Lögberg - 29.08.1918, Blaðsíða 4
4
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 29. ÁGÚST 1918
I
Landplágur.
Þær eru margar og margvísl’egar þessar
laudplágur, sem af og tii geysa yfir löndin og
eyða bygðum manna.
Vér höfum heyrt talað um eldgos, um hall-
æri, um drepsóttir, senl hafa lagst eins og mar-
tröS yfir mannfélags hlutana, og heilar þjóSir
TJm storma, sem sópaS hafa eignum manna meS
sér og mölbrotiS hús þeirra, um jarSskjálfta,
sem hafa eySiIagt heilar borgir, og í þessu landi
um orma, sem oft leggjast aS uppskéru manna
og naga rót kornsins þar til þaS fölnar og deyr.
Allar þessar plágur eru hiS ytra í náttúr-
unni, gjöra oft óendanlega mikinn skaSa, —
mannskaSa og eignaskaSa, sem mönnum náttúr-
lega kemur illa, en er þó ekki óbætanlegur, því
eldgosum, hallærum og drepsóttum linnir, storm
arnir stöSvast, jarSskjálftarnir kyrrast og orm-
ana má eySileggja, eSa drepa.
En þaS eru til aSrar plágur, sem eru jafn-
vel verri heldur en þessar, sem nú eru taldar,
þær eru andlegs eSlis, eru því ekki í sambandi
viS náttúruöflin, fyrir utan mennina, eiga ekk-
ert skylt viS þau annaS en aS þau eySileggja
og deySa, — ekki dýr merkurinnar, ekki gróSur-
inn í ríki náttúrunnar, ekki heldur líkami mann-
anna, heldur sálir.
Ein af þessum plágum er lýgin í munni allra
manna, en ekki sízt í munni þeirra manna, sem
svo eru settir í lífinu, aS þeir álíta sig til fyrir-
myndar, — álíta sig, og máske eru, leiStogar svo
eSa svo margra manna. í munni þeirra manna,
sem eiga aS leiSbeina öSrum í ræðu eða í riti.
I einu blaði, sem út ei^gefið hér í bænum stend-
ur nýlega þetta um stjórn þessa fylkis, Norris-
stjórnina: “Norris flokkurinn komst til valda
með því loforði að konur skyldu fá atkvæði taf-
arlaust, ef hann kæmist að. Þetta efndi hann
að nafninu til, — en að eins að nafninu. Þegar
konur áttu í fyrstaskifti að neyta atkvæðisrétt-
ar síns, tóku Norris menn saman höndum við
erkióvini kvennréttindamálsins til þess að
banna konum atkvæði, — eða þeir létu það ómót-
mælt að þær væru sviftar atkvæðisréttinum, þeg-
ar til þess kom að neyta hans”. 1 þessari máls-
grein er ekki eitt einasta orð satt, að undantek-
inni fyrstu setningunni. En því í ósköpunum
er verið að segja þetta og annað eins? Er það
til þess að reyna að ljúga völd og æru af þessari
stjórn? Vér búumst við að svo sé. -— En höf-
undur þessarar lýgi, eins og allrar annarar lýgi,
ætti aS muna eftir því, að hún er tvíeggjað sverð
hlýtur að vita að hann er ekki einasta að reyna
að eyðileggja mannorð þeirra manna, sem með .
völdin fara hér í fylkinu með því að ljúga þessu
og öðru upp á þá, — heldur er hann að afvega-
leiða alla þá menn, hvort þeir eru margir eða
fáir, sem taka þennan og annan eins framburð
trúanlegan, er að spilla smekk þeirra, eyðileggja
sannleiksþrá þeirra, gjöra þá að verri mönnum.
Og því er þetta gert ? Því byggir maðurinn ekki
aðfinslur sínar á rökum og sanngirni? Er það
af því að hann á ekki slík gögn til? En er af
eigin lund, eða einhverjum öðrum ástæðum
kúskaður til þessara óyndisúrræða. Finst hon-
um að Manitoba stjórnin hafa veitt hermálunum
of eindregið fylgi sitt, — að hún hafi verið of
fjandsamleg í garð þeirra manna, sem hafa viS
hvert gefið tækifæri lagt sig fram til þess að
draga úr og dreifa kröftum manna í sambandi
við þetta stríð. Er þaS fyrir það að Manítoba
stjórnin lét í ljósi skýlausa andstygð sína á
þeirri upþástungu manns, sem ekki mun vera
fjærskyldur þessum greinarhöfundi, að ef Can-
adamönnum væri leyft að veita Bretum lið í
þessu stríði, þá væri og rétt að leyfa öllum
Þjóðverjum, sem hér væru búsettir að fara heim
til Þýzkalands og veita Þjóðverjum lið — leyfa
þeim að fara heim, svo að þeir gætu barist á
móti voru eigin málefni og vorum eigin mönn-
um?
Er það fyrir þá sök, að stjórn þessa fylkis
skildi köllun sína í sambandi við hið voðalega
stríð, sem nú stendur vfir, og tók höndum saman
við stjórn þá, sem nú fer með völdin hér í land-
inu til þess að styðja hana og styrkja í hermál-
unum, — þrátt fyrir mismunandi skoðanir á
landsmálum, að þetta blað vill nú ljúga af henni
völd og æru ?
Drengileg aðfinsla, sem er á rökum byggð
er réttlát, á móti henni hefir enginn maður. En
Þegar að menn og málgögn gjörast boðberar
lyginnar, eins og hér á sér stað, er það plága, —
sannarleg landplága.
F rumvarp til dansk-íslenzkra
sambandslaga.
Frumvarp þetta birtum vér í heilu líki í
síðasta blaði voru, og efumst vér ekki um það,
að l^sendur vorir munu nú vera búnir að átta
sig á því.
Áður en íslenzku blöðin, sem fluttu samn-
ingin komu hingað vestur, vorum vér búnir að
frétta að Island væri orðið sjálfstætt og full-
veðja ríki, og var gleði vor mikil og einlæg út
af fréttum þeim.
En þegar svo að samningarnir komu, —
þegar vér sáum þá, — vorum búnir að lesa þá,
gátum vér ekki varist því að verða fyrir von-
brigðum.
Fyrsti kaflinn í þessu frumvarpi tekur það
fram að ríkin Island og Danmörk séu í sambandi
um einn og sama konung og um samning þann
sem felst í þessum nýju sambandslögum, um að
nafn Islands sé tekið upp í heiti konungs, um
konungserfðir, um trúarbrögð konungs, og um
meðferð konungsvalds í forföllum konungs, og
um ríkisfé til konungsættarinnar.
Úr því að landar vorir þar heima á ætt-
landinu fundu sig knúða til þess að vera í kon-
ungssambandi á annað borð. — Úr því að þeir
ekki vildu eða treystu sér til að standa sjálfir,
án stuðnings hans Hátignar konungsins, þá vit-
um vér ekki hvort að þessi kafli samningsins er
öðruvíBi, en við mátti búast, þótt að oss virðist
að orðatiltækið í 1. gr. “í sambandi um einn og
sama konung”, heldur leiðinlegt. Oss finst orðið
benda of mjög til sambands. Vér getum ekki séð,
að þó að íslendingar vilji hafa konung að þá
þurfi þeir að hafa hann í sambandi við neina
aðra þjóð, því mætti ekki segja að Island og Dan
mörk eru frjáls og fullvalda ríki, en hafa einn og
sama konung. — En ef til vill hefir dönsku
samningamönnunum verið áhugamál að koma
þessu sambandsorði þarna að, en svo leiðis orð
eru oft grunsöm og ekki sízt fyrir oss Islendinga
Um ríkisfé til konungsættar er frá voru
sjónarmiði ekkert að segja, úr því að þjóð-
in ísl'enzka vill lúta henni, þá er sjálfsagt að
borga féð. En trúað gætum vér því að Agli
gamla Skallagrímssyni hefði þótt það óþarfi að
vera að ala önn fyrir útlendu konungsfólki.
Annar kaflinn í þessu sambandslaga frum-
varpi er að voru áliti viðsjárverðari og hljóðar
hann svo:
“Danskir ríkisborgarar njóta að öllu
leyti sama réttar á íslandi sem íslenzkir
ríkisborgarar fæddir þar, og gagnkvæmt.
Ríkisborgarar hvers lands eru undan-
þegnir herskyldu í hinu.
Bæði danskir og íslenzkir ríkisborgar-
ar hafa að jöfnu, hvar sem þeir eru búsettir
frjálsa heimild til' fiskiveiða innan land-
helgis hvors ríkis.
Dönsk skip njóta á Islandi sömu rétt-
inda og íslenzk skip, og gagnkvæmt.
Danskar og íslenzkar afurðir og afrek
skulu gagnkvæmlega eigi að neinu leyti sæta
Óhagkvæmari kjörum en nokkurs annars
lands.
Vér verðum að játa, að vér fáum ekki skilið
sjálfstæða afstöðu þess ríkis þar sem útlending-
ar eru landsmönnum sjálfum jafn réttháir. Hvað
er sjálfstæíi? Það er að standa einn, — ráða
sér og sínu sjálfur án þess að aðrir hafi vald
til þess að hindra hugsanir manna, eða fram-
kvæmdir, taka nokkuð þar af eða bæta nokkru
þar við.
Þetta á jafnt við einstaklinga sem heild,
einstaklings landseign, sem landeign heillar
þjóðar.
1 þessum samningi er þessu raskað, með því
að veita Dönum borgara rétt á Islandi, — þann
rétt sem íslendingum einum ber og einir geta
liaft, svo framarlega að þjóðin sé óháð og sjálfri
sér ráðandi.
Oss er sagt í athugasemdum íslenzku nefnd-
armannanna, að dönsku nefndarmennirnir hafi
sótt þetta af kappi.
Því gjöra þeir það ? Er það til þess að unna
Isjendingum jafnræðis við sig?
Ekki getur það verið, því með Islendingum
og Dönum er svo mjög ójafnt komið í þessu efni,
því Danir eru meira en 200 sinnum fleiri heldur
en Islendingar, og þess vegna eru það engin út-
lát né heldur hætta þó að þeir veiti þeim þessi
réttindi í Danmörku, — þó að Islendingar verði
löglega danskir.
En hættan er öll á hina hliðina, á hlið ísl'end
inga. Setjum svo að Danir vilji nú nota sér þessi
borgararéttindi á Islandi, setjum svo að þeir
taki íslenzku fossana í þjónustu sína, setjum svo
að þeir taki í sínar hendur verksmiðjuiðnað í
landinu, setjum svo að þeir láti skrásetjast og
komist inn á alþing íslendinga til þess, að semja
lög fyrir þá, — hugsið ykkur, Danir að gjörast
löggjafar Islendinga! Hver mundi hafa hugsað
að svo mundi geta farið? Og hver mundi hafa
bugsað að Islendingar sjálfir mundu, af fúsum
vilja ganga inn á slíkt? Setjum svo, að Danir,
sem eru meira en 200 sinnum fleiri heldur en
íslendingar, og meira en 200 sinnum sterkari
fjárhagslega, taki í sínar hendur fiskimiðin fs-
lenzku, — fiskisælustu miðin, sem til eru í víðri
veröld, — ekki utan landhelgi, — ekki í samkepn-
inni við allar aðrar þjóðir út á rúm sjó — heldur
í landhelgi, — á þeim eina bletti á sjónum, sem
íslendingar ættu að eiga og hafa friðhelgan, og
sem samkvæmt hlutarins eðli hlýtur að vera
þeirra eign,svo framarlega að þeir megi eiga
nokkurn skapaðan hlut sjálfir. Setjum svo, að
þeir l’étu greipar sópa, færu inn á hvern fjörð og
hverja vík, vér segjum ekki að Danir gjöri þetta
en það er ekki þessum samning að þakka ef svo
verður ekki, því þar er þeim gefin skýlaus réttur
til all's þessa, — gefinn allur sá borgaralegi rétt-
ur, sem innfæddum Islendingi er veittur, eða
getur veizt.
Þegar að vér lásum þetta upp aftur, og aft-
ur, ætluðum vér ekki að trúa vorum eigin aug-
um.
Vér spurðum sjálfa oss í huganum, hvað gat
komið löndum vorum til þess að vilja kaupa
þetta svo dýru verði ? Og svo lásum vér: íslend-
ingar eiga að hafa rétt til þess að fiska í land-
helgi í Danmörku. Það var þó að vissulega ó-
hætt og útlátalítið fyrir Dani að lofa þessu, þar
scm engin branda er í sjónum, og þó einhver væri
þá er þetta svo langt í burtu frá íslendingum, að
sára lítil líkindi til þess að þeir noti sér þau
nokkum tíma. Og líklega hefir lík spurning
hreyft sér í huga nefndarmannanna íslenzku út
af þessu sama atriði, því í athugasemdum sín-
um segja þeir: “Að því er snertir hinn gagn-
kvæmarétt til fiskiveiða í landhelgi, hefir því
verið haldið fram af hálfu Islendinga, að eins
og ástatt er, sé þessi réttur meira virði fyrir
Dani en Islendinga. Það hefir því komið fram
ósk um að Islendingum veitist kostur á að stunda
fiskiveiðar í landhelgi við Grænland. Þetta
getur ekki orðið meðan stjórn Grænlands er
með þeim hætti sem nú, en það er einsætt, að ef
dönskum ríkisborgurum verður að meiru eða
minna leyti veittur kostur á að stunda fiskiveið-
ar í landhelgi Grænlands, þá munu íslenzkir rík-
isborgarar einnig verða sama réttar aðnjót-
andi”.
Svo þessum löndum vomm hefir þóknast
að veita Dönum þessi sérréttindi upp á væntan-
leg hlunnindi, sem Dönum kanske einhverntíma
þóknast að veita Islendingum, og þeir kanske
líka aldrei veita þeim. Svona lagaða samninga,
svona löguð hestakaup mundu menn aldrei gera
fyrir sjálfa sig.
Framhald.
Hluttaka Canadískra kvenna
í stríðsmálum.
Ekki er það neinn smáræðis skerfur, sem
canadiskar konur hafa lagt fram hermálum vor-
um til stuðnings, en þó virðast blöðin hafa þess
að litlu getið.
Skýrslur um þetta efni, hafa enda sjaldnast
verið fáanlegar, og þar að auki næsta ófullkomn-
ar; þó hefir oss nýlega borist í hendur dálítið
yfirlit yfir starfsemi kvennþjóðar vorrar í
þessu sambandi.
Alls hafa nú úr landi þessu farið 2000 hjúkr-
unarkonur austur til Evrópu, til þess að annast
særða og sjúka hermenn.
Möíg hundruð canadiskra kvenna, Iiafa gef-
ið sig fram sem sjálfboðar, til þess að starfa við
bermanna-sjúkrahús hér í landinu og hefir sú
starfsemi haft mikla blessun í för með sér.
Þá hafa konur einnig tekið aukinn þátt í
verzlunar og viðskiftalífinu, með því að taka að
sér störf og sýslanir, er karlmenn áður höfðu á
Lendi, en urðu að láta af, er þeir voru kvaddir
til herþjónustu. — Eigi eru fyrir hendi nákvæm-
ar skýrslur um þetta atriði, en þó er víst að
margar þúsundir kvenna vinna í bönkum, skrif-
stofum og verksmiðjum, þar sem eingöngu unnu
karlmenn, áður en stríðið hófst. Tala kvenna
þeirra, er við skotfæragerð unnu, nam um eitt
skeið fullum þrjátíu þúsundum.
Konur tóku af alefli að vinna að garðrækt
og akuryrkju þegar í upphafi ófriðarins, og nú
vinna þær við slík störf í þúsunda tali viðsvegar
um landið.
Þá starfa og um þúsund konur fyrir loft-
flotadeild ríkisins og hafa ærið margbreytt
verksvið, stýra meðal annars flutúingatækjum
(motor transports).
Einnig eru um 6,000 konur í stjórn-þjón-
ustu, vinna þar við þau störf, er myndast hafa
af völdum stríðsins.
Sjötíu og fimm þúsundir kvenna uimu án
endurgjalds við skrásetninguna, er fram fór í
síðastliðnum júnímánuði.
Svo að segja hvert einasta kvennfélag í
landinu, hefir að meira eða minna leyti helgað
krafta sína í þarfir þjóðræknis og líknarstarfa,
og hefir af því hlotist ómetanlegt gagn. All-
mörg ný félög hafa myndast á seinustu árum í
þessum göfuga tilgangi, — þeirra á meðal tvö
á meðal vor Vestur-íslendinga: Jóns Sigurðs-
sonar félagið I. O. D E., og Ejálparnefnd 223.
hersveitarinnar. Auk þess hefir starf kvenna í
þarfir Rauða krossins, verið harla víðtækt.
í síðastliðnum febrúarmánuði voru 75
kvennfulltrúar, frá hinum ýmsu fylkjum, kvadd-
ii til Ottawa að tilhlutun hermálanefndar ráðu-
neytisins, til þess að gera tillögur um að hrinda
í framkvæmd ýmiskonar nytsemdar fyrirtækj-
um, í sambandi við hluttöku þjóðarinnar heima
fyrir í stríðsmálunum. Ein þýðingarmesta af-
leiðingin af þessu móti, varð aukin samvinna á
rnilli hinna einstöku kvennfélaga, að því er
snertir garðrækt, akuryrkju og vistasparnað,
og er óhætt að fullyrða að af þeirri starfsemi,
Iiefir leitt mikla bléssun fyrir vora canadisku
þjóð.
öll þau hin miklu og margvíslegu störf, er
canadiskar konur hafa leyst af hendi í mannúð-
ar og þjóðræknis þarfir, síðan að ófriðarbálinu
laust upp, verðskulda samhljóða almennings
þökk.
Þörf á þrifnaði
XatS hefir aldrei veriS eins nauSsynlegt og nú á þess-
um stríSstimum fyrir Canadamenn aS venja sig af óhófi
og temja sér þrifnaS og sparsemi. Xegar á þvi er byrjaC
verfiur þa?S at5 vana.
ByrjitS sparisjótSsreikning, þatS'er fyrsta sporitS. ByrjitS
þa?S 1 dag.
Vér gefum 3% rentu á öllum innlögum, sem bætist viC
höfuCstól tvisvar á ári.
il uuc
Selkirk Branch—P. J. MANNING, Manager.
THG DOMINION BANK
THE R0YAL BANK 0F CANADA
HöfuCstóll löggiltur $25.000,000
VarasjóCur.......................
Forseti ...
Vara-forseti
Aðal- ráðsmaður
HöfuCstóll greiddur $14.000,000
...$15,000,000
Sir HUBERT S. HOI/T
E. Jj. PEASE
• O. E NEHjIí
Allskonar bankastörf afgreidd. Vér byrjum relknlnga vlB elnstakllnga
eCa félög og sanngjarnir skllmálar veittir. Aylsanir seldar til hvaCa
staCar sem er á Islandl. Sérstakur gaumur gefinn sparlrjóBsinnlögum,
sem byrja má meB 1 dollar. Rentur lagBar viB á hverjum 6 mánuCum,
T* E. THORSTEIN9SON, R&ðsmaður
Co Williaaa Ave. og SKerbrooke St., - Winnipeg, Man.
Walters Ljósmyndastofa
Vér skörum fram úr í því að stækka myndir
og gerum það ótrúlega ódýrt.
Myndir teknar fyri^ $1.50 og hækkandi.
Komið til vor með þessa auglýsingu, og þá fáið
þér $1.00 afslátt frá voru vanaverði.
Walters Ljósmyndastofa, 290 Portage Ave.
Talcími: Main 4725
Minni Vestur-íslend-
inga.
Eftir M. Paulson.
Fyrir þrábeiöni vinar míns í ís-
lendingadagsnefndinni stend eg hér
dag til þess að mæla fyrir minni Vest
ur-lslendinga. Eg 'held helzt, að
hann hafi lagt svona ríkt að mér af
þeirri ástæðu einni, að eg fæ orö fyr-
ir að halda stuttar ræður, og þvi
trausti hans ætla eg ekki að.bregðast
í þetta sinn.
Meðal annars, sem eg hafði a
rrróti því að flytja ræðu þessa, var
það, að mér þykir ekki eiga við, að
Vestur-íslendingur mæli fyrir minni
Vestur-íslendinga; það ber of mik-
inn keim af því, að maður sé aS mæla
fyrir sí-nu eigin minni. Mér þætti -betur
á því fara, að fyrir minni Vestur-
íslendinga mælti maður, nýkominn
frá Islandi, helzt gestur vor þaSan.
En þaS er nú komið sem komiS er,
og þó mér sé skylt máliS, veit eg, aS
þaS hneykslar engan, þó eg segi eitt
hvaS Vestur-íslendingum til hróss,
þvi margt hrósvert er um þá aS segja,
hvaS sem síra Magnús Jónsson segir,
eða þeir aSrir, sem flutt hafa vestur
hingaS frá íslandi, en orSiS aS hrökl-
ast heim aftur eftir skamma dvöl hér,
vegna þess þeir festu ekk hér yndi
eSa ráku sig á þaS, aS Vestur-íslend-
ingar ekki gátu gjört sér þá að góðu.
OÞaS er margbúið aS fara yfir sögu
Vestur-íslendinga frá fyrstu árunum;
búiS aS tala um okkur fyrstu innflytj-
endurna, þegar viS lentum hér mál-
lausir og alslausir, meS ekkert nema
stóru sængurfatapokana og rauSu
koffortin. Út í þá sálma ætla eg
því ekkert aS fara nú; ekki ætla eg
heldur aS tala um bóluveikina og
stjórnarlániS í Nýja Islandi, ekki um
a-lsleysiS og hrakningana á fyrstu
árunum úr einni bygS í aSra — eSa
(pllu heldur úr einni óbygS í aSra —
fótgangandi i gegn um for og veg-
leysur á sumrum, meS bagga á bak-
inu og stundum meS barn í fanginu;
á veturna meS handsleða, og þegar
bezt lét, meS einn uxa í togi. Margt
fróSIegt og sögulegt mætti draga fram
frá þeim árum, sem fram hjá hefir
veriS gengiS af þeim mönnum, sem
um þau mál hafa rætt og ritaS; en eg
ætla mér ekki aS tala um þaS. AS-
eins ætla eg aS trúa ykkur fyrir því,
aS nýlendumennirnir þá voru alt eins
lífsglaSir menn og ánægSir, fótgang-
andi meS einn uxa í togi, sem þeir oft
ekki áttu nema aS hálfu eSa minna,
eins og nútíma Vestur-íslendingar
eru í sínum Automobiles meS dýran
vindil í munninum og hver veit hvaði
undir sætinu.
Um hvað á eg þá að tala?
Hefir ekki eitthvaS verið að gjör-
ast, er einmitt nú aS gjörast með
Vestur-íslendingum, sem þeim er til
hróss og til þess bendir, aS þeirra'
verSi þannig getið í sögu landsins, að
niSjar vorir telji sér það heiSur að
geta rakiS ætt sína til Vestur-íslend-
inga? Sé svo, þá vildi eg helzt gjöra
þaö að umræðuefni mínu í dag.
Á fyrstu íslenzku þjóShátíðinni,
sem haldin var í Victoria Park hér
í Winnipeg áriS 1890, mælti fornvinur
minn, Einar Hjörleifsson, fyrir minni
Vestur-Islendinga, og talaði þá um
ekkert annaS en framtíSarvonir
manna. Honum hefir skiljanlega
þótt það handhægasta viðfangsefnið.
Menn voru þá fremur skamt á veg
komnir; framfarirnar ekki sérlega
miklar; menn ekki þá búnir að af-
kasta neinum stórvirkjum. Menn voru
aS “bisa og strita” hver á sinn hátt,
fátækir og fákunnandi í framandi
landi, en menn gjörðu sér miklar og
glæsilegar vonir um bjarta framtíð
hér í þessu vonanna, frelsisins og
tækifæranna góSa landi. Og til þess
aS koma áheyrendum sínum í gott
skap — fá þá til að hlægja, — krydd-
ar hann þetta vonaregistur með því
að segja, að sumir gjöri sér von um
aS veröa hér stórríkir menn, og ef til
vill gjöri einhver sér von um aS verSa
hér ráðherra. Og að endingu ber
hann fram þá ósk frá eigin brjósti,
sem allir tóku hjartanlega undir, aS
það mætti fyrir Vestur-íslendingum
liggja aS verSa góðir Ameríkumenn
í orðsins fylstu merkingu.
SíSan ræða þessi var flutt, eru nú
liöin 28 ár, hátt upp i mannsaldur, og
á þá ekki illa viö aö litast um og átta
sig; renna augum yfir árin og gjöra
sér grein fyrir því, sem þá var, og því,
sem nú er; gjöra sér ljóst, hvernig
vonum Vestur-íslendinga sem þjóö-
flokks, hefir farnast; að hve miklu
leyti þær hafa ræzt og aS hve miklu
leyti brugðist.
Og hví skyldu menn ekki vera glað-
ir í dag yfir því, hv'e undursamlega
vonirnar hafa ræzt. Jafnvel þaö,
sem fyrir 28 árum var talaö um i
spaugi og allir hlógu aö, er komiö
fram, orðiS að veruleik. Við eig-
um nú marga auðuga Vestur-Islend-
inga; eg sé marga þeirra hér á hátíð-
inni í dag, og viS þekkjum marga
fleiri, sem ekki eru hér viðstaddir.
Hér er staddur hjá okkur íslenzkur
ráðherra, Hon. Thomas Hermann
Johnson dómsmálaráöherra og hvaö
eftir annaö konstitúeraöur forsætis-
ráöherra Manitobafylkis. ÞaÖ er
komö svo nú, aö Vestur-Islendingar
skipa viröingarsæti og embætti jöfn-
um ihöndum viö meðborgara sína í
landinu, sem stjórnmálamenn, menta-
mála og jaröyrkjumenn, prófessorar,
læknar, lögfræöingar, verkfræöingar
o. s. frv. Jafnvel listamenn og skáld
eru farnir aö láta til sin heyra. Emil
Walters (Pálsson), ættaöur úr Skaga-
firði, en að líkindum fæddur hér í
landi, er aö vekja eftirtekt á sér sem
listamaöur. Og vinur vor, Dr. Run-
ólfur Fjeldsted, er aö fá viðurkenn-
ingu sem skáld.
Alt er þetta eins og þaö á aö vera
og fagnaðarefni mikiÖ, en ekkert af
því sannar þaö, aö viö séum orðnir
góöir Ameríkumenn — góöir Canada-
og Bandaríkjaborgarar. MaSur get-
ur safnaö auSfjár og orðiS ráSherra
— jafnvel forsætisráðherra — án
þess aö um hann verSi meS réttu sagt,
aS hann sé góður Ameríkumaður,
góöur borgari í orðsins beztu merk-
ingu.
Þaö er engin sönnun fyrir því, aö
maöur sé góöur sonur móöur sinnar,
þó hann leyfi henni aö veita honum
gott uppeldi og koma honum til
manns, ef hann ekki elskar hana og
sýnir það í verkinu, meö því fúslega
og meö glööu geði aÖ leggja alt í söl-
urnar fyrir hana þegar hún á bágt og
er upp á hálp hans komin.
Enginn er talinn góöur Islendingpir,
ef hann ekki elskar Island — fjall-
konuna fríöu, föðurlandið góöa, ekki
tekur sárt til islenzku þjóSarinnar og
ekki er boSinn og búinn til þess aö
leggja eitthvaö á sig fyrir hana, þeg-
ar mótlæti ber aö höndum, sem hjálp-
ar krefst.
Þannig er og engin sönnun fyrir
því, aö Vestur-Islendingar sé góöir
Ameríkumenn, þó þeir rétti út hend-
ina eftir gæöunum miklu og marg-
breyttu, sem land þetta hefir aö bjóöa,
ef þeir ekki láta þaö sjást í verkinu,
aS þeir elski landiö eins og góöur son-
ur elskar góöa móöur, og eru fúsir aS
bera sinn hluta af byröi þjóöarinnar