Lögberg - 25.04.1918, Blaðsíða 6
6
liöGBERG. FIMTUDAGINN 25. APRÍL 1918
Horft til baka.
Ár er liðið síðan "Tíminn” hóf
göngn sína. Hefir blaðið á þeim
tíma lagt sinn skerf til umræð-
anna um flest hin þýðingarmeiri
mál, sem verið hafa á dagskrá
þjóðarinnar. Skal nú litið yfir
helztu málin og ryfjuð upp af-
staða blaðsins.
Skipamálið. “Tíminn” hefir
fylgt fast fram þeirri stefnu, að
landið ætti að kaupa skip, því að
annars hlyti skipavöntun að
hafa í för með sér vöruskort og
óbærilega dýrtíð. Landið hefir
á þessum tíma eignast þrjú skip,
og hafa tvö þeirra, sem keypt
voru með forsjá, reynst mæta
vel, en eitt laklega, “Borg”, og
virðist sem fyrirsjáánlegt hefði
átt að vera, áð svo myndi reyn-
ast. öllum er það og kunnugt,
hve leigðu skipin hafa yfirleitt
orðið landssjóði miklu dýrari en
keyptu skipin.
Verzlunarmálið. pað er tví-
skift. Samvinnuhreyfingin við-
urkend lífsnauðsyn til þess að
keppa við kauptnenn á öllum svið
um, til þess að gera hina frjálu
samkepni heilbrigða. pað er
ævarandi framtíðarmál en hefir
ekki mikla verklega þýðingu
meðan stríðið stendur. Um
þennan lið hafa orðið geysimikl-
ar umræður, bæði í ræðu og riti.
Aðal-drættir málsins hafa skýrst
stórum. Og hreyfingin hefir
fest rætur svo að segja í hverri
bygð á landsinu. Hefir “Tím-
inn” nálega einn varið málstað
samvinnumanna í þessum um-
ræðum.
Landsverzlunin var síðara at-
riðið. Hefir því verið haldið
fram, að meðan stríðið stendur
verði þjóðin að reka öfluga lands
verzlun, með heilbrigðu fyrir-
komulagi. Hefir um það verið
háð hin mesta barátta. En um-
bæturnar hafa og verið flestar
þýðingarmestar á þessu sviði.
Heildarreikningar hafa verið
gerðir um hag verzlunarinnar,
sem ekki voru til áður. Vöru-
talning hefir verið gjörð tvisvar,
sem ekki var framkvæmd áður.
bókhaldið hefir verið bætt, svo
hægt er að fá heildaryfirlit og
er nú fullkomlega í nútíma sniði,
sem mikið vantaði á að væri áð-
ur. Landsverzlunjn hefir skift
eins mikið við bæjar- og sveita-
félög og unt hefir verið. Og um
vörur þær sem kaupmenn fá eru
nú settar fastar reglur um álagn-
ing. Hækkunin að eins sann-
gjörn verkalaun. Að síðustu
hefir forstaða verzlunarinnar
verið fengin í hendur sérstöku
verzlunarráði undir stjórn lands-
verzlunarinnar.
Um hvert af þessum skrifum
hefir staðið látlaus barátta við
hægrimannablöðin, sem sumpart
hafa viljað eyða landsverzlun-
inni með öllu, sumpart viljað
halda henni í því ófremdarstandi
sem hún var í áður.
Er sérstaklega ánægjulegt að
minnast góðs gengis fyrir blaðið
í þessu efni og eins hins, að ó-
vilhallir menn um land alt við-
urkenna nú að hin bætta lands-
verzlun sé þjóðamauðsyn, og
hafi sparað almenningi fé, sem
skifti hundruðum þúsunda — á
einu ári.
Landsreikningsmálið hefir
einna mest vakið athygli manna.
pað var öllum ljóst, sem vildu
sjá, að reikningamir voru langt
fyrir neðan það að vera viðun-
andi. pað var á einskis manns
færi að finna neinn botn í þeim.
Og það var um mjög stórar upp-
hæðir að ræða. pað var hið ó-
rækasta spillingarmerki félli
málið þegjandi niður. Engu að
síður þögðu öll blöðin um málið,
nema “Tíminn”. Og þingið tók
slælega í málið með mildum að-
finslum. — Vitaskuld hefði þing-
ið átt að setja sérstaka nefnd,
sem rannsakaði málið, og hætti
ekki fyr en lagaðar voru allar
misfellur og reikningslega rétt
gerð grein fyrir hverjum eyri,
og svo hefði farið ef öll hin blöð-
in, frá “Lögréttu” niður í “Norð-
urland”, hefðu ekki steinþagað
um málið. Hitt getur þjóðin
þakkað “Tímanum”, og honum
einum, að væntanlega kemur
slíkt mál ekki oftar fyrir, enda
kominn nýr og duglegur starfs-
maður í það sæti, sem landsreikn
ingarnir heyra einkum undir.
En afstaða blaðanna í málinu
er nú skiljanleg. par eð það er
nú vitanlegt öllum, að þau eru
að meira eða minna leyti bundin
á einn klafa hægri mannaflokks-
ins.
Bankamálið hefir verið eitt
mesta hitamálið á þessu ári.
Fyrirkomulagið sem þar hefir
ríkt er alkunnugt. Gamaldags-
skipulag á öllu, afgreiðslan þung-
fær, selstöðu-forstjórabragur á
stjóminni, mestir peningar í
veltu í Reykjavík og grend, land-
búnaður og samvinnufélög mjög
afskift, verðbréfasalan vanrækt,
ófriðareldur í bankanum, bank-
inn inn í stjórnmálamoldviðrinu
og annar bankastjórinn á ráð-
herraveiðum og ekkert gert að
fjölgun útibúa.
Móti öllu þessu kerfi hefir
“Tíminn’ beitt sér eftir megni.
Bardaginn í þinginu stóð um það
hvort gamla kerfið með sínum
fulltrúum ætti að ráða framvegis
í bankanum. Af ræðum Magn-
úsar Torfasonar, Magnúsar
Kristjánssonar og Einars Árna-
sonar, sem “Tíminn flutti síðast-
liðið sumar, er Iesendum blaðsins
kunnugt, hve sammála mætir
menn úr öllum flokkum um að
veita þyrfti “dauða blóðinu” út
úr bankanum. Svo fór að ekki
fékst nema fjórði hluti þing-
manna til þess að fylgja gamla
málstaðnum og fulltrúa hans.
“Tíminn” hefir einn allra blaða
lagt lið þessum heilbrigðu við-
reisnaröldum í bankamálinu, og
verið svo heppinn að sjá málið
þokast í áttina, með aðstoð sam-
herja sinna. Og er þó enn mikið
óunnið á þessu sviði.
Fossamálið kom einnig inn á
þing, og full ástæða var til að
hinnar mestu varúðar væri gætt.
Sumir vildu knýja málið fram í
flughasti, aðrir vildu drepa það
umsvifalaust. “Tíminn” lagði til
að málið yrði sett í milliþinga-
nefnd, rannsakað gaumgæfilega
og þá fyrst tekin ákvörðun. Eins
og kunnugt er hallaðist þingið
að þeirri skoðun. Og því meir
em málið er rætt, því betur kem-
ur í ljós, að þessi leið var heppi-
legust.
Um erindrekann í Ameríku
hafa staðið allmiklar deilur.
“Tíminn” studdi Árna Eggerts-
son þegar, og það gerðú flest
önnur blöð í fyrstu. Reynslan
hefir orðið sú, að Á. E. hefir
gegnt starfi sínu afburðavel, og
má það vafalaust teljast að hann
sé hinn bezti maður sem völ er á.
Engu að síður hefir harðlega
verið unnið gegn honum, og sum
•hægrimannablöðin stutt þær
raddir. Ýms mistök hafa verið
gerð og óþarfur fjáraustur, en
gegn því hefir “Tíminn” einn
barist 'og einn stutt Á. E. fram á
þennan dag. Á landið enn því
láni að fagna, að ekki hefir tekist
iað bola Á. E burt.
Bannmálið á hvergi öruggan
griðarstað í hægrimannablöðun-
um. “Tíminn” hefir stutt bann-
stefnuna með festu og haldið
fram fylstu kröfum um bann-
iagagæzlu. Hefir þar orðið mikil
framför á liðnu ári í mörgum at-
riðum, og hefir blaðið verið mjög
við það riðið. Er það ljóst að
bannmálið er flokksmál vinstri-
manna.
Áframhaldandi framför í þessu
efni er óhugsandi, ef bannstefn-
an á ekki slíkt eindregið og ó-
skift fylgi einhvers landsmála-
blaðsins.
Um fánamálið hefir “Tíminn”
ekki rætt mikið. Meðan málið
var til meðferðar í sumar hvatti
blaðið til varfæmi. Eftir að
Danir höfðu þvertekið fyrir mál-
ið, tók blaðið þá stefnu sem ber-
sýnilegt er og allir góðir drengir
í landinu muni að lokum samein-
ast um: að undirbúa málið í kyr-
þey, en fylgja því fram í fullri
alvöru þegar þjóðin er tilbúin.
Hin leiðin að rasa fyrir ráð fram,
gera kröfur sem ekki yrði staðið
við, ætti að vera oflágt ok fyrir
íslendinga a ganga undir. Hrein-
ar línur í fánamálinu hafa ekki
komið fram í neinu öðru blaði en
í “Tímanum”.
%
Afstaða til stjómarinnar. Nú-
verandi stjóm hafði í byrjun
fylgi eða naut hlutleysis frá því
nær öllum þingmönnum og blöð-
unum, nema ef telja skyldi “ísa-
fold” og “Norðurland”. Svo
varð það ljóst af ýmsum endur-
bótum sem stjómin beittist fyr-
ir t. d. á landsverzluninni, að hún
mat meira almenningheill en eig-
in hagsmuni sumra manna, eink-
um í kaupmannastétt, og þá var
friðurinn úti. Síðan hafa öll
hægrimannablöðin, meira og
minna opinskátt, beitt fylstu
orku til þess að ófrægja stjóm-
ina og koma henni frá.
“Tíminn” hefir líka haft sér-
stöðu í þessu efni gagnvart hin-
um blöðunum. Hann hefir varið
stjómina þar sem hún hefir ber-
sýnilega verið borin röngum sök-
um. En sú vöm hefir verið
vegna málefna en ekki manna.
“Tíminn” berst fyrir stofnun
öflugs vinstrimannaflokks í land-
inu. Og um alla þrjá ráðherr-
ana, sem nú setja að völdum, má
segja, að eftir vanalegum út-
lendum mælikvarða standa þeir
mjög nærri vinstrimannastefnu,
þótt þeir virðist stundum taka
óþarflega mikið tillit til hægri-
manna. Og þar eð það er ber-
sýnilegt, ef stjórnarskifti yrðu
nú, án nýrra kosninga, að hægri
menn, meir og minna einlitir
tækju við stjórninni, sem mundu
hrinda um koll öllum þeim breyt-
ingum sem snúist hafa til hægra
vegs á liðnu ári, enda samband
þeirra orðið svo sterkt, sem fæst-
um er kunnugt, dð þeir gætu ve>
notið aflsmunar — þá er það
sjálfsögð skylda óháðs vinstri-
mannablaðs að styðja slíka
stjóm, meðan hún stýrir í horf-
ið, þótt á stundum greini nokk-
uð á um leiðir í einstökum at-
riðum.
Ný flokkaskipun. Að síðustu
skal minst á það málið sem
“Tímanum” þykir einna mestu
skifta. pað eru þau hin miklu
straumhvörf sem eru að verða \
þjóðmálum íslendinga. Gamla
gaspurs-pólitíkin e r d a u ð.
Gömlu pólitiskuflokkarnir eru
sumpart dauðir, sumpart á graf-
arbakkanum. í stað þeirra risa
þrír nýjir flokkar—vinstri menn
hægri menn og jafnaðarmenn—
í samræmi við lífskjör og and-
legar ástæður þjóðarinnar. Blöð-
in hafa þegar skipast í flokka á
þennan hátt. pjóðin er að gera
það og þingið gerir það í verki
fyr en varir'
í þessu stutta yfirliti er ekki
getið annara mála en deilumála.
Mætti auk þess minna á það t. d.
að “Tíminn” hefir rætt landbún-
aðarmálin miklu rækilegar en
nokkurt annað blað, og er eina
blaðið sem nú nýlega hélt ein-
dregið fram hinum sjálfsögðu
kröfum um verðhækkun afurða
í sambandi við sendiförina til
Englands.
Yfirlitið sýnir það ljóslega
hvílíkt hamingjuleysi það væri
fyrir þjóðina, ef hún ætti ekkert
blað, sem er óháð íhaldsstéttinni,
og er á verði um heill almenn-
ings. Og á hinn bóginn sýnir
það og, að gott málefni verður
stundum þyngra á metaskálum
sigurgyðjunnar en þungir fjár-
sjóðir.
Heimsókn.
Wild Oak 15. apríl 1918.
Ámi Jakobsson, Johnson, sem
áður átti heima í Winnipeg, en
hefir um 3 undanfarin ár búið
hér í Big Point-bygð, er nú
fluttur héðan norður til Silver
Bay, Man., þar hefir hann keypt
land, sem hann ætlar að búa á
framvegis. Hann fór alfarinn
héðan 11. þ. m.
Að kveldi laugardaginn 6. þ.
m. komu nokkrir vinir og nábú-
ar þeirra hjóna,Mr. og Mrs.
Áma Johnson, saman í húsi
þeirra, til að þakka þeim fyrir
samveruna og óska þeim farar-
heilla.
pau hjón Mr. og Mrs. Gísli
Jónsson stóðu fyrir samsæti
þessu. Gísli stjómaði því.
Hafði hann orð fyrir samsætis-
gestunum. Hvað hann þá óska
þess, að fá hér húsaráð, um litla
stund, og væri tilgangur þess sá,
að þakka þeim hjónum, Mr. og
Mrs. Áma Johnson, fyrir sam-
veruna og óska þeim fararheilla.
Eftir að hann hafði minst þessa
með velvöldum orðum, afhenti
hann þeim hjónum dálitla minn-
ingar- og vinagjöf, í peningum,
frá samsætismönnum; vi^ þessa
gjöf bættist síðar frá vinum
þeirra hjóna, sem ekki gátu tek-
ið þátt í samsætinu, veðurs
vegna.
Svo hófust ræðuhöld.
pessir töluðu til þeirra hjóna:
Gísli Jónsson, Einar fsfeld, Jó-
hann Jósefsson og Halldór Daní-
elsson. Ámi þakkaði fyrir hönd
þeirra hjóna, samsætið ræðum-
ar og gjöfina. Halldór Daníels-
son talaði nokkur orð til Jakobs
Jónssonar, föður Áma, Jakob
hefir verið hjá syni sínum í vet-
ur, og fer með honum norður til
Silver Bay. Að síðustu þakkaði
Halldór Danielsson þeim, sem
hefðu gengist fyrir samsæti
þessu, og þá einkum þeim hjón-
um, Mr. og Mrs. Gísla Jónsson.
Að tölunum loknum voru bomar
fram rausnarlegar veitingar, sem
gestirnir höfðu haft með sér.
Síðan var skemt sér við sam-
ræður leiki og spil.
Um 20 manns, aðkomandi tóku
þátt í samsæti þessu, fleiri hefðu
tekið þátt í því, hefði ekki veður
hamlað, um kveldið var norðan-
veður með talsverðu kafaldi.
Samsætið fór hið bezta fram og
var ánægjulegt.
pau hjón, Mr. og Mrs. Ámi
Johnson, biðja Lögberg, að færa
beztu þakkir fyrir samsætið og
vingjöfina, með heillaóskum til
allra þeirra, er þar að unnu.
Ámi Jakobsson Johnson, er
vel á sig kominn, atgerfis og
dugnaðarmaður. Hann er fædd-
ur í Eyjafirði. Kom með for-
^ • * •• 1 • timbur, fjalviður af öllum
Nyjar vorubirgðir tegundum, geirettur og al.-
konar aðrir strikaðir tiglar, hurðir og flugnahurðir.
Komið og sjáið vörur vorar. Vér crumætíð glaðir
að sýna þó ekkert sé keypt.
The Empire Sash & Door Co.
Limitad
HENRY AVE. EAST
WINNIPEG
eldrum sínum á bamsaldri til
Ameríku.
Mrs. Jónína Johnson, kona
hans, er dóttir Friðlunds Jóns-
sonar og konu hans Helgu Hin-
riksdóttur frá Efra-Núpi í Mið-
firði. Friðlundur er Miðfirðing-
ur að uppruna. Hann hefir all-
lengi átt heima í Winnipeg. Frið-
iundur er nú í her Breta á
Frakklandi. Mr. og Mrs. Ámi
Jöhnson hafa kynt sig vel, og
notið mannhylli hér í bygð.
Héðan fylgja þeim hamingju-
óskir.
Viðstaddur.
N Á ferðalagi.
Thurber Magnússon kom til
borgarinnar á fimtudaginn var,
úr Bandaríkjaferð sinni. Hann
fór héðan í jan síðastl. suður
til Salt Lake City, Utah. Mest
af tímanum hélt hann til hjá Mr.
Hans T. Johnson, sem er “Dis-
trict Manager of Consolidated
Wagon & Machine Co., Salt
Lake City. Mr. Johnson er upp
alinn í Spanish Fork, Utah (var
á öðru ári er hann kom frá ís-
landi. peir eru gamlir góðkunn-
ingjar. Mr. Magnússon fór og til
Spanish Fork að sjá sínar gömlu
stöðvar og foma vini og kunn-
ingja. Hann er með bros á andlit-
inu þegar hann minnist á, hvað
honum var vel tekið og fagnað
svo innilega, með einstakri gest-
risni, og biður hann “Lögberg”
að flytja þeim í Utah þakklæti
fyrir samveruna.
Talsverðum framförum segir
hann að Spanish Fork hafi
tekið, þessi fimm ár sem hann
^ var í burtu, talsvert verið lagt af
steyptum gangstéttum og mörg
falleg hús verið smíðuð. Og ekki
heldur hann að menta framfýsn-
in sé þar neitt í afturhaldi meðal
íslendinga í samanburði við önn-
ur pláss er hann þekkir til, þá
tekið er tillit til mannfjöldans.
Eru þar 9 alíslenzkir skólakenn-
arar við æðri skóla og alþýðu-
skóla, og á komandi ári, segir
hann að bætast muni við 4
alíslenzkir kennarar. Ekki seg-
ist hann minnast þess, að
hafa heyrt betur sungið “ó guð
vors lands”, en Elín Jónasson
hafi sungið það fyrir hann á
páskadagskveldið og Rósa systir
Manitoba Hat Works
Við hreinsum og lögum
karla og kvenna hatta af
öllum tegundum.
309 Notre Dame Tals. [G. 2426
hennar spilaði undir á píano.
Yfirleitt líður íslendingum á-
gætlega vel í Utah, færast ekki
mikið í fang, en komast vel af.
Almenna þátttöku virtis hon-
um fólkið sýna með að hjálpa
Bandaríkja stjóminni hvað stríð-
ið áhrærði, og flokkadráttur í
pólitík sést ekki nema í góðum
sjónauka, á yfirborðinu er ekki
annað sjáanlegt, en að menn séu
einhuga bæði í kirkju og stjóm-
málum, þar af leiðandi gæti mað-
ur haldið að færí að draga að því
að lambið og ljónið lékju sér
saman. — 1. apríl var byrjað að
bera út póst í Spanish Fork, þar
á líka að byggja pósthús, sem á
að kosta $52,000.
Til Jóns Sigurðssonar félagsins.
Frá vini I Winnipeg.......... % 5.00
Mr. J. Benjamínson, Qeysir... 3.00
Frá vini I Edmonton ............... 1.00
Kvenffel. Frikirkjusafn., Brú .... 20.00
Mr. og Mrs. Sig. Sölvason, West-
bourne, Man..................... 6.00
Mrs. Thorlákur Johnson, Wpg 1.00
Mrs. Louise Benson, Winnipeg 2.00
Mr. J. P. Abrahamson, Sinclair 3.00
Mrs. S. Thordarson, Dufferin .— 3.00
Frá vini, Tantallon ............... 3.00
Miss Valda Johnson, Winnipeg 2.00
Mr. Helgi T. Sigurdson, Geysir 6.00
Mr. J6n S. Nordal, Geysir ......... 4.00
Mrs. Gróa Pálmason, Hnausa 10.00
Mrs. Gudrun Frederickson, Wpg 5.00
Björg Johannesson, Winnipeg 1.00
Mrs. Eyjólfson, Newman St., Wpg 5.00
Með þakklæti meötekiö.
Kury Amason, féhirðir.
635 Furby St., Wpg.
SOKKAR
gefnir Jóns Sigurðssonar féiaginn.
Fr. Leslie, Sask.: Pör
Fr. E. G. Nordal .................... 1
Ónefnd ........................... 2
ónefnd ........ .... ................ 2
Miss Th. Gíslason, Plumas, Man. 1
Fr. Frikirkju kvenfél., Brú, Man. 18
Mrs. Th. Hallgrímsson ............... 2
Mrs. G. Frederickson ................ 2
Mrs. Lilja Arnason .......... .... 1
Mrs Markús Johnsin, Baldur, Man. 4
Mrs. Benjamín, Geysir, Man. .... .... 4
Frá Winnipeg, Man.:
Mrs. Johannsson, 794 Victor St.. 4
Mrs. Magnússon, 670 Lipton St... 2
Miss K. Pálson ...................... 2
Mrs. S. Johnson ..................... 1
Mrs. G. ólafson ..................... 2
Mrs. Sigurdson, 439 Ferry Rd.... 2
Mrs. S. Abrahamson, Crescent, Man. 2
Fyrir þessar gjafir kvittast hér me8
þakksamlega.
Mrs. Ingibjörg Goodman.
SÓLSKIN
SÓLSKIN
3
þessu út í bæjardyraar; hún var orðin ellihrum
og mjög lotin og gigtveik, og staulaðist ekki út
nema þegar bezt veður var.
En hún var svo hjartagóð og hændi að sér
allar skepnur; en þó hafði Skjóni öðrum fremur
náð hylli hennar.
Hún horfði um stund á leikinn; svo staulaðist
hún inn í búr, tók væna klípu af brauðdeigi og hélt
á stað með hana út á tún til Skjóna.
Skjóni leit upp og spretti eyrun, þegar hann
sá hana koma; hann hefði nú helzt kosið, að hún
hefði nú ekki komið til að ónáða sig; en honum
datt ekki í hug að beita neinum hrekkjum við
hana.
Hann frýsaði vinalega á móti henni og tók við
brauðdeiginu úr hendi hennar; hún klappaði hon-
um um hausinn og tók svo í toppinn undir kverk-
inni á honum og leiddi hann eins og lamb út að
hliðinu.
petta fráa og fagra, en meinhrekkjótta reið-
dýr fetaði hægt og hægt við hliðina á gamalmenn-
inu, sem var því svo gott. pað var eins og Skjóni
fyndi skyldu sína í að gera það.
Svo fór Skjóni að gera sér að góðu toppana,
sem spruttu í skjóli vallargarðsins að utanverðu;
gamla konan lét Steinku láta spýtuna vel í hliðið,
og svo klappaði hún Garmi og fór heim aftur.
Bílda.
Bílda hét ær, sem eg áfcti, þegar eg var dreng-
ur á 10.—11. ári. Mér er hún og saga hennar í
fersku minni, eins og hún hefði gerst í gær; það
er kanské með fram af því, að hún hefir verið sú
eina kind, sem mér öðrum fremur hefir þótt
vænt um.
Mér var gefin Bílda, sem nýborið lamb. Hún
fékk að ganga undir móður sinni um sumarið og
var um hausið vænsti dilkur. Eg kendi henni um
veturinn að éta fcrauð og fiskúrgang og lét mjög
dátt að henni, svo hún varð mjög mannelsk og
dafnaði vel. Haustið eftir, þegar hún kom af
fjalli, mátti heita að hún bæri af öllum kinda-
hópnum að fegurð og eg var svo hreykinn af því
að eiga hana, að eg varð mér næstum því til mink-
unar, og lét nú svo dátt að henni og bar svo mikið
í hana af ýmsu ætilegu, að hún var seinast farin
að verða vandætin.
Vorið eftir átti Bílda lamb — svartbíldótt
gimbrarlamb, sem var nákvæmlega líkt henni
sjálfri; og eg er ekki viss um, hvort Ríldu hefir
þótt vænna um laanbið en mér.
Mér var bannað að vera að elta lömbin að
óþörfu og handleika þau, og eg þorði heldur ekki
að beita þessu við lamb Bíldu, þegar nokkur sá til
mín, jafnvel þó að eg fyndi vel til þess, að það var
mín réttmæt eign, og ertginn hafði leyfi til að.
handleika lambið, ef ekki eg.
En einu sinni, þegar enginn sá til mín, varð
freistingin mér of sterk; mig langaði svo afar-
mikið til að taka lambið, leggja það undir vanga
minn, klappa því og leika mér við það, og svo
læddist eg að því og náði því.
Gleðin varð nú minni en til var ætlast, því
bíldótta lambið mitt gat ómögulega felt sig við
þennan leik, heldur spriklaði og vildi fyrir hvem
mun losna.
En eg slepti því ekki, heldur settist á þúfu
með það í fanginu. En eg er ekki fyr seztur en
Bílda mín, sem mér þótti svo innilega vænt um,
rendi sér á mig af öllu afli svo eg valt út af þúf-
unni og lenti í skoming fullan af vatni.
pegar eg kom upp úr vatninu aftur, var
lambið farið að sjúga Bíldu, sem horfði reiðilega
á mig, eins og hún vildi segja, að sönnu væmm
við vinir, en ef eg gæti ekki séð lambið sitt í friði,
þá jrrði vináttan heldur að fara út um þúfur.
Eg hljóp skælandi inn til mömmu og sagði að
Bílda mín hefði stangað mig, og mátti svo til að
skrifta, og fékk ávítur og ónot, og var rekin úr
hverri spjör og fékk ekkert til að fara í aftur, svo
eg mátti liggja alheilbrigður í rúminu það sem
eftir var dagsins.
Um sumarið gekk Bílda með dilk. Og um
haustið var dilkurínn fyrirtaks vænn, og Bílda
sömuleiðis vel útlítandi. En svo kom ógæfan.
Einn dag í hríðarveðri kom Bilda heim með
hinu fénu dilklaus og blóðug og bitin um snoppuna.
Hún hafði auðsjáanlega strítt og liðið mikið
þá nótt, því svo þekti eg skap Bíldu, að hún mundi
ekki gefast upp fyr en í fulla hnefana að verja
lambið sitt fyrir bitvarginum; mér var fyrir
minni þegar hún rendi sér á mig um vorið.
En tóan hafði borið hærri hlutann: drepið
dilkinn hennar og bitið hana sjálfa svo að hún
gat naumast kroppað. Tannaförin voru í gegnum
snoppubeinið og suðaði í þeim, þegar hún dró
andann.
Hún var tekin inn í hús og sett fyrir hana
taða, matur, fiskúrgangur og alt sem maður vissi
að henni þótti bezt, en hún snerti það varla; eg
l
vissi að hún gat vel tuggið og étið ofurlítið, en
eg held að hún hafi ekki haft sinnu á því vegna
sorgar. Og svo var hún ekki álitin þannig á vet-
ur setjandi.
Eg grét eins og bömum er títt yfir missinum
á lambinu og Bíldu og raunum hennar, og þegar eg
enn í dag rif ja það upp fyrir mér, þá liggur við að
eg vikni.
Álftaveiðin.
Á stöðuvatni fram í heiðinni þar sem eg sat
yfir ánum á daginn vom oft álftir á sumrin. pær
urpu þar í hólma, sem var í miðju vatninu og urðu
þar«sárar (feldu fjaðrimar) um miðsumarleytið.
Vatnið lá undir tvær jarðir; en okkar megin
við vatnið vora mýrarflóar, sem álftimar iðulega
gengu um og bitu í, svo þær héldu sig yfir höfuð
meira okkar megin.
Mér þótti innilega vænt um álftimar og eg
gladdi mig við það marga stund að horfa á þær,
þar sean þær voru að ganga um flóann eða syntu á
vatninu ánægðar með sjálfar sig og tilverana og
án þess að hafa huglboð um nokkra hættu; ungam-
ir þeirra vora með þeim; eg læt raunar vera hvað
þeir voru fagrir ásýndum framan af; en hvað sem
því leið, þá voru þeir efni í álftir, og þess vegna
þótti mér vænt um þá líka.
Eg þarf ekki að lýsa þessum tignarlega fagra
fugli, sem er prýði fyrir hvert landslag sem er,
ef hann fær að vera þar óáreittur og honum líður
þar vel.
Og ekkert af því, sem eg sá dags-daglega á
heiðunum, dró huga minn eins að sér og álftimar.
En þær fengu sjaldan að vera óáreittar sum-
arlangt á þessum stað.
Eg hafði þetta sumar hund með mér, sem
Vaskur hét og var því nær heymarlaus, en annars
allra bezti rakki. pegar eg vildi senda hann eitt-
hvað frá mér, varð eg að gefa honum bendingar,
og eftir það var hann sjálfráður hvað hann gerði,
því að það var þýðingarlaust að kalla til hans.
En annars var hann mesta meinleysis kvik-
indi, beit aldrei nokkra skepnu, en gjammaði
ákaft og var fljótur að fara, ef hann var sendur
og fremur vel vaninn.
En hann hafði undarlega mikla ástríðu til að
hlaupa í álftimar, ef hann sá þær uppi í flóanum.
Stundum gat eg stilt hann, en venjujega ekki; en
svo var eg svo oft búinn að gefa honum ráðningu
fyrir þetta athæfi, að hann var heldur farinn að
leggja það niður.
Einn dag um sumarið tóku þeir sig saman,
bændasynimir af báðum bæjunum, og lögðu af
stað með byssur og skotfæri í miklum veiðihug,
því nú átti að veiða álftimar og sameina með því
skemtun og hagsmuni.
Eg vissi að ferðin var ákvörðuð og var með
sjálfum mér hryggur út af að missa nú álftimar.
peir hittu mig þar sem eg sat yfir ánum
skamt frá vatninu og spurðu mig, hvort álftimar
væru upp í flóanum. Eg vissi það vel, en kvaðst
þó ekki vita það. Holt bar á milli, og gengum við
nú þrír saman upp á holtið til að skygnast yfir
flóann.
pað stóð líka heima; niðri í flóanum neðan
undir holtinu vora álftimar, spakar og fagrar með
unga sína hálffleyga, eins og á beit. Nú var um
að gera að ekki kæmist stygð að þeim, á meðan
þeir væru að komast á milli þeirra og vatnsins, því
að kæmust þær út á vatnið, var lítil von um vinn-
ing, en á landi vora þær auðunnar, því þær gátu
ekki flogið.
Mér næstum sortnaði fyrir augum, þegar eg
hugsaði um hættupa, sem vofði yfir þessum jmdis-
legu fuglum. En alt í einu datt mér ráð í hug til
að frelsa álftimar.
Eg gerði mér eitthvað til tafar til að verða
spölkom á eftir hinum, og svo gaf eg Vask mínum
bending, og sem elding þaut hann af stað til álft-
anna.
pegar hann var farinn, fór eg að hrópa og
kalla á eftir honum til að stöðva hann; þeir gerðu
hið sama af mikilli ákefð. Eg vissi vel að það var
óhætt; Vaskur heyrði ekkert.
Nú var álftaveiðin líka farin út um þúfur.
Vaskur styggði álftimar svo þær þutu út á vatnið
og syntu sem fljótast frá landi, og vora þegar úr
skotmáli.
Auðvitað skelti eg skuldinni á Vask, og sagði
að hann hefði tekið þetta upp hjá sjálfum sér, og
þeir þektu Vask svo að þeir trúðu honum vel til
þess, og svo fengum við báðir skammir, eg og
Vaskur, eg fyrir að hafa ekki gætt hundsins og
hann fyrir vitleysuna.
Svo snera veiðimennimir heim í illu skapi. En
álftirnar syntu í hnapp fram á miðju vatninu og
kvökuðu, eins og þær væru að talast við um þenn-
an atburð. En uppi í heytóftarbroti á holtinu lá
eg og horfði yfir vatnið og Vaskur hjá mér. Eg