Lögberg - 06.06.1918, Síða 2

Lögberg - 06.06.1918, Síða 2
2 LOGBERG, FIMTUDAGINN 6. JÚNÍ 1918 Saga fangans. Edward Edwards, sexn fór meS Prinœss Patricia herdeildinni frá Canada, var tekinn til fanga af pjóðverjum og sat í fangelsi hjá þeim í 15 mánuði. Á þeim tíma gjörði hann þrjár atrennur til >ess að strjúka, tvær af þeim mishepnuðust, frá þeirri þriðju segir Edward á þessa leið: Simmons og eg höfðum frá því að tilraun okkar mishepnaðist verið að hugsa um að reyna aft- ur. Við vorum eins þægir og við gátum, og bjuggum okkur í kyr'þey undir þriðju tilraunina. Við höfðum, ásamt öðrum brezk- um föngum, neitað að gjöra nokkra vinnu, vér létum því til leiðast, bæði til þess að halda lík- amsþrótti okkar við, og eins til þess að vekja minni mótþróa og buðumst til þess að bera mat til rússneskra fanga, sem voru að vinna skamt í burtu frá fangels- inu, og var verk okkar að bera stóran og þungan súpupott á milli okkar. Við byrjuðum þessa vinnu kl. 11 á morgnana, og vorum vana- lega búnir kl. eitt á daginn. Á hverjum einasta degi lögðum við svolítið til síðu af mat okkar. Áform okkar var á þenna hátt að safna tuttugu daga forða, því oss taldist til að við mundum verða það lengi að ná til Hollands ef okkur tækist að komast í burtu Mat þenna földum við í holu, sem við grófum niður í gólfið á kof- anum sem við vorum í. Við gát- um hvergi fundið annan stað, sem var óhultur, því varðmenn- imir voru alt af á ferðinni i kringum þessa kofa okkar, og inn í þeim bæði dag og nótt, og gat maður aldrei vitað nær þeir mundu koma í kring, ekki gátum við heldur falið neitt í vösum okkar, því þeir leituðu á okkur á hverjum degi. Á hverjum laugardegi var fangamarkið á fótum okkar end- umýjað að við stóðum allir í röð, svo kom risavaxinn Rússi með könnu fulla af máli í annari hend inni en bursta í hinni, og málaði rauða og græna hringi á brjóst okkar bak og kné, og randir utan á buxnaskálmamar og skyrtu- ermamar, eins í kringum kollinn á húfunni okkar, þetta var gjört til þess að vekja eftirtekt fanga- varðarins á oss, sem fanga er sérstaka eftirtekt þyrftu. Einu sinni eftir að okkur hafði borist póstur að heiman, og við vorum að lesa hréf okkar, varð mér litið upp úr því sem eg var að lesa og á Simmon, og sá að hann hélt á ostbita, sem hann var að skoða í krók og kring. Eg gekk undir eins til hans en í því bar fangavörðinn að, og var Símon því fljótur að lauma ost- bitanum í vasa sinn. pegar varð- maðurinn hafði gengið framhjá, rétti hann mér sendibréf, sem var frá bróður hans í Canada, og sagði mér að lesa, og þar stóð þetta: “Eg meðtók bréf þitt með skilum, og í þessu bréfi sendi eg þér sérstaka tegund af osti”. — Eg skildi undir eins hvað hann meinti og það var far- ið að skyggja um kveldið þegar við loks þorðum að athuga send- inguna, vér brutum ostmolan í sundur og innan í honum var lít- ill kompás og fjórir 25 centa pen- ingar. Nú var alt til reiðu og vöktum við því tll skiftis á nóttunni til þess að reyna að fá tækifæri á að læðast burtu, og þessu héldum við áfram í tvo mánuði, en aldrei kom það. Ekki máttum vér láta sjá ' að vér vektum, urðum að liggja og látast sofa, og ef að við fórum út urðum við að láta sem að vér gengjum í svefni, eða að okkur væri ilt, og úti fyrir voru auk varðmannanna og ljósanna, sem brunnu alla nóttina, varð- hundarnir, sem ílt, eða nálega ó- mögulegt var að komast fram hjá. Svo að síðustu tókum vér upp á því að bjóða okkur í vinnu, héldum að þeir mundu ekki synja okkur um það í vinufólkseklunni, enda varð það ekki, því næsta Iaugardag vorum vér sendir á búgarð, sem lá skamt á burtu frá fangelsinu, til þess að hlúa að kartöflum. í kaup áttum við al fá 6 cent á dag. Aðal-tilgang- ur okkar með því að bjóða okkur þannig fram, var sá að kynnast legu landsins, og héldum við að ef við yrðum sendir til vinnu aftur að þá mundum við geta farið nokkuð útbúnir, og komist í burtu. Svo kom að því að vér vorum kvaddir í annað sinn, og bjugg- um vér okkur þá út eftir föng- lim, en lítið eitt gátum við tekið með okkur af mat. Eg tók með rnér dálítið af reyktóbaki, skegg- bursta og eldspítustokk, Simmon hafði með sér skegghníf, fjóra eldspítustokka og eitt lítið sápu- stykki. Eftir að við vorum bún- ir að borða morgunverð, sem var að eins karföflur og áfir, tókum vér til vinnu og unnum allan dag- inn, þótt'að hellirigning væri, og þar til kl. 8 um kveldið. Fóru fangaverðimir þá með okkur heim á bóndabæ þar í grendinni. Verðimir fóm til máltíðar með heimafólkinu í framherbergi hússins, eftir að vera búnir að læsa framdyrum hússins vand- lega, en gleymdu að læsa bak- dyrunum, og í þeim parti húss- ins var okkur búinn máltíð. Við vorum hungraðir, og tókum hið bráðasta til matar, en á borðum voru kartöflur og áfir, eins og vanalega. Eg varð fyrstur að Ijúka við máltíð mína, og að henni lokinni stóð eg upp og gekk út í dyr hússins, en Simmon, á- samt 6 Frökkum og einum Eng- lending, sat við borðin. Eg stóð stundarkom í dyrunum og lézt vera að virða fyrir mér útsýnið, svo sneri eg mér við og sagði: “Komdu og sjáðu þetta Simmon” Simmon ítti stól sínum frá borð- inu, stóð upp og gekk tafarlaust til mín. Við gengum báðir út úr húsdyrunum, og létum þær hægt aftur á eftir okkur. Og einu sinni enn vorum vér komnir á leiðina til frelsis. — Við kom- umst brátt í útjaðar þorpsins, og sáum rönd skógarins svo sem 11/> niílu í burtu. Við tókum til fótanna og þegar vér vorum komnir svo sem hálfa leið þang- að, var klukkum þorpsins hringt og vér vissum að okkar var saknað. Við hertum hlaupið og komumst að skóginum, en þegar þangað kom var þetta að eins rönd af plöntuðum trjám, sem ekkert skýli gátu veitt okkur. Við sáum annan skóg skamt í burtu frá okkur, og héldum á- fram í áttina til hans, eh vér höfðum ekki haldið lengi áfram, þegar vér komum að skurði all- stórum og var á að gizka fet af vatni í botninum á honum, og voru bakkamir vaxnir lágu grasi sem lagst hafði niður í vatnið í skurðinum. Við fleygðum okk- ur á bakið ofan í vatnið í skurð- inum og létum grasið hylja okk- ur, en tókum fyrst eldspítumar sem við höfðum meðferðis og földum þær í grasinu, svo þær skyldu ekki vökna. Vatnið, þó að í ágústmánuði væri, var kalt, og þarna urðum við að liggja þar til klukkan tíu um kveldið að dimt var orðið. í þessar tvær klukkustundir, sem við lágum þarna í vatninu, urðum við varir við mennina, sem voru að leita okkar, og einn þeirra fór yfir skurðinn rétt hjá okkur. pegar dimt var orðið skriðum vér upp úr vatninu og lögðum strax af stað yfir sáðlendur, þar sem stangimar tóku okkur undir hendur, yfir skurði og hvað sem fyrir vpr. Undir morgun héldum við að við værum komn- ir 30 mílur vegar frá fangastöðv- unum. panig héldum við áfram á næturnar, en földum okkur í skógarrunnum á daginn. Við héldum þannig áfram í nokkra daga að ekkert bar til tíðinda, þar til einn morgun að Simmon, sem hafði verið bóndi í Canada, sá kú á beit, skamt í burtu frá okkur, og fór tafarlaust með hattinn í hendinni og ætlaði að reyna að ná sér í mjólk, því lítið var um vistir, en eg hélt vörð. Eg heyrði fótatak skamt frá mér og brá mér á bak við tré, sem stóð rétt hjá mér, og fór að lit- ast um, þá sé eg hvar tveir menn koma gangandi eftir brautinni. Menn þessir voru í Frönsk- um einkenisbúningi með bagga á bakinu. pað glaðnaði yfir mér því eg hugði að við mundum geta fengið matarbita hjá þeim, svo eg herti upp hugan og kallaði til þeirra: ‘Kamerad’, annar maður- inn stanzaði og leit í kring um sig; hinn hélt áfram eins og hann hefði orðið einskis var. Svo seg- ir hann eittíhvað til félaga síns svo hann hélt líka áfram. Eg gekk á hlið við þá, og reyndi að vera eins vingjamlegur og eg gat, en ekjcert dugði, þeir vildu auðsjáanlega ekkert hafa með mig að gera. Allir vorum við steinþegjandi nema hvað eg einu sinni eða tvisvar endurtók ávarp mitt: “Kamerad”. pegar það virtist ekkert duga blístraði eg ofurlágt til þess að vekja eftirtekt Simmons á því sem fram væri að fara, við það urðu þeir hálfu verri, og greikk- uðu spoúð alt sem þeir gátu, og það gjörði eg nú líka, því við vorum allir að halda í sömu áttina. Eg reyndi að gera mig skiljanlegan á frönsku, en gat það ekki, svo reyndi eg að tala til þeirra á þýzku og hafði það hin verstu áhrif á þá. pannig héld- um við áfram nokkra stund, því Simmon var nú búinn að ná mér, unz að fyrir okkur var heiði og þar týndum við þessum mönn- um, þeir hafa óefað falið sig, því afdrep voru þar góð. Á heiði þessari, sem okkur veittist torsótt, fundum við kar- töflugarð og náðum okkur í nokkrar kartöflur, sem við átum hráar. Daginn eftir eða 22. ágúst 1916 skrifar Edward í dagbók sína: Við erum holdvotir og skjálf- andi af kulda, það hefir rignt í alla nótt og enn er ekki stytt upp í alla mata höfum við gulrófur og hafra. 23. ágúst: Sama veður, rign- ing alla nóttina, urðum að vaða yfir blautar keldur og djúpa skurði. Daginn eftir segir hann að hætt hafi verið að rigna, þó séu þeir holdvotir, en vongóðir, og þann dag (24. ágúst) segir hann að þeir hafi nærri því verið fallnir í höndur pjóðvera. Við lágum í skógarjaðri, þoka var á, svo mikil að við sáum ekkert, það var dimt sem á nóttu, en þó svo áliðið morguns að hættulegt var að vera á ferð. Og þegar loks að þokunni létti, þá sáum við bæ og vorum vér ekki nema svo sem 800 fet frá honum, og á milli skógarrandarinnar sem við vorum í og hans lá akurblettur. Við heyrðum glögt til fólksins þegar það kom á fætur og þegar eg var að athuga alt þetta barst til eyma mér lágt blístur frá fé- laga mínum, sem meinti að eg þyrfti að vera sérstaklega var um mig. Eg leit upp og sá gaml- an mann með hund með sér standa uppi yfir félaga mínum, sem lá á jörðinni eins og dauð- ur væri. Eg hefði sem bezt get- að slegið gamlamanbinn í rot, þaðan sem eg var, en þorði það ekki vegna hundsins. pannig stóð gamli maðurinn dálitla stund og hélt svo áfram leiðar sinnar og hundurinn á eftir hon- um urrandi. Matur okkar þann dag var baunir og hafrar, sem við átum úr lófa okkar. Við pössuðum að hafa vasa okkar alt af fulla af höfrum, tíndum þá svo upp í okkur þegar sultur- inn þrengdi að, skyrptum hýð- inu út úr okkur, sem þó stundum vildi fara ofan í hálsinn og gera hann sárann. 25. ágúst: Mjög erfið nótt, komumst ekki nema um 11 kilo- metra, urðum að fara yfir keld- ur og marga og stóra skurði, mistum fötin okkar, en náðum þeim þó aftur. Við erum skamt frá bænum Bremen. Lítið skýli. Höfum ekki smakkað mat í dag. Kalsa regn. Við leynumst á bökkum Vesser árinnar, sem er 600 fet á breidd. í kvöld ætlum við að leita okkur að bát. Sokk- ar okkar allir slitnir, bjuggum okkur til nýja úr skyrtu ræfli sem við fundum og höfðum með okkur. Náðum í kú. Máltíðir mjólk og næpur. 26. ágúst: Rigning. Fundum bát og komustum yfir ána. Ferða lagið gengur seint, viðarkjarr- ið svo þétt að við komumst ekki í gegn, verðum að krækja fyrir endana á því. Mátíðir í dag næpur, baunir og hafrar. Náðum í meiri mjólk. Skýli ekki sem bezt. Sólskin og hlýtt veður, Við höfum breytt föt til þerris. Glaðir og vongóðir. 27. ágúst: purt veður. Gott skýli. Máltíðir mjólk og næpur. f fyrri nótt sáum við bæjarljós í fjarlægð, héldum að við mund- um vera nægilega langt í burtu frá honum, en þegar við komum upp á hæð eina, sem fram undan oss var, lá hann rétt fyrir neðan okkur og svo nærri vorum við að við sáum fólkið á gangi á göt- unum. Við snerum við hið bráð- asta og flýðum. Daginn eftir komustum við í hann krappann í annað sinn. Seint um nóttina höfðum við lagt okkur fyrir i skógarlundi, sem við vorum staddir í. preyttir vorum við og þjakaðir. Um morguninn grúfði níða dimm þoka sig yfir alt, en þegar upp tók að birta, sáum við að enn vorum við staddir nærri manna- býlum, skógarbletturinn sem við vorum staddir í lá á milli tveggja sáðlenda, og var fólk við vinnu á báðum ökrunum, við uppskeru, hlið voru á girðingunum, sem voru umhverfis akrana og stóð- ust þau nálega á, sitt hvoru meg- in við skógarblettinn þar sem við vorum, og ekki var lengra á milli þeirra en svo, að þegar um annað var gengið, þá þurftum við að skríða fast upp að því sem hinu megin var, til þess að við ekki sæjumst, og þurftum við að gjöra það hvað eftir annað. En engin varð þó var við okkur, þar til að smali kom þar með fjárhóp sinn hann opnaði hliðið sem fjær okkur var og rak kindurnar inn, en þær urðu undir eins varar við okkur, og kom á þær nokkur ó- kyrð, og svo kom fjárhundurinn til okkar og tók að gelta, siðast kom fjármaðurinn sjálfur til okkar, þar sem við láum„ horfði á okkur dálitla stund, hélt síðan áfram með kindur sínar, en hann var ekki kominn langt áleiðis með þær þegar hann skilur við þær og gengur til fólksins á akrinum. Vér þóttumst vissir um að hann væri að segja til okkar. enda hefir það vísit verið svo, því fólkið dró sig saman í hóp og fór að tala um eitthvað sín á meðal. Lengur biðum vér ekki heldur tókum til fótanna, því á- rangurlaust var að fela sig þar sem við vorum. Skamt frá okk- ur sáum við þykkan skóg, en til þess að komast þangað þurftum við að fara fram hjá fólkinu. En við vildum heldur freista þess en að láta handtaka okkur og líða þær kvalir, sem að sjálfsögðu biðu okkar eftir þetta tiltæki. Tvö barefli höfðum við meðferðis og ásettum okkur að láta heldur lífið, heldur en að láta taka okkur, eins ef að annar gæf- ist upp var það samningur okkur að hinn héldi áfram. Svo lögð- um við af stað og fórum eins hart og við gátum í áttina til skógarins og komumst þangað klakklaust, en þá tók að rigna, svo eg býst við að það hafi frem- ur dregið úr eftirför fólksins. í skógi þessum leyndumst við til kvölds og var þar gott fylgsni. Um nóttina héldum við áfram í gegn um skógarbelti, yfir vatns veituskurði sem vér urðum að vaða stundum í mitti. Und,ir morgun vorum vér orðnir þreytt- ir og fótsárir og vorum að leita okkur eftir einhverju fylgsni til þess að leynast í, þegar tveir stórir hundar komu hlaupandi á móti okkur og tóku að gelta í á- kafa, og við höfðum að eins forð- að okkur inn í smá viðarrunna sem þar var nærri, þegar kven- maður kom til þess að vita hvað um væri að vera, en til allrar lukku, bæði fyrir hana og okkur, sá hún okkur ekki. Eftirfarandi daga bar fátt til tíðinda. Við héldum áfram alt sem vér gátum og vonuðumst eftir að ná til Hustre árinnar. Við vorum hraustir en nokkuð fótsárir. 30. ágúst var steypi- rigning og þrumur allan daginn. Við vorum kaldir og holdvotir. Við héldum áfram þá nótt í þoku suddaveðri, og um morguninn fundum við kofa sem stóð undir skógarbelti, þakið öðrumegin var fallið inn og undir það skriðum við, en við höfðum ekki verið þar lengi þegar við urðum varir við mannaferð, og skömmu seinna kom kona að kofanum, þar sem við vorum, hún gekk að skútan- um sem við láum inn í, horfði á okkur dálitla stund, og sneri sið- an á burt án þess að segja orð. Við skriðum undir eins út, og sáum að við vorum rétt hjá bóndabæ. Konan var á leiðinni heim að bænum, og virtist vera að gefa merki karlmönnum sem stóðu fyrir utan húsdyrnar. Skamt frá húsinu sáum við skógarbelti, og tókum við til fót- anna og náðum þangað klakk- laust, þar létum við fyrirberast um daginn, og urðum einskis varir nema veiðimanna, sem voru á fuglaveiðum 1 skóginum og fóru sum skot þeirra óþægilega nærri okkur. Um nóttina héldum við áfram og bar þá ekkert markvert við, en svo vorum við orðnir hart leiknir að blóð var í hverju okkar spori. pannig héldum við áfram eins vel og við gátum og bar ekkert markvert við, þar til 4. septem- ber. Um daginn höfðum við haldið kyrru fyrir á dálítilli hæð þar var þéttvaxinn skógur, fyrir neðan hæðina lá dalur. Um kl. 7 um kveldið fórum við út í skóg- arjaðarinn og vorum að líta jrfir landslagið fram undan okkur. pað var dálítið farið að skyggja, en ekki orðið dimt, og vorum við vanir að leggja upp úr fylgsnum okkar um þetta leyti, og svo ætl- uðum við að gjöra enn, en þegar við komum út úr skógarjaðrin- um stóð þar fyrir framan okkur bóndi, þreklega vaxinn með tví- hleypu í hendi og með honum var ljótur og grimmilegur hund- ur. Viðstöðulaust svifum við á manninn og urðu töluverðar stimpingar. Hann reyndi alt sem hann gat til að koma fyrir sig byssunni. Hundurinn réðst að okkur og reif á okkur kálfana og gjörði margar atlögur til þess að rífa á okkur hálsinn og andlit- ið, en um að gjöra fyrir oss, var að ráða niðurlögum mannsins svo að hann gæti ekki kallað á hjálp því þá hefði verið úti um okkur. Við skildum manninn, byssuna og hundinn eftir þar sem þessi viðureign stóð og héldum áfram ferð okkar illa útlítandi og illa útleiknir og kl. 2 um nóttina þann 8. sept. komurn við að ánni Ems, en vorum þá of þjakaðir til þes« að reyna að fara yfir, svo við földum okkur til næsta dags, þá náðum við okkur í fleka úr borðum eða grind sem notuð var sem hurð í hlið á girðingu þar skamt frá, bárum hann á milli okkar, niður að ánni, fórum úr fataræflum okkar, og bundum þau ásamt dóti því er við höfðum meðferðis á flekann, svo lögðum við út á ána, sem er bæði breið og straumlhörð, með flekann á milli okkar. Við komumst klakk- lítið yfir ána, klæddum okkur og héldum á stað, en við höfðum ekki farið langt áður en versti farartálminn á allri leiðinni varð fyrir okkur, það var flói, sem við sáum hvergi út yfir. pað var þvi ekki um annað að gera en halda CANADA / - ÞÚVERÐUR að skrásetja WG 22. JUNl Vanrœksla í þessu efni, varðar sekt, fangavist og *tap á launum, fölbum í gjalddaga. \ Hinn 22. júní—Skrásetningardaginn, verður þíi að fara á ein- hvern skrásetningarstaðinn, í kjördeild þinni, og svara áreiðanlega og satt, öllum þeim prentuðu spurningum, sem á spjöldunum, registration cards, eru. Sérhver jbúi Canada, hvort heldur brezkul- þegn eða útlend- ingur, er náð hefir sextán ára aldri og yfir, verður að láta skrásetja sig. Falskir framburðir. Ef þú gefur fölsk eða ófullnægjandi svör við sþurningunum, getur þú sætt $500 fjárútlátum og sex mánaða fangelsi. Refsing fyrir að vanrœkja skrásetningu. Ef þú lætur ekki skrá- setja þig, varðar það $100 sekt, ásamt mánaðar fangelsi, að viðbættum $10 fjárútlátum fyrir dag hvern, er þú heldur áfram að vera óskrá- settur. Skrásetningar skýrteini. Þegar þú hefir skrásettur verið, mmmmmmmmm^mmmmmmmmmmmmmmm^mmmmtmm^mmmmmmmmmmm\ verður þér fengið í hendur skýrteini, sem þú mátt til með að hafa með þér á öllum tímum. Skrásetningardagurinn er 22. Júní Skrásetningarstaðir verða opnir frá kl. 7 að morgni til 10 að kveldi. Mikil þörf er á túlkum (interpreters). Þeir sem til þess eru færir, gefi sig fram við skrásetjarann, Registrar, í sínu svæði, og til- taki, hvaða tungumál þeir geti talað. Issued by Authority of Canada Registration Board. Utanáskrift Superintendent of Registration á, ncestu stöðvum P. C. LOCKE, 303 Trast & Loan Bldg., Winnipeg, Man., W. G. CATES, Moose Jaw, Sask. C. W. JARVIS, M.L.A., Fort William, Ont. C. W. SMITH, Medicin. Hat, Aha. C. E. MAHON, 45, 13th Ave. W., Vanconver, B. C. út í hann upp á líf og dauða, og sannarlega datt okkur ekki í hug að við mundum komast lifandi út úr þeim ófögnuði, því vatnið í flóanum var bæði djúft og fúlt og var nægilega ílt að svamla í gegn um það, en þegar út í hann kom var rótin grautfúin og við sukkum á kaf ofan í forina, og þarna brutumst við um í myrkr- inu, eg veit ekki hvað lengi, loks- ins fór fótfestan að verða betri, og við komustum út úr flóanum, og upp á þurt land. Við fleygð- um okkur niður þar sem við stóð- um yfirkomnir af þreytu. Eftir að við höfðum hvílst dá- litla stund héldum við ferðinni áfram og komum að aldingarði, og þarf varla að taka fram hversu fegnir við vorum. Við átum eins mikið af eplum og berjum og við gátum, fyltum alla vasa okkar, og héldum svo áfram. Eftir stutta stund kom- um við að einni ánni enn, hún var straumihörð, en ekki mjög breið. Víð fórum úr fötum okk- ar, eins og við vorum vanir, og lögðum til sunds, á leiðinni yfir misti eg fataböggulinn minn í ána og sökk hann til botns, því vasarnir voru úttroðnir af eplum og þótti mér það ílt, ekki svo mjög vegna fatanna, því við hefðum getað náð í einhvem þýzkara, sem bætt hefði úr þeim missi, en að missa eplin, það var óþolandi, svo eg kafaðÞtil botns hvað eftir annað þar til loks að og fann þau. Svo komustum við yfir ána og hvildum okkur um stund á árbakkanum í skugga trjánna. En við höfðum ekki verið þar lengi þegar við heyrð- um mannamál og rétt á eftir gengu 6 þýzkir varðmenn rétt fram 'hjá okkur, en sáu okkur þó ekki. Við klæddum okkur í skyndi og eftir stutta bið-lögð- um við af stað, til þess að þurfa að afklæða okkur aftur og synda yfir eitt vatnsfallið enn. Við klæddum okkur aftur og tókum til fótanna og komustum á veg- stæði sem lá yfir heiðar og tanga þar rétt hjá, en varla vorum við komnir upp á veginn þegar að harðneskjuleg rödd barst að eyr- um okkar úr skógarrunni rétt við veginn. ‘Stansið’, sagði varð- maðurinn ellegar eg hleypi af byssunni. í staðinn fyrir að gegna honum, tókum við til fót- anna og hlupum úr skotmáli alt sem við gátum, en varðmaðurinn skaut ekki; við vissum aldrei hvort hann var Hollenskur eða þýzkur. Enn héldum við áfram all-lengi, þar til við vorum vissir um að við vorum komnir til Hollands, og þegar við vorum orðnir sannfærðir um að við vær- um úr allri hættu fórum við að hressa upp á okkur, þvo okkur og raka, svo að við litum út sem líkast menskum mönnum, og að fólk þyrfti ekki að hræðast okkur. Nú erum við frjálsir, bráðum getum við teigað brezka loftið að okkur og gleymt hörmungunum sem við höfum orðið að ganga í gegnum til þess að geta notið frelsisins og fengið að koma heim. (Lauslega þýtt). F réttabréf. Langruth, 29. maí 1918. Lengi finst okkur við vera bú- in að bíða eftir sumrinu og hit- anum. Vorið kom snemma, en hefir verið framúrskarandi kalt og stormasamt, svo það hefir legið við skemdum af sandroki, líka hefir verið frost á nóttum iðulega. Fénaður hefir ekki haft beit og ráfað svangur um gras- lausa jörðina. Flestir hafa þó haft nokkrar 'heybirgðir. Um hvítasunnu byrjaði að rigna, og hefir rignt talsvert síð- an, en oftast kalt þangað til í gær, þá var eðlilegur sumarhiti, líka er þíðvindi í dag og er von- andi að nú sé sumarið alkomið, geta þá landnytjar allar orðið í meðallagi, eða meir. Hræðilegan skaða biðu íslend- ingar og aðrir nálægt Beckville. Eldur sá sem getið er um í blað- inu fyrir nokkru síðan , gerði mönnum þungar búsifjar. Jón Loftsson misti útihús sín öll, fimm að tölu, en ibúðarhús- inu var bjargað. Jón Sigurðs- son misti fjós sín og fimtán æki af heyi, og ýmsa muni. Björn pórðarson misti tuttugu og f jög- ur æki. Jón porsteinsson misti f jós sín og hey öll. Líka mun Jó- hannes Baldvinsson hafa orðið fyrir töluverðum heyskaða. Tilfinnanlegastur var skaði sá, sem Eggert Jónsson varð fyrir. Hann misti aleigu sína að undan- teknum örfáum nautgripum. Heimili hans brann alt; fjós hey og áhöld, og hús og allir innan- húsmunir, allur fatnaður og mat- arforði. Fólkið bjargaðist að eins í þeim fötum, sem það stóð uppi í. petta er því tilfinnanlegra að því leyti, að Eggert er félítiH, og var búinn að stofnsetja heimilið fyrir stuttu síðan, og alt óvá- trygt. Verður hann nú að yrkja upp á nýjan stofn af litlum efn- um. Er það enginn gamanleikur í núverandi dýrtíð. Sveitungar hans hlupu undir bagga með hon- um mjög myndarlega, en meir er þörf að gert sé, er vonandi að menn finni köllun hjá sér að lið- sinna honum eftir ýtrasta megni Annara þjóða menn urðu líka fyrir all-miklum skaða. Eihn maður kvað hafa mist ellefu úti- hús og ýmislegt annað. Sáning hefir gengið hér seigt og fast vegna óviðra, en þó vel á veg komin og sumstaðar lokið. S. Fermd börn nálægt Westbourne Man. 19, maí 1918: Ásmundur Ásmundsson. Eyjólfur Einar porsteinsson. Elías Elíasson. " Guðjón Aðalberg Ámason. Anna María Elíasson. Guðný póra Pálsdóttir Ásmunds- son. Lilja Sigríður Gunnarsdóttir Jónsson. Steinunn Einarsdóttir Tómasson Nálægt'Éeckville 26. maí: Emil Sigurvin Beck. Ólafur pórðarson. Svava Bergsson. Guðný S. A. porsteinsson. Sússanna Birgitta Johnson. Gísli Alexander pórðarson, 89. sept. 1917. Sig. S. Christopherson.

x

Lögberg

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.