Lögberg - 09.01.1919, Síða 4
4
LÖGBERG, FIMTUDAGINN
9. JANÚAR 1919
Jögbetg |
Gefið út hvem Fimtudag af The Col- |
umbia Press, Ltd.,tCor. William Ave. & g
Sherbrook Str., Winnipeg, Man.
TAIjSIMI: GAKRY 416 og 417
Jón J. Bíldfell, Editor
J. J. Vopni, Business Manager t
------'J.---------------------------------------■ . I
Utanáskrih til blaðsin*:
THE OOLUMBIA PRESS. Ltd., Box 3172, Winnipeg, Mai- |
Utanáakrift ritatjórana:
EDITOR LOCBERC, Box 3172 Winnipeg, Ma"-
A/ERÐ BLAÐSINS: $2.00 um árið.
ggiiiM|]iniut|ynBiimwiiiiinniHiiiiniiiiiiiiiiyiiiimimiimmiiiH!iHiiiiiiiiii!iniiiimniiiiHii;iiiiiniiiiiiiniiimiiiiiiiwiiiuiiuiHiuiiiiiiiiiiii^
Að afnema fátæktina.
Miss Christobel Panktiurt, sem flestir kann-
ust við út af starfi hennar í sambandi við kven-
frelismálið, hefir nýlega skrifað grein er hún
nefnir “Industrial Salvation” úrlausn atvinnu-
málanna, og af því að grein þessi er dálítið
frumleg og heilbrigð að hugsun, tökum vér hér
agrip af henni.
“ I>eir sem ihafa ritað um fyrirkomulag mann
félagsins baeði sósíalistar og aðrir, hafa gert sig
seka í sama skriðdýrsihættinum. I>eir sem að
eru sósíalista kenningunni mótfallnir hafa geng-
ið út frá því seift sjálfsögðu að sökum þess að
margir menn innu Iharða og óaðgengilega vinnu
með höndum sínum þá væru þeir, og yrðu að
vera á lægra stigi í mannfélaginu, og aðskild-
ir frá hinum efnaðri og mentaðri hluta þess
— \-a>ru á lægra stigi hvað þekking, málfæri,
framgöngu, klæðaburð, kröfur sínar til húsa-
kynna og til lífsfullkomnunar í heild sinni
snertir.
Og Sósíalistarnir hafa gjört sig seka í skriðl
dýrsliætti á enn lægra stigi, þeir hafa slegið því
iostu að sá partur mannfélagsins, hinn fátækasti
og lægst standandi, sé á hærra siðferðilegu stigi
heldur en sá efnaðri. Þessari hugmynd að verka-
fólkið sé hugsjónalega, eða menningarlega á
hærra stigi heldur en hinn efnaðri partur mann-
féagsins er halidð fram af girnda þrælnum o'g
alla leið upp til lýðveldishugsjóna mannsins.
Menn þessir eru þó ekki ávalt úr flokki verka-
manna, heldur eru boðflennur, sem eru áfram
um að gjörast leiðtogar þeirra og reyna að koma
sér í mjúkinn hjá alþýðunni með því að skjalla
hana. Hin vanalega framsetningáþessari hug-
mynd og sem lætur svo hátt í eyrum vorum úr
ýmsum áttuim nú, er þótt hún skéri í eyrað þann
sem næman smekk hefir fyrir fallegu máli “upp
með yerkalýðinn, en niður með fólkið sem efnin
eiga”. Því líkheimska, eða réttara sagt brjál-
æði, að þetta væri, vegna þess að frumtónar
sannra lýðveldishugsjóna sýna oss að það er
enginn arfgengur mismunur á milli þessara
mannfélagsflokka til. (Mismunur á hæfileikum
og mannkostum á milli einstaklinga er til, en á
milli mannfélags flokka ekki).
Efnamennirnir eru máttarstoðirnar.
Það er samt mismunur, sem á sér stað á
milli flokka mannfélagsins — mismunur, sem á
sér stað af mannavöldum — mismunur, sem á
rót sína að rekja til kringumstæða, til upp-
fræðslu, til tækifæra. En ef satt skal segja, og
það á maður æfinlega að gjöra, þá eru efnamenn
irnir í dag máttarstoðir þjóðfélagsins — sá part-
ur mannfólagsins, sem hjá er að finna æskileg-
ustu mankostina, og það væri sannarlega undár-
legt ef að svo væri ekki, vegna þess að efna-
mennirnir njóta þeirra hlunninda, sem nauðsyn-
leg eru til þess að hægt sé að nota og þroska
það bezta, sem til er í mannsálinni, á meðal þess-
ara hlunninda eru kringumstæður konunnar áð-
ur en hún verður móður, fóstur barnins í æsku,
ungdómsþroski, sem varðveittur er frá lamandi
áhyggjum og erfiði, er fullorðins árunum heyrir
til. Góð og fullkomin mentuun, þar sem ung-
menninu veitist kostur á að undirbúa sig undir
lífstöður, sem gjöra þau efnalega sjálfstæð, efna-
lega sjálfstætt heimili og fögur lífsfyrirmynd.
Aðal-óþægindin og spillandi áhrif í lífi efna-
mannsins er það að hann verður að búa innan
um fólk, sem ekki hefir náð sömu fullkopanunar
skilyrðum og hann sjálfur.
Aukin framleiðsla.
Sem lýðveldissinnar í orðsins beztu merk-
ingu getum vér konur ekki liðið nú verandi fyrir
komulag, sem aðskilur verkamennina frá öðrum
flokkum mannfélagsins með sérstökum málisk-
um, hegðun, vöntun á siðfágun og ósamræmi,
þótt ekki væri um skort á sæmilegum klæðnaði
að ræða. Alla eða eitthvað af vöntún þeirri í
sambandi við lífskjör verkamanna, sem hér að
framan hefir verið bent á, og sem hefir vprið og
er litið á sem sérréttindj hinnar svokölluðu æðri
mannfélagsstéttar, en eru í rauninni frumburðar
réttur allra manna.
I>að og ekkgrt annað -— hvorki meira, né
lieldur mirrna er það sem vér eigum við með af-
námi fátæktarinnar.
Og hvernig má þetta verðaf
Fyrst og fremst með því að auka framleiSsl-
una og með henni auðinn.
í öðru lagi með því aðreisa kjör Verka-
manna upp í hærra veldi samkvæmt þrá þeirra.
Fleiri smá atriði koma hér að vísu til greina
en þessi tvö eru aðal-atriðin og þegar þau eru
fengin þá koma hin sjálfkrafa.
f sambándi við fyrra atriðið — framleiðslu
auðsins er þetta aðal-atriðið, vér verðum að
gjöra fjöldanum mögulegt að njóta, þæginda,
lífsfagnaðar og allsnægta, sem hingað til hefir
verið hlutskifti eða sérréttur hinna fáu.
Þetta verður ekki gjört nema með aukinni
framleiðslu nauðsynja svo að Þær verði nægar
fyrir alla.
Sumir Sósíalistar, sem ættu þó að vita betur
hafa haldið þeirri falskenningu fram, að fá-
tæktin sé þeim parti mannfélagsins að kenna,
sem við allsnægtir búa, þetta er ósatt, og ef að
á hverju ári, sem að þessir sósialisku pöstular
hafa flutt þessa kenningu sína, að framleiðslunni
— auðnum hefði verið skift jafnt á milli fólksins
þá hefði nú ekki efnaleg velmegun verið sjáan-
leg hjá nokkruam manni, heldur 'hefði örbyrgðin
umvafið alla menn jafnt.
Mikil éyðsla.
Sannlejkurinn er sá að þessir efnuðu, fáu,
hafa myndað lífsreglur eða lífskröfur, sem ekki
má eyðileggja með því að færa þær niður til
hinna mörgu og fátæku. Það eru lífskröfur þess-
ara fátæ.ku og mörgu, sem verða að færast upp til
þeirra efnuðu og fáu, og þeim svo hjálpað til
þess að njóta þeirra í sannleika.
Þetta er hægt að gjöra, og þetta má til að •
gjöra. En til þess að gjöra þetta, eða geta gjört
það, verða lífsnauðsynjarnar að vera til og nóg
af þeim.
Verkamenn eru hræddir við aukna fram-
leiðslu sökum kenninga sem hagfræðingar héldu
fram fyrir stríðið, sem sé að aukin framleiðsla
væri sama, eða ef hún væri ekki sama og of
mikil framleiðsla, þá að minsta kosti gæti hún
hana af sér, og að of mikið framleiðslu framboð
á einu eða fleirum svæðum hefði ávalt lækkun
kaupgjalds í för með sér. En aukinni framleiðslu
fylgir ékki þessi hætta, ef henni fylgir aukin eft-
irspurn — aukin þörf. Með öðrum orðum að
með því að reisa lífskröfur fjöldans upp í sama
veldi, eða á sama grundvelli og þeir efnuðu fáu
eru nú yxi eftirspumin ósegjanlega mikið. .
Á friðartímum sérstaklega er eyðsla og há-
ar tekjur, (eða réttara sagt) aukin framlciðsla
og þá aukin eyðsla í sambandi við hana kostur
líka frá efnafræðilegu sjónarmiði, sem er svo
valdur að auknum og fullkomnari iðnaði, sem
aftur er bezta tryggingin fyrir friði, þ\ú Þjóð-
verjar skilja þýðingu þjóðstofnunar, sem svo
væri aukin og fullkomnuð, og sem mætti á einni
svipstundu breita til hergagna framleiðslu ef
að þeir ætluðu að segja oss stríð á hendur í ann-
að sinn, og þar sem um stríð er að ræða, er heilt
betra en vel gróið.”
Þjóðernishugleiðingar,
Margan fagran óð hafa góðskáldin íslezku
kveðið um ættland vort — eyjuna frosts og funa,
norður í höfum. — Svo einkennilega fögur em
mörg slíkra ljóða, þótt ólík séu að hinum ytra
búningi, að lítt kleyft mundi vera að dæma um,
hvert þeirra væri fegurst. Og sjálfsagt eru fall-
egustu ættjarðarljóðin þó ókveðin enn.
Náttúmdýrð Islands hefir sjálfsagt ekbert
skáld lýst fegur en Jónas Hallgrímsson í kvæð-
inu “Skjáldbreiður”:
‘1 Hver vann hér svo að með orku,
aldrei neinn svo vígi hlóð.
Búinn er úr bálastorku
berkastali frjálsri iþjóð.
Drottins hönd þeim vömum veldur,
vittu, barn, sú hönd er sterk. —
Gat ei nema Guð og eldur
gjört svo dýrðlegt furðuverk.”
Jónas opnaði Islendingum huliðsheima nátt-
úrudýrðarinnar, málaði alt, er fyrir augun bar,
með svo ljósum og ljúfum dráttum, að myndim-
ar brendu sig inn í þjóðarsálina, og gáfu hug-
siónun'um nýtt flugþol. íslenzk fegurðartilfinn-
ing á Jónasi meira að þakka en nokkrum öðmm
einum manni. Ást hans á íslenzkri tungu og
öilu því fegursta í íslenzku þjóðerai, helti gulb
aldargeislum á íslenzkt þjóðlíf meðan hann enn
var sjálfur uppi,og fegurðareinkennin hans
koma ennþá glögglega fram í flestu því, er síð-
ar hefir gjört verið bezt í bókmentum þjóðar
vorrar. Með lífi sínu og list skapaði hann for-
dæmi, sem Ijómar því bjartar er aldir líða.-
Borið saman við aðrar þjóðir, er íslenzka
þjóðin óneitanlega smá, að því er til fólksfjölda
kemur. — En í andlegum skilúingi era Islend-
ingar stórþjóð.
Hið sanna gildi þjóðar og þjóðernis verður
eigi réttilega metið eftir höfðatölunni, heldur
eftir því hástigi andlegs þroska, er þjóðarheildin
nær.
Frá djúpi hjarta síns söng Jónas Hallgríms-
son, fátækur sonur hinnar fámennu stórþjóðar
yl ogyndi inn í hvem einaista afdal á íslandi. —
Móðurlandið varð fegurra við hvert Ijóð er hann
orti — skilningurinn á helgi þjóðernisins skýr-
ari og dýpri.----
Allir höfundar fagurra Ijóða, hafa sinn á
hvem hátt aukið prýði og mikilleik þjóðar
sinnar. —
Ástin á því fegursta í sögu og svip þjóðar-
innar, knýr fram úr hörpu skáldanna ódauðleg
gullaldarljóð. — í fegurstu ljóðunum hefir ís-
lenzku þjóðemi jafnan verið bezt borgið, og svo
mun enn verða.
1 þjóðeraisbaráttu vor Vestur-tslendinga,
er lestur og lærdómur góðra ljóða eitt af aðal-
lífsskilyrðunum. — Sú þjóð, eða þjóðarbrot, sem
vanrækir ljóð og listir sinna glæsilegustu andans
foringja, er dauðadæmd; — hin, sem les og
verndar aðeins bókmentasorann, er þó ennþá
ver komin. 1
ísenzkt þjóðerni hérna megin hafsins verður
kistulagt fyr en nokkurn gmnar, nema því að-
eins að vakinn verði almennur áhugi fyrir því
læzta í bókmentum vomm.
Fáir 'hafa kveðið meiri kjark inn í íslenzkt
þjóðlíf en Grímur Thomsen. En hvað ætli menn
heyri oft nafn hans'diefnt á mannfundum vor
Vestur-íslendinga 1
Hvað ætli margir kunni naeistaraljóð hans
um Fjallkonuna, er hér fer á eftir? 0g er það
þó alveg einstök perla í sinni röð:
Hún er fögur
með fannakögur
um fjallabrún,
hamra, gjögur,
holt og tún;
um nes og ögur,
óð og sögur
og aídna rún
göfug geymir hún.
Hvort sem flytur
fjúkin bitur
frost um ból,
eða glitar
grundir sól,
hörð og vitur
háleit situr
ihún við norðurpól
segulsteins á stól.
“Euginn falli
ærugalli”
á hana þá!
Bægjum allir
bölvi frá.
Eilífra fjalla
á offurstalli
uni gyðjan há,
lieið og björt á brá.
Era ekki í kvæðinu því arna, einkum þó síð-
asta erindinu, iheilræði, sem að haldi gætu komið
öllum þeim, er standa vilja vörð um helgustu gim
steina íslenzks iþjóðernis, í vesturvegi ?
Er það ekki einmitt það, semvér þörfnumst
mest, að láta engan ærugalla falla á viðleitni
vora í þjóðernisáttina — halda skildi vorum ó-
f iekkuðum ?
Vér búumst að vísu tæplega við því að þeir,
sem virðast hallast að þeim dularfullu fyrir-
brigðwm, að íslenzkt þjóðernimegi vemda á ein-
hverri annari tungu en íslenzku, leggi mikið upp
úr þessum heilræðum T'homsens. En vér hinir,
sem teljum viðhaldið nauðsynlegt, erum sann-
færðir um sannleiksgildi þeirrar gullvægu kenn-
íngar, er kvæðið flytur.
Mikið gagn getum vér unnið með því að
vernda þjóðerni vort, en ekkert ógagn. Vér
ætlum ekki að gjöra það á kostnað nokkurs
annars.
Vér ætlum með því eigi að eins að vera
jafntrúir borgarar vorrar kæra kjörþjóðar,
heldur framtakssamari, þróttmeiri, sannari og
betri menn.
Heilbrigði.
Eftir Addington Bruce.
------- 0
Ef að þetta nýbyrjaða ár á að verða gæfu-
ríkasti kaflinn í æfi þinni, þá þarf heilbrigði þín
að standa á fastari fótum en nokkra sinni áður.
Heilbrigði er grandvöllur hamingjunnar. Og
sem betur fer, er heilbrigðisástandið í lang-flest-
um tilfellum mönnum í sjálfsvald sett.
Til þess að halda góðri heilsu, þurfa menn
yfirleitt að fylgja ýmsum föstum reglum. Og nú
við áramótin sýnist ekki úr vegi að benda enn á
nokkrar þær helztu.
Eitt af því fyrsta, sem athuga þarf, er fæð-
an, sem þú neytir.
Ofát er óvinur heilbrigðinnar, engu síður en
hungur.'
Ef þú ert í vafa um hverjar fæðutegundir
era þér hollastar,skaltu fletta upp í einhverri
góðri handbók, um áhrif og gildi hinna einstöku
fæðutegunda. Nægi þér það ekki skaltu ráðgast
við heimilislæknirinn.
Borðaðu reglulega. Starfaðu reglulega.
Sofðu reglulega.
Gamla, og eiginlega þó nýja, kenningin um
átta stunda vinnu, átta stundir til borðhalds,
lesturs og skemtana, og átta stunda svefn, á enn
við og er ennþá jafn gullvæg regla. /
Rataðu meðalveginn, að því er til kemur
skemtana og starfs.
Það er alveg eins óholt að njóta ofmikilla
skemtana, og leggja of hart að sér við vinnu. —
Meðalhófið er vandratað, en það er hollast
í hverju sem er.
Haltu hörundinu hreinu. Sparaðu hvorki
sápu né vatn. Opnaðu ekki gluggann með hik-
andi hendi, — ferska loftið er þér engu síður
nauðsynlegt á nóttunni en á daginn.
Taktu ávalt opnum örrnurn á móti hreina
loftinu og sólskininu inn í herbergi þín, búðina,
skrifstofuna eða verksmiðjuna. Láttu ekki þæg-
indi sporvagnsins ná á þér haldi. Farðu gang-
andi til vinnu þinnar og heim aftur að kveldi,
nær sem því verður við komið.,
Þú eyðir við það ef til vill nokkru meiru í
skófatnað. En reikningurinn fyrir læknishjálp,
verður lægri að sama skapi, eða vel það.
Starfaðu! — Iðjuleysið er gróðrarstöð ó-
teljandi sjúkdóma. \
Yertu herra tilfinninga þinna. — Gleymdu
því aldrei að mörgum sinnum fleira fólk deyr ár-
lega af völdum geðæsinga og hugarvíls, en af of-
rniklu striti.
Ofsareiði, öfund og hatur skapa mörgum
manni aldurtila um örlög fram.
Slíkar illvættir eru ef til vill ekki ávalt eins
bráðdrepandi og skæðustu landfarssóttir, en þær
naga ræturnar undan lífsstofni þínum og gefa
engin grið.
* f sporam þeirra spretta allskonar sjúkdóm-
ar, svo sem sykursýki, nýraaveiki, hjartveiki,
magnþrot o. s. frv.
Ræktaðu blóm vináttunnar hvar sem þú færð
því við komið. Láttu engan dag svo að kveldi
koma, að þú hafir pigi látið eitthvað gott af þér
leiða — glatt einhvera er hryggur var. Með því
varðveitir þú ávalt í sálu þinni ljóstraustið —
bjartsýnina, og bjartsýnin er ávalt hin örugg-
asta vemdardís heilbrigðinnar.
Enginn má halda að hér hafi öll guðspjöll
heilbrigðinnar talin verið. En sá, sem í alvöru
kostar kapps um að lifa í sem beztu samræmi við
þessi fáu atriði heilsufræðinnar, mun sannfærast
um gildi þeirra, áður en langt um líður.
Að spara
Smáar upphæðir lagSar inn í banka reglulega
geta gert stærri upphæð en stór innlög, sem lögð
eru inn óreglulega. Sá sem gerir sér að vana að
leggja inn peninga, hann fær löngun til að sjá upp-
hæðina stækka. Rentur gefnar að upphæð 3% á
ári, lagt tvisvar við höfuðstólinn.
ByrjiS að leggja inn í sparisjóð hjá.
Notre Dame Branch—VV. M. IIAMILTON, Manager.
Selkirk Branch.—F. J. MANNING, Manager.
THE DOMINION BANK
THE ROYAL BANK 0F CANADA
Höfuðstóll greiddur $14.000,000
.. $15,500,000
Sir HUBERT S. HOI;T
- E. B. PEASE
C. E NEHjIj
HöfuSstóll löggiltur $25.000,000
VarasjóSur.....
Forseti - - -
Vara-forseti
Aðal-ráðsmaður
Allskonar bankastörf afgreidd. Vér byrjum reikninga vi8 einstakllnga
eSa félög og sanngjarnir skilmálar veittir. Ávlsanir seldar U1 hvaBa
staðar sem er á íslandl. Sérstakur gaumur gefinn sparirjöBsinnlögum,
sem byrja má me8 1 dollar. Rentur lagðar vi8 á hverjum 6 mánuSum.
WINNIPEG (West End) BRANCIIES
Cor. William & Slierbrook T. E. Tliorsteinson, Manager
Cor. Sargent & Beverley F. Thordarson, Manager
Cor. Portage & Sherbrook R. L. Paterson, Manager
/Efiminning Guðm. Jónssonar
fslenzka mannfélagið í Winni-,
peg hefir mist einn sinna mæt- j
uetu manna, er það varð að sjá á
bak Guðmundi Jónssyni. \
Hann var fæddur að Sæbóli á
lngjaldissandi við Dýrafjörð 15.
ágúst árið 1884. Foreldrar hane
voruþau hjónin Jón Jónsson, ætt-
aður úr Dýrafirði, og Ragnhild-
ur Jónsdóttir, ættuð úr önundar-
firði. Árið 1887, þegar Guð-
mundur var þriggja ára, flutti
fjölskyldan vestur um haf og
settist að í Winnipeg, og úr því
átti Guðmundur þar ávalt heima,
og þar dó faðir hans árið 1902.
Uppfræðslu naut Guðmundur í
heimahúsum, í sunnudagaskóla
Fyrsta lút. safnaðar, í fermingar-
flokk séra Jóns heit. Bjamason-
ar og í alþýðuskólum Winnipeg-
bæjar. Hann lauk prófi úr
bamasnólanvim, og mun hafa
verið eitthvað meira í skóla.
Hann var vel að sér bæði í ensku
og ísienzku máli, og mjög fróð-
leiksþyrstur, sérstaklega á svæði
hinis trúartega, en gekk þó ekki
fram hjá neinu atriði, sem gæti
aukið nytsama þekkingu hans.
Atvinna hans var prentstarf.
Við það hafið hann unnið frá því
hann var drengur, og við það
vann hann þangað til hann lagð-
ist banaleguna. Hann var þaul-
æfður og ágætlega hæfur í því
starfi, og hafði þekkingu á öllum
greinum þess.
Hinn 28. dag nóvembermánað-
ar árið 1904 kvæntiet hann J?ór-
unni Sigríði Sigurðardóttur
Sölvasonar, ættaðri úr Hjaltadal
í Skagafirði. Heimilið þeirra,
þó stundum væri þröngt í búi,
var auðugt af gleði og ánægju.
Guð gaf þeim 4 efnileg böra, sem
öll lifa, og heita: Lára Halldóra,
Florence Margrét Louise, Páll
Vistor Jón, Olga ólína Parry.
Að félagsmálum starfaði Guð-
mundur allmikið, meðal annara
að Good-Templara-málum, en að-
alstarf hans fyrir alnuenning var
i Skjaldborgarsöfnuði. J7ar starf-
aði hann frá byrjun safnaðarins
með lífi og sál. Hann stóð á
ýmeum tímum í öllum embætt-
um, sem til voru í söfnuðinum,
og hvar sem hann starfaði í safn-
aðarráðinu, söngfliokknum, sunnu
I dagaskólanum, ungmennafélag-
jinu, eða hvað annað sem hann
leysti af hendi fyrir söfnuðinn,
i vann hann með samvizkusemi, á-
huga, ötulleik og því lifandi f jöri
sem snart samverkamenn hans
,og gjörði þá lifandi í starfinu
líka. Lifsglaður og fyndinn var
hann, og kom ósjálfrátt með
birtu í ’hvem þann hóp, sem hann
var í. Einlægur var hann í
fylsta máta. í öllu leitaðist
hann við áð vera sannur maður.
Orðin, sem hann talaði, kornu
j heit frá hjartanu. Maður með
einlæga sál og ihýrt viðmót, var
líklegur til þess að vera sam-
vinnuþýður, enda var hann það.
Hann var hinn skemtilegasti
samverkamaður. í öllu starfinu
kom það í Ijós, að 'hamn bar gott
skynbragð á málin, og var þess
utan úrræðagóður og áreiðanleg-
ur..
SíðastJiðið sumar og haust
stýrði hann guðsþjónustum og
prédikaði í Skjaldborg. Sam-
róma vitnisburður þeirra, sem
þar hlustuðu á hann, mun vera sá
að honum hafi farist það merki-
Iega vel úr hendi; enda vaknaði
hjá honum, við þetta starf, löng-
un, sem liifað hafði í sál hans um
langan tíma, til að gefa sig alger-
•lega við andlegu starfi. Var það
afráðið að íslenzku lútersku
prestamir í Winnipeg veittu hon-
um nokkra tilsögn á þessum
vetri, til undirbúnings prestlegu
starfi.
Haun dó 4. dag desembermán-
aðar, eftir að hafa legið hér um
bil hálfa þriðju viku í spönsku
8ýkinni.
Með harruim er hniginn í valinn
góður drengur og sannkristinn
maður. Sess hans ! Skjaldbor£-
arsöfnuði verður trauðlega skip-
aður. Hann er hanmdauði öllum,
sem hann þektu. Sárt söknum
vér hans, áHir samverkamenn
hans.
pegar hann lagði út á haf
dauðans, stóðu eftir á ströndinni
konan, bömin, aldurbnigin móð-
ir og ennfremur systir hans
(Mrs. Jónína Laimboume). Guð
huggi þessa og alla aðra ástvini
hans og blessi allar dýrmætar
endurminningar um hann.
/Qt/vyrw ’ .rc*
1 " .......... ............... ...............
J7AKKARÁVARP.
Okkar hjartans bezta þakklæti eiga línur þessar að
flýtja öllum þeim, seifn á einn eða annan hátt hafa aðstoðað
eða hjálpað okkur í sjúkdómi og við fráfall okkar ástkæru
konu og dóttur, Halldóru Ingibjargar (Hallsson) ólafsson,
og sem með gjöfum blóma og ýmsri hjálp sinni gerðu kveðju-
athöfnina frá kirkju Blaine-safnaðár og jarðarförina í
Seattle hátíðlega og eftirminnilega.
Einnig þökkum við þá almennu hlutttekningu 1 kjörum
okkar sem fólk f jær og nær Ihefir látið í té.
Sigurður ólafsson, Blaine, Wash.
Mr. og Mrs. A. A. Hallsson og f jölskylda, Seattle, Wash.