Lögberg - 03.10.1918, Blaðsíða 6

Lögberg - 03.10.1918, Blaðsíða 6
 4 6 LÖGBERG, FIMTLTDAGINN 8. OKTÓBER 1918 1 r L.JÓNIÐ OG ANDROKLES. Eitt sinn var j>ræll nokkur, að naí’ni Androkles. I lúsbóndi hans fór >svo illa með hann, að hann gat, ekki lengur þolað slíka meðferð. Hann sagði því við sjálfan sig: “ t»að er betra að deyja, en að lifa i þessu volæði. Eg skal því strjúka frá húsbónda mínum. ílf hann na;r mér aftur veit eg að hann la*tur pinta mig til dauðs, en betra er að deyja, en að lifa við eymd. Ef eg kemst undan þá get eg haldið mér við á skógum og eyðimörkum; að sönnu lifa þar óargadýr, en þau munu naumást fara vér með mig, en mennirnir hafa gjört. Eg skal því heldur fela mig )>eim á vald, en að lifa eins og aum- ur þræll”. / Degar liann var búinn að einsetja sér þetta, greip hann hið fyrsta tækifæri, sem honum bauðst, til þess að strjúka frá húsbónda sínum, og faldi sig í þéttum skógi. En þá varð hann þes.s var, að hann hafði flúið úr einni eymdinni í aðra. Hann var bú- inn að ráfa þar í skóginum, matarlaus, og loks fór liann í örvæntingu inn í helli, sem hann fann. T»ar ætlaði hann að bíða dauðans. En þegar hann hafði legið þar um hríð, heyrði hann ógurlegan 'hávaða, líkast því «em óargadýr öskraði. Hann stökk upp, og ætlaði út úr hellinum en er hann var kominn í hellismunnan stóð fyrir lionum afarstórt Ijón, sem bannaði honum útgöngu Nú hélt Androkles, að hann ætti ekki langt eftir ólifað; en í stað þess að ljónið hlypi í hann, eins og hann bjóst við, gekk það að honum hægt og hægt, án þess að láta í ljósi neina reiði, og gaf um leið frá sér aumkunarlegt hljóð, rétt eins og að bað væri að biðjast hjálpar af manninum. Androkles var einbeittur maður, og fór nú sð skoða ljónið nákvæmar. Hann sá að það stakk við á einum fætinum, og er hann gætti að nákvæin- ar sá hann, að fóturinn var bólginn mjög. Þegar hann sá að Ijónið ætlaði ekki að gjöra honum neitt mein, tók hann fótinn á því milli handa sinna og skoðaði hann, eins og þegar læknir er að skoða sjúkling. Hann sg þá að stór þvrnir hafði stung- ist upp í ilina á því; þessvegna var fóturinn bólg- inn, og var farið að grafa í honum. Ljónið var kvrt á meðan og lofaði honum að fara með fótinn á sér eftir vild sinni. Androkles dró þyrninn út úr fætinum ó þvf, og færði út mikið af grepti. Þegar ljónið fann, að verkurinn minkaði við Jæssar aðgjörðir hans, þá vissi það ekki hvernig j>að átti að láta af gleði. Það stökk í kringum And- rokles eins og kátur hundur, sleikti á honum hend- ur og fætur, og dinglaði rófunni. Síðan gaf það honum alt af að eta með sér, í hvert skifti sem það fór á dýraveiðar. Þannig lifði Androkles hjá ljón- inu í nokkra mánuði. En eitt sinn er hann hafði gengið lengra en vani hans var, frá hellinum, þá varð hann fyrir flokki af hermönnum, sem höfðu verið sendir út til að leita hans. Þeir tóku hann höndum og færðu hann í fjötrum heim til húsbónda hans. Húsbóndi hans dæmdi hann til dauða, og var dauðahegning hans ákveðin þannig, að ólmt ljón, er hafði verið svelt í marga daga til þess að gjöra j>að enn þá ólmara, skyldi rífa hann á hol. Dag þann er dauðahegning hans skyldi fram fara, liöfðu safnast saman ótal margir^íhorfendur, til jæss að horfa á þessa óttalegu sjóp. Androkles var látinn vopnlaus á bert svæði, sem til þess var 3‘tlað. Að vörmu spori kom ljónið æðandi fram með opið ginið, reistan makkann, og eldur brann úr augum þess. En er það leit Androkles, þá fleygði það sér þegar niður fyrir fætur honum, sýndi hon- um vinahót, eins og tryggur hundur sýnir hús- bónda smum, og lýsti á allar lundir, sem það gat, gleði sinni yfir því, að hafa fundið hann aftur. Alll ir áhorfendur undruðust þetta, og landstjórinn í því landi, sem var einn af áhorfendunura, kallaði til Androklesar, og bauð honum að skýra frá, hvernig á þessu stæði. Androkles sagði þá upp alla söguna, hvernig hann hefði hitt Ijónið í skóginum, og læknað það, og að þetta væri sama ljónið, og það, sem liefði alið önn fvrir sér í hellinum. Allir þeir, sem við voru, undruðust þessa sogu. og báðu þeir landstjórann að gefa Androklesi grið. Lét hann það að orðum {>eirra, og gaf honum ekki að eins líf, heldur og ljónið líka, sem þannig hafði frelsað líf hans tvisvar. HUNDUR GÆTIR BARNS. Það eru að eins örfá ár síðan, að hjón bjuggu á einum af fremstu bæjunum í Eyjafirði; einu sinni um haust voru ærnar komnar heim, os' átti að hreinsa þær, enn fátt var þar manna, og stóð svo á, að fárra vikna gamalt barn. sem hiónin áttu.1 svaf í rúminu í baðstofunni, en búrakki bónda svaf und- ir borðinu. Konan var viss um, að þó að barnið kynni að vakna, væri því engin hætta búin með að velta fram úr; fór því kónan til húsanna, og hreins- aði ærnar, en enginn var í baðstofunni, nema bam- ið og seppi. Þegar konan kom inn aftur, var barn- ið vaknað. en lá kyrt; en seppi stóð með afturfæt urnar á gólfinu, en með framlappimar upp á rúm- inu, dinglandi rófunni ofur vingiamleua. lagði kollhúfur, og horfði ósköp hiartanlega á bamung- ann í rúminu; þegar konan kom inn, fann hann að sín jmrfti ekki lengur við, en leit að eins upp á liana og fór síðan inn undir borðið sitt aftur, og lagðist út af. Hjón þessi eiga nú heima á Akureyri, og hefir móður konunnar sagt mér sögu þessa. Það er alkunnugt að apar hafa alt eftir, sem þeir sjá fvrir sér, og er nafn þeirra af því dregið; en að þeir hafi það sér til nota, sem þeir hafa eftir öðrum, kann eg ekki að segja. En það eitt er víst, að það mætti fylla heilt hefti af dýravininum með sögum um það, að dýrin nota reynslu, ef maður hefði tíma og hentugleika til að tína það samani Mörg vilidýr kenna ungviðum sínum að lifa, eftir því sem þau vaxa upp. En það er miklu síð- ur að hin tömdu dýr gera það, af því að þau eru að miklu leyti orðin námsdýr mannanna, og ekki eins upp á sjálf sig lcomin. Engin dæmi veit eg þess að hundar eða tíkur hafi kent hvolpum sínum neitt við smölun; mennimir verða að hafa fyrir því. Aftur á móti kenna kettir ketlingum sínum að veiða; kisa sækir bæði mýs og titlinga handa ketl- ingum sínum, og kennir þeim að drepa þá og eta. Einn maður hefir sagt mér að hann hafi horft á kisu koma inn með lifandi mús, og ætlaði hún að gefa ketlingnum sínum hana; en ketlingurinn hafði ekkert vit á að hirða neitt um mýslu; þegar kisa var búin að berjast við þetta um stund, reiddist hún, og beit í einum svúp hausinn af músinni, sletti hramminum á strjúpann á músinni, og sló honuin svo blóðugum framan á nasirnar á ketlingnum. Við þetta fékk ketlingurinn lystina, er hann far.n bragðið að músarblóðinu og át músina. Þetta er nú auðsjáanlega náttúruhvöt en ann- að ekki; það er umönnunin fyrir afkvæminu, sem lætur kisu og tíkina sitja hjá, á meðan ketlingurinn og 'hvolpurinn eru að eta; en þegar þeir vaxa upp, og eru famir að geta bjargað sér nokkuð sjálfir, situr móðirin ekki lengur hjá, heldur étur með; og þegar framlíða stundir, fer svo, að hver hefir það sem hann nær. Sama er alkunnugt um hæns. Og það er náttúruvitið, sem bendir dýrunum á að venja afkvæmið undan sér, þegar því er farið svo fram, að því er óhætt með að bjarga sér upp á eigin spýtur. En það er aftur meira en náttúru- vitið, sem lætur dýr gera það, sem eg hefi áður getið um; það er lærdómur af reynslunni — ekki sinni eigin reynslu heldur annara. —Dýravinurinn. HAUSTK V ÖLD. Vor er inndælt, eg það veit, þá ástar kveður raustin, en ekkert fegra á fold eg leit en fagurt kveld á haustin. % Aptansunna þegar þýð um þúsundlitan skóginn geislum slær og blikar blíð bæði um land og sjóinn. Svo í kvöld við sævar brún sólu lít eg renna, vestan geislum varpar hún, sem verma en eigi brenna. Setjumst undir vænan við von skal hugann gleðja, heyrum sætan svanaklið, sumarið er að kveðja. Tölum við um trygð og ást, tíma löngu farna, unun sanna, er aldrei brást, eilífa von guðs barna. Endaslept er ekkert hér, alvalds rekjum sporið, morgun ei af aftni ber, og ei af hausti vorið. Oflof valið æsku þrátt elli sæmd ei skerði, andinn getur hafist hátt þó höfuð lotið verði. Æska! eg hef ást á þér fyr elli kné skal beyja, fegurð lífs þó miklist mér, meira er samt að deyja. Elli, þú ert ekki þ ung anda guði kærum; fögur sál er ávalt ung undir silfurhærum. Spegilfagurt hneigð við haf, haustkvöldssólin rauða bólstri Ránar bláum af Brosir nú við dauða. í/vo hefir mína sálu kætt sumarröðul lengi, er sem heyri eg óma sætt engilhörpu strengi. Fagra haust! þá fold eg kveð, faðmi vef mig þínura, bleikra laufa láttu beð að legstað verða mínum. Steingrímur Thorsteinson. ÁNÆGJA. Hvað pr ánægja? — Hve margir hafa ekki spurt þeirrar spurningar! En hve fáir eru ekkt þeir, sem auðnast hefir að svara henni rétt, jafn- vel þó svarið virðist liggja beint við: Ánægja er innvortis rósemi, samræmi tilfinninga og hugsana. Sumir kvarta yfir því, hve ungir þeir eru; aðrir yfir því hvað þeir séu orðnir gamlir. Áform jieirra eru ef til vill göfug og góð, en j>eim finst sér vera ókleyft að framkvæma þau. Einmitt þeir sjálfir geta það ekki, en allir aðrir, yngri og eldri geta það. Sumum finst að þeir sem ríkari eru hljóti að vera ánægðari. Hinum ríka finst ef til vill, að sá sem hefir áunnið sér frægð, hljóti að vera á- nægðari með hlutskifti sitt. Hjá all-flestum verðum vér varir við liina eyðileggjandi óánægju með kjör sín; en það er ekki sú óánægja, sem er hvöt til hins góða, og sem uro aldur og æfi hefir komið stórvirkjum til leiðar, heldur er það sú óánægja, er veikir, lamar og eyði- leggur hina sönnu lífshamingju —ánægjuna. Hver er þá mismunurinn á þessari tvennskonar óánægju? Skyldi hans ekki vera að leita í viljan- um ? Á bak við aðra þeirra, er eindreginn vilji, en ,ekki á bak við hina. En viljakrafturmn og tipið er einmitt það, sem kemur ölllum stórvirkjum af stað. Sá, sem vill eitthvað, getur það líka. Hann verður ósjálfrátt sterkur. Og afl viljans er ómæl- anlegt — takmörk þess þekkir enginn. Sá, sem vill verða ánægður, verður það einnig. En allir þessir sem segja: Vér erum of gamlir eða of ungir, of lítilf jörlegir eða of veikburða; allir þeir sem segja að sig skorti félagsskap við aðra, í stað þess að segja: Eg verð að vera mér úti um félagsskap; allir þeir sem segja: Lánið flýr mig, og í fám orðum sagt, þeir sem kenna öllu öðru um en sjálfum sér, þeir ná aldrei því hnossi, sem þeir sækjast eftir, og hin sífelda óánægja, sem kvelur þá, nagar og eyðir undirrót þeirrar ánægju, sem felst í hvers manns brjósti. Þeir verða aldrei á- nægðir, af því þá skortir viljann. Þeir óskuðu að eins, en þá vantaði viljakraftinn. Sá, sem vill, lifir í friði við sjálfan sig; hann getur aflað sér hinnar friðandi lífsánægju, og er jafnframt sinnar eigin og annara gæfu smiður. TAMDIR SVANIR. Nú hefja fuglar sumarsöng á sínum bjarta vegi, og von er þér sé þögnin löng á þessum glaða degi. En hvernig ætti að óma nú þinn álftarómur blíði? á forarvætli verður þú að vera borgar-prýði. Og von er þér sé hrygð í hug, og horfinn njesti blóminn, er mist þú hefir frelsi, flug, og fagurgjalla róminn. * En ekkert böl þig beygja má, þú ber þó langt af öðrum þó svartri for þú sitjir á ög sért með stýfðum fjöðrum — Jeg veit hvar álft frá veiði fer af víði köldum svifin, og fjöður hálf þar engin er og ekki sauri drifin; á breiðum vængjum fer hún frjáls með fjallabeltum háum og speiglar sinn inn hvíta háls í heiðarvötnum bláum. p. E. HUNDURINN OG BARNIÐ. Einu sinni sem oftar fór lávarður einn í Wales á veiðar. en þegar hann var komin nokkuð langt frá heimili sínu, þá verður hann þess var að veiði hundur hans er ekki með honum. Heldur hann þó áfram, en hepnaðist illa veiðin, af því hundinn vantaði. Snýr hann þá heim aftur, og þegar hann átti spölkorn eftir heim að húsi sínu, kemur hund- urinn á móti honum og flaðrar upp um hann. En manninum brá f brún, því hundurinn var allur rif- inn og tættur og blóðugur mjög Hann heldur áfram og inn í húsið, og sér blóðrákir og blóðspor á gólf- inu. Síðan gengur hann inn í herbergi það, þar sem barn hans var vant að vera, sér þá að vöggu j>ess hafði verið velt um koll, rúmfötin tætt í sund- ur og herbergið flaut í blóði. Kallar hanii nú á bamið, en fær ekkert svar, skymar í allar áttir og sér það hvergi. Kom þá á hann fát mikið og hugði að hundurinn hefði drepið barnið. “Þú hefir drep- ið barnið mitt”, hrópaði hann, brá sverði sínu og rak hundinn í gegn. Hundurinn rak upp hljóð og féll dauður á gólfið. En í sömu andránni rfs bara- ið upp í einu horninu. hafði það sofið þar undir fatadruslum og við hliðina á því liggur úlfur einn mikill. Faðirinn skilur nú hvers kyns er. að hund- urinn hafi drepið úlfinn, frelsað baraið og lagt druslurnar ofan á það. Lávarðurinn harmaði hund sinn sáran, lét reisa honum minnisvarða úr marmara og voru af- reksverk hundsins skráð á hann með gullnu letri. Minnisvarðinn stendar enn í dag; þegar lang- ferðamenn eru á ferð í nánd við hann, bá er þeim ætíð sýndur'steinninn. —Dýravinurinn. GOTT DÆMI. Einu sinni fór fátækur drengur í skóla. Þar var viðhöfð mikil reglustmi, hirtni og hreinlæti í öllum greinum. Heima var hann eigi slíkur vanur og brá því mjög í brún, er í skólann kom og honum var boðið að þvo sér í framan og um hendurnar á degi hverjum. En hann vandist þessu fljótt og þótti siður sá bæði fagur og réttmætur. Þegar hann kom heim úr skólanum og nágrannarnir sáu hann, námu þeir staðar og störðu á hann steini lostnir. Þeir stungu saman nefjum og sögðu: “Hann er mjög líkur lionum Gvendi svarta, en þó finst mér hann ofhreinn í framan, til þess að það geti verið liann.” Þó varð móður hans einkum starsýnt á hann. Og þegar hún sá,hversu miklum stakkaskiftum hann hafði tekið við andlitsþvottinn, þá tók hún rögg á sig og þvoði sér þegar í stað. Þá er faðir hans kom heim frá starfi sínu seinna um daginn, og sá, hversu hrein kona hans og sonur voru orðin í framan, þá vildi hann eigi lengur una óhreinindunum, fór að dæmi þeirra og þvoði sér eins og þau. Nú var faðirinn, móðurin og sonurinn orðin tárhrein, þá tók konan eftir því að baðstofan var óhrein og þótti eigi mega við slíkt una framar, svo að hún sótti vatn í skjólu og þvoði baðstofugólfið. Þegar nágrannakonan sá, hversu miklum stakkaskiptum alt hafði tekið hjá nábúum hennar, þá féll hún í stafi yfir óhreinindunum og vanþrifn- aðinum hjó sér og ó. Svo sótti hún vatn og þvoði sér í framan og síðan alla baðstofuna. Þessi saga sýnir gjörla, hversu gott og fagurt dæmi fær miklu áorkað. Þessi drengur varð til þess að kenna jnörgum hreinlæti og þrifnað, en vekja viðbjóð og andstygð á óþrifnaði og hirðu- leysi. Börnin eins og fullorðna fólkið eiga jafnan að vera öðrum til fyrirmyndar í því, sem er fagurt, gott og rétt. Enginn veit, hversu miklu góðu má koma til leiðar með góðu dæmi, eða hversu miklu illu ilt dæmi fær áorkað. —Unga Island. Réttu tökin. Umferðasalinn: “Mætti eg fá að tala við liúsfreyjuna?” “Það getið þér ef þér eruð ekki mállaus,” sagði fasmikill kvenmaður, sem hafði opnað hurð- ina í hálfa gátt. “ Fyrirgefið, þér eruð þó vænti eg ekki liús- freyjan?” “ Jú, það er eg, eg er það, eða hvað hélduð þér að eg væri annað?” “ Fyrirgefið. Eg skammast mín að segja fró því, eg hélt að þér væruð dóttir hjónanna hérna.” “Nei, þetta er þó undarlegt; en eftir á að hyggja, hvað hafið þér fallegt að selja okkur hérna maður góður, gjörið svo vel að ganga í bæinn.” Klukkutíma síðar skundaði umferðasalinn glaður í bragði út traðiraar. — Húsfreyjan hafði keypt fullan helming af því er hann hafði meðferð- is og eigi kvartað yfir verðinu. Þeir komast alt af áfram í veröldinni, sem kunna réttu tökin ú náunganum. Mátsbœtur. Dénnarinn (við kærða): “Þér kannist við að hafa hent ölglasi í höfuðið á kærandanum?” Kærði: “ Já, herra dómari. En þetta var gam- alt og brotið glas, og hefir því eigi getað verið mik- ilsvirði.” 1 skólanum. Kennarinn: Ef 8 ykkar fá til samans 48 epli, 32 perur, 64 jarðarber, hvað fær hvert ykkar þá, ef jafnt væri skift?” Ekkert svar. 1 Kennarinn: “Hana nú Pétur litli.” Pétur (hikandi): “Vlð fengjum öll maga- pínu.” 1 greiðasölvhúsinu. Kostgangarinn: “Heyrið þér nú borðþjónn góður, í dag er maturinn blátt áfram óætur; gorið svo vel og kalla á gestgjafann.” Borðþjónninn: “Afsakið. Húsbóndinn er ný- farinn burt til að fá sér miðdegismat. Fátt er svo með öllu ilt að ekki boði nokkuð gott. Lœknirinn: “Nú eruð þér víst glaðar, frú, síðan manninum yðar batnaði gigtin. Frúin: ‘ ‘ Það ætti eg nú að vera. En nú verð eg að kaupa loftþyngdamæli, því nú veit enginn á 'heimilinu hve nær von er á stormi og hrakviðri. Af sama tœgi. “Geturðu útvegað mér lokk úr hári svstur þinnar, Jóhann litli?” Jóhann litli: ‘ ‘ Nei, en eg get vísað þér á hvar hún kaupir hár sitt”. Vitlaust samband. Jóladaginn bar sannarlega upp á páskadaginn fyrir Pétri vin, hann fékk telefón um morguninn, en trúlofaðist Stínu um kvöldið. Þá hringdi hann upp Óla vin sinn og segir án þess að spyrja hver svaraði: “Þú verður að óska mér til hamingju, Óli, nú erum við Stfna trúlofuð til fulls. “Vitlaust samband”, var svarað í fóninn. i

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.