Lögberg - 19.09.1918, Blaðsíða 1

Lögberg - 19.09.1918, Blaðsíða 1
SPIERS-PARNELLBAKING CO. ábyrgjast yður fulla vigt, beztu vörur fyr- ir lœgsta verð sem verið getur. REYNIÐ ÞA! TALSÍMI: Garry 2346 - WINNIPEG Þetta pláss er til sölu Talsímið Garry 416 eða 41T 31. ARGANGUR WINNIPEG, MANITOBA, FIMTUDAGINN 19. SEPTEMBER 1918 NUMER 38 Stefjabrot um Einar listamann Jónsson, flutt í kveðjusamsœti er honum og konu hans var haldið í Winnipeg 14. september síðastliðinn. Mér þykir sem befjist úr hafsins bóli í heiðbláa nálægð vor ættjarðarfjöll •og Fjallltonan tignprúð á stuðlabergs stóli með stjarnfjallað skautið hvítt sem mjöll. Þeim símlausu hugskeytum heyri’ eg ’ún beinar í hóp vorn: ‘ ‘ Eg bið j’kkur fyrir hann Einar. Með virktum hún má og af kurteisi kyssa ’ann hún Kólumbía; það sæmd mér eg finn, en, börn mín, þið vitið eg má ekki missa ’ann og minnist þess jafnan að hann er dýrasti drengurinn minn”. Þau hugskeyti móður oss feginleik fylla, því fjarvistum skiljum vér ást hennar bezt. Hvort mun oss ei ljúft þá að heiðra og hylla vom hjartfólginn bróður og aufúsugest, þann frömuð, er listanna megin-myndir lét meitlaðar, skýrðar við sagnanna lindir, í fylkingum hefjast sem helga dóma, er .heimur lista mun síðan dá, því verkin hans Einars lifa og ljóma, og Tjósið frá Sökkvabekk skín á “Einbúann” austur í sjá. Því efst upp að Sökkvabekks helgum hörgum hans hugsjónir flugu og sókndjörf þrá sem hvítir fálkar að himinbjörgum, er lieíðblámann fleygustu vængjum slá; en valfleyg hugsjón, í þrá við þrautir og þyngstu búsifjar, ryður sér brautir; nú stendur hann eins og stuðlabjörgin og stöpull frægðar og sæmd vors Tands, því myndirnar sínar liann hjó við hörginn, er í hugsjá andans hann sá' Einar Stefánsson Long. Fé)l í orustn á Frakklandi í Agúst. og Tifa í Tistverkum hans. Jón Runólfsson. FRAKKLAND Síðastliðria viku, eða síðan blað vort kom út síðast, má heita að hafi verið látlaus or- usta á vestur-vígstöðvunum og hafa samherjar mátt sín betur allstaðar, þrátt fyrir hina grimmustu mótstöðu sem Þjóð- verjar hafa veitt, sérstaklega síðustu dagana. Stærstu sig- urvinningar bandamanna vik- una sem leið, var við St. Mihiel og voru það Bandaríkjamenn, sem þann sigur unnu, það var fyrsta atlagan í stórum stíl, sem Bandaríkjamenn hafa gert einir, undir stjórn yfirforingja síns Pershings. Hið svonefnda St. Mihiel SaTient (oddi), sem myndaðist snemma í stríðinu, var hættulegur fyrir franska herinn, því St. Mihiel er vígi gott, og hægt að veita árás á báðar hliðar. Þetta vígi fengu Bandaríkjamenn skipun um að taka, og hófu þeir atlögu 13. þ. m. á 11 mílna svæði, og léttu ekki fyrr en þeir höfðu sópað Þjóðverjum í burt og náð því takmarki að fullu, sem þeim var sett. 1 þessu áldaupi tóku Bandaríkjamenn fjölda fanga, nokkra bæji og mikið af alls- konar herfangi. Nú er her Gen. Pershings kominn svo nærri Metz að Þjóðverjar eru komnir inn í vígi borgarinnar, sagt að hann sé nú að eins fjórar mílur ■frá borginni, og eru því Þjóð- verjar farnir að sjá hvernig það er að berjast í heimalandi sínu, áagt er að Bandaríkja herinn hafi hafið eða sé að hefja annað áhlaup á þessum stöðvum og má ætla að frá þeim heyrist bráðlega á ný, því þeir hafa aldrei enn lagt til atlögu í þessu stríði án þess að ná settú marki. Bandaríkjamenn sækja fram einir á 33 mílna svæði suðvestur frá Yerdun. Þýzkaland og Rússland. Skoðun bjóðverja... 1 þýíka ritinu Preussische Jahr- biicher, skrifar Dr. Hanis Delbruck all-langt mál uim fri'Sarsamningana viö Rússa, og afstöBu Þýzkalands gagnvart nágrannaþjótSunum. Friöarsamningarnir, sem kendir eru vi?S Brest-Litovsk, og vitanlega voru ÞjótSverjum í vil aö flestu eöa öllu leyti, hafa þó hvergi nærri hlotið einróma samúö hinnar þýzku þjóbar. Þa8 eru til þýzkir menn, og þeir eigi aillfáir, er telja Þjóöverja hafa hlot- iö of stóran sigur í þeim viöskiftum, og óttast aS fyr etSa síSar hljóti rúss- íieska þjóSin aS sjá, aö hún hafi þar verið illa leikin, og muni hún þá vafa- laust hyggja á hefndir og reyna ab ná sér niöri á þýzku þjóöinni. Þessir óánægöu menn halda því fram, aö hyggilegasta leiöin mundi vera sú, að reyna að tryggja sem bezt sam- bandið við Rússland með velvild og bræðrahug, og láta lönd þau, er Þjóð- verjar hafa þegar tekið af Rússum, halda áfram að v’era í einhverju mál- efnasambandi við hið rússneska ríki í framtíöinni. Og veröi þessari stefnu eigi framfylgt, óttast þesir sömu rnenn, aö Rússland hljóti óumflýjan- lega aö lenda í líttrjúfanlegt banda- lag við Englendinga og Frakka, og jafnvel Bandaríkjamenn og búa sig undr hefnd af öllu afli. Þannig hef- ir nokkuð af lýöisinnuðu blöðunum lit- ið á þessi mál. Upprunalega voru það hægrimannablöðin, er héldu því fram sem sjálfsögðu að Rúss- land hlyti að verða viniveitt Þýzka- landi uim óyfirsjáanlegan tíma; en nú eru það vinstrimenn og málgögn þeirra, er telja vissara að reyna að vinna trauist rússnesku þjóðarlnnar, með sanngirni og tiilhliörunarsemi, og telja bæði hættulegt og ranglátt að þröngva kostum hennar, eða særa eðlilega mietnaðartilfinningu. Sam- kvæmt þessairi kenningu ganga þeir út frá því sem vísu, að Rússland, þótt sætt hafi stórkostleguni breytingum og orðiö að líða margvíslegar hörm- ungar, haldi samt áfram að vera stórveldi. | HiS helga Rússland. Skoðun manna 'þessara svarar Dr. Delbrúck 'þannig, að það hafi verið keisaradómurinn og einveldið, sem gjöröi Rússa að stórþjóð.—Eru nokk- ur líkindi til þess að veldi, sem hafði mátt til þess að leggja undir sig allar nágrannaíþjóðirnar, frá Lapplandi til Caucasus, og frá Vistula til Amur, og hafði allan hug á að yfirvinna enn- þá fleiri lönd, muni nokkurntíma aft- ur rísa úr rústum, úr því að það á annað borö varð mát. Hann segir ennfremur, að stórmikill meirihluti af auðæfum Rússlands sé nú aö engu orðinn, þótt að vísu sé þar mað eigi loku skotið fyrir, að tekist geti seinna meir aö safna einhverju í handrað- ann aftur. En bregðist slik fjárhags- leg endurfæðing, verður hervald Rússlandis, sá máttur, er lyfti þjóð- inni bæzt um eitt skeið, aldrei aftur fenginn. Aleiga Rússlands um þess- ar mundir er lítið annað en feikna- stórir landfiákar og geysimikill mann- fjöldi. En þetta tvent út af fyrlr slg, riægir á engan hátt til þess að skapa stórþjóö. En hví ætti þjóð, sem ver- ið hefir eins voldug og Rússland, eigi að geta rétt við aftur eftir ósigurinn 1915, og innanlandsbyltinguna 1917, alveg á sama hátt og Prússland geröi forðum daga ? Dr. Delbrúck telur slikt alveg ó- hugsandi, vegna þess að hinar eldri máttarstoðir þjóðarinnar séu nú horfnar úr sögunni, og engar aðrar “Sæl er hver hreinskilin sál, á sakleysi og hreinskilni- byggist sannleikans sigrandi trú; hún sjálf er eitt barn hér að ofan”. Þannig talar Tegnér, hið innblásna skáld Svíanna, til fermingarbarnanna, þau andríku orð mega standa 9em yfirskrift, yfir lífi Einars. éHann kunni ætíð bezt við að þeim íslenzka siö væri haldið að nefna fólk skírnar- nafni, og því gjöri eg það nú). Þykk sorgarskýin hafa gruft yfir hinu vestur-íslenzka mannfélagi í seinni tíð. Sí og æ hafa skeytin bor- ist um særðan eða fallinn íslending á vígvellinuim. En harmafregnin ekki minst v'ar sú, sem barst íslenzka mann félaginu í Winnipeg fyrir skemstu, að fallinn væri einn hinn efnilegasti maður úr hópi ungra Vestur-íslend- inga, Einar Long. Nákvæmar fréttir höfum vér ekki fengið, því þeir, sem honum stóðu næst eru á ættjörðinni, íslandi, og þangað hefir andlátsfregn- in verið -skrifuð. En vér hér vestra nutum hans á aðal-starfstíma hinnar stuttu æfi hans, með oss var hann samvenkamaður og vér lærðum að þekkja hina ungu hreinu sál hans; þessvegna syrgjum vér. Orð frá ihonum sjálfum fyrir ári siðan, er hann frétti lát annars Vest- ur-íslendings með drenglynda, hreina sál, Gilberts Jónssonar, eru ekki fjarri því að lýsa tilfinningum vortun nú: “Eg hryggist ekki, því eg veit, að hon- um líður nú betur en fyr, og að sál hans, sem ætíð var svo stór og göfug hefir nú meira ljós og betra svigrúm til þroska. En söknuður hefir fylt sál nlína meiri og dýpri en eg hefi rtokkru sinn fyr fundið til”. “Ó, ihve fórnin er sár fyrir þá, sem líða í striðinu, og lí'ka fyrir vinina sem lieima sitja og mannfélagið harmi lostið við fsáfall þessara ágætu mngu manna! Drottinn minn, “hvað lengi, hvað leng* I” Einar var fæddur að Nautahvómm- iim í Norðfirði i Suður-Múlasýslu á íslandi 22 desember, árið 1891. For- eldrar hans voru þau hjónin Stefán Bjarnason og Guðbjörg Matthiasdóttir Faðir hans er dáinn, dó eftir að Ein- ar fór i stríðið og var þá móðir hans skilin eftir með þrjú börn innan við fermingu. Var það ætlun Einars að heimsækja hana að stríðinu loknu og veita henni aðstoð, sem hún þyrfti. Longs nafnið tók Einar upp eftir að hann kom hingað vestur og er það úr móðurætt hans. Móðurafi hans var Matthías Matthíasson Long bróðir þeirra Longs bræðra í Winnipeg, Bergsveins og Sigmundar. Englend- ingur, sem bar það nafn, settist að á íslandi og frá honum er hin íslenzka Longsætt komin. Þegar Einar var 5 ára gamall var hann tekinn til fósturs af séra Jóni Guðmundssyni að Nesi í Norðfirði og er séra Jón bróðir Friðriks Guðmunds sonar, að Mozart i Saskatchewan. Hann og kona hans reyndust honum ástríkir fósturforeldrar og og hlyntu þau að heill hans á allan mögulegan hátt. Viidi séra Jón að Einar gengi hinn vanalega skólaveg á íslandi en einihverra orsaka vegna var hann því Jráhv'erfur og tók heldur það ráð að fara suður í Reykjavík til að læra klæðasaum. Við það starf var hann þangað til sú verzlun, er hann vann fyrir, hætti. Hvarf hann þá austur aftur til fósturforeldra sinna og afréð að fara til Ameríku. Til Winnipeg kom hann í júlt sum- arið 1909, og réð sig fljótlega í vinnu hjá bónda vestur í Qu’Appelíe-bygð- inni íslenzku í Saskatchewan. Þar var hann einnig næsta vetur og byrj- aði þá að ganga á alþýðuskóla ásamt því sem hann vann fyrir sér. Fyrsti kennari hans í þessu landi var Miss Einar Stefánsson Long. Jenny Johnson, þá kennari þar í bygð- inni, nú hér í Winnipeg. Á þessu timabili komst hann einnig í kynni við síra Hjört Leo, sem þá var sóknar- prestur á því svæði. Tókst brátt með þeim kunningsskapur, sem varð að óslitnum vinskap. Síra Hjörtur fór þegar i stað að v'eita Einari nokkra tilsögn, enda var þá vöknuð löngun hjá honum tl að ganga mentabraut- ina og helzt að verða prestur. Haustið 1911 byrjaði hann nám við Wesley College í Winnipeg, og sett- ist auðvitað í neðri bekk undirbún- ingsdeildarinnar. Skortur á ensku- kunnáttu stóð honum fyrst framan af mest fyrir þrifum, en þó var hann fljótur að nema ensku, eins og hann var fljótur við alt nám. Hann var beztu hæfiíleikum gæddur, var sér- staklega fljótur að skilja, hafði skýra, rökfræðilega hugsitn og gott minni. Þolinmæði að sitja yfir lestri hafði hann ekki ætíð að þvi sk ipi, en gáf- urnar voru leiptrandi f örugar. Námsbrautin vavð 1 nv.m nokkuð erfið og slitrótt sökum> „iir-ktar. Þó i hjálpuðu honum nokkrir me'nn. Með- al þeirra má nefna Thorstein Oddson, Dr. Brandson, B. M. Long og síra Hjört Leo. Sjálfur vann hanr, við hvað sem bauðst. Athvarf átti hann einni'g hjá Friðrik Guðmundssyni að Mozart, var hann hjá honum tíma og tima, og þar taldi hann helzt heimili sitt hér í Amerí'ku. Skólagöngunni v'ar lokð 1916, þegar hann gekk i her- inn, og átti hann þá tvö ár eftir til að útskrifast sem súdent frá Manitnba háskólanum. Auk þess, sem nú hefir verið getið, var starf hans hér vestra einkum fólg- ið í því að kenna og leysa af hendi ýms kirkjuleg og félagsleg störf. Hann kendi á alþýðuskóla bæði í Grunnavatnsbygðinni í Manitoba og Vatnaibygðinni í Saskatchewan. Um kenslustarf hans veit eg einna minst, en það veit eg, að honum var sýnt um það að útiskýra og segja frá, og eftir því að dæma hefir hann verið vel til þess fallinn að kenna. Kirkjustarfið var hans aðalstarf. Það, sem laut að trú, guðfræði og kirkju, var ihans líf. Ekkert heillaði hug hans eins mikið og þau málefni. Um þau efni hugsaði hann sífelt, og ekkert lá honum eins þungt á hjarta eins og það, að verða á þeim sviðum að liði. Um eitt skeið virtist nýja guðfræðin ætla að hertaka hann, en frá henni var hann horfinn nokkru áður en hann gekk í herinn og búinn að eignast heita og sterka trú á guð- dóm Jesú Krisits, í þeim skilningi sem 'hin almenna kristna kirkja hefir kent hann á öHutn öldum. Áhuga sinn í þeint efnum sýndi hann meðal annars í því, að hér í Winnipeg fékk hann unga menn til að koma saman til biblítisamiesturs. Hann var einn af fyrstu meðliimium Skjaldborgar-safn- aðar hér i bæ, starfaði þar í sífellu þegar hann var hér í bænum, var fyrsti forseti safnaðarinis og einn vet- ur prédikarL hans. Aldrei held eg að eg hafi svo fengið bréf frá honum, eftir að hann fór héðan af landi burt, að hann ekki mintist á Skjaldborg, og það með sterkum áhuga og fullri vissu um það, að söfnuðurinn hefði köllun til að vinna nauðsynlegt og mikið verk fyrir guðsríki. Eitt sumar var hann á vegum sira Hjartar við kirkjulegt starf í Lundar-prestakallinu. Meðal annars prédikaði hann þá á hverjum sunnudegi. Prédikanir hans báru vott urn einlæga trú og góða hæfileika. Það v'ar ávalt lærisveinn Jesú Krists, sem þar talaði, enda var hann fast- ákveðinn í því, að láta boðun krstinn- ar trúar verða sitt æfistarf, og þar gjörðum vér oss allir, sem þektum hann.hinar beztu framtíðarvonir. í öllu félagsstarfi, hvort heldur var í Good-Templar-stúkunni, ungmenna- félagi- safnaðarins eða annarsstaðar, var hann ákjósanlegasti stuðnings- maður. Þar komu hans fjölbreyttu gáfur, hin makalausa kátína og hið óviðjafnanlega fjör hans, að góðum notum. Glaðlyndi hans var smltt- andi og einbeitni og áhugi hans voru öfl til framkvæmda. Hann var vel máli farinn, hafði gott vald í islenzkri tungu og hafði það til að bera, sem þarf til að vera ötull og skemtilegur starfsmaður í opinberum félgsskap. Ernn vetur ávann hann sér heiðurs- pening (medalíu) í mælskusamkepni stúdentafélagisins. Var liann þá 1 undirbúningsdeildinni í WesTey Coll- ege, og kepti við þá, sem voru komnir töluvert lengra í skólanum. Hann innritaðist sem sjálfboðaliði i 203. herdeildina 28. febrúar 1916 Han gjörði það vegna þess að sam- vizkan leyfði honum ekki annað, að hér væri um skyldu að ræða, og hann gæti ekki talist annað en ómenni, ef hann ekki legði krafta sína fram á þenna ihátt til stuðnings réttlætinu. En hugsun hans var að vinna rauða- kross starf; hann hrylti við að taka líf; en sínu eigin lífi var hann fús til að fórna. Hann var all-lengi við kenslustarf á herstöðvum á Englandi eftir að hann kom þangað, og hefði liklegast getað verið þar enn; þá kom aftur skylduröddin, sem ekki lét hann í friði. Honmn ganst skyldan vera yfir á Frakklandi. Þangað gat’hann ekki farið nema að fara í skotgrafir, og liætta við Rauða kross starfið. Hann tók þann kostinn og krafðist þess að hann væri sendur yfir um. Það var seint í fyrra haust. Frézt hefir að 'hann væri aftur kominn að Rauða kross starfi nú síðast, sem er engpt hættu minna en var Iionum geð- feldara. Aldrei kvartaði hann samt. Jafnvel síðan það fréttist að hann væri dáinn, komu bréfspjöld frá hon- um, rituð 2. ágúst, þar sem hann tek- ur það fram að' sér líði vel (“well and happy”). Vinur hans, sent er í stríð- inu á Frakklandi, hefir skrifað það, að hann hafi verið að binda um sár hermanns á vígvellinum, þegar kúlan kom, sem réði honum bana, 9. dag ágústmánaðar. Átakanlegt er að hugsa til þess, að sjá hann hér á jörð aldrei framar. Eg Veit að öllum, sem þektu hann, fins stórt skarð autt þar sem hans misti við; en óneitanlega var fórnfýsi hans aðdáanlega fögur. Hann var frábærlega hreinn og einlægur í sál og öllu lífi sínu. Nærri ómögulegt er oss að ^ætta oss við að misa hann; en það sem helzt ávinnur það, er sú sannfæring, að hann hafi gefið sitt hreina líf sem fúsa fórn til stuðnings því málefni, sem drottinn á sínum tíma lætur verða öllutn til blessunar. R. Marteinsson. KVEÐJA til Einars, Jónssonar frá Galtafelli Winnipeg, 14. sept. 1918. Við móðurlands fjall-brjóstin mjúk og græn, vér minnumst þín fyrst eins og drengs á bæn í sælunni sveitafriðar, með sumar á allar hliðar. Og víðsýnið beillaði huga þinn, — en Hulda með útbreiddan faðminn sinn bauð þér til huliðsheima, að hugsa þar, starfa’ og dreyma. Og altari listanna leiztu þar------ við lýsigull norrænnar menningar og íslenzku móðurmerkin, þú mótaðir listaver'kin. Einn fegursta drauminn úr sjálfs þíns sál þú seiddir í Útlagans þagnar-mál, og túlkaðir tign þíns vilja á tungu sem allir skilja. Nú hefir þá löghelgast landnám þitt — listanna drotning veitt goðorð sitt einróma’ á andans þingi, íslenzkum stór-snillingi. Samt bíða þín framundan björtust lönd og brúðför um ónumda sigur-strönd, þar sem íslenzkri ljósþrá orna útsýni heiðra morgna. Einar P. Jónsson. annan veg. — Það eru til tnenn íj hverft við fregnina um fall hans og Þýzkalandi, sem halda því fram, að dapurt í huga, en þó sá eg að tilefnið sýnilegar í staðinn, er hafi eins mikið burðarmagn. Rússlanid var um eitt skeið stór- v'eldi, ekki einungs vegna þess, að fólikið og ríkið áttu fyrir miklu afli að ráða? heldur einnig og aðallega af þeirri ástæðu að fólkið, ríkið og kirkjan myndaði eina órjúfandi heild. — Rús&ar skoðuðu Rússland eigi ein- ungis föðurland sitt, heldur land hinn- ar heilögu feðrakirkju, og við það varð landið alment kallað Iloly Russia — Rússland hið helga. — Föð- urlandsást og þjóðræknistilfinning Rússa var tvinnuð úr tveimur aðal- háttum, helgiblæ trúarbragðanna og herfrægð og sigurvinningum. Nú um leið og þessir tveir meginþættir eru aj^engu orðnir; hefir föðurlands- ástin sloknað; keisaradÓhturinn hefir beðið sinn aldurtila, herinn allur óvig- ur, einveldið svo í molum, að þar sézt eigi steinn yfir steini^ o. s. frv. Hvað ætti þá að geta bjargað þjóðinni? , Hin rússneska kirkja hafði bygt upp rússnesku þjóðina, og hún var móðir hins nýja keisaradóms. Nú getur sú kirkja ekki framar endur- reist Rússland að nýju, vegna þess að hugsjónir þær, er gáfu henni máttinn, fara algjörlega í bága við skoðanir og stefnur þeirra manna^ er nú halda um stjórnvölinn \ Rússlandi. Sé aftur á móti um það hugsað að gjöra Rússland að hernaðarlegu stór- veldi, þá þarf fyrst að koma föstu skipulagi á fjármál þjóðarinnar. — Það er ómöguilegí að hafa traustan og ábyggilegan her, án þe9s að fjár- málagrundvöllurinn sé nægilega styrk- ur. En einungis endurreisn á svæði fiármálanna gæti gjört Rússland að stórveldij á tiltölulega stuttuni tima; en fyrir slíku mun þó tæpast þurfa að gjöra ráð að sinni. AstœSulaust aS óttast hefnd Dr. Delbrúck finst það eigi annað en eniber hégómi og barnaskapur, að vera að tala um hlífð og tilhliðrunar- semi gagnvart Rússlandi. Hann seg- ii að engin minsta ástæða sé til þess, að óttast hefndir frá Rússa hálfu. — ekki komi til nokkurra mála að skilja fylki þessi frá Rússlandi að fullu og ÖIlu. En Dr. Delbrúck fullyrðirf að það sé sama sem opinn dauði fyrir fylkin, að verða aftur sameinuð Rúss- landi. — Allsterkur flokkur manna í Þýzkalandi heldur því fram, að fylki þessi eigi að verða sameinuð við Þýzkaland, en hafa þó nokkuð mikið sjálfræði í stjórnmálum. Dr. Del- brúck telur rnestan vandann af mál- Um þesum stafa af vantraustinu, sem Bandaþjóðirnar ali til Þjóðverja, út af siglingum þeirra um Finska fló- ann; en orsök þeirra telur hann vera þá, að Þjóðverjar hafi af einskærri hjartagæzku ákveðið að hjálpa öllum þesisum þjóðum til sjálfstæðis, en svo hafi það alt verið lagt út á verri veg. Dr. Delbrúek varar Þ.jóðverja Við að innlima nokkrar þjóðir og gjöra þær algjörlega þýzkar. Hann segir að Lithuaniu-spurningin verði eigi að- skilin frá Póllandi, og að afstaða Pól- lands sá óaðskiljanleg frá Ukraine. En hvað svo sem verður ofan á að ófriðnum loknum, að því er snertir stjórnskipulag Finnlands og þessara tveggja baltisku fylkja, þá sýnist þó harla ótrúlegt, að völd Þýzkalands og Austurrikis aukist að nokkrum mun á kostnað þessara þjóða, er öll kurl verða komin til grafar. Afstaðan á austurstöðvunum hefir gjörbreyzt. Sundurliðun Rússlands er þó vitanlega stærsti þátturinn. Var margfalt meira til gleði og fagn- aðar. Hann lofaði mikilli og fagurri framtíð, en nú sýndist mér þó há- markinu náð; meira varð ekki gjört, lengra verð.ur ekki komist en að fórna sjálfum, sér, með, því, hugarfari, og hjarta sem hann bar í brjósti. Eg tek því í hönd þina, vinur minn, og óska þér til hamingju. Þú hefir leyst af hendi dagsverkið þitt, svo göfugt og fagurt, og nú ertu kominn heim. G. F. Guðmundsson. Silfnrbrúðkaup á Gimli. Meira gat bann ekki. Auðvitað gæti vel verið að þeir kynnu að hyggja á hefnd, en hætta gæti eng in af því stafað. Af endurfæddu Rússlandi telur hann heldur enga hættu gcta stafað, því nú bendi fátt til slíkrar endurfæðingar. En hann kveður það verða muni hlutverk Þjóðverja í framtíðinni^ að verja menningu heimsinis gegn Bolshevikl- stjórn og Bolsheviki-kenningum. FramtíS Baltisku fylkjanna. Að því er snertir framtið Livoniu, Esthoniu og Finnlands, þá mundi flestum frjálst hugsandi mönnum þykja sjálfsagt, að láta íbúa þessara landa sjálfráða um það, hverskonar stjórnskipulag þeir kjósi sér að búa við. Þó stendur nokkuð öðruvísi á með Finnland, heldur en hinar tvær þjóðirnar. Finnland mundi að öllum líkndum verða fært um aö stjórna sér sjálft, eftir að íbúar þess, með aðstoð Þjóðv’erja, hefðu hrint af sér Bolshe- viki ánauðarokinu. En afstöðu Est- honiu og Livoniu er skipað nokkuð á France 16. ág. 1918. Herra ritstjóri! Viltu gjöra sv’o vel að ljá þessum linum rúm í Lögbergi. Einar Stefánsson Long féll 9. ág. síðastliðinn í ihinu' mikla áhlaupi Canadamanna. Eg veit að Einar sál. átti skýra frændur og marga vini í Winnipeg, og hugsa eg að þeir hafi nú þegar séð um æfiminningu hans, enda langaði mig aðeins til að leggja fram, |>ó lítið sé, til minningar um fallin vin. Við máttum heita fóstbræður, og eg veit að bandalagið hefði ekki verið traustara, þó við hefðum rent blóði saman að fornum sið. Við vorum saman drengirnir heima á Fróni um tíma. og síðar hélt hann oft til vestra á okkar heimili á milli skólagöngu. Við áttum margt saman, höfðum bygt og áæ'tlað saman. Nú verður þó skilið imi stund, en eg veit að honum eru aðeins frjálsari hendur og léttara um með öll hreinu og fögru áformin sín. Hann var í líknardeild áttundu her- deildarinnar, og var að binda urn sár eins félaga síns þegar kúla óvinanna réði honum bana. Eg vissi að hann hafði oft áður bundið um sárin með- bræðra sinna á margan hátt, og hann þráði það eitt að mega í framtíðinni vinna að heill og hag sambræðranna allra. Vinir hans margir munu má- ske minnast hans mest vegna gáfna og skarpleika; en þeir, sem þektu hann bezt, munu geyma lengst minn- inguna um hans hreinu og einlægu sál. Mér varð, af mannlegum veikleika, Þann 15. ágúst s.l. áttu þau hjónin Jóhannes kaupmaður Sigurðsson og kona hans Þorbjörg Jónsdóttlr, 25 ára giftingarafmæli. Voru þá liðin 25 ár frá jm að þau giftust. Voru }>au gefin saman hér í Winnipieg af sira Matth. Jochumssyni, er j>á var stadd- ur hér sem gestur Vestur-íslendinga árið 1893. Hafa þau síðan lengst af átt 'heima i Nýja íslandi, ýmist á Hnausum eða á Gimli, þó nú um nokkur undanfarin ár hafi þau verið hér í bænum á veturna. Hefir Mr. Sigurðsson rekið verzlun á báðum jjessum ofangreindu stöðum og standa þær verzlanir enn með mi'klúm blóma. Nú fyrir allmörgum árum síðan mynd- uðu ]>eir verzlunarfélagð “Sigurðs- ^ son Thorvaldson Ltd.”, hann og I Sveinn Thorvaldson kaupmaður við íslendingafljót. Hefir félag jætta nú fjóra verzlunarstaði: við Árborg, íslendingafljót, Hnausa og Gimli. Mun það vera hið lang-stærsta og mesta verzlunarfélag meðal íslend- ir.ga vestan hafs. Auk algengrar búðarvöru, verzlar það með timbur í stórum stil og kaupir mestallan fisk, sem veiddur er í Winnipegvatni o. fl. Þessa afmælis þeirra hjóna var minst með heimsókn nokkurra vina og vandanranna þeirra í Nýja Islandi, er komu heim til þeirra þenna dag og færðu }>eim árnaðaúóskir sínar. Fyr- ir hönd vina og ættingja á Gimli færði bæjarstjóri Bergj>ór Thordar- son, herra Ágúst Polson og Th. Thordarson jæim skrautritað ávarp í fagurri silfurumgjörð. Frá Hnaus- um og íslendingafljóti var þeim færð mjög falleg silfurkarfa með blómum. Ennfremur færðu þeim nokkrar kon- ur á Gimli sinn blómvöndinn liver. Eigi var efnt til neinnar samkomu, því á jæssu sumri höfðu verið veik- indi á heimilinu og þótti því bezt viö eiga að láta alt fara fram sem kyrlát- ast að auðið yrði. Hefði vinum þeirra annars verið ljúft að fá tækifæri til j>ess að 'heimsækja þau á þessum degi og votta þeim bæði þakklæti sitt og vináttu fyrir svo margt og margt á liðnu árunum. En í buganum beina þeir óskum sínum til j>eirra, um gleði- ríkan æfiferil alt til enda, og bjarta, gleðiríka og sigursæla framtíð. í hópi vor tslendinga hér v'estra ertt }>au hjón í tölu vorra allra nýt- ustu og beztu nvanna; því samfara ráðdeild, hagsýni og dugnaði, hafa þau góðan mann að geyma, og dreng- skap haldgóðann og sannann. R.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.