Lögberg


Lögberg - 06.06.1918, Qupperneq 1

Lögberg - 06.06.1918, Qupperneq 1
SPIERS-PARNELL BAKING CO. ábyrgjast yður fulla vigt, beztu vörur fyr- ir lœgsta verð sem verið getur. REYNIÐ ÞA! TALSÍMI: Garry 2346 - WINNIPEG Þetta pláss er til sölu Talsímið Garrv 416 eða 417 31. ARGANGUR WINNIPEG, MANITOBA, FIMTUDAGINN 6. JÚNÍ 1918 NUMER 23 JÓN ÞORKELSSON CLEMENS og INGIBJÖRG CLEMENS Gullbrúðkaup þeirra hjóna Mr. og Mrs. Jón p. Clemens, var hátíðlegt haldið á miðvikudagskveldið hinn 29. mai síð- astl. í Goodtemplarahúsinu íslenzka hér í borginni. Fagnaðarsamkvæmið hófst með því, að Mrs. J. Klauck frá Omaha, systurdóttir Mrs. Clemens, lék brúðgöngulagið úr “Lohengrin”. Að því loknu voru sungin 3 vers úr hjóna- vígslusálminum “Hve gott og fagurt og inndælt er” og ávarpaði séra Björn B. Jónsson því næst gullbrúðhjónin með stuttri, en vel fluttri ræðu, og gaf brúðhjónin saman í annað sinn. Aðalræðuna fyrir minni gullbrúðkaupshjónanna flutti séra Runólfur skólastjóri Marteinsson, og afhenti þeim í ræðulok $100.00 í skíru gulli. — Mr. Páll M. Clemens þakk- aði gjöfina og vináttumerkin, fyrir hönd foreldra sinna. Aðrir tölumenn voru Sig Júl. Jóhannesson, Mrs. Caró- lína Dalmann, séra J. J. Clemens, frú Lára Bjarnason og Hon. Thomas H. Johnson dómsmálaráðherra Manítoba, er einnig las upp hamingjuóskaskeyti frá Mr. J. C. Klauck, Omaha, Neb., Mr. P. P. Holm, Lincoln, Neb., Mr. og Mrs. S. J. Jóhannesson, Minneapolis, Minn., Mr. og Mrs. P. Greger- son, Omaha, Neb., og Mr. Árna Eggertssyni fulltrúa íslands stjórnarinnar í New York. — Kvæði barst gullbrúðkaups- hjónunum frá bróður Mrs. Clemens og konu hans, Mr. og Mrs. G. J. Johnson, Amelia, Sask. Sungið var all-mikið af íslenzkum lögum öðru hvoru, og Miss Euphemia Thorvaldson söng einsöng, en tvísöngva sungu þeir bræðumir séra J. J. Clemens og Thorkell kaupm. bróðir hans. Samkomusalurinn var smekklega skreyttur, með fánum Canada, fslands og Bandaríkjanna. Einnig voru frambomar rausnarlegar veitingar. Gullbrúðhjónin þökkuðu bæði með hlýjum orðum, fyrir kveldstundina og vinarhug þann er í ljósi íhefði verið látinn. Mr. ólafur Eggertsson stjórnaði samkvæminu af mikl- um skörungskap. Af vandafólki gullbrúðhjónanna utan Winnipeg sóttu hátíðahaldið, Mrs. Jónas Johnson, Omaha, Neb., Mrs. P. P. Holm, Lincoln, Neb., Mrs. J. C. Klauck, Omaha, Neb., Mr. og Mrs. J. G. Johnson, Rugby, N. Dak., Mr. og Mrs. séra J. J. Clemens, Fort Sill, U. S. A., Mr. og Mrs. T. J. Clemens, Ashem, Man. og Mr. P. G. Magnus frá Manitou, Man. Margt annara gesta var viðstatt úr hinum ýmsu fslendinga- bygðum og Winnipeg borg. Á annað hundrað manns mun hafa tekið þátt i hátíða- haldinu, sem var hið ánægjulegasta í hvívetna. Gullbrúðguminn,. Jón porkelsson Clemens, er fæddur I Reykjavík 24. febr. 1840; foreldrar hans vora þau þorkell Runólfsson Clemens og kona hans Guðrún ólafsdóttir; syst- ir Jóns var frú ^igríður, kona séra porkels sagnaritara á Reynivöllum. Hinn 29. Maí 1868 gekk Jón að eiga Ingi- björgu, dóttur Jóns óðalsbónda Jónssonar að Elliðavatni og konu hans Guðrúnar Jónsdóttur, prests í Amarbæli. Bjuggu þau hjónin í Reykjavík, þangað til þau fluttu til Vestur- heims árið 1884 og tóku sér bólfestu í Chicago. Árið 1898 fluttu þau til Argyle-bygðar, þar sem Jón sonur þeirra var þá prestur, en til Winnipeg fluttu þau 1903 og 'hafa dvalið þar jafnan síðan. pau hjón hafa eignast fimm drengi og eru þrír þeirra enn á lífi: Páll Melsted, húsagerðarmeistari í Winnipeg, séra Jón prestur í her Bandaríkjanna og Thorkell kaupmaður í Ashern, Man. Mr. og Mrs. Jón Clemens eru komin hátt á áttunda ára- tuginn, en þó ung bæði í anda og sjón. — pau hafa ávalt notið almennra vinsælda á lífsleiðinni og aldrei mist sjónar á björtu hliðinni, hvað sem að höndum hefir borið. Og þegar vér nú minnumst þeirra í sambandi við gull- brúðkaupsdaginn, dettur oss í hug vísa þjóðskáldsins Stein- gríms Thorsteinssonar: Elli þú ert ekki þung anda guði kærum. Fögur sál er ávalt ung undir silfurhærum. CANADA Uppgrip fiskimanna við Kyrra hafsströndina eru mikil. Fiski- skip eitt, sem “The Rennell” nefnist kom inn með 25,000 pund af heilagfiski, eftir níu daga úti- vist og seldi pundið á 14—15 cent og var kaup hvers háseta (sem að eins voru 4) $612 fyrir þenna stutta tíma. pað hefir kostað Canada þjóð- ina $779,285 Victory lánið síð- asta, og hafa öll fylkin fengið þeirri upphæð skift á milli sín, eða réttara sagt að menn þeir «em aðallega gengust fyrir þessu láni í hinum ýmsu fylkjum hafa fengið þá upphæð í ‘commission’. j W. J. O’Neil............. 2.500 I R. McKay................. 2,500 J. E. J. Batterell....... 2,500 D. L. Rasine............. 2,500 R. T. Riley.............. 2,500 Iion. Edw. Brown . . .. 1,500 W. R. Allan.............. 1,250 W. T. Kirby.............. 1,250 E. E. Hall........... . 1,250 BANDARIKIN Alls $43.250 pessir hafa skilað upphæðun- pau illu tíðindi hafa gerst um síðustu helgi, að þýzkir neðan- sjávarbátar hafa verið á sveimi kringum strendur Ameríku og sökt, að því er séð verður að minsta kosti 9 Bandaríkja skip- um, flestum smáum þó, fiski- veiðabátum og vöruflutninga- Alberta . . . .......$ 20,000 British Columbia .. .. 6,00 New Brunswick .. .. 16,500 Nova Scotia............ 35,050 Ontario............. . 430,915 Prince Edward Isl. .. 3,000 Quebec................ 188.750 Saskatchewan........... 35,500 Manitoba............... 43,250 Og þeirri upphæð skift á milli þessara manna: A. L. Crossin...........$3,000 J. A. anderson.......... 3.000 Peter Lawe.............. 2,500 J. m. Black........... 2,000 J. A. Thompson .... .. 2,500 A. N. Strang............ 2,500 G. M. Black............. 2,500 T. R. Billett........... 2,500 W. H. Gardener .. .. .. 2.500 um aftur að sögn W. R. Allan, R. I skipum. Flotamálastjórn Banda- T. Riley og R. McKey, skyldu nkianna- telur að >nr kafbátar muni valdir vera að hermdarverkum þessum og hefir stjórnin gefið út allar hugsan- legar varúðar-ráðstafanir í sam- bandi við atburði þessa og er sagt að siglingar frá N. Ýork og ýms- siglingar frá New York og ýms- um hinna stærri borga séu stöðv- aðar að sinni. Sámkvæmt opinberri yfirlýs- ingu frá flotamála stjóminni, nema skip þau sem sökt hefir verið á þenna hátt, samtals 20,000 smálesta. Flest fólk af skipunum hefir bjargast, þó er enn ófrétt um afdrif sextíu manns. Sagt er að Bandaríkjamönn- um hafi runnið all-mjög í skap við tiltæki þetta, og þarf þýzk- arinn engrar vægðar að vænta úr þeirri átt. Enda leggja nú Bandaríkin afarmikið kapp á herútbúnaðinn, á landi, sjó og í loftinu. Járnbrautarstjóri McAdoo hefir vikið öllum járnbrautafor- setunum úr embætti, en sett aði‘a umsjónarmenn, sem eingöngu hafa hag ríkisins fyrir augum. Kaup þessara nýju umsjónar- manna er frá $5,000 og upp í $20,000 á ári. Eftir 1. júlí verða allir menn sem eru á heraldri í Bandaríkj- unum anaðhvort að fará í herinn eða vinna að einhverri nauðsynja vinnu, þetta nær ekki einungis til iðjuleysingja heldur og til allra þeirra sem vinna á veitingahús- um, í sölubúðum, á leikhúsum og leikfélögum, eins þeirra sem vinna í heildsöluhúsum, öll slík atvinna hefir verið, eftir því sem Provost Marphall Crowder segir álitin ónaupsynleg fyrir menn á þeim aldri, og verður þeim öllum gefinn kostur á ann- aðhvort að fara í herinn eða að öðrum kosti að vinna að ein- hverri nauðsynlegri framleiðslu. Harry C. Boume, frá Winni- peg varð fyrir bifreiðarslysi í Tacoma, Wash. og beið bana af. | Hann átti heima á Maryland stræti í Winnipeg og var véla- maður að sögn. þeir ekki verða fleiri sem sam- vizkan slær? Hon. W. E. Perdue hefir verið gjörður að yfirdómara í Maní- toba í stað H. M. Howell, sem er íyrir skömmu dáinn. Yfirdóm- ari Purdue er mjög vel látinn dómari, hefir orðið mikla reynslu og hefir hvívetna sýnt að hann lætur sér ant um að réttvísin fái sem bezt að njóta sin. óhætt. mun að fullyrða að veiting þessa embættis muni mælast vel fyrir. 4. júní síðastl. voru 43,136 pilt- ar á 19 ára aldri búnir að skrá- setja sig í Canada. pað er ekki enn ákveðið hvenær og hvernig þessir piltar verða kallaðir til herþjónustu. pó þeir séu nú, í raun og veru, hermenn landsins með leyfi að vera frá herstöðv- unum án borgunar. Að minsta kosti verður enginn þeirra kall- aður fyrir 1 júlí. Á sama tíma og íbúar Ganada, þurfa að greiða ránsverö fyrir allar lifsnauösynjar sínar, er verölag hjá nágrannaþjóö v'orri sunnan línunn- ar. mikið til það sama og átti sér stað fyrir ófr.iðinn. Hér fer á eftir verð nokkurra vörutegunda i St. Paul, um þetta leyti. Hryggsteik, pundiö.............20c Kálfssteik, pd.................16c Kálfskjöt til suðu, pd........12yíc Roast beef, pd.................15c Roast pork, pd.................28c Svínsbógar, pd.................20c Ostur, pd......................24c Smjörlíki, pd..................2ðc Rjómabússmjör, pd..............44c Ný egg. tylftin................34c Santos kaffi, jxl..............19c Laukur, pd.................... lc Kartöflur, inælirinn...........73c Bacon, skorið, pd......... .. 35c Síróp, 5 punda kanna...........35c Tomatoes, tvær könnur á. .... 12c Hænsnakjöt, pd.................25c Strawberries, potturinn.......17c Mikill hlýtúr að vera munurinn á vistastjórn Bandaríkjanna, eða því vandræða sleifara-lagi. sem hér á sér stað. FRAKKLAND Mikið hefir gengið á í Frakk- landi síðastliðna viku; höfðu pjóðverjar dregið saman ógrynni liðs á þrjátíu og fimm mílna breiðu svæði á milli fljótanna Oisne og Marae, stefndu þeir fylkingum sínum í áttina til Par- ísar og hugðust að láta nú til skarar skríða; er mælt að herafli þeirra á stöðvum þessum muni hafa fylt tvær miljónir eða vel það. Áhlaupin hófu þeir norður við Noyon og brutust áfram 26 mílur suður að Chaten Thieury, sem liggur við ána Mame. Telja þeir sig hafa tekið 45 þúsundir fanga á leið þessari af Bretum og Frökkum og eitthvað átta eða níu smáþorp. Frá Chaten Thieu- ,ry og til Parísar eru um 47 mílur En svo fór hér sem oftar að pjóðverjanum brást bogalistin. pegar til Marne kom, reyndist áin þeim óþægilegur þröskuldur Auður Gísla Súrssonar. Byrgði sorga lyfti ljóði — lifandi blóði orti Gísli. Nú má eg bera harm í hljóði, hjartað friða á vefjasýsli; bar eg Gísla byrði hálfa — jeg ber mig naumast lengur sjálfa. Áður fanst mér oft hann reyna um of á krafta mína flesta. Göllunum kunni ei Gísli að leyna, hann gaf mér alt — sitt versta og bezta. Jeg átti hverja hans sorg og syndir, hvern sæludraum og andans myndir. — Einatt skalf eg eins og hrísla, en æðrulaus, þótt hinir svæfu, því ekki taldi’ eg eftir Gísla æfi minnar draumagæfu. peirri er átti’ hann einu sinni, aldrei Gísli hvarf úr minni. Einatt beið jeg. öllu kveið jeg. Ein við sauma sporin taldi. Að morgni leið, en þögul þreyði’ eg — þerraði margan dreyra’ á faldi. pann hefði’ eg yngri þvegið tái*um, en þau voru öll í Gísla sárum. Glæztur- jafnan gekk til víga Gísli — sem að leikamótum; því var sárt að sjá hann hníga svona, fyrir þrælaspjótum. Vissi’ eg ei af verðum neinum að vega’ hann — nema honum einum. Harminn einn að arfi hlaut jeg eftir Gísla, skógarmanninn. Ættarfjötra alla braut jeg, en aldrei þráði’ eg föðurranninn. pá væri fylgdin, Gísli, goldin, gevmdi mig hjá þér saga og moldin. Sigurður Sigurðsson. Talað er um að neyzluvatn bæjarins muni hækka bráðlega neinni vatnsþurð cmfæ shrd hh í verði, ekki kvað það samt vera af vatnsþurð, heldur af kaup- hækkun sem er í vændum við þá deild bæjarins. IRLAND Lieut Björn Stefánsson. Sú fregn stóð í Free Press á! augardaginn var, að Lieut. Björn j Stefánsson væri særður á Frakk- landi. — Skömmu eftir áramótin síðustu var Mr. Stefánsson gerð- ur að Lieutenant í flugliðinu brezka, og því að líkindum hlot- ið sár sín við þann starfa. Hann tók þátt í orustunum við Somme og Vimy hæðirnar, með 44 her- deildinni. Mr. Stefánsson er út- skrifaður í lögum, frá Manitoba háskólanum, og er hinn mesti atgerfismaður. — Móðir hans og systir búa að Nova Villa Apts. Sherbrooke St. hér í bænum. Danir fá kol frá Englandi. Getið er um það í dönskum vegi. Bandamenn höfðu sprengt blöðum að Bretar hafi leyft út- Mikla eftirtekt halda írsku- málin áfram að vekja. John Dillon Nationalista leiðtoginn, hefir skorað á íra í Bandaríkj- unum, að veita sínum flokki alt það fylgi, sem þeir geti, frelsis- kröfum írsku þjóðarinnar til | fulltingis, án þess þó að sú hjálp komi í nokkurn bága við báráttu þeirra fyrir frelsishugsjónum sinnar eigin þjóðar, eða annara. Mr. Dillon tekur það fram að sér þyki stórum fyrir því, að þótt að Sinn Fein stefnan sé heimsku- j leg, að stjórnin skyldi taka upp aðferð þá, sem nú væri ljós orðin til þess að jafna sakirnar á ír- landi. Hann staðhæfir að menn þeir sem voru teknir til fanga úr Sinn Fein flokknum og fluttir hafa verið sem fangar til Englands, í hafi verið teknir fastir án þess i að gjöra það lögum samkvæmt, | og að stjórnin hafi ekki komið j fram með neinar sannanir á hend •’innar skrifa undir leynisamning Leynisamningur hefir verið [gerður á milli pjóðverja og Finna þó að þinginu fomspurðu, þar sem stjórnin gengur inn á að gjöra Finnland að þýzku greifa- dæmi, að her Finna skuli vera undir stjórn pjóðverja. Einnig kvað það vera tekið fram að ! Finnland megi aldrei gefa Sví- um eftir Álandseýjamar, en að , pjóðverjum sé heimilað að setja þar upp sjóflotastöð og Finnar gefi pjóðverjum levfi til þess að fara yfir Finnland og til íshafs- porvaldur Jónsson porvaldsson vai- fæddur 27. maí 1896 á Urr- iðaá í Álftaneshrepp í Mýrasýslu á íslandi. Foreldrar hans Jón Porvaldsson og Solveig Bjama- dóttir ættuð úr sömu sveit. Árs gamall flutti hann með foreldr- um sínum til Vesturheims og ólzt þar upp hjá þeim, og naut al- þýðumentunar þar tií faðir hans dó 2. júní 1907, og varð hann þá að hætta skólanámi og fara að vinna til að hjálpa móður sinni og systkinum. Hann var ást- ríkur sonur og bróðir, lundgóður og hvers manns hugljúfi. Hann innritaðist í herinn 1. marz 1916 asamt bróður sínum Helga por- valdssyni, þeir innrituðust báðir í 108 herdeildina og fóru með henni til Englands 12. apríl 1917 Á Frakklandi vora þeir settir í 16. deildina. Helgi særðist 15. ágúst 1917, en porvaldur 6. apríl 1918 og dó af þeim sárum 16. sama mánaðar. Helgi kom heim um sama leyti og porvaldur dó, og var það sorgblandin gleði fyr- ir móðir og systkini og alla sem þektu. Við ættingjar og vinir tregum dána íslenzka ungmenn- ið, sem af frjálsum vilja lagði í hættu líf og heilsu fyrir land og lýð. Blessuð sé minning hans og allra íslenzku hetjanna, sem hafa látið lífið í sömu þarfir. ms. Finnar lofast til þess að út- rýma stjórnleysingjum og áhrif- um þeirra úr Finnlandi og að pjóðverjum sé heimilt að hafa setulið á Finnlandi þar til þess- um skilyrðum sé fullnægt. V Danmörk. Danska blaðið “Nationaltid- ende” er í þann veginn að skifta um ritstjórn. — Carstensen, sem um langan aldur hefir verið rit- stjóri blaðsins hættir starfanum en við tekur af honum, sem stjórnmálaritstjóri, Löth-Jensen Danska stjómin er um þessar [ mundir að semja við utanríkis-1 _________________________________ ráðgjafan norska um aukinn inn- ur þessum mönnum, um að þeir: flutning á saltpétri til Danmerk- hafi verið í sambandi eða sam- ur- Danir hafa samning við særi við pjóðverja. [ Norðmenn, um 20,000 smálestir j af vöru þessari, en nú þykir upp brýr allar og bryggjur, og varð pjóðverjum því ókleyft yfir að komast; reyndu þeir að skjóta bjálkabrúm yfir um, tókst þeim það snöggvast á einum stað, en voru reknir öfugir til baka við mannfall all-mikið. Frakkar og Bretar hófu gagn- sókn á ýmsum stöðum, þar sem Iið pjóðverja hafði unnið á í fyrstu atrennunni, og hafa náð á vald sitt aftur fjórum bæjum, sem þeir höfðu orðið að láta af hendi. pjóðverjar hafa gjört hverja atrennuna á fætur annari til þess að reyna að ná borginni Rheims, og hafa þeir umkringt hana á þrjá vegu, og eru hvergi lengra í burtu en sem svarar einni mílu en svo dregnilega vörn hefir lið samherja sýnt á þessum stöðv- um, að þrjá síðustu dagana hafa pjóðverjar ekki getað þokast nær borginni um þumlung. Op- inberar tilkynningar frá London og París, telja hörðustu hríðina um garð gengna, og láta vel af útlitinu í heild sinni. flutning á 150 þús. smálestum af kolum á mánuði til Danmerkur. Fyrir ófriðinn er sagt að Danir muni hafa fengið sem svarar 200 þús. smál. þaðan um mánuðinn. Verður því tæplega annað með sanni sagt, en að Bretar séu ör- látir við þá nú, þegar kolafram- leiðsla er minni á Englandi en áður og þarfir bandamanna stór- um meiri. Um verð kolanna er það tekið fram að það sé á skipsfjöl á Englandi, að ejns einn fjórði hlúti þess verðs, sem þýzk kol nú kosta. — pað hefði farið illa fyrir Norð- urlanda þjóðunum í ófriði þess- um hinum mikla ef Bretar og Bandaríkin hefðu eigi hlaupið undir bagga. Borgarstjóranum í Dublin, sem hafði ákveðið að fara á fund Wisons forseta til viðtals og leggja fram fyrir hann einhver skjöl í sambandi við Manson House fundinn nýafstaðna, hef- þeim það oflítið og vilja fá 5,000 smálestir í viðbót, og er gert ráð fyrir því að það muni takast. Séra Pétur Chr. Winther, er nýkosinn prestur við Marmara- ir verið neitað um fararleyfi, | kirkjuna í Kaupmannahöfn. Hinn 21. maí s.l. gaf séra Run- ólfur Marteinsson saman í hjóna band þau Ernest H. Marteinsson og Ingibjörgu G. Thorsteinsson frá Westboume. — Brúðguminn er sonur Bjarna Marteinssonar sveitarskrifara í Bifröst, Man.. nema því að eins að hann láti skoða öll þau skjöl sem hann ætlar að hafa með sér til Banda- ríkjanna, en því hefir borgar- stjórinn neitað, þar sem að það sem í þessum skjölum standi sé einkamál á milli fundarmanna og forseta Bandaríkjanna. Stungið hefir verið upp á því að leggja þetta írska mál í gerð hlutlausra þjóða og þannig leggja grundvöllinn að alþjóða- gjörðadóm, sem um hefir verið talað, sérstaklega nú síðan sríðið hófst, og fer þessi uppástunga fram á að Bandaríkin, Holland og Svissland verði látið gjöra út um þessi írsku mál. Frjálslyndu^blöðin á Englandi krefjast þess að mál þessara Sinn Feiners manna sem teknir hafa verið fastir verði opinber- lega og löglega rannsakað. Guðmundur Lúðvík Ottenson, sonur Mr. og Mrs. Nikulás Ottenson í River Park er særður á vestur-vígstöðvunum. Föður hans barst svo hljóðandi sím- skeyti sunnudaginn 2. þ. m.: Guðmundur Lúðvík Ottenson, særðist 22. maí, fékk skot í bak- ið, er nú á bráðabyrgða hjúkran- arstöð No. 3. Mr. Ottenson er í 27. canadisku herdeildinni. pjóðverjar skipa Dönum að kalla skip sín heim. Dr. J. Claw formaður flutninga málanefndar Dana, sem er ný- kominn til Washington skýrir frá því að pjóðverjar hafi kraf- ist þess að Danir kalli heim öll skip, sem þeir hafa lánað sam- herjum til flutninga og sem til samans eru 400,000 Tonn eða að öðrum kosti að sætta sig við af- leiðingarnar af því að óhlýðnast. Danir eru því í hinum mesta vanda staddir. Ef þeir óhlýðn- ast eru þjóðverjar vísir að ráð- ast á þá, ekki síst þar sem pjóð- verjum væri mikill hágnaður að þvi að fá Danmörk. En sanming þenna um skipalánið til samherja gjörðu þeir til þess, að fá forða. sérstaklega frá Bandaríkjunum. TILKYNNING um Rauða kr<xss fundarhöld. Verið er að kjósa framkvæmd- arnefndir í bæjum og bygðum til þess að hafa umsjón með fjár- söfnun til Rauða krossins, sem ákveðið hefir verið að fram skuli fara 17.—22. þ. m. Fundur verður haldinn í þess- um tilgangi að Gimli, laugardag- inn hinn 8. þ. m.. til þess að haga Rauða kross störfum í Gimli- sveit. Fundurinn hefst kl. 1 e. h. Fundur að Riverton, mánu- daginn 10. þ. m. kl 8.45 að kveldi og að Árborg þriðjudaginn 11. þ. m. kl. 8 að kveldi. óskandi er að íslendingar sæki sem allra bezt fundi þessa. Hjálp- arþörfin er brýn.

x

Lögberg

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.