Lögberg - 29.08.1918, Blaðsíða 7
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 29. ÁGÚST 1918
7
Endurminningar
Tr. Gunnarssonar.
III.
Utn brúarstníði.
Eg ætla aS skýra frá þvi hvernig
þaS atvikaöist aS eg fór aS gefa mig
viS brúasmíSiog þá um leiS frá því.
hvernig brúasmíöi, sem nokkuS kveS-
ur aö, hófst hér á landi. Muna þaS
eldri menn, aS í æsku þeirra voru ná-
lega engar brýr hér á landi, heldur
urSu skepnurnar aS vaSa og synda
árnar, oft hálfófærar og einatt kvelj-
ast af kulda, er þær voru rennvotar
upp úr vatninu í kalsa og frosti.
En áSur en eg segi frá afskiftum
mínum af brúargjörSunum sjálfum,
v'erö eg aö segja ofurlitiö frá tildrög-
um þeirra.
Veturinn 1863—1864 var eg í Kaup-
mannahöfn meS konu minni, til þess
aö leita henni lækninga. Var eg
sjálfur ekki heilsusterkur um þær
mundir.
Pétur Hafstein amtmaSur, mágur
minn, var þá og staddur 1 Kaup-
mannahöfn og kom frá bööum í Nor-
egi. LagSi hann aS mér aö kynna
mér búnaö erlendis í förinni. Hann
hafSi þá í huga aö koma upp fyrir-
myndarbúi á NorSurlandi og mun
eg hafa átt aS leiöbeina þar. F.n hug-
ur minn snerist þá meir aö verzlun og
sint eg því lítiS tilmælum amtmanns.
Samt sem áöur brá eg mér til Nor-
egs, einkum aö ráSum Jóns SigpirSs-
sonar forseta, til þess aö kynna mér
þar búnaS og fleira. Dvaldist eg
tímakorn á landbúnaöarháskólanum i
Ási og hlustaöi þar á fyrirlestra og
átti nokkuö viS trjáplöntun. Kom
mér þaö aö góSu haldi siöar, þegar eg
fór aö fást viS alþingishúsgaröinn.
Eg ferSaSist töluvert um Noreg,
bæSi um Þelamörk, Hringaríki og
víöar. Sá eg margt nýtt í ferSiuni,
ööruvísi og betra en heima. Einna
mest fanst ér til um vegina. Þá var
þar meö öllu hætt aö flytja á klyfja-
hestum, en öllu ekiö i vögnuni og
fanst mér bágt til þess aö vita hversu
langt landar mínir stóöu þar aö baki
frændum sínum Norömönnum. Ósk-
aöi eg þess af alhug aö ekki liöi lang-
ur tími þangaö til íslendingar færu
aS eignast svipaSa vegi.
Á leiöinni um GuSbrandsdali sá eg
í afdal einum hina fyrstu bogabrú,
bygöa úr grásteini og var hún 300 ára
gömul. ÓskaSi eg þess aö íslending-
ar eignuöust sem fyrst slíkar brýr.
HaustiS eftir fór eg heim til Islands
og var eg oft um veturinn aS hugsa
um þaS, sem fyrir augaS haföi boriS
i ferSinni og langaöi ekki til annars
meir, en aö geta komiS einhv'erju af
því í framkvæmd hér á landi.
Um þessar mundir var félag í sýsl-
unni, sem hét BúnaSarfélag SuSur-
Þingeyinga. Átti þaö viS og viS
fundi og voru þar rædd nauösynja-
mál. HafSi eg um veturinn undir-
búning nokkurn um aö koma á félags-
fund meö tillögur um ýms áhugamál
mín og samdí uppkast aö nefndar-
álitum í einum ellefu málum, t. d. um
brúamál o. fl., og eru flest af þeim
málum nú komin meira og mfúna á-
leiöis. Hygg eg aS hægt muni vera
aö fá einhverjar upplýsingar um þetta
í bókum sýslumannsins í SuSur-Þing-
eyjarsýslu.
Á þorranum um veturinn skrifaöi
eg nokkrum atkvæöamiklum kunn-
ingjum mínum í Þingeyjarsýslu, t. d.
Jóni á Gautlöndum, SigurSi á Ljósa-
vatni, Jóni Jóakimssyni á Þverá o. fl.
og baö þá aö koma heim til mín á
fund og ræöa mál þessi. Komu þeir
á ákveSnum degi og munu hafa veriö
um tíu. Ræddum viö málin fram og
aftur, en um kvöldiö, í fundarlok,
brast á stórhríö, svo ófært var aö
leggja út í veöriö. Sátu fundarmenn
hjá mér hríðteptir í tv'o daga. Bar
þá margt á góma og ýmisleg mál þá
rædd, sem siSar komu til framkvæmda
í Suður-Þingeyjarsýslu.
Um voriS var almennur fundur
haldinn á Ljósavatni og þar rædd
niál ]>essi. Var þeim flestum vel tek-
iS, en þó afráöiö aö fresta sumum
þeirra þangaö til síöar.
Eitt, sem til umræöu kom, var brú-
argjörö á Skjálfandafljót. Þeir, sem
til þekkja, vita hvilíkur farartálmi
er aö því brúarleysi. Uröu undir-
tektirnar góSar og skyldu fundar-
menn gangast fyrir samskotum hver
í sinni sveit, Jón á Gautlöndum í Mý-
vatnssveit, Jón Jóakimsson I Larár-
dal, eg í Fnjóskadal o. s. frv. En
þegar á átti aö heröa, gengu sam-
skotin fremur seint og treglega og
fengust ekki loforö nema fyrir örlitl-
um hluta þess fjár, sem til brúargerð-
arinnar þurfti.
Sáum viö því eigi fært aö hugsa
til brúargerðarinnar aö svo stöddu
og því síður aö hugsanlegt væri að
koma upp fundahúsi handa sýslunni,
eins og ráögjört hafSi verið á meSan
fjárframlagsvönirnar hossuSu sem
hæst.
Þegar hér var komiö var Benedikt
Sveinsson sýslumaöur í Þlngérjar-
sýslu. Hann lét b'. átt töluvert til sín
taka og fór aö gef.a sig viö mMinu.
Þaö kom nú tyrir aö frönsk fiski-
skúta strandaöi úti i Fjöröum. Eg
var þá farinn að hugsa um sjávar-
útveg og áttum viö fjörír sa.nan þil-
skip, sem Fofnir hét. Eg fór þvs á
stranduppboöiö og keypti meöal ann-
ars skipskeöjur.
Þegar Benedikt Sveinsson frétti
það, stakk hann upp á því viö mig
hvot eigi myndi þaö þjóöráö aö taka
keöjurnar og strengja þær yfir Fljót-
ið, og leggja svo borð yfir. Eg sá
að þetta myndi vera hiö mesta óráÖ
og neitaði alveg að fást viö slíkt, þvi
eg sá aö þaö mundi ekki verða til ann-
ars en aö tefja fyrir málinu. Og féll
þetta niður.
Nú Var um nokkurn tíma ekkert
gjört í málinu og eg hætti aö hugsa
um þaö því þá fór eg að vinna fyrlr
Gránufélagiö. Hafði eg þar nóg aö
gjöra, því að það dafnaði ört og færði
fljótt út kvíarnar. Var og unun aö
vinna fyrir félagiö fyrstu árin, því
aö flet lék í lyndi, meöan félagsmenn
sýndu mestan áhuga og borguðu vel
verzlunarskuldir sinar.
Svo vildi þaö til eitt sumar — ná-
lægt 1875 — er eg var nýkominn frá
Kaupmannahöfn, aö eg fór frá Ak-
ureyri til Seyðisfjarðar. Þar var þá
faktor fyrir Gránufélagiö Sigurður
sonur Jóns á Gautlöndum, dugnaðar-
maöur hinn mesti og höföingi i Iund.
Var aö jafnaði gestkvæmt hjá honum.
Einn morgun í júlí var glaöasólskin
og mesti hiti og ár allar ófærar. Af
Seyðisfirði liggja tveir vegir upp á
Héraö, annar yfir Fjaröarheiöi, hinn
yfir Vestdalsheiði. Eg hafði þar
tekiö eftir læk einum, sem vanalega
var ekki vatnsmeiri en í hófskegg á
hesti, en gat orðið ófær í hitum og
leysingum á vorin. Rétt fyrir neðan
vaöiö haföi eg séð klappir tvær, sína
hvoru megin lækjarins og 10 álna bil
á milli. Sýndist mér að þar myndi
auögert að leggja brú yfir.
Þennan morgun, sem eg gat um,
sat eg aö morgunverði hjá Sigurði
og nokkrir helztu bændur af Héraði.
Kemur þá inn maður nokkur og segir
aö hörmulegt slys hafi komiö fyrir.
Kona ein úr Hjaltastaöarsókn hafi
verið á ferð yfir heiðina, lagt út i
lækinn í vexti og druknað í honum.
Gestirnir fóru aö fárast yfir þessu,
en eg sagði: “Miklir amlóðar eruð
þið, aö vera ekki búnir aö brúa lækj-
arsprænu þessa. Ekki þarf annað en
aö leggja 12 álna tré milli klappanna,
sem þar eru.” Þ“ú getur talaö digur-
mannlega”, sögöu þeir, “þú hefir nóga
peningana.” Eg svaraöi: “Eg veit
aö þið veröiö búnir að drekka meira
brennivin áður en þið farið úr kaup-
staðnum, en brúin myndi kosta, svo
féleysi þarf ekki viö aö berja. En
svo ekki standi á mér, þá skal eg
leggja til efnið í brúna, ef þið leggið
til vinnuna og flutninginn á efninu.”
Viö þetta lauk talinu og var ekki
meira að gjört í brá?>.
Um haustið fór eg til Kaupmanna-
hafnar að vanda. Atti eg þá í mörgu
að snúast. Meðal annars hafði eg
mestu ósköp af pöntunum frá fólki,
einn bað mig aö kaupa þetta, annar
hitt. Tók eg þessu greiðlega og lagöi
ekkert á þaö, sem eg keypti, né tók
fyrir fyrirhöfnina. Með þessu jók
eg vinsældir Gránufélagsins.
Um þær mundir sem póstskipiö fór
frá Kaupmannahöfn, var eg farinn
að kaupa útlendar vörur fyrir Gránu-
félagið. Þurfti eg þá, auk annars, að
svara 100—200 bréfum. Þar kendi
piargra grasa í bréfum þesum, en nú
eru þau glötuð og munu sumlr telja
þaö skaða. Loks var sv'o komiö, nótt-
ina áöur en skipið átti að fara, aö eg
var búinn aö svara meiri hluta bréf-
anna. Var eg i þann veginn aö hátta,
en hélt þó áfram að blaöa í bréfunum,
sem eftir voru.
Rakst eg þá á bréf frá síra Sigurði
Gunnarssyni á Hallormsstað. Segir
hann þar meðal annars: “Nú höfum
við fimm saman feröast um sýsluna
og okkur komiö samau um aö engin á
væri jafn skaðleg og hættuleg og Ey-
vindará. Þar er 33 álna bil milli
kletta og munu þurfa 36 álna löng
brúartré yfir hana. Fyrst þú varst
svo höfðinglegur að lofa aö leggja
fram brúarefni, ef viö sæjum um
verkið, myndum viö takka meö þökk-
um brúarefni frá þér yfir Eyvind-
ar&.”
Auövitað haföi eg aldrei lofað
slíku, en mér þótti leitt aö þeir Múl-
sýslingar rækju mig á stampinn í
þessu.
Áöur en eg held lengra fram sög-
unni verð eg að hlaupa rúm 20 ár aft-
ur í tímann. Þá var eg á Hálsi í
Fnjóskadal hjá stjúpa mínum og móð-
ur. Haföi eg á hendi verkstjórn viö
heyskap á stimrum, en var annars oft-
ast v'iö smíöar.
Þá var það einn dag að ÞorFkur
Jónsson á Stóru-Tjörnum kom til min
og sagöi mér frá því, að Jón í Fjósa-
tungu heföi þá nýlega bygt fyrir sig
stofu, en svo hefði óhönduglega til
tekist, að loftið bæri ekki nema mjög
litinn þung^, svo hann hefði oröið að
setja stoöir undir bitana. Baö hann
mig að ráöa sér hvaö gjöra skyldi til
þess aö styrkja stofuna.
Eg lofaöi aö eg skyldi líta á stof-
una fyrir hann. Og þegar eg kom
þar fáum dögum síðar, sá eg aö bit-
arnir voru alt. of grannlr. Kálfa-
sperrur voru á húsinu, og þegar eg
hefi velt fyrir mér málinu, dettur mér
í hug, aö eins megi styrkja bitana meö
því aö láta kraftinn koma að ofan,
engu síður en að neöan, meö því aö
tengja bitana við sperrukáhfana, í stað
þess aö setja stoðir undir, sem gjöröu
stofuna óvistlega.
Eg segi Þorláki að hann skuli fara
og kaupa sívala járnteina, eins og eg
tók til. Hann gjörir það, og eg kem
viku síðar og tengi saman sperrur og
bita ineö járnunum, sem hanrt haföi
keypt. Þá gaf loftið sig ekkert, þótt
á þaö væri látin meiri þungavara, en
Þorlákur hafði áður ætlað a'ö láta á
þaö.
Þorlákur var mér mjög þakklátur
og haföi orö á. En eg sagöi honurn
að eg haldi, að hér hafi mér dottið
annað meira og betra í hug en aö
treysta buröarafl lofta í húsum, hér
muni einmitt fundin hagfeld aöferö
til þess aö búa til brýr. Það dugi
eigi aö setja skástífur undir brýr, því
aö ís og ruðningur rífi þær burt, en
meö þessari aðferð megi styrkja brú-
artrén eins og hér, með þvi að setja
kálfasperrur yfir brúartrén og binda
þau svo upp í sperrurnar. Þarna sé-
um v'iö búnir að fá brú yfir Skjálf-
andafljót, sem lengi hafi verlð hugs-
að ,um. —
Minnið er skrítileg ruslakista, sem
margt geymist í, án þess menn viti aö
þaö sé til, innan um annað rusl. — At-
burður þessi, sem eg haföi ekki gefið
gaum í rúm 20 ár, rifjaðist upp fyrir
mér þessa nótt i Kaupmannahöfn,
þegar eg las bréf síra Sigurðar.
Eg tók blað og rissaði á það fri-
hendis mynd ag brú, líka sperrunum
og bitunum á Stóru-Tjömum, eða líkt
því sem eg hugsaði brú.
Morgunin eftir var hringt dyra-
bjöllunni hjá mér og var þar kominn
til að finna mig Klenz timburmeistari,
sá er stóð fyrir bygging hegnlngar-
hússins í Reykjavík. Þegar hann
hafði lokið erindi sínu, fór hann að
tala viö mig um annaö. Rak hann þá
augun í brúarteikninguna á borðinu
hjá mér og spyr hvaö þetta sé. Eg
segi honum aö eg hafi rissað þetta aö
gamni mínu í nótt og dottið í hug aö
það gæti ef til vill verið teikning af
brú. Hann biður mig að lána sér
hana heim, því aö sig langi til að sýna
hana verkfræðing, sem hann þekki.
sagöi eg að honum væri það vel-
komið.
Nokkrum dögum seinna kom Klenz
aftur með teikninguna og segir að
verkfræðingnum lítist vel á þetta brú-
arlag. Brýr með þessu lagi munu
geta orðið ódýrar en þó traustar.
Eg spurði hann þá, hvað 35 álna
löng brú meö þesu lagi myndi kosta.
Kom hann aftur eftir nokkra daga og
sagöi, aö hægt myndi vera að smiða
hana fyrir 1650 krónur. Eg baö hann
þá að byggja svona brú fyrir mig og
það gjörði hann.
Klenz þessi átti mildar lóöir utan
Kaupmannahafnar og stundaði þar
smíöar sínar. En þegar bærinn fór
aö byggjast út, seldi hann lönd þessi
fyrir ærið fé og varö stórauðugur.
— Þegar brúin Var smíöuö fór eg að
skoöa hana hjá honum.
Klenz spyr mig hvernig mér lítist
á. Sagði eg að efni og smíöi væri
ágætt, en eg sæi að brúin væri mér ó-
nýt. “Hvað er nú aö?” spyr hann.
Eg sVara að öll trén séu 11 þumlung-
a á kant og sum 12—15 álnir á lengd
og svo mikinn þunga geti bændur ekki
flutt á hestum yfir há fjöll,-einsog
þurfi að flytja þessi tré. “Hvaða ráð
eru við því ?” segir hann. “í fljótu
bragði dettur mér ekki annað ráð í
hug,” segi eg, “en við verðum að taka
öll stærri trén, fletta þeim og lása þau
svo saman meö boltum í gegn, eins
og brúnása á timburhúsum. Hvað
myndi það kosta?” Hann segist skuli
gjöra það fyrir 250 krónur. Eg sam-
þykti það og þá kostaöi brúin 1900
krónur.
Þegar smíðinni var lokiö sendi eg
brúarefnið til Seyðisfjarðar með
Gránufélagsskipi og var flutningur-
inn gefinn. Þ.ótti mér þaö vel sæma
aö félagiö, sem var eign bænda, styddi
aö sínu leyti framfarafyrirtæki þetta.
Alt gekk slysalaust með flutninginn.
Mánuði síðar fór eg svo heim til
íslands meö póstskipi Hitti eg þá
sýslumennina í Suöur- og Norður-
Múlasýslu, þá Jón Ásmundsson og
Einar Torlacius. Sagði eg við þá,
að eg mundi gefa brúna, eins og hún
lægi nú á Vestdalseyri, ef sýslubúar
vildu taka þaö að sér að flytja efnið
að brúarstæðinu og koma brúnni á
ána. Þeir tókr báðir hið bezta i þetta.
Sagði eg þeirn að nú yrðu þeir að
láta fljótt verða úr framkvætnd verks-
ins, og bjóst við, aö nú myndi afskift-
um mínum af þesari brúargerð lokiö,
því að bændum myndi farast vel um
framkvæmdina á sínum hluta verks-
ins.
F ossarnir
Núna í vorblíöunni eru fossarnir
okkar kátir og rómsterkir. Berst
niöur þeirra meö vorblænum fram og
aftur um landið, ekki svæfandi ein-
rænissöng, heldur sem léttar smáhviö-
ur og þaö alt upp í rjúkandi rokur.
Þeir eru að, kalla á okkur. Hlustum
á þá. Hvað segja þeir?
“Hér erum við ár og síö og alla tið,
suðandi af afli og fjöri. Viö getum
altaf unnið, en aldrei þreyzt. Ykkur
vantar alt, en við höfum alt. Þið
sitjið í myrkri og kulda, og brennið
þó áburðinum. Viö getum breytt
köldu skamdeginu í vorhlýjan dag. Á-
burðinn, sem þið brennið nú, gefum
við ykkur allan. Því að nógan hita
getið þið fengiö hjá okkur. Og sv'o
skulum viö búa til handa ykkur enn
meiri áburö, og ef þið bara viljið,
skulum við svo plægja áburöinn niður
fyrir ykkur.
Á stuttum tima getirm viö margfald
að ræktaða landið fyrir ykkur, unnið
alt að því, sléttað tún og engi. Sleg-
iö og rakað, flutt jaröargróöan iieim
í hlöðu, þaöan í peningshúsin. Viö
getum mjólkað ær og kýr, flutt mjólk-
ina heim í stofu til ykkar, soöiö hana,
hún brennur ekki einusinni við, og þá
má valdbjóða fráfærur, því þá hafið
þið ekker annað að gjöra en hiröa
ærnar”.
Já, fossarnir okkar, þeir geta nú
margt. Útiverkin, erfiöisverkin, þau
ganga alveg einis og i sögu. Við sitj-
um bara meö pípuna okkar í munnin-
um og þrýstum á hnappinn.
“Já, en heyröu, góði foss. Ert þú
þá góður til smávika inni hjá okkur?”
Jg, eg held nú það. Þú ert ný-
búinn að eignast óþektaranga, sí
grenjandi á nóttunni. Konan þín
þarf ekkert annað en snúa snerlinum.
Strax kviknar á rauöum náttlampa,
og dálítill rafofn hitar á mjólkurpel-
anum ef lítiö er á móðurpelanum.
Dugi þetta ekki, getur dálítill rafmót-
or ruggað anganum og snúið mislitri
kringlu viö nefið á honum. Valdimar
Paulsen kemur með telegrafóninn
sinn, og eg skal snúa og syngja fyrir
angann vögguljóðin, með móðurrómi.
Á morgnana vekur þig rafklukkan,
hvenær sem þú vilt. Þá er baövatniö
til heitt og kalt eftir þörfum. Loftiö
hlýtt og hreint. Smá rafvélar sjá fyr-
ir því, og ljósið, — ljósadýröin í öll-
um regnbogans litum ef þú vilt — á-
valt við hendina.
Skammdegi þekkist ekki lengur.
Þaö er eilíft sumar”. —
Við sitjum hjá fossinum og hlýöum
hugfangnir á hans framtíðarmál. Viö
gleymum okkur við sælar vonir og
bjartar framtíðarhugsjónir. Þaö
drynur líka niðri í fossinum. Róm-
hrifnin hverfur og nú þylur hahn
ömurlega sorgarsöngva.
Því alt í einu kemur fram úr fossin-
um ógnar roka, er öskrar: “Eg er
eldur, eg er glatuður mínu góða landi’
Og við, sem elskum fossinn svo mjög,
fyllumst ógn og kvíða fyrir framtíð-
inni, að hafa af heimsku og ófram-
sýni glatað sólarsýninni.
En eftir Iitla hvíld brýzt ólömuð
orkan fram úr fos'sinum og nú
kallar hann skýrum rómi: “Takið
mig, frelsið mig og lofið mér aö vinna
fyrir land mitt og þjóð”.
Já, tökum fossana aftur, sem seldir
hafa verið útlendum og innlendum
bröskurum fyrir smánarverð.
Núverandi handhafar fossanna
græöa stórfé á þeim árlega, þó þeir
hafi engin afnot af þeim önnur en
þau að eiga! þá og ef til vill útiloka
þá frá samkepni við aðra fossa, sem
þeir eru viðriðnir.
Jarðeignir allar í landinu stiga
stórkostlega í veröi og það gjöra vit-
anlega ^fossarnir líka, sem teljast þó
einskonar fasteign, þó fljótandi sé,
því menn eru nú að fá óljósan grun
um hvers viröi þeir eru. Vonandi
veröur þess ekki langt að bíða aö is-
lenzka þjóöin sér sér fært, að taka
hentugustu fossana i sína þjónustu,
og þá mun verð þeirra margfaldast
við það sem nú er.
Þaö er áreiðanlegt að kolaforöi
heimsins er mjög takmarkaður. Fyrir
stríðiö var svo talið aö hann mundi
endast í 6—7 aldir ennþá með sömu
notkun. Hvaö er þaö? Og nú er
eldur uppi í heimsbúinu og kolin
minka óðum. Olían er líka mjög svo
takmörkuð og eyðist líka óöum, en
þetta eru eins og stendur aðaíorku-
lindir heimsins.
Aö stríðinu loknu munu hernaðar-
þjóðirnar faVa að spara viö sig þess-
ar orkuleifar sínar, og til þess að ná
sér niðri á hlutleysingjunum, sem
marga einmitt vantar kol og oliu,
munu þær selja, þeim kol og olíu með
ránveröi. Gamla kolaverðið fyrir
•stríðið, og máske olíuveröiö líka,
heyrum viö aldrei framar nema marg-
faldað.
Hvað eigum við þá til bragðs aö
taka? Eigum viö að treysta á sauða-
taðið eða livaö ? Nei, til er fleira.
Svo sem: vindur, mór, fossar og sól.
Og af þessu verða þaö vafalaust foss-
arnir, sem okkur duga bezt I fram-
tíðinni. Vindurinn er dutlungafull-
ur, og mómýrin tæmist. Sólin, bless-
uö sólin, hallar of mikið undir flatt
hér hjá okkur og hylur sig í skýjum ; J
en fossinnn, hann er altaf sá sami
trvggur vinur.
Fossarnir, hvitu kolin, verða því á-
reiðanlega framtíð, hin mikla framtiö
þessa lands. Og þaö því frekar, sem
óöum verður meiri og meiri þörf fyr-
ir vatnsorkuna, en hentugir, aflmikl-
ir og aögengilegir fossar eru alls ekki
algengir. Slikir fossar eru þvi hreln-
ustu dýrgripir, jafnvel hér á hala ver-
aldar, eins og nú er ástatt.
Núna er stóriðnaður allur, framfar-
ir og framkvæmdir mestar í kringum
kolanámur og olíulindir.'Eftir nokkr-
ar aldir verður menningarmiöjan flutt
suður í Sahara, í sólina, og — norö-
ur aö heimskaut^baug, íslandi, að
Business and Professional Cards
The Seymour House
John Baird, Eigandi
Heitt og kalt vaín i öllum herbergjum
Faeði $2 og $2.50 á dag. Americ-
an Plan.
Tals. G. 2242.
Winnipeg
Dr. R. L HUKST,
Member of Royal Coll. of Surgeons,
Bng., útakrlfaður af Royal College of
PhysicianB, London. Sérfrœðlngur I
brjóat- tauga- og kven-sjúkdómum
—Skrifst. 305 Kennedy Bldg, Portagf
A.ve. (4 móti Baton’a). Tala. M. 814
Helmill M. 2696. Tlmi tH viðtale
kl. 2—5 og 7—8 e.h.
HVAÐ aem þér kynnuð að kaupa
af húsbúnaði, þá er hsegt að
semja yið okkur, hvort heldur
fyrir PENINGA UT 1 HÖND eða að
LÁNI. Vér höfum ALT aem til
húshúnaðar þarf. Komið og skoðið
0VER-LAND
HOUSE FURNISHING Co. Ltd.
580 Main St., hoini Alexander Ave.
Brown & McNab
Selja I heildsölu og smisölu myndir,
myndaramma. SkrifiS eftir verði á
stækkuðum myndum 14x20.
175 Carlton St. - Tals. Main 1357
G0FINE & C0.
Tals. M. 3208. — 322-332 Ellice Ave.
Horninu á Hargrave.
Verzla meS og virSa brúkaSa húa-
muni, eldstór og ofna. — Vér kaup-
um, seljum og skiftum á öllu sem
nokkure virðL
JOSEPH TAYLOR
LÖGTAKSMAÐUR
HeimUis-Tals.: St. John 1844
Skrif stofu-Tals.: Main 7978
Tekur lögtaki bæSl húsaleiguskuldlr,
veSskuldir, vlxlaskuldir. AfgreiSir alt
sem aS lögum lýtur.
Itoom 1 Corbett Blk. — 615 Main St.
The Ideal Plumbing Co.
Horiji Hotre Dame og Maryland St.
*Tnl». Garry 1317
GerA alskonar Plumb-
ing, Gasfitting, Gufu og
Vatns-hitun. [ Allar við-
gerðir gerðar bæði fljótt
og vel. Reynið os«.
fossunum.
Það er tómahljóð í skúffunni. Væri
,ekki reynandi að tolla svolítið þessa
fossakaupmenn. Láta þá borga ögn
til sveitar og einhverja vitund í lands-
sjóð. Leggja ætti á hestaflið í fossin-
um, og fari afgjaldið hækkandi árlega
fyrir ónotaða fossa. Það herðir á
fossaeigendum að fara að nota þá.
Fossinn stendur sem við fyrir skil-
visri greiðslu afgjaldsins. Sé af-
gjaldið ekki greitt skilvíslega á gjald-
daga, fellur fossinn til landssjóðs
samstundis.
Halldór Vilhjálmsson.
“Timinn”.
GIGTVEIKI
læknuð af nrnnni, sem þjúðist
sjálfur.
Vorið 1893 þjáðist eg af vöðva-
bólgu og gigt. Eg kvaldist. Eg
kvaldist eins og einungis sá gelur
skilið, er þjáðst hefir af slikum
sjúkdóm I meira en þrjú ár. — Eg
reyndi lyf eftir lyf og læknir eftir
láeknir, en allur bati varð að eins
um stundarsakir. Að lokum fann
eg sjálfur meðal, sem dugði, og síð-
an hefir veikin aldrei gert vart við
sig. Eg hefi siðan læknað fjölda
manna, er þjáðst hafa af þessum
kvilla.
Eg þrái áð láta alla, er líða sökum
gigtar, verða aðnjétandi þessa lækn
isdóms. pú sendir ekkert cent,
heldur að eins nafn og heimilisfang
og sendum vér þá frían reynslu-
skamt. — Pegar þú ert orðinn al-
heill af gigtinni, geturðu sent and-
virðið, sem er einn dollar; en hafðu
það hugfast, að vér viljum enga pen
inga, nema þú sért algerlega ánægð
ur. — Er það ekki sanngjarnt. Hvl
ættir þú að þjást lengur, þegar
lækningin fæst fyrir ekki neitt?
Sláðu þvt ekki á frest. Skrifaðu
undir eins.
Mark H. Jackson, No. 364 E. Cur-
ney Bidg., Syracuse, N. Y.
Mr. Jacson er ábyggilegur. Of-
a^ritaður framburður er sannur.
Ðr. B. J. BRANDSON
701 Lindsay Building
Tblbpiione oAimr 330
Omcn-TiMAR: a—3
H«imili: 778 Victor St.
Tri.kphonk qarkt 331
Winnipeg, Man.
Dagtals. St.J. 474. Næturt. St.J.: 866.
Kaltl sint á nótt og degl.
D R, B. GERZABEK.
M.R.C.S. írá Eaglandi, L.R.C.P. trk
London, M.R.C.P. og M.R.C.S. Þá
Manitoba. Fyrverandl aðstoðarlækrilr
við hospítal i Ylnarborg, Prag, 0«
Berlln og fleiri hoapitöl.
Skrifstofa 1 eigin hospltall, 416—41'
Pritchard Ave., Winnipeg, Man.
Skrifstofutlm'i frá 9—12 f. h.; 8—
og 7—9 e. h.
Dr. B. Genabelu eigið hospítal
415—417 Pritchard Ave.
Stundun og iækning valdra sjúk-
linga, sem þjást af brjóstveikl, hjart-
velkl, magasjúkdómum, Innýflavelkj,
kvensjúkdómum, karlmannasjúkdóm-
um, taugaveiklun.
Staka. .
Voröld heiman veginn hljóp
'vís í_stjórnarskjölum,
til að færa skötnum skróp
frá skriffinskunnar smölum.
A. G.
Vér leggjum sérstaka áherzlu & að
selja meðöl eftir forskriftum lækna.
Hin beztu lyf, sem hægt er að fá.
eru notuð elngöngu. ýegar þér komlð
með forskriftlna tll vor, megið þér
vera viss um að fá rétt það sem
læknlrinn tekur tll.
COIvCIiEUGH * CO.
Notre Dame Ave. og Sherbrooke St.
Phones Garry 2690 og 2691
Giftlngaleyflsbréf seld.
Dr. O. BJ0RN90N
701 Lindsay Building
hLinoimuuT 32«
Office-timar: a—3
HglMILIl
764 Vlctor St> eet
rBUPSONEi OAIKT T3S
Winnipeg, Man.
Dr- J. Stefánsson
401 B»yd Building
COR. PORT^CE ATE. & EDMOfiTOfi 8T.
Stu.dar eingöngu augna, eyina. nef
og kverka sjúkdóma. — Er «8 hitta
frá kl. 10- 12 f. h. *g 2 5 e. h,—
Tal.ími: Main 3088. Heimili 105
Olivia 3t. Talafmi: Garry 2315.
Dr. M. B. Halldorson
401 Boyd BnUdtng
Cor. Portage Ave. og Edmonton
Stundar sérstaklega berklajjýki
og aðra iungnasjúkdóma. Er að
finna á skrifstofunr.i kl. 11—
12 t.m. og kl. 2—4 c.m. Skrif-
stofu tals. M. 3088. Helmfll: 46
Alloway Ave. Talsiml: Sher-
brook 3158
MáS&S1 fíam
A7i0 söintorgiö og City Hall
$1.00 til $1.50 á dag
Eigandi: P.
I
O’CONNELL.
J. G. SNÆDAL,
TANNLŒKNIR
614 Someraet Block
Cor. Portage Ave. «g Donald Streat
Tals. main 5302.
The Belgium Tailors
Gera við loðföt kvenna og karlmanna.
Föt búin til eftir máli. Hrein.a, pressa
og gera við. Föt sótt heim og afhent.
Alt verk ábyrgst. Verð sanngjarnt.
329 William Aye, Thíh. G.2449
WINNIPEG
TH0S. H. J0HNS0N og
HJÁLMAR A. BERGMAN,
íslenrkir ldgfraeðiagar,
Skmsstofa:— Rcom 8n McArtbor
Ballding, Portage Avenue
ÁMitoh: p. O. Box 1658.
Telefónar: 4303 og 4304. Winnipeg
Tals. M. 3142
G. A. AXF0RD,
Málaíœrilumaður
503 PARIS BUILDING
Winnipeg
Gísli Goodman
TINSMIÐUR
VBRKSTŒÐI:
Homi Toronto og Notrc Dame
OH^ís.
J. J. Swanson & Co.
Verzla meS faateignir. Sjá um
lcúu á húaum. Annast lán og
aidsábyrgSir o. fl.
5»4 The Kenstagton.Port.ASnMtb
Phone Main 15(7
A. S. Bardal
84S Sherbrooke St.
Selur likkistur og annast um útfarir.
Allur útbúnaður sá bezti. Enafrem-
ur selur hann alskonar minnisvarða
og legsteina.
Heimilis Tala ' - Oarry 2151
8krif*ta-fu Tals. - Gsrry 300, 378
Giftingaog blóm
Jarðarfara-
með litlum fyrirvara
Birch blómsali
616 Portage Ave. Tals. 720
ST. JOHN 2 RING 3
Utan úr bygðum.
Upp þér nú, íslandssynir,
allir sem berið hjör,
mætastir manndómsvinir
tnttnið að hvata för,
ótrauðir einum rómi,
austur á heljarslóð.
Það er vor þjóðarsómi,
þess krefst vort víkingsblóð.
Dáðrakkir merki vort dragið á stöng
og darraðar syngið þér ljóð.
Á forverði standið í fylkinga þröng
þótt framsóknin kosti’ yður blóð.
Hvers minning er heilög hjá oss og
löng,
sem hnígur á grund fyrir land sitt og
þjóö.
Gamall Skagf irðingur.
BIFREIÐAR “TIRES”
Goodyear og Domlnion Tíres ætið
á reiðum höndum: Getum út-
vegað hvaða tegund sem
þér þarfnist.
Aðgerðnm og “Vulcanizfng” sér-
stakur ganmnr gefinn.
Battery aðgerðir og bifreiðar til-
búnar til reynslu, geymdar
og þvegnar.
At TO TXRE VULCANIZING CO.
309 Cnmberland Ave.
Tals. Garry 2787. Opið dag og nótt.
Williams & Lee
Vorið er koinið og sumarið 1 núnd.
lslendlngar, sem þurfa að fá sér
reiðhjói, eða láta gera við gömul,
snúi sér til okkar fyrst. Vér höf-
um einkas'lu á Brantford Bycycles
og leysum af hendt ailskonar
mótor aðgerðir. Avalt nægar byrgð-
ir af “Tires” og ljömandi barna-
kerrum.
764 Sherbrook St. Horni Notre Dame
Verkstofu Tals.:
Garry 2154
Heim. Tals.:
Garry 2949
G. L. Stephenson
PLUMBER
Allskonar rafmagiisáhöld, svo sem
straujúrn vira, allar tegundlr af
glösum og aflvaka (batteris).
VERKSTOFA: G76 HOME STREFT
J. H. M
CARSON
Byr tii
Allskonar Umi fyrlr fatlaða menn,
elnnig kviðslltsombúðir o. fl.
Talsimi: Sh. 2048.
338 COIiONY ST.
WINNIPEG.
Reynist ætíð vel.
“Eg get sagt það með sanni
uð eg er roikið betii til lieils-
unnar síðan eg fór ab taka inn
Triners American Elixir of
Biller Wine. Eg gat varla farið
úr rúminu og matarlystio vav
alveg farin og svefnleysi áaótti
mig. Eg var líka taugaóstvrk
og með barðlífi. Eg hafði ver-
ið veik í tuttugu ár og get sagt
að Triners American Elixir of
Bitter Wine hefir framlengt líf
mitt om 10 ár. Svo Skrifaði
Mrs. Th. Bjarnason 12. ágúst
1918 frá Sprnigville, Utha, og
eru hennar orð sömu og þúsund
ir annara, sem nota Triners
meðul. Það er áreiðanlegt:
Triners American Elixir of
Bitter Wine er meðal sem má
reiða sig á við magaveiki, harð-
lífi, meltingarleysi, höfuðverk,
taugaóstyrk. Fæst í lyfjahúð-
\/um, $1.59 ffaskan. Triners Lini
ment er annað meðal sem ekki
á sinn lvka. Reynið það við gigt
bakverk, tognun, bólgu. 1 lyfja-
búðum og kostar 70c. — Joseph
Triner Company, 1333—y343
S. Ashland Ave., Chicago, 111.