Lögberg - 11.07.1918, Side 4

Lögberg - 11.07.1918, Side 4
4 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 11. JÚLÍ 1918 §g Gefið út hvem Fimtudag af Th« C*l- umbia Prest, Ltd.,fCor. William Ave. & Sherbrook Str., Winnipeg, Man. TAIjSIMI: GAIiRY 416 og 417 Jón J. Bíldfell, Editor J. J. Vopni, Business Manager Ijtanáakrift tii blaðsina: THE BOIUMBIA PRESS, Ltd., Box 3172, Winnipag. MaO- Utanáakrift ritatjórana: EDITOR LOCBERO, Box 3172 Winnipog, l§an. VERÐ BLAÐSINS: >2.00 um Arið. ■^►27 gpuuitirniuiiiiuuiHiiuuiiimmiiRnmmiiminimiiiiHmianiiUDiiiKiiiiuuimiyimiiiiiiiiiiiiiinmimimimiiiiiinumiiBBiiiimii Að græða sárin. Heimurinn er flakandi í sárum. Og sárin eru svo djúp og geigvænleg, að maður getur naumast látið sér detta í hug, að hægt sé að græða þau, eða jafnvel draga úr þeim sviðann. Það er ekki ætlun vor, að gjöra hér að um- talsefni mein mannanna yfirleitt, heldur aðeins að minnast með nokkrum orðum á þau sár, sem Vestur-íslendingar hafa orðið fyrir, og eru að verða fyrir, af völdum stríðsins. Mundi þó ærið umtalsefni í eina stutta blaðagrein. Oss er, því miður, ekki fyllilega kunnugt hve margir íslendingar eru nú fallnir á víg- völlum Norðurálfunnar, eða hve margir særðir og limlestir og á ýmsan hátt ófærir orðnir til herþjónustu. En þótt þessar tölur séu ekki við hendina, þá er öllum fyllilega ljóst, að það skarð, sem höggvið hefir verið í vorn fámenna hóp, er hræðilega stórt, og vér megum alvarlega gefa gætur að því, að þessi mikla blóðtaka, verði ekki vort banamein. Félagsskapur ýmiskonar hefir haldið oss víð í þessu landi til þesea, einkum hinn kirkju- legi félagsskapur. Með hverjum dreng, sem fer í 8tríðið, veikist félagsskapur vor; og nú er svo komið, að í kirkjunum sjást ekki lengur neinir ungir, hraustir menn. Ungmennafélögin eru að missa máttinn. Hinn ungi gróður í félags- lífi voru er að hverfa út í stríðið og—dauðann. Vér hörmum það að sjálfsögðu, að til allra þessara vandræða hefir dregið. En vér fögn- um hinu, að landar vorir í þessu landi, hafa tekið sínn þátt í hinni miklu mannraun og sýnt eins mikla hreysti, sjálfsafneitun og fórnfýsi eins og nokkur önnur landsins börn. Vitanlega eru það hermennirnir sjálfir, sem þyngstu byrðina bera. Það eru þeir, sem mest verða að líða og mest hafa liðið. Þeir að- allega bera hita og þunga dagsins. Oss sem heima sitjum hefir alt til þessa liðið vel. Nema að því leyti að margir eru kvíðafullir vegna ástvina sinna handan við hafið, og ýmsum hafa borist þær fréttir af vígvöllunum, sem sárari eru og þyngri en tárum taki. Og ekki dettur oss í hug að nokkur geti grætt blæðandi föður og móður hjartað, sem grætur drenginn sinn fall- inn—dáinn, horfinn. En sárin eru ekki æfin- lega eintóm kvöl. Einnig þau geta orðið til góðs. Margir af lesendum vorum kannast við æfintýrið gullfallega í einni af sögum Ralph Oonnor’s : “The Sky Pilot”, sem sagt var ungri stúlku, er lá veik af meiðsli, sem hún hafði orðið fyrir, og sem ekki var búist við að hún yrði jafngóð af. Það er mjög stutt og sam- an dregið, í aðalefninu á þessa leið: Sléttan var þakin blómum. En Herra Sléttunnar fann þar ekki þau blóm, sem honum voru kærust og hugljúfust, þótt fræ þeirra hefðu verið þar gróðursett. Sléttan afsakaði sig og sagði: “Eg er varnarlaus fyrir helkulda vetr- arstormanna og brennandi geislum sumarsól- arinnar og því geta hin hugljúfu, viðkvæmu blóm ekki þrifist hjá mér, þau frjósa eða brenna, fjúka burt, deyja”. Þá talaði hann til Eldingarinnar og hún klauf Sléttuna alt að hjarta. Ógurlegt sár! En sárið, sprungan, gilið, varð skjól eða gróðrarstöð fyrir hin fögru blóm, Sléttunni til skrauts og mönnunum til gleði. Sléttan táknar mannshjartað, og það skilja allir þetta fagra líkingarmál, þó það sé mjög samandregið. Eitt er áreiðanlegt: að þær hörmungar, sem nú geysa, hafa framleitt, eða leitt í ljós meiri dygð, hjálpsemi, gjafmildi, sjálfsafneit- un, fórnfýsi, heldur en nútíðarmaðurinn hefir nokkurn tíma áður séð. Geisli í myrkri mót- lætis og mannrauna. Fagnaðarefni óumræði- lega mikið, sem enginn ætti að gleyma. Það skyldu allir hafa hugfast, að jafnvel sárin geta borið blóm, ef þeim er haldið hrein- um, og því er ekkert óþarfara og verra verk hægt að vinna nú á tímum, en að sá illgresi óánægju og tortryggni í huga fólksins og þannig óhreinka og eitra jafnvel þau mannlegu hjörtu, þar sem kvíðinn og sorgin hafa tekið sér ból- festu. Festum því allir Islendingar Vestan hafs sjónar á því, að vér stöndum uppi í réttlátu stríði með þeim þjóðum, sem vér nú erum partur af. Vér erum ekki að berjast fyrir völd- um og auði, heldur fyrir lýðfrelsi og almennum mannréttindum, sem lagt hefir verið upp í hendur vorar, en af öðrum dýru verði keypt. En um fram alt stöndum öll, menn og kon- ur, hvert við annars hlið að baki drengjanna okkar á vígvöllunum og látum ekkert ógjört, sem getur orðið þeim til gagns eða gleði. Hver hugsun, orð eða atvik af vorri hálfu, sem fer í gagnstæða átt, væri að bregðast trausti þeirra, sem enn standa uppi í stríðinu, og það væri að kasta skarni að leiðum hinna, sem fallnir eru. Hver vill verða til þess? Staðfastur vilji og viðleitni til þess að verða til gagns og óbifanlegt sálarþrek, eru einu sálarlyfin, sem nokkurs eru verð, eins og nú standa sakir. Kennir margra grasa, Að undanförnu höfum vér verið að fá Is- landspóst, svona af og til. Fyrir nokkru síðan komu 1., 2. og 3. hefti þriðja árgangs Iðunnar, og er þar á meðal annars alllöng grein um Þýzkalands keisara eða réttara sagt um ófrið- inn bg upptök hans, eftir Þorleif H. Bjarnason kennara, svo furðuleg að maður stendur agn- dofa yfir dirfsku þeirri, sem kemur fram hjá höfundinum í sambandi við sumar staðhæfing- ar, sem hann gjörir í þessari grein sinni, til þess að fegra málstað Þjóðverja. Maðurinn sér auðsjáanlega ekkert nema í gegn um þýzk gleraugu, og er það óneitanlega gal'li á kennara, sem er að koma þjóð sinni í réttan skilning um afstöðu stríðsþjóðanna hvorrar til annarar og svo líka hlutleysi hinnar íslenzku þjóðar til þeirra. Samt hefði maður getað fyrirgefið það, ef maðurinn hefði sýnt viðleitni í því að fara rétt með rök þau, er hér liggja til grundvallar. En það er nú líklega erfitt, þegar mönnum er áhugamál að tala máli Þjóðverja. — Grein þessi verður ef til vill tek- in til frekari íhugunar af oss við tækifæri. 1 Lögréttu frá 29. maí stendur greinarkorn með fyrirsögninni: “Frá hlutlausu sjónarmiði”. Er það svar móti grein eða greinum, er þýzkur verkfræðingur hr. G. Funk, hefir ritað, og verið hefir á Islandi síðan 1915 til þess að fræða Landann um þýzkan landbúnað, og máske fleira, sem Þjóðverjum er ant um að Islending- ar viti nú um þessar mundir. 1 grein þessari, sem skrifuð er af hlutleys- ingja, og virðist vera sanngjarnlega skrifuð, kemur þó fyrir eitt fyrirbrigði í niðurlagsorð- unum, sem oss virðist í meira lagi dularfult. Höfundurinn er í ritgjörð sinni að gjöra grein fyrir, af hverju stafi óvild sú, sem hefir gjört vart við sig í garð Þjóðverja síðan stríðið hófst. Og sem dæmi upp á það, af hverju að óvild gegn Prússum er algengari í hlutlausum löndum heldur en gegn Bretum, segir hann: Bæði Bretar og Þjóðverjar láta sér ant um það, að börn af útlendum kynstofni, sem alast upp í ríkinu, læri sem bezt ríkismálið, til þess að þau samlagist heimaþjóðinni. Prússar koma þessu í verk á þann hátt, að pólsku börnunum, sem ganga á prússneska skóla, er bannað að tala pólsku í skólanum, og ef þau brjóta bannið þá er þeim refsað. íslenzkum börnum í Canada er ekki bannað að tala íslenzku í skólunum — en þau fá verðlaun ef þau tála tóma ensku! Ekki veit eg hvor aðferðin er fljótvirkari, en það er víst, að kringum aðra spretta vin- sældir, kringum hina óvild”. Ilvar þessi greinarhöfundur hefir fengið það inn í sig, að íslenzku börnunum í Canada sé veitt verðlaun fyrir að tala ekki Islenzku í hérlendum skólum, væri fróðlegt að vita. Stigamenn nútímans. 1 fyrri daga var það alltítt, að einstakir menn og stundum hópar manna lögðust út, eða höfðust við meðfram þjóðbrautum, sérstaklega þar sem þær lágu meðfram fjalllendi, sem ilt var yfirferðar eða í gegn um strjálbygð svæði, til þess eins að ræna vegfarendur fjármunum þeirra, sem þeir höfðu meðferðis. Annar flokkur óaldarseggja liðins tíma, voru hinir svokölluðu sjóræningjar, sem lágu í höfunum og biðu eftir því að geta ráðist á eitt- hvert verzlunarskipið, sem var að fara með varning landa á milli og átti sér einskis ills von. Báðir þessir flokkar áttu það sameiginlegt, að þeir voru óaldarseggir, og það, að þeir sóttust eftir lífsframfærslu og auði á óærlegan og ólöglegan hátt. Þeir voru líka báðir óvinir mannfélagsins og reyndu sjaldan til þess að fegra afstöðu sína gagnvart því, og í flestum tilfellum reiðubúnir til þess að taka á móti af- leiðingum gjörða sinna. Með tíð og tíma hurfu þessir menn, löndin bygðust, svo þeir áttu þar ekkert griðland, og höfin urðu of lítil fyrir þá. En þeir hurfu samt ekki úr sögunni. Þeir færðu sig aðeins úr stað, úr óbygðunum og af höfunum, inn í mannfélögin og undir vernd lag- anna. Og þar sjáum vér þá í ótal myndum og mætum þeim nálega dags daglega. Nú rétt nýlega hefir alríkis verzlunarnefnd Bandaríkjanna, sem sett var til þess að rann saka ástand hinna ýmsu stóru iðnaðarfyrir- tækja Bandaríkjanna, lagt fram skýrslu sína, og er hún all fróðleg eða ölíu heldur furðuleg. Um kjötverzlunarfélögin fhnm, Armour, Swift, Morris, Wilson og Cudahy, segir hið samhljóða nefndarálit að þau hafi ekki einasta einokun á kjötverzluninni, heldur líka hafi þessi félög náð einokunar haldi á öðrum greinum iðnaðarins, og að þeir hafi, á hinn lævíslegasta hátt náð markaðinum á sitt vald, án þess að taka hið minsta tillit til laga landsins. “Hversu fínt nafn sem vér vildum svo gefa þessu gróða- bralli, þá verður ekki hjá því komist að segja, að þessir kjötverzlunarmenn hafa verið að ræna almenning, án þess að hann vissi af”. Þessi skýrsla sýnir að samanlagður gróði Armour, Swift, Morris og Cudahy, á árunum 1912, 1913 og 1914 hefir verið $19,000,000. Árið 1914 byrjaði stríðíð, en árið 1915 var gróði þessara félaga $36,000,000, árið 1916 var hann $55,000,000 og fyrir árið 1917 $87,000,000. Með öðrum orðum, þá hefir gróði þessara félaga ver- ið síðan að stríðið byrjaði $140,000,000, og af þeirri upphæð hafa þau grætt $121,000,000 um- fram það, sem þau græddu á jafn löngu tíma- bili fyrir stríðið, og segir nefndin að mest af þessum gróða stafi af því að kjötprísar hafi verið færðir upp, eða að minsta kosti hafi þeir grætt mikið meira á þann hátt, heldur en fyrir aukna verzlun. Eða eins og nefndin segir: “Þeir notuðu sér stríðið, til þess að neyða fólk til þess að kaupa af sér vörur með uppsprengdu verði”. Og þó hefir kjötverðið í Bandaríkjun- um verið lægra heldur en hér hjá oss. Sumir, ef til vill margir, furða sig á því, hve óskaplega skór og skóleður sé nú orðið dýrt, sérstaklega hinar vandaðri tegundir af skóm. Nefndin gefur ástæðuna fyrir því í þessari skýrslu sinni. Hún segir að kjötverzlunarfé- lögin stóru séu mennirnir, sem ráðin hafa í sam- bandi við markaðsverð á leðri í Bandaríkjun- um, og að gróði þeirra hafi verið miklu meiri árið 1915, heldur en hann var 1914, og árið 1916 var gróði ýmsra þessara félaga orðinn fimm sinnum hærri heldur en hann var 1915. 1 Janúar 1917 var J. Ogden Armour send ávísun fyrir hans skerfi af ágóða í einu af þess- um leðúrfélögum, og var sá ágóði 53% af inn- stæðu Mr. Armours í félaginu, og var ávísanin upp á $915,787. Enn fremur hefir það komið í ljós við þessa rannsókn, að Swift & Co. ráða al- gjörlega yfir sex félögum, sem búa til leður í Bandaríkjunum. Eftirfarandi er kafli úr þeim parti skýrslu nefndarinnar, sem snertir leðurverzlunina. “Á árinu 1917 græddu leðurverzlunarfélögin í Bandaríkjunum óvanalega mikið, eins og nefnd- in hafði áður bent á síðastliðinn janúar. Skýrsl- ur sumra hinna stærri leðurverzlana sýna, að ágóði sumra þeirra 1916 var tvisvar, þrisvar, f jórum sinnum, og í sumum tilfellum fimm sinn- um meiri, heldur en hann var árið 1915, og ágóð- inn fyrir það ár var frá 30—100% meiri heldur en hann var 1914. Agóði eins af slíkum félög- nm var sem fylgir: 1914.............$ 544,390.90 1915............. 945,051.37 1916 ........... 3,575,544.27” Árið 1917 hækkuðu húðir mjög í verði, og færðu þessi félög sér það vel í nyt að eftirsókn- in eftir vöru þessari var mjög mikil og settu upp prísa á leðri til muna, og til þess að geta haldið prísunum uppi, héldu þeir ógrynni af sútuðum húðum úti af markaðinum. Er því síst að furða sig á hinu háa verði, sem vér höf- um orðið að greiða fyrir þessa nauðsynjavöru. En í þessu sambandi er gott að minnast þess, að Bandaríkja stjórnin lætur ekki að eins rannsaka þessa hluti, heldur hefir hún siðferð- islegt þrek til þess að taka æríega í taumana og stíga á hálsinn á ósómanum, og svo mun hún gjöra í sambandi við þessa nútíðar ræningja, sem eru að nota sér neyð annara, til þess að raka saman stórfé. Eitt hefir komið í ljós í sambandi við þessa rannsókn og það er, að hámark á vörum er eng- in vörn gegn ósanngjarnlega miklum gróða, því að verð það sem er sanngjarnlega hátt til þess að vernda tilverurétt hinna smærri, og fátæk- ari verzlana, gefur þeim, sem meira fé hefir og meiri umsetningu, tækifæri til þess að græða margfalt á við þann veikari. Og búast má við því, að beinn herskattur, verði lagður á alla verzlun, sem gjörir það að verkum, að sá, sem mikinn hefir höfuðstól fái jafn mikla vexti af honum og hinn, sem minna hefir. Ur Bandaríkja tímariti. Ef vér erum að berjast til þess að vernda siðmenning veraldarinnar frá glötun, þá verð- um vér að leggja alt kapp á að vinna fullkominn sigur, sem allra fyrst. Því jafnvel þótt vér ynnum sigur einhvern tíma seinna, þá gætum vér átt á hættu að tapa sjálfu málefninu, sem vér berjumst fyrir. Mennmgin er samfélag frjálsra manna og frjálsra kvenna, og engin menning ber nafn með rentu, nema því að eins að langmestur meiri Ijluti fólksins — helzt fólk- ið alt, hafi nægilega fæðu, fatnað og tækifæri til þess, að halda öllum sínum andlegu hæfileik- um og manndómsþrám í heilbrigðu jafnvægi. I>ví lengur sem ófriðurinn stendur, þess meiri vandi verður að fullnægja þörfunum, einkan- lega þó að sjálfsögðu á meðal samherja vorra í Norðurálfu löndunum. Iiússland er nú svo komið, að vafasamt er hvort. það getur talist til menningar landanna, eins og nú standa sakir — þjóðin svo, að segja öll, lítið annað en sjálfri sér sundurþykk- ur, stefnulaus, brjóstumkennanlegur múgur. Austurríki og Ungverjaland kvalið og pínt af fátækt og jafnvel hungursneyð, með stjórnar- byltingar umbrot um ríkið þvert og endilangt. Blóðugt stríð, rán og morð, og nauðungar- burtflutningar fólks, hefir gersamlega úthýst menningunni á meira en hálfum Balkanskagan- um. Og Þýzkaland, ekki einungis hungrað, með fallnar margar miljónir manha, heldur einnig svo afvegaleitt og siðspilt af djöfullegum hern- aðarkenningum, að lítt sjást eftir skilin önnur menningartákn, en húsin tóm. En í öllum þessum óviðjafnanlegu eldraun- um hafa Bretar, Frakkar og Italir staðist próf- ið með hæstu einkunn, og hafa þær þjóðir að lík- indum aldrei áður í sögunni, verið eins þrungn- ar af hugþori og trausti á sigri réttlætis hug- sjónanna. Þetta sýnir oss glögglega, að menning þess- ara þjóða hefir verið bygð á hinum eipa sanna grundvelli, lýðfrelsis og mannréttinda. Vér sjáum í skuggsjá nýja veröld, að loknu þessu skelfingar stríði; veröld þar sem auðæf- unum verður jafnara skift, þar sem undir- hyggjumálín hverfa úr sögunni, þar sem þjóðir og ríki gera út um ágreiningsmál sín, með rétt- látum og friðsamlegum samningum. En til þess að sýn þessi verði meira en Ijúfur draumur, {)urfum vér að vinna sigur nógu snemma — því fresturinn gerir viðreistarstarfsemina og um- badurnar margfalt örðugri, oss sjálfum og kom- andi kynslóðum. THE DOMINION BANK STOFNSETTUR 1871 Uppborgaður höfnðstóU og varasjóður $18,600,006 Allar eignlr $100,000,000. Beiðni bœnda um lán til búskapar og gripakaupa sérstakur gaumur gefinn. Notre l)ame Branch—W. M. HAMII/TON, Manager. Selkirk Branch—F. J. MANNING, Manager. THE R0YAL BANK 0F CANADA HöfuSstóll löggiltur $25.000,000 Höfuðstóll greiddur $14.000,000 Varasjóður..........$15,000,000 Forseti.....................Sir HTJBERT S. HOW Vara-forseti - - - E. Ij. PEASE Aðal-ráðsmaður - - C. E NEIIjIj Allskonar bankastörf afgreldd. Vér byrjum relkninga viC einstakilnga eCa félög og sanngjarnlr skllmálar velttir. Avtsanlr seldar tll hvaCa staCar sem er & lsiandi. Sérstakur gaumur gefinn sparirjöCslnnlöguHi. sem byrja má. meC 1 dollar. Rentur lagCar vlC & hverjum 6 mánuCum. T- E. THORSTEIN9SON, Ráðsmaður Co Williaai Ave. og Sherbrooko St., - Winnipeg, Man. /»V'/.ý::/.vyá\T/'.Siý.\';/«v:/.vÝ.vÝ.S"/.v:/'«v'rjsv:/'4V:i» Walters Ljósmyndastofa Vér skörum fram úr í því að stækka myndir og gerum það ótrúlega ódýrt. Myndir teknar fyrir $1.50 og hækkandi. Komið til vor með þessa auglýsingu, og þá fáið þér $1.00 afslátt frá voru vanaverði. Walters Ljósmyndastofa, 290 Portage Ave. Taltími: Main 4725 Endurminningar frá Miklagarði. Eftir Henry Morgenthau fyrv. sendiherra Bandaríkjanna (Framhald). , VI. í millitíðinni fékk eg glöggar sannanir þess hvemig ]7jóðverj- ar létu ekkert færi ónotað til þess að koma fram áformum sínum í Tyrklandi og gera þjóðina sér undirgefna á allan hátt. Seinni part júnímánaðar var ástandið komið í það horf á milli Tyrkja og Grikkja, að við lá að slitnaði upp úr fulltrúa sambönd- unum á hverju augnabliki. — Samningurinn í Bucharest hafði skilið við eyjamar Chios og Mitylene í höndum Grikkja, að minsta kosti um stundarsakir. Lega eyja þessara gefur þeim all- mikið gildi; þær standa í Ægea hafinu eins og útverðir að hinni miklu innsiglingu að Smyma. ]7að er því ljóst, að þjóð með sæmilegan vopnastyrk, mundi með þeim hlunnindum auðveld- lega geta ráðið Smyma og öllum þeim hluta Litlu Asíu, er liggur að Ægea hafinu. Frá þjóðem- islegu sjónarmiði, hlaut það af eðlilegum ástæðum að hafa æði- mikla hættu í för með sér, að Grikkir fengju eyjar þessar. Fólkið var í raun og veru grískt og hefir alt af verið, síðan á dög- um Homers; meginþorri fólksins er bjó á strandlengju Litlu Asíu var grískt, og fullur helmingur í Smyma, var einnig grískt, og það sem mestu varaði var að þar höfðu Tyrkir sína lang-beztu höfn við Miðjarðarhafið. Iðnað- ur og verzlun borgarinnar var með grísku sniði. Tyrkir voru vanir að kalla Smyrna “hina vanþakklátu borg”. ]7ótt fólk þetta að nafninu til teldist til Tyrklands, þá vom þó öll höfuð- einkenni þess grísk, og allar lang- anir og þrár þess Grikklands megin, og sumt af því lagði fram fé til styrktar grísku stjóminni. Eyjar þessar og allmikill hluti af meginlandinu sjálfu, mynduðu það sem kallað er Graecia Irre- denta; og það var opinbert fyrir löngu, að Grikkir ætluðu sér að gera það sama við þær og þeir gerðu við eyna Krít. Og ef að til þess hefði komið að Grikkir settu lið á land í Asíu var auðvitað enginn vafi á því, að innbúamir mundu umsvifalaust hafa gengið þeim á hönd, og aðstoðað þá á allar lundir. ]7ýzkaland hafði auðvitað á sama tíma reiknað út eftir sínu eigin höfði, hvað ráðlegast væri að gera í Litlu Asíu, en Grikkir höfðu orðið þeim ónotalegur þrándur í götu. Eins lengi og hémð þessi vom undir Grískum yfirráðum, var J7jóðverjum lokaður vegurinn til persneska flóans. Sérhver sá, sem lesið hefir og kynt sér á hvem hátt J7jóðverjar hafa ætl- að að hrinda í framkvæmd heims drottnunarhugmyndum sínum, skilur sjálfsagt fullvel hvemig Jieir hafa farið að við þær þjóðir, er þeir hafa talið standa sér í vegi. J7eir hafa tekið íbúana og flutt þá tafarlaust í burtu. J7að hefir verið aðferð Wilhjálms/ keisara síðan áð ófriðurinn hófst að flytja fólk úr löndum þeim, er þeir hafa brotið undir sig, eins og gripi f rá einum stað til annars J7annig hafa J7jóðverjar farið að í Belgiu, Póllandi og í Serbíu, á hinn svívirðilegasta hátt, l'íkt Jrví, sem átt hefir sér stað með Armenímenn. Samkvæmt þessum fordæm- um J7jóðverja tóku Tyrkir að flytja burt hina grísku J?egna sína í Litlu Asíu. — ]7remur ár- um seinna sagði Admíráll Uzidon sá er umsjón hafði með vörn Tyrkja í Dardanellasundinu, að J?jóðverjar hefðu sjálfir hvatt Tyrki til þess að flytja fólk þetta frá sjávarströndinni; hann sagði að það hefði töluverða hemaðar- þýðingu. Ekki get eg sagt um það með nokkri vissn, hvort Talaat hafði Ijóst verið að J7jóð- verjar voru þama beinlínis að leika sér með Tyrki í eigin hags- munaskyni, og narra þá til Jiess að hjálpa sér óafvitandi til þess að koma fram áformum sínum. Meðferð þessara grísku þegna tók svo langt út yfir það, sem þekst hafði áður, svo sem pízlun- um er Armeníumenn höfðu orðið að sæta, að slíkt átti ekki saman nema nafnið. Hinir tyrknesku yfirmenn, undir ströngu eftirliti J7jóðverja, ráku fólkið til skips í stórum hópum, eins og dýra- hjörð, og höfðu eigi gefið því hinn allra minsta fyrirvara til undirbúnings. Flestir urðu að skilja eftir aleigu sína, og engin tilraun var gerð með það, að láta fjölskyldur fylgjast að. Tilgang- urinn var sá að flytja Grikki á eins stuttum tíma og hugsanlegt væri til eyjanna í Ægea hafinu Auðvitað risu Grikkir upp og mótmæltu Jiessari svívirðilegu aðferð; en það var einungis til þess að gera vont verra, og vom meðal annars myrtir um fimtiu af þeim í Phocaea. Stjórn Tyrkja krafðist þess að allir útlendir vinnuveitendur í Smyma, rækju tafarlaust úr þjónustu sinni alla kristna menn og tækju í þeirra stað einhverja annarar þjóðar en grískra. Singer saumavélafélagið; var ein þeirra stofnana, er fékk svona lagaða fyrirskipun; eg reyndi að hafa áhrif á málin og gat með herkju- brögðum fengið sextíu daga frest fyrir félagsins hönd, en að þeim tíma liðnum varð hið sama að ganga yfir þetta Ameríska félag og allar aðrar slíkar stofnanir, frá því var ekkert undanfæri. Tyrkneska stjómin sagði frá viðskiftalegu sjónarmiði, öHum kristnum mönnum bæði í Litlu Asíu og Miklagarði, stríð á hend- ur. Tyrkjanum þótti sér alger- lega misboðið með þvi að skifta við kristinn mann. Ekki náði meðferð þessi, nema þá að litlu leyti, til Gyðinganna, enda hafði Tyrkjum að jafnaði fallið þó nokkru skár við þá, heldur en hinn kristna lýð. J?ó var öllum Gyðingum gert að skyldu að hafa nafnspjald yfir dymnum á verzl- unarbúðum sínum, sem sýndi bæði þjóðerni og vörutegundir. f Gyðinga strætunum, mátti sjá allvíða merki þessu lík, svo sem: “Abraham Gyðinga skraddari”, og “Isaac Gyðinga skósmiður”. -----Eg skoðaði þessa háttsemi Tyrkja stjórnar, sem hyggilegt dæmi þess, hve afvegaleidd þjóð- in væri, og það var líka áreiðan- lega í fyrsta sinn á æfinni, sem

x

Lögberg

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.