Lögberg - 18.07.1918, Síða 6
6
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 18. JÚLÍ 1918
Whittington og kötturinn hans.
III. Fyrirtœkið.
Mr. Fitzwarren átti skip, sem hann lét sigla
til útlenda með ýmsan varning, til þess að selja
þar. Og sökum þess að Mr. Fitzwarren var dreng-
ur góður, vildi hann láta alt sitt heimafólk njóta
góðs af ferðinni og gaf því leyfi til þess að senda
muni þá með skipinu, sem það átti og vildi selja.
Einu sinni þegar skipið var ferðbúið. kallaði
liann alt sitt heimafólk fvrir sig og sagði því að
það vrði tafarlaust að framselja þá muni, sem það j
vildi selja. Og allir höfðu eitthvað til að senda— ^
allir nema Dick. Og af þeim ástæðum hafði hann
ekki farið inn í stofuna til Fitzwarrens, þegar
hann lét kalla á fólkið, en eftir því hafði enginn
tekið—enginn nema Alice. Hún ein tók eftir því
að Dick hafði ekki komið með hinu fólkinu, og hún
vissi vel ástæðuna til þess. En Alice sem var góð
stúlka, kendi í brjósti um Diek, hún vék sér því að
föður sínum og sagði: ‘Yesalings Dick má ekki
vera útundan, hérna eru nokkrir skildingar, sem
eg á, taktu þá og láttu skipstjórann kaupa eitthvað
handa honum fvrir þá”.
“Nei, barnið piitt”, mælti Fitzwarren, “hann
verður að leggja eitthvað í sölurnar sjálfur”.
Svo kallaði Mr. Fitzwarren sjálfur á Dick, og
þegar hann kom inn spurði Mr. Fitzwarren hann
að, hvað hann ætlaði að senda með skipinu.
“Eg á ekkert til”, mælti Dick, “nema einn
kött, sem eg keypti um daginn fyrir þrjá aura.
“Komdu með köttinn þinn, drengur minn”,
mælti Fitzwarren, “hver veit nema einhver verði
til þess að kaupa hann.
Dick fór upp í herbergi sitt, þar sem kisa lá
malandi í rúminu hans. Hann tók hana í fang sér
og fór með hana út á skip og afhenti hana skip-
stjóranum grátandi.
Allir hlógu að Dick fyrir þetta tiltæki og
drógu liann sundur í háði. Eldabuskan gekk sér-
staklega vel fram í því að gera gys að Dick fyrir
að senda köttinn: “Heldurðu að hann seljist fyr-
ir nógu mikið til þess að kaupa vönd fyrir, til þess 1
að flengja þig með?” sagði hún. Og allir hæddust
að Dick fyrir þetta—allir nema Alice. Hún ein
vorkendi honum og gaf honum peninga til þess að
kaupa annan kött fyrir.
En samt gjörðist vistin honum svo erfið, að
honum fanst að hann ekki geta verið lengur í
henni. Og einn dag snemma morguns tók hann
það litla dót sem hann átti saman, og lagði á stað
í áttina sem honum fanst vera til bæjarins, þar
sem hann átti heima áður.
Fyrst hljóp hann, en hann gat ekki lengi
hlaupið, því að hann fór að smá þreytast, og þeg-
ar hann kom að stað þeim, sem Holloway heitir,
var hann órðinn svo lúinn að hann settist niður á
stein einn stóran, sem þar stóð, og heitir sá steinn
síðan Whittingtons steinn.
Þegar Whittington hafði setið þama á stein-
inum stundarkorn, barst klukknahljóð til eyraa
hans frá borginni og honum fanst það segja skýrt
við sig: “Snúðu til baka, Whittington. Þú átt að
verða borgarstjóri í Lundúnum þrisvar sinnum”.
“Já, bara ef eg ætti það nú víst, að verða
borgarstjóri í Lundúnum þegar eg er orðinn stór,
og keyra skrautklæddur í skrautvagni, þá skyldi
eg gera mér að góðu að láta fólk hæðast að mér.
Eg held eg fari til baka og lofi eldabuskunni að
vonskast eins mikið og hún vill.”
Og Dick sneri við og var kominn heim til
Fitzwarren þegar fólkið þar kom á fætur um
morguninn. '
/
Kötturinn.
Eftir alllanga útivist í hafi kom skip Mr.
Fitzwarren heilu og höldnu að ókunnu landi.
Fólkið í því landi var dökkt á hörundslit og hafði
aldrei fyr séð hvíta menn, svo það kóm í stór
hópum til þess að sjá þessa hvítu menn og kaupa
af þeim varainginn.
En skipstjórann' langaði til þess að verzla við
konunginn og hann þurfti heldur ekki lengi að
bíða, því konungurinn sendi honum brátt orð og
bað hann að finna sig. Skipstjórinn fór þegar á
Fitzwarren afhendir Whittington féð.
fund konungsins og var hann leiddur inn í skraut-
legan sal og voru konungshjónin þar fyrir. Hon-
um var vísað til sætis á gólfinu, að sið þeirra
manna, sem þetta land bygðu, og voru dýrindis
ábreiður á gólfinu útsaumaðar, með silfurlitum
og gyltum rósum. Eftir að konungurinn og skip-
stjórinn höfðu talast við dálitla stund, var borinn
fram miðdagsverður, og höfðu þeir sem til borðs
sátu varía tekið til matar, þegar inn komu ótal
rottur og mýs og átu upp hverja einustu ögn mat-
ar sem á borðum var, áður en nokkuð varð við
ráðið. Skipstjórinn furðaði sig mjög á þessu, og
sagði að það hlýti að vera mjög óviðkunnanlegty
að hafa svona mikið af rottum og músum í kriug '
um sig.
“Ó-já, vissulega er það slæmt”, mælti kon-
ungur. “Eg skyldi gefa þeim manni helming
eigna minna, sem gæti ráðið bót á þeim vandræð-
um. ’ ’
Skipstjórinn varð himin lifandi við þessi orð
konungsins, því hann mundi eftir kettinum, sem
Whittington hafði sent með honum, og sagði yið
konunginn: “Eg hefi, herra minn, lítið dýr með
mér á skipinu, sem mundi ekki verða lengi að ráða
niðurlögum þessa óþjóðalýðs.’•’
Konungurinn varð svo glaður við þessi orð
að hann hoppaði af kæti: “Færið mér dýrið!”
mælti hann. “Ef það getur orkað því sem þér
segið, þá skal eg láta yður fá lileðslu gulls í skip
yðar”. Skipstjórinn lést vera mjög tregur til að
láta kisu af hendi, en fór samt til skips og sótti
köttinn. En konungur og drotning létu bera mat
á borð að nýju.
Þegar skipstjórinn kom með kisu inn í höll-
ina, voru mýsnar og rotturnar sem óðast að rífa
í sig matinn á borðunum. Hann slepti kisu þá
lausri, og hefðuð þið bara átt að sjá þann usla,
sem hún gjörði í músahópnum á stuttum tíma.
Margar þeirra láu dauðar á gólfinu, en hinar allar
og rotturnar líka, hlupu sem fljótast í holur sínar
og þorðu ekki að láta sjá sig aftur.
Konungurinn varð glaðari við þessi umskifti
heldur en hann liafði nokkurntíma áður orðið á
æfi sinni, og drotningin mæltist til þess, að skip-
stjórinn lofaði sér að skoða dýrið, sem hefði
framkvæmt þessi undur. Kallaði hánn því:
“Pússi, pussi”, og kom þá kisa til hans og
nuggaði sig upp við buxnaskálmina hans. Hann
tók hana upp og ætlaði að rétta hana að drotn-
ingunni, en hún þorði með engu móti að snerta á
kisu. En skipstjórinn hélt á kisu og strauk henni
og sagði: “Pussi, pussi”, og þegar drotningin sá
hversu gæf hún var, þá áræddi hún að snerta
hana og fór að reyna að hafa upp orðin eftir skip-
stjóranum, en hún gat með engu móti nefnt “S”,
svo það várð altaf: “Putti, putti”, hjá henni.
Síðan lét skipstjórinn köttin í kjöltu drotningar-
innar og lá hún þar og malaði þar til hún sofnaði.
Konungur fór nú að semja um kauþin, og hann
keypti allan skipsfarminn af skipstjóranum og svo
gaf hann lionum tíu sinnum meira fvrir köttinn
heldur en að allur skipsfarmurinn var virði.
Skipstjórinn varð mjög feginn þessum mála-
lokum, kvaddi konung og drotningu og hélt glað-
ur í huga heim á leið næsta dag.
V. Auðurinn.
/
Syo var það einn dag er Mr. Fitzwarren sat
á skrifstofu sinni að klappað var ofur hægt á
dyrnar hjá honum. Mr. Fitzwarren sneri sér við
í stólnum og spyr: “Hver er þar?” “Kunningi,
sem flytur yður fréttir af skipinu yðar ‘Unicom’.”
Mr. Fitzwarren opnaði skrifstofudyrnar í flýti, og
þar stóð skipstjórinn með skipspappírana í ann-
ari hendinni, en í liinni bar hann kassa, fullan af
gimsteinum. Mr. Fitzwarren gladdist mikið við
komu hans og bauð honum inn í skrifstofuna, og
þegar skipstjórinn hafði tekið sér þar sæti sagði
hann húsbónda sínum frá ferðinni, og sýndi hon-
um dýrgripina, sem konungurinn og drotning hans
höfðu sent Dick fyrir köttinn.
Þegar Mr. Fitzwarren hafði hlýtt á sögu
skipstjórans til enda, kallaði hann á þjón sinn og
bauð honum að fara og sækja Mr. Whittington.
En er hér var komið sögunni höfðu ýmsir fleiri
komið inn í skrifstofuna til Fitzwarren, og þegar
þeir sáu allan þennan auð, sem Dick átti að fá,
sögðu þeir: “Það kemur ekki til nokkurra mála
að fá drengnum allan þennan auð”. En Mr.
Fitzwarren svaraði: “Hann á hann með réttu, og
mér dettur ekki í hug að taka einn evrir frá hon-
um”.
Þegar að þjónninn, sem sendur var eftir Dick
fann hann, var hann inni í eldhúsi að skafa pott,
og þegar hann hafði flutt honum skilaboðin frá
húsbónda sínnm, svaraði Dick: “Eg er svo
óhreinn, að mér er ómögulegt að fara svona, svo
eru skórnir mínir fullir af nöglum, sem meiða
mig.” En sendimaðurinn vildi ekki hlusta á nein-
ar mótbárur frá Dick, sagði honum að koma bara
tafarlaust. Þegar Dick kom á skrifstofuna, bauð
Mr. Fitzwarren honum að setjast á stól við skrif-
borð sitt, en Dick var hikandi og hélt að það ætti
að fara að gjöra gys að sér, og sagði: “Það vildi
eg að þið væruð ekki að reyna að gjöra gys að um-
komulausum dreng. Lofið þér jnér að fara og
vera óáreittum við verk mitt.
“Mr. Whittington ”, mælt'i Fitzwarren, “þetta
er enginn leikur. Skipstjórinn seldi köttinn þinn,
og 'hefir fært þér í staðinn auðlegð, sem er tíu
sinnum meiri en alt það sem eg á til.” Síðan tók
hann kassann og sýndi Dick allan hinn feikna
mikla auð, sem hann átti nú sjálfur.
Dick horfði á alla þessa dýrð, og vissi ekki
hvað hann átti af sér að gjöra. Þegar hann fór að
átta sig, þá bauð hann húsbónda sínum að þiggja
hluta af fjármununum. Mr. Fitzwarren þakkaði
fyrir boðið og mælti: “Nei, drengur minn, þú
skalt eiga þetta alt sjálfur, og eg er sannfærður
um að þú munt fara vel með það”.
Dick fór með nokkuð af dýrgripum sínum til
húsn^Sður sinnar og Alice og bað þær að þiggja,
en þær fóru að eins og Fitzwarren, þökkuðu hon-
um kurteislega fyrir boðið, en höfnuðu því og létu
í ljósi gleði sína yfir hamingju Dicks.
En Dick fanst að hann þyrfti endilega að láta
í ljósi þakklátsemi sína á einhvern annan hátt
heldur en með tómum orðum, svo hann fór og
keypti gjafir handa skipstjóranum og öllum sjó-
mönnunum á skipinu og einnig handa vinnufólki
Fitzwarren, og hann gleymdi heldur ekki elda-
buskunni, sem altaf hafði þó verið vond við hann.
Eftir það lét Diek klippa hár sitt og kevpti
sér svo ný og falleg föt, og þegar hann var búinn
að þvo sér og búa sig, var hann eins laglegur og
myndarlegur eins og nokkur annar drengur sem
til var í Lundijnaborg.
Nokkuð löngu seinna fór giftingarathöfn fram
í fallegustu og helztu kirkjunni í borginni, þar sem
flest stórmenni borgarinnar voru viðstödd. Per-
sónurnar sem giftar voru, voru þau Richard
Whittington og Alice Fitzwarren, og allir voru
kátir og ánægðir. *
Eftir það gjörðist Whittington kaupmaður og
átti mörg skip í förum og varð einn af merkustu
mönnum Lundúnaborgar. Hann varð lögreglu-
dómari borgarinnar, þrisvar sinnum borgarstjóri,
og Hinrik V. Englakonungur gaf honum riddara-
nafnbót. Hann var maðurinn, sem lét byggja hið
alkunna New-Gate fangelsi í Lundúnaborg. Á
steinboga, sem var framan við fangelsið, var
mynd af Sir WJiittington og kettinum hans höggv-
in í stein, og um þrjú hundruð ára skeið komu
menn víðsvegar að til þess að sjá myndina. i
Bóndinn og hrafninn.
Einu sinni náði maður hrafni. Hann reyndi
mikið til að temja hann og kenna honum að tala.
Honum tókst all vel að temja hann, en hann gat
aldrei kent honum að segja annað en: “Já, vissu-
lega er eg það”. Þegar maðurinn hafði kent
hrafninum að segja þessi orð, tók hann hrafninn
með sér í kaupstaðinn, til þess að reyna að selja
hann. Þann dag voru margir bændur í kaupstaðn-
um, og leizt einum þeirra vel á krumma, og spurði
eigandann hvað mikið hrafninn ætti að kosta.
“Tíu pund sterling”, mælti eigandinn,—
hundrað og áttatíu krónur.
“Heldurðu að hann sé þess virði?” spurði
maðurinn, og áður en eigandinn gat svarað gell-
ur krummi við og segir:
“Já, vissulega er eg það”.
Bóndanum fanst þetta svar svo gáfulegt að
hann keypti hrafninn og tók hann heim með sér.
Þegar hann kom heim til sín, fór hann með
fuglinn inn í hús til konu sinnar og mælti: “Sjaðu
hvað eg kej-pti handa þér!”
“Þakka þér fyrir, góði minn”, mælti konan,
“en hvað hann er fallegur.”
Áður eö maðurinn gat svarað, greip krummi
fram í og sagði: “ Já, vissulega er eg það”. “Og
svo er hann eins gáfaður og við mennirnir”, bætti
hún við. “ Ját vissulega er eg það”, sagði krummi.
Hjónin voru mjög ánægð með fuglinn og töldu
víst, að hann mundi verða þeim til mikillar gleði.
En sú von brást þeim, því hrafninn stagaðist altaf
á sömu setningunni og þeim fór að þykja hann
þreytandi og leiðinlegur og bóndinn óskaði þess
að hann hefði aldrei séð hann.
Einu sinni þegar bóndanum gramdist sérstak-
lega mikið við hann, sagði hann: “Þessi and-
styggilegi fugl er ekkert nema svikin”. “Já,
vissulega er eg það,” mælti hrafninn.
“Þú ættir að gæta þess hvað þú ert að gjöra,
næst þegar þú kaupir eitthvað, svo að þú kaupir ,
ekki köttinn í sekknum”, mælti bóndakona við
mann sinn. '
Heyrði eg í hamrinum.
“Heyrði eg í hamrinum”
huldumeyjar syngja,
silfurklukkur hringja
í sumarfriði; /
kyrt var inn í 'hvamminum,
— kvíða og von eg gleymdi,
Ijóst og vært mig dreymdi, —
lækurinn streymdi
með lágum niði.
Bak við heiðar höllin breið,
hraun og græna móa,
heyrði eg smalann hóa,
hljómurinn barst með dröngum.
Glóey rann og geislinn brann i
glatt á fjalla vöngum.
— Þei, þei! — þei, þei! —
þetta er fagur rómur! J
undarlegur cunur
yfir holtin líður,
grátþrunginn, þíður:
“Röðull hnígur, , i
húmið stígur,
heiðlóan að hreiðri flýgur;
Vindinn dreymir,
döggin streymir,
dalurinn vefst í þokuhjúp. —
Nú er fagurt fram við djúp!
Aftanbjarma
yfir hvarma
Ægis hefir Sunna breitt,
sæ og himin saman skeitt,
þeir sýnast ljóshaf eitt.
Græðismeyjar
út við eyjar
geislum skreyttar ganga í dans, •
leiftra, stíga,
lækka, hníga,
lykja skerin hvítum kranz,
köllin berast inn til lands.
Hefring, Kólga,
Himinglæfa
hæstar gnæfa,
dansa, sjmgja, svella, ólga!
Dúfa og bylgja
bjartar fylgja,
Bára, Unnur, Blóðughadda,
káta Hrönn, '
með hvíta tönn
veit eg yzt á vogi stadda.
Hafið þrái’ eg!
hvergi má eg
yndi festa utan þar.
Ást mín býr í djúpum mar.
Grætur, grætur gýgja mín,
gullnir strengir skjálfa:
svæfi eg alla álfa
áður en dagur skín,
áður en bjartur dagur skín.
“Ekki heiti eg Eiríkur,
þó eg sé það kallaður;
eg er sonur Silgju,
sem bar mig undir bylgju”.
Átti eg háar
hallir bláar,
ljósa reiti, liljur grænar,
perlu val
í sævarsal,
flogagull og gýgjur vænar,
— unz mig seiddu í djúpan dal
,dætur Huldu,
dætur Huldu
mig í háum hömrum duldu!
Finn eg hvorki frið né ró,
fjöllum kringdur, langt frá sjó,
hárri luktur hamra þró —
Hef eg aldrei grátið nóg?
Allar mínar sorgirnar
bind eg undir skó”.
Heitur er harmur minn, en hlæa verð
eg þó.
Hulda.
Skrítlur.
Ungfrúin (í járnbrautarvagnsklefanum* : Ó,
varið þér yður, maður! Ferðakistan yðar er að
detta ofan á höfuðið á mér.
Ferðamaðurinn: Ó, takið þér yður þetta ekki
svona nærri, ungfrú góð! Ferðakistan mín er
þrælsterk og þolir vel að mæta hnjaski.
Kennarinn: Ef þú sæir nú hann Kalla litla
t. d. vera að taka gulrófu úr garðinum hans ná-
granna ykkar eitthvert kveldið, hvað væri þá
skylda þín að gera?
Bjössi: Að gera honum aðvart, ef eg sæi ein-
hvern koma.
Kennarinn: Hvers konar fugl er hrafninn?
Ðrengurinn: Söngfugl.
Kennarinn: Hvernig getur þér dottið önnur
eins vitleysa í hug?
Drengurinn: Já, hann pabbi segir að hún
mamma syngi eins og hrafninn.
.Læknirinn: Eg sagði yður í gær, frú, að eg
hefði enga von um manninn yðar, en nú hefi eg þá
ánægju, að skýra yður frá því, að hann er úr allri
hættu.
Frúin: Það er heldur skemtileg frétt, eða hitt
þó heldur að tarna, eg er alveg nýbúin að selja
sparifötin hans.
Frúin (sárgröm*: Nei, þetta er þó ofmikið
af því góða, nú hefir einhver ungur spjátrungur
spígsporað héraa fyrir utan húsið í meira en hálf-
tíma.
Vinnukonan: Og þú hefir ekki látið mig vita
nokkurn skapaðan hlut um þetta!