara báta var “Drekinn”, sem var að færa Eyjarmönnum salt frá lands- stjóminni, en hann kvað lítið skemdur. Einnig rak upp danska seglskipið “Vore Fædres Minde”, sem komið hafði til Eyjanna með salt, en haldið er að það muni nást út aftur án mikilla skemda. Enskir botnvörpungar eru nú sagðir all-margir hér við land og kvað vera ekki lítil brögð að landhelgisveiðum þeirra. Jónas Jónasson sagnaskáld kom nýl. hingað til bæjarins veikur, en ekki þungt haldinn, og liggur nú hér á Landakots- spítalanum. 18. febr. andaðist í Odda á Rangárvöllum ungfrú pórhildur Skúladóttir, elzta dóttir sér Skúla Skúlasonar, um þrítugt. Hún varð bráðkvödd. Landstjómin hefir nú keypt 60 metra spildu af túninu vestan við kirkjugarð Rvíkur til stækk- unar honum. Hjörtur Hjartarson trésmiður andaðist að heimili sínu hér í bænum 4. marz, eftir langa sjúk- dómslegu. Banam. var krabbi. Hjörtur var liðlega sextugur að aldri, fæddur 18. nóv. 1857, dugn- aðarmaður og sómamaður mesti. Aðfaranóttina 5. marz andað- isl: á Efra holti á Rangárvöllum frú Guðrún Jónsdóttir, móðir Björgvins sýslumanns Vigfús- sonar, en ekkja séra Vigfúsar Guttormssonar í Ási í Fellum í Norður-Múlasýslu, 77 ára gömul Jón faðir hennar bjó á Gilsá í Breiðdal, en móðir hennar giftist síðar séra Magnúsi Bergssyni í Eydölum. pær vom tvær syst- umar; hin er frú Guðrún, móðir Magrtúsar dýralæknis Einars- sonar og er hún hjá honum hér í Reykjavík. Frú Guðrún var lengst æfi sinnar á Fljótsdals- héraði og var þar mjög vinsæl kona. Síðari árin hefir hún ver- ið hjá Björgvin sýslumanni. Lausn frá embættum fengu þeir 25. febr. séra Skúli Skúlason í Odda og séra Jón Halldórsson á Sauðanesi, frá næstu fardög- um að telja. Sagt er að séra Skuli flytjist hingað til bæjar- ins. « Próf í ljós- og sjón-fræði hefir nýlega tekið í Lundúnum Magn- ús Jónsson frá Sellátrum við Eskifjörð, segir Mrg.bl., og hlaut ágætiseinkunn, og þar að auki heiðursskjal fyrir sérstakan dugnað. 13. marz. Síðastl. viku stöð- ugar þíður, sunnan og vestanátt, oft hvast og oft regn.^í morgun 7 st. hiti. fs hvergi við land. En gæftir til sjósóknar eru vondar. Nýlega færði P. J. Thorsteins- son kaupm. fyrir hönd fiskiveiða- félagsins “Hauks” Gunnl. Claes- sen lækni 10 þús. kr. gjöf til þess að koma upp fullkominni radi- um lækningastofu hér í bænum, en G. C. hafði áður í grein í ísaf. sýnt fram á þörf fyrir hana. Er sagt, að kostnaðurinn nemi alls 120 þús. kr., svo að þama er þeg- ar fengin álitleg byrjun. pað er nú sagt afráðið um 3 af botnvörpungum Rvíkur, að þeir verði gerðir út til veiða, og em það “Njörður”, “Rán”, og “Jón forseti”. Frá Hafnarfirði verða 2 gerðir út, “Ymir” og “Víðir”, og hefir bæjarstjóm Hafnarfjarðar, eftir tillögu frá Einari kaupm. porgilssyni sam- þykt að ábyrgjast \ hallans, er verða kann af útgerðinni. úr Norður-pingeyjarsýslu er skrifað 10. febr.: “.... Héðan er að frétta jarðleysi og harðindi fsinn hefir að miklu leyti eyði- lagt fjömbeitina. Á Sléttu og í pistilfirði em menn famir að lóga hestum, kúm og lömbum. peim, sem sækja verzlun til pórshafnar, er útdeilt komvöru í 10 punda skömtum. Menn hér liggja stjórninni á hálsi fyrir það, að hún skyldi ekki útvega föðurmjölsfarm í þá hreppa hér nyðra, þar sem mest alt hey varð úti. pað héfðu ekki verið nein vandræði að útvega það i Ameríku, þar sem flutningur á því þaðan var bannaður til Norð- urlanda og Hollands og 150 skip, sem þangað áttu að fara, vom affermd þeim farmi og kyrsett í Ameríku . .. . ” Á síðasta bæjarstjómarfundi var Sigurjón Jónsson, áður skóla- stjóri á ísafirði, kosinn hafnar- gjaldkeri. Samþ. voru skifti á lóð undir Landsspítalann fyrir- hugaða suður við Laufásveg og lóð á Amarhóli. Fær Landsspít- alinn lóð, sem er 30230 fermetr- ar að stærð, og er hver fermetri þar virtur á 4 kr., en Amarhóls- lóðin, sem á móti kemur, 3700 fermetrar, og hver fermetri í meginhluta hennar virtur á 45 kr., en í nokkrum hluta hennar á 37.50. Mismunurinn, sem bær- inn á að borga, er kr. 43,367.50. — í fátækranefnd var kosin Guðrún Lárusdóttir í stað Val- entínusar Eyjólfssonar, er fékk lausn. Skömmu eftir síðastl. mánað- armót strandaði við Meðalland danskt seglskip, sem “Asnæs” heitir og var á leið frá Danmörk til Spánar með pappírsfarm Skipverjar voru 7 og druknuðu 2. Skipið er 289 tonn að stærð. Maður féll útbyrðis af vélbátn- um “Draupnir” frá Hafnarfirði 11. marz og druknaði, Sigurður Kr. Thorvarðsson að nafni, 22 ára. Morguninn 11 marz strandaði danskt gufuskip, “Köbenhavn”, frá Khöfn, yzt við Seltjaraarnes- ið, rétt innan og austan við Gróttu. pað var á leið frá Phila- delphíu í Bandaríkjunum til Liverpool á Englandi og fór að vestan 19. febr., fékk ill veður og laskaðist í hafi, misti alla björgunarbáta. Ætlaði nú inn hingað til að fá sér báta í stað hinna. pað er 3700 tonn og fermt smumingsolíu. Björgun- arskipinu “Geir” tókst að ná skipinu út af strandstaðnum kl. nál. 6 sama daginn, sem það strandaði og flutti það inn á Eiðsvík. Mikill sjór kvað vera í því. Lausn frá embætti er nú veitt Indriða Einarssyni skrifstofu- stjóra frá 1. apríl og séra Valdi- mar Briem á Stóra-Núpi frá pæstu fardögum. 6. þ. m. var Jóh. Jóhannessyni bæjarfógeta á Seyðisfirði veitt bæjarfógeta embættið í Rvík og Jóni Hermannssyni lögreglu stjóraembættið. — Oddur Her- mannsson, áður aðstoðarmaður á 2. skrifstofu stjómarráðsins, er skipaður skrifstofustjóri þar, en Magnús Guðmundsson Skag- firðingasýslum. kvað eiga að verða skrifstofustjóri á 3. skrif- stofu stjórarráðsins. pað er nú að færast nýtt líf í kalknámufélagið, sem stofnað var hér í fyrra. Á aðalfundi þess sem haldinn var 1. marz, var heimilað að auka hlutafé þess um 20 þús. kr., en áður var það 10 þús. Hefir nú verið auglýst útboð á nýjum hlutum og lík- legt, að greiðlega gangi að selja þá. Nokkuð hefir félagið þegar unnið, rannsakað gömlu námuna og reist brensluofn þar upp frá. En nú á að snúa sér að verki þar með meira afli en áður. For- maður félagsins er Lárus Féld- sted yfirréttarmálaflutningsm. Sunnudaginn 3. márz voru flestir vélabátar Vestmanney- inga á sjó, og var gott veður fyrri hluta dags, en er áleið kom austanrok með hríð, og gekk síð- an til útsuðurs. f þessu veðri fórust 2 af vélabátunum, ‘Adolf’ WESTERN CANADA CONSULTSITDALY EATON’S BIC NEW BOOK Y0UR EVERY NEED WITHIN ITS PAGES petta er ákaflega fróðleg bók, sem sýnir undantekningarlaust, nýj- ustu gerðir í karla, kvenna og bama fatnaði. Einnig geta menn séð í bók þessari akuryrkjuverkfæri, vélar, vagna, aktýgi og byggingarefni. Vér bjóðum yður að skoða þessa bók, Sumar verðskrána okkar; þá getið þér borið saman verðið og sannfærst um gæðin. fjTÓKSTAKUK I, ISTI AF BÆKHNfiCM. sam gefur fullkomna lýsingu af, «arla fatnaCi; veggjapappír, mat-l vöru, Plumbing áhöldum; Ibúð- arhúsa og skepnuhúsa bygging- ar efni. — Allir þessir bækling- ar sendir ökeypis. THE KATOX PERSONAIj SUOPPEK er handhægur tii þess aS veija vörutegundir, sem ekki standa I hinni reglulegu verCskrá vorri. Svo sem Trousseaux, Fer>ia- manna áhöid o. fl. T. EATON C' WINNIPEG og “Frí”. Hefir ýmislegt rekíð úr þeim á Landeyjasandi. Voru 5 menn á “Adolf”. Formaður hét Björn Erlendsson og véla- maður Bergsteinn Erlendsson, bróðir hans. Hinir vom: Páll Einarsson frá Nýjabæ undir Eyjafjöllum, Árni ólafsson frá Löndum í Vestmannaeyjum og Norðmaður, Johannes Olsen að nafni. — En á “Frí” voru 4. For- maður var ólafur Eyjólfsson úr Rvík, ættaður undan Eyjafjöll- um, vélamaður Karl Vigfússon frá Seyðisfirði, hásetar: Karel Jónsson ættaður af Rangárvöll- um, og Sig Brynjólfsson frá Eyr- arbakka. úr Skagafirði er skrifað 21. febr.: “Mönnum þykir ísinn og frosthörkumar hafa aukið á vandræðin, er áður voru þó nóg. Mestum skaða hafa hin miklu frost valdið, því þau hafa stór- skemt súrmat og garðávöxt, hjá fjölda manns, hafa eyðilagt út- sáðsjarðepli og er það mjög til- íinnanlegt nú, því á síðastliðnu þausti reyndust garðar heldur illa og þar að auki náðist ekki til ifulls upp úr þeim, vegna frosta og ótíðar. Menn eru fremur von- góðir hér í Skagafirði með að hey dugi, ef ekki verður því verra vorið. par á móti heyrast kvartanir um að eldiviðarskort- ur sé fyrirsjáanlegur, því menn urðu líka seint fyrir með móinn, og varð hann víða undir snjó, og tað eins. par við bætist, að hin miklu frost hafa knúð alla til að brenna 4- of 5-faIt við það, sem vant er. Heilsufar mun ekki geta talist betra en í löku meðallagi. Hversu miklu tjóni frostin og ísalögin valda á ýinsum mannvirkjum, svo sem veyum, va,tnveituhúsum og bryggjum, er ekki hægt að segja enn með vissu. En það er sjáanlegt, að það verður talsvert. Hér á Sauðárkróki eru nokkrar vatnsæðar, í hús sem standa hátt, frostnar, þótt þær séu grafnar í jörðu niður full fimm fet. pað verður áreiðanlega dýr fræðsla, sem þessi vetur veitir mörgum, og því brýnni ástæða til, að láta hana ekki hjálíða óat- hugaða. Er það þarflegt og fróð- legt starf fyrir hið unga og ötula Verkfræðingafélag ísland að beita sér fyrir, að safnað sé skýrlum frá sem flestum stöð- t*m um það efni. Fengjust á- byggilegar skýrslur um, hvaða áhrif hin miklu frost hafa haft á rafveitur, vatnsveitur miðstöðv arhitunartæki og fleira, mætti mikið gagn af þeim verða síðar. pau em svo ung, okkar mann- virki í íslenzkri náttúru og ís- lenzkum staðháttum, að við meg- um ekki við því, að missa neitt, hversu lítilfjörlegt sem virðist, sem aukið getur þekkingu vora eða sannreynd á hlutunum. Skal eg máli mínu til stuðnings nefna eitt dæmi: Flestir slökkvistútar sem eru í sambandi við vatns- veitur í kauptúnum og kaupstöð- um, munu vera gerðir þannig, að þeim sé ætlað að grafast fjögur eða fimm fet í jörðu niður, og þeim þá ætlað að vera frostlaus- um, hvenær, sem á þarf að halda, ef eldsvoða ber að höndum. Sýni nú sannreyndin, að þeir eru samt frostnir og ónothæfir lengri eða skemri tíma, þá ætti að vera yissa fyrir, að ekki dugar að fara ftir útlendum fyrirmyndum. Við verðum þá að láta gera þá í sam- ræmi við íslenzkar kröfur, til dæmis að hægt væri að grafa þá sex fet í jörð, og yrði þá að grafa allar vatnsæðar í samræmi við það, þar sem ekki hamlar jarð- vatn. pótt ekki gætu nú allir fallist á þetta með mér, þá gerir Brun^bótafélag íslands það von- andi, að því er þetta dæmi snert- ir. pví mun ekki dyljast þýðing- ih. Fleiri dæmi þessu lík mætti tiltaka, en eg læt þetta nægja. Reynslan er ólýgnust og hún mun sýna að bæði húsagerð og fyrirkomulag á ýmsum mann- virkjum vorum verður að vera á nokkurn annan veg en útlend verkfræði kennir”. Hinn 20. jan. s. 1. byrjaði söng- námskeið það á Eyrarbakka, sem séra ólafur Magnússon, prestur í Amarbæli hefir komið á fót hér í sýslunni. pátttakendur voru 37 alls. Alt námskeiðið fór mjög vel og skipulega fram, samvinnan milli kennarans og nemenda var hinn bezta. Kensl- unni var hagað þannig, að aðal- lega var æfður söngur, blandað- ur kór og karlakór. Á milli hélt presturinn fróðlega fyrirlestra um tónskáld og tónsmíði. pegar tekið er tillit til þess, hvað tím- inn var stuttur (að eins 8 dag- ar), mun óhætt mega fullyrða, að árangur af námskeiðinu hafi orðið góður, og námskeiðið kom- ið að tilætluðum notum. Aðal- tilgangurinn og gagnið af svona námskeiðum verður það, að gefa fólki hugmynd um, hvemig á að syngja, og gera fólk hæfara til að syngja saman; en það segir sig sjálft, að eftir svona stuttan tímt þarf ekki að vonast eftir mikilli söngþekkingu eða mikilli söngæfingu. Eins getur maður skilið það, að ekki þýði að fara þangað til að fá í sig fyrsta hljóðið eða ófalskan tón, fyrir þá sem aldrei hafa getað sungið. Sá tími námsskeiðsins, sem ætlaður var organistum eingöngu, féll að mestu niður sökum kulda, sem var fyrstu dagana. Tvö síðustu kvöldin var haldinn samsöngur fyrir. fullu húsi bæði kvöldin. Um það, hvemig samsöngurinn hafi tekist efirlæt eg öðrum að dæma um. — Fé það, sem kom inn á skemtununum, var lagt í sparisjóð Árnessýslu undir nafni söngnámsskeiðsins, síðan var sparisjóðsbók þess, sem nú geym ir 3000.00 krónur aflhent með gjafabréfi dagsettu 29. jan. 1918 nefnd þeirri, sem hefir til með- ferðar spítalabyggingarmál Eyr- arbakka. f gjafabréfinu áskilur námskeiðið sér rétt til að bæta í bókina framvegis, ef náms- skeiðum með líku sniði yrði hald- ið áfram. Gjöfin fellur til baka ef ekki verður búið að byggja spítala Innan 20 ára. Landsbanka-útibú Ámesinga, sem bráðum á að koma á fót, kvað eiga að verða á Selfossi. Radium-sjóöunnn hefir nú fengið 17000 kr. viðbót við 10 þús. kr. gjöfina, sem áður er frá skýrt. Hlutafél. Völundur gaf 1000 kr. til minningar um Hjört heitinn Hjartarson, sem lengi var einn af stjómendum félags- ins. Svo gaf L. Kaaber konsúll 5000 kr. Síðan Marteinn Einars- son kaupm. 1000 kr. Og loks fékk sjójðurinn 10,000 kr. gjöf frá G. Copland kaupmanni. Dáin er hér í bænum 13. marz Bergljót Jónsdóttir, Móðir Sig- urðar Kristjánssonar bóksala. Nýlega druknaði maður niður um ís á Hvammsfirði, Jósef Kristjánsson, frá Snóskdal, skó- smiður í Stykkishólmi. Var á heimleið innan úr Dölum og ætl- aði að ganga yfir Hvammsfjörð. —Lögrétta. Betra sinjpr fæst með því að brúk* TME CANAOIAN SALT CO. LIMITEO

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.