Lögberg - 05.09.1918, Page 3
LÖGBERG. FTMTUDAGINN 5. SEPTEMBER 1918
3
Doetur Oakburns
lávarðar.
Eftir MRS. HENRY WOOD.
pRIÐJI KAFLI.
“Eg hefi ekki haft taekifæri til að segja
vður frá mörgu”, svaraði Judith, sem sat þegj-
andi eins og hún var vön. ‘ ‘ Og svo trúi eg þessu
heldur ekki”.
“Hverju trúið þér ekki?”
“Að nokkur maður hafi falið sig í stiga-
ganginum”.
“En — eg get ekki skilið það”, sagði frú
Smith. “Sá Carlton þar engan?”
“Hann ímyndaði sér það fyrst. En komst
seinna að þeirri niðurstöðu, að tunglsljósið
l.efði vilt honum sýn”.
“0g þetta var aldrei rannsakað?”
“ Jú, Jú”, svaraði Judith. “Lögreglan leit-
aði mannsins lengi, en gat ekki fundið hann”.
“Og að síðustu urðu menn sannfærðir um,
frú, að þar hefði enginn maður verið”, sagði
frú Gould.
“Þá get eg sagt frá því gagnstæða”, sagði
frú Smith skörulega. “Sú persóna var maður
vesalings frú Crane. “Eg veit það”.
Frú Gould varð bilt við þessi orð, og Judith
starði undrandi á hana.
“Já”, sagði ekkjan, “það hefir hlotið að
vera hann. Hann var í South Wennock þá, það
veit eg”.
“Þér vitið það”, hrópuðu hinar báðar sem
einum rómi.
“Já, það geri eg. Eg veit að maður frú
Crane var í South Wennock”.
“Og hvar er hann nú, frú?” spurði frú
Gould.
“ Já hvar er hann?” svaraði hún hörkulega.
“Eg hefi ekkert heyrt um hann í öll þessi ár.
Eg kom hingað til að gæta að honum og henni”.
‘ ‘ Þetta sagði gamla Pepperfly mér í morg-
un, frú. Eg hefði strax farið til lögreglunnar,
liefði eg verið í yðar sporum”, sagði frú Gould,
“og fengið hana til að hefja rannsóknina á ný”.
“Það er nógu snemt enn að kynna lögregl-
unni þetta”, svaraði frú Smith. “Eg hefi kos-
ið mér að vera róleg og þreifa fyrir mér. Það
er ein eða tvær manneskjur, sem gruna hver eg
er. Judith er önnur, hún mundi strax eftir
mér”.
“Og frú Pepperfly hin”, sagði frú Gould,
og rétti bollan sinn fram til að fá meira te.
“Nei, hún mundi ekkert eftir mér í fyrst-
unni”, sagði frú Smitli, og helti tei í bollann.
“Eg held Carlton gruni hver eg er”. .
“Af hverju haldið þér það?” spurði Judith
“ Af því að hann spurði mig óteljandi spurn
ingum strax og hann sá mig, hver eg væri, livað-
an eg kæmi og því um líkt, og liann mundi hafa
haldið áfrarn að spyrja mig til þessarar stundar,
cf eg liefði ekki þaggað niður í honum. Og einn
daginn kom eg að honum, þegar hann var að
rannsaka kommóðuna mína, hann sagðist vera
að leita að tusku til að vefja um kné drengsins
míns, en eg veit að hann hefir verið að leita að
skjölum eða bréfum, sem segðu hver eg var”.
“Hvað þá! Carlton mætti yður á járnbraut-
arstöðinni í Great Wennock”, sagði frú Gould.
“Eg man það frá yfirheyrslunni”.
“Var það Carlton, sem eg mætti þar?”
sagði frú Smith. “Eg þekti liann ekki aftur.
Það var næstum níðamyrkur þá. En hann hef-
ir máske séð betur en eg. Að minsta kosti er eg
viss um að hann veit hver eg er; hversvegna
ætti liann annars að koma með allar þessar
spurningar?”
“Það er eðlilegt að hann spurði um slíkt”,
sagði frú Gould. “Hann liefir viljað komast að
sannri níðurstöðu um þetta efni, eins og við”.
“Það hefir hann auðvitað viljað”, viður-
kendi frú Smith. “Einu sinni eða tvisvar var
að því komið að eg spurði liann um þetta; en eg
ásetti mér að bíða”.
Hún sagði þetta með dreymandi rödd.
Judith stóð upp, liún mátti ekki bíða lengur, og
frú Smith vildi liún ekki spyrja í nærveru liinnar
“Heyrið þér”, sagði frú Gould. “Hve lengi
lifði litla barnið? Pepperfly segir að það hafi
dáið ’ ’.
“Það lifði ekki lengi”, sagði frú Smitli.
”Við því gat engin búist. Eg vildi að þér gæt-
uð verið kyrrar Judith”.
“Það vildi eg líka, en það er ómögulegt í
dag. yÞað er ekkert hægt að gera fyrir lafði
Lucy, en maður verður að vera í húsinu”.
“Fólk segir, Judith, að lafði Laura —■ ó,
hver ræfillinn! hver kemur nú ? ”
Það sem hindraði mælsku Gould var, að
vagn staðnæmdist fyrir utan hliðið. Þa)r þutu
að glugganum til að sjá hver kom.
Það var bakaravagn. Og frú Peppertly sat
hnarreist við hlið bakarans.
Starf hennar hjá frú Knagg var búið, því
hún var komin á fætur aftur, svo nú Iiafði hún
nægan tíma til að heimsækja vini sína. Renni
hafði dottið í hug að lieimsækja frú Smith, þar
sem hún fengi eflaust te, máske góða máltíð og
ef til vill að vera þar yfir nóttina. Frú Gould
hljóp út til að hjálpa bakaranum að ná feitu
konunni ofan af vagninum, en í sama bili vakn-
aði drengurinn og fór að hljóða, svo Judith
fekk gott tækifæri til að sleppa burt.
Hún var að eins komin hálfa leið ofan Bakk
ann, þegar hún mætti Carlton, liann kom akandi
upp eftir í opna vagninum sínum. Hann var á
leið til Tuppers hússins.
XIII. KAPITULI.
Koma Sir Stephens.
Sir Stephen kom þjótandi til South Wen-
nock, eins fljótt og liraðlestin gat farið með
hann. Símritið hafði gert hann órólegan. Lucy
Chesney talin ólæknandi. 1 Great Wennock
fann hann son sinn bíðandi með röskan hest og
léttivagn. Einar mínútu samtal, og þeir óku
af stað.
“Nokkur breyting síðan þú símritaðir,
Friðrik?”
“Ekki til liins betra, pabbi”.
Svo varð lítil þögn.
‘ ‘ Sonur minn, en hvað þú ekur liart. Gættu
að hvað þú gerir”.
“Hesturinn er áreiðanlegur, pabbi. Og
hún svífur milli lífs og dauða.
Sir Stephen sagði ekki meira. Þegar þeir
komu til South Wennock og óku gegnum bæinn
til húss Carltons, þutu íbúar hans að gluggum
sínum og dyrum. Hvað gengur nú að Friðrik
Grey, fyrst hann ekur með þessum ógna hraða?
En þegar þeir sáu hver með honum var, þá
skildu þeir hvernig á stóð. Sir Stephen, hinn
mikli læknir, sóttur til South Wennock í mesta
flýti? Þá hlaut lafði Lucy Chesney að liggja
fyrir dauðanum.
Carlton var af tilviljun heima, þegar vagn-
inn ók að hliðinu. Hann var nýkominn frá húsi
Tuppers. Á fyrsta augnabliki þekti hann ekki
gest sinn. En þegar hann mætti honum í gang-
inum, þekti hann hann.
“Sir Stephen Grey?” sagði hann kuldalega
og undrandi. Fyrst skyldi hann ekki hvernig
og hversvegna Sir Stephen var kominn.
“Hvernig líður yður, hr. Carlton?” sagði
Sir Stephen hiklaust og gekk rösklega fram hjá
honum. “1 hvaða herbergi liggur hún?”
Hvort sem Carlton hefir viljað koma í veg
fyrir læknisvitjun Sir Stephens eða ekki þá gerði
hann það ekki. Það var heldur ekki tími til þess
því Sir Stephen gekk hratt upp stigann. Carl-
ton var líka að hugsa um alt annað, ýmsir smá-
munir í húsi Tuppers höfðu raskað ró hans.
Hann skildi nú hvernig á stóð, að Friðrik Grey
— eða máske John Grey — höfðu símritað eftir
Sir Stephen vegna Lucy. Carlton fann enga á-
stæðu til að mótmæla því að Sir Stephen liti eftir
I-ucy, en hann spurði sjálfan sig, í hverju tilliti
dugnaður hans væri meiri en þeirra, fyrst að
nauðsynlegt var að fá hann hingað, og honum
gramdist að þetta átti sér stað, án þess að ráðg-
ast væri um það við hann.
Hann leit út um götudyrnar og sá Friðrik
Grey aka burt mjög.rólega í sama vagninum og
Sir Stephen kom. Carlton sendi háðsyrði á eft-
ir honum, líkaði hann jafn illa nú og áður.
Sir Stephen hafði nú tekið sér stöðu í her-
bergi Lucy, þar var enginn annar en lafði Jana
og hann. Oarlton gekk strax þangað inn, en Sir
Stephen lagði fingurinn á munninn til að benda
honum að þegja. Þeir töluðu fáein orð saman
afar-lágt, viðvíkjandi veikinni og meðferð henn-
ar, og Carlton læddist út aftur.
Þrjár langar stundir var Steþhen Grey Éyr
í herberginu. án þess að yfirgefa það eitt augna-
blik, og hvert augnablik þessara þriggja stunda
gat dauðann borið að höndum. Lafði Jana sá
um að fáeinar brauðsneiðar og glas með víni í,
var borið að dyrunum, og hann neytti þess stand
andi. Tímiim leið.
Þegar Sir Stephen yfirgaf húsið, var kom-
ið kveld. Skamt frá liúsi Carltons var auður
blettur, nær bænum; þar var dimt, því ekkert
gasljós var í nánd. Á þcssum dimma stað gekk
maður fram og aftur með krosslagða handleggi.
Þannig hafði hann gengið síðan mvrkrið féll á
Sir Stephen sá að það var sonur hans.
“Úrslitin eru komin”, sagði h^ann. “Komin
og afstaðin”.
Friðrik barðist við geðshræringu sína.
Ilann revndi að vera maður. En hann rejmdi
tvisvar að tala án þess hann gæti það.
“Og liún er dáin?”
“Nei, henni batnar”.
Um leið og hann sagði þetta tók hann arm
sonar síns og hélt áfram, en sá þá geðshræringu
lians. Sir Stephen var að eðlisfari rólegur og
gætinn; honum þótti vænt um að taka viðburð-
unum með ró, og gat ekki skilið að Friðrik væri
öðruvísi; en hann hafði erft hið viðkvæma geðs-
lag móður sinnar. Sir Stephen sá andlit hans
allra snöggvast, þegar þeir gengu fram hjá
glugga Wilkis rakara, ])ar sem bjart gasljós log-
aði fyrir innan, svo að menn gætu séð fegurð
inanns nokkurs, með mikið hár og kinngkegg,
sem stóð þar á litlum stólpa og snerist í kring.
“Hvað gengur að þér, Friðrik? Líður þér
ekki vel ?”
‘ Ó, jú. Dálítið — kvíðandi. Ertu viss um að
úrlausnin sé til hins betra?”
“Alveg viss. Ef hún deyr nú, þá verður
það af magnleysi. Mig furðar að lafði Jana lét
hana liggja lijá Carlton”.
Friðrik var enn ekki svo kjarkmikill, að
hann gæti gefið neina skýringu. Það var ekki
lafði Jönu að kenna, var alt sem hann sagði.
“Þú ferð ekki í burt aftur í kveld, pabbi?”
“Nei, eg skal verða þangað til á morgun;
en eg er viss um að henni batnar nú. Æska og
fegurð eru ekki auðsigraðar. Að liugsa sér að
veikin skyldi ráðast ú Lucy Cliesney. Til allr-
ar hamingu liefir liún góða líkamsbyggingu”.
Þeir gengu til heimilis John Greys, þar sem
Sir Stephan ætlaði að vera um nóttina. Það
var tekið mjög innilega á móti lionum; frú Grey
sagði, að það minti á gamla daga að sjá liann
aftur.
Það voru einmitt um þetta leyti mörg til-
felli, þar sem veikin var eins skæð og hjá Lucy
Chesney, og þegar menn vissu um komu Sir
Stephens — sem barst með eldingarhraða um
bæinn — kom mikill fjöldi manna til liúss John
Greys til þess, að biðja Sir Stephen að ráðleggja
þeim veiku hvað gera skyldi, áður en liann færi
aftúr til höfuðstaðarins. Þannig var almenn-
ings skoðanin nú. Nokkurum árum óður var
Stephen Grey hrakinn úr bænum; mjög fáir
mundu þá hafa viljað þiggja ráðleggingar lians
gefins; en Sir Stephen Grey, hinn nafnkunni
læknir frá London, barúninn, hin mikli maður,
sem gaf konunglegum persónum læknisráð hafði
hafið sig ósegjanlega hátt í áliti South Wennock
íbúanna. Þótt öll háskóladeild læknanna hefði
verið stödd í South Wennock þá hefði ekki verið
hugsað jafnmikið um neinn af þeim og Sir
Stephen Grey.
Neitaði hann að koma þeim til hjálpar?
Nei það gerði hann ekki. Hann hjálpaði öllum
í South Wennock eftir beztu getu, því hann var
ekki sá, sem borgaði ílt með illu. Sir StepLen
gekk frá einu húsi til annars, og enga borgun
vildi hann þiggja. Nei, það var sökum gamallar
vináttu, sagði hann, um leið og hann þrýsti
bendi þeirra.
Tvisvar um kveldið vitjaði hann Lucy og sá
að henni fór meir og meir batnandi. Jana vildi
naumast sleppa hendi hans. Hún gat ekki losn-
að við þá hugsun, að hann hefði bjargað Lucy.
Nei, sagði Sir Stephen, líkamsbygging Lucy
hefði sigrað án hans hjálpar.
Carlton, sem nú var búinn að ná hugarró
sinni, bauð Sir Stephen inn í samkomusalinn
sinn, og sýndist ætla að verða vingjarnlegur við
hann; en Sir Stephen sagði honum, að hann
hefði ekki tíma til að sitja þetta kveld, það vildi
fólkið ekki leyfa honum.
Þegar Sir Stephen kom aftur til heimilis
bróður síns, var klukkan orðin eitt, og sér til
undrunar sá hann þar eina persónu enn, sem
langaði til að fá að tala við hann, óvanalega
digra konu; hún sat hálfsofandi á stól undir
lampanum í ganginum. Koma hans vakti hana,
hún stóð upp og hneigði sig á sinn hátt.
“Þér munið líklega ekki eftir mér, hr.”
“ó, ef mér skjátlast ekki, þá eruð þér frú
Pepperfly?” sagði hann, eftir að hafa starað á
hana eitt augnablik. “Hvað hafið þér gert við
yður? Þér eruð næstum því helmingi stærri”.
“Sex sinnum stærri, hr. Stephen, ef miðað
er við breiddina. Eg vona að yður líði vel, Sir,
og yðar góðu lafði líka”.
“Mjög vel. Hvert er erindi yðar? Fá
mig til að benda yður á mylnu, sem malar fólk
grant aftur?”
Frú Pepperfly liristi höfuðið, sem átti að
merkja að engin slík mylna hefði áhrif á hana,
og svo fór hún að skýra frá erindi sínu með
mælsku mikilli, þrátt fyrir hve framorðið var
og læknirinn þreyttur.
Það leit út fyrir — frú Pepperfly til mikilla
l,eiðinda — að frú Smith gæti ekki boðið henni
að vera þar um nóttina, því eina rúmið, sem hún
gat mist, var ætlað vinnustúlkunni; en henni var
gefinn bolli af hressandi tei og góður kveldverð-
ur, svo hún var ánægð með kveldið. Nærvera frú
Goulds jók skemtanina, en hún fór snemma heim
til sín; frú Peperfly flýtti sér ekki burt. Hún
gerð,i_gagn með því að sitja hjá barninu og gæta
þess, eftir að það var flutt upp í herbergi sitt.
Hún bauðst til að vera hjá því um nótiina, en
frú Smith neitaði því tilboði hennar og sagði,
að svo slæmt væri það ekki orðið enn þá, að yfir
því yrði að vaka.
Áður en kveldið var liðið fluttist sú nýung
til Tuppers húss, með sendisveini Carltons, þeg-
,ar að hann kom þangað með lyf, að liinn mikli
læknir fró London, Sir Stephen Grey, hefði ver-
ið kfillaður til lafði Lucy með símriti, og að hann
vitjaði nú allra sjúkra í bænum til að lækna þá.
Hjá frú Smith, sem elskaði barnið innilega, lifn-
aði ný von um að það væri hugsanlegt að það
lifði, ef hún gæti náð í þenna lækni til að líta á
það og ráðleggja því lyf og meðferð. Hún áleit-
Carlton duglegan og að hann gerði alt hvað
hann gæti, en miklir læknar eru töfrandi. Hún
bað frú Pepperfly að komast eftir hvar liann
héldi til, þegar að liún færi heim, og að finna
liann og biðja liann að koma þangað næsta
morgun, og að hann mætti vera viss um að fá
góða borgun, svo að hann afsegði ekki að koma
þess vegna. Á síðustu orðin lagði frú Pepper-
fly mikla áherzlu, þegar hún sagði Sir Stephen
erindi sitt.
En hún gat þess ekki með einu orði, að frú
Smith hefði verið með í þeim sorgarleik, sem
hrakti Sir Stephen frá South Wennock. Hún
var hyggin kona og áleit, að honum mundi líka
ver að minnast á liðna tímann.
‘‘En eg liefi engan tíma”, sagði Sir Stephen
“Hvað gengur að drengnum? Hefir liann um-
gangsveikina?”
“Guð blessi yðui’, hr.” svaraði frú Pepper-
fly. “Hann hefir ekki þessa veiki, en hann er
tæringasjúkur og hefir auk þess. vatn í hnénu”.
“Þá get eg ekkert gagn gert”.
“Segið ekki þetta, lir. Ef þér vissuð hvað
gott læknirinn ge.rir með því að líta á hina veiku
þá munduð þér ekki segja það. Það er máske
ekki mögulegt að frelsa líf hans, en hugsið um
huggunina, sem það getur veitt móður hans,
hún mundi vera yður þakklát æfilangt”.
Sir Stephen sagði lijúkrunarkonunni að
hann skyldi koma ef það yrði mögulegt, og svo
fór hún. Eftir á hló hann mikið að fitu konunn-
ar, ásamt John bróður sínum. “Hvernig geng-
ur henni með gamla löstinn?” spurði hann.
“Hún er ekki alveg hætt”, svaraði John,
“en hún er ekki verri. Hún heldur honum inn-
an vissra takmarka”.
Þegar dagur rann upp, var Stephen á fót-
• um og kominn út. Allir bæjarbúar vildu að
hann heimsækti sig. Fyrst vitjaði hann Lucy
Chesney, sem sjáanlega var betri; hún var ró-
leg, kvalirnar minni og öll hætta afstaðin.
“Og svo til Tuppers liúss, ef eg endilega
verð að fara þangað”, sagði hann við son sinn,
sem hafði fylgt honum að húsi Carltons, en ekki
gengið inn. ‘ ‘ Eg verð að segja, að það sé ósann-
gjarnt af fólkinu að krefjast þess, að eg skuli
taka ]mð að mér. Ilvað get eg gert fyrir deyj-
andi dreng.
Areiðanlegustu Eldspítumar í heimi
og um leið þær ódýrustu eru
EDDY’S “SILENT 506”
AREIÐANLEGAR af því að þær eru svo kúnar til að
eldspítan slokknar strax og slökt er á henni.
ÓDÝRAvTAR af því þœr eru betri og fullkomnari en
aðrar eldspítur á markaðinum.
Stríðstíma sparnaður og eigin samvizka
þín mælir með því að þú kaupir EDDYS
ELDSPÍTUR
Hogir.’.UU LODSKINN
Ef þú ó«k»r eftir fljótri afgreiðalu og haesta verði fyrir ull og loðskinn.tkrifið
Frank Massin, Brandon, Man.
Skrifið eftir verði og áritanaspjöldum.
Ull, Gœrur og Seneca Rœtur
Vúr kaupum vörur þessar undir eins í stórum og smáum slumpum. Afarhátt verÖ borgað. Sendið oss vörurnar strax.
R . S. R0BINS0N W I N N I P E G, 157 RUPERT AVENUE og 9 150-2 PACIFIC AVE. East M A N . I
AUGLÝSIÐ í LÖGBERGI.
Ánœgðir Viðskiftamenn eru mín
Beztu Meðmæli.
Hundruð af þeim eru reiðubúnir að staðfesta að verk
mitt er sama sem sársaukalaust og verðið dæmalaust sann-
gjamt.
Með því að hafa þetta hugfast munu menn sannfærast
um að það er óhætt að koma til mín, þegar tennur þeirra
eru í ólagi.
Dr. C. C. JEFFREY,
,,Hinn varfœrni tannlæknir"
Cor. Logan Ave. og Mnín Street, Winnipeú
LOOSKINN Bæudur, Veiöinieiinu og Verslunuriuenn I.OÐSKINN
A. & E. PIERCE & CO.
(ílest'i sklnnakuupnienn í CanuUa)
213 rACIFIC AVENliE.................WINNIPEG, MAN.
Ilusta verð liorftað fyrir Ga-rur Húðir, Seneca ra'tur.
SENUIÖ OSS SKINNAVÖIIU YDAR.
. i 1 'iii . i ... i
Sjóskrímsl
Aftur og aftur hefir maSur heyrt
sögur um einkennileg sjódýr, stund-
um myndaöar — stundum hafa menn
þózt sjá þau, og víst er um þaö, aö
margt býr í djúpi sjávarins, sem engin
maöur veit um.
Maöur einn, að nafni Ethelbert G.
Fatheringay, hefir undanfarin tvö ár
verið við Nashyrningaveiðar og Fíla-
beins tekju í Afríku, fyrir verzlunar-
félag eitt í Chicago. 1 sumar þurfti
hann að fara frá Sivakopmund, sem
sem er í suð-vestur Afríku og var eign
Þjóðverja og til Cape Town, og segir
hann frá því, s^em fyrir sig bar á því
ferðalagi í “New York Times” nýlega
á þessa leið: “Eg var á gamla gufu-
skipinu Lum-Lum. Skipshöfnin voru
allir Kínverjar, að undanteknum yfir-
mönnunum, sem voru HoIIenzkir.
Skipstjórinn hét John Van den Woff
einn elztu sjómönnunum um þær
slóðir, strangur bindindismaður og
baptisti. Að mér undanskyldum var
að eins einn hvítur farþegi á skipinu,
það var hinn nafnkunni franski Gor-
illa véiðimaðurinn Guy de Jolipos, en
á Því voru um 200 Hottentottar og
Kafírar.
Það var einn eftirmiðdag, veðrið
var mjög heitt c^ mollu-regn, 105 gr.
í skugga. Við vorum á að gizka 150
mílur norðYestur fró Cape Town.
Loftið var koparlitað og sjórinn var
á að lita eins og soðin olía. Gorilla-
veiðimaðurinn Guy var rétt nýbúinn
að sneypa vikadrenginn, Oolu, fyrir
það að færa sér flösku án þess að
koma með ís með henni, þegar eg
heyrSi hræðslu og angistaróp framan
af þilfarinu og sá skipsmennina taka
til fótanna og forða sér sem bezt þeir
gátu, flestir niður um lestropið.
Mér var litið út yfir sjóinn á stjörn-
borða, og sú sýn er mætti augantt þar
henni gleymi eg aldrei. Eg sá ein
hverja hræðilega skepnu fljótandi á
sjónum, höfuðið á henni var stærra
heldur en 350 punda kjöttunna og sá
og strax að þarna mundi vera sjóorm-
ur, eins og þeir sem vér heyröum
sögurnar um í gamla daga.
Höfuð ormsins var hér um bil 8 fet
upp -úr sjó, það var á að gizka 3 fet
að þvermáli, og stóðu gaddar út úr
því í allar áttir, augun voru stór og
kringlótt, og fylgdu skipinu nákvætn-
lega eftir, og það var eins og hann
v'ildi ásaka skipið um að það hcfði
vakið sig af eftirnónsblundi. Hálsinn
var hér um bil 12 þuml. í þvermál og
sást heldur óglöggt fyrir einhverjuin
óásjálegum börðum, sem lögðust aftur
4 hann. Ekki get eg sagt með vissu
hvað þessi sjóormur var Iangur, en
hann var að minstakosti 150 fet.
Kafteinn Van de Woof stóð á stjórn
arpallnum með kikir, og þegar að
hann kom auga á þetta ferliki hróp-
aði hann: “Gott fur dicker” éGuð
komi til). Þetta er líklega sami sjó-
ormurinn, sem danski hásetinn Jen-
sen sagðist hafa séð nálægt Cape
Town fyrir þremur mánuðum síðan
og fólkið sagði að hann væri vitlaus”.
Kafteinninn gaf skipun um að sigla
skyldi varlega i kringum orminn, og
fara eins nærri honum og hægt væri,
án þess að stofna skipnu í hættu, og
fimm sinnum skreið Lum-Lum í kring
um ófreskju þessa, og hafði hún aug-
un aldei af skipinu og vatt hausnum
við eftr þvi sem það hreyfði sig. Eng-
inn á skipinu hafði með sér mynda-
vél, svo tækifærið til þess að ná mynd
af þessari voðalegu skepnu v’ar tapað
Veiðimaðurinn Guy hafði eina með
sér þegar hann fór frá Swakofmund,
en hann braut hana með þvi að
fleygja henni í höfuðið 4 C'olo tveim
klukktvstundum eftir að við fórum af
«tað, en hann skaut á orminn. og
hrukku kúlurnar af honum, sem á stál
hefði skotið verið, og' virtust ekki
gjöra honum hið minsta mein.
Að siðustu gaf kaftéinninn skipun
um að halda áfram, og Lum-Lum hélt
áfram leiðar sinnar til Cape Town, og
það siðasta, sem við sáum til orms-
ins var, að hann vaggaði hausnum til
og frá, gjörði ókyrð mikla i sjóinn og
tók á rás með ferð mikilli í áttina til
Bight oí Benin.