Lögberg - 09.01.1919, Page 6

Lögberg - 09.01.1919, Page 6
6 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 9. JANÚAR 1919 Munið eftir verðlauna ritgjörð- unum. ísenzku unglingar munið eftir því að tíminn fer nú að styttast fram að 1. febrúar og að þið þurfið að fara að herða ykkur með ritgjörðirnar ykkar, til þess að ná í verðlaunin fyrir bezt ritaðar ritgjörðir á íslenzku, og til þess að ryfja upp fyrir ykkur tilboð Sólskins, ef þið kynnuðað bafa gleymt því, prentum vér tilboð Sólskins frá 28. nóv. og reglugjörðina sem sett er fyrir þáttöku unglinga í samkepni þessari. Um eitthvað af eftirfarandi efnum má ritgjörðin vera: 1. Um Canada. 2. Um Vestur-lslendinga. 3. Að vera góður drengur. 4. Um lífsgleði. 5. Um ólund. 6. Um'áð hjálpa mönnum. Fyrstu verðl/iun eru $10.00, önnur $5.00 og þriðju $3.00 í peningum. Skilyrðin: 1. Aliir íslenzkir unglingar geta tekið þátt í þessari samkepni, ekki mega þeir vera eldri en 12 ára. 2. Allar ritgjörðir verða að vera á íslenzku og verður áherzla af dómurunum lögð á: hugsun, stíl, réttritun og mál. 3. Unglingarair verðá að hugsa og skrifa rit- gjörðirnar sjálfir. 4. Allar ritgjörðir verða að vera komnar til Sólskins fyrir 1. febrúar 1919, því þá verður verð- laununum útbýtt. 5. Þrír menn lesa ritgjörðirna yfir jafnóð- um og þær koma inn, flokka þær og gefa hverri fyrir sig vitnisburð. , 6. Utanáskrift .slíkra greina skal skrifa: ‘ ‘ SólLskin ’ ’, Box 3172, Winnipeg, Man. 7. Greinileg utanáslkrift allra þeirra, sem þátt taka í samkepninni verður að fylgja ritgjörðunum, annars verða þær ekki teknar til greina. 8. Ritgjörðirnar verða allar birtar í Sólskini eftir að verðlaunin hafa verið ákveðin. 9. Nöfn höfundanna mega ekki veras krifuð á sama blaðið og ritgjörðirnar eru á, heldur á laust- blað, sem svo er látið innan í umslagið, sem rit- gjörðiraar eru sendar í. Þessi nöfn tekur ritstjóri Sóliskinis og geymir, dómararair sjá þau ekki fyr en verðlaununum er úthlutað. Til dómaranna fara greinamar nafnlausar en númeraðar. Islenzkir unglingar notið nú tækifærið til þess að æfa ytekur í að hugsa og skrifa á íslenzku og til þess að vinna ykkur heiður. Ritstjóri Sólskins. I. Stund. Afmæli manns og æfi. 1. Afmælisdagarnir eiga ekki einungis að vera uppáhalds- og tyllidagar fyrir heimilisfólkið held- ur helugstu alvörudagar fyrir mann sjálfan. Þeir teoma ekki svo oft að á æfinni, og í hvert sinn sem vér lifum þá upp aftur, höfum vér sjálfir breyzt, eins og líka hlutirair í kringum oss. 2. Hversu margt liggur enn fram undan mér! segir æskumaðurinn; hversu margt liggur þegar á baki mér! segir fullorðni maðurinn. Hversu marga vantar mig nú ekki þennan dag í hóp vina minna, sem voru þar fyrir fáum árum! segir gam- almennið; og hveráu milkið vantar mig enn á, að eg hafi fengið allar óskir mínar! segir sérhver maður. 3. Sérhver gætinn maður álítur þann dag árs- ins, sem hann fæddist í heiminn, mikinn merkisdag, er hann á þá margt og mikið að minnast. Það er sannur atriðisdagur fyrir hann, og slík merkis- fótmál telur hann fá á ætfi sinni. 4. Því éldri sem vér verðum, þess styttri finn- ast árin oss. Eins og steinninn, sem veltur niður brekku, fleygist því hrað'ar sem hann kemur neðar eins líður æfin því hraðar, sem hún f jarlægist meir æsikuna og nálgast elli og gröf. 5. Sandurinn í stundaglasinu rennur fyrst hægt, síðan miklu óðar. Baraið langar fram á mið- skeið æfinnar, af því það girnist sjálfræði og vill fá að njóta lífsins, eins og fulorðni maðurinn. 6. En bráðum fer því að blöskra hve hrað- fara tírninn er, og það þreifar á því, að ekki þarf að *fá honum nýja vængi, er hann flýgur svo ótt og hratt með sínum eigin. 7. Yænt þykir æskumanninum, þegar hann kemst á það skeiðið, sem hann losnar undan aga og umsjá foreldra sinna, og má sjálfur ráða dögum sínum og verkum. 8. Það sem áður var fyrir huga hans eins og döpur von, birtist nú í blóma sínum og veitist honum. Hann finnur að hann má sín mikið, enda örvæntir hann ekki um neitt. 9. Haun hefir mikið fyrir stafni, og gengur að framkvæmdinni nleð glöðum huga; ímyndunarafl- ið sýnir honum alt í einhverju töfraljósi. 10. Þegar hann ætlar að framkvæma það, sem honum leikur helzt hugur á, gjörir hann ráð fyrir að alt sé vinnandi vegur, en gætir ekki hins ónóga í kröftum sínum, né hins óheppilega í kring- umstæðunum. 11. Hann kemur nú til vits og ára, eignast konu og börn. Þá lærir hann af þungri reynslu, að mikið vantar á að maðurinn nái hverju því miði, sem hann hefir sett sér, og að hann kemst alls ekki lengra, en járaskorður kringumstæðanna leyfa honum. 12. Hann gjörði sér von um velmegun, en hrepti áhyggjur og hugsýki; hann taldi víst að öðl-% ast það, sem honum lék helzt hugur á, en rak sig þar á örðugleika, sem hann hugsaði sízt. 13. 1 þessum umsvifum og baráttu fyrir því, sem hann aldrei fær náð, hvítnar hann af hærum svo hann veit ekki af. Honurn bregður við það. Hann verður alvarlegri, hægíátari, stiltari. 14. Meðan hann var að brjótast áfram í lífinu fékk hann mjög djúp sár, sem hjarta hans svíður enn af, þó sum eigi að heita gróin. Hann reimir nú augum aftur fyrir sig yfir farinn veg. 15. Þá sér hann fyrst, hversu oft hann hefir farið villur vega. Hann er nú orðinn hygnari og iðrast eftir margt, sem hann hefir gjört, en þó jeftir fleira, sem hann hefir látið ógjört. Þessi vizka er mikilsverð, en hún er oft of dýrkeyft,--og kemur aldrei fyr en um seinan. 16. Eins þykir líka hinni ungu stúlku vænt um þegar hún kemst á blómskeið æfinnar. Þá flykkj- ast að henni loftungur, og hún heyrir ekki um sig annað en lof og dýrð. 17. Tilfinningaraar, sem hún hefir aldrei fundið til áður, fara að hreifa við hjartanu í brjósti hennar; og hver ánægjan tekur þarvið af annari. Hún lítur niður fyrir sig á stúlkubörain, sem hún þykistvera svo mikið yfir, og ber sig saman við . eldri systur sínar, sem faraar eru að fölna, og hæl- ist um yfir þeim í hljóði. 18. Meðan hún er í vorblóma æfinnar finnur hún ekki til sólarhitans, sem á sumrin dregur úr manni allan þrótt. Hún rennir grun í þær unað- semdir, sem í vændum eru, í gæfu konunnar við hliðina á elskuðum manni, í ánægju móðurinnar innan um glaðværan bamahóp. 19. En einn afmælisdagurinn kemur yfir hana eftir annan. Og loksins telur hún líka með heim- uglegum kvíða þann dagiim, sem ber hana út yfir blómskeið Mfsins. 20. Fegurð hennar tekur að fölna; ungu stúlk urnar fara þegar að keppast á við hana. Og þeir sem áður dáðust að henni, draga sig í hlé. 21. Innaú um rósir hjúskaparins spretta því miður of fljótt upp þyrnibroddar, sem ekki sáust álengdar. 22. Með grátandi tárum verður móðirin að táka ástfólgið bara upp úr ruggunni og leggja það í líkkistuna, og gjalda með harmi gleði þeirra, sem hún hafði af því. 23. Of óðfluga leið á búrt æfi bæði karl og konu, og æ þvíhraðara sem hin hruma elli færðist nær. / 24. Ef þú vilt fullnægja ákvörðun þinni, mað- ur! þá láttu vængjaflug tímans ávalt minna þig á að breyta skynsamlega í tíma, svoþú þurfir ekki að kveljast af angri eftir á, þegar það er orðið um seinan. 25. Vittu, að sá sem í æskunni gætir stillingar og gætni hinna reyndu og rosknu, getur tekið hlut- deild í gleði og ánægju æskunnar, þegar hann verð- ur gamall. 26. Breyttu svo þú þurfir aldrei að halda af- mælisdag þinn með iðrunartárum, með gremju yfir sjálfum þér og brestum þínum, heldur einungis með þéssari meðvitund: eg er í mörgu tilliti betri en eg var fyrir einu ári! / 27. • Þegar þú byrjar nýtt æfiár, þá láttu það ekki einungis vera þér saýtt stig í aldri, heldur (heldur auðsjáanlegt framfarastig í fullkomnun. Mundu eftir því að tíminn stendur aldrei við, og ef þú eyðir einu ári til Ónýtis, þá er það óbœtanlegt tjón fyrir tilveru þína og hamingju. 28. Bíttu með virðingu á foreldra þína á fæð- ingardegi þínum. Þeir voru það, sem með við- kvæmni hlyntu að hinni ungu ‘jurt og reyndu til að verja hana fyrir óveðri, svo hún gæti þroskast og þrifist. 29. Þeir voru það, sem báru sorg og áhvggju þín vegna, áður en þú hafðir sjálfuraf sorg og áhyggju að segja. Þeir elskuðu þig heitt og inni- lega, áður en þú hafðir vit á að elska þau aftur. 30. Hafðu þá þér fyrir hugsbotssjónum, ef þú ekki sérð þá sjólfa. Minning þeirra stjóri áform um þínum og ráði athöfnum. 31. Lifðu samboðið blessun þeirri, sem þeir lögðu yfir þig; og sé þeim unt í sælunnar híbýlftm að sjá til þín á jörðinni, þá látu enga svívirðilega 'hugsun í sálu þinni spilla þeirra himneska friði og fögnuði. Hinn fyrsti flugmaður. Fyrsti flugmaður í heimi,. sem sögur fara af átti heima á eyjunni Krít fyrir þrjú þúsund árum, og hét Daedaluis. Hann var fæddur í Aþenuborg en flúði þaðan til þess að komast undan hegningu fyrir ljót verk sem hann hafði framið. Hann ferð- aðist í marga daga, því þá var lítið um góða vegi á landi, og höfin ógurlegu voru þá ókönnuð og ægileg svo mönnum stóð hinn mesti stuggur af ferðum. Að síðustu kom hann til eyjarinnar Krít. * 0g þar vann hann sér mikið nafn sem listamaður og komst í vinskap við hinn grimma konung eyja- skeggja Miros fyrir að byggja völundarhús það er skrymsHð Minaður var geymt í, og sem konungur hafði miklar mætur á og ól með því að kasta fyrir það ungum mönnum og meyjum, sem á einhvera iliátt komust í ónáð hjá konupgi. Daedalmus undi sér vel og lengi í meðlætinu ihjá konunginum, en þar kom þó að hann gjörðist svo dramblátur og hrökafullur að hann fældi frá sér alla sem honum vora velviljaðir og að síð- ustu komst hann í ónóð hjá konunginum sjálfum og var settur í varðhald. En sökum þess hve hátt hann var settur >í mannfélaginu hafði hann meira frelsi í fangelsinu en aðrir fangar. Stórt svæði var girt inn við fangahúsið með múrvegg afar- háum og inn í þeirri girðingu var Daelmus látinn vera laus á hverjum degi. En þóttað æfi hans gæti ekki kalast il, þá samt fann hann sárt til þeirrar niðurlægingar, sem hann var fallinn í og ásetti sér fastlega að komast í burtu. — En það var nú ekki auðgjört, því allstaðar voru verðir settir af kon- ungi til þess að gæta hans. Svo hræddist hann hina ógurlegu hegningu, sem fylgdi því ef að vart var við að hann gjörði tilraun til þess að strjúka, en hún var sú, að syni hans Icarus, sem hann unni hugástum yrði hent fyrir skrymslið. Deadalus hugsaði því um þetta oft og lengi og honum virtist það með öllu óframkvæmanlegt að kMfra upp á garðinn eða reyna að höggva gat í gegnum hann var ómögulegt, og þó það gæti tekist mundu allar götur vaktaðar — hvergi óhultur staður á eynni, og ströndin sjálf var skipuð varð- mönnum. Einu sinni þegar að Daedalus var að ganga inn í garðinum bar yfir hann skugga. Hon- um varð Mtið upp og sá upp yfir sér súlu eina stóra þar sem að hún leið upp og áfram í loftinu. Ó, að mega vera eins frjáls og súlan þarna og svífa í loftinu eða synda á sjónum eins og hún hvílíkur mismunur er ekki á því og að hýrast hér / í fangelsinu, og hann sagði við sjálfan sig: “Eg hefi líka synt á sjónum, því get eg ékki flogið í loft- inu líka?” Og hann fór að hugsa og eftir þrá daga hafði hann komist að niðurstöðu um það hveraig að hann gæti svifið í loftinu eins og fuglinn fljúg- andi — hann gæti notað vængi fuglanna. Svo kall- aði hann fangavörðinn tafarlaust fyrir sig og beiddi um fjórar súlur, nokkuð af fínum járavír og vax, og þar sem Daedalusi var ekki synjað um neitt nema frelsi sitt varð fangavörðurinn við þess um tilmælum. Hann tók svo fugla þessa tvo og tvo festi vængi þeirra Saman með vírnum af svo mikl- um hagleik að vængirnir hreyfðust reglulega eftir hreifingum fuglanna og hugðist að geta lyft sér með því afli í gegn um loftið. En Daedalus mátti með engu móti skilja son sinn eftir, því hann vissi hvað hans beið þá. Svo hann sendi ef tir honum og sagði honum frá þessari íyrirætlan sinni. Icarus varð hugfanginn af þessari fyrirætlun föður síns og hættan sem henni var samfara æsti ímyndunarafl hans og tilraunaþrá. Svo kveld eitt festi Daedalus tvo af fuglunum á bak syni sínum og snemma að morgni þegar sól var að koma upp risu þeir á vængjunum upp frá jörðinni og svifu í gegnum loftið og innan stundar voru þeir komnir út úr eynni. Þeir héldu áfram gegnum morgun- loftið frískandi og örfandi og þeim fanst sem þeir hefðu nú náð yfirráðum yfir hinu bláa himinhvolfi og leyndardómum þess. Daedalus lagði ríkt á við són sinn Icarus að hann skyldi mtma eftir því að halda sig sem allra næst jörðinni því annars gætu sólargeislarnir brætt vaxið, sem vængirair voru festir með. En hepni þeirra feðga með að komast í burtu gjörði Icarus djarfan og skeytingarminni um það sem gæti kom- ið fyrir, svo hann reis æ hærra og hærra og hugðist mundi snerta hjólin á kerra sólar guðsins þegar hann, að trú fornmanna, brunaði eftir himinbogan- um og færði börnum jarðarinnar ljós og hita. En þessi bíræfni Icarus varð honum til falls, því þegar að hann nálgaðist sólina þá bráðnaði vaxið, sem vængirnir voru festir með og þeir losnuðu frá hlið- um hans og hann féll niður í hafið og var fallið svo migið að hann rotaðist þegar hann kom niður á sjóinn — var dauður áður en hann sökk. Daedalus hélt áfram ferðiiíni til Italíu og var mjög harmþrunginn, og þar eyddi hann því sem eftir var æfi sinni. Engin maður hefir reynt til þess að þreyta flug í loftinu þar til nú fyrir nokkr- um árum srðan að flugvélarnar komu. En sagan um flug þetta hið einkennilega er geymd í sögnum Icaria hafsins, sem heitir eftir Icarus. Vaskir drengir. Það minkun vöskum ungling er, þá að fer vetrar tíð, að vefja feldinn fast að sér og forðast storm og hríð, og blása’ í kaun og kvefast brátt, er köldu blæs úr norðurátt. Ef hann er veikur — ekki má hann úti leika sér, en sé hann latur. linur — þá ei Mzt á piltinn mér, og sé hann huglaus — heillin mín — má hann við spotti gæta sín. Að vísu oft eg uni vel við arinbjarmann mér, þá svart er kvöld og sótdimt él og saga lesin er; en úti þrátt eg vera vil um vetrardag, þótt geri byl. Eg annast vil minn hvata hest — og hugsa’ um sleðann minn, og það mér hugnast helzt hvað bezt er háan skafl eg finn. Og ofan háum hlíðum frá eg hendist mínum sleða á. Sem vindur yfir ísinn létt eg oft á skautum fer, og mjöll ef foldu þekur þétt, þá þjóna skíðin mér; við drengi mínum akri á eg oft minn flýti reyni þá. Við byggjum klakaborgir þrátt og berjumst svo um þær; þá glymur okkar heróp hátt og hljómar fjær og nær; guð hjálpi þeim, sem huglaus er, því honum vægð ei búin er. Já, margar dáðir drýgjum vér, þótt drengir séum enn, og ef til vill þú eitt sinn sér oss orðna hrausta menn. Vor hjartkær ættjörð hefir þörf á hraustum drengjum í sín störf. Ó, mamma, ef þú elskar mig, þá út þú lofar mér; mín unga hönd vill herða sig og hjálpa síðar þér, og allan þrótt, sem eykst hjá mér, eg alla daga helga þér. Og kenna mér þú, mamma, skalt, hvað meta’ og heiðra ber, að elska guð og gjöra alt, sem gott og fagurt er; , en ekki sízt að auka þrátt með ósérhlífni sjálfs míns mátt. Mín þjóðin á af þörfum nóg fyrir’ þann sem hraustur er: við bók, við ár, við orf og plóg — við alt sem gjöra ber, og yfir gæði öll eg tek að eignast lífs og sálar þrek. Þív segi’ eg: minkunn ungling er, þá að fer vetrar tíð, að vefja feldi fast að sér og forðast storm og hríð, að blása’ í kaun og kvefast brátt, er köldu blæs úr norðurátt. Zak. Topelius (Þýðing G. M.) Æskan. EKKERT ÁRÍÐANDI. Rósa litla var vel að sér í flestum námsgrein- um nema í landafræði, svo að kennarinn sendi móð- ur Rósu bréf og beiddi hana áð sjá um að hún lærði landafræðina sína. Daginn eftir kom Rósa litla á skólann og sýndi enga framför, svo kennarinn sagði við hana: “Rósa, las hún mamma þín bréfið?” “ Já”, mælti Rósa. “Hvað sagði hún?” spurði kennarinn. “Mamma sagði að liún kynni ekki landafræði og samt hafði hún getað gift sig. Anpna mín kunni efcki heldur landafræði, og hún gifti sig. En þú kant landafræði og hefir aldrei gifst. Litla húsmóðurefnið. Stina (skoðar myndir) : “Það er ekki hyggi- lega gjört af englunum að vera altaf í hvítum kjól- um. Er það ekki satt, mamma! ’ ’ Móðirin: “Hvers vegna, Stína mín?” Stína: “Af því það sér svo fljótt á þeim og þarf oft að þvo þá. Þær hljóta að hafa oft mikið að gjöra, þvottakonurnar þeirra”. Sá var sérvitwr! Sigurður: “Er þér ekki farið að leiðast ein- Mfið, Jón minn? Þú ættir að fara að gifta þig.” Jón: ‘‘ Ójú, mér er farið að leiðast í kofanum mínum. Og eg hefi líka stunduim verið að hugsa um að fá mér annaðhvort konu eða grafófón.” Góða barnið. Gunna: “Pabbi, það er maður úti, sem vill fá að tala við þig.” Faðirinn: “ Eg hef i ekki tíma til þess. Segðu honum að eg sé ekki heima.” Gunna: “Nei, eg vil efcki skrökva. Vilt þú ekki fara út og segja honum það sjálfur?”

x

Lögberg

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.