Lögberg - 02.05.1918, Síða 3

Lögberg - 02.05.1918, Síða 3
\ Dœtur Oakburns lávarðar. Eftir MRS. HENRY WOOD. ANNAR KAFLI. Hann varð sýnilega í vandræðum, tilfinning- arlaus eins og hann var næstum orðinn fyrir öllu jarðnesku. Mér datt það ekki í hug, Jana, þegar eg samdi erfðaskrá mína; eg hugsaði ekki —” Rödd hans misti afl sitt, og Jana gat ekki heyrt til hans. í herberginu ar algerð kyrð, að eins við og við heyrðist grátekki lafði Jönu. “pað er orðið dimt”, sagði hann aftur seinna; “komdu hingað nær mér Jana. Sérðu skipið? pað liggur við atkeri meðan það bíður. Lít þú á það, Jana, hve skrautlegt það er. Skeyttu ekki um það, þó hér sé dimt. Bakkamir ru grænir og blóm- in yndisleg og skýin með rósalit. Og þama, þaraa er skipstjórinn! parna er hann! ó, Jana, legðu aftur augun, þú getur ekki þolað að sjá alla hans fegurð og dýrð. Hann bendir mér! Hann bendir mér að koma!” endurtók jarlinn með mjög óvana- legri rödd, ástríkri og sigri hrósandi, svo Jönu var ómögulegt að setja það, sem hann sagði, í sam- band við jarðneska ímyndun. “Eg sagði þér, að hann mundi ekki neita að taka á móti gömlum heiðarlegum sjómanni. Hann á að stýra skipinu til guðs — beint inn í hina himnesku, blessuðu höfn. Já, já, eg kem; skeyttu ekkert um myrkrið við verðum bráðum þar sem bjart er”. Hann sagði ekki meira, en lá kyr. Kl. ellefu byrjaði útfallið, og með því yfirgaf andinn jarlinn af Oakbum. Ein af hjúkrunarstúlkunum yfirgaf herberg- ið, til þess að láta heimilisfólkið vita um viðburð- inn, og á sama augnabliki kom lafði Laura Carlton. sem menn höfðu vænst með kvíða miklum. pað hafði viljað þannig til, að þegar símskeytið kom í hús ofursta Mardens, hafði hún og fjölskyldan verið nýfarin til að skoða gamlar byggingarústir, sem tafði hana við það allan daginn. Henni var fengið símritið þegar hún kom heim aftur k). fimm síðdegis, og þá brá hún undir eins við til að fara. Laura var að eðlisfari mjög fljótfær, og undir eins og dymar voru opnaðar fyrir henni, hljóp hún upp stigann og ætlaði af handahófi að finna svefn- herbergi föður síns. í ganginum á öðru gólfi, rétt íyrir utan svefnherbergi greifainnunnar, mætti hún hjúkrunarstúlkunni, sem var núkomin út úr herberginu uppi. “Hvernig líður jarlinum?” spurði hún. Stúlkan starði á hana, hún hefir líklega ekki vitað að vænst var eftir annari dóttur. Hún svar- aði því ekki strax, og Laura stappaði fætinum nið- ur óþolinmóð. “Eg spyr, hvernig lávarði Oakburn líði. pekkið þér mig ekki ? Eg er lafði Laura Carlton”. “Jarlinn er dáinn, lafði”, svaraði konan lágt. “Hann er alveg nýlega skilin við”. “Dáinn!” hrópaði Laura svo hátt að heyrðist um alt húsið. “Faðir minn dáinn! ó, Jana, er það satt?” kveinaði hún, þegar hún sá Jönu, sem stóð uppi á loftskörinni. “Jana, Jana! er pabbi dáinn ?” Hjúkrunarstúlkan kom út úr herbergi lafði Oakburn, náföl í andliti og afarsúr á svip, biðjandi um kyrð og varkámi. Laura gekk upp stigann og Jana leiddi hana inn í herbergið, þar sem faðir þeirra lá dáinn, en ekki kaldur enn þá. Hún fleygði sér niður við hliðina á rúminu og grét, sem frávita. Hvers vegna voru henni ekki send boð fyr en þetta ? Hversvegna létu þau hann deyja án þess hún fengi að sjá hann ? Jana reyndi að hugga hana, þrátt fyrir sína kyrlátu, en miklu dýpri sorg; hún hvíslaði að henni hve ánægður og glaður hann hefði skilið við lífið, og hve ástríka fyrirgefningu hann hefði skilið eftir handa henni, en Laura snögti voðalega og vildi ekki huggast láta. peim varð báðum afarbilt við þá sýn, sem nú bar fyrir augu þeirra. Hávaxin persóna, klædd í ullardúksslopp og með náfölt andlit, kom gangandi inn og stóð og starði á líkið. Laura hafði aldrei séð hana fyr og þessi sýn kom henni til að þagna, en Jana sá undir eins að þetta var lafði Oakboum. Hjúkrunarstúlkan kom á eftir henni, nuggandi höndum saman og kveinandi yfir því, að hún gat • ekki hindrað þetta. Hróp Lauru í ganginum hafði borist inn í herbergið, og lafði Oakbum fór á fæt- ur til að koma hingað. Sorgx>g sárar tilfinningar brutust um í huga hennar; sorg yfir dauða mannsins síns, ásakanir gegn þeim, sem höfðu haldið ásigkomulagi hans lejmdu fyrir henni; en hún hafði mikið vald yfir tilfinningum sínum og gat verið næstum því óeðli- lega róleg. pegar hún sá Jönu, sneri hún sér að henni. “Var þetta rétt breytni, lafði Jana ?” “Eg veit ekki nákvæmlega, hvað þér eigið við”, svaraði Jana. “Eg er ókunnug í húsinu og hefi hér ekkert vald. Hvort sem hér er breytt illa eða vel, hefi eg enga ábyrgð á því. Eg hefði frelsað Kf föður míns með mínu eigin lífi, ef mögu- legt hefði verið að bjarga því”. “pér hafið verið hér hjá honum?” “Síðari hluta dagsins”. “Og þó hafið þér ekki gert mér aðvart”, sagði lafði Oakbum með skjálfandi rödd af geðshrær- ingu. “pér hafið álitið það rétt að varna konunni að koma til banabeðs manns síns?” “Eg áleit það stórkostleg rangindi”, sagði lafði Jana; “eg álít að ekkert geti réttlætt það, nema hættan fyrir hennar eigin lífi. pað fyrsta sem hvíslað var að mér um varkárni, þegar eg gekk inn í þetba hús, var, að sannleikurinn um ásig- komuiag föður míns mætti ekki berast til eyrna yðar. Eg leyfði mér að koma með mótmæli; já, það gerði eg, einu sinni fyrir James lækni ein- 6ömlum, seinna fyrir þeim öllum, og þeir sögðu að LÖGBERG, FIMTUDAGINN 2. MAí 1918 það væri nauðsynlegt, að þér vissuð ekkert um þetta; ef yður væri sagður sannleikurinn, gæti það haft afarslæmar afleiðingar fyrir yður. Eg skyldi hafa sagt yður þetta undir eins og eg kom, hefði eg þorað það”. Lafði Oakburn sneri ásökunaraugum sínum að hjúkrunarstúlkunni. “pað var James læknir”, sagði stúlkan, “sem gaf sínar ákveðnu og alvarlegu skipanir, og við urðum að hlýða honum. Hann var hræddur við annað eins og nú er skéð, og hver veit, lafði, nema það orsaki dauða yðar”. “Eg bið yður fyrirgefningar”, sagði greifá- innan við Jönu. “Ó, lafði Jana, við skulum vera vinur á þessu hátíðlega augnabliki”, sagði hún biðjandi, um leið og ómótstæðilegur innblástur hvatti hana til að tala. “Hann var faðir yðar — maðurinn minn, og hann liggur dáinn fyrir fram- an okkur; hann er kominn í þann heim, þar sem ekkert strið á sér stað; fyrirgefið mér þau rang- indi, sem þér hafið álitið að eg hafi gert yður, kuld- ann, sem eg til allrar ógæfu er orsök í; látum oss að minsta kosti vera vinur þessa stund, þó að ókomni tíminn kunni að færa okkur kulda að nýju”. Jana Chesney lagði hendi sína í hönd stjúpu sinnar. “pað var ekki mér að kenna, að þér voruð ekki hjá honum; ef eg hefði mátt ráða, þá skylduð ' þér hafa verið hjá honum. Hann fól mér á hendur að flytja yður sína kærústu kveðju, og að segja yður að sig hefði langað til að sjá yður, en að læknarnir hafi ekki viljað leyfa það. Dauðastund hans var friðsamleg og ánægð, full af vonum um betri heim; að litlum tíma liðnum, sagði hann skuluð þið öll mæta mér þar”. Lafði Oakburn, sem enn þá hélt hendi Jönú í sinni, lagði höfuð sitt á koddann við hliðina á höfði hins framliðna, en á sama augnabliki heyrðu þær kveljandi grátekka bak við sig. Lucy, sem einnig hafði vaknað við hávaðann í Laum, hafði læðst inn í náttkjólnum sínum. “pú hélzt þessu líka leyndu fyrir mér, Lucy”, sagði lafði Oakbum með sorgmæddum, ásakandi róm. “Og eg treysti þér þó”. “pví var haldið leyndu fyrir henni”, sagði hjúkrunarstúlkan. “Við vorum hrædd við að láta barnið vita það, lafði, af því hún hefði sagt yður frá því”. “Ó, Jana”, sagði litJa. stúlkan snöktandi, “hversvegna hefir ást þín yfirgefið okkur? pú vissir, að hann lá fyrir dauðanum, og þú sagðir mér það ekki, þú hefðir ekki þurft að öfunda mig af einum kossi frá honum í síðasta skifti”. “Eg hefi ekki lengur neitt vald í þessu húsi, Lucy”, svaraði Jana, “og eg get að eins gert það, sem mér er skipað. Eg er að eins getsur hér”. Rödd hennar, sem lét í ljósi þjáningu, sorg og meðvitund um ranglæti, kom þeim á óvart, og það þó þær væru sjálfar mjög sorgmæddar. Laura hafði knéfallið í skugganum, síðan lafði Oakburn kom inn; hún hafði ekki ávarpað hana og Lucy hafði ekki séð hana. Jana sneri sér nú að henni. “Hann skildi þér eftir fyrirgefningu sína, Laura, algerða og innilega fyrirgefningu og bless- un sína”, sagði hún um leið ag tárin runnu niður kinnar hennar. “Hann skildi einnig eftir fyrir- gefningu sína til hr. Carlton og óskaði honum alls góðs. ó, ef eg vissi ekki að faðir minn hefði hlotið frið og gæfu í himnaríki, þá væri þessi reynsla stæi’rí en svo, að eg gæti borið hana”. Síðustu orðin virtust töluð í ósegjanlegri sál- arangist. petta var í sannleika mjög bitur og þung reynsla fyrir þær allar, en ef til vill lang- þyngst fyrir Jönu. Pó varð hún, þrátt fyrir sorg sína, neydd til að sleppa megninu af óvild sinni til lafði Oakbum. nú var ekki tími til þess að ala vondar tilfinning- ar, og Jana gat ekki lokað augum sínum fyrir þeirri sannreynd, að lafði Oakbum hefði verið góð húsmóðir á sínu nýja heimili. Ef Jana að eins hefði getað fyrirgefið giftinguna, þá var fram- koma greifainnunnar með allar hennar nýju skyldur sannarlega aðdáunarverð, og þegar hún grét beisklega þessa nótt við hliðina á Jönu og aftur og aftur endurtók orðin um sorg sína, um samvizkubitið yfir kuldanum, sem hún hefði ollað á milli jarlsins og Jönu, og sína auðmjúku bæn um, að lafði Jana að minsta kosti vildi ekki líta á hana sem óvin sinn, þá bráðnaði ísinn utan af hjarta Jönu ósjálfrátt, og án þess að hún vissi af því, fór henni að geðjast betur að greifainnunni, heldur en að henni hefði nokkru sinni geðjast að ungfrú Lethwait. “Hafi skoanir mínar verið rangar, hafi eg verið harðari og þrákelknari en mér bar að vera, hafí það orsakað mínum elskaða föður sorgar, þá þá bið eg guð að fyrirgefa mér það”, tautaði hún. “Já, lafði Oakbum, við skulum framvegis vera vinur, góðar vinur, vona eg; aldrei hér eftir ó- vinur”. Lafði Oakburn tók hendi Jönu og grét yfir henni. Mæðan, sem hún hafði ollað lafði Jönu, kuldinn, sem hún hafði vakið milli hennar og manns síns, var eini þyrnirinn í hjónabands lífi lafði Oakburn. XVI. KAPÍTULI. Daginn eftir. Morguninn eftir að lávarðurinn dó, fór Judith út til að kaupa eitthvað fyrir lafði sína, og þegar hún gekk langs eftir Piccadelly, mætti hún Stephen Grey — nú Ðr. Grey, eins og áður er getið um. pau námu bæði staðar, eins og eftir samkomulagi, undrandi og ánægð; það var svo viðfeldið að sjá gamalt andlit frá fæðingarstað sínum, alveg sama hvaða mannfélagsstétt það tilheyrði. “Hvað þá, Judith”, sagði hann, “er er þetta afturganga yðar? Hvaða vindur hefir feykt yður hingað inn í höfuðborgina ?” Hann rétti fram hendi sína til að þrýsta hendi hennar; hann var hinn sami Stephen Grey eins og áður, blátt áfram og alúðlegur. Andlit Judiths geislaði af gleði; hafi nokkur persóna í South Wennock verið sannfærð um sakleysi hr. Stephen Greys, og að hann varð að mæta í-angri meðferð, þá var það Judith Ford. “pað var símritað eftir lafði Jönu í gær, hr”, sagði hún. “Jarlinn var dauðvona. Við komum til London í gær síðdegis, og hann dó þegar klukkan var fáar mínútur eftir ellefu í gærkveldi”. “Eg heyrði getið um lát hans í morgun. Dauðaorsökin hefir líklega verið gigt?” “Gigt í maganum, held eg, hr.”, svaraði Judith. “En hann var næstum kvalalaus í gær, hr., og hann dó eins friðsamlega og bam”. “Hann hefir ekki kvalist síðustu stundirnar”, sagði læknirinn. “Og ungi jarlinn er röskur piltur fjögra daga gamall. Dauði og fæðing; annað kem- ur til að endurbæta hitt”. “pað er náttúrunnar aðferð”, sagði Judith. “En hvað það snertir, að hann sé röskur piltur sá nýfæddi, þá veit eg ekkert um það, því eg hefi ekki séð hann. Barnið er heilbrigt og vel skapað, segir fólkið, og það er aðalatriðið. Lafði Laura er líka í Portland Place”, bætti hún við, “en hún kom ekki nógu snemma til að sjá föður sinn lifandi”. “Hvemig stóð á því — fyrst lafði Jana gat komið nógu snemma?” “Lafði Laura var að finna vini sína í Pem- bury. Lafði Jana sendi henni bréfmiða af því hún hélt að hún væri heima, og við ókum þangað í vagni til að taka hana með okkur, þegar við vorum á leið til stöðvarinnar. Carlton kom út til lafði Jönu, eg held að hún hafi ekki glaðst yfir að sjá hann; síð- an hann giftist Lauru, hafði hún ekki séð hann í eitt einasta skifti hr.” “Hveraig gengur Carlton?” spurði læknirinn. “Vel, er mér sagt”. “Mjög vel, held eg”, svaraðiJudith. “En hr. Grey og félagi hans, hr. Lycet, hafa eins mikið að gera og þeir geta afkastað. pað er nóg að gera fyrir þá alla”. “pað hefi eg líka alt af sagt”, sagði Stephen. “Eru þeir enn þá óvinir hr. Carlton og Friðrik?” Hann hló, þegar hann kom með þessa spumingu. “pað ber lítið á því, hr., að svo miklu leyti að eg veit. Eg held þeir forðist hvor annan og tali aldrei saman, pví vinir eru þeir ekki. Nú er Frið- rik farin að líta vel út; síðast þegar eg talaði við hann, sagði hann, að hann ætti bráðum að fara frá South Wennock til London”. Já, rétt strax. Við álitum það bezt að hann yrði um tíma í South Wennock, því þar gæti hann lært meira af raunhæfu læknisstarfi heldur en hjá mér; en nú kemur hann hingað”. “Ó, hr., má eg vera svo djörf að spyrja hvern- ig yður gengur?” “Ágætlega, Judith. Jafn stuttan tíma og eg hefi verið hér, hefi eg miklu meira að gera en í South Wennock. Svo ef að vinur yðar, hr. Carlton, hefir ætlað sér að eyðileggja mig með því að hrekja mig burt, þá hefir ósk,hans ekki í'æzt að þessu sinni”. Læknirinn talaði með glaðri og viðfeldinni rödd. Hann hataði engan, ekki einu sinni hr. Carlton, það lá ekki í eðli hans. En Judith varð gröm yfir orðum hans. “Hr. Carlton er ekki vinur minn, til þess geðj- ast mér of illa að honum. Nær ætlið þér að heim- sækja okkur í South Wennock, hr. Stephen”. “Hamingjan góða, Judith. En sá hugarburð- ur að kalla mig hr. Stephen”, svaraði hinn glað- lyndi læknir. “Eg er stór maður nú, og ætla að lögsækja yður, af því að þér vanvirðið nafnbót mína. Vitið þér ekki að eg er hinn nafnkunni dr. Grey ?” Judith brosti. pað var ekki mögulegt að verj- ast kátínu hans. “En nær ætlið þér að koma, hr. ?” “Ef til vill aldrei”, svaraði hann, um leið og alvarlegum skugga bræ yfir andlit hans. South Wennock fór ekki nógu vel með mig til þess, að mig langi til þess að sjá þann bæ strax. Komi það fyrir að gátan verði nokkrj sinni ráðin, með tilliti til eiturblandaða lyfsins, takið þér þá eftir því Judith, að eg var saklaus. Eftir það getur skeð að eg heimsækji bæinn”. Judith var snöggvast hugsandi, hún fór að furða sig á því, hvort gátan yrði nokkru sinni ráð- in. Hún vonaði að það mundi einhverntíma ské, og þó — hún kveið fyrir því, þegar sú stund kæmi. “pér komið heim til okkar núna, meðan þér eruð í bænum, Judith? Konu minni þykir vænt um að sjá andlit, sem hún þekkir”. “pökk fyrir, hr.”, svaraði Judith, mjög þakk- lát fyrir heimboðið. “Mér þykir vænt um að mega sjá og tala við konu yðar. Er London góður veru- staður fyrir hana, hr.?” “Ekki vel góður, er eg hræddur um. En það var South Wennock heldur ekki, Judith? Hún er alt af vesöl, hvar sem hún er. ó, Judith, ef við að eins gætum fundið eitt eða annað sæluland í þess- um heimi, sem gæti gefið öllum sjúklingum heil- brigði þeirra aftur, það væri sannarlega ágætt. pað væri eins gott eins og mylnan, sem malar fólk ungt aftur”. Hann sneri sér hlæjandi frá herini Judith stöðvaði hann. “Fyrirgefið, hr., en eg veit ekki hvar þér eigið heima”. “Hamingjan góða, vitið þér það ekki? Eg hélt að allur heimsins mannhópur vissi, hvar hinn mikli dr. Grey ætti heima”, svaraði hann hlæjandi. “Héma er áritun mín”, bætti hann við, um leið og hann rétti henni nafnspjald sitt. — “Saville Row, og gætið þess að finna rétta leið þangað”. Pó undarlegt sé, varð þetta nafnspjald orsök til ófyrirséðs atburðar. pegar Judith kom heim — það er að segja til núverandi heimilis síns, Portland Place '— var alt í hálfgerðu uppnámi í húsinu. Lafði Oakburn hafði sagt James lækni upp stöðu hans þar. Hún hafði framkvæmt þetta, eins og flest eða alt annað, með rólegri og kurteisri framkomu, en með fast ákveðihni og óbifanlegri aðferð. James læknir hafði með slægð og með ósannindum komið í veg fyrir að hún gæti fundið mann sinn í síðasta skifti, og hún fann að hún gat ekki lengur litið á hann með tilfinningum, sem ekki voru blandnar gremju og reiði; það væri því betra að þau skildu. James læknir færði sér til málsbóta, að það sem hann hefði gert, hefði hann með gert tilliti til vel- líðan hennar. pað sagðist hún ekkert efast um; en hún gæti ekki gleymt né fyrirgefið aðferðina. sem notuð hefði verið; eftir hennar skoðun átti 3 Areiðanlegustu Eldspítumar í heimi og um leið þær ódýrustu eru EDDY’S “SILENT 506” AREIÐANLEGAR af því að þær eru svo Wúnar til að eldspítan slokknar strax og slökt er á henni. ÓDÝRA 'TAR af því þ>œr eru betri og fullkomnari en aðrar eldspíturá markaðinum. Stríðstíma sparnaður og eigin samvizka þín mælir með því að þú kaupir EDDYS ELDSPlTUR IXXtXSKINN Bu-ndur, Velðinicnnn og Verslunarinenn LiOÐSKINN A. & E. PIERCE & CO. faiest-i skinnakaupmcnn í Canrtia) 213 PACIFIC AVKNUE...........WINNEPEG, MAN. Hæsta verð borfiað fyrir Gærur Húðir, Sencca rætnr. SENDIÐ OSS SKINNAVÖRU YÐAK. LÁTID OSS SUTA SKINNIN YÐAR Skinnin eru vandlega sú?uð og verkuð VÉR erum þaulvanir sútarar. AHöLD vor skara fram úr allra annara. VERK vort er unniC af æfðum mönnum. VÉR höfum einn hinn bezta sútara 1 Canada. VÉR sútum húðir og skinn, meC h&ri og á.n h&rs, gerum þau mjúk, slétt og lyktarlaus, og búum til úr þeim hvaC sem menn viija. VÉR spörum yCur penmga. VÉR sútum eigi leCur I aktýgi. VÉR borgum hæsta verC fyrir húCir, gærur, ull og mör. SKRÍFIÐ OSS BEINA IÆIÐ EFTTR VERÐSKRA. W. BOURKE & CO. Dominion Bank 505 Pacific Ave., Brandon Gjafir til Jón Bjarnason Academy SafnaC af C. B. Julius: þorv. Sveinsson, 1286 Downing $1.00 Miss H. E. Sigurdson, Downing .50 Miss Sigrún Freeman, Downing .50 C. B. Julius, 1288 Downing .... 1.00 Mrs. C. B. Julius, 1288 Downing 1.00 María Stephenson, 1294 Downing 1.00 Guðj. Stephenson, 1294 Downing ....15 K. Stephenson, 1294 Downing........10 Eirlkur ísfeld, 1147 Dominlon .... 1.00 Arngr. Johnson, 932 Qarfield .... 1.00 Mrs. Arngr. Johnson, 932 Garfield 1.00 John Dalman, 875 Sherburn .... 2.00 C. M. Glslason, 876 Sherburn .... 1 00 H. J. Pálmason, 1010 Sherburn 5.00 Chas. A. Neilsen, 942 Sherbum 1.00 H. B. Andrews, Mgr Imp. Life Ass 5.00 V. B. Anderson, 653 Sherbrook 1.00 Sig. Júl. Jóh., 957 Ingersoll .... 1.00 Helgi Johnson, 1023 Ingersoll .... 1.00 Mrs. A. H. Gray, 840 Ingersoll .... 1.00 Dr. M. B. Halldórsson, 46 Alloway 1.00 Conrad Dalmann, 947 Ingersoll 1.00 Jón Magnússon, 940 Ingersoll.......50 O. Olson, 907 Ingersoll ........ 1.00 J. H. Johnson, Hove, Man. .... .... l.'OO SafnaC af Fred Bjarnason: Árni Johnson, 735 Alverstone .... 1.00 Th. Hansson, 10 Alverstone Blk. 2.00 F. Bjarnason, 810 Alverstone .... 2.00 T. Eydal, 743 Alverstone •.... .... 1.00 Miss H. Jónsson, 743 Alverstone 1.00 S. Vilhjálmsson, 637 Alverstone .50 Vinur á Alverstone St. .... ... 1.00 Hjálmur Arnason, 637 Alverstone .50 A. Jóhannesson, 665 Alverstone 1.00 Fred Swanson, 626 Alverstone 1.00 Harold Frederickson, 602 Alverst. 1.00 Kári Frederickson, 606 Alverst. 1.00 B. J. Hallson, 638 Alverstone .... 1.00 Mrs. B. M. Long, 620 Alverstone 1.00 Mrs. Fr. Frederickson, 602 Alv. 1.00 Ari G. Magnússon, 667 Alverst. 1.00 Séra H. J. Leo ................ 10 00 SafnaC af séra R. Marteinssyni. Mrs. H. Whittall, Kildonan W. $ 1.00 Miss Bertha Jones, Coronado.... 10.00 Mrs. Sigr. Bergson, 693 Banning 2.00 Miss G. Stefánson, 692 Banning 1.00 H. Jóhannesson. 852 Banning 1.00 S. Benjamínsson 689 Banning 1.00 Séra og Mrs. Marteinsson ...... 10.00 F. Jónsson, Icelandis River .... 5.00 önefndur ....................... 2.00 Mrs. Hannesson, 852 Banning .50 Mrs. S.A.Sigursson, 414 McGee .50 Miss J. Olafson, Coronado Blk. 2.00 Mr. SigurCsson og Hákon Sig- urCsson, 622 Lipton St........ 2.00 Mrs. I. Furby, 929 Sherburn .... 1.50 Mrs. Jóhannson, St. James .... 2.00 Mr. og Mrs. S. Oddleifsson, Acadia Blk. ........... .... 5.00 Jón Melsted, Árnes, Man. ...... 2.00 S. O. Bjerring, 550 Banning .... 2.00 P. S. Pálsson, 666 Lipton St. .... 1.00 A. Kristjánsson, 541 Lipton .... 1.00 Bertha Nicholson, 466 Lipton 1.00 Mrs. P. S. Dalman, 854 Banning 1.00 Jón Markússon 854 Banning ... 2.00 K. Hanneson, 854 Banning St. 2.00 O. Hannesson 852 Banning .. . 1.00 Mrs. S. Olson, 534 McGee St. 1.00 Th. Bjarnason, 609 Avenue Blk. 1.00 A. Thordarson, 232 Kennedy .... 2.00 L. Jörund30n, 352 McGee St..... 3.00 J. K. Johnson, 352 McGeé St. 2.00 C. Nielson, 729 Lipton St..... 1.00 Mr. og Mrs. O. G. Olafsson 620 Lipton St................ 2.00 S. Salomons, 698 Simcoe St.... 1.00 Miss K. Christie, 270 Good .... 5.00 Mr. Gilbert. 270 Good .......... 1.00 Mrs. Gilbert, 270 Good........ 1.00 ónefnd .......................... .50 P. S. GuCmundson, Árborg .... 5.15 SafnaC af P. Pálmason: B. O. Johnson, 565 Simcoe St. $ 1.00 Jóh. Vigfússon, 665 Simcoe St. .50 S. SigurCsson, 576 Simcoe St. 2.00 Th. Sólmundson 567 Simcoe St. 1.00 H. Anderson, 554 Simcoe St.... .50 P. Pálmason, Parlamt. Bldg. .... 5.00 SafnaS af Jóni Clemens: Mr. M. Wilson, 478 Home St.... $10.00 Erl. (Thordarson, 584 Hame ... 1.00 SafnaS af Sveinb. Olafssyni: Thorgrímsson, 582 Burnell .... $ .50 Mrs. A. Eiríksson 700 Arlington 5.00 G. E. Athelstein, 7 Vesta Apts. 1. S. Thorkelsson, 738 Arlington 1. S. Olafsson, 634 Toronto St.... 1. O. Sigurðsson 7 Vesta Apt...... 1. Lillian Paulson ................. 1. Charlotte Paulson .............. 1.1 Steinunn Halldórsson ........... 1. Frá Gimli: Mrs. GuCrún Johhson, Skóla- . ’ brekku (I minning um Arch- bald sál. Pálson) ....... $ 2j Red Cross. SafnaC af V. Freeman, Hove P. O.: V. Freeman ......... .... .. $ 5.00 P. Paulson ................... 5.00 S. Eyjólfsson ............... 10.00 J. K. Vigfússon ............• 5.00 Jónas SigurCsson .... .,...... 2.00 Mrs. B. Sigurðson .... .... 1.00 Joe Sigurðsson .... .'...... 1.00 Wm. lsbister ................. 1.00 S. Skúlason ................ 5.00 Guðmundur Paulson ............ 1.00 Hildur Paulson ............... 1.00 Mrs. P. Paulson .......... 1.00 A. J. Skagfeld ............... 5.00 V. Thordarson ........... .... 5.00 Guðni Paulson .... 2.00 Jón Guðmundsson .............. 5.00 J. H. Johnson .......... .... 5.00 F. J. Friðfinnsson ........... 2.00 G. Árnason .... ........... 2.00 Bjarni Goodman ............... 1.00 B. Helgason .................. 1.00 B. SigurCson ....... .... .. 5.00 Stanley Skagfeld ............. 1.00 Erman’s Chartrand .... ....... 1.00 Joe Chartrand ..... ... .... 1.00 Mrs. B. Chartrand ............. .50 Gaspoid Chartrand............. 1.00 Joe Chartrand ....'... ..... 1.00 Mrs. B. Chartrand ... '. . ... .50 Leifur Johnson .... 2,00 Steini Skagfeld .............. 2.00 J. R. Wilks .................. 1.50 AgóCi af söngsamkomu unga fólksins, I ísafoldar-bygS .... $20.00 Jón J. Hoffman, fiecla P. O. 5.00 Mrs. Vilborg H. Einarsson, Vestfold P. O. Man... .... $10.00 . . Alls $117 60 Th. E.. arhorsteinson. VEÐDEILDAR SALA á fyrirtaks bújörð. Samkvæmt lagaheimild utr. söhi fasteigna, er v’eSskuld fmortgage) hvílir á, Ver'ður selt á opinbcru upp- boöi í ráðhúsi Gimli bæjar í Manitoba fylki, af William H. McPherson, viðurkendum uppboðshaldara, hinn 28. dag mai mánaðar 1918, kl. 12 á há- degi, eftirgreint land. í Manitoba-fylki, og sem saman- stendur af Norðaustur quarter sec- tion (31) in Township Twenty (20) and range (4), East óf the Meridian, i fyrnefndu fylki. ■ ’ Áðurnefnd eign verður seld á á- kvæðisverði, og í samræmi við “War Relief Act” og Seed Grain Liens, (et nokktir eru). Sölu skilmálar. Tuttugu af liundraði kaupverðsins (twenty per cent) greiðist i pening- tun við haniarshögg, en eftirstöðvarn- ar samkvæmt skilmálum, sem tim veröur samið á staðnum. Frekari upplýsingar f;ist hjá HUDSON, ARMOND, SPICE & SYMÍNGTON Solicitors for the Vendor. 303 Merchants Bank Bldg.

x

Lögberg

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.