Lögberg - 06.06.1918, Page 4

Lögberg - 06.06.1918, Page 4
4 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 6. JÚNÍ 1918 r r pgbetg Gefið út hvem Fimtudag af Tlie Cal- umbia Pre**, Ltd.JCor. William Ave. & Sherbrook Str., Winnipeg, Ma*n. TAIiSIMI: GARRY 416 og 417 Jón J. Bíldfell, Editor J. J. Vopni, Business Manager (jtanáakríft til blaðains: THE 80LUMBIA PRE8Í, Ltd., Box 3171, Winnipsg, IRan- Utanáskrift ritstjórans: EDITOR LOCBERO, Box 3172 Winnipog, M«n. VERÐ BLAÐSINS: $2.00 um árið. -^^27 Stríðið. Stríðið hefir haldið áfram á vestur víg- stöðvunum með meiri ákafa heldur en nokkru sinni fyr, sem líka mátti búast við. Þ.jóðver jar vita undur vel, að ef þeim tekst ekki að sigra nú, þá geta þeir það aldrei. Því það er ekki einasta að Þjóðverjar veiklist, eftir því, sem þeir berj- as lengur, heldur styrkjast hinir og er því auð- saett, að ef Þjóðverjar ekki verða búnir að vinna sigur áður en Bandaríkin koma öllu sínu feikna afli að, þá er ekki hin allra minst sigurvon fyrir Þjóðverja. Vér megum ekki vera vondauf, þegar vér lesum um það, er orusta þessi svellur fram og til baka, þótt að seint gangi, og ekki heldur þó að óvinir vorir vinni meira og minna á; slíkt hlýtur æfinlega að verða. Þegar nokkurt jafn- ræði er með herafla, þá hlýtur sú hliðin sem á sa^kir að vinna. Og af hverju? Af því að þeir kjósa sér atlögusvæði og geta sett þar á alt sitt afl. Þeir hafa sett sér ákveðið mark og sækja einhuga að því. Þeir hafa ráðið við sig hvaða aðferð þeir skuli nota og hvaða brögðum þeir skuli beita í atlögunni. Það er alt fyrir fram ákveðið hjá þeim, sem atlöguna gjörir. Þeir sem verjast, verða að sjá fyrirætlanir mótstöðumannanna áður en þeir geta gjört við þeim. Höfuðstefna Þjóðverja í þessum síðasta bardaga, eins og í öllu þessu stríði, hefir verið sú, að verða altaf fyrri til — ráðast á. Og má vera að hjá þeim ráði vinningur sá sem því fylgir æfinlega, og á hefir verið bent hér að framan. En þó liggur þetta ef til vill mikið í hugsun og hernaðarkenningum þjóðarinnar, því áður en þetta stríð byrjaði, var hernaðar að- ferðin ákveðin hjá Þjóðverjum. Um hana segir hershöfðinginn Bernardi: “Atlögur í stríði verða að vera fyrir fram ákveðnar, og þeim á- kvörðunum verður að fylgja fram til hlítar, án tillits til áforma fjandmannanna, svo að þeir verði neyddir til að haga sér eftir atlögu mót- stöðumannanna”. Virðist þetta vera algjör- lega í samræmi við hernaðaraðferð Friðriks mikla, sem Hindenburg virðist hafa sér mjög til fyrirmyndar. En hvernig stendur á því að sambandsher- inn lætur þetta svo til ganga? Hvernig stendur á því, að hershöfðinginn Ferdinand Foch líður Þjóðverjum að halda svona áfram? Því tekur hann ekki upp þessa hernaðar aðferð? Því fylkir hann ekki öllu liði sínu og lætur skríða til skara? Því er maðurinn ófáanlegur til þess að leggja til úrslita orustu? Til þess ber tvent. Fyrst það að hann skil- ur að of mikið er í húfi, til þess að stofna fram- tíðar frelsishugsjónum mannanna í hættu, með því að leggja til onistu, án þess að hafa sjáan- Jeg skilyrði til sigurs. En þau eru eliki enn fyr- ir hendi, því Þjóðverjar eru óefáð sterkari á vesturvígstöðvunum ennþá, heldur en samherj- ar, og mundi því ekkert kærara, heldur en ef þeir gætu dregið sambandsherinn út í úrslita orustu. I öðru lagi er hugsunarháttur hinnar frönsku þjóðar sá, sera vel er fram settur í orð- um Napóleons: “Vertu viðbúinn því versta”. Að verjast, vera vakandi, vera viðbúinn, vera á verði í öllum skilningi — en bíða, þar til þeir geta með fullri von um sigur, gengið út í þá þýðingarmestu orustu, sem nskkru sinni hefir háð verið. Látum því elíki hugfallast þó seint gangi. Furðum oss ekkert á því, þótt samherjar láti nndan síga. Verum vongóðir og treystum leið- togum vorum, fullvissir um það, að á sínum tíma muni þeir leiða þetta óskaplega stríð til lykta á heppilegan og sigursælan hátt. Kola einokun í Vestur-Canada. Er það ekki ótrúlegt, að nú, þegar að menn þesearar þjóðar, eru að berjast fyrir réttindum hennar og frelsi á vígvellinum, og gefa alt sitt, og þar með lífið, að þá skuli vera menn til hér í Canada, sem að auragirndin hefir blindað svo, að þeir svífast ekki að taka þrælatökum þá, sem Jieima eru, og þar á meðal fólk þeirra manna, sem farnir eru í stríðið, og hafa trúað oss fvrir að annast og vernda ástvini sína hér, og þá aðra, seni þeim eru áhangandi. Er það ekki örurlegt að í þessu landi, Canada, skuli finnast menn, sem eru að nota sér þessa yfirstandandi eymd- ar tíð, til þess að kúga borgara þessa lands sér til fjár? En þetta eru kolanáma eigendumir og ef til vill kolakaupmennirnir í Vestur Canada að gjöra, með aðstoð yfirvaldanna í Ottawa. Eins og mönnum er ljóst, þá höfum vér fengið mest af kolaforða vorum frá Bandaríkj- unum, hin svo kölluðu Pensilvaniu harðkol, og eru því eldstæði vor aðallega gjörð fyrir þá tegund af kolum. En þau eru hitameiri heldur en linkolin, og þau einu kol, sem haldið geta húsum vorum heitum í vetrargrimdunum. En nú liefir eldiviðarstjóri ríkisins, Mr. Magrath lýst því yfir, að þessi harðkol fáist alls ekki hér, nema því að eins að menn kaupi helming kolaforða þess er vér þörfnumst, af lin- kolum, sem framleidd eru í Vestur Canada. Og hvernig stendur á þessu? Era þessi harðkol ófáanleg? Nei, stjórn Bandaríkjanna hefir að sögn lofast til þess að miðla Canada af harðkola- forða sínum, á fjórðu miljón smálestir af kol- um, sem er því nær jafn mikið og Canada hefir fengið á undanförnum árum. En því megum vér ekki fá þau. Því á að neyða fólk vort á þessum stöðvum til þess að nota kol, sem eru miklu lélegri? Því á að neyða menn, sem hafa eldstæði í húsum sínum, sem þeir geta ekki bi-ent linkolum í, til þess að kasta þeim, og þar með hleypa sér í stórskuldir við að setja inn ný, nú á þessum tímum? Til þess að námaeigendurnir í Vestur Can- ada geti grœtt. Það er kunnugt, að snemma á þessu ári fóru þessir námaeigendur frá Vestur Canada til Ottawa, og töluðu máli sínu við stjóraina, eða umboðsmann hennar, Mr. Armstrong. Vér vit- um ekki hvaða samningar þar voru gjörðir, en vér vitum að þessir sömu menn, kolanámaeig- endurnir frá Vestur Canada, fóru til Washing- ton og sögðu Bandaríkjastjóminni frá því, að þeir gætu séð Vestur Canada, að Winnipegborg meðtalinni, fyrir öllum þeim kolum er þar þyrfti. Tveir mikilsmetnir menn frá Winnipeg voru þá staddir í Washington, og mótmæltu þessu, en það kom fyrir eltki. Námaeigendurn- ir virðast hafa komið ár sinni svo vel fyrir borð, að þeir geta neytt alla í Vestur Canada til þess að kaupa, að minsta kosti helming alls kola- forða sem þeir þurfa á næsta vetri af sér. Og Dominionstjórnin leggur blessun sína yfir að- farirnar. Mundu menn geta láð oss það, þótt vér fær- um að efast um, að velferð ríkisins væri eins nálægi hjarta hennar, eins og velferð þessara námaeigenda ? Mundi nokkur maður geta láð oss, þótt hugur vor fyltist gremju og andstygð- ar á slíku athæfi? En þó væri nú þetta þolanlegt, ef að stjórn- in hefði séð svo um, að fólkið fengi þessi kol fvrir verð, sem eitthvert vit væri í. Þyrfti ekki að borga jafn mikið fyrir þau og harðkolin, sem að minsta kosti eru 33% hitameiri, heldur en þessi linkol. En því er ekki heldur að fagna. Vér verðum að borga jafn mikið fyrir beztu tegund af þessum kolum og við þurftum að borga fyrir harðkolin í fyrra, eða $12.00 fyrir tonnið. En sökum þess, hversu hitamagn þeirra er miklu minna, þá verða þau að minsta kosti einum þriðja dýrari. Hér í bænum er maður, sem E. S. Fitzsi- mons heitir. Hann er umboðsmaður stjórnar- innar í Alberta í þessu máli. Vér höfum átt ítarlegt tal við þennan mann, en ekki er hægt að segja, að það hafi verið til mikillar upp- byggingar. Hann fullvissaði oss um það, að námaeigendurnir væru ekki að græða ósann- gjarnlega á kolunum. Sagði hann að kaupgjald og alt í sambandi við framleiðslu kolanna hefði liækkað stórkostlega. Vér spurðum hann að, hvað það kostaði að grafa hvert tonn af þess- um kolum, eða hvað tonnið kostaði námaeig- enduraa mikið við námuna. Svai’ upp á þá spuraingu fengum vér ekki. En í stað þess sýndi hann oss töflu, sem þá um daginn var birt í blaðinu “Free Press”, og sem að líkindum er frá honum komin. Það er verðlisti á mis- munandi tegundum af kolum við námuraar, og er'þessi listi þannig: Lethbridge kol, bezta tegund.... $5.40—$5.00 t1 lutningskostnaður til Winnipeg, fyrir tonnið ................ 425— 425 Flutningur heim til manna og skrifstofu- kostnaður hér, á tonnið ..........$ 2.35 Útsöluverð hér................' $12 00 Drumheller, bezta tegund .............. $4.95 Flutningsgjald til Winnipeg.............. 415 Skrifstofugjald og flutningur heim til manna ............................ o 40 Útsöluverð hér......................qq Þannig hélt hann áfram, og lauk máli sínu með því, að ef vér gætum fengið C. P. R, til þess að Jækka flutningsgjaldið eða Ottawastjórnina til þess að ákveða lægra kaupgjald fyrir náma- mennma, Jiá gæti verið mögulegt að lækka verðið á kolunum, annars ekki. Og að það væri alls engin von til þess, að Winnipegbúar fengju kolin ódýrari. Vér höfum einnig átt tal við nokkfa af hin- um stærri koíakaupmönnum um þessar sakir, og fær maður þar nákvæmlega sömu svörin, eins og við var að búast. Og enn, til áréttipga’r, fá- um vér yfirlýsingu frá aðstoðar eldiviðarstjóra vorum Deacon, um að nákvæmt eftirlit verði liaft með kolasölunni. Að það sé svo sem engin hætta á því, að ekki verði litið eftir liag almenn- ings, og að hvorki námaeigendurnir né heldur kolakaupmennimir fái við komið neinni kaup- manna kænsku, í sambandi við þessa kola-sölu, um fram það, sem réttlæti og lögum sé sam- kvæmt. En oss er farið eins og Tómasi, vér trúum ekki fyr en vér tökum á. Og ekki sízt, þar sem vér höfum fyrir framan oss tilboð frá átta vel þektum kolaverzlunarmönnum hér í bænum, þar sem þeir bjóðast til að selja einni stofnun þessa bæjar, áðurgreind kol frá námunum í Vestur Canada, fyrir lægra verð, heldur en oss er sagt að kolakaupmennimir verði að borga fyrir þau flutt til Winnipeg. Og er slíkt sízt til þess að styrkja trú vora á staðhæfingum þeirra manna, sem eru að þröngva oss til þess að kaupa þessi kol á hæsta verði. Hér fer á eftir samanburður á verði því, sem kolakaupmenn selja almenningi þessi kol fyrir, og því, er þeir hafa boðist til að sclja þau þessari stofnun. 1 báðum tilfellunum flytja kolakaupmennimir kolin heim til kaupanda, að- eins er mismunurinn sá, að í öðru tilfellinu er hægt að flytja kolin úr járnbrautarvögnunum og beint til stofnunarinnar, en í hinu tilfellinu verða kolakaupmennirnir að afferma vagnana og flytja kolin í fleiri staði, af því að hver ein- staklingur getur ekki keypt eins mikið og þessi stofnun, sem kaupir 10,000 tonn yfir árið. Drumheller..... Crows Nest ... Yellow Head.... McGilver Creek Almenningur Stofnpnin $12.00 $6.00 12.50 9.90 12.50 8.00 12.50 9.95 Rocky Mountain.... 12.50 8.75 Og samt er oss sagt, að kolakaupmennimir geti með engu móti selt kolin ódýrara til almennings heldur e» þetta. Hvernig stendur á því? Vér höfum rétt til þess að vita það, og vér skulum fá að vita það. Þrælasala á Rússlandi. Víst eru þeir margir á Rússlandi, sem ekki einasta hugðu gott til stjórnarbyltingarinnar, heldur þráðu hana, sem nú vildu fegnir gefa al- eigu sína til þess að hún hefði aldrei komið fyr- ir. Því þótt keisarastjómin hafi verið bölvuð, er stjóraleysið þó bölvaðra. Um ástandið, undir hinni alræmdu Bolshe- vikistjóm, kemst Maxim Gorky svo að orði í blaði sínu “Novaya Zhizn” nýlega: Þeim, sem þekkja til í bænum, kemur öllum saman um það, að hin siðferðilega spilling og efnalega eyðilegging fari vaxandi með degi hverjum. Eftir að hafa eyðilagt landeignir manna og kasta eign sinni á alt dautt og lifandi, sem á þeim var, og hafa í þeim efnum gengið svo langt að rífa bæjarhúsin og bera í burtu efniviðina, er fólkið nú að búa sig undir að berjast út af þýfinu. Og við þetta bætist al- gjörð hungursneyð í sumum héruðum, þar sem fólkið hefir, fyrir löngu síðan, neytt alls kora- forða, ásamt útsæði sem til var. 1 öðrum hefir uppskera verið góð, en þar hefir fólkið falið korn það, sem afgangs hefir verið — grafið það í jörðu, til þess að þurfa ekki að miðla náung- anum af því. Þetta hlýtur að leiða, og hefir þegar leitt til innbyrðis ófriðar, heimskulegs stjómleysis, eyðileggingar og manndrápa. Altaf erum vér að heyra um eignir tilhéyr- andi hernum, sem skift hefir verið upp á milli siðspiltra hermanna, og um allra handa svívirð- ingar, sem þeir hafa framið. Djöfullegar eru sögumar, sem ganga af heraum, sem er nýkom- inn frá Litlu Asíu. Það virðist, sem þeir hafi flutt með sér f jölda af þrælum til Crimea, og að í Theodosia hafi verið haldið uppboð á þeim, og að svo hafi verið mikið af fólki selt, að verðið, sem í fyrstu var $75.00 fyrir hverja manneskju, hafi fallið niður í $15.00. Munu nokkrar fjarstæður vera meiri, eða andstæður ömurlegri, heldur en, þegar yfirvöld- in fullvissa menn um það, að vér séum þegnar í ríki jafnréttis og frelsis, þar sem efnalegur mis- munur manna sé horfinn, og réttur eins, til þess að njóta meira af gæðum heimsins en annar, sé í burtu numinn, þá eru þessir sömu menn, — þá erum vér að gjöra menn að skepnum — erum aftur að taka upp þrælahald. Hermenn vorir kaupa og selja opinberlega, eins og gjört var á dögum Beecher Stowe.” Mr. Gorky endar grein sína á þesáa leið: “Jú, hin sjálfákveðna siðmenning æsinga- mannanna heldur áfram hröðum skrefum. Her byltingamanna í Sebastopol hefir hefið síðustu atlöguna á móti verzlunarstéttinni, og án um- svifa réðu þeir við sig að drepa alla verzlunar- menn, sem þeir næðu til. Þeir réðu það ekki einasta við sig, heldur gerðu þeir það, — þeir ’ réðust á fólkið í tveimur aðal verzlunargötun- um í Sebastopol og drápu það, héldu síðan áfram sömu aðferðinni í Simferopol og Eupataria. Og auðsjáanlega færist þessi æsing—þessi eldur—þetta stríð á milli hinna ýmsu flokka þjóðfélags vors inn í Rússland sjálft, því nú þegar er einn höfuðpaur stjórnleysingjanna, hr. Bleichmann, kominn til Pétursborgar, þar sqm hann æsir fólkið alt sein harm getur, og hafa kenningar Jians náð svo miklu valdi á fólk- inu, að skyldura:kni og reglusemi er komið í það ásigkomulag og óreglu í höfuðborginni, að undirpostular Jiessa manns og jafnvel verka- mannafélögin hafa hótað að ef verkafólkið hætti ekki að sækja samkomur hans og útsendara hans, þá skuli kaupgjald þess verða fært niður eða það jafnvel svift atvinnu algjörlega.” THE DOMINION BANK STOFNSKTTUR 1871 TJppborgaðor höfuðstóU og varasjóð ur $13,000,000 Allar eignir $100,000,000. Bankastörf öll fllótt og samvizkusamlega af hendi leyst. Dg áherzla lögS á aS gera skiftavinum sem þægilegust viSskiftin. Sparisjóðsdeild, Vextir borgaSir eSa þelm bætt viS innstæSur írá $1.00 eSa meira. Notre Dame Branch—W. M. HAMH/TON, Manager. Selkirk Branch—F. J. MANNING, Manager. NORTHERN CROWN BANK Höfuðstóll löggiltur $6,000,000 Höfuðstóll greiddur $1,431,200 Varasjóðu......$ 920,202 President - - - - - Capt. WM. ROBINSON Vioe-President - - JOHN Sl'OVEl * Sir D. C CAMERON, K.C.M.G. W. R. BAWJ;F E. F. HCTCHINGS, A. McTAVISH CAMPBEIJJ, GEO. FISHER AUskonar bankastörf afgreidd. Vér byrjum relkninga viO einstaklinga eSa félög og sanngjarnlr skllmálar veittlr. Avlsanir aeldar tll hvaSa staSar sem er á lslandl. Sérstakur gaumur geflnn sparlrjóCsiimlögum, sem byrja má meS 1 dollar. Rentur lagS&r viB & hverjum 6 mAnuBum. T- E. THORSTEINSSON, Ráðsmaður Co Williaaa Ave. og Sherbrooke St., Winnipeg, Man. Walters Ljósmyndastofa Vér skörum fram úr í því að stækka myndir og gerum það ótrúlega ódýrt. Myndir teknar fyrir $1.50 og hækkandi. Komið til vor með þessa auglýsingu, og þá fáið þér $1.00 afslátt frá voru vanaverði. Walters Ljósmyndastofa, 290 Portage Ave. Talsími: Main 4725 Ný hveititegund. Nafn Lord Robert’s er í heiðri haft, þar sem ensk tunga er töl- uð, og þar sem brezkur fáni blaktir á stöng. Nafn þessa manns er náknýtt við þjóðina brezku og það fegursta sem hún á til í fari sínu, það á þess vegna ekki illa við að nafn þessa her- manns, og áhrif þau, sem það ætti að flytja með sér, nái inn á sem flest svæði þjóðlífsins og líka inn á svæði atvinnumálanna Hinn nafnkunni akuryrkju og atorkumaður Seager Wheeler hef framleitt nýja tegund af hveiti, sem virðist taka öllum ]æim hveititegundum sem vér nú þekkjum fram og nefnt það eft- ir Lord Roberts, og á það sann- arlega vel við að þetta hveiti skuli hefja göngu sína í Vestur Canada einmitt nú, því það var Lord Roberts að miklu íeyti að þakka að brezki herinn, eins lít- ill og 'hann var, gat stemt stigu fyrir fjandmönnum vorum 1914. Svo alvarlegt atriði er nú framleiðslan orðin, að bóndinn á landi sínu er orðinn nærri því eins nauðsynlegur til þess að verja f jandmönnunum framgang eins og hermaðurinn í skotgröf- unum. peir menn sem þyngsta ábyrgð bera, og þeir menn sem 'bezt skilja þarfirnar, hafa hik- Iaust látið það í ljósi, að ef að vistaforðanum yrði ekki haldið við, þá væri úti um sigurvon sambandsþjóðanna, og þessi forði verður að koma frá Canada og Bandaríkjunum, og er hveitið einn aðal-þátturinn í þeirri fram- leiðslu, svo að hvar sem hveiti framleiðsla er aukin, og hver sem það gerir, hann á sinn óskorinn skerf í því að yfirbuga fjand- mennina. Með því að finna upp og þroska Red Robs hveitið þá hefir Mr. Wheeler lagt meiri skerf til aukinnar framleiðslu, heldur en nokkur annar bóndi í Vestur Canada. Fyrir svo sem 7—8 árum síð- an þektist varla annað hveiti í Vestur Canada en hið svonefnda Red Fife hveiti, það er ágætt hveiti, en á því er sá galli að það tekur svo langan tíma til þess að þroskast, og móðnar svo seint að bæði ryð og 'haust frost gjörðu á því mikinn skaða árlega. pörfin var því mjög brýn á því að finna aðra ihveiti tegund, sem væri bráðþroskaðri heldur en Red Fife, og af þeirri ástæðu var það að Dr. Sanders fór ag gjöra til- raunirnar með að blanda saman Red Fife hveitinu og hinu svo- nefnda Calcutta hveiti, og árang- urinn af þeim tilraunum varð Marquis hveitið, sem allir menn kannast nú við, og er nálega eim göngu notað nú til útsæðis í Vest- ur Canada, það hefir öll gæði Red Fife hveitisins, og það fram yfir að það þroskast og móðnar mik- ið fyr; menn hafa komist svo að orði að Marquis hveitið hafi fært hveitibeltið í Canada 100 mílum norðar en það áður var. Margir menn hafa reynt sig á því að framleiða tegundir af Marquis hveiti, sem haldi öllum gæðum tegudar þeirrar er Dr. Sanders fann upp, en sem þrosk- aðist fyr, en enginn hefir reynt meira, né heldur gjört meira til J?ess að fullkomna þessa plöntu heldur en Seager Wheeler frá Rosthem, Sask., sem er orðinn heimsfrægur hveiti framleiðandi Fjórum sinnum hefir hann tekið aiheimsverðlaun fyrir að fram- leiða bezta Marquis hveiti, og hann hefir tekið fleiri verðlaun en nokkur annar maður í heitni fyrir sína framleiðslu á Marquis hveiti og hve mikið að hann hefir bætt það. En hann og allir aðrir hafa strandað á því að geta flýtt fyrir þroska Marquis hveitisins. En Mr. Wheeler hefir fundið upp al- veg nýja tegund af hveiti sem er að öllu leyti eins gott og Marquis hveitið, en tekur frá sex til tíu dögum skemur að þrosk- ast, og nefnt þaðRed Bobs. Saga Red Bobs hveitisins er á þessa leið: Árið 1905 sendi mað- ur, að nafni Wm. Farrer frá New South Wales í Ástralíu, Dr. Sanders í Ottawa sýnishom af hveiti sem hann hann nefndi White Bobs, hann sagði að hveiti það væri framleitt á þann hátt, að saman væri blandað ónefnd hveiti tegund og sú bygg tegund er Nepaul nefnist. White Bob hveitið er hvítt á lit og brodda- laust og er sú eina hveiti tegund þess eðlis í Canada. Dr. Sanders gerði tilraun með þetta hveiti við eitt af fyrir- myndar búum landsins, og komst að þeirri niðurstöðu að það þrosk aðist fljótar heldur en Marquis hveiti, og væri að öllu leyti eins gott. En liturinn á því var hvít- ur eins og sagt hefir verið. pað er mjög hart oð stöngin sterk og öxin stór. J?að var því ekkert út á þessa hveiti tegund að setja nema bara litinn, sem fólk mundi ekki fella sig við og svo tóku komlögin það fram að ekkert nema hart hveiti og rautt á lit gæti náð verðmætri viðurkenn- ingu. Árið 1907 sendi Dr. Sanders sýnishorn af þessu hveiti til Ind- ianahead, og var því sáð þar í nokkur ár, en svo var hætt við það sökum litarins. Mr. Wheeler heyrði um þessa nýju hveiti teg- und frá Ástralíu og var sér úti um tíu pund frá Indianhead, þessu sáði hann í ofurlítinn blett heima hjá sér 1908 og um haust- ið gaf ]?etta hveiti af sér 60 mæla af ekrunni,, að vísu sáði hann ekki í heila ekru, eða neitt líkt því, en ef hann hefði sáð því í stórt landsvæði, þá hefði það jafnað sig upp með það, ef það hefði vaxið alstaðar jafnt og á þeim bletti er hann sáði í, og það þroskaðist og móðnaði miklu fyr en nokkuð annað hveiti sem Mr. Wheeler hafði þekt, og honum fanst að ef liturinn væri ekki til íyrirstöðu þá mundi þessi hveiti tegund vera 'hin ákjósanlegasta fyrir Vestur Canada.. Mr. Wheeler er ekki einn af þeim mönnum sem hættir við hálf unnið verk, eða lætur hug- fallast fyr en fullreynt er. pessi nýja hveiti tegund hafði alt til síns ágætis nema litinn og hon- um fanst ekki óhugsandi að tak- ast mætti að ná honum. Hann fór því að gjöra tliraunir, og á öðru ári eða 1909 sá hann ávöxt tilrauna sinna, fann þá nokkrar hveitistangir, sem á var rautt hveiti, en stöngin sjálf, og öxin höfðu öll einkenni White Bobs hveitisins. pessar stangir týndi hann úr og geymdi hveitið af þeim og sáði því sér næsta vor,

x

Lögberg

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.