Lögberg - 18.07.1918, Blaðsíða 1

Lögberg - 18.07.1918, Blaðsíða 1
f SPIERS-PARNELLBAKING CO. ábyrgjast yður fulla vigt, beztu vörur fyr- ir lœgsta verð sem verið getur. REYNIÐ ÞA! TALSÍMI: Garry 2346 - WINNIPEG Þetta pláss er til sölu Talsímið Garry 416 eða 417 Páll Bardal Hann er fæddur í Winnipeg hinn 5. dag nóvember 1889, sonur Mr. Páls S. Bardal og konu hans frú Halldóru Björnsdóttur. Páll yngri, innritaðist fyrir skömmu í Canada herinn, og lagöi af stað austur til Toronto á miðvikudagskveldið hinn 10. J>. m. Páll er atgjörvismaður 'hinn mesti, glæsimenni og söngmaður svo góður, að hann stendur óefað flestum Vestur-íslendingum framar á því sviði, og 'hefir þar orðið íslenzkum félagsskap til mikillar uppbygg- ingar. Fylgja honum nú út á hina nýju braut, innilegustu ámaðar- óskir hinna mörgu vina og vandamanna. Hafa nú allir þrír synir þeirra Mr. og Mrs. P. S. Bardal gengið í herþjónustu til þess að berjast fyrir málefnum þjóðar sinnar og hins brezka veldis. ólafur er fyrir nokkru heim kominn frá víg- stöðvunum, en Sigurgeir lieutenant, er austur í Evrópu, með brezku læknadeildinni. ___ FRAKKLAND V estur-vígstöðvamar. Eins og vér gátum um í síð- asta blaði voru, þá hafa verið vopnahlé á vestur-vígstöðvunum en það var að eins hlé, eins og stundum á sér stað á undan ofsa- veðrum í náttúrunni. En á sunnudagsnóttina skall hríðin á aftur, þá gjörðu póðverjar nýtt áhlaup á svæðinu frá Chateau- Therry til Massiges, sem er um 50 mílur vegar, áttu þeir þar að mæta Frökkum, og Ameríku- mönnum aðallega, sem tóku mjóg hraustlega á móti. Ameríku- mennimir létu ekkert á sér bera fyr en pj óðverjar voru komnir rétt að þeim, en þá alt í einu, eins og pór og öllu hans afli hefði veriv lausu slegið, varð landsvæð ið fram undan þeim eins og eitt eldhaf, og brjóstfylking pjóð- verja ihrundi niður og riðlaðist. Skömmu eftir að atlaga þessi hófst, gjörðu Bandaríkjamenn skarpt áhlaup á fylkingu pj óð- verja og hröktu þá til baka um 300 faðma, og tóku um 1000 fanga að því er sagt er. Frakkar ar tóku á móti pjóðverjum í þessari atlögu með þeirri hug- prýði og karlmensku, sem þeir hafa áður sýnt og állur heimur hefir dáðst að, og þegar þetta er skrifað, eftir 40 klukkustundir, hafa þjóðverjar hvergi unnið á nema á tveimur stöðum, þar sem þeir hafa komist yfir Mame ána Og komist áfram iy2 mílu vegar, en á báðum þeim stöðum er það að eins á tiltölulega mjóu svæði. Afleiðingarnar af Jæssu nýja áhlaupi pjóðverja er ekki hægt að segja fyrir, þó að eftir því sem General Foch segir, og eftir því að dæma, sem þeim hefir enn unnist á, þá er það dauðadæmt — var það strax í byrjun. En á- form þeirra, pjóðverjanna, virð- ist vera auðsætt — það er áfram- hald af fyrirætlunum Luden- dorffs, sem eru að riðja sér braut eftir Marne dalnum, alla leið til Parísar og kljúfa her samherja. Ef að þeir skyldu nú að þessu sinni láta skríða til skara, og leggjast þama að með öllu sínu afli, — öllu sínu varaliði, þá er ekki til neins að vera að draga úr hættu "þeirri, sem sambands- nienn eru staddir í. Ef að J?eim skyldi takast að hrekja saim- herja til baka fyrir vestan Ar- gonne, þá er Rheims hætta búin, °g ef til vill öllum þeim parti franska hersins, ‘ sem er um- hverfis Verdun. En þó að alt bendi til þess að þetta sé áform J?j óðverj a, þá höfum vér orð General Fooh fyrir því, að menn skuli vera rólegir, og að enn sé ekkert að óttast. Ef að pjóðverjum skyldi ekki verða neitt ágengt í þessu á- blaupi, er ekki ólíklegt að það verði þeirra seinasta, því engum manni getur dulist að sigurvon þeirra fer hnignandi með hverj- um deginum. ITALIA ítalíumenn og samherjar halda áfram sigurvinningum sínum í Albaníu, og virðast Austurríkis- menn ekki geta reist þar rönd við Sekkar vinna hvem sigurinn á fætur öðrum í Sí'beríu. Bretar, Frakkar og Bandaríkamenn hafa sent her til Bjarmalands, til þess að vama þjóðverjum að leggja undir sig hafnir þær sem eru við Hvítahafið, og þeir hafa haft augastað á nú í seinni tið, sér- staklega síðan að neðansjávar- stöðvar þeirra voru eyðilagðar af Bretum, alt þetta í sambandi við aðal-herstöðvamar getur haft ósegjanlega mikla þýðingu, og ætti að fara að sýna pjóðverjum hvert stefnir. CANADA Fyrsta júlí 1918 var þjóðskuld Canada orðin 1,154,715. Inntekt- ir af opinberum sjóðum í júní- rnánuði voru $23,469,304. í fyrra í júnímánuði voru þær $21,828,- 580. Kostnaður við stríðið í síð- ast. júnímán. var $14,291,523. f fyrra í júnímánuði var hann $9,250,611. Allar tekjur Canada stjómarinnar fyrir síðasl. júní voru $62,070,724. í fyrra vora þær $68, 322,189 fyrir júnímán. Síðustu stríðsfréttir. Ameríkumenn taka bæina Fossoy og Crezancy á suður bakka Mame árinnar. Ameríkumenn gjöra áhlaup á pjóðverja fyrir vestan borgina Rheims, reka pjóðverja yfir ána og taka frá 1000—1500 fanga. Ameríkumenn skutu dúfu (bréfbera), sem hafði til með- ferðar skeyti frá orustuvellinum til aðal-herstöðvanna. par stóð: Útlitið mjög slæmt, engin von um sigurvinninga á þessu svæði. pað er sagt að frá 500,000 til 800,000 pjóðverja hafi tekð þátt í þessu áhlaupi, sem nú stendur yfir. Frakkar hafa tekið 1000 fanga við Bouquiqny. Skeyti, sem fanst á einum af hinum herteknu pjóðverjum, gefur til kynna að pjóðverjar ætluðu sér að komast 13 mílur áfram fyrsta daginn eða daginn, sem þeir hófu sókina. Finnland. Allra nýustu fregnir frá Finn- landi, segja að all-hörð stjóm- málabarátta standi yfir í þinginu um þessar mundir. Frumvarp til laga um stofnun einveldis í hinu finska ríki, var samþykt, eftir all-harða orðasennu við 2. umræðu, með að eins fjögra at- kvæða meiri hluta. Lýðveldis- sinnar börðust á móti frumvarp- inu af alefli, og talið líklegt að ,stjómin neyðist til að segja af sér, sökum þess hve meiri hluti hennar er veikur í þinginu. pað er einnig mælt að Finnland ætli sér að standa hlutlaust, ef til ó- friðar kynni að draga í Bjarma- landi, þar sem sambandsþjóðim- ar nú hafa nokkurt setulið. pýzka blaðið “Norddeutche Allgemeine Zeitung”, gefið út í Berlín, segir að pjóðverjar hafi nægilegan herafla í Finnlandi til þess að ráða við liðsveitir sam- bandsmanna og hinar finsku rauðu hersveitir — Red Guards. fslendingadagurinn. Nú styttist óðum tíminn til ís- lendingadagsins, og er undirbún- ingnum senn lokið. Allir ræðu- menn fengnir og sömuleiðis kvæði. Búist er við aðsókn mik- illi í þetta sinn, utan úr hinum ýmsu íslendingabygðum. — Há- tíðarstaðurinn — River Park, er einn allra bezti skemtistaður í Winnipeg og grend, og verður útbúnaðurinn þar inn ákjósan- legasti. f næstu blöðum verður efnisskrá dagsins auglýst ræki- lega. Heiðursgestur vor á þjóð- minningardaginn verður iista- maðurinn nafnkunni Einar Jóns- son myndhöggvari. þjóðflokkum, Rússar, Frakkar, Bretar, Belgíumenn; en Rúss- arnir þó langflestir. Fyrst fram- an af urðu menn þessir að lifa eins og melrakkar, í jarðholum með litlum eða því nær engum aðbúnaði, og liðu mánuðir áður en nokkur einasti fangi fékk kodda undir höfuðið, eða dýnu til þess að fleygja yfir sig. Fæðan var svo ill og ógeðsleg, að hinum Brezku föngum var eigi unt að neyta hennar. í des- ember 1914 gaus upp í herbúðun- um taugaveiki afar-skæð, og linti þeirri plágu eigi í hina næstu fimm mánuði. Schneidermuhl herbúðirnar rúmuðu um fjörutíu þúsundir fanga, og voru stoppað- ar gersamlega um þessar mundir svo óhugsandi hefði verið einni manneskju við að bæta. pað mun eigi ofmælt þótt eg segji, að ekki munu færri látist hafa á degi hverjum en þrír túgir manna. Eg fékk að sjá mynd af jarðarfararathöfnum meðan á drepsótt þessari stóð, og voru lík- kisturaðirnar afar-langar. Marg- ar þúsundir rússneskra fanga tóku þátt í líkfylgdinni, en í broddi fýlkingar gengu þýzkir oflátungar með brugðnum byssu stingjum. Mörg lík voru látin í sömu gröf, og virðingin sem hin- um framliðna var sýnd, virtist ekki sérlega mikil. Ekki eru til neinar ábyggilegar skýrslur um það, hve margir menn létu líf sitt í drepsótt þessari, og sökum ó- forsvaranlegrar meðferðar; en all-mörgum þúsundum mun það hafa numið. pama voru engir læknar nálægir, og leið þannig meira en hálfur mánuður þangað til nokkrir rússneskir læknar komu fram á sjónarsviðið, og var þá nokkuð af hinum harðast leiknu sjúklingum sendir á sjúkrahús. En aðhjúkrun og hreinlæti í herbúðargren j um þessum sýndvý- ,þó_ eigi hafa batnað mikið við komu doktor- i anna”. | Brezkur kapteinn, sem verið Ihafði all-lengi í fangaherbúðum 'á pýzkalandi, en sem fékk heim- fararleyfi í skiftum fyrri part maimánaðar, hefir boðist til að sverja það, að eftir að skotið var á skip hans, hafi hann verið lok- aður inni í klefa á þýzkum kaf- bát í 24 klukkutíma, án þess að smakka vott né þurt. — Daginn eftir var hann yfirheyrður, en með þvi að hann þverneitaði að gefa upplýsingar þær, er pjóð- verjar kröfðu hann, lýstu þeir því yfir að þeir ætluðu sér að skjóta hann tafarlaust, er til hafnar kæmi, eða jafnvel á skip- inu, ef hann sýndi af sér nokkurn mótþróa. Éinn hinna þýzku yf- irmanna kallaði 'hann lygara og brezkt svín. — Nokkrum dögum seinna, kom neðansjávarbátur til Heligolands, og var kafteinn- inn látinn í neðanjarðar fanga- klefa, óvistlegan mjög, og síðar, BANDARIKIN Marskálkur Bandaríkjanna, Crowder, hefir kallað 124,525 menn til herþjónustu í júlí, ]?eir fyrstu byrjuðu að æfa í byrjun mánaðarins. Eugene V. Debs var tekinn fastur þegar hann var að byrja á ræðu, er hann átti að flytja á Socialista þingi í Cleveland um síðastl. mánaðarmót. Sagt er að leynilögreglan hafi tíu kæmr á móti honum, sem hver um sig, ef sannar eru, varði 20 ára fangelsi. Póstmálastjómin í Washing- ton hefir ákveðið að lækka burð- argj'ald á bréfum þeim, sem flutt eru með loftskipum, úr 24 cent- um niður í 16 fyrir fyrstu únz- una og svo sex cents þar fyrir ofan. Fyrirlestraferð. Prófessor séra Rúnólfur Mar- teinsson leggur af stað i kveld vestur í Vatna-bygðir í erindum Jóns Bjarnasonar skóla. Hann býst við að ferðast um alla bygð- ina og flytja erindi í sambandi við þjóðemis og kirkjumál. Vér þykjumst þess fullvissir að fólk muni f jölmenna til þess að hlusta á prófessor Marteinsson, sem er bæði snjall ræðumaður, og einn ötulasti talsmaður íslenzks þjóð- ernis vor á meðal. Landar góðir greiðið götu prófessors Mar- teinsonar. Svívirðileg meðferð hetfanga í Þýzkandi. Quartermaster Sergeant, T. Dugan, sem var herfangi í Schneidermuhl (Posen) frá því skömmu eftir að stríðið hófst og þangað til í síðastliðnum marz- mánuði, lýsir hörmungarástand- inu í þeim herbúðum á eftirfar- andi hátt: “Á Jressum stað voru saman- komnir fangar af hinum ýmsu eftir að hann hafði sýkst af kulda og illu viðurværi, var hann rek- inn ásamt nokkrum öðrum föng- um, langan veg til fangaherbúða. pegar þangað kom, voru þessir veslingsmenn látnir standa nakt- ir í þrjár klukkustundir i grimd- arkulda, á meðan að verið var að rannsaka fataræfla þeirra, og stóðu umhverfis skellihlægjandi pjóðverjar. Húsakynnin á þessum stað voru þó nokkru betri, en matur- urinn beinlínis óætur; enda voru fangarnir ekkert annað en skinin bein. Yrðu Jæir sjúkir, vora þeir vanalegast lamdir, eða stungnir með spjótsoddum og til þess að geta fengið lítinn bita af hinum óætu fæðutegundum, urðu þeir að rífast og berjast eins pg villidýr. Eftir það var kafteinn þessi fluttur til Brandenburg og þar sat hann í fimm mánuði, en að þeim tíma liðnum, er hann fékk matarbögla að heiman, hafði hann lézt um 25 pund. — Eigi var það ótítt, að frostið inni í herbúðum þessum stigi upp undir þrjátíu gráður, en á sumr- in var hitinn aftur á móti bein- línis óþolandi, og aðsókn flugna og annara smákvikinda lítt bæri- legt. Um heilbrigðis eftirlit var tæpast að ræða á stað þessum. Snemma á hinu fyrsta ári ófrið- arins, dóu 850 Rússar í hinum sömu herbúðum og all-margir brunnu til dauðs, nokkrum tíma áður en að kafteinninn kom þang að. pessu lík var meðferð pjóð- verja á föngum sínum, undan- tekningarlítið, hvar sem til fréttist. Jón Espólín. Innir saga sannleiks fróð, — sem ei ber að rengja, — átt að hafi Okkar þjóð ótal nýtra drengja. peirra einn telst Espólín; íslands meðal bama, á sögu- heiðum -himni sín hann sem fögur stjama. Horskra lýða hylli vann halurinn menta fróður; sinnar tíðar sonur hann sannur var og góður. Sagnadísin fræg og fom fóstra sál hans náði, hann því ættlands annál vom ítarlega skráði. Einkunn bar hann ættarfróns, að ærnu þreki kendur. Mun æ vara virðing Jóns veröld meðan stendur. Hann er sómi lýðs og lands, ljóst það verkin sanna; minning róma hlýtur hans heimur bókmentanna. S. J. Jóhannesson. í Kveðjusamsæti Mr. og Mrs. L. JÖRUNDS30NAR, Winnipeg Hver skilnaSsstund á sterka, djúpa hljóma er stefna hugans sjón um gengna braut, frá grunni Jijartans ótal raddir óma utti atvik liðin, blönduð sæld og þraut. Sé ykkur hjónum helgað þetta minni er hjá oss lengi reyndust trygg og föst, með ást og von á allri samleiðinni við æfidagsins þungu strauma köst. Það er svo ljúft að lyfta Sjón til baka og lita það sem gaf oss horfin tíð, á munarhimni viðburðirnir vaka er vitna glögt um reynslu lífs og stríð. Með frumherjununi fánann ykkar bjarta við fengurn séð í hverri dagsins raun, þið réttuð fúsa hönd og vinar hjarta af helgri d>-gð, sent aldrei bað um laun. Hér skilja brautir, brátt að kvöldi líður frá brjóstum vina stígur óskin heit, á tneðan geysar straumur tímans stríður hver stundin verði björt á nýjum reit. Ó, farið 'heil, til frjórra vesturstranda þar flæðið bláa syngur 'hlýrra lag, við fylgjum þangað ykkur trútt í anda með ást og þakkir fyrir liðinn dag. M. Markússon. □ pessi fagri, uppstoppaði öm heyrði til 223. herdeildinni. — Nú verður dregið um hann á íslendingadaginn 2. ágúst í River Park. Hver seðill 50 cent. — Ágóðanum af happdrætti þessu, verður varið til þess að ikaupa fyrir jólagjafir handa meðlimum herdeildar þessarar, sem nú eru á Frakklandi. Brél frá Frakklandi Frakklandi 15 júní 1918. Til forseta Jóns Sigurðsonar félagsins, Winnipeg. Kæra frú! Eg meðtók í dag hina óvæntu, en velkomnu sendingu frá yður. Eg get ekki neitað því, að eg varð hálfvegis undrandi, að eg skyldi vera einn í þeirra tölu, er góðvild yðar náði til, þar sem eg þó telst eigi lengur til Canada hersins, en hef i gengið inn í hina konunglegu brezku læknadeild ; eg hélt að við það mundi eg ef til viíl fara á mis ýms góðgætis að heiman. f Field Ambulance deildinni, er mér 'hér samtíða einn canadiskur læknir frá London, Ontario, og hjálpaði hann mér þó töluvert til þess að gerá skil innihaldi bögg- ulsins. Sending þessi kom sann- arlega á hinum hentuga tíma, því við vorum báðir i þungu skapi. Félaga mínum hafði alveg ný borist til eyma lát bróð- ur sins, er féll i orustu á Frakk- landi, og nautn hinnar óvæntu sendingar hafði undarlega létt- andi áhrif á drunga þann, er yfir sálum okkar hvíldi. Vel stoppuð pípa af “Old Ohum” tóbaki er á- gæt hressing, Jægar maður sezt til hvíldar, eftir skarkala striðs- dagsins. Læknir á Jæssum stöðvum, sér tiltölulega lítið af því, sem kallað er “Glory of the War” — geig- fegurð stríðsins. Hlutverk 'hans er i þess stað, að leitast við að endurglæða hinn dvínandi lífs- neista særðra og sjúkra her- manna, sem streyma án afláts inn á hjúkrunarstöðvamar. Og verður eigi viðráðið, þótt menn sæki stundum þunglyndi, er líkt stendur á. Bréf og böglar að heiman, koma manni, að minsta kosti í svip, til þess að gleyma áhyggju efnunum, og eru sannarleg guðs blessun. Eg fór með smákökum- ar inn í borðsalinn og skifti Jæim á milli félaga minna, sem eru all- ir Englendingar, að undantekn- um þeim eiha Canadamanni, er eg hef áður minst á, petta var í fyrsta skiftið, er þeir höfðu smakkað canadiskar smákökur, og þess vil eg geta, ef til vill ein- herjum til gamans, að þeir fóru ekki í neina launkofa með vitnis- burðinn, er þeir gáfu þeim. Um leið og eg enda línur þess- ar, bið eg yður að bera félagi yð- ar alúðar þakkir, og óska yður og félagi yðar því allrar blessunar í yðar göfuga starfi. Yðar einlægur, Lieut. S. Bardal R. A. M. C. 48th Field Ambulance B. E. F. France. Frakklandi 13. júní 1918 Til forseta Jóns Sigurðssonar félagsins, I. O. D. F. Kæra frú! Hjartans J>akklæti fyrir kass ann, sem eg er rétt nýlega búinn að fá frá félagi yðar. Eg get fullvissað þig um það^ú^^^?^ lagar mínir gjörðu honum góð skil. Mig brestur orð til þess að láta í ljósi þakklæti mitt til yðar vina minna þar heima.fyrir alla ykkar umönnun og alúð, og ekki sízt kassana með öllu góðgætinu í, þeir koma sér ávalt vel, enn ekki sízt þegar við erum í skot- gröfunum. Ef að það væri ekki fyrir ykk- ur sem heima eruð, og sem sýnið svo dásamlega umhyggju fyrir velferð okkar hér, mundi ætlun- arverk okkar verða óendanlega miklu erfiðara heldur en það er, og vér mundum naumast geta leyst það af hendi. Eg veit að ykkur muni finnast þungt að drengirair ykkar eru teknir með valdi, en þvi miður er slíkt óumflýjanlegt, og eg vona að Jæir og þið takið slíku, sem norrænum hetju anda og sönn- um Canada borgurum er sam- boðið. Ástandið hér sýnist vera al- varlegt sem stendur, en við erum vonbjartir og vongóðir. Enn sem komið er, þá höfum við ekki tekið neinn veralegan J>átt í stríðinu, síðan að áhlaupin byrj- uðu í vor, en við vitum að að því kemur að við gjörum það, og þá vonumst við til þess að geta haldið uppi heiðri Canada her- manna, og reynst hinu göfuga málefni, sem við erum að berj- ast fyrir, drengilega — berjast þar til sigur er unnínn. Við vit- um ekki hvað framtíðin geymir, — við lifum á hinni líðandi stund og leggjum framtíðina með allri sinni óvissu í hönd himna föðurs- ins, sem einn er vort athvarf og öruggust hlíf. Eftir að ‘hafa verið marga mánuði á Frakklandi, og kynst fjölda af hermönnum frá ýms- um pörtum Canada, þá get eg sagt ykkur það, að það eru ekki hermennirnir, þrátt fyrir alla þeirra erfiðleika, sen eru kvíð- artdi, heldur eru það þið, vinimir heima fyrir, sem kvíðinn sker. pað eina, sem við hermennirnir erum stundum órólegir út af, er óvissan um vellíðan og velferð vinanna heima* ó! hversu lítil við erum, Jægar ar öllu er á botninn hvolft. pað er mín fylsta sannfæring að þeir af oss, sem til baka kom- im, komum sannari menn, heldur en við fóram. Nú er sumardýrðin á sínu hæsta stigi, og þegar maður horf ir út yfir það sem vora hinar gull fallegu akurlendur Frakk- lands, á bak við orastusvæðið, fyllir djúp og grátþrungin tilfinn ing huga vom. — Nei, maður grætur yfir óförum vesalings Frakklands. Ó, 'hve þakklát við ættum öll að vera að slík eyðilegging á sér ekki stað í okkar eigin kæra Canada. Hver er sá sem ekki vildi gefa sinn síðasta blóðdropa til þess að verja land það, er hann elskar frá slíkum óförum ? Með kærri þökk fyrir hugul- semina, og óskum alls hins bezta er eg yðar þakklátsamur, G. Magnússon. Áritan mín er: j No. 294377 Pte. G. Magnússon, A Company, 27th Batt. Canadian B.E.F. France

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.