Lögberg - 29.08.1918, Blaðsíða 6
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 29. ÁGÚST 1918
Lohengrin,
(Niðurlag).
III.
Þegar veizlan var afstaðin, og dagur að kveldi
kominn, voru þau Elsa og riddarinn leidd til her-
bergja sinna, og gátu þau þar í fyrsta sinn þann
dag talað í næði um hina söguríku viðburði er
gerst höfðu þann dag. Riddarinn spenti frá sér
belti sitt, og lagði það ásamt sverði sínu frá sér,
kraup á kné við hlið Elsu og mæli: “Indæla kona,
er enn þá efi í huga þínum um það hvort þú eigir
að trúa, og treysta mér, þrátt fyrir það, þó að eg
hafi svarið þess dýran eið að elska og vernda þig,
eins lengi og þú vilt lofa mér það”.
Elsa rendi til hans ástþrungnu augnaráði og
mælti: “Vissulega elska eg og treysti þér í hví-
vetna! En mér finst að þú leggir ekki mikið upp
úr því trausti, þegar þú vilt ekki segja mér nafn
þitt, eða hvaðan að þú ert aðkominn. Það er þó
enginn til sem mundi geyma það leyndarmál betur
en eg”.
Riddarinn leit angurblíðum augum á Elsu og
mælti: “Því lætur þú illgjarna konu, eins og
Ortrudur er, hafa meiri áhrif á þig, heldur en lof-
orð mitt? Þú veist líka, að ef eg segði frá leynd-
armáli mínu, þá yrðu leiðir okkar að skilja að
fullu og öllu”.
Þessi ummæli riddarans mintu Elsu aftur á
það sem Ortrud hafði sagt við hana í þessu sam-
bandi kveldið áður, og hún sagði með talsvert mik-
illi ástríðu í rödd sinni. “Eg er sannfærð um að
þessu leyndarmáli þínu er þannig varið, að þú
fyrirverður þig fyrir það, og ef svo er, þá vil eg
ekki heyra það”. ,
'Lipurt og lengi talaði riddarinn um þessi mál
við Elsu. AIintist á hið himneska heimili sitt, sem
liann hefði yfirgefið til þess að hjálpa henni, og
talaði um hina björtu framtíð, sem gæti beðið
þeirra, ef þau í' ernin’g, réttlæti og góðvild fengju
að stjórna Brabant. En Elsa var orðin of yfir-
spent af atburðum liðna dagsins til þess að gefa
verulegan gaum að máli hans. Óttinn fyrir því
að hún mundi missa þann sem hún elskaði af öllu
lijarta, gerði hana öívinglaða. Hún hélt fast í
handlegginn á manni sínum og sagði: “Sá, sem
kom með undarlegu móti getur og farið á sama
hátt. Ó, scgðu mér hver þú ert, og frá hvaða
landi þú komst”.
Raunasvipur mikill kom á andlit riddarans,
og hann var í þann veginn að svara, þegar að leyni-
dyr, sem voru á herbergi ihjónanna voru brotnar
upp og inn ruddist barón Telramund ásamt f jórum
félögum sínum. Hann hafði vonast eftir að finna
Elsu og riddarann í svefni, og hélt að honum
mundi takast að koma á liann sári, eins og Ortrud-
ur hafði ráðlagt hönum að gera.
En riddarinn- varð of snarráður fyrir Telra-
mund, því á augnabliki greip hann sverð sitt, brá
því og hjó Telramund banahögg. Mönnunm sem
með Telramundi voru leist ekki á blikuna og flúðu,
og með sverðið í hendi sér sneri riddarinn sér að
Elsu og mælti: “Þú hefir beðið mig að segja þér
frá leyndarmáli mínu, og um þá bón má eg ekki
neita”.
Yið hávaðann sem í hjónaherberginu varð,
hafði margt fólk hlaupið til þess að sjá hvað um
væri að vera, og stóð nú í dyrum herbergisins, sem
það hafði lokið upp, og í ganginum fyrir framan.
Þegar riddarinn sá það, gekk hann til Elsu, sem
stóð á gólfinu höggdojfa, tók í hönd hennar og leiddi
hana til einnar af þjónustumeyjum hennar og
sagði: “Dagur er nú á loft kominn, eg verða að
fara til að finna konunginn. Það er vilji Elsu
prinsessu að eg segi frá leyndarmáli mínu og fari”
og eftir að hann hafði mælt þessi orð gekk hann
rakleitt út úr höllínni.
Eftir fáar klukku«tundir tilkyntu kallararnir
að það ætti að koma saman, einu sinni enn, á ár-
bakkanum. Konungurinn og aðalsmenn bæjarins
ásamt öllu öðru fólki fóru þangað til' að heyra frétt
irnar undarlegu, er kallararnir höfðu skýrt frá,
að þar ætti að birta. Og í fremstu röð fólksins,
næst konunginum, stóð Elsa, klædd sínu brúðar-
skarti, en svo kvíðafull og döpur, að hver jum sem
leit á hana hlaut að renna til rifja.
Riddarinn kemur! gall við frá köllurunum, og
íólkið opnaði honum veg þangað sem konungurinn
og Elsa stóðu, og hinn tígulegi riddari gekk hægt
og stillilega í gegnum mannþrongina og þangað
sem konunguirnn og Elsa voru. Hann var klædd-
ur hertýgjunum björtu, er hann var í fyrst er
hhnn var í þegar hann kom fyrst til þeirra. Sverð-
ið með krosshjöltunum hékk við hlið hans, gulllúð-
urinn, sem hann hafði svarað hólmgönguáskorun
Telramunds með hékk við belti hans, og á höfði sér
bar hann hjálminn hvítvængjaða. Elsa sá aftur
fyrir sér manninn, sem hafði byrst henni þegar
hún var í nauðum stödd, og hetjuna, sem hafði
frelsað líf hennar og géfið henni ríkið Brabant, og
í hjarta sínu fann-hún til þess, að hún hafði svikið
hann og samvizka hennar sagði: “Þú sérð hann
aldrei framar”.
Þögn, djúp og þung, grúfði sig yfir þessu
samkvæmi, og kvíðafull eftirvænting hreyfði sér í
hjörtum þeirra, sem viðstaddir voru.
Þessa þögn rauf riddarinn, er hann ávarpaði
konunginn í lágum, en hljómfögrum róm.
‘ ‘ Náðugi herra! þú veist að Elsa prinsessa
hefir beðið mig að segja til nafns míns og ættar
lands, og við þeirri bón verð eg að verða, þó það
hryggi.mig, að hún skuli hafa léð eyra rödd óvin-
arins. Og þegar eg hefi skýrt frá þessu verð eg
að yfirgefa hana og ykkur öll, og liverfa aftur til
landsins er eg kom frá”.
“Segðu ekki þetta, göfugi riddari ”, mælti kon
ungur, “á morgun fer eg til Baka til Þýzka-
lands, til þess að búa mig undir að veita Ungverj-
um mótstöðu, og eg hafði reitt mig á, að þú mundir
stjórna liði því, er liefir lofað mér fylgi sínu héðan
frá Antwerp”.
“Það hefði verið mér hin mesta ánægja”,
mælti riddarinn. “En í dag legg eg upp í lang-
ferð og sé Antwerp aldrei framar.” Síðan sneri
hann sér að mannfjöldanum .og mælti svo allir
heyrðu:
“1 landi, sem er langt í burtu héðan og hulið
sjónum mannanna, er bær einn, sem heitir Mont-
salvat, í honum er altari þar sem geymd er ein af
dýrmætustu eignum mannanna, það er bikar svo
heilagur að hver sem lítur hann lireinsast af allri
synd og saurugleika. Bikar þessi er gefinn af guði
sjálfum og færður oss af englum hans, og einu
sinni á ári kemur engill hans í dúfulíki til þess að
endurnýja gjöf þá er hann geymir. Þessi bikar
nefnist “The Holy Grail”, og vér riddarar hans
höfum svarið þess dýran eið, að gjöra það, sem
hann býður okkur. Faðir minn er æðsti riddarinn
í þjónustu hans og heitir Perceval, en eg heiti
Lohengrin ’ ’.
Fólkið tók að láta undrun sína í ljósi, en kon-
ungur rétti upp hendina til merkis um að merm
skyldu gefa hljóð, og þegar það var fengið hélt
riddarinn á fram.
“Að vinna bug á ranglætinu, að hjálpa þeim
sem hjálparþurfi eru, að varðveita rétt þeirra lít-
ilsilgdu að vinna hið illa, er gtarf það sem vér ridd
arar The Holy Grail höfum svarið að helga líf
vort. En enginn má vita nafn þess, sem slíkt góð-
verk vinnur, því ef það verður uppvíst tekur The
Holy Grail styrk sinn frá honum og kallar heim
riddarann sem mennirnir ekki trúðu til þess a*
leita styrks við altari helgidómsins ”.
Þegar að riddarinn hafði lokið máli sínu, köll-
uðu þeir sem næst ánni stóðu: ‘ ‘ Sjáið svanurinn
kemur aftur”, og öllum varð litið upp eftir hinni
hægt líðandi á, og þar sáu þeir bátinn, sem riddar-
inn hafði komið í koma, og var hann dreginn af
svaninum með gullfestina um hálsinn.
Þegar Elsa sá bátinn koma, og vissi að Lohen-
grin var í þann veginn að fara, gekk hún'til hans,
lagði handlegginn um háls honum og sagði: “Ó,
farðu ekki frá mér’v’, og tárin streymdu niður hinar
fölu kinnar. “Eg sé nú hvað eg hefi gert, og til
þess að þú yrðir kyr hér hjá þessu fólki, skyldi eg
nú glöð gefa mitt eigið líf. — Eg skyldi glöð gefa
það fyrir þig”.
En Lohengrin ítti henni gætilega frá sér og
mælti: “Um þetta á eg engan kost á að velja —
verð að hlýða The Holy Grail. Ei^eitt verð eg að
segja þér, að ef þú hefðir treyst mér að eins í eitt
ár, þá hefði mér tekist að frelsa Gottfreð bróðir
þinn, og þið hefðuð aftur getað .notið ánægju og
gelði lífsins”.
Með hægð og gætni tók riddarinn handlegg
Elsu af hálsi sér, kvaddi hana með kossi, sneri við
og gekk rakleiðis til bátsins. En áður en hann
steig upp í bátinn, sneri hann sér við og sá lafði
Ortrud, sem hafði staðið þegjandi hjá fólkinu
ganga snúðugt þangað sem Elsa stóð, á andliti
hennar skein illgirnislegt sigurglott og hann
heyrði hana ávarpa Elsu á þessa leið:
“Þú hefir nú brotið af þér hjálp þessa tígu-
lega riddara, og þar með sjálfs himnaföðursins,
mér er því óhætt að segja þér að hvíti svanurinn,
sem innan stundar fer með manninn þinn heim í
land feðra sinna, er enginn annar en bróður þinn
Gottfreð. Það var eg sem kallaði á hann þegar
þið genguð hlið við hlið í skóginum, og það var eg
sem breytti honum í svanslíki. Hefðir þú getað
reynst manni þínum trú í eitt ár, þá hefði afl það,
sem eg á yfir a<5 ráða, og gjörði mér mögulegt að
breyta honum í svanslíki þrotið, og aldrei framar
hefði það verið á mínu valdi að gjöra honum
mein”, og að þessari ræðu lokinni rak hún upp
skelli hlátur.
Lohengrin heyrði hvert orð af því, sem Ortrud
sagði, og hann vissi vel að vald það, sem The Holy
Grail hafði gefið honum var nú þrotið og gat því
ekki af sjálfs síns rammleik yfirunnið þinar illu
fyrirætlanir Ortrudar, en þráði að geta hjálpað
Elsu, svo hann féll á kné og bað heitt og innilega
um hjálp frá guði, og skömmu eftir að riddarinn
hafði þannig kropið á bæn, frami fyrir drotni sín-
um og herra, sá fólkið lengst út í himingeymnum
hvíta dúfu, hún færðist nær og nær, þar til að hana
bar yfir riddarann þar sem hann kraup, þar stans-
aði hún í augnablik, flaug síðan þangað sem svan-
urinn sat, tók með nefi sínu gullfestina af hálsi
honum og undireins sökk svanurinn niður í áana,
en á árbakkanum stóð Gottfreð.
Undir eins og Elsa sá bróður sinn, hljóp hún
til hans, faðmaði hann að sér og kysti innilega, því
hún hafði hann úr helju heimtan, og svo var fögn-
uður hennar mikill yfir bróður fundinum, að hún
gleymdi öllu öðru í svipinn, og hún raknaði ekki
við sér fyrri en hún heyrði fólkið hropa: “Yertu
hjá oss. Ó! farðu ekki”, þá leit hún upp, og sá
bátinn litla líða í burt, og niður eftir hinni straum
lygnu á, og var hann nú dreginn af dúfunni. 1 hon-
um stóð riddarinn, hún sá hann gera krossmark
með hendinni, og var það merki um fyrirgefningu,
og hin síðasta kveðja. Elsa horfði á hann um stund
þar til liann hvarf, þá féll hún í öngvit við fætur
bróður síns.
Hið unga vitni.
Fyrir nokkrum árum var lítil stúlka, að eins
níu ára gömul, kölluð fyrir rétt, sem vitni í þjófn-
aðarmáli. Þjófnaðurinn hafðiverið drýgður í húsi
föður hennar; hún hafði staðið þjófinn að verkinu
og var því vitnisburður hennar mjög áríðandi.
Talsmailni þjófsins var ekki um, að stúlkan væri
leidd sem vitni, því hann vissi, að framburður
hennar piundi skaða málstað hans. Hann sagði
því við hana, þegar hún kom fram fyrir réttinn:
‘ ‘ Stúlka mín er þér kunnugt um eðli eiðsins ? ” —
“Eg veit ekki hvað þér eigið við, lierra minn”,
svaraði liún. — “Þarna sjáið þér”, sagði talsmað-
ur þjófsins við dómarann, “hún liefir enga þýð-
ingu eiðsins. Er það ekki órækur vottur þess, að
hun er ekki vitnisfær ? Framburður hennar getur
ekki tekist til greina”.
“Látum oss athuga það betur”, sagði dómar-
inn. “Komdu hingað stúlka mín, og segðu mér,
hefurðu nokkurntíma unnið eið?” — “Nei, herra
minn”, svaraði stúlkan. og roðnaði við. — “Hef-
urðu nokkurntíma áður verið kölluð fyrir rétt sem
vitni?” spurði dómarinn. — “Nei, aldrei fyr”,
svaraði hún. — Þekkirðu þessa bók?” sagði dóm-
arinn, og benti ufh leið á biblíuna, sem lá þar á
borðinu. — “ Já, herra minn, það er biblían”. —
“Hefurðu nokkurn tíma lesið í þeirri bók?” —
“Já, herra minn, eg les í henni á hverjum degi”.
— “Veistu hvað biblía er?” — “Já, hún er orð
Drottins”. — “Rétt, barnið mitt, legðu hönd þína
á þessa bók”.
Hún lagði hönd sína á biblíuna; dómarinn
mælti fram orð vitnaeiðsins, og hún hafði þau upp
eftir honum. Með hendina á biblíunni sagði hún:
“Eg sver það hátíðlega, að það, sem eg nú ætla að
fram bera, er sannleikur, sannleikur án afdráttar
og ekkert annað en sannleikur. Svo sannarlega
hjálpi mér guð”.
“Nu ertu búin að vinna eið, sem vitni”, sagði
dómarinn. “Veistu nú hverjar afleiðingarnar
verða, ef þú ekki segir sannleikann ? ” — “Já”,
mælti stúlkan. — “Hverjar eru þær þá”? mælti
dómarinn. — “Eg verð sett í dýflissu”, mælti
stúlkan. — “Og er þar með búið”, mælti dómar-
inn. — “Nei” sagði stúlkan, “eg verð einnig úti-
lokuð frá því að komast í guðs ríki”. — “Hvernig
veistu það?” mælti dómarinn.
Hún tók biblíuna, fletti upp 20. kap. í 2. bók
Mósis, 16. versi og las: “þú átt ekki að beran
falskan vitnisburð á móti þínum náunga”. “Þetta
var mér kent”, sagði hún, “áður en eg kunni að
lesa í biblíunni”.
“Hefir nokkur sagt þér, að þú ættir að bera
vitnisburð í þessu máli?” spurðidómarinn.
“ Já”, svaraði hún, “þegar móðir mín heyrði,
að það ætti að stefna mér, þá kallaði hún á mig inn
í herbergi sitt, og sagði mér að hafa upp guðs tíu
.laga-boðorð; síðan féllum við á kné, móður mín og
eg, og báðum guð að gefa mér náð til þess að
skynja hversu óguðlegt það væri að bera falskau
vitnisburð á móti sínum náunga, og að guð vildi
hjálpa mér að segja sannleikann, ef mér yrði stefnt
Og þegar eg fór af stað, hingað, þá kysti móður
mín mig, og sagði: ‘Mundu eftir áttunda boðorð-
inu, og gleymdu því ekki að guð heyrir hvert það
orð, sem þú segir fynir réttinum’ ”.
“Og trúir þú þessu sjálf ?” sagði dómarinn og
viknaði við.
“Já”, herra minn”, sagði stúlkan, og ein-
lægnin skein úr augum hennar, svo að auðséð var
að hún sagði satt.
“Guð blessi þig barnið mitt”, sagði dómarinn
“Þú átt góða móður”. Síðan sneri hann sér að tals
manni þjófsins og mælt: “Þetta vitni er gilt”-
Eftir litla þögn bætti hann við þ'essum orðum:
“ Ef eg væri ákærður og væri saklaus, vildi eg biðja
Drottinn að senda mér annað eins vitni, og þessi
stúlka er, til að bera vitni um sakleysi mitt”. Síð-
an var framburður lienar tekinn til greina.
Þessi litla stúlka -talaði sannleikann, þegar
henni var stefnt fyrir rétt sem vitni. En vér eig-
um að ímynda oss, að vér ætíð stöndum frammi
fyrir rétti, hvenær sem við tölum orð frá munni.
Heimi þessum má líkja við stórkostlegan rétt:
Drottinn er dómarinn. *"
Klukkan í herberginu mínu.
1 herberginu mínu stendur klukka. Það er
allra fallegasta klukka, gylt og fáguð, útskorin
með rósum og búin ýmsu skrauti. Allir sem heim-
sækja mig, dáðst að því, hvað klukkan mín sé
falleg. En — því miður — hún hefir galla, og
það slæman galla — hún gengur ekki. Þó eg dragi
hana upp, þá stendur hún samt; hvernig sem eg
fer að, get eg ekki komið henni til að ganga. Vís-
irarnir hreifast ekki. Klukkan mín er því ónýt, og
þó liún sé fögur á að líta, þá er hún samt slæm
klukka í orðsins eiginlegasta skilnii^gi, af því að
hún uppfyllir efkki sína ákvörðun. Þetta var eg að
hugsa um klukkuna mína um daginn, og þá datt
mér í hug: eru ekki í heiminum rnargir menn, sem
eru eins og klukkan mín? Eru ekki margir karlar,
margar konur og börn, sem uppfylla ekki betur
sína ákvörðun en hún? Guð hefir skápað menn-
ina til þess að þeir elskuðu sig, þjónuðu sér og
gerðu sinn vilja; ef þeir nú hvorki elska hann,
þjóna honum, né gera hans vilja, þá uppfylla þeir
ekki sína ákvörðun: og ef þeir ekki uppfylla sína
ákvörðun, þá eru þeir slæmir og ónýtir, ef þeir
svara ekki til þess tilgangs, sem þeir eru gerðir í.
Guð hefir ekki kallað oss til þessa lífs til þess að
vér einungis skylduin skemta oss, og eyða tíman-
ym í holdlegum munaði. Hann liefir skapað oss
til þess, að vér skyldum gjöra hans vilja. Lesari!
Ef þér verður þessi spurning á vörum: “Hvernig
á eg að gera guðs vilja?” þá skal eg segja þér það
Þú átt að heiðra föður þinn og móður, virða þau
og vera þeim auðsveipur; þú átt að varast vondan
félagsskap; þú átt að fylgja eftirdæmi góðra
manna; þú átt að biðja guð iðulega, og ekki þreyt-
ast; þú átt að lesa lieilaga ritningu, og breyta eftir
því, sem hún kennir þér. En sérílagi gerir þú guðs
vilja, ef þú gefur Jesú hjarta þitt, treysir honum,
sem þínum frelsara, og biður hann að senda þér
sinn heilaga anda; án hans hjálpar ert þú einskis
megnugur.
Kæri lesari hugsaðu um þetta. Þér getur
aldrei of oft komið til hugar þessi spurning: Upp-
fylli eg þann tilgang sem guð hefir skapað mig í?
Heppileg svör.
Skólakennari nokkur var að kenna lærisveinum
sínum landafræði. Til þess að útlista fyrir þeim
lögun jarðarinnar, tók hann upp úr vasa sínum
hnöttóttar tóbaksdósir, sem liann var vanur að
brúka hversdagslega. “Bömin mín góð”, sagði
kennarinn, “jörðin er eins í lögun eins og þessar
tóbaksdósir”. En á sunnudögum var kennarinn
vanur að' hafa aðrar tóbaksdósir, sem voru fer-
hyrndar. Nokkrum dögum seinna spurði hann
einn af drengjunuin aftur, hvernig jörðin væri í
lögun. Á rúmhelgum dögum er hún hnöttótt, en
ferhyrnd á sunnudögum”, svaraði dretigurinn.
Auðugur klerkur nokkur hélt ráðsmann, sem
ekki fór sem ráðvandlegast með fé hans.
Einn nýjársdag komu öll hjú klcrksins og ráðs
maður með inn til klerksins, til að óska honum
gleðilegs nýjárs, og gaf hann þeim öllum gjafii’.
Síðan Sneri hann sér að ráðsmanni og sagði: “ Þú
ert helztur af hjúum mínum; þessvegna verð eg að
gefa þér þá gjöf, sem er samboðin stöðu þinni, og
meiri en þær sem eg hefi gefið hinum hjúunum.
eg ætla þá að gefa þér alt það, sem þú hefir stolið
frá mér árið sem leið ’ ’.
Maður nokkur mætti lækni, og leit undan og
roðnaði, er hann sá hann. Hann var spurður
hverju það sætti. “Eg blygðast mín að láta lækn-
inn sjá mig” svaraði hann, “því það er svo langt
síðan eg hefi verið veikur”.
Loðvík 14. hafði eitt sinn ort kvæði, sem hann
bað Boileau um að segja sér álit sitt um. Bioleau
las kvæðið og fékk kóngi það aftur með þessum orð
um: ‘ ‘ Yðar hátign er ekkert ómögulegt; þér hafið
nú ætlað að búa til smekklaust kvæði, og yður hefir
tekist það fremur öllum vonum”.