Lögberg - 06.06.1918, Page 8

Lögberg - 06.06.1918, Page 8
 LÖGBERG, FIMTUDAGLNK 6. JÚNÍ 1918 Bæjarfréttir. Sigurður Anderson frá Piney, Man. var á ferð í bænum um miðja vikuna sem leið. Kosnir til kirkjuþings frá Ár- dals-söfnuði eru þeir: A. F. Reykdal og Tryggvi Ingjaldsson. Varamenn voru kosnir: Stefán Guðmundsson og Ingimar Ing- jaldson. Kirkjuþingsmenn fyrir Geysis- söfnuð eru kosnir: Eiríkur S. Bárðarson og Sigurður Friðfinn- son. Varamaður var kosinn: Gunnl. Oddson. pegar apríl blað “Sameining- arinnar var prentað féll úr lína þar sem kvittað er fyrir gjöf í Heiðingjatrúboðssjóð. Kvennfé- lag Fyrstu lút. safnaðar gaf $25.00. Fyrir þessa gjöf kvitt- ast hér með, með þökkum. Miss Heiða Sigurðson, 504 Agnes Street hér í borginni fór suður til Minneota nýlega, til þess að heimsækja ættingja og ur vini, og ætlar að dvelja þar um tveggja mánaða tíma. Hr. Sigurður Ingjaldsson frá Gimli, sem síðastliðinn vetur dvaldi að Hekla P. O. í Mikley, Man., er nú kominn aftur heim til sín að Gimli, og er áritun hans nú Gimli P. O. Man. Glenboro Gazette segir frá því að á mánudaginn 27. maí síðastl hafi séra Friðrik Hallgrímsson gefið saman í hjónaband þau Valdimar A. Sveinsson, yngsta son Mr. og Mrs. Árna Sveinsson- ar í Argyle og Ingibjörgu Björns son frá Riverton, Man. Lögberg óskar til hamingju. Mr. Niels Hallson frá Lundar, Man. kom til borgarinnar á föstu daginn. Mr. B. Th. Jonasson frá Silver Bay kom til bæjarins í vikunni sem leið. Hann sagði engin sér- stök tíðindi úr sínu bygðarlagi Ensk blöð segja þessa landa særða á vígvelli: Oskar Thor- steinsson, Keevatin, Ont. og T. Thorsteinsson, Deer Lodge, Winnipeg, O. T. Johnson, Gimli Man. og fallinn S. Thorleifsson, Stony Hill, Man. Fyrir skömmu lék Dorkas fé- lagið — félag ungu stúlknanna í Fyrstu lút. kirkjunni, eins og auglýst hafði verðið hér í blað- inu, leikinn “The Lighthouse Nan”, til arðs fyrir hjálpamefnd 223. herdeildarinnir. í þetta eyddi félagið miklum tíma og fyrirhöfn. Nú hafa ungu stúlk- umar afhent hjálparnefndinni $100.00 og flytur nefndin félagi þeirra hjartanlegt þakklæti fyrir þessa höfðinglegu gjöf. Mr. Árni Sigurðsson, sem átt hefir heima hér í Winnipeg síð- an hann kom' frá íslandi, fór vest til Springwater, Sask. á þriðjudagskveldið var, þar sem hann ætlar að starfa við húsa- byggingar. — Mr. Sigurðsson er smiður góður og orðin vel þektur hér í bæ fyrir góða leikarahæfi- leika og einnig sem ötull starfs- maður bindindisfélaganna. Hans verður saknað úr hópnum. Hjálparnefnd 223. herdeildar- innar heldur fund að 763 Victor stræti næsta miðvikudagskvöld á vanalegum tíma. Skorað er á alla meðlimi að sækja fund þenna Mr. Ásmundur Goodman frá Lundar, Man. kom til borgarinn- ar á föstudaginn. Mr. Sigurður Sigurðsson frá Mary Hill kom til bæjarins á fimtudaginn var með konu sína, til þess að leita henni lækninga hjá Dr. B. J. Brandson. Látinn er Victor Swanson í Selkirk, sonur Stefáns Swansoh sem þar býr. 29 f. m. andaðist í Selkirk, Jón Guðmundsson. Hann var ættaður úr Vestmannaeyjum. Hann lést að heimili Eiríks son- ar síns. Mr. Jóhannes Gíslason frá Lundar, Man. kom til bæjarins á þriðjudaginn. Jón skáld Runólfsson var á ferð hér í bænum um helgina. Mr. Jakob Lindal frá Wynyard kom snöggva ferð til bæjarins í vikunni. f bréfi frá Dr. Sigurgeir Bar- dal frá vestur-vígstöðvunum, dagsettu 10. maí segir hann að hann hafi orðið fyrir gas sending frá pjóðverjum, en sem betur fer ekki tilfinnanlega, þó segist hann hafa verið sendur 10 mílur á bak við vígstöðvamar, auðsjáanlega til þess að ná sér og hvílast, að öðru Ieyti lætur Dr. Bardal vel af sér. pessar stúlkur voru fermdar að Vestfold P. O. á hvítasunnu- dag síðastl. (19. maí) af séra Jóni Jónssyni. Auður Stefáns- dóttir Björnsson, Guðný Guð- mundsdóttir Stefánsson, Helga Kristín Stefánsdóttir Bjömsson og Sigrún Sigurðardóttir Mýrdal Um 30 manns voru til altaris. Kirkjuþingsmenn kosnir í Sel- kirk, Klemens Jónasson, Björn Byron og Miss Lilly Sölvason. Varaþingmenn voru kosnir Kelly Sveinsson, porbjörn porláksson og Felix Finnsson. Á bæjarstjórnarfundi sem haldinn var í gær, bar alderm. J. J. Vopni fram uppástungu um að bæjarstjórnin skoraði á Dom- inion stjórnina að sjá um að Bandaríkjastjórn leyfi að harð- kol verði flutt til Winnipeg eins og að undanförnu. Tekið er fram í uppástungunni að ef Ottawa stjórnin ekki sjái um að þetta verði gjört, þá óttist bæjarstjórn in að afleiðingarnar verði mjög slæmar. Bent er á að námueíg- endurnir í Vestur Canada séu auðsjáanlega að nota sér hið erf- iða ástand til þess að sprengja upp verð á kolum sínum. Enn fremur er bent á það, að námu- eigendurnir frá Vestur Canada hafi farið á fund stjórnarinnar í Washington án vitundar og vilja Ottawa stjórnarinnar til þess að spilla fyrir því að harð kol fengjust til Winnipeg. Upp- ástungan var samþykt í einu hljóði. The Ideal Plumbing Co. Horqi Notre Oame og Maryland St ^Tals. Garry 1317 Gera alskonar Plumb- ing, Gasfitting, Gufu og Vatns-hitun. Allar við- gerðir gerðar bæði fljótt og vel. Reynið oss. Á safnaðarfundi sem haldinn var í Fyrsta lút. söfnuðinum í Winnipeg 31. f. m. voru þessir kosnir til þess að mæta á kirkju- þingi: ' Dr. B. J. Brandson, Dr. O. Stephensen, M. Paulson, J. J. Bildfell. Varamenn kosnir: Mrs. Finnur Johnson, Kristján Vopnfjörð, J. J. Swanson. » Samskotalisti hjónanna sem fyrir slysinu urðu við Beckville, Man. Dr. B.J. Brandsson, Wpeg $10.00 4 íslendingar Le Pas, Man 20.00 1 Sigurður Sveinbjömsson Winnipeg............... 5.00 Halldór Sigurðson, Wpeg 3.00 Björn Jónsson, Mountain ónefndur Winnipeg .... Bjarni Magnússon Wpeg J. J. Bildfell.......... Frá Churchbridge, Sask. S. Jónsson...............$1.00 Mrs. S. Jónsson ......... 1.00 Jón Reykjalín . . !...... 1.00 Mrs. Skaalerud........... 1.00 E. S. Johnson............ 1.00 P. S. Johnson............ 1.00 2.00 1.00 1.00 5.00 Bræðumir Torfi Torfason og Lúðvík Torfason, frá 681 Alver- stone St. hér í borginni, og sem innrituðust í 223. herdeildina og fóru með henni austur um haf, og nú dvelja á orustuvöllum I rakklands, biðja Lögberg að flytja þeirra innilegasta hjartans þakklæti til hjálparnefndar 223. herdeildarinnar og Jóns Sigurðs- sonar félagsins, fyrir gjafimar sem þeir hafa móttekið frá þeim, og sem veitt hafa sólskini inn í sálir þeirra. í bréfi til pabba þeirra, Mr. Skúla Torfasohar hér í bænum, nýlega meðteknu, sega þeir bræður að þeim líði vel og hefir enn eigi neitt orðið að þeim, sem betur fer. Samtals $53.00 Mr. Jón p. Reykjalín fór héð- an úr bænum í gær, norður að Winnipegvatn, þar sem hann ætl ar að stunda fiskiveiðar í sumar. HLJÓMLEIKASAMKOMA hr. Jónasar Pálssonar og nem- enda hans. Samkvæmt auglýsingu í síð- asta blaði, hélt hr. Jónas Pálsson píanokennari með nemendum sínum hljómleikasamkomu, í Tjaldbúðarkirkjunni á þriðju- dagskveldið var. Aðsókn var hin bezta. Tuttugu og tvö atriði voru á efnisskránni, og varð samkoman því full löng, sleit eigi fyr en kl. 11, eða vel það. pað er vandi að dæma um hljómlistar samkomur, og yfir höfuð hvaða samkomur sem er, á meðal íslendinga í þessum bæ, þar sem öllu er venjulega hælt, og einum finst sér jafnvel mis- boðið, ef annar er látin njóta sannmælis. Slíkt ástand er ekki eins og það á að vera, því sann- gjörn gagnrýni á hvaða máli sem um er að ræða, er ekki einungis holl, heldur og bráðnauðsynleg. Samkoma þessi sem hér er um að ræða, tókst svo vel, að eg tel hana standa feti framar flestum slíkum samkomum, ef ekki öllum, sem mér hefir gefist kostur á að heyra hér í bæ. Sumir nemendur Jónasar, leystu hlutverk sín af hendi, al- veg frábærlega vel; má þar fyrst tilnefna Miss Maríu Magn- ússon og Miss Olive Simpson; lék hin síðarnefnda svo meist- aralega Prelude Rachmanioff’s rússneska tónsnillingsins, að mér virtist það taka fram leik allra hinna. Úr hópi yngri nemendanna — innan við fjórtán ára aldur, — köruðu þessar stúlkur greinilega fram úr, sem sé þær Miss Mar- gret Thexton, sú er silfurmedalí- una vann í fyrra við Toronto hljómlistarskólann, Miss Freda Rosner, Miss Bergþóra Jónsson, Miss Katherine Ross og Miss Inez Hooker, sem fór aðdáanlega vel með bæði hlutverkin, Valse in B. minor, eftir Chopin og Prima Stella eftir Carbonnier, þó eink- um hið síðartalda; stúlka þessi, eitthvað rúmra tólf ára, sýndi ó- venjulega glöggan skilning og smekkvísi í meðferð laganna. Miss Thelma Cameron, lék síð- asta atriðið á efniskránni, Con- ert Polonaise eftir Paderewski; hún er úr flokki hinna þroskaðri nemenda Jónasar, hefir allmikla fimi og náði úr hljóðfærinu styrkum tónum, en ekki nálægt því að sama skapi þýðum. Eitt af því, sem mér fanst öðru fremur einkenna samkomu þessa var það, hve nemendurnir voru á- kveðnir — ekki hik á nokkrum Mikillar ánægju nutu áheyr- endur við að hlusta á söng þeirra Hiss Mary Playford og Mr. W Davidson Thomson, enda voru þau kölluð fram hvað ofan annað. Hátt á sjötta hundrað aðgöngu miða hafði selt verið á samkomu þessa, og rann ágóðinn til Jóns Sigurðssonar félagsins. E. P. J. VORVEÐUR þýðir svöl kvöld og svala morgna; annaðhvart máské mjög lágt í “Fumace” eða þá alveg brannið út. Á þessum tíma árs, mundu flestir fagna yfir því að hafa eina af vorum FLYTJANLEGU RAFMAGNS-HITUNARÁHÖLDUM, til þess að yla upp hin hrollköldu herbergi á kvöldin. eða þá til þess að gera notalegt á morgnana þegar menn fara á fætur. Vér höfum þessa Rafmagns Heaters af öllum stærðum og verði, við allra hæfi. pér getið komið þeim við, í hvaða herbergi sem er, þeir brenna ótrúlega litlu. Komið og skoðið sýningarpláss vort við fyrsta tækifæri. GASOFNA DEILDIN. Winnipeg Etectric Railway Go. 322 Main Street Talsími: Main 2522 .. ■ • timbur, fialviður af öllum Nyjar vorubirgðir tegundum, geirettur og al- konar aðrir strikaðir tiglar, hurðir og flugnahurðir. Komið og sjáið vörur vorar. Vér erumætíð glaðir að sýna þó ekkert sé keypt. The Empire Sash & Door Co. Hver ber ábyrgðina? Hverjum fýlgir hættan sem af því stafar að 'heimilis- faðirinn hefir ekki lífsábyrgð? pað er ekki hann sjálfur sem er í hættunni heldur fjöl- skylda hans, ef hans skyldi missa snögglega við. Hvaða ástæðu sem maðurinn sjálfur kynni að hafa fyrir því, sjálf sín vegna, að hafa enga lífsábyrgð, þá hefir hann enga ástæðu, sem réttlætt gæti slíkt athæfi gagnvart ætt- ingjum og sifjaliði. The Great-West Policies bjóða þau beztu kjör í lífsá- byrgð, sem nokkur getur boðið, lág iðgjöld, háa hagnaðar- hlutdeild, sökum þess hve vel félaginu er stjórnað. Allar upplýsingar veittar samstundis. I The Great West Life Assurance Co., Aðal-skrifstof a—W innipeg Limited HENRY AVE. EAST WINNIPEG i ■ ■ ■ m H KOMIÐ MEÐ RJOMANN YÐAR Vér borgum hæsta verð í peningum út í hönd fyrii allskonar rjóma, nýjan og súran Peningaávísanir sendai fljótt og skilvíslega. öllum tómum könnum tafarlaust skilað aftur. Um upplýsingar vísum vér til Union Bank of Canada. | Manitoba Creamery jCo., Ltd., 509 Wiltiam Ave. g iinHMniiBiiiimii ■iniBiui Manitobastjórnin og Alþýðumáladeildin Greiaarkafli eftir starfsmana Alþýðumáladeildarinnar. Tap á eggjaverzluninni fslenzkir sjúklingar á almenna sjúkrahúsinu. Spurningar: Halda íslenzku skipin áfram að koma við í Halifax í báðum leiðum? Ef þau eru hætt að koma þar við, eða ætla að hætta því bráð- lega, hvernig er þá bezt að skrifa utan á bréf, sem maður vill senda með þeim frá New Ýork til fs lands ? Svar: Skipin hætta að koma við í Hali- fax. En utanáskrift til íslands er með þeim hin sama: First Icelandic Steamer, Via Halifax. Frá Rauða kross starfinu. All-fjölmennur fundur var haldinn að Gimli, Man. á mánu- dagskveldið, í því skyni að koma föstu skipulagi á Rauða kross starfið þar í bygðinni. Ræður fluttu Mr. G. M. Newton, Stefán Thorson, Jóh. Sigurðsson, Ein ar Jónasson (jun.), Sveinn Thor- valdsson, Riverton og Mrs. W. Lindal, Winnipeg. Miss Maggy Thordarson hlaut kosningu sem forseti Rauða kross starfseminnar í Gimlibæ. Kvittun. Júlíus Einarson, Vidir, Man. Mrs. W. Johnson, Gimli, Man. Annie G. Johnson, Reykjavík, Man. M. .Varfason, Gimli. Man. T. Johnson, Howardville, Man. I Mðtekið af Miss Margrét Vig- fússon, Elgin Ave., Winnipeg $1.00 í Red Cross sjóð kvenfé- lags Fyrsta lút safnaðar í Wpeg. Fyrir þessu kvittast hér með. Mrs. F. Johnaon, 668 McDermot Ave. . Safnaðarfundur verður hald- inn í Skjaldborg á sunnudags- kvöldið 9. þ. m. Áríðandi að allir mæti. p. Tómasson, ritari. Gifting. Hinn 22. maí síðastl. voru gef- in saman í hjónaband af séra Friðrik Hallgrímssyni, Baldur Man. þau Mr. Hermann Bjömson Cypress River og Miss Hallfríð- ur Pétursson frá JVinnipeg. Framtíðarheimili ungu hjónanna verður að Cypres River, Man. 16. f. m. voru þau Páll Magn- Usson og Stefanía Vigfússon, bæði til heimilis í Selkirk, Man. gefin saman í hjónaband að heim ili Mr. Magnússon af séra Stein- gr. porlákssyni. pelr menn, sem framleiSa einhverja vörutegund og senda hana á heims- niarkaPinn, eru aö tapa, ef aS varan skemmist áður en húu kemst til neyt- endans. Bnginn þúndi sendir hveitl sltt tíl markaös í skemdum og götótt- um pokum, þvl honum er full ljöst aö meö því værl hann aö tapa árangri erfiðis slns. það kemur ávalt I ljðs I eggja- verzluninni að bæði bændur og kaup- menn tapa oft og tlðum all miklu, áður en eggin komast til neytanda sökum þess að þau hafa á einhvein hátt skemst. Jafnvel þótt bændur gætu iðulega komið I veg f.vrir að skemd egg kæmist á markaðinn, er þö stundum ekki svo gott við þvl að gera, með því að sveitakaupmenn kaupa al- ment egg upp til hópa. svo að það er þvl ekki fyr en að eggin koma til stærri kaupmanna I borgunum, að þau eru vandlega skoðuð, borin upp að ljósi eðá "candled” sem kallað er, svd að hægt er að gera upp á milli góðra og lélegra eggja. Svona er ástandið all-vlða, þdtt þaö eigi að visu ekki allstaðar við. þvl sumir sveitakaupmenn. skoða eggin sjálfir. og vinsa úr þau skemdu. Kaupmennirnir gætu orðið að miklu liði I þessu máli, ef þeir vildu sem allra almennast leiðbeina bóndanum I þvt að koma með betri egg á markað- inn. pað er ekki óalgengt að bóndi. sem t. d. gert hefir alt til þess að vanda eggja framleiðsluna. bæði með sér- staklega góðri meðferð á hænsnunum o. s. frv., missir móðinn, þegar hann kemst að þvl að maður, sem litla eða enga rækt leggur við eggja fram- leiðsluna fær, jafnhátt verð hjá kaup- manninum. Hér ber aftur að sama brunni, kaupmaðurinn hl5tur að miklu leyti að bera ábyrgðina. Ef hann til dæmis lofaði bændum þeim. er við hann skifta. svo sem tveimur eða þremur centum meira fyrir afbragðs egg, heldur en íyrir þau, sem ef til viH eru bæði óhrein og sprungin, og tæki frá öll þau, er væru skemd, þá yrði þess ekki langt að bíða, að bændur kæmu aðeins með góð egg á markaðinn. Auk þeiss er það bráðnauðsynlegt að kaupmaðurinn hafi nægilega þekk- ingu á eggja framleiðslu, svo að hann geti leiðbeint bændum þeim, sem kynnl að vera eitthvað ábótavant I þeim efnum. Á vorin á tjónið að vera mjög lltið, þvl þá eru egg venjulegast nokkurn veginn jafngóð. En þegar hlýnar frekar I veðrinu og kemur fram á sumar, er hættan miklu meiri. Egg geymast eins og kunnugt er, hvergi nærri eins vel I heitu veðri, og þau gera þegar svalara er. — í hit- unum er ltka alla jafna meira af ó- hreinum hreiðrum. og þar af lei'ðandi óhreinum eggjum, og þess utan ven>a hænur þá frekar hingað og þangað, svo eggin finnast ekki undir eins; alt þjetta veldur tilfinnanlegu tjóni I eggjaf ramleiðslu nni. Egg. sem þannig er ástatt um, geta að sjálfsögðu ekki komist á mark- aðinn sem fyrsta fiokks verzlunar- 4. 5. 6. 8. 10. vara, úr þvi að Þau komast ekki ó- skemd af bændabýlinu. Eggjaskurn- in er þannig gerð, að óhréinindi, sem setjast utan á hana, hafa áhrif á innl- haldið, einkum þó 1 miklum hitum; öll slík egg verða stórskemd. — Egg, sem finnast ekki fyr en máske nokk- uð löngu eftir að þeim hefir verlð verpt, jafnvel þótt ekkl væri nema fá- um klukkustundum, eru I raun og veru óhæf til manneldis. Mjög verða menn að vepa varfærnlr. að þvl er snertir meðferð eggja. t 80 stiga hita á F., sem stendur I fjórar klukkustundir byrjar frumlan I egg- inu að vaxa. Og oft á sumrin er jafnvel heitara en það. þessvegna ættu bændur að athuga vel eftirfylgjandi reglur. 1. Haldið hænsnakofunum hreinum. 2. Aðskiljið hanana frá hænunum um útungunartímann. 3. Hafið nægiiegt hreint strá I hreiðrunum. Leyfið ekki hænum, sem liggia á 1 hin hreiðrin. Útungunarhænur. eiga að vera I sérstökum, þar til gerðum kössum. Hirðið eggin tvisvar á dag. Geymið eggin á svölum stað. Seljið eggin tvisvar á viku ef mögulegt. Flytjifc eggln ávalt I vel hreinum kössum. Seljið einungis beztu eggin. ttnlð úr þau lélegu eða skemdu. Kaupmaðurinn á að þekkja mis- muninn á góðum og lélegum eggjum; hann verður að vita hvernig fara skal með egg, og prófa þau. Lang bezt að nota pappir á milli eggjaraða, þegar þau eiga að flytjast 1 kössum. Ef að nokkrar varanlegar breyting- ar eiga að komast fljótlega á I eggja- verzluninnl, þá verður kaupmaðurinn að skifta um innkaupa aðferð sína. — Eins og nú stendur á, hlýtur kaup- maðurinn að vita, að hann er stund- um að kaupa slæm egg, og að hann. er að borga jafnmikið verð fyrir þau og hin óskemdu og góðu. og er sllkt ekki heppileg verzlunaraðferð. Hér fylgja nokkrar reglur, sem kaupmaðurinn ættl að fylgja. 1. Skoða, “candle” öll egg jafnóðum og þau koma lnn. 2. Hafa einn eða tvo eggja daga I vijcu. Greiða á þeim dögum tveimur eða þremur centum meira fyrlr beztu tegund eggja, heldur en hinar lélegri. Fá aðstoðarmenn þessa tvo daga, til þess að skoða eggin. Skifta eggjunum I flokka eftir gæðum og ásigkomulagi, og fleygja burtu öllum skemdum. Miða verðið eingöngu við gæði. Kenna bændum eða konum þeirra hvernig skoða skal egg, svo að trygt sé. Flokka eggin áður en senda skal. Nota aðeins góðar umbúðir. Nota sterka kassa. Stoppa vel meðfram eggjunum. Láta kassana ekkl standa I sól- skini, þegar verið er að flytja þá til markaðs. RJ0MI SÆTUR OG SOR Keyptur MOIIHIHIMHIUI Vér borgum undantekningar- laust hæsta verð. Flutninga- brúsar lagðir til fyrir heildsölu- verð. Fljót afgreiðsla, góð skil og kurteis framkoma er trygð með því að verzla við The Tungeland Creamery Company ASHERN, MAN. og BRANDON, MAN. imKitHiiuHiiimimiiM'iyHiiiMimiiiHuiHiiinjHiHiiMHimiiiaiUHHmmiHiirHinHifmimMiinBiiiii ■ i | ■ HEFIR ÞO VANRÆKT TENNURNAR? Margir hafa gert svo, vegna þess að þeir hafa verið hræddir vlð að fara til tannlæknis. — Sllkt fólk fer villur vegar; þvl ef það heim- sækti mig reglulega þrisvar á ári, þá mundi það aldrei vita hvað tannplna er. — Vér höfum öll þau áhöld, sem tryggja lækningu, án nokkurs verulegs sársauka. þér skuluð aldrel vanrækja tenn- urnar. Vanhirða borgar sig aldrei, Þegar fram 1 sækir. Dr. C. C. JEFFREY, ,,Hinn varfærni tannlæknir" Cor. Logan Ave. og Main Street, Winnipeé Nefnið Lögberg þegar þér verzlið við þá eða þau félög sem auglýsa í blaðinu Sumar Skófatnaður pér ættuð að láta oss fullnægja þörf- um yðar í karla og kvenna skófatnaði Fyrir Hients Fyrir Ágætis Boots, kvennfólk: og Pumps. karlmenn: Staple til hvers dags notkunar. Einkaorð vor er Góðar vörur Skrifið eftir vorri nýju verðskrá og sendið oss pantanir til reynslu. Góð afgreiðsla—Góð vara—Gott lag og gott verð, eru leynd- ardómarair, sem hafa gjört verzlun vora svona vinsæla. THOMAS RYAN & CO', Limited Winnipeg Heildsölu skóverzlun. Manitoba GJAFIB til .Jóns Bjamasonai- skóla. $1.00 5.00 2.00 1.00 2.00 3. 6. 7. 8. 9. 10. 11. 12. Til kirkjuþingsmanna. Járnbrautarfélögin veita eng- r an afslátt á fargjaldi á þessu ári, og þurfa kirkjuþingsmenn því að borga að fullu farseðla sína. Baldur, Man., 1. júní 1918. F. Hallgrímsson, skrifari kirkjufélagsins Nú er kominn tíminn til að panta legsteina, svo þeir verði til að setja þá upp þegar að frost er úr jörðu, sem er um miðjan júní. —Sendið eftir verðlista. Eg hef enn nokkra Aberdeen Granite steina. A. S. Bardai, 843 Sherbrooke St., Winnipeg. Guðm. Johnson, 787 Beverley . I. J. Thorkelson, Arnes, Man. . Jón J. Gillis, 680 Banning St. Mrs. T. A. Arnason, 586 MeGee Vinur.......................... Jónas Jónasson, 522 Sherbrook Mrs. P. August, 552 Sherbrook . P. S. Bardal, Wpg............. J. J. Swanson, Wpg............ 10.00 Kvenfélagið “DJörfung”, River- ton, Man....................100.00 Winnipeg, 3. júní 1918. S. W. MelsteU, gjaldkeri skólans. .50 2.00 Wonderland. petta leikhús var opnað á mánudagskveldið undir nýrri stjóra. — Húsið var alveg troðfult og myndirnar ágætar, enda ætluðu menn alveg að springa af hlátri við að horfa á Charlie Chaplin. Á miðviku og fimtudaginn verður sýnd mynd, sem heitir: Madame Who” og leikur aðal- hlutverkið Bessie Barrescale. Sýnir myndin þjóðrækna stúlku, sem er að berjast fyrir þjóð sína af öllum mætti. Efnið er veru- lega hrífpidi. Á föstudaginn og laugardag- mn, verður sýnd afar-merkileg mynd, sem heitir “Polly of the Circus”. petta er ein af hinum frægu Goldwyn myndum. Næst- komandi mánudag verður byrjað að sýna leik, sem heitir “A Face in the Dark”. Karlmanna FÖT $30-40.00 Sanngjarnt verð. ÆíSir Klæðskarar STEPHEN SON COMPANY, Leokie Blk. 216 MoDermot Ave. Tals. Garrv 178 WONDERLAND THEATRE Red Ctoss. Frá kvennfél. “Hlín”, Markland, Man........$10.00 Frá kvenfél. “Frækora” Otto P. O. Man....... 15.00 Samtals $25.00 T. E. Thorsteinson. Miðvikudag og Fimtudag BESSIE BARRISCALE í leiknum “Madam Who” ágœtis mynd, þar að auki skop- myndir og stríðsmyndir Föstudag og Laugardag MAE MARSH í Ieiknum “Polly of the Circus” Otsauma Sett, 5 stykki á 20 cti. FullkomiS borðsett, fjólu- blá gerð, fyrir borð. bakka og 3 litlir dúkar með sömu gerð. úr góðu efni, baeði þráður og léreft. Hálftyrds 1 ferhyrning fyrir 20 cents. Kjörkaupin kynna vöruaa PEOPLE»S SPECIAIiTTES OO. Ðept. 18, P.O. Boz 1836, Wlnnipeg

x

Lögberg

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.