Lögberg - 19.09.1918, Síða 6

Lögberg - 19.09.1918, Síða 6
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 19. SEPTEMBER 1918 6 Söngmeistarinn frá Nuremberg. Framhald. Eftir að ritarinn hafði lesið upp nöfn allra félagsmanna, og hver fyrir sig hafði svarað til síns nafns, tilkynti hann að fundurinn væri löglegur, og að söngsamkepnin ætti nú að byrja. Þá reis hr. Pogner á fætur og kvaðst hafa til- kynningu, sem viðkæmi hátíðahaldinu á morgun, og kvaðst álíta að hún ætti að birtast áður en söng- samkepnin byrjaði, og voru allir því samþykkir. “Á morgun or Jónsmessa, eins og þér alLir vit- ið,” mælti herra Pogner, “og samkvæmt siðvenju Nurembergmanna, þá vonustum við til að halda hana út á víðavangi — úti í hinni töfrandi náttúru, og eyða þar deginum í leikjum, við dans og sön£- list; því á þeim degi eigum vér allir að gleyma erfiðleikum vorunvog áhyggjum, og njóta lífsins í saklausri gleði. Og söngmeistarafélagið ætlar að gjöra sitt til þess að dagurinn geti orðið skemti- legur, með því að syngja falleg lög og ættjarðar- söngva. Eg hefi lengi verið að hugsa um það, hvaða verðlaun eg gæti boðið þeim, sem fram úr skarar í sönglistinni. Þegar eg síðastliðinn vetur ferðaðist í fjar- lægum löndum, þótti mér mjög fyrir því að heyra verzlunarstéttina þýzku kallaða fastheldna og sér- dræga, og eg ásetti mér að gjöra eitthvað til þess, að enginn gæti með sanngirni sagt slíkt um verzl- unarmennina í Nuremberg. Yður er það öllum ljóst að guð hefir blessað fyrirtæki mín sem verzlunarmanns, og að mér hafa hepnast þau vel. Og því ætla eg á morgun að gefa að verðlaunum þeim manni, sem bezt syngur, einkadóttur mína, Evu, fyrir eiginkonu, ásamt ríkulegum heimanmundi í gulli og gripum.” Undir þetta var tekið af fundarmönnum með fögnuði miklum. En herra Pogner hélt áfram ræðu sinni á þessa leið: “Takið eftir, vinir, því eg verð að gjöra öllum yður skiljanlegt hvað eg meina. Söngmeistarafélag vort ákveður um það, hver bézt liafi leyst verk sitt af hendi. En það er ekki síður sanngjarnt, að dóttir mín fái eitthvað um það að segja, hver skuli verða maðurinn henn- ar.“ — ‘ ‘ Mér er eklá unt að sjá, hvernig vér eigum að fara að ákveða verðlaunin, ef ungfrúin sjálf á að kjósa,” mælti einn söngmeistarinn. “Það er miklu betra að láta dóttur yðar kjósa eins og hún sjálf vill, en láta oes dæma sérstaklega um sönginn,” mælti Beckmesser, sem taldi sjálfum sér trú um, að hann hefði fundið náð og velþókn- un í augum Evu, en var engan veginn viss um að hann myndi bera sigur úr býtum í söngsam- kepninni. “Þér misskiljið mig,” mælti herra Pogner. “ Ef að dóttir mín vill ekki ganga að eiga þann mann, sem vér ákveðum verðlaunin og ber sigur úr býtum í söngsamkepninni,.þá hefi eg ásett mér að greiða honum álitlega peningaupphæð, en í því er eg fastráðinn, að dóttir mín skuli engum giftast öðrum en söngmeistara, og þeim aðeins, sem að yðar dómi hefir að maklegleikum unnið til þess heiðurs að bera það nafn. En á hinn bóginn getur sú gifting ekki farið fram, þar til að sá maður kemur, sem dóttir mín gengur að eiga af fúsum vilja.” Eftir að herra Pogner hafði þetta mælt, reis Hans Sachs, bezti söngmeistarinn í Nuremberg, úr sæti sínu, og mælti: “Ef að mærin á að dæma, þá er ljóst að það verður ekki á grundvelli söng- listarinnar, því hugur hennar, eins og hugir flestra annara, stefnir í aðra átt. Eg vil leyfa mér að benda á, að réttara væri, að í staðinn fyrir að vér söngmeistararnir einir dæmdum að þessu sinni, þá sé það lagt undir atkvæði allra, sem viðstaddir eru, það getur ekki gjört félagi voru neinn skaða, þó að vér einu sinni á ári — á Jónsmessuhátíðinni sjálfri — látum fólkið skerá úr því með oss, hver af keppi- nautunum hafi sungið bezt; og þrátt fyrir brest á sérknnnáttu fjöldans, þá er æfinlega mikið vit í niðurstöðu þess.” Þessi tillaga Hans Sachs vakti allmiklar um- ræður. Sumum fanst hún mjög skynsamleg, öðr- um fanst ekkert vit í því að láta ósöngfrótt fólk dæma um efni, sem eingöngu sérfræðingar gætu haft vit á. Að sfðustu kvaddi herra Pogner sér hljóðs, og lagði til að boð sitt yrði samþykt, og að söngmeistararnir, Eva og alt fólkið skyldi dæma um það, hver verðlaunin ætti að fá, og var það samþykt. Á meðan á þessu þófi stóð hafði Sir Walter og hinir söngmennirnir beðið rólegir í sætum sín- um. En nú gekk skrásetjarinn fram og spurði, hvort þeir væru tilbúnir að byrja á þessari söng- kepni. Herra Pogner stóð upp, gekk að Sir Walt- er, leiddi hann fram á söngpallinn og mæltist til þess að hann mætti eyngja fyrstur, og var þeim tilmælum svarað með lófaklappi. Ánægjan skein út úr augum Sir Walters — hann hafði heyrt ræðu herra Pogners, og honum fanst að hamingjustund sín væri að renna upp. Beckmesser var farinn í söngdómaraklefann, og Sir Walter steig nokkur spor fram á söngpallinn, þangað sem Davíð hafði dregið hring með krítinni, og keppinautarnir áttu að standa innan r, og þar stóð hann kyr ofurlitla stund. “Sir Walter,” mælti formaður söngmeistara- félagsins, “hver kendi þér að syngjaf ” Á vetrakvöldunum löngu, þegar snjórinn þakti holt og heiðar og þegar menn og skapnur dreymdi um vor og vorkomu, þá las faðir minn mér og sagði mér af söngvunum hans Sir Wallir frá Vogelweid — það var hann, sem kendi mér að syngja.” “Ágætur meistari,” mælti forsetinn. “En viltu segja okkur á hvaða skóla þú lærðir, Sir Walter, því lögmál sönglistarinnar er margbrotið og ekki auðlært?” Sir Walter svaraði: Með fyrsta vindblæ vors- ins, er náttúran öll var að vakna úr dvala vetrarins og leysast úr kulda og klakaböndum, þá söng eg með fuglum merkurinnar með tilsögn og undir leiðslu anda Sir Walters frá Wogelweid. “Hefir nokkur maður heyrt slíkt”, greip Back nesser fram í, “ætlast hann til þess að við trúum því að fuglar merkurinnar hafi kent honum að syngja á einni mínútu”. Forsetinn leit í kringum sig hálf vandræða- legur á svipinn, þessi maður var sannarlega und- antekning frá því vanalega og hann vissi varla hvað hann átti að gjöra við hann. Þar til Hans Sachs stóð upp og sagði: “ Vinir góð- ir, hvað kemur það oss við hver kendi Sir Walter. Heimurinn er stór, og í honum eru margir söng- meistarar. Látum hann byrja á að syngja og við munum brátt heyra hvort að hann getur sungið eða ekki”, og allir samþyktu þá tillögu. “Ein spurning enn”, mælti forsetinn. “Hvers eðlis er það, sem þú ætlar að syngja, Sir Walter?” “Eg ætla að syngja um vor ástarinnar”, mælti Sir Walter, og með fagurri og hljómþýðri rödd byrjaði hann og söng fyrst um vorið, þegar vor- sólin með geislum sínum vermir blöð trjánna og vorblærinn þýtur i laufi þeirra, þegar fuglarnir, dýrin og trén vakna af dvala vetrarins, þegar þröstúrinn hvíslar að förunaut sínum — vorið — þegar jafnvel lauf fullvöxnu og hálfvisnu trjánna leika sér og hvísla hvort að öðru — vorið, og íkorn- inn vaknar af sínum fjögra mánaða svefni. Sjáið þið skóginn, sem í morgun stóð þögull og hnýpinn, hann er nú vaknaður til lífsins. Nátt- úran öll er að rísa upp og segir: “Eg er vökuuð — eg vaki og hver tunga syngur um vor og líf. En á viðarkjarranum situr veturinn enn, kóróna hans eru fáein fölnuð lauf — hann heldur í hendi sér nokkrum rauðum berjum, og hann segir við hrafn- inn: “Er vorið virkilega komið?” Hrafninn baðar vængjum og svarar: “Já það er komið geislar vorsins hafa brotið vald þitt á bak aftur og gjört þig útlægann úr landinu, og hann varð að flýja gleðiraddir lífsins”. Þegar hér var komið í söng Sir Walters, heyrðist Beckmesser stynjá inni í klefa sínum, og herra Pogner og söngmeistararnir litu vandræða- lega hver til annars. En Sir Walter gaf því eng- an gaum, en hélt áfram og söng um ástina — ást ina, seni fer eins og þýður vorblær í gegn um sálir mannanna, og rödd hans var þrungin af viðkvæmi er hann söng um gleði lífsins og um draumalönd næturinnar — um fegurð náttúrunnar — ■ urn sjó- inn og loftið, eins og það er fyrir sjónum þess manns, sem ástin liefir vakið til þess fegursta, sem lífið á. Og hann söng um veröldina, sem honum sýndist aðeins ljósgrunnur af andlitsmynd ást- meyjar sinnar. Sir Walter hætti snögglega að syngja, því tjöldin á klefa prófdómarans Beckmessers vóru dregin til hliðar, og hann rétti spjaldið, sem hann markaði sönggallana á, út fyrir, og það var alveg útskrifað beggja megin. Hann spurði Sir Walters, hvort hann væri nærri búinn. “Búinn,” át Sir Walters eftir honum, “langt frá, eg á enn eftir að syngja um ástmey mína.” “Jæja,” svaraði Beckmesser. “Spjaldið, ssm eg hefi til þes að marka sönggalla þína á, er nú út- skrifað, og um söngmensku þína er það að segja, að eg héfi aldrei heyrt annað eins. Þú söngst ekki eina einustu nótu rétt eða reglum samkvæmt, og þætti mér gaman að hitta þann mann, sem þætti nokkuð til slíkrar sönglistar koma.” Undir þetta tóku nokkrir af söngmeisturunum og bættu við: ‘ ‘ Það ætti ekki að taka okkur lengi að komast að niðurstöðu um það, hverá chki að fá söngmeistaranafnbót. ’ ’ “Verið ekki svona bráðlátir, vinir,” mælti Hans Saohs. “Það er satt að kvæðið er nýstár- legt fyrir oss, og reglur söngmannsins aðrar held- ur en við höfum átt að venjast hér í Nuremberg. En við megum ekki gleyma, að það eru fleiri bæir til í heiminum heldur en Nuremberg, og aðrar regl- ur heldur en þar tíðkast; vér megum því ekki vera of einstrengingslegir. Eg sting upp á því, að við hlýðum á þenna unga riddara, þar til hann hefir sungið kvæði sitt á enda.” Beckmesser svaraði reiðilega: “Hvað attu við,TIans Sachs? Þessi maður hafði allar *■- herzlur vitlausar, hljómfallið var sundursliti«. orðin bar hann of fljótt fram og þar að auki sö>»«< hann alt of hátt. Ef svona söngmenn eiga að g»-r- ast meðlimir í félagi voru, þá er úti um sóma þe-*. Auk þess vitum vér, að Sir Walters von Stolz s kom hér ekki sökum listarinnar, heldur söki«n einna einkamála.” “Nú jæja,” mælti Hans Sachs, “það er bv/X að hann klári kvæðið, og skal eg þá hlíta dómi þessa fólks eins fúslega og nokkur ykkar.” Söngmeistararnir gáfu Sir Walters bendingu um að halda áfram; og hann söng um uglurnar, sem æpa í myrkrinu þar til dagrenningin kemur — um hrafnana sem garga — um keldusvínin, sem skrækja, sökum þess að þau þekkja ekki komu dagsins. Og í þýðari og fullkomnari róm söng hann um astarguðinn, þar sem hann hóf sig úr fjötrum myrkravaldanna — í gegn um myrkrið — móti sólinni, unz geislar morgunroðans blikuðu á vængjum hans, þar sem hann sveif móti komandi degi. Og með sigurhljómi í rödd sinni endaði Sir Walters kvæði sitt á þessa leið: “Þenna ástar- guð sé eg — og hann hvetur anda minn til þess að rísa úr landi dauðans og lyfta mér í himinn söngs og ástar.” Svo settist Sir Walters niður við hliðina á Hans Sachs, og þeir sátu hljóðir, þar til hinn skrækhljóða rödd Beckmessers lét til sín heyra: “Meistarar, hvað finst ykkur úm sönginn?” Og fjöldi radda kallaði: “Vér fordæmum kvæðið og söngmanninn, ” og flestir fundarmenn tóku undir það með lófaklappi. Að svo búnu fóru söngmeistaramir út úr saln- um, og þegar að söngnemarnir voru í þann veginn að fara út, þá sneri Davíð sér að Sir Walter og mælti: “Herra riddari, okkur þótti mikið til söngs yðar koma, og við vonum að almenningsálit- ið verði svo eindregið með yður á morgun, að þér hljótið sigursveiginn. ” “Sir Walters,” mælti Iians Sachs, þegar þeir voru orðnir einir eftir í salnum, “eins sannarlega og himininn er yfir mér, veit eg að þú ert bæði söngmeistari og skáld.” Framh. Svalan. Svala nokkur sá, að bóndi var að sá hampi. Hiin kallaði því saman alla þá fugla, sem hún náði í, og sagði þeim, hvað bóndinn hefði fyrir stafni. Hún sagði þeim, að úr hampinum væru búin til net til þess að veiða fugla, og réði þeim til að taka sig saman og tína upp alt fræið, svo að bóndinn fengi enga uppskeru af hampi. Annaðhvort var það, að fuglarnir trúðu ekki svölunni, eða þeir fyrirlitu ráð hennar; þeir skeyttu því engu, sem hún sagði. Skömmu seinna fór hnappurinn að koma upp. Þá talaði svalan aftur til fuglanna, og sagði þeim, að ennþá væri ekki of seint að uppræta hampinn, ef þeir legðust allir á eitt, og gjörðu það áður en ihampurinn næði að festa djúpar rætur. En er þeir vildu ekki hlýðnast ráði hennar, tók hún sig út úr hóp þeirra, og hélt sig í bæjum og borgum, án þess að leggja lag sitt við aðra fugla. Einn dag, er hún hafði flogið út úr hreiðri sínu, sá hún mann, sem bar fuglabúr á bakinu, og voru í búrinu nokkr- ir af fuglum þeim, sem hún hafði gefið ráð sitt. “Vesalings aumingjarnir”, mælti hún, “þetta haf- ið þið fyrir skeytingarleysi ykkar.” Kettirnir og apinn. Tveir kettir stálu ostbita, en gátu ekki komið sér saman um, hvernig þeir ættu að skifta honum. Þeir fóru því til apa, sem þótti vera kænn laga- snápur, og beiddu hann að skera úr málinu. Apinn setti upp gleraugu og snýtti sér. Síð- an tók hann ostinn, braut hann í tvo parta, mis- stóra, og lagði þá á metaskálar. En er hann sá, að þeir voru misþungir, , tók hann stærri bitann, beit af honum stórt stykki og át. Við það varð hinn bitinn þyngri, og fór hann þá eins að með hann, og þannig fór hann með hvern bitann á víxl — “til þess að jafna rnetin,” eins og hann komst að orði — þangað til hvor bitinn var ekki orðinn stærri en lítill munnbiti upp í kött. Köttunum fór nú ekki að lítast á blikuna, og báðu þeir apann að ónáða sig ekki meira þeirra vegna; kváðust þeir ánægðir ef þeir fengju það sem eftir væri. “Nei, nei,” mælti apinn, “rétturinn verður að hafa sinn gang. Það sem eftir er, ber mér í skiftalaun.” 'Híðan tók hann báða b4tana, sem eftir voru, og át þá. Að því búnu sleikti hann út um, tók af sér gle^.ugun, og sagði rétti f litið. En kettirnir löbb- u? ourtu meir en sneyptir. Avo fer þeim, sem eiga í deilum að óþörfu. Hinar sjö spítur. Faðir nokkur átti sjö sonu og kom þeim illa saman. Þras þeirra og rifrildi gjörði þá enda hirðulausa um það, sem þeir áttu að gjöra. Faðir þeirra, sem var hinn mesti heiðursmaður, hafði lengi tekið eftir þessu og fékk það honum áhyggju. Einn dag kallar hann þá alla á fund sinn og leggur fyrir þá sjö spýtur fastlega samanbundnar í knippi, og segir: “Hverjum ykkar, sem getur mölvað þetta spýtuknippi sundur, skal eg gefa hundrað ríkisdali.” Bræðurnir þreyttu nú á þesu aflsmuni sína, hver eftir annan, en allir jafnt fyrir gýg; “það er bráð-ómögulegt,” sögðu þeir allir. “Nei, ónei,” sagði faðirinn, “ekkert er auðveldara”. Þá leysti hann sundur knippið og mölvaði síðan hæglega hverja spýtuna eftir aðra. “Já, með þessu móti” gullu við allir synirnir, “þá er það reyndar hægð- arleikur; þetta getur hvert barnið gjört.” En faðirinn tók þá þannig til orða: “Svona fór nú með spýturnar, synir mínir! En gætið þess að ekki fari eins fyrir ykkur, því hér er líkt á kom- ið. Svo lengi sem þið eruð sáttir og haldið hóp, sem einn maður, mun enginn yfirbuga ykkur; en ef að einingarbandið slitnar, sem á að halda ykkur saman, þá munuð þið fá sömu afdrifin eins og þessar spýtur, sem liggja brotnar fyrir fótum okk- ar.” Alt verður einhverjum að góðu. Það vár eitt sinn, að faðir nokkur sat um kvöld undir fagurri eik með syni sínum ungum, og var að dást að fegurð náttúrunnar. Nálægt þeim var f járhópur á beit. Ókunnur maður gekk þar fram hjá og hafði hund með sér. Þegar kindurn- ar sáu hundinn, urðu þær hræddar, og hlupu á víð og dreif, og sumar lilupu inn í þyrnirunna, sem þar var nálægt. Við það mistu þær nokkra lagða sem festust í runninum. Þegar drengurinn sá það, sagði hann við föð- ur sinn: “Sjáðu, faðir minn, hvernig þyrnarnir rífa ullina af vesalings kindunum! Það ætti að höggva þá upp, svo að þeir gjöri ekki kindunum mein.” Faðir hans þagði um hríð, en sagði síð- an: “Þú heldur þá að það eigi að uppræta þessa þyrnirunna ? ” “ Já, ” svaraði drengurinn, “ og eg vildi að eg hefði öxi til að höggva þá upp með.” Faðir hans svaraði engu, og skömmu seinna gengu þeir heim. Morguninn eftir gengu þeir út á sama stað, og höfðu með sér öxi. Drengurinn var kátur mjög og vildi að faðir sinn færi sem fyrst að höggva upp þyrnirunnana. Þeir settust þá aftur undir eikina; mælti þá faðirinn við son sinn: “Heyrirðu ekki hveJfagurt fuglarnir syngja? Eru þeir ekki fallegar skepnur? “Já,” svaraði drengurinn, “fuglarnir eru þær fallegustu skepnur, sem til eru.” Meðan þeir töluðu þannig saman, flaug fugl niður í þyrnirunninn, tók ullarlagð þaðan, og flaug með hann í nefinu upp í hátt tré. Sjáðu nú,” sagði faðirinn, “með þessari ull býr nú fuglinn til hlýtt og mjúkt rúm handa ungum sínum. Held- urðu nú ekki að kindurnar geti mist fáeina lagða handa fuglunum? Og sýnist þér nú rétt að höggva upp þyrnirunnana?”“ Nei,” sagði dreng- urinn, “við skulum lofa þeim að standa.” “Mundu það, sonur minn,” sagði faðirinn, “að guðs vegir eru órannsakanlegir. Þér fanst það hart í gær, að kindurnar skyldu missa ull sína; en í dag sérðu, að án þessarar ullar hefðu fuglarnir ekki getað búið til hlý hreiður handa ungum sínum. Margt kemur fram við oss, sem oss finst hart, en guð læt- ur það alt verða oss að góðu, því hann er gæzka og kærleikur.” Brot úr Andante Religioso. ii. Nú lokar dagur ljósri brá, á lygnu sogni brosin deyja, og bljúg og fögur blómin smá í blæja-logni djúpt sig hneigja. Á skýja-borgum skinið dvín og skugginn blái þéttist, stækkar, — hver söngfugl heldur heim til sín, á himni og jörðu tónum fækkar. Og næturkyrðin hæg og hljóð, með himinfriði blíðu sinnar, nú titrar eins og óorkt ljóð , á öllum strengjum sálar minnar! III. Svo kveður ljóminn fold á förum að fjallabaki’ um sólarlag! Nú sofnar blóm með bæn á vörum um bjartan, hlýjan morgundag. 1 blækyrð djúpri draumsæll friður á daggvot bráljós hnígur rótt. Guð horfir milt af himni niður og heimi býður góða nótt. Mér verður þá um hjartað heitar, er hugann truflar enginn gnýr, og óljós bæn, er orða leitar, í undirvitund minni býr. Guðm. Guðmmdsson.

x

Lögberg

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.