Lögberg - 19.09.1918, Page 3

Lögberg - 19.09.1918, Page 3
LÖGBERG, FTMTUDAGINN 19. SEPTEMBER 1918 3 Dœtur Oakburns lávarðar. Eftir MRS. HENRY WOOD. J?RIÐJI KAFLI. “Eg kom með þessi duft, Lucy,” svaraði þann, og lagði tvo litla samanbrotna pappirs- böggla á borðið við blið hennar. “Þé kvörtuð- nð um nábít í morgun; fáið yður glas fult af vatni og látið duftið úr öðrum bögglinum í það og drekkið, hitt seinna, það linar óþægindin.” “Þökk fyrir,” svaraði hún, “eg vil taka það strax.” , Judith var nú í herberginu; hún hafði kom- ið nógu snemma til að heyra hvað fram fór. Carlton fór, hann áleit óþarft að nöldra meira við gest sinn, líklega til að vekja ekki óró hjá Lucy. Friðrik tók duftin og skoðaði þau. “Hefir þú haft nábít, Lucy?” “Eg held það. Eg hafði óþægilega brenn- andi tilfinning í hálsinum í morgun, og Carlton sagði að það væri nábítur. Eg hefi aldrei haft hann fyr.” Hann vætti vísifingur sinn, lagði hann á riuftið og smakkaði á því. Braut svo pappír- inn saman aftur og rétti Judith báða' bögglana. “Taktu þetta burt, Judith, það gjörir lafði Lucy ekkert gott. ” “Á eg ekki að taka það?” spurði Luey. “Nei, eg skal senda þér betra lyf.” Judith tók við bögglunum með mestu var- kárni og fór með þá burtu. 1 dyrunum mætti hún lafði Jönu. Friðrik hló og afsakaði sig eft- ir beztu getu fyrir það, að hann kom þangað í leyfisleysi. * Þegar hann hálfri stundu síðar gekk ofan, mætti hann Carlton fyrir neðan stigann. “Eitt augnablik, hr. Friðrik Grey, ef þér viljið gjöra svo vel. Það væri betra að við skildum hvor annan. Þér virðist álíta að þér getið gjört við mig alt sem yður dettur í hug; þér komið í mitt hús, skiftið yður af því, sem mér einum kemur við; þetta má ekki lengur eiga sér stað.” “Lafðirnar Chesney eíui sem stendur gest- ir í húsi yðar, og heimsókn mín er til þeirra,” var svarið. “Eg hefi ekki angrað yðar heimili rnikið.” “Eg verð að biðja yður að íþyngja því minna framvegis. Eg er óvanur þessari lævísu farmkomu, og líkar hún illa. ’ ’ “Lævísu!” hrópaði Friðrik undrandi. “Eg vil ekki að aðrir séu að skifta sér af mínum sjúklingum. Þegar eg er ekki lengur fær um að annast þá, verður það nógu snemt fyrir aðra að líta til þeirra. Sir Stephens heim- sókn til drengsins í Tuppers húsi, var mjög ó- sanngjörn aðferð.” Friðrik hló. “Þér megið biðja frú Smith að jafna þær sakir við yður. Hún sendi boð eftir Sir Stephen, og eg varð honum samferða þangað; meira gjörði eg ekkki; eg sá ekki dreng- inn. Hvað það snertir, að eg hlutist til um yð- ar störf, hr. Carlton, þá veit eg ekki til að eg hafi gjört það. Eg beiddi lafði Lucy að taka ekki duftið, sem þér færðuðu henni áðan, það er alt, sem eg hefi hlutast til um yðar starf. En þér verðið að athuga hvaða sambandi eg stend við hana. ’ ’ “Og má eg spyrja, hversvegna þér beidduð hana að taka það ekki?” “Af því eg held það sé ekki bezta lyfið við nábít; eg sagði henni að eg skyldi senda henni annað. ’ ’ ‘ ‘ Þér eruð kaldur og léttúðugur, hr, ’ ’ svar- aði Carlton, þar eð alt hans gamla hatur til Friðriks var nú vaknað. Og satt að segja var framkoma hans við læknirinn alls ekki þægileg. “Við fáurn langan reikning að jafna milli okk- er einhvern daginn.” “Það er líklega eins gott að við þurfum aldrei að líta í þann reikning, ’ ’ var svarið. ‘ ‘ Eg að minsta kosti flýti ekki fyrir því, þó þér viljið það. Okkur hefir um mörg ár komið illa sam- an; en það er engin ástæða til þess, að við ríf- umst í hvert sinn, sem við finnumst. Eg hefi ekki ætlað að móðga yður með því, að troða mér inn í yðar hús —og eg viðurkenni að það er að troða sér inn, jafnmikla óvild og við berum hvor til annars, og ef þér leyfið það, vil eg biðja yður að fyrirgefa mér eftir kringumstæðunum. Eg skal reyna að koma ekki oftar inn í yðar hús. Að fáum dögum liðnum vona eg að lafðirnar Chesney yfirgefi það, til að fara heim í þeirra eigið hús.” Hann hreyfði sig til að ganga fram hjá um leið og hann þagnaði; Carlton hindraði hann ekki og rifrildið hætti. En undir eins og báðir voru farniif kom Judith út úr matarbúrinu rétt hjá, þar sem hún hafði óviljandi verið fangi. Hún hélt á íláti með niðursoðnum mat í og var hræðsluleg. Alt, sem líktist rifrildi, skelkaði hana. Lafði Laura dvaldi enn í herbergi sínu og lézt vera veik. Henni líkaði vel að njóta bata- stundarinnar og fá úrvalsmat og vín til að neyta. Hún var vön að fara á fætur um hádeg- isbilið, láta færa sig í viðeigandi fatnað, ganga svo inn í búningsklefa sinn, og vera þar það sem eftir var dagsins. Lafði Jana skifti deginum jafnt á milli Lauru og Lucy, nú síðan Lucy fór að batna; því Laura var öfundsjúk og kröfu- hörð. Geðslag Lauru hjálpaði alls ekki til að flýta fyrir bata hennar. Grunurinn, sem hún bar til manns sín og sambands hans við persónurnar í Tuppers húsi, hafði aukist ekki lítið við inni- veru hennar. Henni fanst sér gjörð smán með því, að maður hennar efndi ekki hjónabandslof- orð sitt, og henni féll það mjög þungt, þar eð hún var sér meðvitandi um hið göfuga ætterni sitt og nafnbótina, og hve hátt hún var hafin yfir allan f jöldan af fbúum staðarins; hún mint- ist þess hve heitt hún hafði elskað Carlton og veitt honum ást sína afdráttarlaust í byrjun hjónabandsins, svo það var engin furða þó hún fyndi beiskju þessarar niðurlægingar. Afbrýði og æsing ríkti altaf í huga hennar. Hún þráði að geta auðmýkt Carlton, fá einhverj- ar óhrekjandi sannanir, svo hún gæti ásakað hann; hún þráði að sjá hann liggja við fætur sínar og biðja fyrirgefningar, eða að hún gæti sagt við hann: “Eg yfirgef þig, eg er ekki lengur kona þín”. Ennþá hafði lafði Jana ekki talað við Carl- ton um Clarice, né spurt hvort hann gæti gefið ið sér nokkura upplýsingu um hana; bæði átti hann svo annríkt, og hún var svo kvíðandi fyrir Lucy, að ekkert tækifæri gafst til þess. En nú beið Jana eftir tækifæri. Henni og Carlton hafði komið vel saman, þá sjaldan þau fundust, sem oftast var í herbergi Lucy. En tíminn nálgaðist og viðburðirnir hópuðust saman. XV. KAPITULI. Nýtt áfall fyrir Carlton. Lafði Laura sat fyrir framan ofninn í sam- komusal sínum og hallaði sér aftur á bak í hæg- indastólnum; hún lagði fætur sína á Skemil til að verma þá, en olbogana hvíldi hún á stólbrík- unum; hún var í þungum hugsunum yfir rang- indum þeim er Carlton hafði sýnt henni með ó- trygð sinni, sem hún varði minst tveim þriðj- ungum af vökutíma sínum til að hugsa um. Þetta var sama daginn og Friðrik Grey tróð sér inn í herbergi Lucy. Lafði Jana sat við gluggan og prjónaði st.úkur handa Carlton, sem kvartaði um kulda á úlnliðunum síðan vetrarveðrið byrjaði. Jana hafði ekki minst á Clarice við Lauru, því óþolinmæði hennar, meðan hún var veik, bannaði það; en þenna dag sýndist Laura nokk- urnveginn róleg, svo að Jana fór að segja henni frá samtali sínu við frú West, og Laura hlustaði á hana eins og þetta kæmi henni ekki við, þang- að til Jana mintist á grun frú West um að hún hefði gifst. “Gifzt!” hrópaði Laura og sneri sér að systur sinni. “ Já, um það er lítill efi, þar eð Clarica kannaðist við það þegar hún talaði við vinnu- konuna.” “Eg er þá ekki sú eina af fjölskyldunni, sem hefi látið mínar eigin tilfinningar stjórna mér,” sagði Laura. “Jafn vbðalega hegðan, sem þú og pabbi álituð það vera af mér. Má eg spyrja, Jana, hver var maðurinn?” “Um það er engin vissa,” sagði Jana. “Kringumstæðurnar virðast benda á, að það hafi verið ungur læknir, bróðir hr. West, sem var mjög hlyntur Clarice, og fór næsta vetur til Indlands. Frú West er samt á annari skoðun, og hún fullyrðir að Clarica hafi ekki orðið hon- um samferða, en hún gat hafa farið seinna.” “Það er mjög sennilegt; en hvers vegna lét hún okkur ekki vita um þetta? Hún þurfti enga hindrun að hræðast frá okkur, eftir að hún var gift.” “Auðvitað ekki. En nú skal eg segja þér hver helzt getur hjálpað okkur — það er hr. Carlton. ’ ’ ‘ ‘ Hvernig getur hann hjálpað ? Af því hún fór burt til að stunda kennarastörf, hefi eg alrei minst á Clariru við hann.” “Fyr á árum kom Carlton alloft í hús Wests, og var vinur Tom Wests, Crane og fleiri ungra lækna. Það er mögukgt að hann viti eitthvað um giftinguna.” “Það er til óvirðingar fyrir fjölskylduna Chesny, að fara að opinbera Carlton nokkuð um Claricu.” ‘ ‘ Eg ætla ekki að hætta fyr en eg veit hvar Clarica er, ef hún er lifandi. Hún getur lifað í fátækt og vill ekki láta okkur vita það; eða, ef hún er dáin, getur hún hafa skilið eftir börn. Eg verð að spyrja Carlton.” “Þú mátt það mín vegna,” svaraði Laura önug. “Þú talar altaf eins og það sé einhver dimm gáta í sambandi við Claricu.” “Já, gáta, sem vekur mér hrylling. Þú þekkir litla drenginn í Tuppershúsi?” “Nú?” sagði Laura og starði á hana. “Eg ge t ekki losnað við þá hugsun, að það sé barn Claricu. ” >• Laura þaut á fætur og stikaði fram og aft- ur um gólfið, æst af reiði. “Barn Claricu! Það barn er — er — já, eg skal segja eins og er. Það bam er Carltons.” Jana sat alveg hissa yfir orðum og reiði svstur sinnar. “Hr. Carltons? Hverskonar ímyndun er þetta?” Laura endurtók orð sín, tíu sinnum ákafari, tíú sinnum reiðari. Hún lét orðagjálfur sitt streyma — móti Carlton og karlmönnum yfir- leitt — þegar Judith kom inn. Laura greip í liandlegg hennar. “Þú þekkir barnið í Tuppers húsi, Judith? Hverjum líkist sá drengur?” Juditíi reyndi að komast hjá að svara. Lafði Laura hristi hana. “Menn geta ekki gjört grein fyrir líking- um, lafði. Tvær manneskjur, sem lifa f jarlæg- ar hvor annari, geta verið mjög líkar.” “Auðvitað,” svaraði Laura. “Vilt þú tala, Judith?” “Líking eingöngu sannar ekkert,” sagði Jana, “en þér er bezt að segja strax, Judith, hverjum hann líkist.” “En sú líking er máske aðeins til í minni eigin ímyndun,” svaraði Judith. Laura stappaði niður fætinum. “Hverjum sýnist þér drengurinn líkjast?” spurði Jana. “Hr. Carlton,” sagði Judith lágt. Það var sem elding hefði lostið Jönu. Hún bjóst við öðru svari. En sigurhróss svipur glampaði í augum Laum og hún lét nokkur ó- valin orð fjúka. Hún áleit þetta svar Judithar vera fulla sönnun fyrir því að Carlton væri sekur. Hiín setist aftur í stólinn sinn, þrútin af afbrýði og reiði. Jana áleit líkingu drengsins og Carltons þýðingarlausa. Hún sneri sér að Judith. Þar eð búið var að segja svo mikið í nærveru hennar, áleit hún rétt að segja meira. “Við áttum systur, sem hvarf, Judith — þú hefir einu sinni áður heyrt mig minnast á hana. Við höfum ekkert frétt af henni síðan, en nú nýlega hefi eg heyrt að líklegt sé að hún hafi gifst. Litli drengurinn í Tuppers húsi er svo, líkur henni, að eg álít hann son hennar. Clarica getur hafa farið til útlanda og komið drengnum fyrir í fóstur. Finst þér það ekki mögulegt, Laura ? ’ ’ 1 fyrsta skifti brá roða fyrir í föla andlit- inu hennar Judith. “Hvaða nafn nefnduð þér, lafði? Clarice?” “Clarice,” endurtók Jana undrandi, því á- herzlan var ósjálfráð. “Lafði Clarica. Hvers vegna?” Judith sneri sér undan. “Ó, ekki af neinu, lafði. Nafnið er svo óalgengt.” “Það er nokkuð sjaldgæft. Við höfum á- stæðu til að halda að hún hafi gifzt West nokk- urum, sem seinna fór til útlanda og dó. Á hvað horfir þú, Judith?” Hún hafði snúið sér við aftur, nú með sjá- anlegri undrun. “Eg þekti einu sinni mann með nafninu West, hann heimsótti gömlu frú Jenkinson í Palace Street, þar sem systir mín er. Hann var systursonur hennar.” “Hét hann Thomas?” spurði Jana. “Það veit eg ekki, lafði. En Margaret getur sagt frá því. ’ ’ “Og við hvað vann hann?” “Eg skal spyrja Margaret að því, ef þér viljið, lafði.” Jana sagði að hún gæti gjört það; en hún lagði enga áherzlu á þetta nafn, það var svo al- gengt. Sama daginn í rökkrinu stóð Carlton aleinn í lyfjastofunni og bjó til lyf handa Lucy. Það var of dimt til þess að hann sæi til að blanda það rétt, og kveikti því á einu gasljósinu. Carlton gekk aftur að litla borðinu við gluggan og tók upp lítið lyfjaglas. Carlton varð ósjálfrátt litið á gluggann, og sá þar andlit, fremur óglögt samt, sem vaf þrýst að rúðunni beint á móti honum; þetta voðalega andlit með náfölt hörund, svart kinnskegg og dökkan klút um hökuna, sem var svo hræðileg fvrir endurminningu Carltons. Það sýndist samt ekki horfa á hann, heldur á hreyfingar hans, meðan hann bjó til lyfið. Hinn óhreyfanlegi hr. Carlton varð þess nú var, að hann hafði taugar. Af augnabliksskelf- ingunni varð honum á að reka upp hljóð; það var tryllingslegt hljóð, og lyfjaglasið datt á gólf- ið og brotnaði. Jefferson hraðaði sér inn og sá húsbónda sinn stara á gluggann og allan hinn góða Tafaxacum-lög ónýtan. XVI. KAPITULI. Sendiför ungfrú Stiffings. Desembermánuður var kominn. Fáum kvöldum eftir hið áður umgetna, gat maður séð unga stúlku ganga eftir götunni í South Wenn- ock í kuldanum. Hún var í hlýrri kápu með blæju fyrir andliti, því stormur var og snjór féll. Þetta var ungfrú Stiffing, herbergisþerna lafði Lauru Carlton. “En þeir kenjar, að senda nokkurn út í slíkt veður, en það er henni líkt. Þegar henni dett- ur eitthvað í hug, þá verður að gjöra það strax, hvort sem það er þægilegt eða ekki,” tautaði stúlkan við sjálfa sig. “Skrattin hafi stóra skápinn. Því týndi hún lyklinum, þegar hún vildi opna hann?” Hún gekk inn í verzlunarhús járnsmiðsins og rasaði um eitthvað, því dimt var fyrir fram- an búðarborðið, aðeins eitt ljós fyrir innan. “Nú, nú, White, getið þér ekki haft svo rúmgott í búðinni yðar, að fólki sé óhætt að koma inn ? ’ ’ sagði hún. “Eruð það þér, ungfrú Stiffing? Og hvern- ig líður yður?” “ó, eg er eins heilsugóð og hákarl,” svar- aði ungfrúin. “Hún er ekki umhyggjusamari um aðra en ugla, hún lafði mín. Hugsið yður, hún sendir mig út með þunnu skóna mína í slíku veðri.” “Gátuð þér ekki farið í stígvél?” Ipurði smiðurinn. “Nei, það gat eg ekki. Þegar maður er í kvöldklæðnaði, vill maður síður þurfa að skifta skóm með stígvélum. Og þér, White, hvers- vegna hafið þér ekki gasljós í búðinni eins og aðrir?” “Eg hefi ekki éfni á því, ungfrú. Og eg vinn að mestu leyti í bakherberginu við eitt ljós; biíðin er svo voða köld á veturna. Hvað get eg gjört fyrir yður, ungfrú?” ‘ ‘ Eg átti að fá aðallykil. ’ ’ “Aðallykil?” endurtók smiðurinn. “ Já, aðallykil. Er nokkuð einkennilegt við það?” “Hvað á að gjöra við hann?” spurði hann, og reyndi að muna hvort lögin leyfðu að af- henda vinnufólki aðallykla. “Nú, hann er handa lafðinni, ef þér verðið að fá að vita alt. Hún týndi lyklinum að stóra skápnum, sem stendur í króknum hjá svefnher- bergisdyrunum hennar.” “Hún hefir eflaust gleymt honum einhvers- staðar,” sagði smiðurinn. “Auðvitað, hann hefir máske dottið upp fvrir einhverja hirzlu og finst á morgun. En lafði getur aldrei beðið eina mínútu; hún vill fá skápinn opnaðann í kvöld. “Segðu White að liann verði að senda mér aðallykil, sem geti opn- að allar skrár af líkri stærð, og að hann skuli fá hann aftur eftir einn eða tvo daga,” sagði hún. Og verið þér nú fljótur, því eg vil komast heim aftur íhlýindin.” 6r= Areiðanlegustu Eldspíturnar í Keimi og um leið þaer ódýrustu eru EDDY’S “SILENT 506” AREIÐANLEGAR af því að þær eru svo búnar til að eldspítan slokknar strax og slökt er á henni. ÓDÝRAiTAR af því þœreru betri og fullkomnari en aðrar eldspítur á markaðinum. Stríðstíma sparnaður og éigin samvizka þín mælir með því að þú kaupir EDDYS ELDSPÍTUR Ef þú óskar eftir fljótri afgreiðtlu og hœsta verði fyrir ull og loðskinn.skrifið Frank Massin, Brandon, Man. Skrifið eftir verði og áritanaspjöldum. 0 ■■ 1 Ull, Gœrur Og Seneca Rœtur • Vér kaupum vörur þessar undir eins í stórum og smáum slumpum. Afarhátt verð borgað. Sendið oss vörurnar strax. R . S. ROBINSON W I N N I P E G, 157 RUPERT AVENUE og 9 150-2 PACIFIC AVE. East M AN . Ánœgðir Viðskiftamenn eru mín Beztu Meðmæli. Hundruð af þeim eru reiðubúnir að staðfesta að verk mitt er sama sem sársaukalaust og verðið dæmalaust sann- gjarnt. * J Með því að hafa þetta hugfast munu menn sannfærast um að það er óhætt að koma til mín, þegar tennur þeirra eru í ólagi. Dr. C. C. JEFFREY, ,,Hinn varfærni tannlæknir" Cor. Lo^an Ave. o£ Main Street, Winnipeé ....... ■■1 ™—■ > .... ■"■■■ ................ • liOUSKlNN líandur, Velðiniemin og Verslunarmenn LOBSKINN A. & E. PIERCE & CO. (Meetu sklnnakaupmenn f Canada) 213 PACIFIC AVENUE...............WINNIPEO, MAN. Hæsta verð borgað fyrir Gsrrur Húðlr, Seneca rætur. SENOIÖ OSS SKINNAVÖRC YÐAR. Bein Jóns Arasonar GutSbrandur Jónsson heflr undan- farið verið á ferS um Húnavatns- og SkagafjarSarsýslur atS rannsaka foma kirkjustaöi og kom hann heim um dag- in úr þem leiöangri. Vísir haftSi frétt aiS í förinni heftSi hann funditS leiSi Jóns biskups Ara- sonar og tekiíS upp bein hans. Þótti blatSinu þaC svo merkur fundur, a?S þaíS spurtSist fyrir hjá honum um rannsóknirnar, og sagöist honum svo frá: Já, þaS er satt, meö tímanum hefir gleymst hvar leitSi þeirra fetSga er. Ekki einu sinni munnmæli til um þatS. FertS mín til Hóla var atS visu görS i þeim tilgangi einum, aS finna grunn- inn aS þeirri dómkirkju, sem Pétur biskup Nikulásson bygSi 1395 og fauk fauk á ofanverSum dögum GuSbrands biskups, sem eg líka fann brot af. En gömul rit segja hvar i þeirri kirkju biskup Jón og synir hans voru grafn- ir og rannsókn mín lá meSal annars þar um garSinn. Á 1 y2 álnar dýpi kom eg ofan á leifar af beinum þriggja manna og var lausleg grjót- hleSsla yfir. MaSurinn í miSiS virt- ist vera roskinn og er beinabyggingin stórgerS; var af honum höfuSskel, partur af handlegg og mikiS af öSr- um fæti. Ðeinin, sem í bili eru geymd í ÞjóSmenjasafninu, voru þangaS flutt meS leyfi kirkjumálastjórnar- innar og er eg nú aS rannsaka þau þar og láta lækni rannsaka þau. Fyrri en þeirri rannsókn er lokiS get eg ekk- ert fullyrt um, hvort hér séu bein Jóns biskups og þeirra feBga, en þaS er mér óhætt aS segja, aS líkurnar fyrir því eru töluvert miklar, meSal annars af því, aS engin fundust þar önnur bein í kring, enda er það al- mæli þar nyrSra, aS á bessu svxSi hafi aldrei verið grafiS i garSinum. Eins er þaS, aS höfuSskelin at mið- manninum lá sem svaraði bvi viB hliS- ina á honum, en beinin í fætinum lágu í náttúrlegum stellingum og því ill- skiljanlegt hvernig hún væri þangaS komin, nema hún hefði legiS þar frá upphafi. En sem.sagt er ekkert hægt aS segja af eBa á fyrri en rannsókn- inni er lokiS. Á annan árangur af ferS minni sem almenningi gæti þótt fróðlegur, skal eg benda. — Á GunnsteinstöBum í Langadal fann eg elztu kirkju og yfir höfuS elzta hús á landnu. Hún er nú skemma og var jafnvel orðin þaS 1813. Um aldur hennar er ekk- ert hægt aS segja ákveðiS, en óyggj- andi rök liggja til þess aS hún sé frá því fyrir siðaskiftin. Hún er eftir atvikum sæmilega viS lýBi, svo aS vel væri hægt aS gjöra hana tipp á ný. Þetta þyfti landsstjórnin aS láta gjöra og taka hana aS öllu undir sina nm- sjá. Elzta hús, sem áSur þektist á landinu, var skálinn á Keldum, og er hann nú undir opinberri umsjá. Á öðrum árangri af rannsóknum mínum aS þessu sinni getur varla vaknaS almenn athygli. fYisir.) Otreiðar-dagur. Hestalykt viS hrossarétt! HeilbrigS kæla. — Morgun fagur. Sól í austri. — Sunnudagur. FerSaveSur. — LoftiS létt. LeiS til fjalla. — Leggjum á. Látum svo í hnakk hvern tösku, og í hverja eina flösku. Fleyg í barminn. — Förum þá! Fram í hópi hleypum viS. • Hófasláttur. — Götur duna. Fákur hver vill fram úr bruna. Hver viS annars keppir hliS. Geysast farm meS gleSibrag; gatna láta tóna-strengi títt af hófum lositna lengi óma fjörugt ferSa lag. JJppi’ í hlíð viS hnjúk skal áS; hnökkum sprett af, leyst frá tösku; tekinn gyltur tappi’ úr flösku. VíSsýnt yfir lög og láð! Þina, himinn skýlaus, skál! Skál þín, bjarti heiða-salur! Skál þín, fagri fjalla-dalur! HeiSablóm, þín heillaskál! SólargySju sigurskál! Svona’ á lifiö alt aS vera. Enginn hrygS né búksorg bera. Njóti gleSi sérhver sál! ÞrúSgi hnjúkur, þína skál! Þessi fagri sunnudagur lifi’ í minning ljós og fagur! Drekkum landsins dísa skál! b. G. ('Lögrje

x

Lögberg

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.