Lögberg - 25.04.1918, Blaðsíða 4

Lögberg - 25.04.1918, Blaðsíða 4
4 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 25. APRÍL 1918 Gefið út hvem Fimtudag af Th« Col- j umbia Preu, Ltd.,|Cor. William Ave. & M Sherbrook Str., Winnipeg, Man. TALSIMI: GARRY 416 og 417 Jón J. Bíldfell, Editor J. J. Vopni, Business Manager Utanáskriít til blaðsins: THE COtUIHBIA PRESS, Ltd., Box 3172, Winniptg, tyaq- Í Utanáskrift ritstjórans: EDITOR LOCBERC, Box 3172 Winnipsg, R|an. I __________________________________________________ 1 ■--------------------------------------------------1 VERÐ BLAÐSINS: »2.00 um áriB. ffilimilBBUIMMWflPlHIIIHlMimBUIIBIIIHllilllllinillllBBflimmHBmiHBBIIHiIllllllilllinHllimmilHIHHIHIllllHIBHBlHBHllllllHlB Þjóðernistilfinning, pjóðemistilfinningin er önnur sterkasta afl- taug mannlegrar sálar— sálar einstaklinga og þjóða, og er því ætíð mikið undir því komið komið, hvaða rækt að menn leggja við þá tilfinningu — þetta afl. pegar það er í afturför, eða í dofa, þá er einstaklingslífið og líf þjóðanna í afturför, og 1 dofa. En þegar þetta afl, eða þjóðernistilfinning- in er í blóma, er einstaklingslífið, og þá líka líf þjóðanna sólríkt og þrótt mikið. Að þetta afl sé sterkt, má sjá af því, að ekk- ert verk er svo erfitt, ef það er í þjóðar þarfir, að þjóðernisvininum veitist það ekki létt. Engin hætta svo mikil, að vel vakandi þjóðemistilfinn- ing sé ekki meiri. Enginn dauðdagi svo grimmur, að þjóðemistilfinningin hræðist hann. petta hefir sagan marg sannað, og þetta sann- ar yfirstandandi tíð enn á ný. Hvað er það sem kemur mönnum til þess í hundraða, og þúsunda tali að leggja líf sitt í söl- umar fyrir land sitt og þjóð? Eru það eigin hags- munir? Metorð, nautnaþrá? Nei það er ekkert af þvá, sem vér sækjumst eftir í hinu daglega lífi voru, sem kemur fjöldanum til þess, enda mundu tilfinningar þær, sem upp af þeim rótum spryttu ekki verða sem hald'beztar. Nei sú tilfinning, eða það afl, sem kemur mönnum til þess að fómfæra sjálfum sér, er hreinni og sterkari, og á dýpri ræt- ur, annars gæti hún ekki hrifið heilar þjóðir á sitt band, og Iíka sterkari, annars gæti hún ekki gefið mönnum djörfung til þess að stríða og falla, má til að vera hugðnæm, því annars gætu menn ekki elskað hana meira en lífið. Og hver er svo þessi tilfinning — þetta afl? pað er ræktarsemi, en ræktarsemin er rót sú, eða aflvaki, sem gefur þjóðernistilfinningunni vöxt og viðgang. Ræktarsemi við það fegursta og bezia, sem í sjálfum manni býr. Ræktarsemi við hið fegursta og bezta í þjóðar reynslunni, í þjóðarmenningunni, í sál þjóðar þeirrar, sem hefir alið mann, og maður er partur af, ræktarsemi segjum vér við það alt frá fyrstu tíð, og til þessa dags. Stundum getur þjóðemistilfinningin verið eins og falinn eldur, eða eldur sem er brunninn meir en til hálfs, og jafnvel hefir það komið fyrir, að hún hefir verið eins og útbmnnin öskuhrúga, þar sem hvorki var framar til eldsmagn né elds- kveikja. En þar sem svo er ástatt, er heldur ekki að vonast eftir neinu andlegu lífi. En ekki þarf þjóðemisneistinn að vera stór til þess að úr verði bál, þegar þjóðemistilfinning- unni er misboðið, það sýnir oss yfirstandandi stríð, því aldrei hefir þjóðemistilfinningin logað upp með eins miklu afli í heiminum, eins og einmitt nú, enda hefir hún á ýmsum svæðum veríð í meiri hættu heldur en ef til vill að áður hefir þekst — og vér höfum ef til vill aldrei fyr séð eins glöggt, hve mikilsvirði að þjóðunum stóru -og smáu hefir verið sín þjóðemistilfinning — hve ræktarsemin hjá þeim hefir átt sér djúpar rætur, og hve mikið að menn leggja í sölumar hennar vegna. Pjóð vor, hin íslenzka þjóð, hefir hefir aldrei þurft að verja þjóðemistilfinningu sína með sverði En hún hefir samt fengið sig full reynda við út- lent kúgunarvald, við hallæri og hungursdauða, við banvæna sjúkdóma og drepsóttir og við óblíðu nátt- úrunnar, og telst Jóni sagnfræðingi Jónssyni svo til, að í gegnum þessar Wautir hefði hin fámenna þjóð aldrei komist, ef að þjóðernistilfinning henn- ar hefði ekki haldið henni uppi, svo eftir þeirri nið- urstöðu, sem vér drögum ekki hinn minsta efa á, að sé rétt, þá hefir það verið þjóðemistilfinningin, sem hefir leitt hina islenzku þjóð í gegn um allar hennar miklu hörmungar og þrautir_______________verið líf- gjafi hinnar íslenzku þjóðar. Og nú hvarflar hugur vor til Vestur-íslend- inga. Hvaðermeðþá? Hvað er með oss ? Hvort er þetta afl, sem megnugt var að halda þjóðinni okkar uppi á mestu raunatímunum hennar, lifandi og starfandi í lífi voru? Hvort á það að bera oss hér, í þessu nýja heimkynni voru, í gegnum brim og boða, eins og það bar forfeður vora úti á íslandi. pað sem vér erum komnir áfram menningarlega her í þessu landi, þá erum vér þess fullvísir að þjóðemistilfinningin hefir átt sinn þátt í þeirra framfor, vér erum þess fullvísir, að hún hefir ver- ið brennandi Ijós í sálum vomm, hvort sem vér sjálfir höfum viljað við það kannast eða af því vitað eða ekki — að þessi lífsþróttur — ræktar- semin —þjóðemistilfinningin hefir verið áttavit- inn, sem hefir vísað oss veginn, það sem vér erum komnir áleiðis. Oss skilst að sumir menn séu famir að missa trúna á mögulegleikana, til þess að halda þessari þjóðernistilfinningu vakandi hér á meðal vor Vest- ur-íslendinga mikið lengur. peim mönnum erum vér ekki samdóma. Vér álítum að það sé eingöngu undir oss sjálfum komið, hvað mikið vér viljum á oss leggja fyrir þessa þjóðemistilfinningu vora — og erum vér sannfærðir um það, að þótt vér legðum ekki á oss nema örlítið brot af því, sem þjóðimar gjöra, sem eru að verja sína þjóðemis- tilfinningu á vígvellinum, að þá væri íslenzkri tungu, og íslenzkri þjóðemistilfinningu borgið hjá oss um langa tíð. En vér búumst ekki við því að vér getum sam- fært þá menn, sem hafa gagnstæða skoðun í þessu máli, í einni stuttri blaðagrein. En vér vildum að hægt væri að koma þeim hinum sömu mönnum til þess í einlægni og með alvöru, að hugsa um afdrif þess fólks af vorri þjóð, sem á enga ræktarsemi til þess, sem fegurst og bezt er í þeirra eigin eðli og ætt. Heilbrigði. pað er til margt fólk, þótt ótrúlegt kunni að þykja, sem vaknar jafnþreytt á morgnana, og það lagðist til svefns á kveldin. Slíkt fólk er ekki heilbrigt, og þannig lagað ástand, veldur oft og einatt óeðlilegu hug'argrufli og þunglyndi. pað, að vakna með þreytu tilfinning í líkamanum og lamað hugarþrek, má telja augljós einkenni þess, að heilbrigðis ástandið er eitthvað öðruvísi, en það á að vera. í sumum tilfellum, er þó sem betur fer, auðvelt úr þessu að bæta, því orsökin hefir ef til vill að eins verið ónógur svefn. Mjög er það misjafnt hve mikils svefns fólk þarfnast; sumir menn þurfa að sofa níu klukku- stundir, til þess að geta notið sín vel og haldið eðlilegri heilbrigði, öðrum virðist nægja sex klukkustunda svefn, og geta þó unnið fulla vinnu. En sönnu næst mun það vera, að undir núverandi lífskringumstæðum, muni flest fólk komast af með átta stunda svefn. Sumt fólk hangir geispandi yfir vinnu sinni á daginn, sökum þess að það komst ekki í rúmið fyr en löngu eftir miðnætti — vildi heldur missa svefn, en t. d. tapa einu sinni af skrípalátunum á kvikmyndatjaldinu. Reglubundinn svefn er lífsskilyrði fyrir sannri heilbrigði. — og heilsan er dýrmætasta drottins gjöf; þess vegna er synd að stofna henni í háska með léttúð og skeytingarleysi. Stundum er orsök morgun-þreytunnar sú, að menn sofa í lokuðum herbergjum, og banna að- gang heilnæmum straumum hins hreina lofts. Menn kvarta oft yfir iþví, að þeir geti ekki unnið í illu og kæfandi lofti. pað er auðvitað rétt; en eru nokkur likindi á því, að mönnum geti liðið vel í svefnherbergi, þar sem líkt er ástatt? pað er líka óholt að neyta mikillar fæðu seint á kveldin; sh'kt getur oft valdið óværum svefni og þar af leiðandi deyfð eða letidrunga að morgninum. Missvefn veldur taugaveiklun og kvíða. Menn þeir, er eigi njóta eðlilegs svefns, kynoka sér við að skreiðast úr bólinu og kvíða fyrir störfum dagsins, sem heilbrigðir menn jafnan hlakka til! Morgun-stund, ber gull í mund. — Sá sem fer snemma á fætur og teygar að sér hressandi og blessandi árdegisloftið, er líklegri til þess að njóta lengur sannrar heilbrigði, og verða samfélagi sínu til meiri uppbyggingar, en hinn, er lætur hlýja dúnsængina, og værðarlöngunina fá yfirtökin, og alt af er að slaka til við sjálfan sig um nokkrar mínútur og gæjast á klukkuna með hálfgerðum vesaldarsvip! Verkamenn og verkveitendur. Gleðileg tákn tímanna eru það, að nefndir þær, sem setið hafa á rökstólunum í Bandaríkjunum, í sambandi við afstöðu verkamanna gegn verkveit- endum á meðan á stríðinu stendur, hafa komist að þeirri niðurstöðu, að hið eina nauðsynlega, að vinna stríðið, skuli sitja fyrir öllu öðru og að eng- in verkföll skuli eiga sér stað á meðan stríðið stendur yfir, en báðir þessir málsaðilar gjöra~sltt ítrasta til þess að auka framleiðsluna sem allra mest. Samningur þessi, sem á að vera í gildi fyrst um sinn á meðan stríðið stendur yfir, tekur fram að með iþessu sé ekki að neinu leyti verið að hindra menn frá því að ganga í eða að mynda verkamanna félög og á þann hátt að reyna til þess að bæta hag sinn. Ekki er vinnuveitendum heldur bannað að hafa samtök, til þess að geta betur á þann hátt unnið að sínum málum. pó mega þeir eigi þrengja kosti félagsmanna ósanngjarnlega, eða hindra þá við bygging sinna félagsmála, né á neinn hátt þröngva kosti þeirra. Einnig er tekið fram, að þar sem kvennfólk gangi að karlmannsverkum skuli þeim borgað sama kaup og vanalegt sé að borga karlmönnum, og að átta klukkustunda vinna skuli álítast dags- verk og fyrir það sé öllum borgað kaup, sem líf- vænlegt geti talist. Ef að ósamkomulag kemur upp á milli vinnu- fólksins og vinnuveitenda í stórum stíl, skal úr ágreiningi þeim skorið af nefnd, sem skipuð er tíu mönnum, fimm frá hálfu verkamanna og fimm frá hálfu verkveitenda og skulu allir skyldir að hlýða úrskurði hennar. Sú nefnd er kölluð Alríkis-stríðs- málanefnd verkamanna. f öllum smærri málum, er vísað til innan héraðs nefnda, sem að ráða þeim til lykta. Ef í einhverju máli að nefndir þessar geta ekki orðið sammála, og því ekki komist að niðurstöðu, skulu tíu menn nefndir af forseta Bandaríkjanna og svo kýs nefndin sjálf einn af þeim tíu og skál úrskurð- ur hans vera fullnaðar úrskurður í því máli fyrir alla málsaðila. Úrlausn þessa mikla máls hefir verið mönn- um ráðgáta; kanské nú að þessi tilraun Banda- ríkjanna hepnist svo vel að hún verði framtíðar úrlausn þessa vandasama máls. “New York Globe” kallar þennan samning “The Magna Carta” verkamanna og bætir svo við: “petta er friðarsáttmáli, sem er meira virði en allur vor stríðskostnaður. — paö er uppfylling á vonum verkamanna, sem þeir hafa barist fyrir síðan að verkamannafélagsskapurinn varð til. pví vér göngum út frá því, að það gott, sem þetta stríð hrindir á stað, því muni verða haldið áfram að því loknu. Hjá öllum stríðsþjóðunum hefir meira eða minna af verkföllum, og óeirðum á meðal verkamanna átt sér stað. Ef að þessir samningar verða ekki brotnir, þá losnum vér við öll verkföll og vinnutap, sem þeim er æfinlega samfara, og aukum með þessum samningi fram- leiðslumagn þjóðarinnar um að minsta kosti 10%”. Guð lifir. Utarlega í einum smábæ bjuggu öldruð hjón, þau lifðu nokkurskonar einsetumanna lífi, og þráðu að mega njóta elliáranna óáreitt og í friði. Auk þeirra var á heimilinu matreiðslukona, sem María hét. Hún var svertingi frá Vestur Virginíu og minti .á löngu liðna tíð, þegar vinnukonan var sem ein af fjölskyldunni, og tók innilegan þátt í kjörum hennar — þá þegar menn höfðu ekki enn drukkið inn í sig og útbreitt að tíminn væri pen- ingar. Hann var hvorki peningar né heldur neitt ann- að fyrir Maríu. Hún fór á fætur þegar henni sýnd- ist á morgnana og það var stundum kl. fjögur og þá ekki stundum fyr en klukkan sex, og á kveld- in vann hún þar til að verkum hennar var lokið, hvort heldur það var klukkan tíu eða tólf. Hún borðaði þegar hún var svöng, og lagði sig fyrir á daginn þegar hún var þreytt, og það var hún vanalega, Iþegar hún átti að fara að þvo leirtau, og borðbúnað eftir máltíðir, og kom húsmóðir hennar ekki ósjaldan að henni , á þeim tíma dags- ins, sitjandi í stól sínum og liggjandi fram á eld- húsborðið steinsofandi. Húsmóðir hénnar varð oft sár við hana út af þessu, því hún var reglusöm, og var sérstaklega ant um að máltíðir væru á réttum tímum, og varð hjónunum sundurorða út af þessu, konunni fanst þetta tíma missir og vera orsök til óreglu, en manni hennar fanst að mikið mætti fyrirgefa Maríu, sökum hennar góða hjartalags. Húsbóndanum féll vel við Maríu, sem var lítil vexti, ekkert ósnör í hreyfingum, munnstór og með þykkar varir. ónákvæmni hennar með notkun tímans, kom stundum þægilega í veginn fyrir ýmsar fyrirætl- anir húsmóðurinnar, í annan stað hafði hún auð- sjáanlega góð áhrif á hana sjálfa, því þreyta og elli hafði ekki sett sín óvelkomnu fangamörk á hana til neinna muna. Engum sagði hún til aldurs síns, en þegar hún taldi upp fyrir manni hvað hún hefði verið lengi í þessum eða hinum staðnum, þá hefði reiknings- fróður maður komist að þeirri niðurstöðu að hún mundi vera frá fjörutíu til sjötíu ára gömul. María las aldrei dagblöðin, hún las aldrei neitt, hún kunni ekki að lesa. Svo það var siður hús- bóndans, þegar að hann gekk um eldhúsið, að stanza og segja Maríu frá því helzta sem við bar. Eitt kveld, sem oftar, þurfti hann að fara of- an í kjallara til þess að leggja brenni á eldstæðið, hann var í sérlega þungu skapi það kveld, því honum hafði borist slæmar fréttir frá vestur víg- stöðvunum á Frakklandi, en samt stanzaði hann hjá Maríu í eldhúsinu, og segir: “María, það er óskapleg orusta, sem stendur yfir”. María spyr hverjum gangi betur. Húsbóndinn svarar pjóðverjum. María hélt á skörung í hendinni og og var í óðaönn að rífa í sundur eldinn með honum, en tautar fyrir munni sér: “Svei, svei!” Húsbóndinn vissi ekki hvort heldur hún átti við pjóðverja, með þessum ummælum sínum eða við eldinn. Svo heldur hann áfram og segir: “peir brjótast áfram”. “Hvað eru hinir að gjöra? Frakkar Spánverj- ar og hinir”, segir María. “Englendingar meinarðu”, segir húsbóndinn. “Spánverjar eða Englendingar, þú getur haft það eins og þú vilt.” “Jæja, við skulum kalla ;þá Englendinga”, segir húsbóndinn. “pjóðverjar hafa ráðist á þá á fimtíu mílna svæði, það er jafnlangur vegur og héðan og til New York, þeir hafa fallbyssur á hverjum tíu til tólf fetum, og miljónir pjóðverja með nokkrum byssustyngjum sínum æða fram á því svæði” María hætti að skara í eldinn, rétti úr sér og augun urðu alvarleg og hvöss, og segir: “Heyrið þér herra minn. Eg vildi sannarlega ekki vera hermaður og eiga að stöðva þá. petta er óskap- legt”. Svo hnyklaði hún brýmar og spurði: “Er það ekki satt?” “pjóðverjar ætla sér til Parísar”, hélt hús- bóndinn áfram, þeir sýnast ekkert kæra sig um hvað mörgum mannlífum þeir þurfa að fóma, þeir senda mennina svo hundrað þúsundum skiftir á móti byssukjöftum manna vorra, og það tekur menn svo hundrað þúsundum skiftir að halda þeim til baka. peir segja að tvö hundruð þúsund menn frá okkar hlið séu særðir og fallnir”. Maria leit framan í húsbónda sinn og í augna- ráði hennar og andlitssvip var festa, ró og djúpur friður og með meiri alvöruþunga, en margur hefði vonast eftir frá konu í hennar stöðu, sagði hún að eins þetta: “Guð lifir”. Húsbónda hennar varð orðfall í svipinn, og hann hálf skammaðist sín fyrir sjálfan sig. En hann áttaði sig og segir: “pú segir satt María”. “Já bara að þú tryðir því”, sagði María og sneri sér að eldavélinni og sagði svo, meira við sjálfan sig en húsbónda sinn: “pað sem að er þegar fólk verður hrætt, þá gleymir það að guð lifir. Húsbóndi hennar gékk steinþegjandi ofan í kjallarann, þar sem eldstæðið var, lagði á eldinn, og fór svo að ganga fram og aftur um kjallara- gólfið, og fór að hugsa um sögu, sem hann hafði elskað og kunnað þegar hann var dálítill drengur. “peir sem em með oss, eru meiri, en þeir, sem eru með hinum”, tautaði hann fyrir munni sér, þetta er það. Og svo opnaði Elísa eða einhver, augu unga mannsins og hann sá að í fjallin um kring Elísa var aragrúi hesta og eldlegra vagna. Hann lokaði loftrenslis spjöldunum á ofninum, og slökti ljósið, sem hann hafði kveikt í kjallaranum og sagði með beizkjublandaðri tilfinningu við sjálf- an sig: Guð lifir, — guð lifir. (Lauslega þýtt). THE DOMINION BANK STOI’NSKTTIR 1871 Uppborgaður höfuðstóll or varasjóður $13,000,000 Allar elgnlr $100,000,000. Beiðni bœnda um lán tii búskapar og gripakaupa sérstakur gaumur gefinn. Notre Dame Brancli—W. M. HAMILTON, Manager. Selkirk Brancii—P. J. MANNING, Manager. NORTHERN CROWN BANK Hofuðttóll löggiltur $6,000,000 HöfuðstóII greiddur $1,431,200 Varasjóðu.........$ 920,202 President - Capt. WM. ROBINSON Vice-President - - JOHN STOVEL Sir D. O. CAMERON, K-C.M.G. W. R. BAWIiF E. F. HUTCÍHNGS, A. McTAVISH CAMPBELJv, GEO. FISHER Allskonar bankastörf afgreldd. Vér byrjum reikninga vlð elnstakllnga eða félög og sanngjarnlr skilm&lar veittlr. Avisanlr seldar tll hvaða staðar sem er & lslandl. Sérstakur gaumur geflnn sparlrjóðslnnlögum. sem byrja má með 1 dollar. Rentur lagðar vlð á hverjum < m&nuðum. T* E. THORSTEIN9SON, Ráðsmaður Co William Ave. og Sherbrooke St„ - Winnipeg, Man. Walters Ljósmyndastofa Vér skörum fram úr í því að stækka myndir og gerum það ótrúlega ódýrt. Myndir teknar fyrir $1.50 og hækkandi. Komið til vor með þessa auglýsingu, og þá fáið þér $1.00 afslátt frá voru vanaverði. Walters Ljósmyndastofa, 290 Portage Ave. Talsími: Main 4725 Söngkonan. Eftir Kathleen Howard. (Framh.) Slitnar upp úr trúlofuninni. Eg kom heim fyrst í maí. Fjöl- skylda mín tók á móti mér á jámbrautarstöðinni, og unnusti minn hafði jafnvel lokað skrif- stofunni til iþess að geta verið til staðar líka. Við höfðum sjaldan fundist meðan eg var í burtu, enda var langt til New York. og hann sparaði við sig alt hvað hann orkaði, til þess að verða sem allra bezt búinn fjárhags- lega undir hinn mikla dag. — Eg vissi vel að við mundum ekki hafa úr sérlega miklu að spila fyrst í stað, og eg gat ekki var- ist þeirrar hugsunar/hyað gam- an það væri, að geta máské auk- ið tekjumar þó nokkuð sjálf. Að vísu var ekki um að tala að fá söngvarastöðu með þúsund dala launum í smábænum okkar, en þó voru þar að minsta kosti tvær kirkjur, er greiddu viðun- andi laun, og eg efaðist ekki um að fá tækifæri við aðra hvora þeirra. Fyrstu dagana eftir heim- komuna var eg ánægð með lífið; allir voru mér svo dæmalaust góðir, og dáðust að þeim fram- förum, sem eg haifði tekið. Kirkjan, er eg taldist til, bað mig að syngja einsöng á sunnu- daginn; stóð þá mikið til, því sjálfur biskupinn ætlaði að vera viðstaddur. Mér tókst áreiðan- lega vel, og um kveldið, eftir guðsþjónustuna komu - margir gestir heim til okkar, er hældu mér á hvert reipi, og get eg ekki neitað því, að í svipinn þótti mér lofið gott! Hið eina er skygði á var það, að unnusti minn var hvergi nærri eins og hann átti að sér að vera. Ástæðan var mér eigi ljós, en eigi leið á löngu áður en eg fékk að vita hvemig í öllu lá, og það undir eins þetta sama kveld, er hann hélt því fram með ákafa miklum, að engri giftri konu ætti að líðast að hafa á hendi sér- staka stöðu fyrir utan heimilið. pessi kenning kom mér mjög á óvart, því sjálfur hafð hann margsinnis lofað því hátíðlega, að styrkja mig á allar lundir til fullkomnunar á sviði sönglistar- innar og jafnvel talað um það, hve mikið hann hlakkaði til þess, að horfa á mig skrautbúna á sönghöllunum. — pað var eins og rekinn væri hnifur í hjarta mitt, og eg spurði hann hvað eft- ir annað hvort þetta væri veru- leg sannfæring hans, og því játti hann. — Eg mjakaði af mér trú- lofunarhringnum, fékk honum hann steinþegjandi og labbaði upp í herbergið mitt. Tilfinn- ingunum á eg örðugt með að lýsa, mér fanst engu líkara en að eg hefði hrokkið upp við óþægileg- an draum; eg baðaði út hand- leggjunum oghrópaði ósjálfrátt: “Frjáls, frjáls! Er það ekki dýrðlegt að vera frjáls, svona alt i einu, og geta lagt út á brautina upp á eigin ábyrgð, án þess að þurfa að spyrja nokkum um leyfi! Eg ætlaði aldrei að geta sofnað, — til þess var fagnaðar- hugsunin um það, að mega halda áfram söngnáminu, langt of sterk! Morguninn eftir lagði eg af stað til New York, til þess að freista gæfunnar. Eg fór úr einum stað í annan, til þess að reyna að komast að í einhverri kirkju, og gekk jafnvel svo langt að fara þess á leit að fá að reyna mig í óperum, — en allstaðar oru sömu spumingamar: “Hvar söngstu síðast, lofaðu oss að sjá meðmælin ? Horfumar voru alt annað en glæsilegar, eg var svo að segja peningalaus, og ókleyft fyrir mig að ganga á óperuskóla, nema því að eins að eg gæti fengið eitt- hvert aukastarf. Svo leit út um tíma, sem öil sund væm lokin; en rétt þegar örvæntingarskuggamir sýndust vera byrgja alla útsýn, raknaði úr fyrir mér á næsta óvæntan hátt. Auðugir vinir, er eg hafði kynst lítið eitt, meðan eg söng í kirkjuflokknum, þau hjónin Frank Smith Jones og kona hans, heimsóttu mig einn góðan veður- dag, og buðust til að láta mig fá allan þann fjárstyrk, er eg þarfnaðist, til þess að fara til Evrópu og halda áfram sönglist- arnáminu. pau réðú mér enn fremur til þess, að nota þá alrra beztu kennara, sem föng væru á án tillits til þess, hve háan kenslu eyri eg þyrfti að greiða. — pess- um hjónum á eg það að þakka, að æfi mín hefir ekki orðið alveg til ónýtis; eg veit að eg skulda þeim þúsund sinnum meira en eg nokkru sinni fæ endurgreitt. Einabótin sú, að þau telja að- stoðina fullborgaða, og fagna yfir hverju þroskasporinu, sem eg stíg ásönglistarbrautinni. Eg fór að tína saman pjönkur mínar hið fljótasta, og var ferð- inni heitið til Parísarborgar; einn af söngkennurum mínum, gaf mér meðmæli til Jacques Bouhy, er hann taldi vera bezt- an söngkennara á Frakklandi og þótt víðar væri leitað. Eg fékk að hafa yngri systir mína með mér, og varð mér það til meiri gleði en frá megi segja. Ferðahugurinn fylti sál mína voldugum sigurdraumum ogljúf- um, lokkandi vonum. Eg tók mér fari á einu af þess- um feykilega stóru skemtiskip- um, sem ganga á milli New York og Evrópu; ferðin gekk eins og í sögu — hver dagurinn öðrum fegurri og betri. Eg kom til Parísarborgar í byrjun septembermánaðar, Ton- gíöð, hugrökk og sterk, með þús- und da'la ávísun á franskan banka. Hugmyndir þær, er eg hafði um rödd mína, brugðust mér ekki, en peningamir gengu til þurðar miklu fljótar og fyr, en mig hafði órað fyrir; þó þurfti eg engu að kvíða því velgerða- hjón mín í New York, sendu tvö- falda upphæð í næsta skiftið. Fyrstu dögunum varði eg til þess að skoða mig um i borginni og líta eftir húsnæði. — Kveld eitt fór eg í stærstu og vegleg- utsu óperuhöllina; húsið sjálft var dýrðlegt, en sýningamar, söngurinn og leikurinn, full- nægðu hvergi nærri þeim háu- hugmyndum, sem eg hafði gert mér um Parísar-óperuna. Auð- vitað taldi eg mér trú um að september væri daufasti máxrað- urinn á árinu, og þess vegna væri

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.