Lögberg - 11.07.1918, Side 5
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 11. JúLÍ 1918
5
GANADA
Ordep in Council
[815]
AT THE GOVERNMENT HOUSE AT OTTAWA
Thursday, the 4th day of April, 1918
PRESENT:
HIS EXCELLENCY TIIE GOVERNOR GENERAL IN COUNCIL
M
ED því að nauðsynlegt er, að gefa út slík lög og reglur, er veitt
geta hinni canadisku þjóð, öll þau hlunnindi og alla þá nauðsyn-
legustu aðstoð, til þess að geta beitt sér í stríðinu;
Og með því að þörf manna á 'herskyldu aldri, til þess að halda í jafn-
vægi The Canadian Expeditionary Force, og jafn mikil nauðsyn er á
vinnukrafti við framleiðslu vista og annars þess, sem óumflýjanlegt er
í sambandi við stríðið, þá verður það að skoðast bróðnauðsynlegt, að
allar persónur, sem heima eiga í Canada, og sem engum sérstökum for-
föllum eru háðar, hafi með höndum nytsemdar störf, samkvæmt reglum
beim, sem hér eru taldar;
Og með því að Akuryrkjuráðgjafinn telur bráðnauðsynlegt að
samþykkja slíkar reglur, og telur einnig samkvæmt skoðun sinni, að
með þessu muni tryggjast vinnukraftur, er á annan hátt, kannske yrði
verið án;
Og með því einnig að hermálaráðgjafinn er líka samþykkur slíkum
reglum.
Og með því einnig að reglur þessar eru eigi á nokkurn hátt til þess
ætlaðar, að hafa áhrif á rétt meðlima verkamannasambanda í því að
leggja niður vinnu í þeim stöðum, sem ágreiningur hefir risið upp á
miili vinnuveitenda og vinnuþiggjanda, er orsakað hefir að vinna hefir
verið lögð niður. Tilgangur með þessum reglum er sá, að koma í veg
fyrir að vinnufært fólk sitji auðum höndum, á þeim tíma, sem þjóðinni
er lífsnauðsyn að geta haldið á öllum sínum vinnukrafti.
Hans hágöfgi the Govemor General in Council, samkvæmt uppá-
stungu the Right Ilon. forsætisráðgjafans, og samkvæmt því valdi sem
honum er veitt samkvæmt the War Measures Act, 1914, og samkvæmt
öllu öðru valdi, sem Hans hágöfgi in G,ouncil ber, er honum það sérstök
ónægja að gefa eftirfylgjandi reglur og veita þeim lagagildi.
REGLUR
1. Sérhver karlmaður, búsettur í Canada, skal
hafa á hendi fastan starfa, sem álitinn er nauðsyn-
legur.
2. Kæmi til málssóknar undir lögum iþessum, skal þaö teljast til málsvarnar
að vera,
(a) Undir sextán ára og yfir sextíu.
(b) NámsmaSur, bona fide, sem er að búa sig undir nytsamt lífsstarf.
(c) NámsmaSur, sem heldur áfram námi vi5 viíurkenda mentastofnun.
fd) Hafandi aö staðaldri unnið aS nytsemdar verkum, þótt atvinnulaus sé
um stundar sakir, sökum ágreinings við vinnuveitanda, á þeim sama
grundvelli og aSra verkamenn hefir greint á viS sama vinnuveitanda.
(e) Sá er sökum vanheilsu, get.ur eigi fullnægt lagaákvæSum þessum.
(í) Ómegnugur þess aS fá vinnu hæfilega langt í burtu, sem er viS hans
hæfi, þótt verkfær sé, meS hinum sömu launum og borguS eru á staSn-
um fyrir sama verk.
3. Sérhver sá, er brotlegur gerist gegn ofangreindum fyrirskipunum, skal sekur
fundinn og verSa dæmdur af Magistrate í sekt, ekki hærri en eitt hundraS dali, ásamt
málskostnaSi, en sé sektarfé eigi greitt í tíma, þá skal hlutaSeigandi sæta hegningar-
húsvinnu, þó eigi lengur en sex mánuSi, í venjulegu fangelsi, stofnun eSa fangabýli,
sem sveitir eSa fylki hafa til þess ákveSiS aS koma skuli í stað hinna venjulegu
fangelsa.
4. Málsókn út af brotum á lögum, sé um sekt að ræSa, skal þannig fara meS, aS
sektarfé skal renna í sveitarsjóS, hafi sveitin, eSa embættismenn hennar höfðað máliS.
En hafi fylki eSa embættismaður þess höfðaS og rekiS máliS, skal sektin renna í fjár-
hirzlu fylkisins; en hafi einstakur maður höfðað máliS, skal sektarféS ganga aS helm-
ingum í hlutaSeigandi sveitar og fylkissjóð. En standi svo á aS mál sé höfSaS og dæmt,
svo til sektar komi, og heyri eigi undir ákveSna sveit, rennur féð í fylkissjóð, og komi
slík mál fyrir, utan viS ákveSin fylkjatakmörk, skal sektarfé greiðast the Receiver
General of Canada.
5. Nytsamt starf, og hæfileg vegalengd, eru atriSi, sem heyra undir dómara aS
fella úrskurS um.
6. Dómarinn getur athugaS og tekiS til greina aSrar varnir, en þær, sem teknar
eru frani í annari “section”.
7. “Magistrate” gildir um Justice of the Peace og Police Magistrate, útnefnda
hvort heldur sem vera skal af fylkja eSa Dominion völdum.
luued by aithority of
Department of Innnigration
amt ColonizUtion
RODOLPHE BOUDREAU,
Clerk of the Privy Couneil
eg þekti þjóð, er sagði viðskift-
um þegna sinna blátt áfram stríð
á hendur.
“Tyrkland fyrir Tyrki”.
Meðferð þessi á saklausum
Grikkjunum særði stórum rétt-
armeðvitund mína. Eg hafði
ekki allra minstu hugmámd um
það, að pjóðverjar væru í raun
og veru valdir að þessum misk-
unarlausu fólksflutningum; eg
skoðaði þá beinlínis sem sýnilegt
tákn tyrkneskrar grimdar og sið-
spillingar. — Um þessar mund-
ir hafði eg all-mikil mjök við
Talaat, hitti hann svo að segja
daglega, og hann var vanur að
tala við mig um alla skapaða
hluti, sem honum flugu í hug,
svo sem um milliríkjasamninga
og viðskifti o. s. frv. — Eg mót-
mælti strax meðferðinni sem
Grikkir sættu, og sagði honum að
slíkt væri í mesta máta óhyggi
legt að eins til þess að bæta gráu
ofan á svart og það kæmi einnig
í bága við lögmæta hagsmuni
Bandaríkjanna. — Talaat reyndi
aftur á móti að verja gerðir
stjórnarinnar með því, að í tyrk-
neska veldinu væru svo margar
mismunandi þjóðemistegundir,
er ávalt hefðu verið ótrúar
sjálfri yfirþjóðinni, og jafnvel
beinlínis setið á svikráðum við
Tyrkland; Tyrkir hefðu mist
fylki eftir fylki — Serbíu, Grikk-
land, Rúmeníu, Búlgaríu, Bosn-
íu, Herzegovinu, Egyptaland og
Tripoli, og á þennan hátt væri
Tyrkland eða tyrkneska veldið
stöðugt að minka, svo ekki væri
nálægt hættulaust með þann
hluta, sem enn mætti þó ósnert-
an kalla.
“Ef Tyrkland á að lifa, þá
megum vér til með að Iosa oss
við alla þessa útlendinga —
“Tyrkland einungis fyrir Tyrki”,
voru einkunnarorð Talaat’s um
þessar mundir. pessvegna var
það hans ráðstöfun að Smyrna
og eyjamar í kring, skyldu gerð-
ar vera há tyrkneskar. Rúmar
40,000 Grikkja höfðu burtflutt-
ar verið alla reiðu, og Talaat
lagði að mér hvað eftir annað að
leggja til við Amerískar við-
skiftastofnanir og verksmiðjur,
að nota einungis tyrkneskan
vinnukraft. Hann sagði einnig
að sögur þær, er gengið höfðu
um upphlaup, ofbeldi og morð,
væru allar saman ýmist ýktar
eða þá beinlínis lognar, og stakk
upp á því, að sett skyldi opinber
rannsóknamefnd í máli þessu.
“Nú vilja þeir fá opinbera
rannsóknamefnd, til þess að
hvítþvo Tyrkland”, sagði Sir
Louis Mallet, sendiherrann brezki
við mig, einn góðan veðurdag.
Og hvað skeði ? Rannsóknar-
nefnd var skipuð; hún lauk störf
um sínum að nafninu — og hvít-
þvoði Tyrkjann!
Grikkir á Tyrklandi stóðu að
einu leyti betur að vígi en Ar-
meníumenn; þeir áttu þjóð, sem
hafði lögbundna stjóm, og hafði
það í vissum skilningi vemdandi
áhrif á þá, kjör þeirra að ýmsu
leyti. Tyrkjum var það fyllilega
Ijóst, að fólksflutningar þessir
mundu hafa í för með sér ófrið
við Grikkland; en eftir því voru
þeir einmitt að sækjast; þeir
voru beinlínis að búa sig undir
það yfirvofandi stríð.
Svo mikill áhugi var í Tyrkj-
um að því er þetta mál snerti,
þar þeir höfðu skotið saman all-
stómm fjárhæðum og keypt frá
Brazilíu bryndreka mikinn, sem
verið var að gera við í Englandi.
Og annan bryndreka hafði tyrk-
neska stjórnin pantað í Englandi
og þar að auki eigi all-fáa neðan-
sjáfarbáta, og tundurspilla frá
Frakklandi. Tilgangurinn með
öllum þessum byltingum í flota-
málunum var hreint ekkert leynd
armál í Miklagarði. Undir eins
og Tyrkir fengu þessa bryndreka
eða jafnvel að eins einn þeirra,
þá ætluðu þeir að ráðast á
Grikki af sjónum og taka aftur
eyjamar. Eitt nýtízku herskip,
eins og Sultan Osman — svo
nefndu þeir bryndrekann frá
Brazilíu, gat auðvéldlega komið
gríska flotanum fyrir kattamef,
og stjómað öllu Ægea hafinu.
og með því að búist var við að
skip þetta yrði fullgert og fært
til sjóorustu innan fárra vikna,
þá bjuggumst vér allir við þeim
tíðindum, að áður en liðnir væru
nokkrir mánuðir mundi ófriður
hafinn milli Tyrkja og Grikkja,
og það jafnvel áður en haustaði
að. Og hvaða líkindi vom til
þess að gríski flotinn gæti
nokkru til vegar komið, eða
staðist þá hættu, sem virtist vera
framundan ?
pannig var þá ástandið snemma
í júnímánuði, þegar eg fékk eina
þá undarlegustu heimsókn, er eg
hefi nokkurntíma fengið á æf-
inni. Gesturinn var Djemal
Pasha, flotamálaráðgjafi Tyrkja
einn hinna þriggja manna, sem
öllu réðu á meðal þjóðar sinnar.
Eg minnist vart að hafa nokkru
sinni séð hraustan mann öllu
aumlegar útlítandi; hann skalf
á beinunum og bar sig hörmu-
lega. Hann baðaði út höndunum
í ákafa og kampamir flyksuðust
til í allar áttir þegar hann var að
tala við franska túlkinn minn.
Eg kunni nógu mikið í frönsku
til þess að komast að því fljót-
lega hvað hann var að ræða, en
tíðindin hafði eg aldrei heyrt áð-
ur um getið, og fanst mér í aðra
röndina eigi neitt undarlegt við
það, þótt hann væri í geðshrær-
ingu. Hann sagði sem sé að
stjóm Bandaríkjanna væri að
gera samning um að selja Grikkj-
um tvö góð herskip, Idabo og
Missisippi. Og hann bað mig í
öllum hamingju bænum að reyna
að koma í veg fyrir söluna. Og
hann bar sig þannig að — sama
sem grátbændi mig, svo að örð-
ugt var að vísa honum á dyr ó-
bænheyrðum. Hann bætti því
enn fremur við, að eins og mér
væri kunnugt, þá teldu Tyrkir
Bandaríkin á meðal sinna beztu
og tryggustu vina. Enn fremur
minti hann mig á, að eg hefði
margsinnis látið í ljósi vilja til
þess að greiða fram úr vandræð-
um þjóðar sinnar, hvenær sem
verulegt tækifæri gæfist til þess,
og einmitt nú væri hinn rétti
tími til þess að sýna í verkinu
slíkan góðvilja. Enn fremur
hélt hann því fram, að þar eð op-
inbert væri orðið, að fyrir dyrum
stæði stríð á milli Tyrkja og
Grikkja, þá gæti sala skipa
þessara eigi skoðast á annan veg
en sem beint hlutleysisbrot af
hálfu Bandaríkjanna. Væri hér
aftur á móti um venjulega sölu
að ræða, þá ættu skip þessi að
seljast hæstbjóðanda, og að
Tyrkir mundu bjóða betur, kvað
hann eigi þurfa að draga í efa.
“Eg veit að við getum boðið
hærra í skipin en Grikkir”, sagði
hann um leið og hann skoraði á
mig alvarlega að senda tafar-
laust hraðskeyti til stjómar
minnar í Washington, í sambandi
við mál þetta, og eg hét honum
að gjöra það.
(Framhald).
Fangelsin í Austurríki.
F regnritari blaösins “London
Telegram”; sem hefir veriö þrjú ár
í fangelsisvist í Austurríki, segir frá
hinni hryllilegu meSferð á útlendum
föngum þar í landi. Hann segir afi
tvær tegundir af fangelsum hafi ver-
iS þar, sem þetta fólk hafi veriö
geymt í, og var önnur tegundin skap-
legri heldur en hin. En þeir, sem
þar fengu aö vera, uröu aö borga
alt upp í tíu sinnum meira fyrir fæöi,
heldur en heimafólk þurfti aö borga
fyrir sínar vistir, og gáitu því fáir
notiö þeirra hlunninda og uröu því
aö vera i hinum ódýrari og verri
stööum, þar sem aöbúö var vond og
óhreinlæti mikiö.
Hann segir frá því, sem fangi einn
varö aö þola í einu af þessum fang-
elsum. sem sýnishorn þess, er þessir
menn urðu aö gjöra sér að góöu.
Nokkrir Englendingar, sem teknir
höföu verið til fanga i Vinarborg
voru reknir um 20 kílómetra og urðu
að bera pjönkur sínar, eða það, sem
þeir höfðu meðferðis. Veðrið v'ar
leiðinlegt og kalt og ferðin sóttist
seint, og þegar þeir lcomu til Illmau
var orðið dimt af nóttu. Þar voru
þeir látnir ofan í kjallara, blautan og
daunillan, gluggalausan með blautu
moldargólfi. Hermaðurinn sem dyr-
unum lokaði, sagði að þetta væri full
góð híbýli 'handa þeim til að drepast
í. Hálmdínur rennandi blautar lágu
á gólfinu, og urðu tveir menn að
liggja á hverri þeirra.
Ekki var gott að gjöra greinarmun
dags og nætur í bústað þessum, þvi
svo var dimt þar inni að andlit
mannanna urðu ekki greind í sundur.
Fyrsta morguninn sem þeir voru
þarna var þeim sagt, að ef þeir vildu
þvo sér, þá yrðu þeir að fara út að
vatnspumpu, sem var þar í haug-
stæði, en alt í kring um hana var
forarleðja, sem tók mönnunum í mitti
og urðu þeir að vaða í gegn um hana
til þess að komast að pumpunni, þar
sem þeir einnig urðu að fá 'sitt
drvkkjarvatn, sem menn geta gjört
sér í hugarlund hversu að var gott.
En um þetta var ekki til neins að
fást, þv'í verðirnir létu byssuskeftin
ganga á ^ föngunum, ef þeir sýndu
nokkurn mótþróa, og stundum byssu-
srtngina lika. Voru ekki að eyða
orðum við “Schweine-Englánder”.
Einu sinni, á meðan að Englend-
ingarnir voru þarna, kom eftirlits-
maður stjórnarinnar til þess að yfir-
líta fangelsið í Illmau, og eftir að
hann hafði yfirlitið fangelsið uppi,
spurði hann hermennina sem með
honum voru, hvort nokkur kjallari
væri á húsinu, og hvort að nokkrir
væru þar niðri; hann sagðist eigin-
lega eiga að líta á hann lika. En
þeir fullvissuðu hann um það, að
þar niðri væri enginn Iifandi maður.
Þetta heyrðu Englendingarnir sem
niðri voru, en þeir þorðu ekki fyrir
sitt líf að láta á sér bæra; vissu að
ef þeir þannig kannu upp um her-
menn iþá, sem með eftirlitsmannin-
um voru, þá mundi þeim verða
grimmilega hegnt — og þeir mundu
verða “hengdir upp”, sem þeir svo
kölluðu. En sú hegning er í því
fóígin, að handleggir mannsins eru
bundnir saman, fyrir aftan bakið,
og síðan er hann settur upp við
steinvegg og i veggnum er járnhring-
ur. Snærið eða fjöturinn er síðan
dregið í gegnum hrmginn og hert á
þangað ti'l maðurinn tillir aðeins
niður tánum, og þannig er maðurinn
látinn hanga þar til hann missir með-
vitundina. Þessari hegningu máttu
fangarnir tíðum búast v’ið í Illmau.
Eftir að Englendingarnir höfðu
verið í þessari diflyssu í viku og voru
allir orðnir meira og minna veikir,
þá var þeim sagt að þeir mættu fara
upp í efri sal fangelsisins. Þar uppi
voru Serbar og Pólverjar og flestir
þeirra berklaveikir, sumir aðfram
komnir. Þegar Englendingarnir
komu upp, var hverjum þeirra afhent
köflótt ábreiða, og þegar þessar á-
breiður voru hengdar út til þess að
viðra þær, var óþrifnaðurinn svo
mikill að tiglarnir í þeim sáust ekki
fyrir lús.
Herbergi það, sem Englendingarn
ir voru í var svo fult, að þar hefði
hver maðurinn orðið að liggja ofan
á öðrum, ef allir hefðu lagt sig út
af í einu. Engin hreinlætis tæki
voru í herberginu, og urðu því tær
ingarveiku mennirnir, sem vOru sí
hóstandi, að hrækja þar sem þeir
láu eða stóðu.
I Drosendarf var eitt slíkt fangelsi
framan af, og sættu fangar þar
mjög harðneskjulegri meðferð. Þeir
voru látnir vera i kofum svo köldum
að alt fraus þar inni þegar frost var,
engin voru þar eldstæði né heldur
eldiviður, engin rúmstæði til þess að
sofa í; að eins hálmdýnur, sem láu
á gólfinu, og voru þær í flestum til
fellum rennandi blautar; en margir
voru þeir, sem urðu að liggja á ber,u
gólfinu. Og öll meðferð fanganna á
þessum stað var hin versta.
“Á meðal þeirra var einnig kven
fólk”, segir fréittaritarinn, “og þar á
meðal kona, er eg þekti vel. Þeg
ar hún ásamt fleiri föngum kom til
fangelsisins, voru þau lokuð inni í
stórum fangelsisklefa, kvenfólk og
karlmenn ti.l samans, og voru látin
vera þar í fleiri daga. Ekkert var
til þæginda í þessum klefa, nema ein
stór fata, sem grafin var niður í mitt
klefagólfið; dimt v'ar þar og daunilt
í tilbót.
Nú eru Rússar aðallega hafðir á
þessum stað, og kemur varla sá dagur
fyrir, að ekki einn eða fleiri deyji
úr hungri. Það sem fólk fær til
matar í þessu fangelsi, og eins á hin-
um stóru fangagæzlustöðvum í Katz-
enau er: 1 morgunmat tvö lóð af
brauði, og te sem soðið var af birki
og jarðarberjalaufum. í miðdags-
verð súpu, sem næpur og kartöflur
höfðu verið soðnar í, og svo þessi
vanalegu tvö lóð af brauði, enga
feiti og ekkert salt. Til kveldverðar
voru sömu réttir og til morgunverðar,
og ekki var það ósjaldan að sömu
pottarnir voru notaðir til þess að þvo
úr gólfin, isem notaðir voru til þess
að sjóða þessa súpu í.
í Estegorm í Ungverjalandi var
eitt slíkt gæzlufangelsi, sem hafði ilt
prð á sér. Fangelsi það steudur við
Dúná, og er hún á þrjá vegi, en á
eina hlið var svæði þetta girt með
gaddavir. Um tima voru 30,000 fang-
,ar í gæzluvarðhaldi þessu og voru það
bæði menn, konur og börn. Ekki
var hægt að ihýsa þennan mannfjölda
nærri allan og v'arð því margt að
liggja úti, með lítið eða ekkert yfir
sér ofan í for og bleytu. Eftir að
dimt var orðið á kveldin var mönn-
um fyrirboðið að kveikja Ijós, og ef
fyrst framan af að eirihver hafði
með sér eldspýtu og varð það á að
kveikja á henni, þá mátti maður eiga
von á vörðunum, sem hlupu inn í
hópinn og veifuðu byssum sínum
með berum byssustingjunum, og þeim
var auðsjáanlega ósárt um það þó
þeir mciddu eða jafnvel dræpu fang-
ana á þann hátt.
Eina nótt vildi það til, að Skoti
einn v'arð hastarlega veikur. Með
veikum mætti komst hann fram til
dyranna, þar sem vörðurinn var, og
beiddi hann um að hafa einhver ráð
með að ná i lækni. Varðmaðurinn
skipaði honum að fara tafarlaust til
baka og Jeggjast niöur og Játa ekk-
ert á sér bera. Og þegar veiki mað-
urinn ávarpaði hann aftur í bænar-
róm, þá sló varðmaðurinp hann í rot
með byssuskefti sinu.
Framli.
Island og England.
Ræða dr. Jóns Stefánssonar í samsæti
því er Víkingafélagið Brezka hélt
honum i Lundúnaborg 5. júlí 1917.
Snœbjórn Jónsson þýddi með leyfi
höfundarins.
Návist hins frægasta af sagnarit-
urum ertskumælandi þjóða hér i
kveld á fyrst og frenrst rót sína að
rekja til atburðar, sem gerðist fyrir
45 árum. Bryce lávarður er hér i
vorum hóp vegna þess, að hann varð
ástfanginn af Islandi á ferð sinni
þangað 1872. Það hefir ótal sinn-
um Verið vitnað í hina fjörugu og
snjöllu grein hans um land og þjóð,
er birlist í Cornhill Magasine 1874.
Hann varð fyrri til en William
Morris að bendá á það, að hið þráða
þjóðfélagsskipulag, sem Norðurálfan
er að leita að, ætti sér stað á Islandi,
þar sem hver maður, karl og kona,
hefði alla þá mentun sem að gagni
getur komið. Bryce lávarður var
hinn fyrsti til þess að segja það, að
ísland væri einstætt d;emi þess hvílík-
an mátt ágætar bókmentir hefðu til
þess að halda sál heillar þjóðar óbug-
aðri gegnum hvaða ofraun hörmunga
sem hún gengi. Meðan Island barð-
ist fyrir sjálfstæði sínu stóð hann
á verði fyrir það í brezkum blöðum,
og fyrir skemstu hefir hann lýst fyr-
ir Qgs stjórnskipun hins islenzka lýð-
veldis. í hálfa öld hefir Bryce lá-
varður verið trúr æskuást sinni til
eldfjallaeyjarinnar norður við heim-
skautsbauginn. Fyrir það, að hann
svo oft og mörgum sinnum hefir
gerst málsvari vor, stöndum vér öll
í ógreiðanlegri þakklætisskuld við
hann.
Hverju skiftir annars um ísland,
og hvaða bókmentalegt andlegt gildi
hefir það nú á tímum fyrir t. d. Eng-
land og Norðurlönd? Tökum Norð-
urlönd fyrst. ísland er hinn sterk-
asti af þeim þáttum, er tengja Norð-
urlönd innbyrðis, því það hefir varð-
v’eitt i ódauðlegu formi sagnir þær,
trú þá og _hreystiverk þau, sem eru
sameiginleg arfleifð hinna þriggja
þjóða. Allir Danir, Norðmenn og
Svíar eru jafnstoltir af sögu feðra
sinna, sem stofnuðu voldug ríki við
Signu, Temsá og Dniepr. Og þá
sögu hefir ísland varðveitt. • Eg hygg
að Norðmenn múni hóti stoltari en
hinir dönsku og sænsku bræður
þeirra, því eins og þjóðskáld þeirra
Björnson sagði, er ísland hluti af
íýpregi, sem flotið hefir út á mitt
Atlanzhaf. En allar þessar þjóðir
sjá, að það er ísland, sem heldur
vörð fyrir frægðarverkum þeirra á
víkingaöldinni, er þær börðust til
fjár og landa, námu sér bólfestu víða
um heim og tóku þátt í stofnun stór-
voldanna Englands, Frakklands og
Rússlands. Þess vegna leita þær til
vor, er þær vilja sjá sjálfar sig á
hátindum frægðar sinnar. Vér erum
lika stoltir af því að vera spegill for-
tiðarinnar, en vér viljum eigi nægj-
ast með það, að vera ekkert annað
en menjasafn frænda vorra. Vér
v’iljum skipa þjóðmálum vorum eftir
eigin geðþótta, jafnvel þótt vér eig-
um það á hættu að glata einhverjum
glæsilegum fornaldarleifum, sem enn
þá eldir eftir af. Hinir mestu sni'll-
ingar Noregs, Danmerkur og Sví-
þjóðar, Björnson og íbsen í Noregi,
Oehlenschláger og Grundtvig í Dan-
mörku, Tegner og Geijer í Svíþjóð,
hafa allir lýst yfir því, að þeir hafi
komið til vor til þess að fá andans
eld sinn tendraðan. Það er þess
vegna ekki eintómt staðlaust glamur
að segja, að það séum vér, sem
höldum vörð um hinn helga eld fyrir
frændur vora. Þannig er það, að
ísland tengir Norðurlönd og gerir
þau að einni heild.
Það tengir líka Bretland við Norð-
urlönd. Náttúran og mennirnir hafa
lagst á eitt til þess aö gera Island að
brú milli Englands og Norðurland-
anna. í fyrsta lagi er Island, að því
er til hnattstöðu og jarðeðlis kemur,
framhald af Bretlandseyjum í norð-
urátt. Bæði þær og Island risa upp
af sama neðansævarhryggnum, ' er
liggur frá suðaustri til norðvesturs
þvert yfir Atlanzhafið. Ef vér
byrjum á suðausturendanum rísa
Bretlandseyjar fyrst upp, þá Orkn-
eyjar, Færeyjar og Island. Þessar
tvær eyjar, Bretland og ísland, eru
skamt hvor frá annari. Frá hvarfi
(Cape Wrath) á Skotlandi eru að
eins 500 sæmilur til Islands. 1 öðru
lagi er ísland í vissum skilningi
brezk nýlenda. Margir landnáms-
menn komu frá hinum norðlægari
h'lutum Bretlandseyja, og England
stóð við vöggu íslenzkra bókmenta.
Kristni, latnesk menning og latnesk-
ar bókmentir komu til vor frá Eng-
landi, sumpart beint og sumpart yfir
Nóreg. Samgöngur milli þessara
tveggja landa voru þá miklu nánari
en nú eru þær. Um eitt skeið á 15.
öld var ekki einungis öll íslenzk verzl-
un heldur einnig Iandið sjálft í raun
og veru í höndum Englendinga.
Á 16. öld fóru tvisvar fram mála-
leitanir milli Danmerkur og Englands
um sögu Islands. Eg vil segja vður
sögu, sem sýnir vel hvernig Englend-
ingar hafa verið i vorn garð: Meðan
á sjöára ófriðnum stóð milli Eng-
lands og Danmerkur (1807-14), gaf
brezka stjórnin út tilskipun um það
7. febr. 1810, að ísland væri með öllu
utan við ófriðinn og að íbúar þess
skyldu skoðast sem erlendir vinir um
alt enska rí'kið. Þetta er mjög enskt,
og eg hygg ekki að nokkur önnur
þjóð mundi hafa breytt þannig.
Þar sem vér búum yzt úti í regin-
sæ, hefir það vérið skjól vort og
skjöldur að Bretar ráða lögum og
lofum á 'hafinu. Líf v’ort ríður á
þvi að sæleiöirnar séu frjálsar. Vér
höfum ávalt hneigst að brezkum hug-
sjónum og þessi tilhneiging vor hefir
stundum verið máttugri en blóðskyld-
an við Norðurlönd. Á mörgum ís-
lenzkum bóndabæ hangir mynd Glad-
stones þar sem mest ber á, þótt hún
sé ef til vill að eins klipt úr mynda-
blaði. Eg minnist þess, er eg fyrst
steig á brezka grund á leið minni til
háskólans í Kaupmannahöfn. Það
var einn morgun að hinar stórskornu
Skotlandsstrendur gnæfðu upp úr
mistrinu. Þar lá landið, sem mig
hafði dreymt um og eg hafði lesið
um frá þvi eg var barn: Mekka allra
þeirra, er frelsinu unna. Vér vitum
að draumar rætast sjaldan, að hið
verulega jafnast sjaldan á við hið
ímyndaða. En. þeir draumar, sem
mig dreymdi í rökkrinu á Islandi,
hafa meir en ræzt í fullu dagsljósi á
Englandi. Það er eitt með öðru,
sem gerir England svo voldugt, hve
gestvinlega það tekur á móti mönn-
um af öðrum þjóðflokkum og setur
þá til jafns við sína eigin sonu.
Þess vegna er það að smáþjóðimar
telja sig öruggar undir verndarvæng
Englands.
*
Á 11. öJd var England um hríð
sameinað í eitt ríki undir stjórn
Knúts hins ríka. Ef þett^ ríki hefði
i staðið lengur en það gerði, mundu
afleiðingarnar hafa orðið mikilv’æg-
ar. Englandshaf og Eystrasalt hefðu
orðið að innanríkis höfum, því Knút-
ur hafði unnið suðurströnd Eystra-
salts. Noregur, Svíþjóð og Danmörk
hefðu þá ekki eytt kröftum sínum í
sífeldum innbyrðis ófriði. Þýzkt
sæveldi hefði þá ekki getað vaxið upp
og ekki heldur neitt Hansafélag, sem
kúgaði NorðurlandaþjóðirnaT. Bret-
land hefði náð yfirráðum á hafinu
nokkrum öldum . fyr. Siðmenning
hins enskumælandi heims hefði þá
orðið ensk-norræn í staðinn fyrir að
vera frönsk-norræn. Þetta ensk-nor-
ræna ríki langar oss til að endurreisa
— í heimi bókmentanna.
Vér höfum séð að ísland stendur
mitt á milli Englands og frændþjóða
þess á Norðmiöndum. Mér er það
geðfeld hugsun að það megi i fram-
tiðinni verða til þess að tengja þjóð-
ir þessar nánar. William Morris
liafði þá trú, að sá tími mundi koma
að hvert enskt barn læsi sögurnar og
eddurnar. Þær eru eigin hold vort
og blóð, sagði hann, en ekki óskildar
oss eða fjarlægar eins og gullaldar-
rit Grikkja og Rómverja. England
mun fá augun opin fyrir því, að for-
tíð þess er miklu nákvæmar og ljós-
ar skráð í íslenzkum ritum en í engil-
saxneskum annálum, og að islenzkar
bókmentir eru sameiginleg eign Eng-
lands og Norðurlanda, sameiginlegur
fjársjóður fyrir óbornar kynslóðir að
ausa úr. Danskar, norskar og sænsk-
ar bókmentir hafa oftar en einu sinni
endurfæðst og yngst upp með því að
hverfa til uppruna síns á íslandi.
England, sem er svo náskylt oss að
þjóðerni og hugsjónum, getur átt
slika endurfæðingu í vændum. End-
urfæðing í norrænum anda mundi
verða Englandi leiðarstjarna til
fornra hugsjóna þess.
England er að berjast fyrir hug-
sjónum vorum, og íslendingar hafa
gengið á völlinn með hinum ensku
frændum sínum. 1 fyrstu sjálfboða-
sveitinni frá Canada, er fór til Frakk-
lands, voru 750 íslendingar frá
Winnipeg einni saman: tiltölulega
miklu fleiri en frá nokkrum öðrum
þjóðflokki í Canada. Mér er sagt að
enn þá fleiri hafi verið í seinni lið-
sveitum frá Canada, en flcstir þeirra,
sem voru í fyrstu sveitinni, eru nú
fallnir, særðir eða fangnir. Vér
höfum þannig trygt vináttu og
bræðrabandið við England með blóði
voru. Það er mælt, að aldrei sé blóð
svo þunt að eigi sé það þykkara en
vatn, og því má jafnvel bæta við, að
það sé þykkara en blek: — bókment-
’irnar.
Vér höfum þannig unnið og varið
rétt vorn til þess að tengja England
og Norðurlönd æ traustari böndnm,
og vér höfum gert vort til þess að
endurreisa hið ensk-norræna ríki.
—Óðinn.