Lögberg - 03.10.1918, Blaðsíða 4
4
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 3. OKTÓBER 1918
I afturelding.
Þegaí skuggar næturinnar eru að flýja fyr-
ir komandi degi, er á voni máli kölluð aftureld-
íng eða dagrenning — þegar náttúran er endur-
vakin af ylgeislum sólarinnar, með öllu lifandi
vaknar til nýs dags — til nýs lífs; og vér menn-
irnir til nýrra starfa. Hve yndisleg er ekki sú
stund, öllum þeim, sem heilbrigðu lífi lifa?
Fyrst hin dýrðlegu náttúrundur — hin
fagra dagrenning.
I öðru lagi að myrkrið er farið, en birtan
komin.
í þriðja lagi, tækifærið til nýs og gagnlegs
dagsverks.
En eins og náttúran er dægraskifting —
nótt og dagur, morgunn og kvöld, dagsetur og
dagrenning — svo á mannlífið sínar svörtu næt-
ur, — dimmu kvöld — björtu daga og dýrðlega
dagrenning.
En nú að undanförnu hefir nóttin, svört og
voðaleg, hvílt yfir öllum heiný. Nótt svo löng
og dimm, að fáar hafa víst gengið yfir heiminn
aðrar eins.' Nótt, með hörmungum svo miklum,
að orð fá ei lýst. Nótt með sorg svo þunga, að
mannkynið hefir naumast fengið risið undir
henni.
Nótt, með heift svo grirrima, að engri mann-
eskjum datt í hug að mannlegt hjarta gæfci geymt
annað eins. Og nótt fómfýsinnar og dreng-
skaparans rnesta, sem af mönnum hefir verið
sýnd.
Löng hefir þessi nótt verið — meira en
fjögnr ár. I meira en fjögur ár hefir verið bar-
ist upp á líf og dauða, um drengskap, sjálfstæði
og frelsi annars vegar, en um heimsvel'di og yf-
irdrotnun hins vegar. Oft hefir útlitið verið
bið ískyggilegasta. Hvað eftir annað hefir ótti
sá gripið menn, að óvinir friðar og frelsis
mundu leggja allan heiminn undir sig — að öll
mótstaða mundi verða brotin á bak aftur, og
menning hins siðaða heims mundi liggja blæð-
andi við fætur yfirgangsseggjanna. Og að starf
allra manna, sem fyrir frelsi og mannréttindum
liafa barist frá alda öðli, yrði skafið í burtu.
En nú er þeim borgið, og með þeim jafn-
réttis- og frelsisvonum mannanna. — Nóttin hin
dimma, sem yfir oss hefir grúft, er nú bráðum á
enda — fyrir aftnrelding farið að rofa — dag-
renning þegar komin.
Ein af Miðveldaþjóðunum hefir þegar selt
samherjum sjálfstæði, og sliðrað sverð sín.
Tyrkir, þrotnir að kröftum, eru nú einangrað-
ir — slitnir úr sambandinu við Þjóðverja, sem
leiddu þá út á þá ógæfubraut, sem þeir finna sig
vfirgefna á, — verða að sjálfsögðu að koma
sömu leiðina áður en margar vikur, eða jafnvel
margir dagar líða.
Austurríkismenn og Ungverjar lang-þreytt-
ir á stríðinu, og væru líklega farnir sama veginn
og Búlgarar hafa nú farið, ef þeir hefðu ekki
verið kúgaðir af Þjóðverjum til þess að halda á-
fram. Og Þjóðverjar sjálfir með dauða sigur-
von og dvínandi krafta, eru að láta undan síga
beim í sitt eigið land.
Að vísu hvílir nóttin enn yfir mannheimi;
en dagsmörkin eru skýr og auðsæ. Afturelding-
in er að koma — dagrenningin er í nánd. Dag-
ur friðarins og frelsisins dýr keypta, breiðir
sig bráðum um alt loft. Og þótt hugur vor og
atorka þurfi að fylgja hermönnum vorum óskift,
þar til hinn síðasti fjandraaður hefir á kné
kropið — af hendi látið sverð sitt, og undirskrif-
að þær frelsis- og friðarkröfur, sem hermenn
vorir ihafa barist fyrir, — þá liggur það samt í
augum uppi, að vér eigum og megum fara að búa
oss undir verk hins nýja dags — búa oss undir
að færa ávexti hinnar miklu fórnar út í lífið —
fást við hin miklu viðfangsefni, sem hinn nýi
dagur hefir í för með sér — gjöra oss grein fyr-
ir því, að ávextir þessa mikla stríðs, sem bæði
liljóta að verða margir og miklir, eiga í vorum
höndum eftir að verða til blessunar eða bölvun-
ar, til varanlegs frelsis og friðar eða þá til ó-
frelsis og ófriðar, til samvinnu og samkomulags
eða til sundrungar og sérgæzku. Gjöra oss
ljósa grein þess, að það er undir sjálfum oss
komið, hvernig ávextirnir af blóðfórninni miklu
verða hagnýttir.
Menn geta ef til vill sagt, að um oss Is-
h ndinga muni lítið þegar um slíkt spursmál er
að ra‘ða; að vér, eins fámennir og vér erum, fá-
um litlu til leiðar komið í heimi hugsana og á-
kvarðana. Að vér sem brot, og það örlítið brot,
af heildinni, verðuan að láta berast með straumn-
mn, án þess að geta veitt mótstöðu eða haft
nokkur veruleg áhrif. — En siíkt er þó ekki svo.
Vér getum haft mikil áhrif á líf þjóðar þeirrar,
sem vér búum hjá, ef vér viijum og ef vér látum
ekki ósamlyndi og flokkadrátt sundra oss, eins
og oftast hefir átt sér stað. Skyldi nú ekki
þessi nýi dagur geta kent oss að leggja niður
þann löst? Skyldi ekki blóðfórnin sú hin mikla,
win nú hefir verið færð og verður færð á altari
drengskapar, mannfrelsis og mannréttinda, geta
kcnt oss Islendingum að vinna eins og bræður,
af drengskap og hreinskilni að skylduverkum
lífs vors hér!
Skyldi oss ekki geta lærst að leggja fram
alla krafta vora í þarfir góðra málefna, með það
eitt fyrir augum að vinna þeim gagn, án alls til-
lits til smásmugulegs meiningamunar, eða mann
flokka? Skyldum vér bera gæfu til þe«s að fara
eins og vera ber með ávexti hinnar miklu blóð-
fórnar?
Búlgaría.
Sigurvinningar samherja í Macedóníu, hafa
þegar haft all-raikilvæg áhrif á stjórnmála á-
standið í Búlgaríu, samkvæmt síðustu fregnum.
Forsætisráðgjafi Búlgaríumanna, Malinoff, hef-
ir farið fram á það við Breta að fá 48 klukku-
stunda vopnahlé til þess að ráðgast um frið og
friðarkosti, og sýnir þetta betur en nokkuð ann-
að í hvert óefni málum Búlgaríu er komið. Bret-
ar neituðu að veita hið umbeðna vopnahlé, sem
eðlilegt var,þar' sem óvíst var með öllu hvort
undirbyggi einlægni eða fals, enda hitt miklu
líklegra, að málaleitun þessi hafi að eins verið
grímuklædd blekkingartilraun, frumhugsuð í
Berlín, í þeim tilgangi að Búlgaríumönnum gæti
gefist ráðrúm til þess að lappa upp á hinn tvístr-
uðu /herdeildarbrot sín og búast um til frekari
mótspyrnu. En hvað sem öðru líður, þá munu
allir á eitt sáttir um það, að svar Breta og sam-
herja hafi verið liið eina rétta undir kringum
stæðunum. Aftur á móti lýstu Bretar yfir því,
að þeir væru reiðubúnir að taka á móti löglega
kjörnum fulltrúum stjórnarinnar í Búlgaríu og
taka mál þeirra til yfirvegunar í alvöru og ein-
lægni, án þess þó að veita vopnahlé fyrst um sinn
— En sé nií tilboð Búlgaríumanna framborið af
einlægni, þá sannar það beinlínis að þjóðin hefir
mist sigurvonir sínar og hefir samfærst um að
Þjóðverjar eru ómegnugir þess, að veita henni
fullnægjandi herstyrk. Með öðrum orðum, Búlg-
aría viðurkennir sig þá yfirunna, og sér enga
a ðra leið færa en þá, að sækja um frið á þeim
grundvelli, sem samherjar hafa verið að berjast
fyrir og talið að vera hinn eina hugsanlega
grundvöll undir varanlegum friði. — Þjóðverjar
og Austurríkismenn hafa áreiðanlega nóg á
sinni könnu, eins og nú standa sakir. og hafa því
að líkindum einungis skelt, skolleyrunum við
liðsbóna kalli hinna búlgarisku vina sinna.
En Búlgarar geta verið vissir um það, að
Bretar og samherjar ganga aldrei inn á neina
hálfvelgju samninga við þá, fremur en Þjóð-
verja sjálfa. Það hefir aldrei verið tilgangur
Breta, með sókninni gegn Búlgaríumönnum, að
þröngva þeim til friðar á líkan hátt og Þjóðverj-
ar létu sér sæma að gera við Rússa og Riiminíu-
menn, það er svo langt frá. En samherjar hafa
ákveðið í eitt skifti fyrir öll, að skiljast eigi við
Búlgara fyr en þeir hefðu gerbreytt sinni póli-
tísku trúarjátningu — afsalað sér keisaradýrk-
uninni, en viðurkent í þess stað lýðfrelsishug-
sjónir þær, er hlið vor í stríðinu hefir fórnað svo
miklu fyrir.
Ferdinand Búlgaríu konungur, er þýzkur
að ætt, alinn upp í þýzkum herstjórnaranda, ó-
stjórnlega metnaðargjarn, og hefir að líkindum
verið fyrir löngu farin að dreyma um sjálfan
sig, sem voldugan keisara yfir öllum Balkan-
skaganum. Núverand stjórn — keisarastjórn
Þýzkaland vissi sýnilega hvar maðurinn var
veikastur fyrir, og þessvegna munu honum hafa
verið gefin skýlaus loforð um vaxandi tign og
aukin lönd; hann stóðst ekki hylliboðin og þess-
vegna flækti hann sig svo átakanlega í prúss-
neska netinu, sem raun hefir á orðið. Þessvegna
er það ljóst, að í augum samherja, hlýtur Fer-
dinand konungur avalt að skoðast viðsjárverð-
ur samningsaðili.
Það er að vísu ekki til neins að spá nokkru
um það,. hvernig málaleitunum Búlgaríumanna
lrunni að lykta, en flestar líkur virðast þó benda
í þá átt að vopnahlé muni þeim eigi veitast, fvr
en hinar sigursælu fylkingarBreta og banda-
manna hafa sýnt þeim að fullu í tvo heimana.
Ef að Búlgaríukonungur á hina hliðina er
einlægur í því að leita friðar fyrir hönd þjóðar
smnar, þá verður hann að viðurkenna sig yfir-
unninn og viðurkenna friðarskilmála samherja
þá einu réttu. En hafi tilboðið einungis verið
blekking, þá þarf Ferdinand engrar vægðar að
vænta. — Aframhaldandi stríð, eða fullkomin
uppgjöf af hálfu Búlgaríu, verður eina svarið, er
foringjar sambandsþjóðanna gefa við málaleit-
unum Malinoffs forsætisráðgjafa.
Eftir að ofanritaÖ greinarkorn er skrifað,
hafa þau tíðinda gjörst, að Búlgaría hefir samið
um vopnahlé við Breta og samherja og sótt op-
inberlega um sérstakan frið. Er nú svo að sjá
sem Búlgaríumenn vilji flest til friðarins vinna,
enda mun þeim hafa verið einn kostur nauðug-
ur, þar sem bæði Bretar, Frakkar, Italir, Grikk-
ir og Serbar sóttu með liði miklu inn í land
þeirra. Búlgaría hefir lofast til þess tafarlaust
að skila aftur löndum þeim öllum, er hún hafði
með ofríki hrifsað undir sig; ennfremur að láta
af hendi við samherja meðan á stríðinu stend-
ur járnbrautir allar og önnur samgöngutæki, og
afvopna herinn þegar í stað. Einnig lofast
Búlgaríumenn til þess að selja bandamönnum í
hendur skipastól sinn og siglingaleiðir og fá
þeim full yfirráð yfir öllum skotfæraverksmiðj-
um og vopnaforða landsins. Enga kosti hafa
samherjar sett Búlgurum að því er snertir
stjórnarfar þeirra, telja þjóðina sjálfráða hvort
hún vilji halda Ferdinancl konungi áfram eða
ekki.
Akvæði þessi um vopnahlé milli Búlgara
og samherja, gilda óbreytt, þar til fullkominn
friður er undirskrifaður af hlutaðeigandi stjórn
arvöldqm. Þessi nýi stórsigur samherja hlýt-
ur að hafa víðtæka þýðingu að því er til stríðs-
úrslitanna kemur. Við það, að samherjar hafa
afvopnað Búlgaríu, hefir um leið verið skorið á
einu tengilínuna milli Þýzkalands og hins tyrk-
neska veldis, og án aðstoðar og eftirlits frá Þjóð-
verjum er Tvrkinn magnþrota og úrræðalaus.
Hvar stöndum vér ?
f Síðastliðin fjögur ár hafa þjóðir þessa
heims að sjálfsögðu þvínær stöðugt haft þessa
spurningu í huga, og ávalt hefir hún lotið að
málinu stóra og vandasama, heimsstríðinu, sem
fylt hefir hugina svo mjög að alt annað hefir
orðið að þoka. Ekki að eins hafa stríðslöndin
haft þessa spurningu efist á baugi, lieldur einnig
hlutlausu þjóðirnar, smáar og stórar, sem allar
hafa að meira eða minna leyti fundið til alheims-
voðans, er styrjöldin hefir haft í för með sér.
Svo má heita, að láð og lögur heimskautanna á
milli hafi andlega og líkamlega leikið á reiði-
skjálfi út af hamförunum á Heljarslóð, þar sem
þýzka nautið hefir vaðið yfir lönd og höf, rekið
hornin með grimdaræði gegn um öll helg vé, er
á leið þess liafa orði^ og öskrað ógurlega. Eng-
in furða því, þó menn 'hafi spurt: Hvar stönd-
um vér? Engin furða þó sérmál einstaklinga og
þjóðfélaga hafi eins og horfið fyrir hinni sam-
eiginlegu þörf siðmenningarinnar, þeirri, að
finna fótum sínum forráð, taka saman höndum
og leitast við að hefta för villidýrsins — liins
prússneska hervalds, er með blindu æði og sam-
vizkulausri grimd eyðilagði alt það er er öðrum
mönnum var iheilagt og kært, og sem það náði til.
Eftir fimtíu mánaða hríð upp á líf og dauða er
nú eins og ögn að rofa til, og hersveitir siðmenn-
ingar og mannréttinda loks farnar að sjá veru-
legan árangur af hinni miklu fórn sinni, og heim-
urinn dregur nú léttar andann, en hann nokkru
sinni hefir gert f jögur árin síðustu. Því nú virð-
ist sem hervalds-jötuninn sé um síðir að kikna í
knjáliðunum — hamremin virðist óðum að renna
af honum, sem betur fer.
Fyrir oss Vestur-Islendingum hefir að
sjálfsögðu staðið á eins og öðrurn borgurum
þessa lands, að spurningin: Hvar stöndum
vér? hefir. að mestu leyti snúist um stórmálið
mikla, stríðið. Hjá flestum hugsandi mönnum
hafa sérmálin — og þá að sjálfsögðu þjóðernis-
málið — horfið að mestu. Vér höfum ekki haft
tíma til að hugsa um mál það á sama hátt og
áður, meðan á stríðinu stendur; margir hafa þá
sannfæringu, að með því að hefja sterka og há-
væra hrevfingu til félagsmyndunar um þjóðern-
ismál vort yrði að eins til að tef ja fyrir því máli
og yrði ef til vildi til þess að vekja grun á oss í
hugum meðborgaranna, er ekki gætu í núverandi
hugarástandi þeirra skilið, að nokkrir góðir
borgarar þessa lands gæti verið að eyða tíma
sínum og kröftum við neitt annað en það, sem
að einhverju leyti styddi að sigursælli endalykt
stríðsins. Hvort ályktun þessi sé rétt, skal ekki
lagður neinn dómur á; en óneitanlega hefir hún
töluvert til síns máls. Og aldrei er of varlega
farið. Ilitt er og áreiðanlegt, að á meðan ef til
vill meiri hluti Vestur-lslendinga lítur þannig á
málið, er ekki um neina samvinnu að ræða, því
betra að bíða byrjar og hefjast handa með öfl-
ugum samtökum eftir stríðslok, þegar meiri von
væri um, að meginþorri Vestur-lslendinga
myndu vilja taka þátt í því, og ekki væri nein
hætta á, að annarleg hindrun yrði því til tálmun-
ar. Því “þeir sem bíða byrinn fá, en bráðir and-
róður. ’ ’
Með þessu er þó ekki sagt, að ekki hefði
mátt starfa neitt í þessu máli, og það all öflug-
lega, í kyrþey, eins og til undirbúnings samtök-
um mðar, og einmitt slík starfsemi mun hafa
vakað fyrir þeim mönnum, sem um áramótin
1916—17 komu saman hér í Winnipeg til þess að
ræða um allsherjar þ’jóðfélags myndun meðal
Vestur-Islendinga. •
Svo langt komst þá, að fimtán manna nefnd
var kosin úr all-stórum hópi Islendinga, er sam-
an höfðu verið kallaðir til skrafs og réðagerða;
skyldi sú nefnd íhuga málið vandlega, og kalla til
almenns fundar, er hún sæi tíina til kominn, að
frekari framkvæmdir væru gerðar. Nefnd þessi
liafði fund með sér í janúar 1917, og ræddi málið.
Korn þar jafnvel fram uppkast til stofnskrár
fyrir slíkt þjóðræknisfélag Islendinga í Vestur-
heimi. A þessum nefndarfundi lét og einn af
nefndarmönnum (Dr. S. J. J.) þá skoðun sína í
ljós, að G. T. stúkurnar hér í bæ ættu að gefa
slíkri þjóðfélagsstofnun húseign sína tilheimilis.
í nefndinni voru flestir atkvæðamestu menn
íslendinga hér í bæ, og hefði því mátt búast við
einhverjum árangri af hreyfingu þessari. En
svo óheppilega vildi til, að formaður hennar, hr.
Árni Eggertson, sem falið var að kalla nefndina
saman aftur á sínum tíma, varð vegna stöðu
sinnar að hverfa burtu skömmu síðar, og hefir
verið fjarverandi að mestu leyti síðan. Enda
virtist sú skoðun ríkust með nefndinni, að bezt
væri að geyma mál þetta þar til eftir stríðið. —
Þetta munu orsakir þess að ekkert hefir heyrst
frá nefndinni þessari enn, og um hana má að lík-
indum kveða með Jónasi:
“Nú eru líka níu menn,
'sem nóttina eiga að stytta,
þó varla nokkur viti enn,
hve vænlegt ráð þeir hitta.”
Ekki er því ástæðulaust fyrii oss nú, er vér
iiugsum um mál þetta, að segja við sjálfa oss:
Hvar stöndum vér?
I desember-mánuði 1916 reit eg greinahstúf
er hafði að fyrirsögn þessi orð: “Hvar stönd-
um vér?” Birtist grein sú í jólablaði Lögbergs
þab ár. Vildi eg með því leggja fram minn litía
skerf til þess ef verða mætti að einhver spor
yrði stigin af oss Vesturíslendingum í þá átt að
mvnda allsherjar bandalag eða félag meðal vor,
er hefði viðhald íslenzks þjóðernis í Vesturheimi
fið aðal-verkefni. Benti eg á ýmislegt, er mér
A'irtist því til sönnunar, að þjóðernistilfinningin
væri enn býsna öflug í brjósum Vestur-Tslend-
inga, í hjörtunum væri hulinn þjóðernisneisti,
sem óðar yrði að björtu báli, ef á hann væri blás-
ið; og ekki að eins væri eldur þessi hulinn í
brjóstum hinna eldri, þeirra er stálpaðir eða full
orðnir hefðu horfið frá ættjörðinni fornu, held-
ur yrði hans oft og einatt vart hjá þeim, sem hér
Að spara
Smáar upphæðir lagöar inn 1 banka reglulega
geta gert stærri upphæð en stór innlög, sem lögð
eru inn óreglulega. Sá sem gerir sér að vana að j'
leggja inn peninga, hann fær löngun til að sjá upp-
j hæðina stækka. Rentur gefnar að upphæð 3vf0 á
i ári, lagt tvisvar við höfuðstólinn.
Notre Iíame Uranch—W. M. HAMIl/TON, ManaKer.
Selkirk Branch—F. J. MANNING, Manager.
THE DOMINIQN BANK
THE ROYAL BANK OF CANADA
WMlk
HöfuCstöll löggiJtur $25.000,000 HöfuSstóll greiddur $14.000.000
VarasjóCur...........$15,000,000
Forseti........................Sir HUBERT S. HOi/T
Vara-forseti .... E. L. PEASE
Aðal-ráðsmaður - - C. E NEIXIj
Allskonar bankastörf afgreidd. Vér byrjum reikninga vlC elnstakilnga
eCa félög og sanngjarnlr skilm&lar veittlr. Ávlsanir seldar tll hvaBs
staGar sem er á Islandl. Sérstakur graumur geflnn sparirjðCslnnlögum.
sem byrja má meC 1 dollar. Rentur lagGar vlC á hverjum 6 mánuCum.
T- E. THORSTEIN9SON, Ráðsmaður
(^o William Ave. og Sherbrooke St., - Winnipeg, Man.
Walters Ljósmyndastofa
Vér skörum fram úr í því að stækka myndir
og gerum það ótrúlega ódýrt.
Myndir teknar fyrir $1.50 og hækkandi.
Komið til vor með þessa auglýsingu, og þá fáið
þér $1.00 afslátt frá voru vanaverði.
Walters Ljósmyndastofa, 290 Portage Ave.
Talsíæi: Main 4725
NORTH-WEST GRAIN COMPANY
íslenzkir hveitikaupmenn
245 Grain Exchanga - WINNIPEG
TIL ÍSLENZKRA BÆNDA!
Verð á hveiti hefir veriS ákveðiö af landsstjórninni í ár, en það
getur veriö peningavirði í vasa yðar, aö vita, að við sjálfir skoðum
kornið úr hverju vagnhlassi, sem okkur er sent, og rangindi með teg-
undamismun (grade) getur ekki átt sér stað. petta er nokkuð, sem
mörg stærri félög ekki gjöra, því þau hafa mörgu að sinna. Það
getur stundum komið fyrir að þeir menn, sem líta eftir flokkaskip-
un (grade) á hveiti fyrir hönd stjórnarinnar, gjöri óviljandi rangt,
og er gott að einhver líti eftir að slíkt sé strax lagfært.
í sambandi við þær korntegundir, sem að samkepni er hægt að
koma að, skulum vér gjöra eins vel, ef ekki betur, en aðrir. Þeir sem
vildu geyma hafra, bygg eða flax um lengri eða skemri tíma, ættu að
senda til okkar það sem þeir hafa. Við borgum ríflega fyrirfram-
borgun og látum hvern vita um, þegar við álítum verð sanngjarnt.
Við erum þeir einu íslendingar, sem 'höfusm ábyrgðar og stjómar-
leyfi til að selja korn fyrir bændur á Commission, og vildum mælast
til að íslenzkir bændur gæfu okkur tækifæri. Sendið okkur eitt vagn-
hlass til reynslu, og mun það tryggja framhaldsverzlun, því góður
árangur eykur viðskifti.
Virðingarfylst.
HANNES J. LÍNDAL
Ráðsmaður.
eru fæddir og uppaldir. Eitt
dæmi um hugarþel ungra Is-
lendinga hér til þjóðernis síns
tilfærði eg handan af Englandi,
af hermanni er þar var þá
staddur, en síðar lét lífið á víg-
velli fvrir fósturjörð sína,
Canada — þar sem hann var
borinn og barnfæddur. — Einn-
ig leitaðist eg við að færa sönn-
ur á það, að kærleiksneistar
þessir lægi huldir í hjörtum Is-
lendinganna um þvert og endi-
langt þetta land, í öllum áttum
léti þeir á sér bæra og ekki
þyrfti annað en finna einhver
ráð til að tengja þá saman, gera
þá að einu björtu þjóðernisbáli,
er halda mætti við með góðum
vilja og vér Vestur-lslendingar
gætum ornað oss við um langan
ókominn tíma.
Hvar stöndum vér? Er að
dofna áhugi vor fyrir þessu
velferðarmáli þjóðarbrotsins
íslenzka hér, eða er hann að
glæðast:
“Það er svo bágt að standa í
stað,
mönnunum munar
annaðhvort aftur á hak,
ellegar nokkuð á leið.”
Sé tilfinning vor fyrir þjóð-
erninu ekki að glæðast, er und-
ur hætt við að hún sé að dofna,
dýpra og dýpra verði á þjóð-
ernisneistunum, þeir kulni út
mjög bráðlega og deyi, nema
]ieim sé haldið við með öflugum
samtökum.
Kynslóðin heimanflutta týn-
ir nú óðum tölunni og verður
innan fárra ára algerlega horf-
in, og þar sem heita má, að inn-
flutningur til þessa lands fré
Islandi sé sama sem enginn, er
ckki beinnar hjálpar úr þeirri
átt að vænta.
Vér, hinir eldri, sem ekki
megum óklökkir til þess hugsa,
að niðjar vorir hverfi sem
dropi í þjóðarhafið hér, lítum
á þetta með sorg í sinni, og ósk-
um þess heitast að meðal vor
homi fram vestrænir “Fjölnis-
menn”, er blásið geti nýju lífi
í þjóðræknismeðvitund “Unga
íslands” á láði Leifs og Þor-
finns.
En þó svo theppilega kynní
nú til að bera að vér eignuð-
umst vestræna Fjölnismenn, er
með svansöng sínum og sil'fur-
tungum vekti ísl.kynslóðina hér
til meðvitundar um arfínn lýr-
mæta, sem henni var af horfn-
um forfeðram skilinn eftir,
þá tjáir ekki að leggja nú árar
í bát og sitja auðum höndum,
bíðandi þess að slíkir spámenn
kunni að rísa upp með þjóðar-
brotinu ísl. hér vestra. Vér
verðum að láta hendur standa
fram úr ermum og hafast að,
taka saman höndum, hafa á
milli og vinna í einingu að ávöxt-
un arfsins helga — þjóðernis
vors og tungunnar, sem á gull-
in spjöld sögu og samtíðar rit-
ar slík nöfn sem Sæanundar og
Snorra, ITallgríms og Vídalíns,
Gríms og Matthíasar, Jónasar
og Jóns forseta, (og hér vestra)
Jóns og Stephans og mörg
fleiri tungunnar er vorblærinn
í rödd Jónasar lætur óma
í eyra sem í “ástkæra ylhýra
málið, allri rödd fegri;” tung-
unnar, sem í “Bragarbót”
Matthíasar ti.l V.-tsIendinga
dynur í eyra með fimbulhljómi
eins og “ li s t sem logar af
hreysti, lifandi s á 1 í greyptu
stál'i, andans f o rm í mjiikum
myndum, minnissaga far
inna daga”; tungan, sem í
‘ * Andvökum ’ ’ bergmálar mn