Lögberg - 19.09.1918, Blaðsíða 2

Lögberg - 19.09.1918, Blaðsíða 2
2 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 19. SEPTEMBER 1918 Endurmiimingar frá Miklagarði. Eftir Henry Morgenthau fyrv. sendiherra Bandaríkjanna Rússa 1915, átti eingöngu rót sina aB. rekia til bess, aS herinn hafði Framh. Framh. En hiiS hættulegasta af öllu var þó vafaluast þaö, aö með þessu hátta lagi var komiö í veg fyrir að Eng- lendingar og Frakkar gætu sent til Rússlands fullnægjandi forða af vopnabúnaöi, til þess a8 geta stemt stigu fyrir yfirganga Þjóöverja. — Um leiö og Hellusundi var lokað, uröu Rússar einvörðungu aö treysta á þær vopnabirgðir, er þeir gátu feng- iö frá Archangel og Vladivostok. — Þaö er nú löngu orðið kunnugt al- þjóö manna aö hinn feiknalegi ósig- ur rekja til þess, ekkert í höndunum til þess aö berjast meö. — Þjóðverjar höföu gert hverja tilraunina á fætur annari til þess aö reyna aö skilja sundur hina ensku og frönsku heri, samt haföi þó sú fyrir- aetlun mishepnast upp til þessa tíma, sem þetta er ritað. En meö því að loka Hellusundi, seinni part septem- bermánaöar 1914, tókst þeim aö ein- angra Rússa frá bandamönnum sín- um. Næstu vikurnar á eftir var einkenni legt aö litast um á Bosphoruis. Hundr- uö skipa, hlaðin korni frá Rússlandi, Rúmeníu og Búlgaríu, komu daglega inn að sundinu, og fundu þeim til mík- illar undrunar, aö siglingaleiö þessi var harðlokuð. Skip þessi gátu eng- an hafnarstaö fengiö, og neyddust því til aö varpa akkerum úti fyrir og bíða átekta. Varð þyrpingin brátt svo þétt, aö illkleyft var aö komast á litilli gufusnekkju á milli þeirra. — Tyrkir létu ávalt í ljós þá von, að sundiö mundi bráöum veröa opnað aftur til siglinga; þessvegna biöu skipin og fjölgaöi tölu þeirra allmik- iö á hv'erjum sólarhring. En smátt og smátt fóru skipin aö komast að raun um, aö biöin mundi veröa árang- urslaus og drógu þau sig hvað af hverju inn í Svartahafið og til heim- kynna sinna. Og innan fárra vikna var Bosphorus og nærliggjandi höf í eyöi og tóm og myrkur yfir djúpinu, ef svo mætti aö oröi kveða. Á þess- ari frægu siglingaleið sáust hér eftir ekki nema fáeinir tyrkneskir smábát- ar. Sá, sem vill fá nákvæma og rétta hugmynd um þaö hverjar afleiðingar siglingabann þetta hafði fyrir stríöiö i heild sinni, þarf eigi annaö en aö varpa hugarsjón sinni til austurvíg- stöövanna, og þess er gjörðist þar áriö eftir, þar sem vopna- og verju- lausar þúsundir rússneskra bænda og verkamanna þttu afli viö hiö þýzka fótgöngulið, þaulæft og eins vel út- búiö og hugsast gat. Og á sama tíma lágu þó stórir kestir af hergögnum, bæði á höfnum viö íshafið og víðar, sem áttu aö fara til Rússa, en gátu eigi flutt til sjn hvaö sem í boöi var, sökum þess aö þangað lágu eng- ar járnbrautir, og var þess því eng- inn kostur aö koma þaðan nokkrum vopnum til orustuvallanna. til þess aö kaupa ósköpin öll af léleg- um vörutegundum frá hinum og þess- um Norðurálfuþjóðum. Tyrkneskir stjórnmálamenn höföu mótmælt aöferö þessari árum saman og haldið því fram að hún særöi og drægi úr eðlikgum metnaöi þjóðar- innar, auk þess sem þaö stæði í vegi fyrir þroska og efnalegum hagsmun um einstaklinganna. En þetta fyrir- komulag var nú einu sinni oröið þann- ig, aö Tyrkir voru á engan hátt megn- ugir að breyta því nema meö sam- þykki allra hlutaðeigenda. Þó sýnd- ist eins og tækifærið til breytinga ganga í greipar þeirra; bæði sam- bandsþjóðirnar, og eins Þjóöverjar, voru í óöa önn að hjálpa Tyrkjum til þess aö rækta landið. Um þær sömu mundir, er Þjóö- verjar hófu vígaferlaleiðangur sinn, með Paris aö markmiði, þá gaus upp sá kvittur í Miklagaröi, að þeir heföu beitið Tyrkjum aö sjá um aö afnumd- ar yröu tafarlaust allar skoröur á tollalöggjöf Tyrkja, gegn tryggingu fyrir liöveizlu Tyrkja þeim til handa í stríðinu, og önnur fregnin hélt því fram? aö Englendingar heföu boðið Tyrkjum hina sömu kosti, ef þeir vildu vera hlutlausir, en h.vorug þess- ara frétta var sönn. En hvað sem því leið, þá var þó hitt vist, aö útlending- unum í Tyrklandi leizt ekki meira en svo á blikuna, öllum nema Þjóðverj- um aö minsta kosti, því ef slakaö var til á gömlum sáttmálum í einu viö Tyrkjann, gat fleira fljótlega á eftir fylgt, og óvíst orðið um rétt útlend- inganna. Enda mun hafa fariö ónota hrollur um flesta viö þá tilhugsun? aö eiga á hætunni aö lenda undir borg- aralög Tyrkja, eöa þá ef til vildi i tyrknesk fangelsi; og eg hygg aö al- menningi skiljast aö ótti sá hafi ekki verið ástæöulaus. — Heimili mannsins, er stœldi Napoleon. Um þetta leyti atti eg all-Iangt sam- tal viö Enver. Hann hafði beðið mig aö koma til einkabústaðar síns, sökum iþess aö hann varð aö halda .kyrru fyrir í nokkra daga, vegna i- giörðar, er hann fékk í eina tána, og læknir lians hafÖi nýlega skorið I. Þar fékk eg sannarlega eftirminni- lega mynd af hinum tyrkneska her- málaráðgjafa og heimili hans. Bú- staður han's ]á í kyrlátum, en þó afar- skrautlegum hluta iborgarinnar, þar sem einungis stórhöfðingjarnir áttu heima; byggingin var nokkuð gömul cn afar-skrautleg. Þjónn einn tók á VI. Annað atriði, sem nú kom til sóg- unnar á ný, þótt heföi aö vísu verið á dagskrá nokikra undanfarna mánuði, en þaö var afstaða Tyrklands í al- þjóöasambandnu, —. sáttmálar þeir, er gjöröir höföu veriö fyrir langa löngu og snertu útlendinga, sem bú- Settir kynnu aö vera þar í landi. Tyrkland haföi í raun og veru aldrei notiö fullkomins jafnréttis viö hinar Noröurálfuþjóðirnar — í raun og veru aldrei veriö beinlínis fullveöja einveldi. Lög og venjur soldáns voru harla ólikar því, sem jafnvel Moha- medstrúarmenn í öörum löndum höföu átt aö venjast, aö hvorki Ame- ríka né Noröurálfuþjóöirnar höföu nokkru sinni álitið tiltækilegt, aö fela Tyrklandi borgara sína til umsjár. Mörg Norðurálfuríkin, og eins Banda ríkin, höföu til dæmis sína eigin dóm- stóla til þess aö skera úr glæpamálum og hegna fyrir þau( þótt framin hefðu verið innan vébanda Tyrkja. Vér höföum vora eigin skóla, starfrækta samkvæmt reglum vorum og lögum, algjörlega án ihlutunar frá Tyrkja hálfu. Þannig stóöu til dæmis Ro- bert College og Constantiople kvenrta- skólinn á ameriskri landareign? beint fram undan sendiherra'bústaönum, og sko^aöi sendrherrasveit vora 9em sinn eina, ábyggikga verndara. Ýmsar aðrar þjóöir höföu sín eigin pósthús « landinu — vildu síöur eiga á hætt- unni aö láta Tyrkjann handfjatla póstbögglana. Tyrkir höföu heldur eigi frjálsar hendur, aö því er snerti skatta og álögur á útlendinga búsetta í landinu. Þeim var bannað að hækka innflutningstolla án samþykk- is stórveldanna. Árið 1914 máttu Tyrkir ekki innheimta nema 11 af hundraði innflutningstolla, en voru þó að reyna aö fá haekkun smátt og smátt upp í 14 af hundraði. Vér höf- um ávalt fyrst litið til Englands eins og fyrirmyndar, aö því er viö kom frjálsri verzlun; þó mun takmörkun þessi hafa gjört Ottoman-einveldið aö ósjálfráðum áhanganda Cobden. — Tyklandi v'ar þannig óbeinlinis varnað þess af hálfu stórveldanna, aö koma á fót nokkrum verulegpm iön- aðarfyrirtækjum í landinu sjálfu heldur voru þeir blátt áfram neyddir móti mér og fylgdi mér í gegn um ein þrjú eöa fjögur anddyri, og um leið og eg gekk í gegn um þaö síðasta, sá eg snöggvast prinsessuna hans ‘En- vers, og leit hún snöggvast til min for- vitnisaugum. Dálitið innar sá eg aöra konu, nokkuð eldri, sem einnig sýndist undrandi. Að lokum kom eg inn í herbergi Env’ers, þar sem hann lá í afar-skrautlegum leguibekk; hann var í siöri silkikápu meö belti um mitt- iö. Mér sýndist hann vera langt um unglegri i þessuim klæöum, heldur en í einkennisbúningnum; andlitið var fölt, en hörundiö mjúkt og fallegt, háriö tinnudökt og ihrokkiö, fingurn- ir nokkuö langir en undur vel lagaö- ir. Maöur heföi auðveldlega getaö tekiö 'hann fyrir að vera talsvert inn- an viö þrítugt, og í raun og veru var hann nú ekki nema rúmlega þrítugur. 1 stofunni var bæöi píanó og fiðla, sem bar vott um söngnæmi hans. Gólfin voru öll klædd dýrindis dúkum, og á upphækkuðum palli var loga- gyltur stóH — giftingarhásæti hinnar ungu brúðar Erivers. Eg hvarflaði snöggvast augunum um herbergiö, og gat eigi annaö en undrast yfir öllu skrautinu, og eg verð að játa að ýms- ar kynlegar spurningar risu upp í huga mínum. — Mér varö ósjálfrátt að spyrja sjáilfan mig þeirrar spurn- ingar í hljóði, sem reyndar virtist vera nokkuð almenn í Miklagarði. Hvaöan komu Envet peningar til þess að að kaupa fyrir alt þetta skraut? Mér vitanlega átti hann engar fasteignir, foreldrar hans höföu verið .bláfátaek, og ráögjafalaun hans fóru eigi fram úr $ 8000. Kona hans hafði aö sönnu nokkra fastar tekjur sem prinsessa, erl hún átti heldur engar fasteignir, er gæfi árlegar inntektir. Enver hafði aldrei verið við nokkur opinber gróðafyrirtæki riðinn — hann haföi veriö uppreistarmaður, herfor- ingi og stjórnmálamaður alla sína æfi, En lifshættir Envers voru þannig, að hann hlaut aö þarfnast stórkostlegra jnntekta. En allra seinustu dagana hafði ýmsum orðið um það all-skraf- drjúgt, að Enver væri farinn að kaupa hluti í stórgróöafyrirtækjum og jafnvel aö “spekúlera” í húsa- og lóöalcaupum. En hvaðan honum komu peningarnir var hulin gáta, það vissi enginn, nei, enginn. Framh. Þokan. Eftir Selmu Lagerlöf. Haustmorgun einn 1914, á fyrsta ári ófriðarins mikla, sló yfir næsta dimmri þoku í hinu friösama og kyr- láta héraði — er var nærri ósnortið af stórtíðindum heimsins, þar sem Friðsamur þjó. Þokan var þó ekki svartari en svo, aö hann gat séö yfir allan garöinn og öll útihúsin, en lengra varð heldur ekki séð. Hann sá enga akra, engar hæöir og engan skóg. Alt hans daglega nágrenni var horfið. Hann hefði getað imyndað sér, að hann byggi á Itlum einstökum hólma langt úti á reginhafi. Hann var óvanur þessu þrönga út- sýni, svo óvanur, að hann fann til sárra þrauta yfir augunum. Þaö var eitthv'að dapurlegt viö þaö, aö geta ekki litið óhindraö i kringum sig, og þegar hann gekk þennan morgun, sem venjulega, yfir garðinn, var hann órór og kvíðinn, eins og hann stæöi andspænis geigvænlegri hættu. Ósjálfrátt hnyklaði hann brýrnar og reyndi að hvessa augun, svo aö hann gæti séö gegnum þokuvegginn. En þaö kom fyrir ekki: hann mátti gjöra sér að góöu að viröa fyrir sér það sem næst var. Hálfóánægður i fyrstu leitaði hann sér afþreyingar viö aö dást aö nokkrum eldrauöum laufblöðum, er í úöanum báru glans af gömlu leirkeri. í sömu andrá beind- ist athygli hans aö hinum döggvotu köngulóarvefum, er þandir voru yfir jarðberjareit, þakin fölnuðum jurt- um. Hann sagöi við sjálfan sig, aö þessir köngulóarvefir væru fegurðar- slæður haustsins, og hann heföi gjarn- an viljaö vita, hvort þaö var af þeim, er gamlar konur í fornöld höfðu Iært að dylja fölnaöa fegurö undir perlu- slæöum. Þessi hugsun gladdi hann og ógleði hans þvarr og hann leit í kringum sig með nýjum áhuga. Hann sá fram- undan sér gamalt “astrakantré”, er gat tæpast risið undr ávaxtaþunga sínum og honum kom á óvart aö sjá þaö svo- forkunnarfagurt. Þetta tré hafði þó venjulega í hvert skifti, er hann reikaði um garðinn, komið hon- um í vont skap meö ljótleik sinum. Þaö var lágt og gilt. Greinar þess uxu beint út frá stofninum, gildar og sveigjulausar. En nú í þroskatiðinni, er greinar þess voru hlaönar ávöxt- um, sveigðust þær fagurlega. Þær sýndu, aö þær áttu bæöi lipurö og þrótt. Hann skildi, að hinn luralegi vöxtur þeirra var nauösynlegup-, svo aö þær gætu boriö þessar þungu byrö- ar sínar. Hann var alt í einu sáttur aö fullu við þokuna. Það var hún, sem gerði sjóndeildarhringinn þröng- an og beindi athygli hans að smámun- unum. Þaö hefir á öllum öldum ver- ið nauösynlegt, hugsaöi hann, að at- huga þaö næsta, til þes aö sjá vel og skilja það rétt, sem fyrir augun ber. Þessi reynsla fékk fyllri staðfesting við næstu fótmál, er hann uppgötvaði nokkrar fullþroskaöar, grænar plóm- ur, þær siðustu á árinu, er höföu alt til þessa getað dulist öllum rannsókn- araugpim. En þaö var eins og þokan hefði skerpt sjón hans og hann greip óðara hin glampandi smákríli. í sömu andrá heyröi hann í fyrsta skifti þennan morgun hljóö frá umheimin- um. Há og gróf rödd hrópaöi inni í þokunni; — Góði guð, vertu miskunnsamur og hjálpaðu hernaöarþjóöunum I Já, já, já, vertu miskunnsamur hernaöar- þjóöunum! Hann staðnæmdist og hlustaði. Oröin bárust skýrt út úr þokunni, en enginn maöur var samt sýnilegur. — Góði guð, vertu miskunnsam- ur og hjálpaöu hernaðarþjóðunum! Já, já, já, vertu miskunnsamur hern- aðarþjóðunum, þær eiga svo bágt. Blóðiö flýtur í gryfjunum eins og vatn. Já, já, já. Góði guð. Friðsamur, er ihafði sökt sér niður í friðsamar og ánægjuríkar hugsanir á göngunni, akaöi sér óþolinmóölega. Stríðið á ný! Það v'ar ekki hægt aö gleyma því eitt augnablik. Ef athygl- inu var snúiö að einhverju ööru, var eins og. náttúran sjálf fengi rödd til þess að kalla fram í huga manns hiö ofboðslega, er mætti mannkyninu. Aftur var hrópaö inni í þokunni: — Blóðiö flýtur eins og vatn í gryfjunum. Líkkestir liggja á ökrun- úm, háir eins og hálmstakkar. Já, já, já, hjálpaðu hernaöarþjóöunum! Það var auðvitað geöv'eika konan, er stöðugt fór þar um með bænir og söng, sem nú hafði tekið aö ákalla guð, fyrir munn hinna herjandi stór- velda. Hún fór að líkindum veginn, er lá meðfram skógarjaðrinum, og nú var hulinn þoku. Þaö var átakan- legd að heyra til hennar og þó gat hann ekki varist brosi, aö þesi aum- ingja vesalingur vildi stemma stigu fyrir heimsstríðinu meö bænum sln- um. — Hjálpaðu hernaðarþjóðunum, svo að þær fái frið! endurtók hin geðveika kona. — BlóÖið flýtur í gryfjunum eins og vatn. Hann stóð kyr og hlustaði á meö- an hann gat heyrt til hennar. Svo andvarpaði hann og hélt áfram göng- unni. Sannarlega voru þessir tímar þann- ig, að hver maður gat fundið hvöt hjá sér, til þess aö ganga út á vegi og gatnamót, og hrópa þar um kviða, er mönnym var kunnur. Hann stundi, er honum datt þessi ófriður í hug, er því nær alt mann- kynið tók þátt í og ógnaöi öllum heim- inum meö tortímingu. Ef það væri nú flóð eða eldgos, sem maður ætti við aö stríöa! Ógæfan væri ekki minni þar fyrir, en maður fyndi ekki þessa lægingarkend, að hún væri af manna- völdum og hlyti meömæli af mönnum. Þá þyrfti ekki heldur aö láta sér detta í hug, aö fyrst þaö væru skynsemi gæddar verur er gripnar væru af stríðsvitfyrringu, svo hlyti að finnast eitt eöa annaö, orö eða gjöröir, sem stilt gæti æðið, þá þyrfti maður ekki á 'hverri stundu að Ieita þess meö angist og kvíða, er stemt gætl stlgu fyrir eyðingunni. — Hvaö get eg gjört? spurði hann sjálfan sig. Orð mín mundu ekki stoða meira en orö vesalings geðveiku förukonunnar. Og þó Hann gat ekki varist þeirri hugs- un, aö eitthvað þyrfti að gjöra, að maður gæti ekki setið aðgjörðalaus. Á göngunni var hann kominn út i yzta horn garðsins. Og þegar hann sneri viö, blasti við honum brosandi og yndisleg sjón. Þaðan fór túnið smáhækkandi upp aö íbúðarhúsinu. Friðsamur sá fram undan sér hiö gamla ábýli sitt meö rauðum húsum og ógrynni af laufi í ýmiskonar haustlitum. Það var, ef til vill, í raun og veru ekki annað en þaö, sem hann sá daglega, en þaö leit öðruvísi út en venjulega, af því aö þokan haföi skiliö þaö frá nágrenn- inu. Þegar bærinn birtist honum á þenn- án hátt, einn út af fyrir sig, sá hann fyrst glögt, hve fallega gamli bærlnn, sm stóö efst á hæðinni, samrýmdist gulum og grænum trjátoppunum um- hverfis hann, — lágar útbyggingar — og fyrir neðan gróðurmiklir runn- ar og umhverfis hæðina krans af ný- gróðursettum aldintrjám. Þetta alt haföi aldrei samrýmst jafn vel og í dag, er þokan var eins og umgjörö um þaö og fylti út í eyö- urnar. Ekkert mátti missast, engu var ofaukið, hver hlutur var á sínum rétta staö. Þannig runnið saman þoku og græna liti, varð heimili hans meira aðlaðandi en nokkru slnnl áður. Það lýsti af öruggleik og ánægju. Hann fann til rósemi og hamingju við aö horfa á það. Skyndilega datt honum nokkuö kyn- legt í hug. Hann hugsaði sér, aö hann væri aleinn með ábýli sinu. Hann hugsaði sér bæinn og sjálfan sig lifa einmana og kyrlátu lífi, á meöan þokan umkringdi þjj eins og hvítur már og fæli þá fyrir heimin- um. Hún átti að vera á verði um þá dag eftir dag, svo dimm, aö eigi yröi um komist, að ekki einu sinni ferða- menn, er ækju um v'eginn uppi í skóg arjaðrinum, yröu þeirra varir. Pósturinn með svörtu töskuna átti ekki aö rata veginn heim aö bænum, í niðdimmri þokunni. Engir gestir, engir ókunnugir, áttu að rata akveg- inn aö trjágöngunum, er lágu heim aö húsinu. Ekkert frá umheiminum átti aö finna veg heim að bænum og eklcert frá bænum átti aö finna veg til umheimsins. Vetur átti aö fylgja hausti, sumar átti að fylgja vori með hægum um- skiftum. Snjór átti að falla og þiöna aftur, engi og tré áttu að klæðast grænu og hiö græna átti að fölna og eyðast. Kuldi og hiti áttu aö færast yfir á víxl, eri tþrálát þoka átti þrátt fyrir þaö aö vera kyr. Draumalífi áttu þeir að lifa, hann og bærinn. Starf aö fylgja starfi, uppskera að fylgja sáðtíð, bökun aö fylgja bruggi í hægum umskiftum. Kýr áttu að mjólkast, sauðir að kllpp- ast, garn spinnast og dúkar úr skín- andi dregli rekjast úr vefstólnum. Af eiginni vinnu sinni áttu þeir aö neyðast til aö lifa. Ekkert átti aö flytjast þangaö og ekkert áttl að flytj- ast þaðan. Sú þraut, er þjáði þá, átti að vera þeirra eigin. Aöeins sjálfum sér áttu þeir aö treysta. Þeir áttu að búa eins og á eyöiey úti á reginhafi, sem öllum sjófarendum væri ókunnugt um. Það, sem hreif Friðsam mest, voru líkurnar til að komast hjá á þennan hátt ógnum hins mikla ófriöar. Hann rétti handlegginn út frá sér og talaði til þokunnar: — Vertu hér, þoka, vertu hér fram vegis! Þaö eru hræðileglr tímar, sm yfir standa. Láttu mig komast hjá að lifa þál Vertu á veröi um heimili mitt, meö hvítu múrana þina! Láttu mig lifa hér á óðali feöra minna óvitandi um, hv'aö gjörist af ofbeld- isverkum og blóösúthellingum. Láttu mig og fólk mitt vera hér viö vinnu sina, án þess aö truflast af fréttum um óhamingju ókunnugra manna! Fuglar munu stundum finna veg til vor, en vér skulum ekki grenslast eft- ir, hvort þeir beri nokkur boð undir vængjum. Stundum um morgna munum vér heyra vesalings geöveiku förukonuna fara fram hjá, biöjandi hástöfum bæna. En vér skulum ekki láta oss skifta, hvort hún biöur cnnþá fyrir hernaðarþjóöunum. Einhverntíma, þegar alt er um garð gengið, þegar mennirnir eru hættir aö berjast og eyða hver öðrum, áttu aö létta þér af og hverfa. Og vér, sem ekkert vitum um ógnirnar, •sem gjörst hafa, Viljum halda út í heiminn meö eddhug og njóta lífsins eilífu hátíðar. Hugir vorir verða ekkt sýktir af frásögum um ofbeldis- verk og blóðsúthellingar. Hjörtu vor hafa ekki mist vonina viö aö heyra um slys, sem viö ekki orkuöum að bæta. Vér viljum aftur hverfa til heimsins í þeirri trú, að mennirnir séu góðir og elski friösamleg störf. Vér skulum vera eins og hinir góðu sjö- sofendur, sem voru frelsaðir frá ó- stjómartímunum, svo aö þeir fengu aö sjá, aö friður og hamingja getur komið aftur, aö neyö og bágindi eru ekki hiö eina, sem jöröin býöur sorg- jnæddum börnum sínum. Þegar Friðsamur hafði talað Ijessi orö, heyröi hann tvö ólík hljóð. Stormhviöa fór í gegnum þokuna hvæsandi eins og naðra. Það var annað hljóðið. Hitt var veikt berg- mál frá bæn vesalings förukonunnar. Hjálpaðu hernaðarþjóðunum til friö- ar, góði guö! heyrðist úr mikilli fjar- lægð. Það líktist mest viðv'örun, en hann lét ekki truflast. Láttu mig, þoka, ganga hér um garð minn! hrópaði hann, og uppgötva nýjar smáfegurðir! Kendu mér að sjá það mesta! Láttu mig vinna það sem hæfir mér, fást við þaö, sem eg er maður til! Láttu mig komast hjá að flakka um landið eins og vitfirr- ingur og leitast við aö lagfæra þaö, sem eg er ekki maður til að stjórna. Þegar þetta var sagt, heyröst á ný vindhljóð í þokunni. Honum heyrö- ist hann heyra eitthvað sem líktist: “Verði þér aö ósk þinni”. En þetta var auðvitað aðeins blekk- >ng, því að nærri í sömu andrá kom hvass vindur þjótandiT Hann reif þokuna í tutlur og feykti henni í allar áttir. Alt fékk sinn venjulega svip og hann brosti að þeim hugsunum, er þokan hafði vakið hjá honum og aldrei áttu að rætast. En óskum, lík- um hans, er hættulegt að halda fram. Náttúrukraftarnr gjöra sér stundum illkvitnislega gleði að láta heimsku- legar óskir vorar rætast. Frá þessum degi v'arð Friðsamur þess var, aö fréttirnar frá stríöinti þjáöu ekki framar huga hans sem áð- ur, þrátt fyrir það að þær uröu æ of- boðslegri. Alt, sem gjöröist virtist vera honum ójfunnugt og fjarlægt, og eins og þaÖ kæmi honum ekki viö. Hann rækti dagleg störf sín, án þess að truflast af hræðslu fyrir því, aö heimurinn væri að líöa undir lok. Maöurinn, sem ekki skildi, -aö þaö var þokan, sem haföi heyrt bæn hans, þóttist hafa þroskast aö jafnvægi og vizku. Hann hrósaöi skilningi sínum og aögæzlu. ÖIl þrá, að finna eitthvert meðal til þess að koma i veg fyrir það syndaflóð, er gekk yfir heiminn, drukknaði lika í þeirri þoku, sem hjúpaði skilning hans, án þess að hann yrði þess var. öll þrá til þess aö hefjast handa, féll til jarðar i ráða- leysi, en hann var svo sljór, að hann hrósað hamingju sinni að hafa skiln- ing til þess aö vera afskiftalaus og gat Iátið vera aö ofbjóöa sér meö von- lausu erfiöi. Hann vissi um aðra er ekki voru hæfari en hann, er gengu fram og sögöu álit sitt. En hann varö þess ekki áskynja aö þeirr ypnu neitt meö orðum sínum. Hann líkti þeim viö konuna, , er hann haföi heyrt ákalla guö á þokuþrungnum haustmognin- um. Honum fanst, aö sálir þeirra hlytu að vera ruglaðar fyrst þeir störfuðu að því, er þeir höfðu hvorki orku né heimild til. En inst í djúpi sálar sinnar fylgir hann þó gjörðum þeirra með brennandi angist. Á fögrum, stjörnubjörtum nóttum missir þokan vald yfir sálu hans og þá hugsar hann með örvæntingu um þá stund, er hann á að yfirgefa hiö jarðneska og kallast fram fyrir dóm- ara sinn. Og hann veit, að á þeirri stundu mun konan, er fór um veglnn og hrópaði, standa við hlið hans frammi fyrr hásæti guðs. Og til hans mtin drottinn allsherjar tala í ströngum rómi: “Eg lét ofviðri þjóta yfir heiminn á þeirri tíð. Hvernig fæddist sú hugsun í ihjarta þínu, að þú ættir að fela þig fyrir ofviörinu?” Þá mun maöurinn afsaka sig og segja: “Það var meira en mennirnir orka, það sem þú vildir að eg skyldi gjöra. Eg þagði af því eg vlssl eng- in ráð. Það kom mér ekki viö aö lægja ofviðri þitt. Eg óttaðist, að eg mynd skaöa meira en gagna.” • Þá mun hinn æðsti dómari segja: “Eg veit að eg haföi ekki gefiö þér nægilegt vit til þess að lægja ofviðr- ið. En eg hafði gefið þér næga krafta til þess aö sýna samúö og vera miskunnsamur.” Þá mun Friðsamur benda á kon- una, er stendur viö hlið bans frammi fyrir hásæti guðs: “Konan hefir tal- að, og talað án afláts,” mun hann ^segja, “og til hvers hefir þaö gagn- að?” “Engan veginn hafa hróp hennar getaö hrært hjörtu jarðneskra vald- hafa,” mun hann þá svara, er ræður himni og jörðu. “En faðm minn opna þau henni og veginn til dýröar minn- ar.” Þá mun Friðsamur vita, að fyrir hann er engin von, og í örvæntingu sinni mun hann hrópa niður frá há- sæti guös, lengra og lengra, til þelrra héraöa, þar sem alt er kuldi og myrk- ur og tóm og steingerving og lamandi þoka. f'Heimilisblaöiö). COPENHAGEN Munntóbak Búið tilúr hin- um beztu, elstu, safa- mestu tó- baks blöðum, er ábyrgst að vera algjörlega hreint Hjá öllum tóbakssölum sem Þetta er tóbaks-askjan Kefir að innihalda Keimsin bezta munntóbpk Línur til kuuuiugjanna. Franee 9. ágúst 1918. Herra ritstjóri! Okkur veröur hér oft að hugsa vestur um hafið eins og eðlilegt er, og nú datt mér í hug að senda þessi þankabrot vestur til sveitunga og vina viljir þú ljá þeim rúm í Lögbergi. Eg held, að þeim, sem langt eru frá, finnist oft mest til um atgang og ógn- ir stríðsins. Það vex þeim í augum eins og vcra eða hlutúr, sem fyrir mann ber'í ákafri þoku. Maöurinn venst við alt, og jafnvel þessum ó- sköpum venjast þeir undra fljótt, sem næstir eru og mestan taka þRt í ó- friðnum. Mér hefir skilist það vera álit margra að æfin okkar vera svo dæma- laust aum hér og aö viö munum aldrei líta góðan eða glaðan dag; en þaö er þó hreint ekki tilfellið; margur, sem er símöglandi í daglega lifinu, en hefir þó í raun og veru yfir engu að kvarta, gæti lært heilnæma lexíu af hermann- inum. Glaðlyndið er yfirgnæfandi og þeir hermenn eru teljandi, sem nokkru sinni sjást þungbúnir eða daprir í bragði, eg veit að þetta getur snúist í léttúð og kæruleysi, og þá er illa farið, en svo er þaö líka saít aö margir hafa lært( að aldrei er neitt unnið. með sorg eða sút, og að slíkt er góðum hermanni ekki samboðið. Enda er þá líka engin ástæða til æðr- unar. Alt, sem mikils er vert verð- ur aö gjalda háu verði; og þó að út- látin séu nú mikil, þá veit eg að viö trúum þvi flestir, aö síöar muni sann- ast að fengurinn var ekki of dýru verði keyptur. Og svo erum við nú ekki altaf á vettvangi að ryðjast um fylkingar Húnanna, blóðugir upp á axlir. Við sjáum líka, jafnvel hér, nokkuð af betri og bjartari hlið lífsins. Því er .svo til hagað að hver deild er vissan tíma upp við herlínuna eða í skot- gröfunum, og svo til skiftis úti til hvíldar eða æfinga. Og verður af því skiljanlegt aö þeim mun liðíleiri, sem bandamenn veröa, þeim mun lengri dvöl geta þeir gefið hverri deild úti, til hvíldar og tilbreytingar. Bandamenn hafa fjölda af skólum hér í landi, og eru kendar á þeim ýmsar greinar herfræðinnar, á hverj- um fyrir sig. Það eru einn eða fleiri sendir frá hverri deild með vissu tímabili; og í þetta sinn var eg send ur ásamt öðrum á mánaðarnámskeiö á vélbyssuskóla okkar Canadamanna hér. Það er ágæt tilbreyting og lík- ar mér vistin hið bezta; skólinn, eöa herbúðir okkar hér, eru svo langt frá vígvellinum, að falbyssudynkirnir heyrast aðeins í fjarska, þegar mest á gengur. Verkiö er að mörgu leyti skemtilegt, og ekkert er til aö ónáða okkur nema einn, Regimental, Sergt, majór, og bera allir hermenn sama hug til hans eða hans lí'ka. Tíðin er ágæt og hefir verið hin bezta í sumar að þessu, rigningar aldrei langstæðar og aðeins nægileg- ar fyrir akra og allan gróður. Nátt- úran er í fullum sumarskrúða og býð- ur hressingu og hvíld frá 'hergný og ógangi mannanna, og samstundis bendir hún þá líka á hina dæmalausu fávizku þeirra og vonzku; hún lífgar og klæðir, þeir eyða og deyða. En svo lærum viö líka frá nátturunnar ríki, að alt, sem ber ávöxt verður aö deyja, til aö framleiða lif, og þar sýn- ist mér bezt lærast árangur fórnar- innar. Landslagið er mjög fagurt og ein- kennilega “rómantískt”; það eins og ber með sér æfntýri, sem við heyrum svo mikið um i sögu og lífi Frakka. Eg var að ganga hérna úti í kvöld, og það er mjög hætt viö að eg heföi óð- ara orðið ástfanginn? heföi eg mætt fallegri stúlku á leið minni. Reynd- vinnuþæginda eða þá aö bóndinn þar eigi sína eigin landspildu og sitji þar í miðju ríkis síns. Ef til vill mestu og þörfustu mann- virkin eru hinir fögru og traustu ak- vegir Frakklands, og mér verður aö hugsa til þess tíma, þegar við ættum einnig að hafa allstaöar slíka vegi t sveitum vorum vestra. Eg hefi heyrt aö Frakkland standi þar flestum eða öllum löndum framar, og það þarf þá Jíka mikið til að taka brautunum hér fram. Mulið grjþt er mest notað í braut- irnar; þær eru límdar með tjöru- blönduðu steinlimi og verða þó nærri hvitar til aö sjá í þurviðrum; þeim er haldið ágætlega við, og aldrei eru svo miklar bleytur eða rigningar, að öll flutningatæki fari ekki ferða sinna slindrulaust. Brautirnar eru vel breiöar; algeng- ar sveitabrautir eni hálft annað “rod” (2é íet) aðeins það sem stein- steypan nær, og aðalvegir allir miklu breiöari. Þá eru líka alloftast há- vaxin tré á annan eða báða veguf bæöi til gagns og prýöis. Bænduf rækta hér mest hveiti og hafra, og er útlitið að því leyti heima- legt fyrir okkur flesta vestanmehn. Þá er líka mikið ræktað af allskonar garðáv'öxtum, og í því tilliti álit eg að við gætum mikið lært af bændum bæði hér og á Englandi. Kornsláttur er nú meira en hálfnað- ur hér um slóðir,uppskeran mundi vera kölluð meira en í meðailagi vestra, hveitiuppskeran sérstaklega góð, og eg hefi víða séð hér akra, sem ættu að gefa yfir 30 bh. af ekrunni. Þaö er ætíö bæði fagurt og björgu- legt aö líta yfir þroskaðan og vel vaxinn hveitiakur, sérstaklega síðari hluta dags, í glaöa sólskini og dálitlu vindblakij þegar bleikleitum blæ bregður yfir sviðið; og hvað helzt er það geðþekk sýn okkur sléttubúum að vestan. Eg hélt þangaö, sem aö bóndakarl einn var aö slá. Hafði hann “Massey Harris” bindara og þrjá hesta fyrír. Hann stjaldraði við hornið eins og siður er til, bar á vélina, og tók eg eft- ir því að hann þurfti þá líka aö fá sér upp í sig, mylja úr einu axi eöa svo ti'I aö gá að þurk komsins, og yfir höf- uö sýndist mér athöfnin fara líkt fram eins og eg hafði séð hjá stéttarbræðr- um hans og okkur í meir en þrjú þús- und milna fjarlægð. Mér datt í hug að gaman væri aö “fara einn hring” upp á gamlan kunningsskap, og gjöröi karli skiljanlegt að eg væri til í slíkt; hann tók því nú fyrst dræmit, en lét þó tlleiðast með því móti að fylgja mér sjálfur eftir alla leið. Fór svo að viö skildum hinir meistu mátar, gaf hann jafnvel í skyn, að vel mætti svo fara að hann gæfi mér vist, ef mér biði svo við að horfa. Sá eg að sá gamili lét sér að engu óðslega, vildi láta svo horfast að sér væri að vísu ar sá eg nú nokkrar vinnukonur á \ ekki mikil þægöin, og bjóst sjálfsagt ökrtim úti, en þó aö verk þeirra sé við að eg færi svo að ympra eftir uti, en aðdáarllegt og þakkarvert á þessum tímum, þá geta þær eiginlega ekki heitið neitt aðlaðandi, með allri virð- ingu fyrir dætrum Frakklands. Eg hefi ömun á að sjá kvenfólk við gróf- gjöröa útivinnu og vonast til aö það verði ekki að hefð í framtíðinni. Skólabúðirnar standa hér á talsVert verulegri hæð; efst er allstór fer- hyrndur flötur og fara þar fram allar æfingar og íþróttir. Að baka til — sem eg kalla — er hávaxinn skógur og skagar svo fram meö herbúðunum á báðar hliðar, aö hann myndar eins og skeifulagað op eða rjóður, líkt og hinu fræga Ásbyrgi er lýst, aðeins er þar bygt úr kletti. Aö framanverðu hallar hæðinni niður t dálítið dalv'erpi, og þar rennur og liðar sig fram, sveitarprýðin, dálítill lækur með fögrum, grænum bökkum á báöa vegu; á bökkunum búa svo bjarkaraðir, og standi maður dálitiö frá, sést aðeins glitra á silfurlitaðann strauminn, þar sem hann spriklar og stiklar til sjávar. Upp frá læknum ha’lar s^o aftur Upp að öndverðum armi dalsms; þaö er langur og ávalur háls, nokkuð skógi vaxinn, og liggja þar á milli í hlið- inni bleikir akrar eöa grænir gras- reitir; sumstaöar glampar þar líka á háan kirkjuturn og sýnir aö þar er eitt af hinum mörgu smáþorpum Frakklands. Eg veit ekki hvernig landeignum til hagar hér, en býst þó við að að- alsmenn eða stóreignabændur eigi flestar jaröirnar, og að leiguliðar þeirra rækti svo hver sinn blett út frá þessum smáþorpum. Reyndar eru einnig séirstök bændabýli á strjálingi út um sveitirnar, og má það vera til svo kaupinu; en eg var nú hræddur um að herguðinn mætti varla missa mig, og lét því í ljósi að slíkt yrði að lík- indum aö bíða þangað til eftir ófrið- inn. Þá var ferðinni heitiö til þorpsins, og hugsa eg að þeir, sem þekkja mig bezt, trúi því að erindið Var hvorki að fá mér í staupinu eöa aö sjá stúlk- urnar; þó verð eg aö kannast viö aö eg sá svona út ’undan mér að þær voru margar laglegar og sérstaklega bros- hýrar. Kirkjan er veglegasta byggingin, sem oftar í þorpum hér, og ber þaö á sinn hátt vott um hina miklu lotningu og vegsemd, sem þjóöin sýnir helgi- dómi sinum; en þó er eg hræddur um, aö ekki fari saman að því skapi lif- andi trú og fögur breytnii í oröi og verki; en svo má nú segja þaö víðar; og ef oss finst nú mikið tl um fórn- ina, þá megum viö muna þaö aö aö- eins syndin hefir ilt í för með sér, og fyr en vér höfum hreinsað til sem ein- staklingur og heild, getum við ekki búist við fullum friði. Það er hátt mark, en þó þess vert að reyna til að ná því. Eg 'held þangaö sem Y. M. C. A. (K. F. U. M.) hefir bækistöö og búö sína. Kaupi þar eiitthv'að smávegls, braslg til að fægja hnappana mina, verk sem við allir höfum uppihald á. Svo til skólans eða herbúðanna, og set piistilinn saman á leiðinni, eins og hann kemur hér fyrir. Bezt kveðja og hugheilar óskir um farsæld og framför til allra kunningja og vina. Virðingarfyllst. Gd. G. F. Guömundsson H Batty 4th C. M. G. Bn. B. E. F. France.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.