Lögberg - 18.07.1918, Blaðsíða 3
LÖGBERG, FIMTUDAGINN
18. JúLí 1918
3
Dœtur Oakburns
lávarðar.
Eftir MRS. HENRY WOOD.
PRIÐJI KAFLI.
Síðari hluta þess dags, sem á var minst í næsta
kapitula á undan þessum, voru þær lafði Jana og
Laura systir hennar á skemtigöngu, sem raunar
var nokkuð óvanalegt. Leið þeirra lá í gegnum
Blister Lane, því Jana ætlaði að afhenda einum af
vistatökumönnum sínum bók, sem hún var með,
og þegar þær gengu fram hjá hliðinu fyrir framan
Tuppers hús, sáu þær lítinn dreng, sem sat á
bamastól í garðinum með fáein leikföng hvílandi
á hnjám sínum. Höfuð hans hallaðist aftur á bak
og hendumar henggu máttlausar niur; hann virt-
ist sofa.
Andlit hans sneri beint á móti þeim; lafði
Laum varð litið á það, og hún nam staðar.
“Hamingjan góða!” hrópaði hún, “þetta er
.unarlega og ósegjanlega líkt”.
“Líkt”, endurtók Jana, “en hverjum? Hann
er mjög fölur og veiklulegur. Mér þætti gaman
að vita hvaða f jölskylda þetta er? Judith sagði að
húsið væri leigt til ibúðar.”
“Eg hefi aldrei á æfi minni séð jafn mikla lík-
ingu”, sagði Laura aftur, um leið og hún sýndist
ætla að gleypa andlit bamsins með augum sínum.
“Sérð þú það ekki, Jana?”
“Eg sé ekki að það líkist neinum. Við hvem
áttu ?”
“Fyrst þú getur ekki séð það sjálf, þá vil eg
ekki segja þér það”, svaraði hún, “en líkingin er
nógu greinileg”.
pær ætluðu að halda áfram, þegar þær heyrðu
rödd kalla úr húsdyrunum: “Lewis!”
“Heyrir þú”, hvíslaði Laura, um leið og hún
stöðvaði systur sína.
“Lewis, þú ert liklega ekki sofnaður aftur.
Eg vil ekki að þú sofnir, því eins og þú veizt, þegar
þú sefur svo mikið síðari hluta dags, þá getur þú
ekki sofið á nóttunni. Komdu, reyndu að vakna”.
Sú sem talaði kom út úr dyrunum, kona með
hörkulega andlitsdrætti í ekkjubúningi. Hún tók
eftir stúlkunum sem stóðu fyrir utan.
“Litli drengurinn er ofur veiklulegur”, sagði
Jana.
“Hann er alt af meira og minna veikur”, svar-
aði konan. “Honum er hætt við að sofa síðari
hluta dags, og þá getum við ekki sofið á nóttunni,
og eg vildi fegin geta vanið hann af þessu”.
“Veikbygðar manneskjur verða alment syfj-
aðar síðari hluta dags, einkum þegar þær geta ekki
sofið á nóttunni. pér eruS víst ókunnar hér, held
eg”, svaraði Jana.
“Já, eg kom hingað með bamið mitt í þeirri
von, að sveitaloftið gerði því gott. Komdu,
Lewis, reyndu að vakna”, sagði Ihún, um leið og
hún klappaði handlegg hans. “Sko, allir dátarnir
þínir hlaupa burt”.
Að sumu leyti af samtalinu, af létta klappinu
á handlegginn og af að heyra talað um dátana
vaknaði drengurinn loksins algerlega. Hann sett-
ist upp og leit dökku, fögm augunum sínum á
systumar.
“ó, nú sé eg j?að”, sagði lafði Jana lágt við
systur sína. “pað er einkennileg Hking, alveg
sömu augun”.
“Nei”, svaraði Laura jafn lágt. “Augun em
það eina, sem ekki líkist. pau vom lokuð þegar eg
3á likinguna”.
“Sko! Einmitt sami svipurinn og hún bar
vanalega”, hvíslaði Jana, sem var svo hrifin af
drengnum, að hún tók ekki eftir hinum neitandi
orðum systur sinnar.
“Hún!” sagði Laura undrandi. “Hvað þá,
Jana? Hvert stefna hugsanir þínar núna?”
“Til Claricu. pað er merkilegt hve mjög
hann líkist henni. Hver á þenna litla dreng?”
sagði Jana fljótlega við konuna. “Hann er svo
líkur einni — einni vinstúlku minni”.
“Eg”, var hið stutta svar.
Lafði Jana stundi kvíðandi, eins og hún gerði
ávalt þegar hún hugsaði um Clarice; en í þetta
skifti var eins og einhver von blandaðist saman
við stununa. “Menn geta ekki alt af gert sér
grein fyrir hversvegna ein manneskja líkist ann-
ari”, sagði hún við móðirina, um leið og hún
kvaddi og gekk í burt. Laura fylgdi henni og leit
drambsömum, ásakandi augum til konunnar í
kveðjuskyni.
“Jana”, sagði Laura, “eg held þú sért brjáluð.
Hvað meinar þú með því að bamið líkist Clarice?”
“En þú talaðir fyrst sjálf um líkinguna”.
“Ekki að hann líktist Clarice. Hann líkist henni
alls ekki”.
“Við hvem áttir þú þá ?” spurði Jana ndrandi.
“pað segi eg ekki”, svaraði Laura hiklaust.
Raunar ekki Clarice. Hann líkist henni ekki meira
en mér”.
“Laura, að undanteknum þessum dreng,
Clarice og máske Lucy — en hennar em blíðari —
held eg að slík augu finnist ekki í heiminum
— svo stór, geislandi og blíð. pín em eins að lög-
un og lit, en ekki á svip. Hve mjög hann líkist
Clarice er undravfert”.
Laura þagði alveg hissa yfir orðum Jönu.
“Eg ætla að snúa við og horfa á hann aftur”,
sagði hún svo. Hún sneri við, gekk að hliðinu og
stóð þar eina mínútu og talaði við drenginn, án
þess að virða konurta þess að líta við henni. Jana
stóð þegjandi við hlið hennar og horfði á hann.
“Nú”, sagði Jana þegar þær gengu burt.
“Eg endurtek það, eg get ekki séð að hann
Iíkist Clarice að neinu leyti. Eg sé að hann líkist
öðrum mjög vel, að undanteknum augunum, en
líkingin qr ekki eins glögg nú, síðan hann vaknaði,
eins og á meðan hann svaf”.
“pað er mjög undarlegt”, sagði Jana.
“Hvað er undarlegt?”'
“pað er alt undarlegt. Líkingin við Clarice
er undarleg, að þú getur ekki séð hana, er undarlegt
að þú sérð að ann líkist öðram, eins og þú segist
gera, er undarlegt, og að þú neitar að nefna hann,
er undarlegt. Er það nokkur í okkar fjölskyldu
Laura ?”
“Chesney? ó, nei. Jana, þú talaðir nýlega
um Clarice á liðnum tímum. pað er eins og þú
álítir að hún sé ekki lengur lifandi”.
“Hvað annað ætti eg að álíta?” sagði Jana.
“öll þessi ár og ekki hið minsta heyrst um hana.
pegar pabbi lá á banabeðnum, bað hann mig að
leita hennar; en eg veit ekki hvar leita skal og
get ekkert gert”
“Fyrst þú ert svo sannfærð um dauða hennar,
gerðir þú réttast í að taka þessi þrjú þúsund pund
sjálf”, sagði Laura með dálitlum beiskjublæ í
rómnum. Að hún var gerð arflaus, sámaði henni
enn þá.
“Nei”, svaraði Jana rólega, “eg skal aldrei
sjálf taka peningana í mína eigu. pangað til við
erum vissar um dauða Clarice, þangdð til enginn
efi er lengur til m það — skulu peningamir á vöxt-
um, og þá —r”
“Hvað þá?” spurði Laura.
“pað fáum við að sjá, þegar sá tími kemur”,
svaraði Jana út í hött. “En að því er mig snertir,
skal eg ekki snerta þá; eg hefi nóg samt”.
Lesandinn þarf ekki að verða hissa yfir mis-
sýningum systranna. pað er alkunnugt, að þar
sem einn sér líkingu, getur annar ekki séð hana.
“En hvað þetta barn líkist föður sínum!”
heyrir maður einn segja.
“Nei”, segir hinn, “það er undarlega likt móð-
ur sinni”, og báðir segja satt. Sumir sjá líkinguna
í löguninni, aðrir á svipnum. Sumir sjá strax
líkinguna á fjölskyldu persónunum, jafnvel áður
en þeir viti að þær eru skyldar. Aðrir sjá hana
ekki — fyrir þeirra sjónum á sér engin líking stað.
Lesandinn hefir eflaust sjálfur orðið þessa var.
Og þannig gekk það fyrir systrunum Chesney;
önnur þeirra gat eigi séð með augum hinnar. En
það var einkennilegt, að báðar skyldi sjá likingu
hjá þessu ókunna bami, og ekki með sömu per-
sónunni.
Veikindi frú Knaggs höguðu sér eins og Grey
hafði grunað. Síðari hluta dags komu boð til Carl-
tons frá Lycett, og hann hraðaði sér þangað. par
fann hann frú Pepperfly starfandi, sem ef satt skal
segja, var sérlega dugleg hjúkrunarkona, þ'rátt
fyrir fitu hennar og drykkjulöngun, sem raunar
bar ekki mjög oft að; ekkert sýndi hennar góðu
hæfileika eins glögt og neyð annara, og þá var hún
ávalt á sinni réttu hillu. “pegar hættu ber að
höndum, þá er hún komin til að reyna mig og
sýna öðmm, til hvers eg duga”, var hennar uppá-
halds setning, og hún mátti vera þakklát fyrir að
það var þannig, því annars hefi hún mist álit sitt.
pað var nú í raun réttri ekki bein þörf á tveim-
ur læknum, en það var hyggilegt að hafa annan til
staðar, ef nauðsyn yrði á hjálp hans. Meðan
Lycett var oftast inni hjá veiku konunni, fékk
Carlton við og við tækifæri að tala við frú Pepper-
fly í næsta herbergi. petta átti sér þó að eins stað
með hvíldum; því frú Pepperfly var stundum úti
stundum inni, stundum í þessu, stundum í hinu
herberginu, eins og hundur á sölutorgi.
“Hafið þér komið upp í Tuppers hús, hr.?”
spurði hún eitt sinn.
“Eg var þar í morgun. Hvaðan kemur það
fólk?”
“Er það ekki slæmt tilfelli?” spurði frú Pep-
perfly, án þess að gefa spumingu hans gaum.
“Eg held að meðferð drengsins hafi ekki verið
rétt”, sagði Carlton. “Vitið þér hvaðan þau koma,
eða hvað kemur þeim til að koma hingað?”
“Hún kemur frá — hvaðan var það nú? —
Skotlandi eða írlandi eða einhverjum útlendum
stað, held eg hún hafi sagt. Hvaða erindi hún á
hingað, það er annað mál”, sagði frú Pepperfly
snuðrandi.
Röddin var svo undarleg að Carlton leit á
hana.
“Hafið þér nokkura hugmynd um hvað hefir
komið henni til að fara hingað ?” sagði hann í skip-
andi róm að nokkru leyti.
“Já, eg held raunar að eg hafi hugmynd um
það, hr.,og eg hefi ekki máske rétt. En mér stend-
ur á sama hvort heldur er. Og eg held að þér
skeytið heldur ekki um að heyra það, hr.”
“Segið þér eins og er”, sagði Carlton dálítið
ákafur. “Hvaða starf haldið þér að hún hafi hér
fyrir höndum í South Wennock?”
Frú Pepperfly lækkaði rödd sína niður í hvísl.
“Munið þér eftir ungu konunni, sem dó svo voða-
lega í húsi ekkjunnar Gould af lyfi Stephen Greys;
þér hafið eflaust gleymt henni fyrir löngu síðan,
að sumu leyti af því, að þér hafið haft svo marga
sjúklinga að annast síðán, og að sumu leyti af því,
að sú saga er nú gleymd”.
“Hvað þá? — Hver?” spurði Carlton hás, eins
og hann hefði mist andardráttinn.
“Nú — nú, hr., eg hefi þá skoðun, að þessi
ekkja í Tuppers húsi, sé komin til South Wennock
til að rannsaka og uppgötva alt sem hún getur um
hina framliðnu og ekkert annað”.
Carltón svaraði engu, en starði jafn ákafur á
frú Pepperfly, eins og hann hafði starað á veika
di-enginn, en með langtum vandræðalegri tilfinn-
ingum, þó þær sæist ekki á hinu óhreyfanlega
andliti hans.
“En sú heimska!” sagði hann litlu síðar.
“Einmitt það sama og eg segi við sjálfa mig”,
svaraði konan. “Og hvaða gagn gerir það henni?
Ef við gætum fengið að vita hver hin unga kona
var, og hvemig lyfinu var breytt í eitur, þá gæti
það verið að sumu leyti gagnlegt, en slíkt er óhugs-
andi nú. Eg sagði ekkjunni Smith það með mín-
um eigin vörum”.
“pér hafið þá talað við hana um þetta ?”
“Talað við hana!” hrópaði frú Pepperfly;
“hún hefir ekki um annað talað við mig, síðan við
fundumst í nýja almenningsvagninum”.
“Nýja almenningsvagninum ?” endurtók hann
“Við hvað eigið þér?”
Frú Peperfly þótti mest gaman af öllu að tala
og hún sagði Carlton nákvæmlega frá öllu, hvernig
hún hitti ekkjuna, og hvernig kunningsskap þeirra
var síðan haldið áfram. Áður en sagan var á enda
kölluðu skyldur hennar hana inn í næsta herbergi.
Carlton hafði hlustað þegjandi á hana og nú
stóð hann kyr og hugsaði um þessa fregn. Hann
gekk að glugganum, opnaði hann og stakk höfðinu
út í lyktarvondan bakgarð, þar sem lítið var af
fersku lofti, hafi hann annars verið að leita þess,
dró svo höfuðið inn aftur og lokaði glugganum.
“Hafið þér sagt nokkurum frá þessu ?” spurði
hann, þegar hjúkrunarkonan kom aftur inn til
hans, með hörkulegum róm.
“Ekki einni einustu lifandi sál”, svaraði frú
Pepperfly, sem með hægu móti gleymdi öllu, sem
hún hafði sagt Judith um þetta efni. “Ekkjan
beiddi mig að þegja yfir því, hr.”
“Og eg vil líka ráða yður til að láta þetta
ekki berast út”, sagði Carlton. “Eg hefi ekki
gleymt því mótlæti og leiðindum, sem það mál
orsakaði, þó að þér hafið gleymt því. Eg var um-
kringdur af forvitnum persónum, bæði daga og
nætur, þangað til stormurinn rénaði. pær gáfu
mér ekki tíma til að gæta minna eigin starfa, og
mér þætti afarleitt ef eg yrði fyrir slíku mótlæti
aftur. pegið þess vegna eins og frú Smith bað
yður að gera, segi eg. Hver er ástæða hennar til
að biðja um þögn?” spurði hann skyndilega.
“Hún hefir enga ástæðu gefið mér, hr.; hún
hefir ekki sagt að hún hafi neina ástæðu, eða hún
vilji uppgötva nokkuð. En þegar einhver persóna
suðar alt af um sama hlutinn, eins og hengill í
klukku, og reynir að komast að einhverri niður-
stöðu, þá getur maður ekki efast um áform
hennar”.
“Mér þætti gaman að vita hver hún er”, sagði
liann hugsandi og lauk ekki við setninguna.
“Hún er óvanalega dul”, svaraði frú Pepperfly
Carlton talaði ekki meira um þetta efni. Til
þess gafst honum heldur ekki tími; því Lycett
kallaði á hann. Einni stundu síðar yfirgaf hann
húsið; starfi hans þar var lokið.
Carlton kom heim til sín í þungum hugsunum.
Frú Smith, í samibandi við þær upplýsingar sem
frú Pepperfly hafði gefið honum, kom honum til
að álíta að hún væri hin sama frú Smith, sem hon-
um var sagt að hefði komið og sótt barn frú
Crane, hin sama kona sem hann sá sjálfur í Great
Wennock biðsalnum. Ef þetta væri tilfellið, gat
þetta þá verið sama barnið? Hann hafði spurt
um aldur barasins, þenna sama dag, og fú Smith
hafði svarað, að hann væri sex ára, og bamið leit
ekki út fyrir að vera eldra. Hitt bamið væri, ef
það annars lifði, talsvert eldra, en hr. Carlton vissi
að útlit bama viðvíkjandi aldri þeirra, er ekki
áreiðanlegt.
Hann gekk í lyfjastofuna, talaði fáein orð við
aðstoðarmann sinn, hr. Jefferson, bjó til lyf í litla
flösku og fór svo út aftur, um leið og hann leit á
úrið sitt. Klukkan var þá rúmlega sex, en matar-
neyzlu tími þeirra var kl. sjö.
Skamt frá húsi hans var leikfangaverzlun, og
þegar Carlton gekk fram hjá henni, sá hann þar
leikfang — það var dáti, sem barði bumbu — hann
stóð í glugganum. Með því að taka í snúru hreyfð-
ust handleggimir og bumbuhljómurinn ómaði.
Hann gekk inn, spurði hvað það kostaði, og fekk
að vita, að það var fimtán penca. Carlton keypti
það og tók með sér.
Með því að ganga hratt upp Bakkann kom
hann brátt til húss Tuppers. Frú Smith sat í dag-
stofunni og stagaði sokka; litli rengurinn sat á
borðinu og spjallaði við hana, á meðan hann neytti
kveldverðar síns. Hann hélt á köldum lambakets-
bita í annari hendinni og brauðsneið í hinni, og
fyrir framan hann stóð diskur með dálitlu af salti á
“Nú hvernig líður litla manninum okkar
núna?” sagði Carlton þægilega og brosandi um
leið og hann kom inn.
Frú Smith varð hissa, hún hafði ekki búist við
lækninum aftur þenna dag.
“Mér hugsaðist að það væri eins gott, að hann
neytti dálítils hressandi lyfs, sem eg ráðlagði hon-
um ekki í morgun”, sagði Carlton um leið og hann
tók lyfjaflöskuna upp úr vasa sínum. “Eg tók
hana því sjálfur með mér, þar eð eg átti hér leið
um. pér sjáið utan á flöskunni hvemig á að nota
þetta lyf. Eru hin lyfin komin?”
“Já, hr.; þau komu hingað í dag, kl. eitt”.
“pað er gott. pú ert að neyta kveldverðar
núna, litli kunningi. pað er nú annars nokkuð
snemt, er það ekki?”
“Hann verður alt af svangur um þetta leyti”,
sagði frúin afsakandi. “Og honum þykir lamba-
ket svo gott; hann lætur mig aldrei í friði, þegar
hann veit af því í húsinu, og honum líkar betur að
neyta þess þannig — með fingrunum. pama
stendur mjólkurbollinn haijs á borðinu”.
“Fyrst eg er hér nú, þá get eg litið á hnéð
hans um leið, frú Smith”, sagði Iæknirinn.
Hún stóð upp af sæti sínu til að taka umbúð-
iraar af; en Carlton vildi heldur gera það sjálfur.
Drengurinn lagði ketið og brauðið frá sér og þurk-
aði fingur sínar á brjóstdúknum sínum.
“Mig kennir ekkert til í kvöld”, sagði hann.
“pað er ágætt”, svaraði Carlton. “Og getur
þú nú sagt mér hvað þú heitir, litli maður, því eg
veit það ekki”.
“Hann heitir Georg, hr.”, sagði móðirin fljót-
lega, áður en drengurinn gat svarað. “pað er nafn
föður hans”.
“Pú heitir þá Georg?” endurtók Carlton, um
leið og hann batt um hnéð. “Og hvar eru dátamir
þínir Georg?”
“Famir heim frá æfingunni”, var hið hlæj-
andi svar. “Einn þeirra stendur kyr”.
“pað gerir hann eflaust”, sagði Carlton. “Hef-
ir þú nokkum til að slá bumbu, á meðan hinir
dátárnir eru að skylmast?”
Hann tók leikfangið upp úr vasa sínum og
sýndi drengnum það. Ekkert gat glatt bamið
meira en að sjá það. Augu hans blikuðu, fölu kinn-
amar ans roðnuðu, lltlu mögru hendumar hans
skulfu af ákafa. Carlton sá hve fljótlyndur hann
var að eðlisfari, og var sannarlega ánægður við
sjálfan sig, að hafa komið með það.
“pér eruð mjög góður, hr.”, sagði ekkjan, um
leið og yfir henni glaðnaði. “pað er annars ein-
kennilegt hve mjög hann unnir dátunum. Eg veit
sannarlega ekki hvort nokkur annar læknir hefði
gert þetta”.
Areiðanlegustu Eldspítumar í heimi
og um leið þaer ódýrustu eru
EDDY’S “SILENT 506'
* t
AREIÐANLEGAR af því að þær eru svo búnar til að
eldspítan slokknar strax og slökt er á henni.
ÓDÝRASTAR af því þœr eru betri og fullkomnari en
aðrar eldspíturá markaðinum.
Striðstíma sparnaður og eigin samvizka
þín mælir með því að þú kaupir EDDYS
ELDSPÍTUR
rBBM i 1 g—B
Húðir, Ull
Ef þú ótkar eftir fljótri afgreiÖslu og Kaest* vcrði fyrir ul! og loðskinn.skrifið
Frank Massin, Brandon, Man.
Skrifið eftir verði og árítanaspjöldum.
/>—■ -■■ ■ Ull, Gœrur og — . — -A Seneca Rœtur
Vér kaupum vörur þessar undir eins í stórum og smáum slumpum. Afarhátt | verð borgað. Sendið oss vörurnar strax.
R ----- . S. R0BINS0N V I N N I P E G, 157 RUPERT AVENUE o, , 150-2 PACIFIC AVE. Esst M AN .
ÁSKORUN
til
Vinnufœrra Kvenna.
Með hinum aukna ekruf jölda, sem sáð hefir verið í,
og hinn óvanalega skort, vinnukvenna á bændabýlum,
hefir fylkið að ráða fram úr alvarlegum örðugleikum í
því að útvega
KVENN-YINNUKRAFTA.
Bænda eða borgaheimili, sem hafa, yfirfljótanlegt af
dætrum eða vinnustúlkum, ættu að brýna fyrir slíkum
persónum, að skifta sér niður til vinnu á bændabýlunum,
þar sem vinnukrafturiún er minstur.
1 ár verður að flýta fyrir uppskerunni, þreskingu og
flutningum. Til þess að svo verði, verða fleiri karlmenn
fengnir til aðstoðar bændum, heldur en að undanförnu.
Og slíkur mannfjöldi hlýtur að auka mjög á
STÖRF KVENNA.
sem þó höfðu áður víða ofmikið að gera. Það er því
bráðnauðsvnlegt, að konur og stúlkur bjóði sig fram
sjálfviljuglega til þess að vinna á búgörðum, um mesta
anna tímann.
Og yfir höfuð verður hver vinnufær maður og hver I
vinnufær kona, að fara út í bændavinnu í þetta sinn, og |
hjálpa til.
Það fólk, sem ekki hefir enn þá ákveðna staði í hug-
anum, ætti að skrifa hið allra fyrsta til
THE BUREAU OF LABOR.
Department of Agriculture.
Regina, Sask.
ÞAKKLÆTI.
Kæri ritstjóri Lögbergs!
Viltu gjöra svo vel og ljá lín-
um þessum rúm í blaði þínu.
Okkur langar til að votta inni-
legt þakklæti fyrir þann hlýleik,
sem fólk sýndi afturkomnum
hermanni, syni okkar Jóhanni
S. Einarssyni.
Okkur var öllum gert óvænt
heiðursboð 7. júlí. pað var sent
eftir okkur í bifreið, og við keyrð
að skólahúsi bygðarinnar. par
var múgur og margmenni, sem
bauð hann veikominn og kær-
kominn. Magnús Einvarðsson
vinur okkar, kona hans og fleiri
gengu þar vel fram að búa sem
bezt undir.
Séra Jón Jónsson hélt góða
tölu og flutti bæn á eftir, svo af-
henti hann drengnum fallegan
stól og peninga gjöf, sem fólkið
lagði saman, til að gleðja hann
með. Svo vom blessaðar konum-
ar með allskonar veitingar. Á
meðan veitingamar stóðu yfir
kom gamli maðurinn, kæri, Jón
Sigurðsson og séra Albert Krist-
jánsson, hann var að messa á
Lundar þenna dag. Gaimli mað-
urinn var við messu og fékk svo
prestinn, séra Albert, til að koma
með sér á samkvæmið; hann
vildi nefnilega hafa það full-
komnað, því séra Albert talaði
og mæltist vel. Svo talaði Jón
Sigrðsson fáein orð, og óskaði
þess, ásamt hinum ræðumönnun-
um, að við mættum lifa þá stund
að fagna sem flestum heimkomn
um hermönnum. Svo var sent
samhrygðarskeyti frá fólkinu til
Mr. og Mrs. ólafs Magftússonar
á Lundar, Man., í tilefni af frá-
falli sonar þeirra á Frakklandi,
er við vomm nýbúinn að frétta.
Hinn látni hét Guðmundur og
var eitt $inn skóladrengur á
Mary HUl.
Á eftir samkomunni skírði séra
Jón Jónsson dreng, er Mr. og Mrs
Helgi Bjömsson áttu, og var
han nefndur Karl Vídalín. pessi
síðast nefndu hjón gengust mik-
ið fyrir samkomunni, því þau
vilja öllum gott gjöra.
Að endingu óskum við öllum
bygðarmönnum vel géngis og alls
góðs og óskum þess af heilum
hug að við megum, ásamt þeim,
fagna afturkomnum hermönnum
sem við vonum til guðs að fleiri
verði en drengurinn okkar úr
þessu skólahéraði.
Mr. og Mrs. E. G. Borgf jörð,
Mary Hill P. O. Man,....