Lögberg - 05.09.1918, Blaðsíða 4

Lögberg - 05.09.1918, Blaðsíða 4
...SBB Hiiiiiiiiiiiiiniiwiiii«MHMiiiiiiiiiiiMiiiinilniiiimiiiiiiiniiiiiiwiiiiiiniitnmMi«MwiiwniiMwr> | 3C o g b c i q j 1 Gefið út Kvern Fimtudag af The Col- umbia Press, Ltd.^Cor. William Ave. & Sherbrook Str., Winnipeg, Man. TAI.SIMI: GAKKY 4IB og 417 Jón J. Bíldfell, Editor J. J. Vopni, Business Manager Ijtanáskrift til blaðsins: THE COLUMBIA PRE3S, Ltd., Box 3172, Winnipeg, W[an. Utanáskrift ritstjórans: EDITOR LOCBERC, Box 3172 Winnipeg, tyan. I ................................... * VERÐ BLAÐSINS: *2.00 um árið. l|lll|l|l|pnmillllllllllllll.. Frumvarptil dansk-íslenzkra sambandslaga. (Framhald). Þriðji kafli þessa uppkasts hljóðar um ut anríkismál, dómsmál, myntaskipun og strand- varnir, “Danmörk fer með utanríkismál Islands í umboði þess”, segir upphaf 7. gr. frumvarps þessa, og gefa þessi orð oss ástæðu til þess að á- álykta að Danmörk eigi.að fara með þessi mál Is- Ic-ndinga samkvæmt boði sem þeir eða samkvæmt því, sem þeir sjálfir ákveða—að alvaldið í sam- bandi við þessi utanríkismál fslendinga ætti að vcra í þeirra höndum, en ekki í höndum Dana, eins og verið hefir og hefði oss fundist slíkt fyr- irkomulag vel viðunandi, úr því að þeir treyst- ust ekki sjálfir til þess að taka þau að sér, að mega ráða sínum .utanríkismálum sjálfir. Þótt Danir hefðu haft framkvæmdir þeirra ráða á hendi um lengri eða skemmri tíma, það hefði oss fundist réttarl)ót, og hún mikil, um leið og það hefði átt að geta haft blessunarrík álirif á þjóð- ina í heild sinni, bæði frá þroskunarsjónarmiði og eins mætti ætla að Islendingar mundu skilja sjálfa sig betur en aðrir, og sjái hvaða og hvernig löguð sambönd að sér væri hentust. En nokkrum tvímælum finst oss það orka hvort að samningur þessi gefi Islendingum þetta vald eða þessa réttarbót. Það er tekið fram í frumvarpi þessu, að ut- anríkis ráðherrann danski skuli skipa eftir ósk íslenzku stjórnarinnar og í samráði við hana trúnaðarmann er hafi þekkingu á íslenzkum högum til þess að starfa að íslenzkum málum. Það er tekið fram, að ef einhverstaðar sé enginn sendiherra eða ræðismaður, þá skuli skipa hann eftir ósk, eða samráði við íslenzku stjórnina. Það er tekið fram, að með sömu skilyrðum skuli skipa ráðunauta við þær sendisveitir eða ræðismannaembætti, sem nú eru, með þekkingu á íslen^kum lögum, og Islendingar eiga að borga allan kostnaðinn. — Með öðrum orðum, Islend- ingar eiga að borga svo eða svo mörgum vald- lausum þjónum við útlendar ræðismannasveitir, — í staðinn fyrir það að borga þeim sem sínum valdhöfum, og sjálf stjórnin á Islandi má ekki senda umboðsmenn, eða umboðsmann til þess að semja um sérstök málefni fslendi viðkomandi nema fá þar til samþykki utanríkisráðherra Dana, eða hafa hann í samráðum með þau mál, og er auðsjáanlegt að íslenzku nefndarmennirn- ir hafa fundið til þess að réttarbót sú fyrir ís- lendinga, sem þesir samningar eiga að tryggja í sambandivið þessi utanríkismál eru meira í orði heldur en á borði, því í athugasemdum, sem þeir gjöra við þenna kafla uppkastsins komast þeir svo að orði: ‘ ‘ Þar sem í frumvarpinu segir, að ís- lenzka stjórnin geti eftir nánara samkomu- lagi við utanríkisráðherrann sent sendi- menn úr landi til þess að semja um málefni sem sérstaklega varða fsland, er þetta á- kvæði ekki því til fyrirstöðu, að þegar sér- staklega brýn nauðsyn ber til, og ekki æfin- lega er unt að ná til utanríkisráðherrans áður, geti íslenzka stjórnin eigi að síður neyðst til að gjöra ráðstafanir, eins og þeg ar hefir átt sér stað á tímum heimsstyrjald- arinnar. Það er gengið að því vísu, að ut- anríkisráðherranum verði skýrt frá hverri slíkri ráðstöfun svo fljótt, sem því verður viðkomið. í þesum kafla er reynt að bæta úr brestun- um, sem þeir auðsjáanlega hafa fundið til, á þann hátt, að tilkynna, að ef íslendingar séu í nauðum staddir, líkt og þeir voru út af þessu stríði, og ekki sé hægt að ná til utanríkisráð- herrans danska, þá geti þeir neyðst til þess að taka til sinna eigin ráða, og semja um sín eigin mál, upp á eigin spýrar, en samt ekki nema í neyð mega íslendingar gjöra þetta — og þetta kalla menn sjálfstæði — sjálfstætt ríki. — Lít- ilþægir finnast oss landar vorir nú vera orðnir. Fjórði kaflinn hljóðar um ýms mál, svo sem samgöngumál, verzlunar- og tollmál, sigl- inga- og póstmál, síma- og löftskeytasamband, dómgæzlu, vigt og fjármál, og í sambandi við fjármálin segirsvo í 13. gr. frumvarpsins: “Fjárhæð sú, að upphæð 60,000 kr., sem ríkissjóður Danmerkur hefir undan- farið árlega greitt fslandi og kostnaður ríkissjóðs Danmerkur af skrifstofu stjóm- arráðs íslands í Kaupmanahöfn fellur nið- ur. Sömuleiðis eru afnumin forréttindi ís- lenzkra námsmanna til hlunninda við Kaupmannahafnar háskóla”. Eins og menn sjálfsagt muna, þá er þessi peningaupphæð endurborgun á eignum og klaustur góssi, sem Danir hafa ranglega haft undir sig frá Islandi á liðnum tímum eða átt að vera það. Jón Sigurðson forseti komst að LÖGBERG, FIMTUDAGINN 5. SEPTEMBER 1918 þeirri niðurstöðu, að til þess að endurborga þessa fémuni með áföllnum vöxtum sæmilega, þá bæri Dönum að bcrga 240,000 kr. árlega til Is- lands. En af því varð þó ekki, heldur með stöðulögum frá .1871 ákveðið að Danii skyldu borga Islendingum 60,000 kr. á ári, og 40,000 kr. í 10 ár, auk þess höfðu íslendingar híunnindi við Kaupmannahafnar háskóla. En nú fellur þetta niður, og þar með upp- hæð sú, sem Danir hafa árlega lagt til skrif- stofukostnaðar íslands í sambandi við skrif- stofu stjórnarráðs Islands í Kaupmanahöfn. Sumt af þessu teljum vér engan skaða fvrir ís- lendinga að losna við, og þar með teljum vér háskólastyrkinn, því þegar öllu er á botninn hvolft, erum vér engan veginn vissir um að það fyrirkomulag hafi verið holt fyrir þjóð vora, enda gjörist þess nú varla þörf lengur, þar sem ágætur háskóli er í landinu sjálfu. En um skuldaskifti ríkjanna er annað að segja, þau þurfa að vera glögg og hrein og sjá- um vér enga ástæðu til þess fyrir Islendinga að vægja Dönum hið minsta í þeim viðskiftum. En 14. gr. frumvurpsms sýnir oss hvernig að þau hafa farið; hún er svona: “Bíkissjóður Danmerkur greiðir tvær miljónir króna, og skal stofna af þeim tvo sjóði, hvorn að upphæð 1 miljón króna, í því skyni að efla andlegt sam- band milli Danmerkur og Islands, styðja ís- lenzkar vísindarannsóknir og aðra vísindastarf- Semi, og styðja íslenzka námsmenn. Annar þessara sjóða er lagður til háskólans í Reykja- vík, en hinn til háskólans í Kaupmannahöfn. Nánari fyrirmæli um stjórn og starfsemi sjóðanna setur konungur eftir tillögum stjórn- ar hvors lands að fengnu áliti háskóla þess”. — Og þetta er búningsbótin — reikningsskilin — höfuðstóllinn og vextirnir af innstæðufé Islend- inga hjá Dönum, sem Jón Sigurðsson barðist svo mjög fyrir að fá viðurkent. Oss virðist að samningsaðiljar báðir hafi komið sér niður á að ríkissjóður Danmerkur skuli borga 2 miljónir króna í eitt skifti fyrir cll, og látum vér það vera. En vér bjuggumst við, að Islendingar ættu þessa peninga, og mundu þar af leiðandi fá þá; en svo er þó ekki, þeir fá að eins helminginn, 1 miljón króna út- borgaða — til afnota og yfirráða, hina borga Danir sjálfum sér, og hafa einir um það að segja hvernig með er farið, og hverjir njóta. — Gam- an væri að vita hvað hefði komið íslenzku nefnd- armönnunum til þess að ganga inn á þetta? Um dansk-íslenzku nefndina, sem talað er um í 16. gr. frumvarpsins er það að segja, að oss virðist, að svoleiðis nefnd muni geta komið miklu góðu til leiðar út á við, í sambandi við samvinnu og samkomulag skandinavizku land- ánna og sameiginlega löggjöf Norðurlanda. En aftur, lízt oss ver á að nefnd þessi skuli eiga að fara höndum um, og snikka til, öll lagafrum- vörp, sem stjórnirnar leggja fyrir löggjafar- þingin og snerta sameiginlegu málin. Fyrst hlýtur þetta að valda mjög mikilli tímatöf. En samt má yfirstíga þann galla. Hitt er verra. að slíkt fyrirkomulag getur beinlínis verið hættulegt, þegar um mikilsvarðandi spursmál er að ræða, að stjórnin láti úr höndum sér öll gögn og upplýsingar í sambandi við það mál, löngu áður en þau eiga fram að ganga -— slíkt hefir tíðum valdið hinni mestu ógæfu víðsvegar, og svo gæti farið úti á Islandi. 17. gr. frumvarpsins fjallar um gjörðar- dóm, sem skera skal úr öllum ágreiningi í sam- bandi við þessi lög, og sem stjórnimar ekki geta jafnað með sér. 1 honum skulu vera 4 menn, tveir íslenzkir og tveir danskir, sem tilnefndir eru af dómstól landanna, og ræður afl atkvæða úrslitum. Ef þessir gjörðarmenn geta ekki komið sér saman, skal oddamaður kosinn af sænsku eða norsku stjórninni, og skal hann ráða úrslitum — valdið tekið úr höndum þjóðarinnar íslenzku og gefið í hendur útlendingum — hún, þjóðin sjálf, sem ábyrgðina ber og á mest á hættu, fær ekki neitt að segja um mál, sem snert- ir hana beinlínis; verður að gjöra sér að góðu hvernig svo sem þessir tveir íslenzku gjörðar- menn fara með málstað hennar, og ef þeir eru ofurliði bornir af útlendu valdi, máske beint á móti vilja þjóðarinnar sjálfrar — verður hún að hiýða úrskurði þeirra — fær ekkert að segja í sínum eigin málum — getur ekki varið sig eða svarað fyrir sig sjálf. Og þetta kalla menn sjálfstæði — og þjóðina fullvalda. Eftir árslok 1940 getur ríkisþing eða al- þingi, hvort fyrir sig, krafist þess að þessir samningar séu endurskoðaðir, og ef nýr samn- ingur er ekki gjörður innan þriggja ára frá því að krafan kom fram, má fella samninginn úr gildi; ekki þó svo að skilja, að hann sé þá fallinn, og sussu nei,; fyrst verður að bera það upp í annafShvort sameinuðu þingi eða báðum þing- deildum þess ríkis, sem samninginn vill nema úr gildi; og ef ekki fæst % þingmanna með því, þá heldur samningurinn áfram; en ef þingmenn fullnægja þessu skilyrði, og ákveða að nema samninginn úr gildi, þá er ekki þar með búið, því þá verður að legja hann undir almenn at- kvæði, og íslendingar geta ekki losnað við hann nema því aðeins að minsta kosti % allra at- kvœðisbœrra manna í landinu greiði atkvœði og að % greiddra atkvæða sé með samningsslitum. Þá loksins er hann fallinn. En ekki er tekið fram í þessum samningi, að ef þingmennirnir, sem ef til vill gætu nú sum- ir orðið Dönum hollir, ekki sízt þegar Danir sjálfir eru orðnir íslenzkir borgarar, feldu til- raun þjóðhollra Islendinga með að fella samn- inginn úr gildi — vörnuðu því að % þingmanna fengjust til að vera með því, að nema samning- inn úr gildi — að þjóðin megi þá neitt um þetta segja — að hún megi þá segja meiningu sína um þetta mál, eða láta í ljós vilja sinn með atkvæða- greiðslu. Er það ekki skrítið að þingið skuli hafa fult vald til þess að binda þjóðina, en ekki vald til þess að losa hana? Ekki virðist vera mikið jafnræði í því. Skýlausar réttarbætur, sem þessi samning- ur veitir löndum vorum, er undanþága frá her- skyldu og siglingafáni, og fyrir þær ber náttúr- lega að þalcka. En fremur finst oss þær dýru verði keyptar, ef íslendingar eiga að borga þær með þessum samningi. Þrotabús yfirlýsing. Það er liún í meira lagi greinin, sem Voraldar ritstjórinn hefir verið að unga út í blaði sínu undanfarandi og hann nefnir: “Fæðingar og harmkvæli”. Oss rennur náttúrlega til rifja þrautir mannsins, — hörmungarnar, sem hann befir orðið að ganga í gegnum. — En sárast af öllu er að sjá þetta andlega aflívæmi ritstjórans svo hörmulega mishepnað. Vér vorum að tala við þenna mann um þjóðerni, og bárum á hann sakir í því sambandi, sem hver um sig varðaði við lög. En liann minnist ekki á málið með einu einastg, orði, heldur snýr hann sér að ijitstjóra Lögbe^gs og fyllir 4 dálka í blaði sínu með skömmum og illkynjuðum aðdróttunum. 1 gegn um þá vilpu, nennum vér ekki að vaða alla, og látum vér oss því nægja að minnast á nokkur at- riði. Voraldar-ritstjórinn, sem frá því fyrst að blað hans kom út, hefir verið að stagast á því, að hann hafi verið rekinn frá Lögbergi, og þeg- av að vér sögðum í blaði voru fyrir skömmu, að hann hefði verið látinn hanga við ritstjórn Lög- bergs þar Q1 hann sjálfur sagði ritstjórninni upp verður hann æfa reiður, og hygst með bréfi frá ritstjórnarnefnd Lögbergs dagsettu 21. dœ. 1917 skuli sanna að vér hefðum verið að fara með ó- sarinindi, er vér sögðum að hann hefði sjálfur sagt upp vinnunni við Lögberg. Viljum vér nú eftir hans eigin ósk birta bréf frá honum sjálf- um og hljóðar það svo: “Winipeg, Man. 26. nóv. 1917 Til Útgáfunefndar Lögbergs. Háttviltu herrar! Eins og yður er kunnugt, stendur nú yfir rneiri og alvarlegri barátta í stjórnmálum lands- ins en dæmi séu til áður. Frá þessum tíma og til 17. næsta mánaðar leggja hvorirtveggju máls- aðila fram krafta sfna af alefli. Eg hefi alveg ákveðna stefnu í málinu, sem kemur í bága við þá afstöðu, sem Lögberg hefir nú. Mér skilst það vera hvorugu megin þótt komið sé fram að kosningum. Eins og eg hefi áður látið í Ijósi, og þér vitið, hefir það verið mér kappsmál að verða áfram ritstjóri Lögbergs og vinna því það gagn sem kraptar mmir leyfa; en hálfvelgju einmitt nú í þessu allsherjarmáli get eg ekki stutt, ogválít heiðri blaðsins hnekt með því. Samvinna mín við ráðsmann blaðsins, herra J. J. Vopna, hefir verið hin bezta og mun eg æfinlega minnast þeirra stunda með ánægju, sem við unnum saman. Frjálslyndi yðar allra og það sjálfræði sem þér hafið til þessa leyft mér við blaðið, þakka eg yður einnig. En eg er nð by,r,ja minn stjórnmálaferil hér í landi og verð í því tilliti að sjá heiðri mínum borgið, en hann er glataður ef eg svigna nú eins og tág í skógi eða sinustrá í vindi. Eg hefi því tekið þá akvörðun að berjast af alefli móti þeirri stjórn, sem eg tel versta og hættulegasta allra stjórna fyrir sannarlegt þjóðfrelsi; en samkvæmt núver andi stefnu Lögbergs hefi eg ekki tækifæri til þeirrar baráttu, sem þörf er á. Ef Laurierstefn- an vinnur, mundi eg fyrirverða mig fyrir það, að liafa hlaupið undan merkjum með blaðinu, eða frá því á meðan hríðin stóð yfir og koma síðan fram þegar alt væri um garð gengið. Ef sam- steypustjórnin vinnur mundi eg telja það skyldu mína að vera eindregið á móti henni, vegna þess að eg hefði það á meðvitundinni að hún hefði ekki verið kosin af óhindruðum vilja fólksins, heldur hefði hún náð völdum með ósæmilegum ráðum. Eg réðist að Lögbergi til þess að halda þar fram stefnu frjálslynda flökksins; mér var sagt að hjarta og sál í stefnu hans væri það að fólkið ætti að ráða. Nú er baráttan um það hvort fólkið eigi að fá að ráða eða ekki. Eg skil vel afstöðu yðar, og get sett mig í yðar spor, en sökum þess að mér finst sem kring umstæðurnar séu að leiða yður af braut frjáls- lyndu stefnunnar, get eg ekki fylgt yður lengur; eg er eins eindreginn ‘liberal’ og eg var, og eins reiðubúinn til þess að fylgja Laurier og nokkru sinni áður; eg verð J>ví með þessum línum að segja af mér ritstjórn Lögbergs af þeim ástæð- um, sem að framan eru greindar. Með þakklæti til yðar fyrir þá sanngirni, sem þér hafið sýnt mér, yfirgef eg yður nauð- ugur og með beztu óskum til yðar og blaðs yðar, cn tilknúður stefnu ininnar vegna og heiðurs. Með vinsemd og virðingu yðar einlægur Sig. Júl. Jóhannesson. Svo komu kosningarnar, Sigurður Júlíus ferðaðist fram og aftur um bygðir íslendinga, hallmælti vægðarlaust Lögbergi og möunum þeim sem að því stóðu. — Um kosningaúrslitin þarf ekki að tala, — þau eru öllum mönnum ljós fyrir löngu. — Hugsjónir Sigurðar Júlíusar eða málstaður sá er hann barðist fyrir, beið ósigur, — Union stjórnin var nú komin til valda. Það sem hann óttaðist var nú orðið að virkileik og samkvæmt hans eigin orðum, var honum ómögu- legt að halda áfram við Lögberg lengur — Mundi hann þá vilja standa við orð sín?—Mundi hann vilja standa við sjálfan sig?—Nei, og aftur nei. Kosningaúrslitin voru ekki fyr orðin lýðum ljós en Sigurður kemur til baka og er þá til- búinn að eta ofan í sig það sem hann segir í þessu bréfi, tilbúinn að halda áfram ritstjóminni og fylgja fram stefnu þeirri í landsmálum er stjórnarnefnd , blaðsins fyrirskipaði. — Ekki einasta tilbúinn heldur sótti hann þetta svo fast að nefndin gat ekki losnað við hann, og sökum þess er bréf nefndarinnar frá 21. des. 1917 til Sigurðar Júlíusar skrifað. Menn geta spurt, því var hann ekki látinn ihalda áfram? Útgáfunefndin var orðin dauð- þreytt á honum. Afstaða hans gagnvart stríðinu Eignist með því að spara. Sparið livern dollar sem þér getið. Hver dollar sem sparaður er styrkir þjóðar aflið á móti óvinunum. Með sparsemi þinni vinnur þú þér og landi þínu gagn. Látið dalinn magfaldast. Notre Danie Branoli—\V. M. IIAMILTON, Manajíer. Selklrk Bran<*h—P. J. MANNINO. Manajrer. THE DOMINION BANK THE R0YAL BANK OF CANADA HöfutSstólI löggiltur $25.000,000 Höfuðstóll greiddur $14.000,000 VarasjóSur...........$15,000,000 Forseti - - - - Sir HUBERT S. HOLT Vara-forseti .... E. L. PEASE Aðal-ráðsmaður - - C. E NEILIj Allskonar bankastörf afgreidd. Vér byrjum relkninga vl8 einstakiinga e8a félög og sanngjarnlr skllmö.lar velttlr. Avlsanir seldar til hvaBa staBar sera er & (slandt. Sérstakur gaumur gefinn sparirJóBslnnlögum, sem byrja má me8 1 doliar. Rentur lagSar vi8 á hverjum 6 mánu8um. T- E. THORSTEINSSON, Ráðsmaður Co William Ave. og Sherbrooke St., - Winnipeg, Man. Walters Ljósmyndastofa Vér skörum fram úr í því að stækka myndir og gerum það ótrúlega ódýrt. Myndir teknar fyrir $1.50 og hækkandi. Komið tií vor með þessa auglýsingu, og þá fáið þér $1.00 afslátt frá voru vanaverði. Walters Ljósmyndastofa, 290 Portage Ave. Talsími: Main 4725 var óbærileg, og nefndin vissi aldrei nær hann mundi spú ein hverri ólyfjan út úr sér í blað- inu, sem setti hana í gapa- stokkinn. 1 Þessari harmkvælagrein sinni er ritstjóri Voraldar að reyna að bera á móti því að hann hafi verið að hvetja menn til þess að segja upp Lögbergi, — finst að vér höfum misskilið þaun boðskap í Voröld. En ferst það bögubósalega, eins og öllum þeim, sem reyna að þræta fyrir sannleikann, að vísu seg- ir ritstjórinn þetta ekki með berum orðum í blaði sínu, því til þess hefir hann ekki hug, — en hann segir það undir rós — ekki með berum orðum, heldur nógu ljóst til þess að lesendum- ir skilja hvað átt er við. Finst honum að þetta verði mis- skilið? “Á nieSal íslendinga vita allir aí5 Voröld var stofnuð í því skyni þeg- ar Lögberg brást frjálslyndu stefn- unni, eftir aö hafa fylgt þeim flokki mera en fjórung aldar, og féll í faömlag viö afturhaldsstefnuna. Undirtektir þær sem Voröld hefir fengiö er glöggasti dómur þjóöar- innar uppkveöinn yfir Lögbergi fyr ir fránvarfiö. Vér segjum ekki aö þeir sem fyrir Lögbergi ráöa hafi verið keyptir, vér segjum ekki að þeir hafi v’erö kúgaöir, en vér vit- um og allir aðrir vita — engir betur en þeir sjálfir—aö þeir snerust og brugöust þegar mest reiö á og þaö veröur þfeim munaö viö næstu kosn- ingar’’. “Þaö er á allra manna vitund áö Lögberg gæti að minsta kosti enst meðan Norris-stjóruin situr viö völdin, þótt þaö fengi ekki eitt ein- asta cent frá kaupendum. Þrjátíu þúsundir dalir nægja til þess að gefa þaö út, þó ekki væri annað, hvað þá þegar þaö fylgir Borden líka og sýgur tvo spena í einu”. “Þaö aö vera til uppboös og sölu viö hverjar kosningar ætti ekki atS veröa vinsælt hér eftir. Hvenær sem blaíS gerir sig sekt i þeim glæp vitS almenning ætti fólkitS atS beita þeirri hegningpi sem þatS hefir í hendi sér; þeirri hegningu atS segja blatSinu upp; hætta atS kaupa þatS og vinna á móti því af alefli eins og hverri annari hættulegri pest í dularklætSum”. Vill Sigurður Júlíus enn sejrja að vér höfum misskilið? Heldur hann að fólk yfirleitt sé svo skyni skroppið að það skilji ekki hvað hér er verið að gjöra? — að rægja Lögberg við kaupendurna. Þetta er svoí ljóst, að oss furðar stórum á því að mannræfillinn skuli vera að reyna að þræta fyrir það. — Vér getum skilið að hann finni til þess að það sé Jjótt verk, og nð það geti orðið hættulegt verk, en að hann hafi gjört það ámóti betri vitund — það getur hvorki hann né aðrir, afskafið. Framþald. Minni Canada Rœða flutt af J. Amasyni, Winnipeg, 2. ág. að Gimli, Man. “Fögur er hlíiSin, svo atS mér hefir hon aldrigi jafnfögur sýnzt — bleikir akrar og slegin tún — ok mun ek rítSa heim aptur ok fara hvergi,” mælti Gunnar fortSum, er hesturinn datt metS hann i hólminum og honum vartS litiö upp til hlítSarinnar og bæjarins atS HlítSarenda. Mikiö hefir veriö dátSst atS þessari setningu, og þær tilfinningar, sem hún lýsir í brjósti kappans, haftSar til skýj- anna; þeim hampatS fyrir augum manna til þess atS stæla fötSurlands- ást þeirra, og á þær bent sem eitthvert fegursta dæmi fornaldarinnar og nú- tímans um andlegt þrek, hugprýtSi, sjálfsafneitun — og um fram alt fötS- urlandsást þesa mikla kappa og ljúf- mennis, Gunnars á HlítSarenda. Og þó — af þessu atviki leiddi víg margra saklausra manna. Fyrir þatS báru margar konur harmþrungin hjörtu til grafarinnar. Illvilji og hatur blossatSi upp á ný milli margra, sem sáttir voru. Sjálfur gekk Gunn- ar flakandi í sárum og meö brostin lungu til hinstu hvíldar. Og jafnvel eftir dauða hans sjálfs söng atgeir- inn um víg og hefndir, en göfugustu menn sveitarinnar fóru um nætur og ruðu hendur sínar blóði nágrann- anna. Það Var ekki elska Gunnars til lands og þjóðar. Það var ekki um- hyggja fyrir frændum og vinum. Það var ekk sjálfsafneitun, ekki hug- rekki ekki karlmenska, eða neitt ann- að fagurt og gott, sem við ættum að dá. Það voru hans eigin tilfinningar, hans eigin elska á vissum stöðum — það var sjálfelska, sem olli því, að hann sneri aftur í hólminum. Hann virti að engu trygð og heil- ræði Njáls. Hann braut þá sætt, sem fyrir hann hafði verið gjörð. Hann bauð byrginn þeim lögum, sem hann sjálfur og aðrir þjóðhöfðingjar höfðu samið og heitstrengt að standa við. Hann virti að engu þá sorg og þau harmkvæli , sem þetta athæfi hlaut að valda. Mannsins veikasta og versta hlið réð úrslitum .— því hann mat sínar eigin langanir meir en allra annara. Hann hafði ekki and- legt hugrekki til að standast þá eld- raun, sem fyrir hann var lögð. — bessvegna sneri hann aftur. Þess er sjaldnar getið, að tryggur bróðir, sem fylgt hafði Gunnari gegn um allar eldraunir; barist við hlið bans gegn ofurefli liðs; og Veitt hon- um að hverju máli, sneri nú fyrst baki að bróður sínum. “Ger þú eigi þann óvinafagnað”, segir Kolseggr, “at þú rjúfir sætt þína, því at þér myndi engi maðr þat ætla .. skal ek hvorki á þessu níðast ok á engu öðru, því er mér er til trúat; ok mun sá einn hlutur svá, at skilja mun með okkr.” Eins og kunnugt er, sneri Gunfiar heim en Kolskeggur fór utan. Við erum Kolskegur — við, sem þetta land byggjum. — Menn, sem að einhverju leyti hefir staðið líjct á og fyrir honum, hafa flykst í þúsunda- tali til þessa lands. Menn af öllum stéttum; góðir menn og vondir menn; menn úr öllum löndum; menn af öll- um þjóðflokkum — margir með fátt sameigmlegt nema fátæktina. Við berum engan kinnroða fyrir að hafa farið að dæmi þess manns, sem átti það likamlegt og andlegt hugrekki, sem aldrei brázt. Nei, með aðdáun og virðingu minnumst við i dag land- nemanna, sem með atorku og ósér- hlífni hafa rutt þá braut, sem við nú göngum. Við hljótum við þetta tækifæri að minnast þess, er við fyrst stigum fæti á þetta land, og hraðlestin bar okkur fulla af eftirvænting, blandinni fegin- Ieik og kvíða, til hins víðáttumikla Vesturlands.. Mér detta í hug orð skáldsins, sem segir: “Áfram, móti gustinum, sól- þrungnum, glóðheitum, sem andar á innflftjendann. Áfram yfir slétt- una, ómælilega endalausa, fulla af friði, minnandi á hvildina eilifu. Á-

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.