Lögberg - 11.07.1918, Blaðsíða 6

Lögberg - 11.07.1918, Blaðsíða 6
6 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 11. JÚLÍ 1918 W Whittington og kötturinn hans. I. Borgin. Einu sinni var drengur, sem Riohard Whit- tington hét. Hann var kallaður Dick af öllum sem þektu liann. Foreldrar Dicks dóu bæði þegar hann var ungur, svo að hann ólst upp hjá vanda- lausu fólki, sem var bláfátækt. Dick var ekki nógu gamall til þess að vinna og átti því oft bágt, var oft svangur, og varð feginn hverri brauðskorpu og mjólkurdropa, sem að honum var rétt. 1 bænum þar sem Dick var heyrði hann oft talað um Lundúnaborg. Að vísu hafði enginn af bæjarbúum nokkru sinni komið þangað, en þeir virtust v'ita heilmikið um borgina. Þeir vissu að alt fólkið í Lundúnum voru herramenn og hefðar- frúr, að þar syngju menn vel og spiluðu á hljóð- færi, þar þyrfti enginn maður að vinna, og þar væri enginn svangur, og að þar væru allar götur gulllagðar. Dick heyrði allar þessar sögur og þráði um fram alt að komast til Lundúnaborgar. Einn góðan veðurdag kom maður keyrandi á stórum vagni, sem fjórir stórir hestar drógu, og voru klukkur festar í aktýgin, sem hringdu þegar hestarnir hrevfðu sig. Dick veitti aðkomumanni þessum nánar gætur, hann sá að hann ók með hraða inn í bæinn og nam staðar hjá gistihúsinu. Ökumaðurinn fór niður úr sæti sínu, spenti hest- ana frá vagninum og lét þá inn í hesthús, en fór sjálfur inn í gestgjafahúsið. Dick skoðaði póstvagninn í krók og í kring og þóttist viss um að slíkur vagn hlyti að vera á leið- inni til Lundúnaborgar. Þegar ökumaðurinn kom út aftur og var ferðbúinn, herti Dick upp hugann, fór til hans og spurði hvort að hann mætti hlaupa með vagnin- um eða fylgja lionum eftir. ökumaðurinn spurði hann nokkurra spurn- inga, sem Dick svaraði eins og honum sýndist, og þegar ökunyðurinn heyrði hve fátækur Dick var og að hann ætti hvorki föður eða móður og helzt enga lifandi manneskju að, sem kærði sig minstu vitund um hvað af honum yrði, þá sagði ökumað- urinn að hann gæti gjört eins og honum sýndist. Leiðin til Lundúnaborgar var iöng, en á end- anum komst Diek þangað. Þegar hann kom til borgarinnar, var ákafi hans svo mikill að skoða borgina, að hann gleymdi að kveðja ökumanninn og þakka honum fyrir samfylgdina og hjálpsem- ina. Hann hljóp úr einni götunni í aðra, virti fyr- ir sér stóru húsin og vel búna fólkið, sem hann sá á gangi. En það sem efst var í huga honum var að finna gull-lögðu götuna. Hann hafði einu sinni á æfinni séð gullpening, og hann vissi að fyrir einn gullpening gat maður keypt heilmikið. Bara að hann gæti fundið þessa gulllögðu götu og náð þó ekki væri nema í lítinn gullmoía, þá gæti hann keypt alt sem liann langaði til að eiga. Svo Dick hélt áfram þar til hann var orðinn dauðþreyttur og svo var líka farið að skyggja, og í hverri ein- ustu götu sem hann kom í fann hann bara mold — hvergi nokkursstaðar vottaði fyrir gulli. Að 8Íðustu settist hann niður í krók einum, þegar skuggsýnt var orðið, fór að gráta og sofnaði út af með tárin streymandi niður litlu kinnarnar sínar. Þegar hann vaknaði morguninn eftir var hon- um hálf kalt, og svo var hann orðinn svo lifandis ósköp svangur. En nú hafði hann ekki einu sinni brauðskorpu til þess að nærast á. Hann gleymdi allri umhugsaninni um gullið, en hugsaði að eins um að seðja hungur sitt. Hann gekk aftur úr einni götu í aðra, en hvergi fann hann mat. Að síðustu svarf hungrið svo mjög að honum að hann fór að biðja fólkið sem liann mætti að gefa sér nokkra aura til þess að hann gæti keypt sér eitthvað að borða. “Farðu að vinna, letinginn þinn”, voru svör- in er hann fékk hjá þeim sem hann ávarpaði, og þeir litu ekki einu sinni við honum. “Eg vildi að eg gæti farið að vinna”, sagði Diek við sjálfan sig. II. Eldhúsið. Bráðlega brast Dick allan þrótt til þess að halda lengur áfram, og hann setti sig niður við dyrnar á fallegu og reisulegu húsi, og óskaði inni- lega að hann væri kominn aftur heim í bæinn, sem hann áður var í. Þar þyrfti hann þó kannske ekki að deyja úr hungri. Eldabuskan sem var að vinna í eldhúsinu kom brótt auga á Dick, hún opnaði eldhúshurðina í hólfa gátt, rak höfuðið út í gættína og kallaði: “Hvað ert þú að gjöra þarna, betlarinn þinn? Ef þú hefir þig ekki í burtu hið bráðasta, þá helli eg yfir þig sjóðandi vatni úr katlinum, það ætti að koma þér til þess að hreyfa þig. Rétt í sama bili kom húsráðandinn Mr. Fitz- warren lieim til miðdagsværðar, og þegar hann kom auga á piltinn, sem var illa til reika, og var að búa sig til þess að halda í burtu frá húsi hans, þó auðsjáanlega nauðugur, ávarpaði hann hann og segir: “Hvað ert þú að gjöra hér, drengur minn? Eg er hræddur um að þú sért einhver af þessum lötu strákum, sem eru að reyna að komast hjá því að vinna fyrir sínu daglega brauði.” “Nei, sannarlega er eg það ekki”, svaraði Dick. “Eg vildi feginn vinna, ef eg fengi nokkuð til að gjöra. En eg þekki engan hér í bænum, og eg liefi ekki fengið matarbita lengi, lengi.” “Vesalings drengur!!” mælti Fitzwarren, “Komdu inn með mér, eg skal reyna að sjá eitt- hvað til með þér. ’ ’ Þegar Dick kom inn, var settur fyrir hann matur, og að máltíðinni lokinni bauð Fitzwarren eldabusku sinni að finna eitthvað handa Dick að gjöra. Dick hefði unað sér hið bezta í þessari nýju vist sinni ef það hefði ekki verið fyrir eldabusk- una, sem oftast var í vondu skapi, og var hún vön í höstum rómi að tala til Dicks á þessa leið: “Þú veizt að eg á nú yfir þér að segja, og þú verður að hlýða mér skilyrðalaust. Vertu ekki eins og hálf- dauður, — sæktu í eldinn, — bérðu út öskuna — sópaðu gólfið”. Og ef Dick var ekki eins fljótur í snúningum við þessi verk, eins og henni gott þótti, þá sló hún hann utan undir með hendinni eða lagði þá að honum með sópinum. Mr. Fitzwarren átti dóttur sem Alice hét, og var hún dálítið yngri heldur en Dick. Húi^ tók fyrst eftir því, hve illa eldabuskan fór með Dick og sárkendi í brjósti um hann. Hana sárlangaði , til þess að hjálpa honum, en vissi varla hvernig hún ætti að fara að því. Einu sinni þegar eldabuskan er að lumbra á Dick og að hann var að gráta, þá hleypur Aliee fram í eldhúsið, víkur sér að eldabuskunni og mælti með þjósti miklurn: “Ef þú ferð nokkurn- tíma illa með hann Dick framar, þá læt eg hann pabba minn reka þig úr vistinni. ’ ’ Eftir það leið Dick miklu betur, þó enn væru viðsjár með honum og eldabuskunni. Rúmið sem Diek svaf í var uppi á efsta lofti í húsinu, og nokkuð afskekt frá því er hitt fólkið svaf, og hafði herbergið staðið autt all lengi áður en Dick fór að sofa í því. Dick kunni vel við sig í þessu herbergi sínu, að öllu öðru leyti en því, að honum var mein illa við mýsnar, sem voru á ein- lægum hlaupum fram og til baka í herberginu, og jafnvel komu stundum upp í rúmið til hans á nótt- unni. Einu sinni innheimtust Dick 3 aurar fyrir að bursta skó herramanns eins,. er staðnæmdist á gangstéttinni fyrir framan húsið þar sem Dick átti heima. Aldrei hafði Dick ótt svo mikla pen- inga áður, og fór hann nú undir eins að brjóta heilann um það, hvað liann ætti að kaupa. Hann sá margt gyrnilegt í búðargluggunum, en hann gekk fram hjá því öllu saman og ásetti sér að hann skyldi kaupa kött og fara með hann upp í her- bergið sitt, svo að hann gæti útrýmt öllum mús- unum, sem þar voru stöðugt að kvelja hann. Morguninn eftir fór Dick snemma á fætur, og eftir að hann hafði fengið sér bita að borða fór hann út á götu, en hann hafði ekki gengið lengi þegar hann mætti lítilli stúlku, sem bar kött í fanginu. Diek vék sér að henni og mælti: “Viltu selja köttinn þinn? Eg skal gefa þér 3 aura fyrir . hann”. “Þú getur haft hann”, mælti stúlkan, “og þú munt komast að raun um að hánn er góður veiði- köttur.” Dick fór með köttinn heim í herbergi sitt, og í hvert sinn sem hann borðaði, stakk hann ofur- litlum bita af mat sínum í vasa sinn, til þess að gefa kisu. Það var heldur ekki langt þangað til kisa var búin að eyðileggja allar mýsnar í her- berginu hjó Dick, svo hann gat sofið í ró og næði á nóttunni. (Framh.) Saga sem hefir engan endir. 1 Austurlöndum ríkti einu sinni konungur, sem hafði ekkert annað fyrir stafni heldur en að hlusta á sögur frá morgni til kvelds, dag eftir dag, og hann þreyttist aldrei á því að hlusta á sögurn- ar, um hvað sem þær voru, og hvort heldur þær voru langar eða stuttar. ‘ ‘ Það eina sem eg finn að þessum sögum vkk- ar er það, að þær eru of stuttar”, sagði hann. Allir sem kunnu góðar sögur, hvar svo sem þeir voru í heiminum, voru beðnir að koma til þess að segja konungi þessum sögur, og sumar þeirra voru bæði fallegar og langar. Konungur- inn hlustaði á þær allar og varð hryggur í huga þegar þeim var lokið. Einu sinni fann hann upp á því, að senda boð út um alla bæi og út um öll lönd, og bauð verð- laun þeim manni sem gæti sagt sér sögu, sem al- drei tæki enda, og verðlaunin voru fallegasta dótt- ir konungsins, sem sá maður átti að fá fyrir konu, se mslíka sögu kynni að segja, og svo átti hann að erfa konungsríkið eftir dag konungsins. En svo fylgdu þessum kosti þeir skilmálar, að ef einhver reyndi að segja slíka sögu og gæti það ekki, þó átti að höggva af honum höfuðið. Konungsdóttirin var fjarska falleg og hún var líka góð stúlka, og það voru mjög margir ung- ir menn sem vildu mikið til vinna að eignast hana fyrir konu. En fáir urðu til þess að reyna, því þeir vildu lieldur vera án hennar, heldur en að hætta lífi sínu. Einn ungur og fallegur maður gaf sig fram, og sagði hann eina sögu sem entist í þrjá mánuði, en þá gat hann ómögulega haldið lengur ófram, og lét konungur þá höggva af honum höfuðið. Eftir það þorði enginn maður að reyna lengi, lengi. Einn dag kom ókunnur maður frá Suður- löndum í höllina. Hann tók til máls og mælti: “Mikli konungur, eg hefi heyrt að þú bjóðir liverjum þeim manni verðlaun, sem geti sagt þér sögu sem ekki taki enda. Er það satt?” “Satt er það”, mælti konungur. “Hefir þú heitið þeim manni fallegustu dótt- ur þinni, og að hann skuli erfa konungsríki þitt að þér látnum?” “Já, ef hann getur fullnægt þeim skilyrðum, sem eg hefi sett. Ef hann getur það ekki, þá verð- ur hann hálshöggvinn ”, mælti konungur. “ Jæja”, mælti maðurjnn, “eg kann sögu um engisprettur, sém er nógu löng til þess að segja yður”. , “Byrjið þér á söguimi”, mælti konungur, “eg skal hlusta”. Og maðurinn byrjaði og sagði: “Einu sinni var konungur, sem lét safna saman öllu korni í landi sínu, í eina stóra kornhlöðu. En svo kom það fyrir að ógrj-nni af engisprettum fóru yfir landið og sáu þessa kornhlöðu, og fóru að leita að smugij til þess að komast inn um. Og loksins fundu þær á austurhlið kornhlöðunnar svolitla smugu, sem að eins ein engispretta komst inn um í einu. Svo fór ein engispretta inn og sótti eitt korn, og svo kom önnur engispretta og sótti annað korn, og svo kom önnur engispretta og sótti ann- að korn”. Og þannig hélt sögumaðurinn áfram dag eftir dag, mánuð eftir mánuð, þar til hann hafði haldið áfram í tvö ár. Þá spurði konungur- inn hann að, hvað lengi þessar engisprettur héldu áfram að bera kornið út úr kornhlöðunni ? “Ó, konungur!” mælti sögumaðurinn. “Þær hafa aðeins byrjað. Eru að eins búnar með eitt teningsfet, en það eru mörg þúsund teningsfet af korni í hlöðunni. “Maður, maður!” mælti konungurinn. “Þú gjörir mig vitskertan. Eg hlusta ekki á þetta lengur. Taktu dóttur mína og ríkið, en láttu mig aðeins ekki heyra eitt orð framar um þessar engi- sprettur”. Svo ókunni maðurinn gekk að eiga fallegustu dóttur konungsins og settist að þar í ríkinu og bjó þar í góðu yfirlæti í mörg ár. En tengdafaðir hans, sem hélt áfram að -vera konungur á meðan hann lifði, fékst aldrei til þess að hlýða á nokkra sögu upp frá því. Um forustusauð. Heiðraði ritstjóri! Eg er J)ér mjög þakklát- ur fyrir hinar ýmsu dýrasögur, er blað þitt hefir haft að færa nú í seinni tíð. Mér hafa geðjast þær mjög vel, því eg álít að dýr þau er eitthvað skara fram úr öðrum samkynja, eigi fullan rétt á að þeirra sé opinberlega getið, engu síður en mennirnir. Líka álít eg þess konar sögur hollari og heppilegri fyrir unglingana að lesa, heldur en ýmislegt — máske miður vandað — skáldsagna rusl, er nú ó tímum tíðkast svo mjög. Mér dettur því í hug að leggja ofurlítið í þennan sagnasjóð, þó ófullkomið verði. >. Þegar eg var að alast upp, frá 12 til 18 ára aldurs, átti eg heima hjá móður mínni og stjúpa, er bjuggu á Síðu í Refasveit í Húnaþingi. Það bar svo til haust eitt, skömmu eftir réttir, að Svín- dælingar nokkrir komu að Síðu, með allstóran Sauðarekstur er þeir ætluðu að reka út á Skaga- strönd. Árni bóndi Pétursson frá Litladal, var forsprakki þeirra, og átti víst flesta sauðina. Hann biður Magnús stjúpa ipinn að fylgja sér út vfir ytri Laxá, því hún var í allmiklum vexti og valt fram kolmórauð, því rigningar höfðu gengið undanfarið, en er í verunni mjög ströng og oft ill yfirferðar. Magnús varð við bón þeirri og fór með þeim. Strax veitti hann því eftirtekt, að sauður einn svarthosóttur að lit, fór svo ágætlega á undan, og þegar að ánni kom hikaði hann ekki hót, en dreif sig viðstöðulaust út í og yfir um og hópurinn allur á eftir. Magnús segir þá við Árna, að sig furði á að hann skuli tíma að farga skepnu þessari. “Og hefði eg vitað hvernig henni er varið þegar þið voruð lieima hjá mér, hefði eg falað hana af þér til kaups”, bætti hann við. “Bæta má máske úr því enn”, segir Árni. “Ef þér er það áhugamál, þó get eg komið með sauðinn aftur til baka, en eg á svo margt af fram- gjömu fé öðru, að mér er ekki sárt um hann og fór eg með hann bara svo féð rækist betur”. Magnús þakkaði honum fyrir, en hélt þó að þetta mundi vera bara spaug, og við það skildu þeir. Rekstrarmenn fóru leiðar sinnar út í kaup- staðinn og seldu þar sauði sína alla á fæti. Héldu svo til baka um kveldið og voru á ferð um nóttina utan ströndina, í þreifandi myrkri og mikilli rign- ingu. Fóru þeir þá yfir Laxá talsvert ofar og gistu það sem eftir var nætur á neðri Mýrum. Um miðjan dag daginn eftir komu þeir að Síðu, og var þó Hosi einn með í förinni. Höfðu þeir rekið hann einan um nóttina í myrkrinu utan alla strönd og yfir Laxá og fram að. Mýrum og riðið glatt, því þeir voru lausríðanðdi og hressir í anda; dag- inn eftir ráku þeir hann tvær bæjarleiðir um al- gerða vegleysu. Ekki kváðust þeir hafa haft liina minstu fyrirhöfn fyrir honum, hann hefði bara runnið viðstöðulaust á undan þeim. Sauðurinn var látinn inn í hús og gefið hey. Það samdist vel um kaupin og héldu svo Svíndæl- ingar lieim, en Hosi varð eftir. Þegar þeir voru farnir var honum hleypt út, og er hann kona út á túnið skimaði hann í allar áttir, þar til hann kom auga á kindur, sem þar voru úti niður á mýrun- um all-langt í burtu, þá labbaði hann í hægðum sínum til þeirra og lagði aldrei til framar. Svo leið til næsta vors. Nokkru fyrir fráfær- ur var geldfé rekið á fjall, á Skrapatungu afrétti. Hosi var ekki látiim fara með því og átti hann að vera eftir þar til lömbin væru rekin. En daginn eftir var hann horfinn frá ónum, og töldu menn þá víst að hann væri strokinn í sína fyrri átthaga, sem voru fram á Kúluheiði, þar sem hann hafði uppalist og gengið á hverju ^umri er hann var búinn að lifa, — en nú var hann fjögra vetra. — Svo leið og beið þar til að lömbin voru rekin, þá rekum við okkur á Hosa með sauðahóp frá Síðu. En hvernig fór skepnan að rata austur í Tungu- afrétt og hafa þar upp á kindum sér kunnugum? Á stöðvar þessar hafði hann aldrei komið, þær voru í gagnstæða átt við það svæði, sem hann hafði áður þekt. Um haustið kom hann lieim rétt fyrir réttirn- ar, og þeim sið hélt hann meðan hann lifði, og fór á vorin á fjall, rétt þegar honum sýndist. Hann varð 15 eða 16 vetra gamall. Hann var ætíð mjög gæfur og spakur, og aldrei feilaði honum að rata þó dimt væri. S. J. Jóhannesson. Frá George Washington. tJr frelsisstríði Bandamanna í Vesturheimi er sögð þessi smásaga. Sveitarfoyingi einn stóð og sagði mönnum sínum fyrir verkum. Skyldu þeir liefja bjálka einn jnikinn upp á virkisvegg og veitti örðugt. Var bjálkinn þeim um megn, en sveitarforingi stóð hjá og skipaði fyrir. Þá bar þar að herforingja einn, er eigi var í hermannsklæðnaði. Spurði hann sveitarforingj- ann, því hann hjólpaði eigi. Hann furðaði sig allan á spurning þessari, sneri sér við og mælti með reigingi miklum: “Eg er sveitarforingi!” “Eruð þér það, það eruð þér?” sagði foring- inn; “þetta vissi eg ekki”. Hann tók ofan og hneigði sig og mælti: ‘ ‘ Eg bið yður fyrirgefning- ar, sveitarforingi”. Að svo mæltu sté hann af hesti sínum, fór til og vann að bjálkanum, þar til svitinn rann af hon- um. Þá er bjálkinn var kominn á sinn stað, mælti hann við hinn stæriláta sveitarforingja: “ Sveitarforingi góður, ef svo ber óftar við, að þér hafið of fáum á að skipa, þá skuluð þér senda eftir hershöfðingja yðar, og mun eg verða fús til hjálpar yður öðru sinni”. Sveitarforinginn stóð sem steini lostinn. Þetta var Washington. —Unga Island. Vögpukvœði. Litfríð og ljóshærð og létt undir brún, handsmá og hýreyg og heitir Sigrún. Vizka með vexti æ vaxi þér hjá! Veraldar vélráð ei vinni þér á! Svfkur hún seggi og svæfir við glaum, óvörum ýtir í örlaga straum. Veikur er viljinn og veik eru börn; alValdur, alvaldur æ sé þeim vörn! Sofðu, mín Sigrún, og sofðu nú rótt! guð faðir gefi góða þér nótt! Jón Thoroddsen.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.