Lögberg - 06.06.1918, Blaðsíða 7

Lögberg - 06.06.1918, Blaðsíða 7
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 6. JÚNÍ 1918 7 Endurminningar frá Miklagarði. Eftir Henry Morgenthau fyrv. sendiherra Bandaríkjanna í Tyrklandi. (Framhald). óstjórn og ógnir. Alveg á sama hátt og óaldar- menn þessir höfðu hrifsað undir sig völdin með undirferli, brögð- um og svikum, eins spöruðu þeir eigi að nota sömu meðölin til þess að halda sér föstum í valdasessin um. Djemal hafði tekist á hend- ur umsjón lögreglumálanna, i viðbót við önnur störf sín, og kom því jafnan svo fyrir, að allir þeir, er grunur lék á að eigi væru trúir Ung-Tyrkjunum voru taf- arlaust annað hVort hneptir í fangelsi eða þá að þeir flýðu til Aþenu eða Parísarborgar. Síð- ustu mánuðina áður en eg kom til landsins, hafði óstjórnin keyrt fram úr öllu hófi. Ung-Tyrkjar höfðu rekið Abdul Hamid frá völdum, en tekið upp svo að segja í öllum atriðum alveg nákvæm- lega sömu stjómaraðferðina og hann hafði beitt, sem sé þá, að murka með öllum hugsanlegum ráðum lífið og þróttinn úr hópi andstæðinga flokksins. * í stað þess að hafa einungis einn Abdul Hamid, þá hafði Tyrkland um þessar mundir skuggann hans landshomanna á milli. Fjöldi manna vom daglega teknir fastir fyrir engar sakir, og það sem þeir kölluðu politísk- ir afbrotamenn, hengdir í hundr- aða tali án dóms og laga. En pólitískir afbrotamenn voru allir þeir taldir, er eigi voru af sama sauðahúsinu og sjálfir óaldarfor- ingjamir, eða jábræður þeirra í einu og öllu. Hin örðuga aðstaða soldánsins, virtist gera þessari svokölluðu nefnd framfara og samvinnu að sama skapi léttara fyrir. pví megum vér eigi gleyma að Mohammed V. var eigi einungis soldán, heldur einnig kalífi — ekki einungis um stundarsakir drotnandi þjóðhöfðingi, heldur og jafnframt vemdari og æðsti yfirmaður Mohammeds trúar kirkjunnar. Og í þeirri stöðu naut hann aðdáunar og lotningar að minsta kosti tuttugu miljóna Mossulmans; og hefði hann ver- ið eindreginn og einbeittur fram- sóknar og umbótamaður, er eigi ólíklegt að honum hefði getað tekist að frelsa Tyrkland úr höndum þessara samvizkulausu blóðhunda! En því miður skorti hann viljaþrekið og máttinn. Og allsendis ókleyft held eg það mundi hafa verið nokkram manni, hvérsu velviljaður sem hann kynni að hafa verið soldáni, að telja hann voldugan eða mik- inn mann. J?ó er ekki óhugsandi, ef öðravísi hefði staðið á þegar hann tók við völdunum, að hann hefði kunnað að geta orðið sæmi- lega nýtur þjóðhöfðingi. pað gengur dularfullum fyrirbrigð- um næst, að Mohammed skyldi ekki vera fyrir löngu kominn undir græna torfu, eins dæma- laust andstæð og örlögin höfðu honum ávalt verið. Bróðir hans, Abdul Hamid, einn hinn óbilgjamasti níðingur, er sögur fara af, sýndi ekki einu sinni nánustu ættingjum sínum vægari meðferð í nokkru, en Ar- meníumönnunum, sem hann lék sér að því að pína og kvelja á allan mögulegan hátt. Eitt af fyrstu afreksverkum Abdul’s eftir að hann tók Við völdum var það að hneppa bróð- ur sinn í gæzluvarðhald; var honum komið fyrir í höll einni myrkri og gamaldagslegri, fékk hann eigi að hafa með sér aðra þjóna en þá, er Abdul sjálfur kaus til þess, og ávalt var hann grandgæfilega umsetinn af njósnarmönnum, og gat alt af átt á hættunni að vera myrtur, hvenær sem valdihafarnir kynnu &ð sjá sér einhvem hagnað í því. Pað gefur að skilja að undir svona löguðum kringumstæðum hlaut mentun Mohammeds að verða næsta takmörkuð; hann fékk ekki tækifæri til þess að nema nokkur erlend tungumál og gat því að sjálfsögðu eigi mælt á aðra tungu en tyrknesku. Bækur mátti hann engar með sér hafa, og hafði eigi annað til lestr ar en vissa tegund tyrkneskra dagblaða. Eins lengi og hann hafði sig eigi í frammi og skifti sér ekkert af því, hvað var að gerast í heiminum, mun hafa mátt telja líf hans nokkum veg- inn örugt, en hvað lítið sem hann kynni að hafa reynt til að hnýs- ast inn í opinber mál, ef upp hefði komist, mundi hafa orðið honum að bráðum bana. Enginn vafi er á því að varðhaldsvistin hefir hlotið að lama hæfileika hans stórkostlega, en þó hélt hann aðal-einkennum sínum ó- skertum — þýðlyndinu og vel- viljanum. Mohammed var gersamlega ,HJúní 17 ■. til 22. I Gefið til Rauða Krossins Verið tilbúniö að gefa. Tillag þitt getur bjargað sumum föngum vorum í Þýzkalandi, og endurhrest hetjumar, sem særst hafa á orustuvöllunum, og veitt þeim þægindi, sem þeir þarfnast. Þörfin er mikil. Nú hefir þú tækifæri að taka þátt í hinu mikla líknarverki, að hjálpa drengjum vorum, hvar sem þeir kunna að vera staddir. Manitoba hefir lagt fram margra sonu sina, margir eru særðir, og margir fangar. petta eru drengirnir, sem HautSi krossinn hjálpar. eigin samvizku stjórna gjöfumyðar VeriS viðbúnir aC skrifa ySur fyrir gðtSri upphaeC, hjá nefndinni hér í bænum. RauíSi krossinn tekur meC ánægju á mðti gjöfum, á hvaSa tima árs sem er. MANITOBA RED CROSS PROVINCIAL HEADQUARTERS WINNIPkG Red Cross Samkoma REDiCROSS KVIKMYNDIR verður á GIMLI hinn 14. þ. m. Ræðumenn frá Winnipeg. Rœður fluttar á ensku og íslenzku. Aðgangur ókeypis, — engin samskot. laus við harðneskju og grimdar- einkennin, sem fylgt hafa í gegn um aldirnar tyrkneskum vald- höfum. Hann var góðlátlegur og kurteis gamall maður. öllum féll hann vel í geð, og eg hygg að hann hafi eigi alið í brjósti sínu kala til nökkurs einasta manns. Hann var ekki fær um að stjórna veldi sínu, sökum þess að honum ihafði synjað verið um allan þann undirbúning sem nauðsynlegur er til þess að geta notið sín í lífinu, ekki sízt í slíkri ábyrgðarstöðu. Hann fann til vissrar ánægjukendar í sam- bandi við stöðu sína og nafnbæt- ur, og í því að vita sig beinan erfingja tiginna forfeðra, rétt til virðingarinnar kjörinn, en hann brast kjarkinn til þess að slíta sig lausan undan áhrifum ofbeld- isseggjanna, sem á bak við reru að því öllum árum, að ná fullum umráðum yfir Tyrklandi í sínar hendur. — Og stórt vafamál er það, hver ávinningur fyrir hann muni hafi í því verið, að fá sem nokkurskonar húsbændur eða forráðamenn þá Talaat, Enver og Djemal i staðinn fyrir Abdul Hamid. — Samvinnu og framkvæmda- nefndin stjórnaði soldáninum sjálfum, eins og reyndar öllu Tyrklandi með heiptaræði og hótunum. — Soldán reyndi einu sinni að fá það sýnt svart á hvítu hvorir mættu sín meira, hann eða þrímenningamir og úrslitin leiddu skjótlega i ljós hvoru megin valdið var. prettán sam- særismenn og pólitiskir afbrota- menn höfðu verið dæmdir til hengingar, og á meðal þeirra var tengdasonur soldáns. Áður en að aftakan skyldi fram fara, varð soldán að undirskrifa dauðadóminn. Hann hafði ekk- ert á móti því að tólf þeirra væru hengdir, en fór þess á leit að mega gefa tengdasyni sínum upp sakir. Soldáninn sjálfur, að nafninu til æðsti valdsmaður þjóðarinnar, og sem réðí yfir fullum tuttugu miljónum manna, féll á kné fyr- ir Talaat Bey og grátbændi hann um vægð tengdasyni sínum til handa, en alt kom fyrir ekki; Talaat sat fast við sinn keip og sagði með háðslegu glotti, að þetta væri prófsteinn, sem gera ætti út um það, ihvort soldáninn eða samvinnu og framfaranefnd- in skyldi ráða í framtíðinni! Fá- einum dögum síðar lét tengda- sonur soldáns líf sitt á gálganum frammi fyrir augliti hinnar tyrknesku þjóðar, sem órjúfandi innsigli þess, að það var Talaat og nefnd hans, sem hafði æðstu völd Tyrklands í höndum sér. Eftir þessa eldraun hafði sol- dán aldrei blandað sér neitt inn í opinber mál. Hann mundi vel hver örlög Abdul Hamid’s urðu, og óttaðist að fá jafnvel enn þá verri útreið sjálfur. P’oringinn, Talaat Bey, var sérlega vel að sér ger um marga hluti; alveg dæmalaust viljafast- ur og einbeittur. Hann hafði byrjað starfsæfi sína sem bréf- beri, og þar næst hækkað svo í tigninni, að'hann var gerður að símaþjóni í Adríanople, og var hann Tbýsna upp með sér af þess- um tveimur atvinnugreinum, sem hann fyrst framan af hafði stundað. Eg heimsótti hann nokkrum sinnum; og jafnvel þótt hann væri tvímælalaust áhrifamesti maðurinn um þær mundir í öllu veldi Tyrkja, þá hélt hann sig þó engu að síður mjög sparlega, og barst lítið á, að því er til heimilis halds kom. Húsbúnaður allur var gersamlega viðhafnarlaus, og minti mig á íbúðir í New York sem kosta svo sem þrjátíu dali um mánuðinn. Mér virtist hann aldrei skemta sér betur, en þeg- ar hann var með talsíma áhaldið i höndunum, og stafaði það ber- sýnilega af því, að hann hafði fyr meir hlotið lífsuppeldi sitt við talsímastörf. Einu sinni sagði Talaat mér, að þann sama dag hefði hann tekið á móti laun- um sínum, sem ráðgjafi innan- ríkismálanna, og þegar hann hefði verið búinn að borga skuld- ir sínar, hefi aleiga hans verið, segi og skrifa, innan við hundrað dali! En hann var ekki hræddur við nokkurn skapaðan hlut; vissi líka fuilvel að ef hann þyrfti á peningum að halda, þá gat hann aflað þeirra nær sem vera vildi. Vakinn og sofinn sat hann á ráð- stefnu með Samvinnu og fram- faranefndinni, þar naut hann sín bezt þar var eiginlega hans and- lega heimili. pegar hann ekki sat á ráðgjafastefnunni, var hann hvergi að hitta, annarstað- Business and Professional Cards The Seymour House John Baird, Eigandi Heitt og kalt vain i öllum Kcrbergjum Fæði $2 og $2.50 á dag. Amerk- an Plan. Tals. G. 2242. Winnipeg Meiri þörf fyrir Hraðrítara og Bókhaldara pað er alt of lltið af vel færu skrifatofufólki hér í Winnipeg. — peir sem hafa útskrifaat frá The Succoss Business College eru ætíð látnir setja fyrir. — Suc- cess er sá stærsti og áreið- anlegasti; hann æfir fleira námsfólk en allir aðrir skól- ar af því tagi til samans, hefir tíu útibú og kennir yfir 5,000 stúdentum ár- lega, hefir aðeins vel færa og kurteisa kennara. Kom- ið hvenær sem er. Skrifið eftir upplýsingum SUCCESS BUSINESS COUEGE LIMITED WINNIPEG, MAN. Dr. R. L. HURST, Member of Royal Coll. of Surgeons, Eng.. útskrlfaSur af Royal College of Physlclans, London. SérfrœSlngur I brjést- tauga- og kven-sjúkdömum. —Skrlfst. S05 Kennedy Bldg, Portage Ave. (& mötl Eaton's). Tals. M. 814. Heimlll M. 2696. Tlml til viBtals: kl. 2—6 og 7—8 e.h. Dagtals. SLJ. 474. Nmturt StJ.:**4 Kalli sint & nött og degi. D It. B. GERZABSL M.R.C.S. frá. Englandi, L..R.C.P. trá London, M.R.C.P. og M.R.C.S. frft Manitoba. Fyrverandi aSstoSarlsekhir viS hospltal i Vlnarborg, Prag, og Berlin og flelri hospitöl. Skrlfstofa i eigln hospit&ll, 415—417 Pritchard Ave., Winnipeg, Man. Skrifstofutím'i frá 9—12 f. h.; S—6 og 7—9 e. h. Dr. B. Gercabeks eiglð hospítal 415—417 Pritchard Ave. Brown & McNab Selja f Keildsölu og sm&sölu myndir, myndsramma. Skrifið eftir verði á stækkuðum myndum 14x20 176 Carlton St Tals. M|ain 1367 JOSEPH iTAYLOR LÖGTAKSM AÐUR Heintilis-Tals.: St. John 1844 Skrifstofu-Tais.: Main 7978 Tekur lögtaki bæ8i húsaleiguskulc veBskuldir, víxlaskuldir. AfgreiSir sem að lögum lýtur. J. H. M CARS0N Bv t til Allskonar linii fyrlr fatlaða menn, einnig kviðsUtsumbúSir o. fl. Talsími: Sh. 2048. 338 COLONT ST. — WTNNIPEG. ar á daginn, heldur en við skrif- borð sitt á aðalstöð stjórnmála- flokks síns; þar lagði hann á ráð- in, gaf út fyrirskipanir og setti af stað allar sínar pólitísku vélar hvenær sem á þurfti að halda. Maðurinn var heljarmenni að burðum, hár og samanfekinn, og vöðvarnir svo stæltir að eg minn- ist vart að hafa séð aðra eins. Líkamsþrekið ásamt óbilandi á- ræði og sjálfstrausti, voru með- ulin, sem ruddu manni þessum braut til mannaforráða og valda. Mér gleymist seint svipurinn á Talaat, þar sem hann sat við skrifborðið með vinstri hönd undir kinn og hægri hnefann kreptan á borðinu, það var auð- séð á öllu, að maðurinn mátti sín, mikils og eg gat ekki varist þeirri hugsun að hnellinn mætti sá maður vera og áræðinn, er etja vildi fangbrögðum við Talaat, eða eiga líf sitt undir hnefa hans. Eg man líka lengi breiða á- nægjubrosið á andliti ihans, þeg- ar maður hafði sagt honum, það sem hann sjálfur mundi hafa kallað: “A real good story”. Vægðarleysinu og viljafestu þessa óbifanlega manns, mundi eg einnig eiga örðugt með að gleyma; en það sem þó var ein- kennilegasta af öllu við Talaat og framkomu hans var það, að manni fanst eins og allar álykt- anir hans, öll stærstu áformin ættu' upptök sín í hinum stóra krepta hnefa, og tæku þar á sig hinar margvíslegu myndbreyt- ingar. Eins og tíðksast mun um flesta sterka menn, hafði Talaat til að bera ýmsar afar-skrítilegar venj ur og sumar jafnvel fáránlegar úr öllu hófi. — Einhverju sinni þurfti eg að finna hann í embættiserindum, og hitti hann venj u samkvæmt við skrifborðið, með kreptan hægri hnefann á borðinu, hann var þungbúinn all-mjög og í alvar legum hugrenningum. Hann hrökk við og leit upp, og virtist mér eins og gneistar sindruðu úr augunum. Mér leizt ekki meira en svo á blikuna, og bjóst við að Talaat mundi púa út úr sér með vindl- ingsreyknum, kaldri neitun við erindi mínu. Eg gekk hægt yfir að skrifborðinu til hans og sagði HVAÐ sem jjér kynnuð að kaupa af Kúsbúnaði. þá er Kægt að semja vtð okkur, hvort heldur fyrir PENINGA ÚT I HÖND eða að LÁNI. Vér Köfum ALT sem til húsbúnaðar þarf. Komið og skoðið 0VER-LAND H0USE FURNISHING Co. Ltd. 580 Main St., Kotni Alexander Ave. Verkstoíu Tals.: Garry 2154 lieim. Tals.: Garry 2949 G. L. Stephenson PLUMBER Allskonar rafmiitiisiböld, svo sem straujám víra, allar teguiKllr af Itlösuni og aflvaka (batteris). VERKSTOPA: 676 HOME STREET glottandi: ur einhverntíma í klípu’ an á borðinu. eg fór fram á. (Framh.). Nýjust tæki GERA OSS MÖGU- LBGT AÐ FRAM- LEIDA PRENTUN SEM GERIR VI©- SKIFTAVINI VORA ANÆGÐA The Colutnbia Press, Limited Dook. and Comcnercia) Printer* Phone Garry 2156 PjO.Box3172 WH4NIPKG lll Dr. B. J. BRANDSON £ 701 Lindsay Building TKlJtPHONK GAftltY 380 | ~ Orsic^TfMAs: a—3 H.imili: 77B Vlctor St. TRuraon «a»t Sttl Winnipeg, Man. Vér leggjum sérstaka ftherziu & aC selja meðöl eftir forskriftum lækna. Hin beztu lyf, sem hægt er að fft, eru notuð elngönsu. pegar þér komíð með forskrlftlna til vor, meglð þér vera viss um að fft rétt það sem = læknirinn tekur til. — COLCLKUGH Jt CO. Notre Dame Ave. og Sherbrooke St. Fhones Garry 2690 og 2691 Glftlngaleyfisbréf seld. Dr. O. BJ0RN8ON 701 Lindsay Building IIiLEnioN.Gmi 82( Office-timar: 2—3 MBMIILIt 734 Vlctor at.aet niLIPSONEl GA»Y T68 Winnipeg. Man. Dr- J. Stefánsson 401 Bayd Buildinf C0R. PORT^Ci AVE. & EDMORTOji 3T. Stu.dar eingöngu augna, eyina. nef og kverka sjúkdóma. — Er að Kitta frákl. 10-12 f.K. eg 2-5 e.K — TaUimi: Main 3088. Heimili 105 OUvia St. Talsími: Garry 2315. Dr. M.B. Halldorson - 401 Boyd Rnilding j Cor. Portage Ave. og Edmonton Stundar sérstaklega berklasýkl og aðra lungnasjúkdóma. Er finna ft skrifstofunnl kl. 11— r 12 f.m. og kl. 3—4 c.m. Skrlf- : stofu tals. M. 3088. Heimlll: 46 Alloway Ave. Talslml: Sher- brook 3158 MA.RKET rotel Vi6 söiutorgiC og City Hali 81.00 tll 81.50 á dag Eigandi: P. O'CONNELL. J. G. SNÆDAL, TANNLŒKNIR 614 SomeiBet Ðlock Cer. Portaga Ave. eg Donald Street - Tib. main 5302. - The Belgiiim Tailors Gera við loðföt kvenna og karlmanna. Föt báin til eftir mftli. Hreinsa, pressa og gera við. Föt sótt heim eg afhent. Alt verk ábyrgst. Verð sanngjarnt. ð 329 William Ave. Tnle. G.2449 WINNIPEG ? BIFREIÐAR “TIRES” ^ Goodyear og Dominion Tíres ætið 3 á reiðum höndum: Getum út- - vegað hvaða tegund sem t þér þarfnist. Aðgerðum og “Vulcanizing-’ sér- stakur gaumur gefinn. " Battery aðgerðir.og bifreiðar til- fj búnar til reynslu, geymdar og þvegnar. ATJTO TIBE VTJLCANIZING CO. 309 Cumberland Ave. Tals. Garry 2767. Opið dag og nótt. . I Kartöflu Ormar •yðileggjast með þvi að nota ..Radium Bug Fumicide“ 50c pd. | t>að er betra en Paris Green. [ Sérstök vilkjör ef keypt er mikift í einu Rat Paste 35c. baukurinn. Vagfjalúsa útrýmir $2.50 ; Bed Bug Liquid THE VERMIN DESTR0YING Co, 636 Ingersoll St., Winnipeg G0FINE & C0. * Tals. M. 3208. — 322-332 ElUce Ave. ’ Horninu ft Hargrave. Verzla með og virða brúkaða hús- muni, eldstór og ofna. — Vér kaup- um, seljum og skiftum ft öllu sem er TH0S. H. J0HNS0N og HJÁLMAR A. BERGMAN, fslenzkir liigfræBiagar, Skmvstof*:— Room 811 McArtkar Buildíng, Portage Aveoue áritun: P. o. Box 1650. Telefónar: 4503 og 4304. Winnipeg Gísli Goodman TINSMIÐUR Horai Toronto og Notre Damc Pbone : krry 2888 Qarry Uelnilji J. J. Swanson & Co. Verzla með faeteignir. Sfá um leiou á Kúeum. Ánnaat lán og eldeábyrgðir o. fL 594 The Kennlugton, Port.éfcfimltli Pbane Main 2597 A. S. Bardal 84S Shtrbrooke St. Selur kkkistur og annaat um útfarir. Allur útbúnaSur eá bezti. Ennfrem- ur selur hann alskonar minnisvarða og legsteina. Heimllie Tale 8krifeto,fu Tale. • - Qarry 2161 Qmrry 300, 37S Cifting3 og bl6 Jarðarfara. með litlum fyrirvara Birch blómsali 616 Portage Ave. Tals. 720 ST. JOHN 2 RING 3 Canadian Art Gallary WINNIPEG Hver eem lætur taka af sér mynd jft OS8, fær sérstaka mynd gefiní. Sft er lætur stækka mynd fær efins myndlr af sj&lfum sér. Margra ára fslenzk viðsklfti. Vér ftbyrgjumst verkið. Komið fyrst til okkar. CANADA ART GALLEHY. N. Donner, per M. MalitoskL Wílliams & Lee Vér höf- leysum af hendi allskonar "Tires” og ljömandi barna- kerrum. Látið loga á arninum. Aðalskylyrði vor nú á dög- um er að hafa logandi á am- inum og sjá um að vér höf- um góða heilsu þegar dreng- irnir fyrir handan hafið koma til baka. þessvegna er nauðsynlegt fyrir þig að hafa við hendina gott meðal sehi ver þig öllum veikinda ásóknum og eiturgerlum og þá er meðalið sem má reiða sig á Triners American El- ixir of Bitter Wine. það er heimilismeðal í sönnum skiln . ingi, því það útrýmir öllum magaveikindum og byggir upp að nýju. Fæst í lyfja- búðum. Neitið öllum eftir- líkingum, en biðjið um Triners American Elixir of Bitter Wine. Verð $1.50. Við gigt, tognun, bólgu og þessháttar kvillum reynið Triners Liniment. pað er ágætis meðal í sinni röð. Kostar 70c. Joseph Triner Company, 1333—1343 S. Ashland Ave., Chicago, 111. I

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.